halló.
það gerðist nú ekkert markvert í dag. bara vinnan og það. ég seldi reyndar litblindri konu alveg rosalega skræpótta tösku handa 6 ára barni á 9000 krónur. veit ekki alveg hvort mér eigi að líða vel eða illa yfir því. svo tók ég klukkutíma í mat í staðinn fyrir þennan venjulega hálftíma sem ég fæ. það var samkomulag á milli mín og samstarfskonu minnar. endaði nú bara á því að mér dauðleiddist og beið eftir því að 60 mínúturnar liðu. bjallaði í mömmu sem er einhversstaðar úti í guðsgrænni af því að ég var komin með samviskubit yfir því að svara aldrei símanum þegar hún hringir í mig. græddi heldur ekkert á því. ég byrjaði svo reyndar aftur hjá geðlækninum í dag eftir mánuð í sumarfríi. mér tókst að sjálfsögðu að taka þetta sumarfrí af einstakri tinnískri snilld akkúrat þegar ég hvað mest hefði haft þörf fyrir að spjalla. ég grenjaði auðvitað úr mér augun yfir allri óheppninni og reyndi að pína hana til að segja mér að ég væri yndisleg. það virkar aldrei! ég ætla bara heim núna, enda baðdagur.
see ya!
gestabók
miðvikudagur
þriðjudagur
halló.
núna áðan varð ég aftur pínu blúsuð. andskotans! ég veit af hverju... samt botna ég ekki upp né niður í neinu. einu sinni var hægt að slá inn tinna+mizter ego(ekki réttur titill en þó sá réttasti) á google og þá kom mynd af okkur saman. ég þori því ekki núna fyrir mitt litla líf en að hugsa sér þá skelfingu að svona verði það, það sem eftir er. ef ég bara fyndi upp vírus sem myndi rústa internetinu for good.
en um þessa grein sem ég las í orðlaus... eins og ég sagði þá er þetta hið ágætasta blað. ég er alltaf yfir mig heilluð af fólki sem hefur metnað til að gera svona hluti. gefa út blöð, bækur o.þ.h. sérstaklega þar sem að það gleymdist að gefa mér metnaðarsprautuna í rassinn þegar ég leit í fyrstu dagsins ljós. mér finnst ég vissulega alveg vita metnaðarlaus manneskja, í það minnsta liggur minn metnaður ekki eftir hinum gullna meðalvegi íslendingsins. hef réttlætt þetta fyrir sjálfri mér með því að það sé kannski best að komast að einhverri heilsteyptri niðurstöðu um mig sjálfa og mitt eigið ágæti áður en ég fer að henda mér út í eitthvert heimsyfirráð. sit sátt við það nema hvað að aðrir hafa kannski ekki verið jafn sáttir við þá niðurstöðu. en það er ekki lengur mitt áhyggjuefni...
ég fletti semsé orðlaus í rólegheitunum heima hjá mér á sunnudaginn og rak þá í rogastans við eina greinina. þar er stúlka/kona að lýsa afmælisdeginum sínum. hún er greinilega haldin sama sindrómi og ég að vera yfir sig heilluð af sínum eigins afmælisdegi enda ekkert eðlilegra. en í þetta skiptið var hún 25 ára, glöggir lesendur muna kannski að þann 9. mars s.l. varð ég einmitt tventífokkíngfæv eins og ég komst svo að orði. mér fannst það yndislegt og hafði ekkert út á það að setja. bara gaman að verða eldri, hvort sem er lítið annað í stöðunni að gera en að gleðjast. en þessi kynsystir mín er á allt annari skoðun. þarna í greininni lýsir hún því yfir að því er virðist nánast með hryllingi hvað það sé slæmt að vera orðin 25 ára. hún sé orðin gömul, brjóstin byrjuð að síga, hrukkur að myndast í andlitinu, hliðarspik á síðunum sem aldrei hafði sést áður, buxurnar eitthvað að þrengjast og þar fram eftir götunum. nú tækju bara róleg vídjókvöld við og kannski djamm einu sinni í mánuði. ef hún getur þá rifið sig frá göngugrindinni segi ég nú bara! er 25 ára virkilega gamalt og lifi ég bara í einhverri firringu af því að mér finnst það ekki? þetta var í alvöru það skrýtnasta sem ég hef á ævinni lesið. er kornung manneskja, að mér finnst, í alvörunni að hugsa svona? finnst henni þetta í alvöru alvöru alvöru? ég trúi þessu bara ekki! 25 ára er bara hreint ekki gamalt. ég er ekki að skrifa þetta því að ég sé í svo mikilli afneitun yfir því að vera orðin "gömul", ég er bara svo óskaplega ósammála. kannski ef núna væri árið 1910 væri þetta gamalt en blessunarlega hafa tímarnir breyst svo mikið og svo margir möguleikar opnast að enginn er lengur gamall fyrr en um sjötugt og jafnvel seinna. seinast þegar ég vissi var pabbi minn sem nú er 72 ára enn að pumpa í world class og alltaf í ljósum. og hver er 25 ára að pæla í hrukkum? ég segi nú bara díses kræst við því! og þetta með síðuspikið, hvað er síðuspik? kemur það ekki bara ef maður bætir aðeins á sig? ekkert við því að gera, bara krúttilegt. ég held maður þurfi nú ekkert að fá eitthvað taugaáfall yfir aldrinum útaf því. og brjóst eru bara brjóst. tell mí abát it! ég er enn að bísnast yfir því af hverju í andskotanum ég fékk mín. en húðin er enn það ung þegar við erum 25 ára að það er bara ekki séns að þau byrji að síga þá, og ef svo er þá vaknar maður ekki með þau ofan á tánum daginn eftir 25 ára afmælið. ekki að ég sé neinn líffræðingur eða læknir, ég bara er handviss um þetta og veit þetta reyndar. kannski bara best að festa kaup í betri brjóstahaldara kæra kynsystir. aldurinn liggur að mínu mati undir yfirborðinu en ekki ofan á því. aldurinn er huglægur, þú ert bara eins gamall og þér líður inni í þér. mér, fyrir utan allt andskotans ástarvesenið og lundarvandræði, hefur aldrei liðið meira eins og konu og ég geri akkúrat í dag og núna. 25 ára! mér finnst ég vera á hátindi kvenleikans, eins og ég sé nýútsprungin rós. ég elska að dilla appelsínuhúðaða rassinum mínum og signu brjóstunum, blikka hrukkuðu augnlokunum framan í unga menn og missa fölsku tennurnar á borðið þegar ég sendi þeim fingurkoss. ég elska það! og það á bara eftir að verða betra, það er ég viss um. ég vildi bara óska að þessi elska sem skrifaði greinina í orðlaus gæti litið svona á þennan "háa" aldur.
see ya!
gestabók
núna áðan varð ég aftur pínu blúsuð. andskotans! ég veit af hverju... samt botna ég ekki upp né niður í neinu. einu sinni var hægt að slá inn tinna+mizter ego(ekki réttur titill en þó sá réttasti) á google og þá kom mynd af okkur saman. ég þori því ekki núna fyrir mitt litla líf en að hugsa sér þá skelfingu að svona verði það, það sem eftir er. ef ég bara fyndi upp vírus sem myndi rústa internetinu for good.
en um þessa grein sem ég las í orðlaus... eins og ég sagði þá er þetta hið ágætasta blað. ég er alltaf yfir mig heilluð af fólki sem hefur metnað til að gera svona hluti. gefa út blöð, bækur o.þ.h. sérstaklega þar sem að það gleymdist að gefa mér metnaðarsprautuna í rassinn þegar ég leit í fyrstu dagsins ljós. mér finnst ég vissulega alveg vita metnaðarlaus manneskja, í það minnsta liggur minn metnaður ekki eftir hinum gullna meðalvegi íslendingsins. hef réttlætt þetta fyrir sjálfri mér með því að það sé kannski best að komast að einhverri heilsteyptri niðurstöðu um mig sjálfa og mitt eigið ágæti áður en ég fer að henda mér út í eitthvert heimsyfirráð. sit sátt við það nema hvað að aðrir hafa kannski ekki verið jafn sáttir við þá niðurstöðu. en það er ekki lengur mitt áhyggjuefni...
