föstudagur

babú babú

ég fór með stelpurnar mínar á landnámssýninguna í aðalstræti. ótrúlega flott sýning en það voru sum tæki biluð. kom mér ekki á óvart.

ég vann bíókort fyrir tvo af því að ég er svo ótrúlega getspök. ég tek mjög sjaldan þátt í svona leikjum, lít eiginlega niður á það og ég veit ekki afhverju. en þegar ég tek þátt þá vinn ég iðulega sem ég hef gaman af. auk þess vorum við hætt að fara í bíó í mótmælaskyni (gerðum bara undantekningu fyrir myndina 300) við uppsprengt bíómiðaverðið enda finnst mér til háborinnar skammar að það kosti hátt í 3000 krónur fyrir tvo að fara í bíó, með öllu.

mikið er ég glöð að það sé komin helgi. ég er búin að vera doldið slæm í lundinni og auk þess verkjar mig enn óskaplega í rifin og liðamótin í öðrum handlegg þó það sé dagamunur á mér. ég hef verið að kynna mér þetta og samkvæmt einkennunum sem ég hef eru líkur á því að ég sé með vefjagigt. en ég fékk ekki tíma hjá gigtarlækni fyrr en eftir rúmar tvær fokkíngs vikur svo ég þarf bara að þrauka og velkjast í vafa um hvað sé að plaga mig. ég er þess vegna þolinmóð gagnvart lundinni minni og leyfi mér örlítið þunglyndi enda dregur það hvern mann eða konu niður að vera með stöðuga sára verki. ef ég hósta er einsog það sé stungið hnífi í síðuna á mér og ég ætla ekki að lýsa því hvernig er að hnerra. auk þess er ég búin að vera á túr í mánuð af því að mér fannst eitthvað sniðugt að fara að skipta um getnaðarvarnapillu og geld fyrir þau heimskupör með síleka. og bara fyrir það eitt ætti ég ekki einu sinni að þurfa að afsaka mig fyrir örlitla geðvonsku... en ég er afskaplega þakklát fyrir að eiga svona þolinmóðan og geðgóðan mann.

ugh... svo er fermingarveisla á sunnudaginn og ég hata veislur. bróðir minn, einn af þeim er að ferma son sinn sem ég held að ég hafi hitt kannski fimm sinnum um ævina. hann fær 1000 kall fyrir hvert skipti í fermingargjöf.

en í kvöld ætla ég að hafa það ákaflega huggulegt. ég ætla að bera á mig lækningarkremin sem ein yndisleg kona í vinnunni keyrði heim til mín í gærkveldi. þau eiga að vera góð fyrir liðina... og ég ætla að horfa á úrslitin í guess better, komast í annarlegt ástand og kela við örninn minn.

góða helgi vinurnar ef ég skrifa ekki næstu 2 daga.

miðvikudagur

þreytt á lífinu í dag.

þriðjudagur

tinnbert spartverji

ég er ekkert sérstaklega málísk undanfarið, maður nennir ekki alltaf að vera að kvarta... það er reyndar vert að minnast á að við fórum í bíó með þrándi brósa um helgina nýliðnu á myndina 300. helvíti góð ræma verður að segjast, enda gerð eftir teiknimyndasögu frank millers. mér finnst að allir ættu að sjá hana, sérstaklega fólk sem er áhugasamt um magavöðva því þarna ber maður augum svo mörg "six-pökk" að það mætti helst halda að spartverjar hafi haft lítið annað að gera í fyrndinni en magaæfingar. en þrátt fyrir þann ófögnuð er þetta í alla staði ansi fín mynd einsog áður sagði, hressandi augnakonfekt. ég komst annars að þeirri niðurstöðu að ég hefði sómað mér vel sem spartverji og ég er nokk viss um að ég hafi verið svoleiðis í einhverju fyrra lífi. ég hef nefnilega ekki bara fullkomna skapgerð og skapgerðarbresti til að vera spartverji heldur er líka hægt að spila á "six-pakkið" mitt einsog þvottabretti...

fimmtudagur

ég og öspin mín ætlum beint á barinn eftir vinnu á morgun. ég ætla að keðjureykja og drekka ótæpilega af öli... ég hlakka til í sumar þegar ég get hitt fólk í hljómskálagarðinum og fengið mér bjór í síðdegissólinni eftir vinnu. alla föstudaga! ég þoli samt ekki sumarið og mér finnst of mikil sól viðbjóður en endrum og eins dett ég í sumargírinn.

