föstudagur

fyrsta "boðorðið" af geðorðunum 10 sem ég les samviskusamlega á hverjum morgni er: "Hugsaðu jákvætt, það er léttara". mér er nú bara andskotans spurn hvar maður lærir það! þegar maður er þunglyndur er manni bara ekki sjálfrátt í neikvæðninni... ég þarf að læra einhverja geggjaða aðferð til að vera jákvæð. stundum hlusta ég á bítlana og les myndasögur til að verða jákvæðari en það er bara tímabundið ástand, um leið og raunveruleikinn knýr að dyrum á ný þá brýst þessi neikvæðni aftur út. hmmmm... ég ætla að búa til bleika sósu með reyktu ýsunni.

Engin ummæli: