ola!
jæja, þá hefur þessi listi minn fengið að liggja fyrir nógu lengi... ég þakka lesendum hans falleg orð í minn garð og viðbætur við listann. alltaf gaman að heyra eitthvað huggulegt um sig sjálfan frá öðrum en manns eigin munni. það er semsé eiginlegur sunnudagur í dag þó svo að það sé mánudagur. annar í hvítasunnu og eins og með uppstungudaginn kem ég af fjöllum hvað varðar tilganginn með þessum degi. er ekki nóg komið af dögum sem eru lagðir undir jesú ef þessir í dag og í gær eru honum tengdir? en mér til mikillar armæðu er ég að vinna í dag á þessum eiginlega degi. ég geri þetta alltaf, segi já við vinnu sem er fjarlæg martröð og virðist þá ekki svo slæm en síðan þegar dagurinn sjálfur rennur upp blóta ég sjálfri mér fyrir að hafa sagt já. "andskotans fíflið þitt" hugsaði ég þegar ég vaknaði í morgun böðuð morgunbirtunni.
mamma bauð mér í mat í kvöld. við erum aftur orðnar vinkonur eftir mánaðar rimmu. reyndar langar mig ekkert til að tala við hana hvað þá fara til hennar að borða einhverja bévítans steik. hún er nefnilega eiginlega búin að selja ofan af mér íbúðina. nú er svo komið að ég þarf að fara að verða fullorðin. svona gerir hún þetta og hefur alltaf gert. dembir yfir mig einhverjum fréttum og kippir fótunum undan mér í leiðinni. hún er líka með fasteignafetish enda á hún heiðurinn af a.m.k. 10 af þessum 18 flutningum mínum í gegnum tíðina. og hér sit ég með óeðlilegt hárlos af kvíða og áhyggjum yfir því að þurfa að fara að kaupa mér íbúð. en nú er vinnutími... see ya!
gestabók
mánudagur
miðvikudagur
* 100 staðreyndir um tinnu *
1. tinna er dýravinur
2. tinna hefur verið ástfangin
3. tinna á víbrator
4. tinna gengur til geðlæknis einu sinni í viku
5. tinna hefur verið á þunglyndislyfjum
6. tinna hefur aldrei brotið í sér bein
7. tinna plokkar á sér augabrúnirnar
8. tinna rakar á sér fæturna
9. tinna elskar normalbrauð með osti & smjöri
10. tinna elskar kaffi með mjólk & sykri
11. tinnu finnst bjór & sígó hin fullkomna blanda
12. tinna snyrtir stundum á sér skapahárin
13. tinna hatar á sér brjóstin
14. tinna dæmir fólk eftir lykt
15. tinna hefur tvisvar sinnum fengið gat á hausinn
16. tinna er með blýantsodd fastan í vinstra hnénu
17. tinna á þrjá ketti
18. tinna hefur átt tólf kærasta síðan hún var 12 ára
19. tinna hefur átt eina kærustu
20. tinna hefur sofið hjá sex strákum
21. tinna hefur sofið hjá þremur stelpum
22. tinna hatar að gráta
23. tinnu finnst gott að vera ein
24. tinnu langar e-n tímann að eignast barn
25. tinnu langar e-n tímann að giftast e-m í kirkju
26. tinna hatar teletubbies
27. tinna á þýska mömmu
28. tinna hefur aldrei átt alvöru afa & ömmu
29. tinna hefur einu sinni fengið kynsjúkdóm
30. tinnu finnst allt með bananabragði gott nema bananar
31. tinna elskar pulsu með öllu nema remúlaði og kókómjólk saman
32. tinna er með 12 fæðingarbletti í andlitinu
33. tinna á pabba sem er alkahólisti
34. tinna trúir ekki á guð
35. tinna hatar elliheimili
36. tinna er með ör á hægra auga eftir stólbak
37. tinna hatar hvað fingurneglur vaxa hratt
38. tinna á 331 geisladisk
39. tinna sefur í náttfötum
40. tinna er með litað hár
41. tinna elskar emily strange og betty boop
42. tinna elskar fiðrildi og kirsuber
43. tinna er með coulrophobiu
44. tinna hatar köngulær meira en allt annað á þessari jörðu
45. tinna hatar líka tannlækna
46. tinnu finnst marilyn manson kúl
47. tinna raðar hlutum hornrétt
48. tinna elskar birtu & brynhildi
49. tinna kann að meta hendurnar sínar, augun, eyrun og munninn
50. tinna vaknar í kvíðakasti á næturnar
51. tinna er með risastórt ör eftir gaddavír á hægri kálfanum
52. tinna er stundum svartsýn
53. tinna er með BA í myndlist
54. tinna elskar gráan himinn
55. tinna elskar þytinn í laufum á sumrin
56. tinna er áttavillt í útlöndum
57. tinna er lofthrædd
58. tinna er kaldhæðin
59. tinna hatar að tala í síma
60. tinna elskar sex & the city
61. tinna elskar coca cola
62. tinna reykir stundum hass/gras
63. tinna treystir ekki læknum
64. tinna elskar rauðan smurf (strumpaópal)
65. tinna er flughrædd í flugtaki
66. tinna trúir því að allir munu svíkja hana um síðir
67. tinna elskar hljóðið sem heyrist þegar fingrum er strokið eftir skeggrót á vanga
68. tinna elskar stóru systur sína
69. tinna elskar rauðan lit
70. tinnu finnst nýmjólk bragðast eins og rjómi
71. tinna hefur átt vondan stjúppabba
72. tinna hefur flutt 18 sinnum
73. tinna hefur verið barin
74. tinna elskar að vakna snemma á frídögum
75. tinna kann ekki að slappa af í baði
76. tinna skilur ekki heiminn
77. tinna verður full af einum bjór
78. tinna vill verða sönkona í frægri hljómsveit
79. tinna hefur stundum marga persónuleika sem allir stangast á við hvern annan
80. tinna elskar að gefa persónulegar gjafir
81. tinna þurrkar sér um munninn með servíettu þegar hún borðar
82. tinna myndi deyja fyrir kettina sína
83. tinna verður skotin oft á dag
84. tinna fiktar á hárinu sínu
85. tinna kvíðir því að verða gömul
86. tinna hlakkar til að deyja
87. tinna elskar vampírur
88. tinna elskar hryllingsmyndir
89. tinna hræðist opinberar erindagjörðir
90. tinna vildi að hún væri amelie
91. tinna vildi að lífið væri rómantísk gamanmynd
92. tinna elskar kynæsandi nærföt
93. tinna elskar blúndur & tjull
94. tinna elskar væmin lög
95. tinna kann ekki að fara með peninga
96. tinna hefur búið í danmörku & hollandi
97. tinna hefur lent í ástarsorg
98. tinna er skapstór
99. tinna er ekki viss hvað hamingja er
100. tinna þjáist af ægilegri fyrirtíðarspennu á þriggja vikna fresti sem breytir henni í illa veru
gestabók
1. tinna er dýravinur
2. tinna hefur verið ástfangin
3. tinna á víbrator
4. tinna gengur til geðlæknis einu sinni í viku
5. tinna hefur verið á þunglyndislyfjum
6. tinna hefur aldrei brotið í sér bein
7. tinna plokkar á sér augabrúnirnar
8. tinna rakar á sér fæturna
9. tinna elskar normalbrauð með osti & smjöri
10. tinna elskar kaffi með mjólk & sykri
11. tinnu finnst bjór & sígó hin fullkomna blanda
12. tinna snyrtir stundum á sér skapahárin
13. tinna hatar á sér brjóstin