þriðjudagur

gifted me

já, einsog ég hef áður nefnt er ég nasbráð með eindæmum en fátt kemur mér jafn fljótt og vel úr tilfinningalegu jafnvægi (sem trúið mér, er ekki daglegur viðburður hér á kirsuberinu) og skattaskýrslan eða öllu heldur að gera hana, eða það sem þarf að gera í henni. og fátt ergir mig meira en að skilja ekki hlutina og ef það er eitthvað sem ekki nokkur maður sem ég þekki skilur, þá er það skattaskýrslan. ég fór yfir hana eftir bestu getu, fyllti út einhvern auka miða uppá hvað ég greiddi mikið í húsaleigu á nýliðnu ári og ég er satt best að segja ekki svo viss um að ég hafi gert það rétt og komst svo að því að ég þarf að borga einhvern 17 þúsund kall til baka ef allt stenzt sem útreikningurinn sagði. hvurn fjandann á það að þýða?!! og fyrir hvurn andskotann er það?!! ég hef bara unnið hjá einföldum stórfyrirtækjum sem ég hef haft skattkort hjá svo ég get ekki skilið að svona nokkuð klúðrist, að það borgist ekki réttur skattur eða hvað þetta nú er. og einasta útskýringin á þessu sem ég sá hafði eitthvað með gamlingja að gera... mér fallast bara hendur. og ég veit af reynslu að það er borin von að maður fái einhverja útskýringu á þessu hjá skattinum sjálfum. þar eru konurnar á símanum hver annari önugri og ef maður gerir þau heiftarlegu mistök að mæta á staðinn til að heimta útskýringar er maður sendur á hæð 2 1/2 og hvaða fjárans djöflabyggingar hafa eitthvað og hálfa hæð?!! fyrir utan auschwitz er skatturinn það ómannlegasta sem okkur hefur dottið í hug... æj, ég er bara að rifja upp, mér er svosum runnin reiðin svo ég er líklega aðeins að ýkja.

en svo gerðum við umsóknina hans össa fyrir LHÍ og það létti lundina talsvert enda er það einlægur ásetningur minn að koma snillingnum mínum þangað inn. og ég skal hundur heita ef það tekst ekki, þá fer ég og kveiki í þessum gamla skóla mínum.

ég fór í röntgen í gær. ég er ekki með lungnakrabba, berkla eða brotin rifbein. og ég borgaði 7 þúsund krónur fyrir að láta segja mér þetta... fokkíng læknar!

p.s. samkvæmt breskum greindarstöðli er ég "gifted". það er aðeins eitt stig fyrir ofan og það er "very gifted". ég stefni á það.

laugardagur

sáuði myndarlega skuggaprinsinn minn spila í jóni ólafs í kvöld?!! með hljómsveitinni ég... snilldarlagið lúxus upplifun. það kurraði í mér þegar hann tók sólóið, fallegi örninn minn.

bleika móa mín

móa vorboði og andleg systir mín á afmæli í dag. við hérna á krisuberinu og brotna rifbeinið sendum okkar fallegustu kveðjur til prinsessunnar og einu stelpunnar sem elskar bleika litinn meira en ég. til hamingju með daginn elsku móa mín...

þriðjudagur

ég vil þakka öllum fyrir afmæliskveðjurnar í gestabókinni og sms-um, allt frá yfirboðurum til fyrrum ástmanna, sem mér bárust á afmælisdaginn frá mínum dýpstu hjartarótum. mikið eruði falleg og góð og mikið er ég heppin að eiga ykkur að.

haldiði ekki að ég sé með brákað rifbein! ég held ég sé með of háan sársaukaþröskuld, ég hangi alltaf með svona sársauka mun lengur en ég þarf af því ég venst honum bara... þangað til ég þarf að hreyfa mig. og nú sit ég hérna viti mínu fjær af ótta en samt í verkjapillumóki og horfi á kvikmyndaperluna jaws 2. ég kvarta ekki yfir tilbreytingarleysi í lífinu.

p.s. og haldiði ekki líka að örninn minn hafi gefið mér örbylgjuofn með grillfítus í afmælisgjöf! ásamt 10 ára "special edition" útgáfu af clerks og nýjustu emily strange bókina... ég er ofdekruð. reyndar fékk ég alveg dásamlega frábærar afmælisgjafir þetta árið, ég fylltist barnslegri gleði yfir þeim öllum.

föstudagur

afmæliskirsuber


hann á afmæli í dag
hann á afmæli í dag
hann á afmæli hann tinnbert kirsuber ævarsson
hann á afmæli í dag

hann er 28 ára í dag
hann er 28 ára í dag
hann er 28 ára hann tinnbert kirsuber ævarsson
hann er 28 ára í dag

veiiiiii! lífið er lekkert!

fimmtudagur

til hamingju með daginn baráttukonur! og ég á afmæli á morgun!!! jeiiiiiiiiiiijjjjjjjjjjjjjj!

miðvikudagur

tinnbert hinn illi

ókei... ég viðurkenni að ég hef verið doldið ill seinustu daga, ill í sálinni þ.e. og stundum þegar ég verð svona ill þá byrgi ég það inní mér því mér er oftast nær meinilla við að "ræða málin" en þá fóbíu má rekja til fyrrum stjúpföður míns sem hafði sérstaka unun af því að "ræða málin". þær málræðingar fóru þó oftast þannig fram að mér var tilkynnt hve illa gerð ég væri og hve óskaplega mikið sem hefði misfarist og væri að misfarast væri á mína ábyrgð. þ.a.l. hef ég andstyggð á því að tala um hlutina á alvarlegum nótum við nokkurn mann en vona þess í stað að úr málunum greiðist af sjálfu sér inní hausnum á mér. það gengur sjaldnast eftir og alltaf brenni ég mig á því hvað það er nú gott að ræða málin, og þá meina ég við gott fólk. þar kemur örninn minn og aðal ástæðan fyrir þessum skrifum til sögunnar. alltaf þegar ég gubba útúr mér tilfinningalegum vandræðum mínum eftir að hann hefur þjarmað að mér um stund líður mér þúsund milljón sinnum betur og allt lítur bjartara út. og hvernig er annað hægt... þessi gullengill segist hafa verið sendur á jörðina til að elska mig.
two days kids, only two days...

