miðvikudagur

skuggaprinsinn & kirsuber: skuggaprinsinn a afmæli!!!


já... klukkan er nokkrar mínútur yfir miðnætti og örninn minn er orðinn 25 ára... tventífokkíngfæv!!! prins drauma minna, til hamingju með daginn hjartagull! að öðru: mér er illt í maganum...

laugardagur

lokað a skituna!


ég hef ákveðið að loka blogginu fyrir öllum almenningi og nú munu aðeins ákveðnir aðilar sem ég samþykki fá aðgang að þönkum mínum og visku. mér leiðist að hvaða geðdeildarvistmaður sem er með húsavíkuraugabrúnir og skrifstofurass hafi aðgang að minni persónu... auk þess eru þessi skrif mestmegnis ætluð mér og til að greiða aðeins fyrir flæðinu í hausnum á mér sem oft á tíðum ber mig ofurliði. aftur á móti eru vinum og kunningjum og nokkurn veginn hverjum sem er boðið að lesa skrif mín, svo framarlega sem að viðkomandi er vinveittur mér og mínum ástvinum og hafi verið það fram að þessu. þið þurfið eingöngu að skrifa netfangið ykkar og deili á ykkur í kommentin innan 5 daga og ég bæti ykkur ekki á "shit- listann" minn heldur "love-listann" og þið fáið áframhaldandi aðgang að óþrjótandi visku minni, meinfyndni, skoðanagleði og einkalífi.
fullkomin blanda í veikindum: curb your inthusiasm með larry david, elska hann!!!, ribena með klaka og innpökkuð í flísteppi. örninn minn ætlar svo að fljúga eftir sælgæti á eftir enda nammidagur.
ef ég væri ekki veik og hefði verið í heimsókn hjá birtu í gær í san fran þá hefði ég getað farið á tónleika með nine inch nails á slim´s... ég vildi að þeir kæmu hingað og ég gæti hitt trent. handsomaðasti maður á jörðinni... fyrir utan örninn minn að sjálfsögðu! ef ég fæ krabbamein getur þá kannski einhver uppfyllt þessa ósk fyrir mig, fengið NIN til íslands? ég væri líka alveg til í það án krabbameins.

fimmtudagur


yours truly og litli uppáhalds frændi "full" í glöggi fyrir jólin... eða þannig sko. ég var bara að reyna að koma smá rokki í piltinn með þessari uggandi niðurstöðu.

mig log-svíður í hálsinn og mér líður einsog hann sé flakandi svöðusár... öspin litla var með þetta í seinustu viku og ber þessari hálsbólgu ekki væna söguna, þetta ku vera einhver vírus ef ég er með það sama. ég hefði kannski átt að sleppa því að kyssa hana svona mikið... grín.

ég kveð með þessum fallegu orðum hins sí-snjalla bjartmars guðlaugssonar. þetta ljóð hefur verið eitt af mínum uppáhalds síðan ég las það fyrst og ég hef örugglega sett það hingað áður. ég vildi að ég hefði kjarkinn til að "pósta" mínum eigins ljóðum hér... kannski ég geri það bara á næstunni!

stúlkan sú er elskar mig

stúlkan sú er elskar mig
kenndi mér að kenna til.
stúlkan sú er elskar mig
er eina veran sem ég skil.
ég held það bara borgi sig
að virða og þiggja hennar ráð.
stúlkan sú er elskar mig
er undurblíð en stundum bráð.

ég þori ekki að segja henni
söguna um mig,
um hégóma, girndir og milljón
mínusstig.

því ég hef alla mína hunds- og kattartíð
verið skíthræddur við ástarsorg og stríð.
til hamingju með daginn heiða!!! þú ert mun eldri en ég nokkurn tímann gerði mér í hugarlund, altsvo: þú ert ungleg.

ég hef komist að því að þrátt fyrir breyskan og ofur-viðkvæman persónuleika þá hef ég lúmskt gaman að því þegar mér tekst að reita einhvern til reiði með skoðunum mínum og skrifum hér... það tístir í mér og nú er ég glottandi. svona er ég nú öfugsnúin.

miðvikudagur

mig vantar smá ráð ef þið eigið svoleiðis á vergangi... ég er svo agalega kvöldsvæf sem er í sjálfu sér ekkert vandamál á virkum kvöldum og auk þess á ég fáránlega auðvelt með að vakna snemma en það ku vera góður kostur (ég vakna alltaf áður en vekjaraklukkan hringir!). hitt er aftur að um helgar langar mig til að geta vakað en það get ég illmögulega, geggjað leiðinleg gella! vitiði eitthvað sem ég get gert? kaffi virkar ekki örvandi á mig eða það örvar bara þarmana í mér og ég neyti ekki sterkra eiturlyfja þannig að það er út...

hilmir eldjárn, stuð-fugl með meiru...

þriðjudagur

hmmm... þegar ekki ómerkari konur en tvær kötur og ein trúlaus heiða biðja mann um að skrifa um eitthvað ákveðið þá er eiginlega ekki hjá því komist. ég nenni því samt varla, en hvað um það... ég hef sumsé ekki gerst svo fræg að bera þetta myndband þarna augum með guðmundi Byrgissyni og "heitkonu" hans í gleði-fans en ég þekki fólk sem hefur gert það, ég sef m.a.s. hjá einum þeirra. mig langar eiginlega ekkert til að sjá þetta vídjó en mér skilst á öllu að það sé mjög augljóst að þar sé enginn maður eða kona á smjörsýru og enn síður er verið að nauðga einhverjum, það eru bara allir að fíla sig voða vel með dildó í rassgatinu og svoleiðis. mín skoðun á þessu er eftirfarandi: vitanlega er þetta rangt allt saman og hið alvarlegasta mál, svona á ekki að eiga sér stað en þannig er því nú því miður háttað með svo óskaplega margt í veröldinni, ógeðis-hlutir eiga sér stað undir nefinu á okkur á hverjum degi. en ég skal hundur heita ef það á að kenna þessum guðmundi um allt fjandans ruglið... fyrir það fyrsta vita allar konur og menn að enginn brundur hefur lækningamátt og enn síður þegar honum er kyngt og það skal enginn segja mér að fólk sé virkilega orðið það illa haldið en hefur samt vit á að fara í meðferð að það láti ljúga að sér svona vitleysisgangi... sé platað í einhverjar BDSM orgíur og segi bara já og amen af því að það á svo agalega bágt og sé svo voðalega skemmt af eiturlyfjaneyslu að það viti ekki muninn á réttu og röngu þegar kemur að neðanbeltismálum.... ég er nú kannski bara fordómafullur og skilningssljór fáviti með enga haldbæra vitneskju um málið eða fólkið sem því viðkemur en af því sem ég veit, þá er þetta mín skoðun.

annars er lífið mjög gott um þessar mundir, það leikur við mig og við hjónin höfum tekið upp heilbrigðari lífsstíl og af er það sem áður var... það gengur ekki endalaust að þjást af næringarskorti! við erum reyndar ekkert í neinum klikkuðum kellingar-öfgum einsog að borða eftir blóðflokki og svoleiðis vitleysu en batnandi fólki er best að lifa... það einasta sem má finna lífinu til lasta þessa dagana að ég er að kvefast en ég trúi því að ef ég hugsa sem minnst um það verður ekkert af því. kvef be gone...

mánudagur

the IT girl...


ég ætti kannski að tjá mig eitthvað um þetta mál málanna þarna... guðmundur, byrgið, smjörsýran og endaþarmurinn. ég veit ekki sko... ég hef alveg ákveðna skoðun á þessu en ég er ekki viss um að það sé nokkur maður eða kona sammála mér. ég sé til hvort ég "bombarta" ykkur með þeim þönkum.

sunnudagur

daglegar væntingar


hvar hef ég alið manninn? ég hef verið andlaus bloggari og hugsuður undanfarið þó að í huga mínum fari fram öll þau hugsanlegu þing sem hægt er að halda í mann- og hugarheimum, ég hef bara ekki undan að koma öllum hugsununum frá mér. þær vafra um í öngþveiti huga og sálar og fylla skjalaskápana í heilanum, hvort séu þær göfugar eður ei. ég hef líka verið lasin í mallanum, ég er alltaf lasin. en með hjálp "æðri" máttarvalda hef ég komist að því að kveisan sem herjar á innyfli mín er ekki kúkasýkill eða hvað þetta er nú kallað, sem er einn af atvinnusjúkdómum leikskólakennara og barna um þessar mundir. líka lús en það helvíska fyrirbæri mun ég forðast einsog heitt bál og pestina... ég sá lús í fyrsta skipti með berum augum fyrir helgi, EKKI Í HAUSNUM Á MÉR! bara svo það sé á hreinu þó mig hafi farið að klæja óskaplega um allan líkama bara við að bera kvikindið augum. djöfuls andstyggð! ógeðfelld lítil dýr... ég veit svosum alveg að á líkama okkar lifa allskyns pöddur, allavega veltum við okkur uppúr milljón rykmaurum þegar við leggjumst til hvílu í rekkju en þeir eru þó allavega "ósýnilegir". mig er farið að klæja...

nú svo er þorrinn genginn í garð og bóndadagur var á föstudag. ég var ekki nógu hress til að ausa frá mér gjöfum en eldaði þess í stað dýrindis hádegisverð handa erninum mínum í gær sem samanstóð að steiktum eggjum, pylsubitum og bökuðum baunum. í eftirrétt var nudd... kona verður nú að gera eitthvað. annars er þorra-þema í leikskólanum í næstu viku og ég veit ekkert um þorrann nema að þá étur fólk ótæpilega af skemmdum mat, drekkur brennivín og fer á þorrablót. í gamla daga var það auk þess með hjálma og í skikkjum og drap aðra með sverðum og nauðgaði konum, mér er létt að tímarnir hafi breyst... að sumu leiti allavega. það eru náttúrulega allir búnir að gleyma því að ekki fyrir svo löngu síðan var tveimur konum nauðgað á hrottalegan hátt í reykjavík, annarri á bakvið menntaskólann í reykjavík og hinni á bakvið þjóðleikhúsið og gott ef að þetta gerðist ekki með eins eða tveggja vikna millibili. þegar svona er ekki lengur æsifrétt gleymist það fljótt og ég veit ekki betur en að þessir ógæfumenn gangi enn lausir... svona er nú metnaðurinn fyrir bættu og betra samfélagi mikill í voru landi. nauðgarar mega ganga lausir fyrir öllum svo framarlega að þeir eru ekki að nauðga akkúrat þá stundina. ég má eiginlega ekki byrja að tala um þetta, það endar oftast í slæmu þunglyndiskasti og mikilli vantrú á mannkynið.

við sóttum tengdapabba eldjárn á vinstri-græna fund í gær. þar var steingrímur j. og þegar ég tók í hendina á honum langaði mig mest til að flaðra upp um hálsinn á honum og kyssa og segja honum að þegar ég færi á þing ætlaði ég að verða alveg einsog hann og að hann væri besti stjórnmálamaðurinn. ég hafði sem betur fer hemil á einlæga barnaskapnum í mér...

smá um júróvisjón... við horfðum á fyrsta holl af lögunum í gær í sjónvarpinu og ég er alveg gáttuð á því að eftir öll þessi ár sé enn til fólk, altsvo lagasmiðir sem kunna ekki formúluna að júróvisjónlagi. hún er óskaplega einföld, svo einföld að ég nenni ekki að dedúa um hana og þið eruð mongólítar ef þið kunnið hana ekki. það eru nokkrir einfaldir hlutir sem þurfa að einkenna gott (þegar ég segi gott þá meina í samhengi við þessa keppni. þetta eru ekki endilega alltaf það sem ég kalla góð lög) júróvisjónlag. hættiði að senda inn þessi fiðlu/vælu/þjóðlaga/ástarlög! lagið sem þessi feiti, man ekki hvað hann heitir söng um húsin sem hafa augu (glataður texti þó!) og komst áfram, það hefur nokkurn veginn rétta júróvisjón formúlu að mínu mati. ég spá því allavega velgengi... og bara svo það sé á hreinu þá er þetta eingöngu MITT persónulega álit, ég er ekki markbærari dómari en hver annar þannig að ef einhverjir eru ósammála mér þá endilega sleppiði því að skrifa nafnlaus blammeringa-komment sem þið skrifið svo undir sem "áhugamanneskja um mannlega virðingu". það er nefnilega ENGIN mannleg virðing falin í svoleiðis takk fyrir takk!

