föstudagur

vei! við pöntuðum okkur pítsu í kveldmat... við fengum það nefnilega út að við ættum það skilið þar sem að síðan ég byrjaði að vinna á leikskólanum fæ ég alltaf frían heitan mat í hádeginu og þ.a.l. erum við að spara 200-400 krónur á degi hverjum sem ég annars hefði þurft að eyða í hádegisæti þegar ég var að vinna í eymó. við eigum alveg nokkrar pítsur inni... hvað er ég að halda því fram að ég sé ekki jákvæð?

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það þarf ekki að leita langt til að sjá hvað þú ert jákvæð, mér hlýnaði við kveðjuna frá þér. Takk fyrir það og sömuleiðis.

Tinna Kirsuber sagði...

Takk vinan.