ég fletti semsé orðlaus í rólegheitunum heima hjá mér á sunnudaginn og rak þá í rogastans við eina greinina. þar er stúlka/kona að lýsa afmælisdeginum sínum. hún er greinilega haldin sama sindrómi og ég að vera yfir sig heilluð af sínum eigins afmælisdegi enda ekkert eðlilegra. en í þetta skiptið var hún 25 ára, glöggir lesendur muna kannski að þann 9. mars s.l. varð ég einmitt tventífokkíngfæv eins og ég komst svo að orði. mér fannst það yndislegt og hafði ekkert út á það að setja. bara gaman að verða eldri, hvort sem er lítið annað í stöðunni að gera en að gleðjast. en þessi kynsystir mín er á allt annari skoðun. þarna í greininni lýsir hún því yfir að því er virðist nánast með hryllingi hvað það sé slæmt að vera orðin 25 ára. hún sé orðin gömul, brjóstin byrjuð að síga, hrukkur að myndast í andlitinu, hliðarspik á síðunum sem aldrei hafði sést áður, buxurnar eitthvað að þrengjast og þar fram eftir götunum. nú tækju bara róleg vídjókvöld við og kannski djamm einu sinni í mánuði. ef hún getur þá rifið sig frá göngugrindinni segi ég nú bara! er 25 ára virkilega gamalt og lifi ég bara í einhverri firringu af því að mér finnst það ekki? þetta var í alvöru það skrýtnasta sem ég hef á ævinni lesið. er kornung manneskja, að mér finnst, í alvörunni að hugsa svona? finnst henni þetta í alvöru alvöru alvöru? ég trúi þessu bara ekki! 25 ára er bara hreint ekki gamalt. ég er ekki að skrifa þetta því að ég sé í svo mikilli afneitun yfir því að vera orðin "gömul", ég er bara svo óskaplega ósammála. kannski ef núna væri árið 1910 væri þetta gamalt en blessunarlega hafa tímarnir breyst svo mikið og svo margir möguleikar opnast að enginn er lengur gamall fyrr en um sjötugt og jafnvel seinna. seinast þegar ég vissi var pabbi minn sem nú er 72 ára enn að pumpa í world class og alltaf í ljósum. og hver er 25 ára að pæla í hrukkum? ég segi nú bara díses kræst við því! og þetta með síðuspikið, hvað er síðuspik? kemur það ekki bara ef maður bætir aðeins á sig? ekkert við því að gera, bara krúttilegt. ég held maður þurfi nú ekkert að fá eitthvað taugaáfall yfir aldrinum útaf því. og brjóst eru bara brjóst. tell mí abát it! ég er enn að bísnast yfir því af hverju í andskotanum ég fékk mín. en húðin er enn það ung þegar við erum 25 ára að það er bara ekki séns að þau byrji að síga þá, og ef svo er þá vaknar maður ekki með þau ofan á tánum daginn eftir 25 ára afmælið. ekki að ég sé neinn líffræðingur eða læknir, ég bara er handviss um þetta og veit þetta reyndar. kannski bara best að festa kaup í betri brjóstahaldara kæra kynsystir. aldurinn liggur að mínu mati undir yfirborðinu en ekki ofan á því. aldurinn er huglægur, þú ert bara eins gamall og þér líður inni í þér. mér, fyrir utan allt andskotans ástarvesenið og lundarvandræði, hefur aldrei liðið meira eins og konu og ég geri akkúrat í dag og núna. 25 ára! mér finnst ég vera á hátindi kvenleikans, eins og ég sé nýútsprungin rós. ég elska að dilla appelsínuhúðaða rassinum mínum og signu brjóstunum, blikka hrukkuðu augnlokunum framan í unga menn og missa fölsku tennurnar á borðið þegar ég sendi þeim fingurkoss. ég elska það! og það á bara eftir að verða betra, það er ég viss um. ég vildi bara óska að þessi elska sem skrifaði greinina í orðlaus gæti litið svona á þennan "háa" aldur.
see ya!
gestabók
mánudagur
hobsa!
hjartað slær hæst á íslandi...
og já, það var vinnan í dag. hreint ekkert erfitt að vakna í morgun enda hafði ég ekki komist á bragðið í sumarfríinu að sofa til hádegis alla daga. dagurinn leið eins og eldflaug á leið út í geim og ég ákvað innflutningsteiti fyrir samstarfsfólkið sem því miður þurfti hvað mest að súpa seyðið af skapgerðarbrestum mínum þegar tvísýnt var með húsnæðismál. þau eiga þetta nú skilið blessuð lömbin. ætli það hafi bara ekki verið rétt hjá æsu með veruleikafirringuna. kannski minntist bara einhver á að ég hafi verið dintótt þarna rétt fyrir fríið og vesalings pysjan á barnum komið þessu svona heimskulega út úr sér. maður veit aldrei og það skiptir ekki máli núna. ég var bara glöð að hafa eitthvað fyrir stafni í dag sem ekki tengdist óréttlæti heimsins, bara ágengir kúnnar og svona líka óskaplega myndalegur tuskustrákur.
það rigndi í gærkveldi eins og að það yrði enginn morgundagur. það var nú reyndar mjög huggulegt að hlusta svona á regnið í risinu mínu. ég er líka svo hópless rómantíker. nema að svo lagðist ég til hvílu seinna meir og hugðist taka á mig náðir. ég las í bók og eftir dálitla stund var ég vör við að það voru dropar að leka á ennið á mér úr þakglugganum fyrir ofan rúmið. ég hugsaði með mér að nú gæti ég endanlega gefist upp, er hægt að koma verr fram við aumingjann mig, og bara legið þarna og látið dropana gera mig geðveika. það var víst einhvern tímann fyrr á öldum nytsamleg aðferð til þess að sturla fólk að festa það niður í stól og láta vatnsdropa leka stöðugt á enni þeirra með föstum takti. ég gafst þó fljótt upp, kannki góð aðferð en ansi seinleg, og fann mér teip og teipaði bara gluggann minn bak og fyrir. ekki fleiri dropar, bara blautur koddi.
ég horfði á einhverja furðulega framhaldsmynd á rúv í gærkveldi. já! hvar annars staðar en á rúv eru furðulegar framhaldsmyndir á sunnudagskvöldum? oprah var með einhvern formála á undan myndinni því þetta tengdist einhverjum svertingjum og samruna eins þeirra við hvítan mann í hjónabandi. og oprah virðist vera endalaust að básúna yfirlýsingum og skoðunum sínum í þeim málum. ég er ekki rasisti, bara svo að það fari ekki á milli mála. þetta var allt mjög mikil endavitleysa og ég botnaði eiginlega ekkert í því hvers vegna sumir voru svartir í fjölskyldunni en aðrir hvítir. og svo voru þarna hvítir rasistar og svo svartir á móti svörtum en jafnframt líka á móti hvítum. svona hélt þetta bara áfram og áfram. ég veit ekki hvað sæmdarkona eins og oprah er að leggja nafn sitt við svona endemis vitleysu... ég viðurkenni það alveg, ég hef grenjað yfir oprahþætti eins og hvítvoðungur og fundist hún guð, ef sú skepna er til, í konulíki. en mér finnst hún líka óttalegur plebbi og rassasleikjari fræga fólksins. og ég þoli ekki hvað hún minnist endalaust á holdarfar, hvort sem að það sé hennar eigið eða gestanna í þættinum og að maður eigi nú ekki að borða neitt nema gufusoðið grænmeti, tófú og sojakjöt. jukk...
annars er ég núna að velta fyrir mér næstu helgi, verslunarmannahelgi. hvað skal gera? ég fer nú ekki að sitja heima þessa helgina líka, er það nokkuð? mig langar að kyssa einhvern, fara í sleik eins og unglingur. og mig langar að glitra eins og stjarna í himinhvolfinu og lýsa einhverjum góðum leiðina inn í hjartalandið mitt. þar kemur júróvisjónkjóllinn afskaplega sterkur inn sem mér hefur enn ekki tekist, þrátt fyrir þrjár tilraunir að sýna mig í. kannski eru álög á honum. kannski dó konan sem átti hann áður í honum. kannski var hún svikin í hita leiksins af ástinni og þoldi ekki við svo hún tók sitt eigið líf í angist sinni. hún hefur líklega tekið svefnpillur og lagst svo útaf eins og tígulegur svanur með vota augntóft í bjarnarskinn. hvað er núna að gerast, aðeins komin útaf sporinu... köllum þetta þá lokatilraun júróvisjónkjólsins. ég veit svo ekki hvað ég á af mér að gera. reyndar mun líklega vera best friends matarboð á föstudagskveldið með þeim birtu og bryncí. en þær eru náttúrulega svo til giftar konur og þess vegna verð ég að finna magnað deit fyrir föstudag eða vera fyndna fimmta hjólið í matarboðinu... æ djöst dónt ker! mig langar bara til að verða glöð aftur og skemmta mér og það er það sem ég ætla mér. svo er innipúkinn á laugardag... hmmmm... mig langar þangað óskaplega mikið og ég ætlaði mér það en svo hætti ég við útaf mizter ego sem mér finnst líklegt að verði þar eins og alls staðar. en svo ákvað ég, fokk it! ég ætla ekki að láta þann aula trufla mig með nærveru sinni. ég er fabúlus!!! ég þarf ekkert að óttast. og boðaði mig til vina. en svo er ég aftur með bakþanka núna... jæja, það leysist, er ekki bara mánudagur? ég er líka að vinna dáldið um helgina og þið vitið hvað ég segi alltaf þá... moní in ðe pokket! yeah!
en nú ætla ég að fara að afla mér heimilda áður en ég kem með mótbárur mínar við grein sem ég las lauslega í því ágæta blaði orðlaus í gærkveldi. eitthvað hreyfði hún við mér... þangað til á morgun beibí,
see ya!
gestabók
hjartað slær hæst á íslandi...
og já, það var vinnan í dag. hreint ekkert erfitt að vakna í morgun enda hafði ég ekki komist á bragðið í sumarfríinu að sofa til hádegis alla daga. dagurinn leið eins og eldflaug á leið út í geim og ég ákvað innflutningsteiti fyrir samstarfsfólkið sem því miður þurfti hvað mest að súpa seyðið af skapgerðarbrestum mínum þegar tvísýnt var með húsnæðismál. þau eiga þetta nú skilið blessuð lömbin. ætli það hafi bara ekki verið rétt hjá æsu með veruleikafirringuna. kannski minntist bara einhver á að ég hafi verið dintótt þarna rétt fyrir fríið og vesalings pysjan á barnum komið þessu svona heimskulega út úr sér. maður veit aldrei og það skiptir ekki máli núna. ég var bara glöð að hafa eitthvað fyrir stafni í dag sem ekki tengdist óréttlæti heimsins, bara ágengir kúnnar og svona líka óskaplega myndalegur tuskustrákur.
það rigndi í gærkveldi eins og að það yrði enginn morgundagur. það var nú reyndar mjög huggulegt að hlusta svona á regnið í risinu mínu. ég er líka svo hópless rómantíker. nema að svo lagðist ég til hvílu seinna meir og hugðist taka á mig náðir. ég las í bók og eftir dálitla stund var ég vör við að það voru dropar að leka á ennið á mér úr þakglugganum fyrir ofan rúmið. ég hugsaði með mér að nú gæti ég endanlega gefist upp, er hægt að koma verr fram við aumingjann mig, og bara legið þarna og látið dropana gera mig geðveika. það var víst einhvern tímann fyrr á öldum nytsamleg aðferð til þess að sturla fólk að festa það niður í stól og láta vatnsdropa leka stöðugt á enni þeirra með föstum takti. ég gafst þó fljótt upp, kannki góð aðferð en ansi seinleg, og fann mér teip og teipaði bara gluggann minn bak og fyrir. ekki fleiri dropar, bara blautur koddi.
ég horfði á einhverja furðulega framhaldsmynd á rúv í gærkveldi. já! hvar annars staðar en á rúv eru furðulegar framhaldsmyndir á sunnudagskvöldum? oprah var með einhvern formála á undan myndinni því þetta tengdist einhverjum svertingjum og samruna eins þeirra við hvítan mann í hjónabandi. og oprah virðist vera endalaust að básúna yfirlýsingum og skoðunum sínum í þeim málum. ég er ekki rasisti, bara svo að það fari ekki á milli mála. þetta var allt mjög mikil endavitleysa og ég botnaði eiginlega ekkert í því hvers vegna sumir voru svartir í fjölskyldunni en aðrir hvítir. og svo voru þarna hvítir rasistar og svo svartir á móti svörtum en jafnframt líka á móti hvítum. svona hélt þetta bara áfram og áfram. ég veit ekki hvað sæmdarkona eins og oprah er að leggja nafn sitt við svona endemis vitleysu... ég viðurkenni það alveg, ég hef grenjað yfir oprahþætti eins og hvítvoðungur og fundist hún guð, ef sú skepna er til, í konulíki. en mér finnst hún líka óttalegur plebbi og rassasleikjari fræga fólksins. og ég þoli ekki hvað hún minnist endalaust á holdarfar, hvort sem að það sé hennar eigið eða gestanna í þættinum og að maður eigi nú ekki að borða neitt nema gufusoðið grænmeti, tófú og sojakjöt. jukk...
annars er ég núna að velta fyrir mér næstu helgi, verslunarmannahelgi. hvað skal gera? ég fer nú ekki að sitja heima þessa helgina líka, er það nokkuð? mig langar að kyssa einhvern, fara í sleik eins og unglingur. og mig langar að glitra eins og stjarna í himinhvolfinu og lýsa einhverjum góðum leiðina inn í hjartalandið mitt. þar kemur júróvisjónkjóllinn afskaplega sterkur inn sem mér hefur enn ekki tekist, þrátt fyrir þrjár tilraunir að sýna mig í. kannski eru álög á honum. kannski dó konan sem átti hann áður í honum. kannski var hún svikin í hita leiksins af ástinni og þoldi ekki við svo hún tók sitt eigið líf í angist sinni. hún hefur líklega tekið svefnpillur og lagst svo útaf eins og tígulegur svanur með vota augntóft í bjarnarskinn. hvað er núna að gerast, aðeins komin útaf sporinu... köllum þetta þá lokatilraun júróvisjónkjólsins. ég veit svo ekki hvað ég á af mér að gera. reyndar mun líklega vera best friends matarboð á föstudagskveldið með þeim birtu og bryncí. en þær eru náttúrulega svo til giftar konur og þess vegna verð ég að finna magnað deit fyrir föstudag eða vera fyndna fimmta hjólið í matarboðinu... æ djöst dónt ker! mig langar bara til að verða glöð aftur og skemmta mér og það er það sem ég ætla mér. svo er innipúkinn á laugardag... hmmmm... mig langar þangað óskaplega mikið og ég ætlaði mér það en svo hætti ég við útaf mizter ego sem mér finnst líklegt að verði þar eins og alls staðar. en svo ákvað ég, fokk it! ég ætla ekki að láta þann aula trufla mig með nærveru sinni. ég er fabúlus!!! ég þarf ekkert að óttast. og boðaði mig til vina. en svo er ég aftur með bakþanka núna... jæja, það leysist, er ekki bara mánudagur? ég er líka að vinna dáldið um helgina og þið vitið hvað ég segi alltaf þá... moní in ðe pokket! yeah!
en nú ætla ég að fara að afla mér heimilda áður en ég kem með mótbárur mínar við grein sem ég las lauslega í því ágæta blaði orðlaus í gærkveldi. eitthvað hreyfði hún við mér... þangað til á morgun beibí,
see ya!
gestabók
halló.
ég er að vinna, það er fínt. segi ykkur allt um það í kvöld. ég var annars að velta því fyrir mér og hálft í hvoru að vona að þið hefðuð eitthvað um uppáhaldslistann að segja. þessi þarna með bestu myndunum, bókunum og músíkinni neðar á síðunni... kannski eitthvað smá feedback eða svo fyrst maður var nú á annað borð að eyða tíma í þetta.
see ya!
gestabók
ég er að vinna, það er fínt. segi ykkur allt um það í kvöld. ég var annars að velta því fyrir mér og hálft í hvoru að vona að þið hefðuð eitthvað um uppáhaldslistann að segja. þessi þarna með bestu myndunum, bókunum og músíkinni neðar á síðunni... kannski eitthvað smá feedback eða svo fyrst maður var nú á annað borð að eyða tíma í þetta.
see ya!
gestabók
sunnudagur
góðan dag.
afsakið þessa seinustu færslu, bara einhver miðnæturblús...
ég var að heyra nýtt orð, efagjarn. hef ekki heyrt það áður. ætli ég sé efagjörn?
útlendingarnir fundu loksins sinn stað í lífinu og hættu að halda fyrir mér vöku.
og nú er kominn sunnudagur sem ég hef örugglega tekið fram áður að mér er meinilla við. sunnudagar eru eins og kveðjustund og eins og kvikmyndapersónur þoli ég ekki kveðjustundir. kannski ætti ég að temja mér að líta á sunnudaga sem nýtt upphaf en ekki kveðjustund.
á morgun er vinna og ýmsustu tilfinningar tengdar því sveima um í þessum vandræðahaus mínum. ég hlakka til og ég kvíði fyrir. tilhlökkunin vegur samt mun þyngra því hún heldur uppi andlega hlutanum á meðan kvíðinn snýst eingöngu um efnishliðina. þ.e. að það verður erfitt að koma aftur eftir svona langt frí og demba sér óundirbúin í vinnu auk þess sem að skólatörnin er akkúrat núna að byrja og margir vilja kaupa sér nýjar skólatöskur fyrir veturinn, blýanta, strokleður og stílabækur. þá þurfum við svaní, sú sem stjórnar deildinni með mér að láta til okkar taka og ekki dugir að láta velmegunarbumbuna sem kom í sumarfríinu þvælast fyrir. tilhlökkunin felst síðan í því að ég er afskaplega hrifin af reglubundnu lífsmynstri. hef samt í seinni tíð aðeins slakað á í því. sú var tíðin að ef allt var ekki fyrirfram planlagt tipptopp fékk ég taugaáfall. nú fæ ég bara örlítið taugaáfall. svo það verður óskaplega gott að hafa tilgang þegar ég vakna á morgnana þó svo að sá tilgangur felist eingöngu í því að fara í vinnuna. og þá get ég líka einbeitt mér að öðru eins og ég hef áður sagt, en þessu ómögulega lífi sem mér finnst elta mig á röndum núna.
en hvað sem því líður þá get ég sagt ykkur það að ég vaknaði hreint ekki hress í morgun og getiði hver fyrsta hugsunin var eftir að ég hafði opnað augun? ég leyfi ykkur að geta...
ég hlakka bara til þegar ég fer að vakna brosandi og ég hlakka til vetrarins og jólanna. ég hlakka til að geta kveikt á kertum þegar ég kem heim með frostbitnar kinnar. ég hlakka til að geta búið mér til heitt kakó og kúrað undir sæng. og svo eru líka allir miklu sætari í dimmu. og ekki dæma mig en ég er farin að hugsa um það hvar ég eigi að vera á jólunum. sami þankagangur sótti á mig fyrir u.þ.b. ári síðan. að sjálfsögðu hef ég alltaf mömmu og pabba. þó það myndi aldrei koma mér á óvart að þau færu til útlanda eða eitthvað álíka yfir hátíðirnar. hugsum ekki um það núna... ég semsé gæti verið hjá þeim nema að mér finnst þau svo skrýtin og oftast þegar ég hef verið hjá þeim er ég bara farin að bíða eftir því að komast heim. ég hef eiginlega aldrei neitt sérstakt að tala um við þau ekki nema ég sé í rosa góðu skapi sem virðist vera deyjandi hlutur. síðan er hinn möguleikinn og það er að vera bara ein heima. hvers vegna er ekki búinn til svona sérstakur jóla 1944 réttur fyrir þá sem eru einir um jólin og eiga bara örbylgjuofn? eða fjölskyldur sem nenna ekki að elda... nema að ég veit af því að ég þekki mig það vel að ef ég væri ein á aðfangadagskvöld myndi ég bara standa grenjandi yfir 1944 réttinum mínum með lekandi maskari, sérstaklega af því að ég er mjög mjög mikið jólabarn. svo, af tvennu illu...
nú er ég búin með peningana mína. þetta er víst hinn eðlilegasti tími til þess. og mig vantar aur fyrir rettum. því tók ég við, núna í morgunsárið að kemba alla króka og kima hérna heima hjá húsráðendum í leit að klinki. ég vona að þau refsi mér ekki fyrir það eða hætti að leyfa mér að passa börnin sín. og viti menn! ég er komin með andvirði eins sígarettupakka. ég vildi að ég væri svona manneskja. sem léti klink hér og þar um íbúðina mína sem kæmi sér svo vel þegar mögru dagarnir berðu að dyrum. en ég er ekki þannig, allir peningarnir mínir eru í veskinu mínu svo að þegar þeir eru ekki lengur þar, oftast um 5. hvers mánaðar veit ég að ég á þá ekki til. ég stefni hins vegar að því að verða svona klinkkona, þó ekki nema fyrir börnin mín seinna meir.
gaman og indælt þegar einhver hefur áhuga á velferð manns. takk álfur, kiss kiss...
see ya!
gestabók
afsakið þessa seinustu færslu, bara einhver miðnæturblús...
ég var að heyra nýtt orð, efagjarn. hef ekki heyrt það áður. ætli ég sé efagjörn?
útlendingarnir fundu loksins sinn stað í lífinu og hættu að halda fyrir mér vöku.
og nú er kominn sunnudagur sem ég hef örugglega tekið fram áður að mér er meinilla við. sunnudagar eru eins og kveðjustund og eins og kvikmyndapersónur þoli ég ekki kveðjustundir. kannski ætti ég að temja mér að líta á sunnudaga sem nýtt upphaf en ekki kveðjustund.
á morgun er vinna og ýmsustu tilfinningar tengdar því sveima um í þessum vandræðahaus mínum. ég hlakka til og ég kvíði fyrir. tilhlökkunin vegur samt mun þyngra því hún heldur uppi andlega hlutanum á meðan kvíðinn snýst eingöngu um efnishliðina. þ.e. að það verður erfitt að koma aftur eftir svona langt frí og demba sér óundirbúin í vinnu auk þess sem að skólatörnin er akkúrat núna að byrja og margir vilja kaupa sér nýjar skólatöskur fyrir veturinn, blýanta, strokleður og stílabækur. þá þurfum við svaní, sú sem stjórnar deildinni með mér að láta til okkar taka og ekki dugir að láta velmegunarbumbuna sem kom í sumarfríinu þvælast fyrir. tilhlökkunin felst síðan í því að ég er afskaplega hrifin af reglubundnu lífsmynstri. hef samt í seinni tíð aðeins slakað á í því. sú var tíðin að ef allt var ekki fyrirfram planlagt tipptopp fékk ég taugaáfall. nú fæ ég bara örlítið taugaáfall. svo það verður óskaplega gott að hafa tilgang þegar ég vakna á morgnana þó svo að sá tilgangur felist eingöngu í því að fara í vinnuna. og þá get ég líka einbeitt mér að öðru eins og ég hef áður sagt, en þessu ómögulega lífi sem mér finnst elta mig á röndum núna.
en hvað sem því líður þá get ég sagt ykkur það að ég vaknaði hreint ekki hress í morgun og getiði hver fyrsta hugsunin var eftir að ég hafði opnað augun? ég leyfi ykkur að geta...
ég hlakka bara til þegar ég fer að vakna brosandi og ég hlakka til vetrarins og jólanna. ég hlakka til að geta kveikt á kertum þegar ég kem heim með frostbitnar kinnar. ég hlakka til að geta búið mér til heitt kakó og kúrað undir sæng. og svo eru líka allir miklu sætari í dimmu. og ekki dæma mig en ég er farin að hugsa um það hvar ég eigi að vera á jólunum. sami þankagangur sótti á mig fyrir u.þ.b. ári síðan. að sjálfsögðu hef ég alltaf mömmu og pabba. þó það myndi aldrei koma mér á óvart að þau færu til útlanda eða eitthvað álíka yfir hátíðirnar. hugsum ekki um það núna... ég semsé gæti verið hjá þeim nema að mér finnst þau svo skrýtin og oftast þegar ég hef verið hjá þeim er ég bara farin að bíða eftir því að komast heim. ég hef eiginlega aldrei neitt sérstakt að tala um við þau ekki nema ég sé í rosa góðu skapi sem virðist vera deyjandi hlutur. síðan er hinn möguleikinn og það er að vera bara ein heima. hvers vegna er ekki búinn til svona sérstakur jóla 1944 réttur fyrir þá sem eru einir um jólin og eiga bara örbylgjuofn? eða fjölskyldur sem nenna ekki að elda... nema að ég veit af því að ég þekki mig það vel að ef ég væri ein á aðfangadagskvöld myndi ég bara standa grenjandi yfir 1944 réttinum mínum með lekandi maskari, sérstaklega af því að ég er mjög mjög mikið jólabarn. svo, af tvennu illu...
nú er ég búin með peningana mína. þetta er víst hinn eðlilegasti tími til þess. og mig vantar aur fyrir rettum. því tók ég við, núna í morgunsárið að kemba alla króka og kima hérna heima hjá húsráðendum í leit að klinki. ég vona að þau refsi mér ekki fyrir það eða hætti að leyfa mér að passa börnin sín. og viti menn! ég er komin með andvirði eins sígarettupakka. ég vildi að ég væri svona manneskja. sem léti klink hér og þar um íbúðina mína sem kæmi sér svo vel þegar mögru dagarnir berðu að dyrum. en ég er ekki þannig, allir peningarnir mínir eru í veskinu mínu svo að þegar þeir eru ekki lengur þar, oftast um 5. hvers mánaðar veit ég að ég á þá ekki til. ég stefni hins vegar að því að verða svona klinkkona, þó ekki nema fyrir börnin mín seinna meir.
gaman og indælt þegar einhver hefur áhuga á velferð manns. takk álfur, kiss kiss...
see ya!
gestabók
laugardagur
önnur færsla: æji hvað ég er eitthvað blúsuð. þetta er alveg óþolandi. búið að standa yfir síðan einhvern tímann í maí og ég er alveg að gefast upp. hvenær kemur sólin upp í hjartanu mínu? ég kenni að sjálfsögðu mizter ego alfarið um þetta, a.m.k. 90%. ég ætlaði ekki að tala um þetta hérna því ég veit að hann les bloggið mitt stundum en fokk it! þetta er mín dagbók og ég segi það sem er. ég vil bara ekki að hann fyllist einhverri firringu og mikilmennskubrjálæði og haldi að hann hafi eitthvert tangarhald á mér. sem ég skil svo ekki af hverju ég ætti að halda því hann sýndi á mánudaginn að honum er nokk sama... og það er kvöld og ég er ein. alltaf einhver viðbjóður á rúv og ég get ekki hlustað á neina músík án þess að fá sting í hjartað. veit samt ekki með dauðarokk en þá fengi ég hvort sem er bara sting í eyrun. ég er nú meiri vælukjóinn alltaf. ef að núna væri árið 1870, sem að væri þá náttúrulega ekki núna, myndi ég ekki leyfa mér að eiga þessar hugsanir. nema að þá myndi þetta kannski enda á því að ég berði börnin mín og kannski maka líka útaf öllum niðurbældu tilfinningunum. vitiði hvernig þetta er? það er eins og einhver eða eitthvað standi á bringunni á mér og ég get ekki dregið andann eðlilega alveg niður, það eru alltaf þessi þyngsli. þetta er ekki líkamlegt, heldur einhver óútskýranlegur og þó, þungi yfir brjóstinu. ég reyni og reyni og reyni að hugsa eitthvað frábært og brosa út í loftið en það virkar ekki. það er eins og það sé einhver hjúpur utan um mig sem hindri að ég geti teygt mig alveg út, stingur í maganum. og ég verð að hafa mig alla við til að vera á varðbergi eins og það sé eitthvað vont alveg að fara að stökkva á mig, einhver geðveiki. kannski er það bara svona að vera geðveikur... og ég veit af hvítvíninu sem ég má fá mér af inni í ísskáp. og mikið væri það gott, að fá sér eitt hvítvínsglas til að slappa af en ég þori því alls ekki. hvað ef hryllingurinn nær mér þá? um leið og ég sofna á verðinum við fyrsta sopann og þá kemur allt yfir mig. ég er að segja ykkur það, ég fékk þrefaldan skammt af tilfinningum á meðan allir aðrir fengu venjulegan skammt í vöggugjöf. kannski átti ég bara að verða þríburar. það útskýrir þessa eylífu árekstra inni mér. ef mér finnst eitt er ég viss um að hitt sé líka rétt, svo kemur einhver málamiðlun út úr því og á endanum snýst ég bara í hringi. inni í þessum hring er ég. djöfuls útlendingarnir með hávært partý í garðinum. ef ég væri súper spontant myndi ég far út á mínípilsinu og segja hæ. svo segði ég þeim sögur af því þegar ég vann í danmörku við að þrífa hótelherbergi og hvernig kínverjarnir hefðu alltaf gefið bestu tipsin en jafnframt verið með skítugustu herbergin. og þegar ég þurfti að kafa með hanskalausa hendina ofan í klósettið til að sækja smokk sem vildi ekki sturtast niður. og ég segði þeim líka frá ilmkúlunum sem voru látnar í ryksugurnar til að það kæmi góð lykt við ryksugun og húðflöguherberginu. síðan myndi ég kannski líka segja þeim frá því þegar ég bjó í hollandi með xx sem er valdur að hjartabrotinu, og var freðin allan tímann og lifði eins og kóngur sem gat keypt flík á dag í h&m. ég myndi hlæja hæst og sulla rauðvíni út um allt og láta þau kenna mér dónalega frasa á spænsku. ég ætti upphafið að dónalegum kyssuleik og í fyrramálið myndi ég vakna allsber með stinn brjóst og karlmenn á hvorri hlið. þau sjá mig aldrei aftur því þannig er ekki ég.
gestabók
gestabók
góðan dag.
enn og aftur er ég hús- og kattarpassari hjá elsku móu&arnari. þau fóu í þetta skiptið út á land, man ekki fyrir mitt litla líf hvurt. var samt með hálfgert samviskubit þegar ég kvaddi hana páku mína í morgun, blessað skinnið. en ég er náttúrulega þannig að gluði(þetta er ekki stafsetningarvilla) að ég fæ alltaf samviskubit ef það er einhver örlítil smuga á því.
ég fór á i, robot í gær með hullboy. mikið óskaplega var það skemmtileg mynd. mun betri en ég hafði nokkurn tíman þorað að vona. ég elska þegar það gerist, að eitthvað er mun betra en maður átti von á. gerist nánast bara þegar einfaldir hlutir eiga í hlut eins og kvikmyndir eða matur. ekki í lífinu. ég var líka sérlega heilluð af líkamanum á will smith. veit ekki hvað það á að þýða en ég hef nýlega uppgötvað það fetish í mínu fari að þykja vöðvaðir menn girnilegir. ég er þá ekki að beina svona buffaða vaxtaræktarmenn sem borða stera í morgunmat og labba með hendurnar meter frá síðunum svo allir haldi að þér geti ekki haldið þeim upp að sér fyrir vöðvum, heldur svona karlmannlega. mmmmm. guð minn almáttugur, hvað er að gerast með mig?
eftir bíóið hélt ég heim á leið til að eiga náðuga stund með sjálfri mér fjarri öllu glysi og djammi. ég ætlaði mér upphaflega að horfa á freddy kruger sem var á skjá einum en eftir fimm mínútur sá ég fram að geta ekki sofnað seinna meir af ótta við að verða drepin í draumum mínum svo ég skellti bara three amigos í tækið. horfði samt minnst á hana því dagbókin átti hug minn allan. og þetta er það sem meðal annars vall upp úr mér:
erótískar bókmenntir, fjörugt ímyndunarafl og fimir fingur geta verið bestu vinir hinnar einhleypu stúlku. og er það gott og blessað uns bölvaða þörfin og þráin eftir líkamlegri snertingu fer að gera vart við sig. þar t.d. sannast að það sem við höfum er aldrei nóg. kötturinn er til lítils nýtur þar sem að hann spriklar eins og iðandi njálgur í barnabossa og endar oftast á því að bíta mig í nebbann eða eyrnasnepilinn til að sleppa úr þurfandi faðmlagi mínu. uppblásnar dúkkur finnast mér viðbjóður enda ekki líkamsheitar og lítið við þær að tala um. einnig finnst mér trúlegt að það sé auðvelt að skráma sig á samskeytunum á þessum loftríku íhlaupapersónum. get ekki ímyndað mér að börnin sem setji þær saman á indlandi hugsi mikið um þægindi kúnnanns. að faðma vini sína er heldur ekki möguleiki og ég er nokk viss um að vera ekki ein um þá skoðun. maður gæti það svosum, faðmað vini sína en síðan væri annað mál að fara að biðja þá um að liggja með manni uppi í rúmi og halda utan um mann. þá fyrst yrði anmdrúmsloftið vandræðalegt og öll umræðuefni hyrfu á örskotsstundu út um gluggann og vináttan á eftir. auglýsi því hér með eftir einhverjum hlutlausum til að faðma mig...
svo gerði ég líka lista yfir uppáhalds kvikmyndir, bækur og tónlist. hér er hann:
myndir:
amelie
as good as it gets
reality bites
bram stokers dracula
chunking express
lost in translation
go fish
the cell
blade 1
the hours
bridget jones´s diary
waking life
about schmidt
natural born killers
secretary
mermaids
before sunrice
the big night
bækur:
east of eden: john steinbeck
afródíta: isabel allende
the dark: james herbert
láttu ekki smámálin ergja þig: richard carlson
emily the strange
emily´s book of strange
draumar einsteins: alan lightman
the green mile: stephen king
býr íslendingur hér? - minningar leifs muller: garðar sverrisson
erró: aðalsteinn ingólfsson
blái engillinn - ævisaga marlene dietrich: donald spoto
kryddlegin hjörtu: laura esquivel
david boring, ghost world: daniel clowes
bubbi: silja aðalsteinsdóttir
zero girl: sam keith
optic nerve: adrian tomine
black hole: charles burns
músík:
yeah yeah yeahs
nine inch nails
nick cave
joy division
neil young
leonard cohen
singapore sling
mínus
andrew w.k.
morrisey
suede
godspeed you black emperor
mogwai
arvo pärt
brian eno
can
miles davis
billie holiday
chet baker
david gray
tony bennet
erik satie
orchestral manoeuvers in the dark
ég vil að það gerist allt úti í húsasundi þegar við getum ekki beðið lengur...
see ya!
gestabók
enn og aftur er ég hús- og kattarpassari hjá elsku móu&arnari. þau fóu í þetta skiptið út á land, man ekki fyrir mitt litla líf hvurt. var samt með hálfgert samviskubit þegar ég kvaddi hana páku mína í morgun, blessað skinnið. en ég er náttúrulega þannig að gluði(þetta er ekki stafsetningarvilla) að ég fæ alltaf samviskubit ef það er einhver örlítil smuga á því.
ég fór á i, robot í gær með hullboy. mikið óskaplega var það skemmtileg mynd. mun betri en ég hafði nokkurn tíman þorað að vona. ég elska þegar það gerist, að eitthvað er mun betra en maður átti von á. gerist nánast bara þegar einfaldir hlutir eiga í hlut eins og kvikmyndir eða matur. ekki í lífinu. ég var líka sérlega heilluð af líkamanum á will smith. veit ekki hvað það á að þýða en ég hef nýlega uppgötvað það fetish í mínu fari að þykja vöðvaðir menn girnilegir. ég er þá ekki að beina svona buffaða vaxtaræktarmenn sem borða stera í morgunmat og labba með hendurnar meter frá síðunum svo allir haldi að þér geti ekki haldið þeim upp að sér fyrir vöðvum, heldur svona karlmannlega. mmmmm. guð minn almáttugur, hvað er að gerast með mig?
eftir bíóið hélt ég heim á leið til að eiga náðuga stund með sjálfri mér fjarri öllu glysi og djammi. ég ætlaði mér upphaflega að horfa á freddy kruger sem var á skjá einum en eftir fimm mínútur sá ég fram að geta ekki sofnað seinna meir af ótta við að verða drepin í draumum mínum svo ég skellti bara three amigos í tækið. horfði samt minnst á hana því dagbókin átti hug minn allan. og þetta er það sem meðal annars vall upp úr mér:
erótískar bókmenntir, fjörugt ímyndunarafl og fimir fingur geta verið bestu vinir hinnar einhleypu stúlku. og er það gott og blessað uns bölvaða þörfin og þráin eftir líkamlegri snertingu fer að gera vart við sig. þar t.d. sannast að það sem við höfum er aldrei nóg. kötturinn er til lítils nýtur þar sem að hann spriklar eins og iðandi njálgur í barnabossa og endar oftast á því að bíta mig í nebbann eða eyrnasnepilinn til að sleppa úr þurfandi faðmlagi mínu. uppblásnar dúkkur finnast mér viðbjóður enda ekki líkamsheitar og lítið við þær að tala um. einnig finnst mér trúlegt að það sé auðvelt að skráma sig á samskeytunum á þessum loftríku íhlaupapersónum. get ekki ímyndað mér að börnin sem setji þær saman á indlandi hugsi mikið um þægindi kúnnanns. að faðma vini sína er heldur ekki möguleiki og ég er nokk viss um að vera ekki ein um þá skoðun. maður gæti það svosum, faðmað vini sína en síðan væri annað mál að fara að biðja þá um að liggja með manni uppi í rúmi og halda utan um mann. þá fyrst yrði anmdrúmsloftið vandræðalegt og öll umræðuefni hyrfu á örskotsstundu út um gluggann og vináttan á eftir. auglýsi því hér með eftir einhverjum hlutlausum til að faðma mig...
svo gerði ég líka lista yfir uppáhalds kvikmyndir, bækur og tónlist. hér er hann:
myndir:
amelie
as good as it gets
reality bites
bram stokers dracula
chunking express
lost in translation
go fish
the cell
blade 1
the hours
bridget jones´s diary
waking life
about schmidt
natural born killers
secretary
mermaids
before sunrice
the big night
bækur:
east of eden: john steinbeck
afródíta: isabel allende
the dark: james herbert
láttu ekki smámálin ergja þig: richard carlson
emily the strange
emily´s book of strange
draumar einsteins: alan lightman
the green mile: stephen king
býr íslendingur hér? - minningar leifs muller: garðar sverrisson
erró: aðalsteinn ingólfsson
blái engillinn - ævisaga marlene dietrich: donald spoto
kryddlegin hjörtu: laura esquivel
david boring, ghost world: daniel clowes
bubbi: silja aðalsteinsdóttir
zero girl: sam keith
optic nerve: adrian tomine
black hole: charles burns
músík:
yeah yeah yeahs
nine inch nails
nick cave
joy division
neil young
leonard cohen
singapore sling
mínus
andrew w.k.