þriðjudagur


mad love
ég er víst með það sem kallast millirifjagigt. gott að vera komin með svar við síðuverkjunum en hvað nú?!! ég er nú ekki búin að gúggla þessa gigt svo ég veit lítið sem ekkert um hana en einhvern veginn hef ég alltaf haldið að þar sem orðið gigt kemur fyrir í titlinum sé eitthvað slæmt á ferðinni. en svo ku ekki vera, þetta jafnar sig víst sjálft er mér tjáð. mér varð reyndar um og ó þegar ég heyrði þetta og fór að óttast að héðan í frá yrði mér alltaf óskaplega illt í síðunni í hvert skipti sem rigndi eða frysti, er það ekki þannig með alla gigtarsjúklinga? en þetta er bara eitthvað sem gerist þegar maður hóstar svona óskaplega einsog ég er búin að gera undanfarnar 3 vikur... og þegar maður er að verða 28 ára.

"góðan dag. ég heiti tinna og ég er þjökuð af millirifjagigt, kvíða- og þunglyndisröskun, félagsfælni og persónuleikatruflunum."

þetta get ég sagt í næsta kaffisamsæti.

dauðinn og stúlkan

hilmir eldjárn, páfagaukurinn okkar dó. það er u.þ.b. mánuður síðan en ég hef ekki haft löngun fram að þessu til að tjá mig um það og hef reyndar ekki enn, ég er bara að útskýra hvers vegna það er páfagaukur á afmælisgjafaóskalistanum. skyndilega var hann orðinn slappur og daginn eftir lá hann í lófanum á mér þar sem hann dró sinn síðasta anda. skrýtið... ég hélt á tímabili í svartsýniskasti að dauðinn hefði óbeit á gæludýrunum mínum, allavega leitar hann þau mjög oft uppi og ég veit fyrir víst að ekki fer ég illa með þau en svona er nú það, maður deilir ekki við dauðann. þess vegna langar mig í nýjan páfagauk, helst með háar lífslíkur ef það er hægt. ég gæti aldrei verið dýralæknir. ég myndi þurfa geðlæknastyrk og áfallahjálp í hvert skipti sem eitthvurt dýr yrði örenda hjá mér, ég hef alls ekki hjarta eða sál til að takast á við þ.h. vonbrigði.

en nóg af sorg og sút, það er ekki til í mér núna því ég er AFMÆLISBARN VIKUNNAR!!! og öllum vinum og velunnurum er vissara að taka föstudagskveldið 9. mars frá...

mánudagur

ojj... mánudagur! en mér er batnað fyrir utan dulitla rifbeinsverki og ég á afmæli á föstudaginn!!! vííííhaaaaaaa, ég hlakka svo til.

laugardagur


þá er ég orðin veik aftur, alveg merkilegt! ég er búin að vera kvefuð í tvær vikur en nú er ég orðin VEIK. og ég er búin að hósta svo rosalega mikið að ég held mér hafi tekist að bráka rifbein, allavega verkjar mig óskaplega í beinin öðru megin undir brjóstinu... "undir brjóstinu"... ha! þetta geta karlmenn ekki notað. kannski er ég bara komin með berkla eða alnæmi... ég er að vega og meta hvort ég eigi að ana uppá læknavakt og fara að ráðum systurdóttur minnar og láta hlusta mig og svoleiðis eða bíða fram á mánudag og panta þá tíma hjá heimilislækni sem ég kæmist svo líklega ekki að hjá fyrr en seint og síðar meir. ég þoli ekki lækna og ég heimsæki þá ekki nema af ýtrustu nauðsyn af því að í fyrsta lagi eru greiningar þeirra iðulega bara einhverjar getgátur og í öðru lagi blóðmjólka þeir veskið manns fyrir þessar sömu getgátur.

föstudagur

í dag gladdi ég sjálfa mig með því að svala þorsta mínum í veraldlega hluti. ég á líka afmæli eftir akkúrat viku... ég keypti mér svartan bol og tvö pör af glimmerskóm, annað rautt en hitt gulllitað og borgaði fyrir tæpar 6 þúsund krónur sem mér finnst lítil borgun fyrir gleði og útlits-update. örninn minn keypti sér nýja gítaról.
ahhh... föstudagur. sweet glord!

fimmtudagur

"what does all night long mean to you?"