14. tinna dæmir fólk eftir lykt
15. tinna hefur tvisvar sinnum fengið gat á hausinn
16. tinna er með blýantsodd fastan í vinstra hnénu
17. tinna á þrjá ketti
18. tinna hefur átt tólf kærasta síðan hún var 12 ára
19. tinna hefur átt eina kærustu
20. tinna hefur sofið hjá sex strákum
21. tinna hefur sofið hjá þremur stelpum
22. tinna hatar að gráta
23. tinnu finnst gott að vera ein
24. tinnu langar e-n tímann að eignast barn
25. tinnu langar e-n tímann að giftast e-m í kirkju
26. tinna hatar teletubbies
27. tinna á þýska mömmu
28. tinna hefur aldrei átt alvöru afa & ömmu
29. tinna hefur einu sinni fengið kynsjúkdóm
30. tinnu finnst allt með bananabragði gott nema bananar
31. tinna elskar pulsu með öllu nema remúlaði og kókómjólk saman
32. tinna er með 12 fæðingarbletti í andlitinu
33. tinna á pabba sem er alkahólisti
34. tinna trúir ekki á guð
35. tinna hatar elliheimili
36. tinna er með ör á hægra auga eftir stólbak
37. tinna hatar hvað fingurneglur vaxa hratt
38. tinna á 331 geisladisk
39. tinna sefur í náttfötum
40. tinna er með litað hár
41. tinna elskar emily strange og betty boop
42. tinna elskar fiðrildi og kirsuber
43. tinna er með coulrophobiu
44. tinna hatar köngulær meira en allt annað á þessari jörðu
45. tinna hatar líka tannlækna
46. tinnu finnst marilyn manson kúl
47. tinna raðar hlutum hornrétt
48. tinna elskar birtu & brynhildi
49. tinna kann að meta hendurnar sínar, augun, eyrun og munninn
50. tinna vaknar í kvíðakasti á næturnar
51. tinna er með risastórt ör eftir gaddavír á hægri kálfanum
52. tinna er stundum svartsýn
53. tinna er með BA í myndlist
54. tinna elskar gráan himinn
55. tinna elskar þytinn í laufum á sumrin
56. tinna er áttavillt í útlöndum
57. tinna er lofthrædd
58. tinna er kaldhæðin
59. tinna hatar að tala í síma
60. tinna elskar sex & the city
61. tinna elskar coca cola
62. tinna reykir stundum hass/gras
63. tinna treystir ekki læknum
64. tinna elskar rauðan smurf (strumpaópal)
65. tinna er flughrædd í flugtaki
66. tinna trúir því að allir munu svíkja hana um síðir
67. tinna elskar hljóðið sem heyrist þegar fingrum er strokið eftir skeggrót á vanga
68. tinna elskar stóru systur sína
69. tinna elskar rauðan lit
70. tinnu finnst nýmjólk bragðast eins og rjómi
71. tinna hefur átt vondan stjúppabba
72. tinna hefur flutt 18 sinnum
73. tinna hefur verið barin
74. tinna elskar að vakna snemma á frídögum
75. tinna kann ekki að slappa af í baði
76. tinna skilur ekki heiminn
77. tinna verður full af einum bjór
78. tinna vill verða sönkona í frægri hljómsveit
79. tinna hefur stundum marga persónuleika sem allir stangast á við hvern annan
80. tinna elskar að gefa persónulegar gjafir
81. tinna þurrkar sér um munninn með servíettu þegar hún borðar
82. tinna myndi deyja fyrir kettina sína
83. tinna verður skotin oft á dag
84. tinna fiktar á hárinu sínu
85. tinna kvíðir því að verða gömul
86. tinna hlakkar til að deyja
87. tinna elskar vampírur
88. tinna elskar hryllingsmyndir
89. tinna hræðist opinberar erindagjörðir
90. tinna vildi að hún væri amelie
91. tinna vildi að lífið væri rómantísk gamanmynd
92. tinna elskar kynæsandi nærföt
93. tinna elskar blúndur & tjull
94. tinna elskar væmin lög
95. tinna kann ekki að fara með peninga
96. tinna hefur búið í danmörku & hollandi
97. tinna hefur lent í ástarsorg
98. tinna er skapstór
99. tinna er ekki viss hvað hamingja er
100. tinna þjáist af ægilegri fyrirtíðarspennu á þriggja vikna fresti sem breytir henni í illa veru
gestabók
þriðjudagur
ola!
er þetta ekki undur og merkilegheit? fallegasta blogg alheimsins og ég fæ mig ekki til að hætta að fegra það. og þetta gat ég sjálf, blessaður fiktrassinn sem ég er. en nú fer ég að blogga af afli aftur og listinn minn, 100 staðreyndir um tinnu verður frumsýndur á morgun. hafið það gott pysjur...
gestabók
er þetta ekki undur og merkilegheit? fallegasta blogg alheimsins og ég fæ mig ekki til að hætta að fegra það. og þetta gat ég sjálf, blessaður fiktrassinn sem ég er. en nú fer ég að blogga af afli aftur og listinn minn, 100 staðreyndir um tinnu verður frumsýndur á morgun. hafið það gott pysjur...
gestabók
laugardagur
ola!
í bígerð er listi, 100 staðreyndir um tinnu. hulli gaf mér hugmyndina. listinn verður líklega birtur á næstu dögum og því hvet ég viðkvæmar sálir til að sleppa blogglestri þann daginn, einnig þá sem kunna illa að meta persónulegheit. þangað til...
gestabók
í bígerð er listi, 100 staðreyndir um tinnu. hulli gaf mér hugmyndina. listinn verður líklega birtur á næstu dögum og því hvet ég viðkvæmar sálir til að sleppa blogglestri þann daginn, einnig þá sem kunna illa að meta persónulegheit. þangað til...
gestabók
föstudagur
ola!
jeijj! föstudagur. því veija ég, ekki er ég að fara að drekka gott vín í kveld, oneiiiii! en það er hins vegar helgarfrí og þau eins og allir kann ég sko svo sannarlega að meta. hvað mun ég gera? kannski græt ég, kannski hlæ ég, kannski dey ég og kannski fæ ég gubbupest. ég þarf allavega að skipta um kattasand og ef hullmazter ætlar ekki í eitthvað vitleysisrugl fyrir einhverja andskotans kvikmynd er safnadagur hjá okkur á morgun. það hef ég ekki gert í háa herrans tíð. kannski aldrei.
ég var vakin af henni prumpu minni(eldri læðan mín og ein af þremur köttum heimilisins) kl. hálf 6 í morgun. hún gerir þetta stundum að ég held eingöngu til að pirra mig. svo stendur hún bara og starir á mig og ef ég dirfist að loka augunum aftur krafsar hún í augnlokin á mér. allt mjög furðulegt. en hins vegar þegar ég vakna svona á einhverjum furðulegum tíma er eins og hugurinn sé ekki alveg á sínum stað. ég fæ til dæmis óskapleg kvíðaköst þegar ég í þessu ástandi á næturnar yfir hlutum sem dags daglega angra mig svo til ekkert. t.d. getur tilhugsunin um tannlæknaferð grætt mig í þessu ástandi og þetta er oftast tíminn sem ég fæ gígantískar áhyggjur af holdarfari mínu, finnst ég vera afskaplega ólöguleg og viðurstyggileg. svona er þetta bara og ég kann enga skýringu á þessu. og í nótt fékk ég einmitt eitt af þessum kvíðaköstum.
þegar ég var yngri og ástfangin af seinasta kærastanum mínum, blessuð sé minning hans fékk ég mér tattú með listamannsnafninu hans á öklann á mér. þá vorum við bara búin að vera saman í tvo mánuði og ég hélt við myndum giftast. svona getur maður nú verið heillaður af einni manneskju. en því fór sem fór og í dag er ég skotin í rafvirkjanum sem er ekki listamaðurinn á öklanum á mér. ég er ekki að gefa til kynna með þessu að ég ætli núna að láta tattúvera á mig "rafvirkinn" heldur er ég í stökustu vandræðum með hvað ég eigi að gera við þetta gamla tattú. og yfir þessu barðist angist mín í nótt. mikið get ég nú verið skrýtin...
see ya og góða helgi!
gestabók
jeijj! föstudagur. því veija ég, ekki er ég að fara að drekka gott vín í kveld, oneiiiii! en það er hins vegar helgarfrí og þau eins og allir kann ég sko svo sannarlega að meta. hvað mun ég gera? kannski græt ég, kannski hlæ ég, kannski dey ég og kannski fæ ég gubbupest. ég þarf allavega að skipta um kattasand og ef hullmazter ætlar ekki í eitthvað vitleysisrugl fyrir einhverja andskotans kvikmynd er safnadagur hjá okkur á morgun. það hef ég ekki gert í háa herrans tíð. kannski aldrei.
ég var vakin af henni prumpu minni(eldri læðan mín og ein af þremur köttum heimilisins) kl. hálf 6 í morgun. hún gerir þetta stundum að ég held eingöngu til að pirra mig. svo stendur hún bara og starir á mig og ef ég dirfist að loka augunum aftur krafsar hún í augnlokin á mér. allt mjög furðulegt. en hins vegar þegar ég vakna svona á einhverjum furðulegum tíma er eins og hugurinn sé ekki alveg á sínum stað. ég fæ til dæmis óskapleg kvíðaköst þegar ég í þessu ástandi á næturnar yfir hlutum sem dags daglega angra mig svo til ekkert. t.d. getur tilhugsunin um tannlæknaferð grætt mig í þessu ástandi og þetta er oftast tíminn sem ég fæ gígantískar áhyggjur af holdarfari mínu, finnst ég vera afskaplega ólöguleg og viðurstyggileg. svona er þetta bara og ég kann enga skýringu á þessu. og í nótt fékk ég einmitt eitt af þessum kvíðaköstum.
þegar ég var yngri og ástfangin af seinasta kærastanum mínum, blessuð sé minning hans fékk ég mér tattú með listamannsnafninu hans á öklann á mér. þá vorum við bara búin að vera saman í tvo mánuði og ég hélt við myndum giftast. svona getur maður nú verið heillaður af einni manneskju. en því fór sem fór og í dag er ég skotin í rafvirkjanum sem er ekki listamaðurinn á öklanum á mér. ég er ekki að gefa til kynna með þessu að ég ætli núna að láta tattúvera á mig "rafvirkinn" heldur er ég í stökustu vandræðum með hvað ég eigi að gera við þetta gamla tattú. og yfir þessu barðist angist mín í nótt. mikið get ég nú verið skrýtin...
see ya og góða helgi!
gestabók
fimmtudagur
önnur færsla:
stúlkan sú er elskar mig
kenndi mér að kenna til.
stúlkan sú er elskar mig
er eina veran sem ég skil.
ég held það bara borgi sig
að virða og þiggja hennar ráð.
stúlkan sú er elskar mig
er undurblíð en stundum bráð
--
ég þori ekki að segja henni
söguna um mig,
um hégóma, girndir og milljón
mínusstig.
því ég hef alla mína hunds- og kattartíð
verið skíthræddur við ástarsorg og stríð.
bjartmar guðlaugsson
gestabók
stúlkan sú er elskar mig
kenndi mér að kenna til.
stúlkan sú er elskar mig
er eina veran sem ég skil.
ég held það bara borgi sig
að virða og þiggja hennar ráð.
stúlkan sú er elskar mig
er undurblíð en stundum bráð
--
ég þori ekki að segja henni
söguna um mig,
um hégóma, girndir og milljón
mínusstig.
því ég hef alla mína hunds- og kattartíð
verið skíthræddur við ástarsorg og stríð.
bjartmar guðlaugsson
gestabók
ola!
we end up taking the long way home...
jæja! það er uppstungudagur og ég hef ekki minnsta grun út á hvað þessi dagur gengur. tengist þetta eitthvað jesú? ég veit bara að þetta er rauður dagur og ef ég hefði ekki asnast til í einhverri góðsemd að segja já við aukavinnu væri ég í fríi núna. en það er núna eins og alltaf, moní in ðe pokket! auk þess bara frá eitt til fimm. annars er ég svo slompuð að það er ekki við mig talandi. krabbameinið eitthvað að taka sig upp aftur og þá finnst læknum lítið annað við því að gera en að setja mann á einhver lyf sem gera mig bara óskaplega syfjaða. svo er ég með vorblús. og fjandinn hafi það! ég og hullmazter ösnuðumst til að fara í eitthvað ansans veðmál við hvort annað sem bannar alla drykkju fram til 1. júlí. ég veit að við sjáum bæði eftir því núna en hvorugt vill bakka út. ætli maður hafi ekki líka bara gott af þessu? það er líka gott fyrir krabbameinið að vera ekkert að drekka þó ég gæfi aleiguna núna sem er núll krónur reyndar, til að vera typsí.
ég fór í ljós. seinasti ljósatíminn á þessu fimm tíma korti sem er bæði búið að valda mér mikilli pepperóní angist en hefur í senn sveipað mig fallegri birtu. hnakkinn í afgreiðslunni minnti mig á þessi endalok og bauð mér að kaupa nýtt kort á hagstæðum kjörum. ég ímyndaði mér að hann væri eingöngu að því til að reyna fá mig yfir to the dark side, honum hefur fundist ég eitthvað líkleg til að vera áhrifagjörn. vill breyta mér í hnakkastelpu. ég sagði bara flissandi nei takk, svona fimm tíma kort nægði mínum þjóðflokki. og þá opnuðust himnarnir og við skelltum bæði óskaplega hátt uppúr. ég og hnakkinn hlógum saman og mér fannst í eitt augnablik tveir ólíkir heimar vera að mætast í áhyggjulausum hlátasköllum. svo föðmuðumst við og sögðum; ,,sjáumst!". en við vissum bæði í hjartanu að þetta væri seinasta kveðjan...
see ya!
gestabók
we end up taking the long way home...
jæja! það er uppstungudagur og ég hef ekki minnsta grun út á hvað þessi dagur gengur. tengist þetta eitthvað jesú? ég veit bara að þetta er rauður dagur og ef ég hefði ekki asnast til í einhverri góðsemd að segja já við aukavinnu væri ég í fríi núna. en það er núna eins og alltaf, moní in ðe pokket! auk þess bara frá eitt til fimm. annars er ég svo slompuð að það er ekki við mig talandi. krabbameinið eitthvað að taka sig upp aftur og þá finnst læknum lítið annað við því að gera en að setja mann á einhver lyf sem gera mig bara óskaplega syfjaða. svo er ég með vorblús. og fjandinn hafi það! ég og hullmazter ösnuðumst til að fara í eitthvað ansans veðmál við hvort annað sem bannar alla drykkju fram til 1. júlí. ég veit að við sjáum bæði eftir því núna en hvorugt vill bakka út. ætli maður hafi ekki líka bara gott af þessu? það er líka gott fyrir krabbameinið að vera ekkert að drekka þó ég gæfi aleiguna núna sem er núll krónur reyndar, til að vera typsí.
ég fór í ljós. seinasti ljósatíminn á þessu fimm tíma korti sem er bæði búið að valda mér mikilli pepperóní angist en hefur í senn sveipað mig fallegri birtu. hnakkinn í afgreiðslunni minnti mig á þessi endalok og bauð mér að kaupa nýtt kort á hagstæðum kjörum. ég ímyndaði mér að hann væri eingöngu að því til að reyna fá mig yfir to the dark side, honum hefur fundist ég eitthvað líkleg til að vera áhrifagjörn. vill breyta mér í hnakkastelpu. ég sagði bara flissandi nei takk, svona fimm tíma kort nægði mínum þjóðflokki. og þá opnuðust himnarnir og við skelltum bæði óskaplega hátt uppúr. ég og hnakkinn hlógum saman og mér fannst í eitt augnablik tveir ólíkir heimar vera að mætast í áhyggjulausum hlátasköllum. svo föðmuðumst við og sögðum; ,,sjáumst!". en við vissum bæði í hjartanu að þetta væri seinasta kveðjan...
see ya!
gestabók
þriðjudagur
ola!
þá er að því komið að maðurinn minn, rafvirkinn er að fara utan... óska eftir bráðabirgða en jafnframt platónskum elskuhuga frá og með næsta mánudegi. áhugasamir skrifi í gestabók. nenni svo ekki að skrifa af sorg...
gestabók
þá er að því komið að maðurinn minn, rafvirkinn er að fara utan... óska eftir bráðabirgða en jafnframt platónskum elskuhuga frá og með næsta mánudegi. áhugasamir skrifi í gestabók. nenni svo ekki að skrifa af sorg...
gestabók
mánudagur
ola!
stutt í bili... ég er í einhverju andskotans tímabili núna þar sem að ég verð full þegar tilefni gefst en svo nær það bara ekki lengra. þá meina ég að ég kemst ekkert lengra en það að verða bara full. sofna svo heima rosa typsí. samt alltaf í rafvirkja faðmi svo það er reyndar alveg ástæðulaust að vera að kvarta yfir þessu. kyngi hnakkafordómum og viðurkenni að mér fannst jónsi standa sig rosa vel á laugardaginn. ömurlegt lag en honum fórst þetta bara með afbrigðum vel úr hendi. um leið og lagið með rúslönu rann af stað sagði ég: ,,þetta lag vinnur!". hefði átt að taka þátt í veðbanka. þá kæmist ég með elsku rafvirkjanum til móðurjarðarinnar...
gestabók
stutt í bili... ég er í einhverju andskotans tímabili núna þar sem að ég verð full þegar tilefni gefst en svo nær það bara ekki lengra. þá meina ég að ég kemst ekkert lengra en það að verða bara full. sofna svo heima rosa typsí. samt alltaf í rafvirkja faðmi svo það er reyndar alveg ástæðulaust að vera að kvarta yfir þessu. kyngi hnakkafordómum og viðurkenni að mér fannst jónsi standa sig rosa vel á laugardaginn. ömurlegt lag en honum fórst þetta bara með afbrigðum vel úr hendi. um leið og lagið með rúslönu rann af stað sagði ég: ,,þetta lag vinnur!". hefði átt að taka þátt í veðbanka. þá kæmist ég með elsku rafvirkjanum til móðurjarðarinnar...
gestabók
laugardagur
fimmtudagur
áður en ég byrja að andstyggjast út í heiminn vil ég tileinka allar góðar bloggfærslur mínar tveimur afbragðs konum. betu til að byrja með, eitt sinn kennd við rokk, því hún átti afmæli í gær og varð eins og sannur rokkari, 27 ára. og síðan hinni guðdómlegu frjósemisgyðju, móu systur minni. lífið virðist leika við hana þessa dagana og ef ég heyrði rétt þá komst hún inn í LHÍ í gær. til hamingju báðar tvær! þið eruð rosa spes! fokk it!
en líf mitt hefur verið ein sorgarsaga... nei! þvert á móti en mikið er þetta fleyg og sjarmerandi setning. ég vona að ef ég fæ einhvern tímann hlutverk í kvikmynd þá fái ég að segja þessa setningu, blæðandi á einhverjum kirkjutröppum, svikin af ástinni. eða ég get bara skotið henni að á dánarbeðinu sem væri kannski ekki gaman fyrir börnin.
en ég er að sjálfsögðu úrill núna sem og endranær nema hvað að það er ekki að ástæðulausu... held ég... rétt áðan fékk ég tölvupóst um að ég þyki ekki vera efni í þátttakanda í grasrótarsýningunni. og af því að ég er ég tek ég þessu með eindæmum illa. mér finnst að mér vegið, mér finnst ég vera ómöguleg, ömurleg, misheppnuð og dauðyfli. þegar ég klára vinnuna í dag ætla ég beint í ríkið þar sem ég festi kaup í rauðvínsflösku fyrir seinustu aurana og svo fer ég heim og drekk mig blindfulla. ef það væri ekki komið andskotans sumar myndi ég sitja í myrkrinu og vorkenna mér nema að nú þarf ég að gera það í hábjörtu dagsljósi mér til mikillar armæðu. það ar langt frá því jafn áhrifaríkt að sitja einn í dagsljósi eins og það er í myrkri.
og svo til að bæta gráu ofan á svart er ég búin að lenda þrívegis í andlegri þuklun á tveimur síðustu dögum. andleg þuklun er þegar fólk segir eitthvað við mann sem gengur mjög persónulega á. t.d. sagði einn maður við mig:
hann: ,,veistu af hverju ég kem svona oft hingað?"
ég: ,,nei"
hann: ,,til að horfa á þig... he he he".
þetta hefði verið allt í lagi ef hann hefði verið hið minnsta huggulegur en nei! pulsuangandi petófíll!
bless!
gestabók
en líf mitt hefur verið ein sorgarsaga... nei! þvert á móti en mikið er þetta fleyg og sjarmerandi setning. ég vona að ef ég fæ einhvern tímann hlutverk í kvikmynd þá fái ég að segja þessa setningu, blæðandi á einhverjum kirkjutröppum, svikin af ástinni. eða ég get bara skotið henni að á dánarbeðinu sem væri kannski ekki gaman fyrir börnin.
en ég er að sjálfsögðu úrill núna sem og endranær nema hvað að það er ekki að ástæðulausu... held ég... rétt áðan fékk ég tölvupóst um að ég þyki ekki vera efni í þátttakanda í grasrótarsýningunni. og af því að ég er ég tek ég þessu með eindæmum illa. mér finnst að mér vegið, mér finnst ég vera ómöguleg, ömurleg, misheppnuð og dauðyfli. þegar ég klára vinnuna í dag ætla ég beint í ríkið þar sem ég festi kaup í rauðvínsflösku fyrir seinustu aurana og svo fer ég heim og drekk mig blindfulla. ef það væri ekki komið andskotans sumar myndi ég sitja í myrkrinu og vorkenna mér nema að nú þarf ég að gera það í hábjörtu dagsljósi mér til mikillar armæðu. það ar langt frá því jafn áhrifaríkt að sitja einn í dagsljósi eins og það er í myrkri.
og svo til að bæta gráu ofan á svart er ég búin að lenda þrívegis í andlegri þuklun á tveimur síðustu dögum. andleg þuklun er þegar fólk segir eitthvað við mann sem gengur mjög persónulega á. t.d. sagði einn maður við mig:
hann: ,,veistu af hverju ég kem svona oft hingað?"
ég: ,,nei"
hann: ,,til að horfa á þig... he he he".
þetta hefði verið allt í lagi ef hann hefði verið hið minnsta huggulegur en nei! pulsuangandi petófíll!
bless!
gestabók
þriðjudagur
ola!
ég byrjaði daginn á því að koma mér í afskaplega vandræðalegar aðstæður. þannig er mál með vexti að ég geng til geðlæknis einu sinni í viku eins og ég held ég hafi verið búin að segja ykkur. hver gerir það ekki á þessum síðustu og verstu. það er allt gott og blessað. sálartetrið þarf bara endrum og eins smávegis uppreisn æru án þess að ég fari neitt frekar út í ástæðurnar fyrir því. nema hvað að eins og ekkert, er geðlæknirinn ekki ókeypis. og þar sem að bankainnistæðan mín er ekki upp í nösina á ketti hvað þá mína eigins, ákvað ég að bregða á það ráð að biðja lækninn minn um að lofa mér að greiða fyrir mánuðinn næstu mánaðarmót þegar ég mun verða talsvert betur stödd eftir mikla vinnuþrælkun þennan mánuðinn. ég sendi henni persónulegan og kaldhæðinn tölvupóst eins og mér einni er lagið um óréttlæti heimsins og verðbólguna og bað hana um grið í uppgjörinu fram yfir næstu mánaðarmót. það var ekki fyrr en ég var búin að senda þetta háfleyga bréf að ég rak augun í adressuna hjá viðtakandanum... þá hafði ég semsagt í fljótfærni sent þetta bréf sem átti bara að vera fyrir harðger augu geðlæknisins til þjónustufulltrúans míns í bankanum. ég er ekki alveg viss um hvernig ég eigi að leiðrétta þessi hræðilega-ég-vildi-að-ég-væri-dáin mistök en það felst sjálfsagt í því að skipta um banka og jafnvel flytja úr landi.
rómantík með rafvirkjanum mínum í kveld... mmm...
see ya!
gestabók
ég byrjaði daginn á því að koma mér í afskaplega vandræðalegar aðstæður. þannig er mál með vexti að ég geng til geðlæknis einu sinni í viku eins og ég held ég hafi verið búin að segja ykkur. hver gerir það ekki á þessum síðustu og verstu. það er allt gott og blessað. sálartetrið þarf bara endrum og eins smávegis uppreisn æru án þess að ég fari neitt frekar út í ástæðurnar fyrir því. nema hvað að eins og ekkert, er geðlæknirinn ekki ókeypis. og þar sem að bankainnistæðan mín er ekki upp í nösina á ketti hvað þá mína eigins, ákvað ég að bregða á það ráð að biðja lækninn minn um að lofa mér að greiða fyrir mánuðinn næstu mánaðarmót þegar ég mun verða talsvert betur stödd eftir mikla vinnuþrælkun þennan mánuðinn. ég sendi henni persónulegan og kaldhæðinn tölvupóst eins og mér einni er lagið um óréttlæti heimsins og verðbólguna og bað hana um grið í uppgjörinu fram yfir næstu mánaðarmót. það var ekki fyrr en ég var búin að senda þetta háfleyga bréf að ég rak augun í adressuna hjá viðtakandanum... þá hafði ég semsagt í fljótfærni sent þetta bréf sem átti bara að vera fyrir harðger augu geðlæknisins til þjónustufulltrúans míns í bankanum. ég er ekki alveg viss um hvernig ég eigi að leiðrétta þessi hræðilega-ég-vildi-að-ég-væri-dáin mistök en það felst sjálfsagt í því að skipta um banka og jafnvel flytja úr landi.
rómantík með rafvirkjanum mínum í kveld... mmm...
see ya!
gestabók
mánudagur
ola ola ola!
mikið afskaplega er þetta frábær dagur og ég í svona afskaplega góðu skapi. það er líklega af því að ég er akkúrat núna stödd inni í miðjum tíðarhringnum... annars er þetta líka stórmerkilegur dagur og engin furða að ég sé svona hress. hún birta mín á nefnilega afmæli í dag og er hvorki meira né minna en tventífokkíngfor(einu ári yngri ég). birta er haldreypi mitt í raunveruleikann sem við lifum í, sálufélagi og besti besti besti vinur minn á þessari vetrarbraut. og gott ef við erum ekki búnar að vera vinkukonur í 10 ár, heilan áratug! en bestu vinir höfum við verið í einhver 6 ár. uppgötvuðum það eitt kvöld þegar ég var 19 ára lesbía og birta 18 ára og búsett á laugaveginum. í mikilli ofurölvun rann það upp fyrir okkur að það hlyti að hafa verið ætlun forsjónarinnar að leiða okkur saman og síðan þá höfum við verið bestu vinkonur. ég tel mig vera lukkannar pamfíl að eiga hana birtu, hún hefur staðið með mér í gegnum allt súrt og sætt þó hún hafi grunsamlega oft verið í útlöndum í hvert skipti sem ég hætti með kærustum eða var í einhverju dípressíón. hún sparkar í rassinn á mér þegar ég byrja að væla og hrósar mér meira en margur þegar ég á það skilið og ég elska hana. hún er einmitt stödd núna í new york með rappsurtum og hryðjuverkum. vona að hún fari sér ekki að voða. til hamingju með daginn elsku birta, þú lengi lifi. húrra húrra húrrrrrrraaaaaaa!!! hlakka til að fá þig heim dúlla.
see ya!
