mánudagur

djöfulli er ég þunglynd, ég er það reyndar mjög oft en ég hélt kannski að ég fengi frí fyrst það eru jól... en svo er ekki. ég fékk þó dásamlegar jólagjafir í gær og svo margar að mig rekur ekki í minni að svona hafi það verið síðan ég var barn, það gladdi mig... altsvo bæði gjafirnar og hve fallega fólk hugsar til mín og velur vel handa mér. ég kann svo að meta það... ég vildi bara að ég gæti verið glöð því inní mér veit ég að ég hef allar ástæður til þess, en það plaga mig svo margir púkar og mér reynist erfitt að reka þá í burtu og rétt fyrir jólin bættist enn einn við sem vegur hvað þyngst. nenni ekki að dedúa um það enda er það, ótrúlegt en satt of persónulegt til að ég skrifi um það hér. ég vona samt af öllu hjarta að þið hafið það gott og hafið fram að þessu etið á ykkur gat.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Leitt að heyra að þú skulir vera leið í dag, vonandi lagast þetta því þetta er svo óskaplega vont. Gleðileg jól.

Tinna Kirsuber sagði...

Takk vinan. Ég vildi eiga þig í vasanum.