föstudagur
þorrabölv
jæja... nú síðar í kveld liggur leið okkar þriggja, mín, aspar og arnarins hins kvartaldargamla norður yfir heiðar í svarfaðardalinn fagra. og ef forsjónin kemur okkur alla leið munum við vera viðstödd eitt ærið þorrablót þeirra svarfdælinga annað kveld... hákarl, brennivín, súrsuð dýrakynfæri og sverðabardagar. ég hlakka til! ég ætla að vera full og stíga dansspor ef mér tekst að vaka framyfir miðnætti.
mér gengur eitthvað illa að læsa blogginu þannig að þeir sem elska að hata að lesa mig og mig verða bara að sýna þolinmæði um sinn eða kroppa úr sér augun með skeið. ég veit nefnilega að það er ómótstæðilegt fyrir marga að koma hingað... híhíhí.
ég bið ykkur annars vel að lifa og góða helgi.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Farið varlega norður og góða skemmtun á blótinu! Kv. Svanhildur
hey.... fáðu þér einn sjeik í Olís... on me (ég legg svo inn á þig fyrir honum) heheheh
skemmtu þér vel í minni heimabyggð elskulega Tinna mín!
hlakka til að fá ykkur heil á höldnu til baka til mín!
Skrifa ummæli