morrisey
suede
godspeed you black emperor
mogwai
arvo pärt
brian eno
can
miles davis
billie holiday
chet baker
david gray
tony bennet
erik satie
orchestral manoeuvers in the dark
ég vil að það gerist allt úti í húsasundi þegar við getum ekki beðið lengur...
see ya!
gestabók
fimmtudagur
halló!
hér er ég komin aftur og með öllu allsgáð í þetta skiptið enda er ég hætt í bili að dansa við áfengis- og eiturlyfjadraugin. það hefur ekkert upp á sig að skella sér í annarlegt ástand þegar hjartað er í molum. tell mí abát it! það endar þá bara með því að ég ligg á brókinni á gólfinu heima hjá mér, grenjandi úr mér augun og með sviðið hár (önnur saga), líklegast að hringja einhvert sem ég á ekki að vera að hringja. það var semsé spilað með mig af egóista. ekki við öðru að búast af egóista en á öllu átti ég von á nema þessu frá þessari manneskju. já! ég er bitur en svona vitleysa gerir konu líka bitra. ég er næstum orðin afhuga því að verða nokkurn tímann ástfangin aftur. ég fæ m.a.s. hroll bara við tilhugsunina í augnablikinu. mér finnst ég hafa verið niðurlægð og bara af því að ég held að sumir vildu hafa seinasta orðið. fokk it! betra að vera reiður en leiður. ég fór líka í gær og keypti mér eitthvað te sem á að vera gott fyrir sálartetrið, það er nú hálfgert hómópatabragð af því og ég hef ekki efni á hunangi út í en kannski virkar það vel á mig. svo festi ég líka kaup á magnesíumtöflum sem móa systir mín sagði vera góðar fyrir taugakerfið. ég get allt eins sturtað þeim í mig líka með teinu. þær kannski púsla saman einhverjum af þessum molum inni í mér. svo eru það fjölvítamínsfreyðitöflurnar sem ég tek líka samviskusamlega á hverjum degi. að sjálfsögðu reyki ég sígarettu með fjölvítamínsdrykknum. það er alveg ómögulegt að fara hella sér út í eithhvað heilsuræktarrugl og enda svo bara í fæðubótaefnum að taka 300 kíló í bekkpressu, heitir þetta ekki annars bekkpressa? gott! ég er augljóslega ekki orðin of langt leidd í heilsuræktinni, kann ekki að stafa þessa vitleysu. auk þess finnst mér kúl að drekka vítamíndrykk og reykja sígarettu með.
sumarfríið er búið eftir 4 daga og ég hlakka næstum til að fara að vinna aftur. þá get ég í það minnsta einbeitt mér að andfúlum viðskiptavinum, blekhylkjum og ástarmálum samstarfsfólksins. ég get ekki lengur hangið í þessu volæði. get í fyrsta lagi aldrei sofið út og svo hlusta ég bara á barry manilow og grenja. annars veit ég að samstarfsmenn mínir dunduðu sér við að baktala mig í sumarfríinu. svona fréttir maður þegar maður hittir vitlausar stelpur á bar. annars lítið við því að gera, það er víst svona þegar urmull af konum vinnur saman. ég veit allt um það því ég hef tekið þátt í þessu. en láti ég mér þetta að kenningu verða því þetta var bara enn einn svarti bletturinn á karmað og nú er ég mótiveruð í að verða betri stelpa. hér eftir hugsa ég bara vondu hlutina, þegi og segi ef það er eitthvað gott. hipp hipp húrra!
það var semsé þetta kvöld þegar ég kveikti í hárinu á mér á barnum. ég hefði að sjálfsögðu ekki átt að fara að djamma en svona er það bara þegar allir vinir manns sjá ekki sólina fyrir djamminu og ekki dugar að vera ein heima í nýju íbúðinni og grenja endalaust. vinkona mín var uppi á borði að dansa eins og henni einni er lagið. ég er lítið fyrir það, að dansa uppi á borðum enda er ég gædd þeirri firringu sem eltir konur á röndum að halda að ég sé feit og trúi því ekki að neitt borð haldi mér uppi nema það sé úr tekki. og borðin á sirkus eru langt frá því að vera úr tekki eins og margir vita. en þessi vinkona mín hrundi svo með öllu saman af borðinu og niður á gólf og af því að innst inni við beinið er ég góð hjálpaði ég henni á fætur. en það vildi þá ekki betur en svo til að ég einhvernvegin rak mig utan í kerti á einu borðinu með þeim afleiðingum að eldur tók að loga í mínu yndisfagra og hárspreyjaða jackie o hári. ég veit ekki hvað eigendum sirkus gengur til og mér var á tímabili skapi næst að lögsækja þau. hver hefur logandi kerti á bar sem er alræmdur fyrir sína dauðadrukknu og útúr heiminum viðskiptavini? það brann nú ekki mikið því þrátt fyrir mikla ölvun fann ég þessa viðurstyggilegu fýlu sem gossar upp ef kveikt er í hári og náði þannig með naumindum að slökkva í sjálfri mér. guði sé lof! annars hefði maður kannski bara endað eins og petófíllinn mækol djakson eftir pepsi auglýsinguna á sínum tíma. sviðið höfuðleður að misnota börn. ekki gæfulegt! mestu særindin voru þó að mér fannst að kvenleika mínum vegið og þess vegna endaði ég líklega grátandi heima á brókinni að hringja í mizter egó.
svei mér þá, ef ég er ekki bara öll að hressast... og gaman þegar ókunnugir skrifa eithhvað svona skemmtilegt í kommentin. mér finnst ég næstum verða heillandi fyrir vikið. takk zobbeggi!
see ya!
gestabók
hér er ég komin aftur og með öllu allsgáð í þetta skiptið enda er ég hætt í bili að dansa við áfengis- og eiturlyfjadraugin. það hefur ekkert upp á sig að skella sér í annarlegt ástand þegar hjartað er í molum. tell mí abát it! það endar þá bara með því að ég ligg á brókinni á gólfinu heima hjá mér, grenjandi úr mér augun og með sviðið hár (önnur saga), líklegast að hringja einhvert sem ég á ekki að vera að hringja. það var semsé spilað með mig af egóista. ekki við öðru að búast af egóista en á öllu átti ég von á nema þessu frá þessari manneskju. já! ég er bitur en svona vitleysa gerir konu líka bitra. ég er næstum orðin afhuga því að verða nokkurn tímann ástfangin aftur. ég fæ m.a.s. hroll bara við tilhugsunina í augnablikinu. mér finnst ég hafa verið niðurlægð og bara af því að ég held að sumir vildu hafa seinasta orðið. fokk it! betra að vera reiður en leiður. ég fór líka í gær og keypti mér eitthvað te sem á að vera gott fyrir sálartetrið, það er nú hálfgert hómópatabragð af því og ég hef ekki efni á hunangi út í en kannski virkar það vel á mig. svo festi ég líka kaup á magnesíumtöflum sem móa systir mín sagði vera góðar fyrir taugakerfið. ég get allt eins sturtað þeim í mig líka með teinu. þær kannski púsla saman einhverjum af þessum molum inni í mér. svo eru það fjölvítamínsfreyðitöflurnar sem ég tek líka samviskusamlega á hverjum degi. að sjálfsögðu reyki ég sígarettu með fjölvítamínsdrykknum. það er alveg ómögulegt að fara hella sér út í eithhvað heilsuræktarrugl og enda svo bara í fæðubótaefnum að taka 300 kíló í bekkpressu, heitir þetta ekki annars bekkpressa? gott! ég er augljóslega ekki orðin of langt leidd í heilsuræktinni, kann ekki að stafa þessa vitleysu. auk þess finnst mér kúl að drekka vítamíndrykk og reykja sígarettu með.
