miðvikudagur

jæja... seinasti eymó-dagurinn runninn upp. ég bakaði franska og keypti toblerone og jarðaber handa eymó-stúlkunum mínum sem ég á eftir að sakna svo sárt. þið sem lesið þetta blogg mitt og verslið í eymó... ég kveð ykkur líka með söknuði, takk fyrir viðskiptin s.l. árin... p.s. þið eigið alltaf að vera kurteis þegar þið verslið við stúlkurnar mínar í eymó... fyrir það fyrsta er það ókeypis og konurnar sem afgreiða ykkur eru nokkrar af merkilegustu og bestu konum í vorri borg og fá auk þess skítalaun... vinsamlegast verið góð við þær.

p.s. samkvæmt áreiðanlegum heimildum fæ ég passa á kvikmyndahátíðina í kveðjugjöf frá eymó... finnst ykkur það ekki einstakt? þær eru svo góðar við mig... ég ætla EKKI að grenja þegar ég fer heim í dag.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þín verður sárt saknað úr Eymó, túristarnir sem eru farnir að koma sérstaklega til íslands til að hitta grömpí pallatýpuna eiga eftir að grenja úr söknuði ;o) Ef ég ætti Eymó myndi ég borga þér fullt af peningum til að halda þér(reyndar myndi ég borga öllum þar hærri laun en það er önnur saga...).

Tinna Kirsuber sagði...

Takk dúlla!