bráðum kemur öskudagur. ég hlakka til hans, alveg ofboðslega. ég hef svo óskaplega gaman af grímubúningum og að klæðast þeim og nú þegar ég vinn á leikskóla get ég loksins verið í grímubúningi á öskudag á gamalsaldri. mig langar til að vera eitthvað stórkostlegt, svona til að gleðja börnin af því ég veit þau hafa svo gaman af svoleiðis, þau hafa gaman af því þegar við förum á niður á þeirra plan (niður ekki meint illa í þessu samhengi). þannig að ef einhver á magnaðan grímubúning til að lána mér, gamlan dimiteringarbúning eða þ.h. þá væri það undursamlega vel þegið. ég er 165 sentimetrar á hæð og í kjörþyngd, altsvo ekki horuð og ekki bústin. bara lágvaxin og reykvísk velmegunar-dúlla...

jæja, ég ætla að hætta áður en mér dettur fleira í hug til að þvaðra um. lifið heil!

fimmtudagur

ég bókstaflega elska snjó! það fer um mig gleðihrollur ef mér er litið útum gluggann og það er snjókoma, einsog núna. ég er nokk viss um að það sé m.a.s. hann, snjórinn að einhverju leyti sem er að koma mér uppúr holunni, sálarholunni. svo erum við líka á leiðinni á svarfdælska og árlega þorrablótið fyrstu helgina í febrúar og eftir því get ég vart beðið, hákarl, brennivín og dansspor. það var svo gaman í fyrra og ef það verður hálfvegis jafn skemmtilegt núna og þá, þá dey ég glöð... eða þannig. tilhlökkunin kemur manni allavega mjög langt... good times. nú svo er örninn minn elskulegi að verða kvart-aldar-gamall í lok mánaðarins... ég er búin að kaupa afmælisgjöfina og mér er ómótt af tilhlökkun og spenningi yfir því að gefa honum hana, ég efast um að ég haldi það út... ég man þegar ég varð tventífokkíngfæv! þá hélt ég grímupartý með hetjuþema og var sjálf emily strange, alteregóið mitt. það var gott partý, bæði skrýtið og skemmtilegt. og nú fer ég að verða 28 ára, það finnst mér svo merkilega undarlegt að ég trúi því varla, enda er ég jú líka ennþá lítið barn inní mér. en mikið djöfulli finnst mér gaman að eldast, ég myndi ekki vilja vera yngri aftur fyrir fimmaur! hvað ætli gerist árið sem ég er 28 ára? kannski kaupum við íbúð, kannski eignumst við kríli... það er náttúrulega inn núna. við erum allavega búin að ákveða nöfn og það nægir mér svosum næstu 2-3 árin.

miðvikudagur


ola!
bara að láta vita af mér ef þið skylduð vera orðin eitthvað hrædd um mig... elsku pysjurnar mínar. ætli ég skelli ekki einhverju málefnalegu hingað inn á næstu dögum enda er ég laus úr viðjum þunglyndiskastsins. í bili a.m.k... konungur fuglanna nær alltaf að gleðja mig, hann hendir mér á bakið sitt og flýgur með mig á betri staði og svo gleðst ég líka mjög í hjartanu yfir börnunum "mínum" á leikskólanum. ég er gífurlega hress fyrir utan að mallinn minn er alltaf eitthvað að plaga mig og ég vakna iðulega með ægilegan brjóstsviða og magaverk en ég geri ráð fyrir að þunglyndi heilsugæslulæknirinn minn (þjáningabróðir) geti ráðið bót á því máli með einhverjum skottulækningum og lyfleysum. en svo á ég líka páfagauk núna og það gleður mig yfirgengilega enda vil ég helst ekki lifa öðruvísi en með dýragarð í kringum mig... hilmir eldjárn heitir hann, altsvo pásinn. það gleður mig reyndar lítið þegar skaði eldjárn stendur og mænir á vesalings hilmi af þvílíkri áfergju að slefan rennur úr munnvikunum á henni. svo segir mér hugur að það muni brátt ganga yfir enda er skaði nú þegar búin að ná að plokka tvær stélfjaðrir af litla pásanum... ég vona bara að það hafi ekki komið henni á bragðið eða einhvern fjandann. við festum líka kaup í nýjum magnara, bassman magnara á visa-rað. ekkert annað í stöðunni að gera... og þó ég spili ekki á strengjahljóðfæri að neinu ráði þá verð ég að segja að þessi magnari er "the coolest EVER!!!". later!