gestabók
mikið afskaplega er þetta frábær dagur og ég í svona afskaplega góðu skapi. það er líklega af því að ég er akkúrat núna stödd inni í miðjum tíðarhringnum... annars er þetta líka stórmerkilegur dagur og engin furða að ég sé svona hress. hún birta mín á nefnilega afmæli í dag og er hvorki meira né minna en tventífokkíngfor(einu ári yngri ég). birta er haldreypi mitt í raunveruleikann sem við lifum í, sálufélagi og besti besti besti vinur minn á þessari vetrarbraut. og gott ef við erum ekki búnar að vera vinkukonur í 10 ár, heilan áratug! en bestu vinir höfum við verið í einhver 6 ár. uppgötvuðum það eitt kvöld þegar ég var 19 ára lesbía og birta 18 ára og búsett á laugaveginum. í mikilli ofurölvun rann það upp fyrir okkur að það hlyti að hafa verið ætlun forsjónarinnar að leiða okkur saman og síðan þá höfum við verið bestu vinkonur. ég tel mig vera lukkannar pamfíl að eiga hana birtu, hún hefur staðið með mér í gegnum allt súrt og sætt þó hún hafi grunsamlega oft verið í útlöndum í hvert skipti sem ég hætti með kærustum eða var í einhverju dípressíón. hún sparkar í rassinn á mér þegar ég byrja að væla og hrósar mér meira en margur þegar ég á það skilið og ég elska hana. hún er einmitt stödd núna í new york með rappsurtum og hryðjuverkum. vona að hún fari sér ekki að voða. til hamingju með daginn elsku birta, þú lengi lifi. húrra húrra húrrrrrrraaaaaaa!!! hlakka til að fá þig heim dúlla.
see ya!
gestabók
sunnudagur
ola!
sunnudagur og já ég er að vinna, 7. daginn í röð sem er alls ekki svo slæmt nema hvað að það eru 5 dagar í viðbót áður en ég fæ frí. fokk it! moní in ðe pokket...
ég lét þó að sjálfsögðu enga vinnu hindra mig í skemmtun þessa helgina, annars væri ég ekki tinna. ég fór í kveðjupartý til fyrrverandi yfirmannsins mín í gær og drakk tekíla í spræt og varð með eindæmum typsí sem framan af var hina besta skemmtun. það var að minnsta kosti hlegið. en seinna meir til að sýna lit sem kærasta og af dálítilli forvitni tókum við litli leigubíl á fund hins alræmda og margumrædda kröjers hans friðriks míns. og ég skal segja ykkur það. á dauða mínum átti ég von en aldrei þessu og ég held að litli sé sammála mér þar. ég vil helst ekki segja neitt meir að ótta við að það verði misskilið sem illt umtal en þetta var allt saman afskaplega magnað. ég held ég hafi ferðast í aðra vídd eða einhvern andskota og ég ELSKA kröjerinn þó hann hyggi á að stela manninum mínum til útlanda.
see ya!!
gestabók
sunnudagur og já ég er að vinna, 7. daginn í röð sem er alls ekki svo slæmt nema hvað að það eru 5 dagar í viðbót áður en ég fæ frí. fokk it! moní in ðe pokket...
ég lét þó að sjálfsögðu enga vinnu hindra mig í skemmtun þessa helgina, annars væri ég ekki tinna. ég fór í kveðjupartý til fyrrverandi yfirmannsins mín í gær og drakk tekíla í spræt og varð með eindæmum typsí sem framan af var hina besta skemmtun. það var að minnsta kosti hlegið. en seinna meir til að sýna lit sem kærasta og af dálítilli forvitni tókum við litli leigubíl á fund hins alræmda og margumrædda kröjers hans friðriks míns. og ég skal segja ykkur það. á dauða mínum átti ég von en aldrei þessu og ég held að litli sé sammála mér þar. ég vil helst ekki segja neitt meir að ótta við að það verði misskilið sem illt umtal en þetta var allt saman afskaplega magnað. ég held ég hafi ferðast í aðra vídd eða einhvern andskota og ég ELSKA kröjerinn þó hann hyggi á að stela manninum mínum til útlanda.
see ya!!
gestabók
laugardagur
ola!
það er laugardagur og ég er að vinna fyrir svanfríði því ég á það til að vera góð kona. það er yndislegt veður úti eins og kynæsandi veðurskatlan mín segir ykkur og ég vildi að ég sæti á bar að sötra öl. öl eftir kl. 16. ég er meira að segja með pakkað plan eftir vinnu þrátt fyrir að vera dulítið þunn eftir gærkveldið. ég þarf að hlaupa upp í apótek að kaupa sokkabuxur. sokkabuxur mikilvægar. svo skrepp ég á ljósmyndasýningu hjá henni lenu kunningjakonu minni. heim í sturtu. einhvern tímann þegar nær dregur kvöldi fer ég í partý með vinnustúlkunum og fyrrverandi yfirmanninum mínum. þetta er semsagt kveðjuhóf eða keðjuhóf eins og ég myndi kalla það. þar ætla ég að drekka ósköpin öll því ég kann ekki að skemmta mér edrú. kannski fer ég að grenja og ríf mig úr að ofan og öskra. kannski hlæ ég ofboðslega mikið og dansa uppi á borðum. ég vona í það minnsta að kjörþögnin verði í dvala.
see ya!
gestabók
það er laugardagur og ég er að vinna fyrir svanfríði því ég á það til að vera góð kona. það er yndislegt veður úti eins og kynæsandi veðurskatlan mín segir ykkur og ég vildi að ég sæti á bar að sötra öl. öl eftir kl. 16. ég er meira að segja með pakkað plan eftir vinnu þrátt fyrir að vera dulítið þunn eftir gærkveldið. ég þarf að hlaupa upp í apótek að kaupa sokkabuxur. sokkabuxur mikilvægar. svo skrepp ég á ljósmyndasýningu hjá henni lenu kunningjakonu minni. heim í sturtu. einhvern tímann þegar nær dregur kvöldi fer ég í partý með vinnustúlkunum og fyrrverandi yfirmanninum mínum. þetta er semsagt kveðjuhóf eða keðjuhóf eins og ég myndi kalla það. þar ætla ég að drekka ósköpin öll því ég kann ekki að skemmta mér edrú. kannski fer ég að grenja og ríf mig úr að ofan og öskra. kannski hlæ ég ofboðslega mikið og dansa uppi á borðum. ég vona í það minnsta að kjörþögnin verði í dvala.
see ya!
gestabók
föstudagur
þriðja færsla:
ó mæ god! ég gleymdi að minnast á sex&thecity áðan! það var seinasti þátturinn í gær og ég táraðist í sófanum heima með vælandi móu og litla við hliðina á mér. ég trúi ekki að þessi yndislegheit hafi runnið sitt skeið á enda. note: tækifærisgjafir fyrir tinnu: 4., 5. & 6. sería í sex&thecity. og allt endaði svo vel og fallega fyrir utan þegar carrie var að fylgja gömlu konunni með hundinn yfir götuna og varð fyrir strætisvagni. en svona er þetta...
see ya!
gestabók
ó mæ god! ég gleymdi að minnast á sex&thecity áðan! það var seinasti þátturinn í gær og ég táraðist í sófanum heima með vælandi móu og litla við hliðina á mér. ég trúi ekki að þessi yndislegheit hafi runnið sitt skeið á enda. note: tækifærisgjafir fyrir tinnu: 4., 5. & 6. sería í sex&thecity. og allt endaði svo vel og fallega fyrir utan þegar carrie var að fylgja gömlu konunni með hundinn yfir götuna og varð fyrir strætisvagni. en svona er þetta...
see ya!
gestabók
önnur færsla: híhíhí...
You are Jackie Burkhart. You love being a pretty
princess and love clothes, anything that has to
do with fashion. You love to dominate, just
because you're used to it. You're very sweet at
the same time too.
