miðvikudagur

ég veit ekki hvort það er góð eða slæm aðferð en ef maður hugsar ekki um hlutina gera þeir mann síður dapran og þannig kemst maður í gegnum leiðindi. ágætt líka að vera í vinnunni, þá hef ég enn síður tíma til að hugsa um og syrgja krílið. svo er líka módelkveld í kveld, ég á von á nokkrum fögrum fljóðum og ein ætlar m.a.s. að mæta með ostaköku. vesalings örninn minn... og þó. það væsir ekki um hann í þvílíku kvennafansi.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég mundi segja að það væri góð aðferð, það er ekkert gott að hugsa alltof mikið um eitthvað sorglegt, þá verður maður bara endalaust sorgmæddur...

Nafnlaus sagði...

ég er orðinn heimsklassa beiler! :) reyni að laga þetta eftir jól...

....en ósanngjörn úrslit í gær!