sumarfríið er búið eftir 4 daga og ég hlakka næstum til að fara að vinna aftur. þá get ég í það minnsta einbeitt mér að andfúlum viðskiptavinum, blekhylkjum og ástarmálum samstarfsfólksins. ég get ekki lengur hangið í þessu volæði. get í fyrsta lagi aldrei sofið út og svo hlusta ég bara á barry manilow og grenja. annars veit ég að samstarfsmenn mínir dunduðu sér við að baktala mig í sumarfríinu. svona fréttir maður þegar maður hittir vitlausar stelpur á bar. annars lítið við því að gera, það er víst svona þegar urmull af konum vinnur saman. ég veit allt um það því ég hef tekið þátt í þessu. en láti ég mér þetta að kenningu verða því þetta var bara enn einn svarti bletturinn á karmað og nú er ég mótiveruð í að verða betri stelpa. hér eftir hugsa ég bara vondu hlutina, þegi og segi ef það er eitthvað gott. hipp hipp húrra!
það var semsé þetta kvöld þegar ég kveikti í hárinu á mér á barnum. ég hefði að sjálfsögðu ekki átt að fara að djamma en svona er það bara þegar allir vinir manns sjá ekki sólina fyrir djamminu og ekki dugar að vera ein heima í nýju íbúðinni og grenja endalaust. vinkona mín var uppi á borði að dansa eins og henni einni er lagið. ég er lítið fyrir það, að dansa uppi á borðum enda er ég gædd þeirri firringu sem eltir konur á röndum að halda að ég sé feit og trúi því ekki að neitt borð haldi mér uppi nema það sé úr tekki. og borðin á sirkus eru langt frá því að vera úr tekki eins og margir vita. en þessi vinkona mín hrundi svo með öllu saman af borðinu og niður á gólf og af því að innst inni við beinið er ég góð hjálpaði ég henni á fætur. en það vildi þá ekki betur en svo til að ég einhvernvegin rak mig utan í kerti á einu borðinu með þeim afleiðingum að eldur tók að loga í mínu yndisfagra og hárspreyjaða jackie o hári. ég veit ekki hvað eigendum sirkus gengur til og mér var á tímabili skapi næst að lögsækja þau. hver hefur logandi kerti á bar sem er alræmdur fyrir sína dauðadrukknu og útúr heiminum viðskiptavini? það brann nú ekki mikið því þrátt fyrir mikla ölvun fann ég þessa viðurstyggilegu fýlu sem gossar upp ef kveikt er í hári og náði þannig með naumindum að slökkva í sjálfri mér. guði sé lof! annars hefði maður kannski bara endað eins og petófíllinn mækol djakson eftir pepsi auglýsinguna á sínum tíma. sviðið höfuðleður að misnota börn. ekki gæfulegt! mestu særindin voru þó að mér fannst að kvenleika mínum vegið og þess vegna endaði ég líklega grátandi heima á brókinni að hringja í mizter egó.
svei mér þá, ef ég er ekki bara öll að hressast... og gaman þegar ókunnugir skrifa eithhvað svona skemmtilegt í kommentin. mér finnst ég næstum verða heillandi fyrir vikið. takk zobbeggi!
see ya!
gestabók
sunnudagur
merkilegt að þetta fallega orð, eine spinne þýði á móðurmálinu það sem mér finnst viðbjóðslegast í þessum heimi, könguló.
ég er typsí í tölvunni hans steins. ég er alveg á leiðinni að segja ykkur allt og það er sko mikið. en undanfarið er svo óskaplega mikið búið að vera í gangi og hjartað stundum að bresta. ég hef semsagt komist að niðurstöðu og hún er að ég er í ástarsorg og samkvæmt charlotte í sexinu á ég rúma sjö mánuði eftir. það er í lagi og það er ágætt að nota þann tíma í eitthvað uppbyggilegt. en nú fer ég á kaffibarinn.
see ya!
gestabók
ég er typsí í tölvunni hans steins. ég er alveg á leiðinni að segja ykkur allt og það er sko mikið. en undanfarið er svo óskaplega mikið búið að vera í gangi og hjartað stundum að bresta. ég hef semsagt komist að niðurstöðu og hún er að ég er í ástarsorg og samkvæmt charlotte í sexinu á ég rúma sjö mánuði eftir. það er í lagi og það er ágætt að nota þann tíma í eitthvað uppbyggilegt. en nú fer ég á kaffibarinn.
see ya!
gestabók
laugardagur
ola!
bara að láta vita að ég er enn á lífi og er með öllu flutt í yndisfagra íbúð með henni páku minni. tala við ykkur eftir nokkra daga þegar ég er ekki typsí og búin að koma mér fyrir. það er frá mörgu að segja, sveitaferðin, ástin og lífið.
see ya beibí!
gestabók
bara að láta vita að ég er enn á lífi og er með öllu flutt í yndisfagra íbúð með henni páku minni. tala við ykkur eftir nokkra daga þegar ég er ekki typsí og búin að koma mér fyrir. það er frá mörgu að segja, sveitaferðin, ástin og lífið.
see ya beibí!
gestabók
fimmtudagur
ola!
átti leið fram hjá internetinu og ákvað að kasta á ykkur kveðju. fyrsti dagurinn í sumarfríinu og í gær fékk ég lyklana að grettisgötunni. swing! held þó út á landið eftir 4 tíma eða svo. ég fór í bankann áðan til að greiða einn reikning sem ég hafði gleymt í seinasta mánuði á korktöflunni. upphaflega fékk ég mér þessa korktöflu til að setja reikningana á einmitt svo ég gleymi ekki að greiða þá. það samstarf hefur ekki reynst farsælt. í bankanum var múgur og margmenni því í dag er jú 1. júlí. fyrsti er alþjóðlegur bankadagur. þá tók ég eftir því, því ég er svo athugul ung stúlka að konurnar í bankanum eru allar í afskaplega óþægilegum skóm að mér virðist. ýmist eru það níðþröngir pinnahælar eða eiturheit leðurstígvél. svo mér er spurn... ætli bakveikindi séu ekki yfirgnæfandi atvinnusjúkdómur í starfsgeira bankakvenna? og jafnvel inngrónar táneglur og beinarýrnun í fótum... hvað um það! ég fer þá núna fyrir fullt og allt í nokkra daga til að hugsa minn gang um ástina og lífið.
see ya!
gestabók
átti leið fram hjá internetinu og ákvað að kasta á ykkur kveðju. fyrsti dagurinn í sumarfríinu og í gær fékk ég lyklana að grettisgötunni. swing! held þó út á landið eftir 4 tíma eða svo. ég fór í bankann áðan til að greiða einn reikning sem ég hafði gleymt í seinasta mánuði á korktöflunni. upphaflega fékk ég mér þessa korktöflu til að setja reikningana á einmitt svo ég gleymi ekki að greiða þá. það samstarf hefur ekki reynst farsælt. í bankanum var múgur og margmenni því í dag er jú 1. júlí. fyrsti er alþjóðlegur bankadagur. þá tók ég eftir því, því ég er svo athugul ung stúlka að konurnar í bankanum eru allar í afskaplega óþægilegum skóm að mér virðist. ýmist eru það níðþröngir pinnahælar eða eiturheit leðurstígvél. svo mér er spurn... ætli bakveikindi séu ekki yfirgnæfandi atvinnusjúkdómur í starfsgeira bankakvenna? og jafnvel inngrónar táneglur og beinarýrnun í fótum... hvað um það! ég fer þá núna fyrir fullt og allt í nokkra daga til að hugsa minn gang um ástina og lífið.
see ya!
gestabók
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)