Which 70's Show character are you?
brought to you by Quizilla
gestabók
You are Jackie Burkhart. You love being a pretty
princess and love clothes, anything that has to
do with fashion. You love to dominate, just
because you're used to it. You're very sweet at
the same time too.
Which 70's Show character are you?
brought to you by Quizilla
gestabók
ola! jibbsí flippsí typsí! föstudagur! og andskotans því ég er að vinna alla helgina. en ekkert stöðvar samt the typsí lady...
vara að afgreiða gamlan mann áðan. og nú hugsið þið; ,, ohh nei, önnur saga af gömlum manni..." en það er ekki þannig, þessi er nefnilega dáldið merkileg... þegar hann var farinn, að er virtist vandræðalaust út úr búðinni, tók ég eftir því að hann hafði gleymt stafnum sínum. ég var ekki einu sinni viss um að þetta væri stafurinn hans fyrst hann hafði komist út úr búðinni án tilhlýðilegra vandræða, óhaltrandi og allt. engu að síður kom þessi sami gamli maður stuttu seinna aftur, valhoppandi að sækja stafinn sinn. þetta skil ég ekki og spurning mín er þessi: hvers vegna að vera með staf þegar þess ber ekki nauðsyn? er þetta einhvers konar stöðutákn hjá gamalmennum? og hvaða stöðu eru þau að standa vörð um? ég nota ekki bleyju! ég þarf ekki að borða matinn minn stappaðann! mér er spurn...
með kveldið... hvað ætti ég að gera? freistandi er að ganga kannski aðeins um bæinn að lokinni vinnu, fá sér kaffibolla eða tvo á hressó. síðan heim í heitt og notalegt, ferskjuilmandi búbblubað. borða góðan kvöldverð í tiger náttfötunum og stara svo hugfangin með rauðvínsglas á sjónvarpið það sem eftir lifir kvölds. það ku vera góð dagskrá í kveld. kannski einum of bridget jones en ég er að fara að vinna í fyrramálið! hins vegar gæti ég líka ætt í ríkið um leið og ég er búin að vinna, hent mér heim í sturtu, sett á mig andlitið og orðið typsí lady í kvöld. mig langar líka svo að dansa. það eru samt allir að læra. fjárans nemar... jæja! það hlýtur að rætast úr þessu öllu saman. hafið þið það annars gott pysjurnar mínar.
see ya!
gestabók
vara að afgreiða gamlan mann áðan. og nú hugsið þið; ,, ohh nei, önnur saga af gömlum manni..." en það er ekki þannig, þessi er nefnilega dáldið merkileg... þegar hann var farinn, að er virtist vandræðalaust út úr búðinni, tók ég eftir því að hann hafði gleymt stafnum sínum. ég var ekki einu sinni viss um að þetta væri stafurinn hans fyrst hann hafði komist út úr búðinni án tilhlýðilegra vandræða, óhaltrandi og allt. engu að síður kom þessi sami gamli maður stuttu seinna aftur, valhoppandi að sækja stafinn sinn. þetta skil ég ekki og spurning mín er þessi: hvers vegna að vera með staf þegar þess ber ekki nauðsyn? er þetta einhvers konar stöðutákn hjá gamalmennum? og hvaða stöðu eru þau að standa vörð um? ég nota ekki bleyju! ég þarf ekki að borða matinn minn stappaðann! mér er spurn...
með kveldið... hvað ætti ég að gera? freistandi er að ganga kannski aðeins um bæinn að lokinni vinnu, fá sér kaffibolla eða tvo á hressó. síðan heim í heitt og notalegt, ferskjuilmandi búbblubað. borða góðan kvöldverð í tiger náttfötunum og stara svo hugfangin með rauðvínsglas á sjónvarpið það sem eftir lifir kvölds. það ku vera góð dagskrá í kveld. kannski einum of bridget jones en ég er að fara að vinna í fyrramálið! hins vegar gæti ég líka ætt í ríkið um leið og ég er búin að vinna, hent mér heim í sturtu, sett á mig andlitið og orðið typsí lady í kvöld. mig langar líka svo að dansa. það eru samt allir að læra. fjárans nemar... jæja! það hlýtur að rætast úr þessu öllu saman. hafið þið það annars gott pysjurnar mínar.
see ya!
gestabók
miðvikudagur
ola!
mér sýnist klukkan vera endalaust 12:57. ætli þetta sé allt saman draumur...?
á meðan svanfríður var í mat áðan var ósköp lítið að gera á hæðinni minni. og til að drepa tímann uns ég kæmist sjálf í mat til að blogga ákvað ég að leggja sjálfri mér tarot spil. þetta geri ég stundum þó ég hafi takmarkaða trú á því sem ekki fær hönd á fest, þá er ég að tala um spána ekki spilin. auk þess er ég með svo lélegt minni að þessi spil gætu sagt mér sannleika lífsins og ég væri búin að gleyma því jafnskjótt og spilin væru farin ofan í boxið aftur. ég var semsé að dunda mér við þessi heimskulegheit áðan og það kom ekkert fram nema slæmir hlutir, dauðsföll, veikindi, arðrán og ég veit ekki hvað og hvað. og nú er ég bara kvíðin og líður illa. helvísku spil. ég er að tala um að ég lagði þau fjórum sinnum til að bæta fyrir hverja slæma spá en þetta versnaði bara og versnaði. ég reyni að hugga sjálfa mig með því að þetta hafi ekki verið mín spil. búðin á þau og þess vegna gerðist þetta. gott ég er að fara til sála á eftir, ég veit ekki hvað ég ætti að gera við mig það sem eftir lifir dags ef ég gæti ekki rætt við einhvern um þessa hræðilegu lífsreynslu.
í gær fór ég á barinn með litla afmælisbarni. það er eiginlega dáldið huggulegt að mér finnst en hressó er einhvern veginn orðinn kaffihúsið/eftirmiðdagsbarinn okkar. "where everybody knows your name...." skiljiði....? annars varð ég bara mjög typsí, eiginlega helvíti drukkin því mér hafði á einhvern magnaðann hátt tekist að gleyma að borða yfir daginn og þess vegna fóru þessir 2 bjórar beint í litla hausinn. endaði á því að ég þurfti að skakklappast heim og fá mér wonton núðlusúpu sem ég brenndi við í pottinum því ég var svo upptekin af jay leno og núna man ég ekki einu sinni hvað þátturinn var um.
ég er búin að fara í tvo ljósatíma og mér finnst ég eiginlega bara vera á litinn eins og drullupollur. seinast lækkaði ég andlitsljósin eins mikið niður og ég gat svo ég myndi ekki þurfa að ganga í gegnum pepperóní andlits hryllinginn aftur. en í hvert skipti sem ég lækkaði ljósin drundi bara einhver karlmannsrödd allt í kringum mig inni í ljósabekknum í einhverjum innbyggðum víðóma hátölurum sem sagði mér alltaf að slappa af og draga djúpt andann. ég skil ekki alveg...
see ya!
gestabók
mér sýnist klukkan vera endalaust 12:57. ætli þetta sé allt saman draumur...?
