þriðjudagur

jamm og jæja... já, það var sumsé ansi hreint gaman á þorrablótinu fyrir norðan. það er alltaf svo góður andi þarna og allir svo indælir og ljúfir í manns garð. m.a.s. fyrrum tengdaforeldrar arnarins mikla sem voru þarna, ég átti nú allteins von á einhverjum leiðindum og drama, ég er alltaf svo viðkvæm fyrir því að einhver hafi horn í síðu minni, (konur eru svo óútreiknanlegar og geta verið svo klikkaðar) svona í ljósi alls og liðinna atburða en þetta var hið indælasta og viðkunnalegasta fólk. ekkert nema gott um það að segja... maðurinn með gullhamrana sem ég minntist á í ölvímunni á aðfaranótt sunnudags var líka hressandi þó að í samtali okkar hafi ég meir verið að fylgjast með matarleifunum sem skreyttu tanngarð hans eins og indversk perlufesti. þær ferðuðust útum allt og ég mátti hafa mig alla við að koma mér undan þeim í skothríðum útúr munninum á manngreyinu. en hann talaði svo vel um mig og örninn minn þrátt fyrir að þekkja okkur ekki hætishót svo ég fer ekki að erfa nokkrar harðfisktægjur í andlitinu á mér við hann. ég gleðst yfir því að þetta svarfdælska þorrablót sé nú orðið hluti af lífi okkar og miðað við þá litlu reynslu sem ég hef nú verða þau bara betri og betri með hverju ári... allavega hló ég mun meira nú en í fyrra yfir árlega annnálnum og skemmtiatriðunum þrátt fyrir að þekkja bara til u.þ.b. 5%-a innihaldsins. það kom ekki að sök.

en nú er matartíminn senn á enda og ég á leiðinni út með börnin í óaðlaðandi kraftgalla og snjóþotubrun... ég og öspin litla stöndum þreknar saman í kraftgöllum í kuldanum og ræðum málin. það er svo gaman að vera að vinna með mágkonu sinni sem er líka vinkona manns, það gerir allar vinnur skemmtilegar held ég.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Löngu vitað að Öspin gefur lífinu lit! :)

Ösp sagði...

thíhí, æj hættesssu;) en já mikið er ég fegin að við séum að vinna saman Tinna mín!! við þurfum að ná mynd af okkur mágkonunum saman í þessum unaðs-kraftgöllum, gaaasalega lækkert eitthvað!

Tinna Kirsuber sagði...

Unaðs-kraftgallar er sannkallað réttnefni elskan! :D