á meðan svanfríður var í mat áðan var ósköp lítið að gera á hæðinni minni. og til að drepa tímann uns ég kæmist sjálf í mat til að blogga ákvað ég að leggja sjálfri mér tarot spil. þetta geri ég stundum þó ég hafi takmarkaða trú á því sem ekki fær hönd á fest, þá er ég að tala um spána ekki spilin. auk þess er ég með svo lélegt minni að þessi spil gætu sagt mér sannleika lífsins og ég væri búin að gleyma því jafnskjótt og spilin væru farin ofan í boxið aftur. ég var semsé að dunda mér við þessi heimskulegheit áðan og það kom ekkert fram nema slæmir hlutir, dauðsföll, veikindi, arðrán og ég veit ekki hvað og hvað. og nú er ég bara kvíðin og líður illa. helvísku spil. ég er að tala um að ég lagði þau fjórum sinnum til að bæta fyrir hverja slæma spá en þetta versnaði bara og versnaði. ég reyni að hugga sjálfa mig með því að þetta hafi ekki verið mín spil. búðin á þau og þess vegna gerðist þetta. gott ég er að fara til sála á eftir, ég veit ekki hvað ég ætti að gera við mig það sem eftir lifir dags ef ég gæti ekki rætt við einhvern um þessa hræðilegu lífsreynslu.
í gær fór ég á barinn með litla afmælisbarni. það er eiginlega dáldið huggulegt að mér finnst en hressó er einhvern veginn orðinn kaffihúsið/eftirmiðdagsbarinn okkar. "where everybody knows your name...." skiljiði....? annars varð ég bara mjög typsí, eiginlega helvíti drukkin því mér hafði á einhvern magnaðann hátt tekist að gleyma að borða yfir daginn og þess vegna fóru þessir 2 bjórar beint í litla hausinn. endaði á því að ég þurfti að skakklappast heim og fá mér wonton núðlusúpu sem ég brenndi við í pottinum því ég var svo upptekin af jay leno og núna man ég ekki einu sinni hvað þátturinn var um.
ég er búin að fara í tvo ljósatíma og mér finnst ég eiginlega bara vera á litinn eins og drullupollur. seinast lækkaði ég andlitsljósin eins mikið niður og ég gat svo ég myndi ekki þurfa að ganga í gegnum pepperóní andlits hryllinginn aftur. en í hvert skipti sem ég lækkaði ljósin drundi bara einhver karlmannsrödd allt í kringum mig inni í ljósabekknum í einhverjum innbyggðum víðóma hátölurum sem sagði mér alltaf að slappa af og draga djúpt andann. ég skil ekki alveg...
see ya!
gestabók
þriðjudagur
ola!
árla í morgun þegar ég var um það bil að rumska gerði ég mér grein fyrir því að fyrr um morguninn, eiginlega í nótt hafði ég gengið í svefni, hef samt óljósa minnigu um þetta allt saman og skellt í eina skúffuköku. þegar ég svo reis úr rekkju vildi ekki betur en svo til að kakan var einmitt tilbúin. bling! og ástæðan!?!? jú! hann litli minn, eða hrafnhildur eins og foreldrar hennar kjósa að kalla hana, ekki ég og rafvirkinn, á tuttuguogeinsárs afmæli í dag! þess vegna er þetta blogg dagsins í dag og ef ekki bara allur dagurinn tileinkaður þessum ágæta litla vini sem ég hef eignast í þessari helvítis holu sem við kjósum að kalla vinnu. do it litli, do it eins og ég segi alltaf.
see ya þangað til á eftir!
gestabók
árla í morgun þegar ég var um það bil að rumska gerði ég mér grein fyrir því að fyrr um morguninn, eiginlega í nótt hafði ég gengið í svefni, hef samt óljósa minnigu um þetta allt saman og skellt í eina skúffuköku. þegar ég svo reis úr rekkju vildi ekki betur en svo til að kakan var einmitt tilbúin. bling! og ástæðan!?!? jú! hann litli minn, eða hrafnhildur eins og foreldrar hennar kjósa að kalla hana, ekki ég og rafvirkinn, á tuttuguogeinsárs afmæli í dag! þess vegna er þetta blogg dagsins í dag og ef ekki bara allur dagurinn tileinkaður þessum ágæta litla vini sem ég hef eignast í þessari helvítis holu sem við kjósum að kalla vinnu. do it litli, do it eins og ég segi alltaf.
see ya þangað til á eftir!
gestabók
sunnudagur
komiði sæl og gleðilegan sunnudag...
hann hulli vinur min bauð mér á netið hérna á borgarbókasafni. ég var drunk á föstudag og ég var typsí í gær. þegar ég vaknaði í gærmorgunn hélt ég samt að þetta væru endalokin og nú gæti ég ekki meir. ég lagðist á bakið og bað guð að taka mig, fljótt og sársaukalaust. eftir stutta stund var ég hálfvegis bænheyrð því ég þurfti að gubba af þynnku. hef ekki liðið svona í háa herrans tíð. annars hrasaði ég í gær þegar ég var orðin typsí á klink&bank með þeim afleiðingum að það leið næstum yfir mig af sársauka og í dag er ég draghölt. það var samt allt gott því ég og minn fyrrverandi maður áttum gott spjall og nokkur hlátrasköll og nú líður mér vel með fortíðina okkar. ég er líka svo yfirmáta skotin þessa dagana af nýja rafvirkjanum mínum að ég ræð mér ekki fyrir kæti og margir segjast sjá það á hnakkanum á mér að ég er brosandi í hjartanu og á vörunum. ég er samt komin með framtíðaráhyggjur big time! mér finnst að mér þrengt úr öllum áttum að þurfa ákveða eitthvað rosa plan. drulla mér héðan og fara að gera einhverja gígantíska hluti. en ég er bara svo róleg og það þykir ekkert rosa fínt. engu að síður er verið að biðja mig um myndlist og ég er farin að selja grimmt sem er gott fyrir egóið. ég vona að ég verði valin. ekki í skrifandi skapi...
see ya!
gestabók
hann hulli vinur min bauð mér á netið hérna á borgarbókasafni. ég var drunk á föstudag og ég var typsí í gær. þegar ég vaknaði í gærmorgunn hélt ég samt að þetta væru endalokin og nú gæti ég ekki meir. ég lagðist á bakið og bað guð að taka mig, fljótt og sársaukalaust. eftir stutta stund var ég hálfvegis bænheyrð því ég þurfti að gubba af þynnku. hef ekki liðið svona í háa herrans tíð. annars hrasaði ég í gær þegar ég var orðin typsí á klink&bank með þeim afleiðingum að það leið næstum yfir mig af sársauka og í dag er ég draghölt. það var samt allt gott því ég og minn fyrrverandi maður áttum gott spjall og nokkur hlátrasköll og nú líður mér vel með fortíðina okkar. ég er líka svo yfirmáta skotin þessa dagana af nýja rafvirkjanum mínum að ég ræð mér ekki fyrir kæti og margir segjast sjá það á hnakkanum á mér að ég er brosandi í hjartanu og á vörunum. ég er samt komin með framtíðaráhyggjur big time! mér finnst að mér þrengt úr öllum áttum að þurfa ákveða eitthvað rosa plan. drulla mér héðan og fara að gera einhverja gígantíska hluti. en ég er bara svo róleg og það þykir ekkert rosa fínt. engu að síður er verið að biðja mig um myndlist og ég er farin að selja grimmt sem er gott fyrir egóið. ég vona að ég verði valin. ekki í skrifandi skapi...
see ya!
gestabók
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)