fimmtudagur

the glory days are over... ég hef verið gripinn við iðju mína. þ.e. að hanga á netinu á kostnað einhvers annars. allavega virðist ég ekki komast lengur á netið heima hjá mér og lífi mínu lauk á því augnabliki sem ég komst að því. nú verð ég að gerast heiðvirð og kaupa mér mína eigins nettengingu. æjj, þetta er hræðilegt... þið getið ómögulega ímyndað ykkur angist mína núna.

þriðjudagur

hugmyndafræðin & raunveruleikinn:

sósíalismi: þú átt tvær kýr og gefur nágranna þínum aðra.

kommúnismi: þú átt tvær kýr, stjórnin tekur báðar og gefur þér mjólk.

fasismi: þú átt tvær kýr, stjórnin tekur báðar og selur þér mjólk.

nasismi: þú átt tvær kýr, stjórnin tekur báðar og skýtur þig.

skrifræði: þú átt tvær kýr, stjórnin tekur báðar, skýtur aðra, mjólkar hina og hellir mjólkinni niður.

kapítalismi: þú átt tvær kýr, selur aðra og kaupir þér tarf.

takk fyrir.

mánudagur

komiði marg blessuð og sæl!
hingað suður er ég komin. lenti kl. 11 í morgun og var himinlifandi. ég fæ alltaf mjög mikla heimþrá þegar ég fer í sveitir. og oftast eftir einn dag. ég sakna líka kisanna svo mikið af því að ég er lúnatik kattaeigandi sem fæ kitl í magann af væntumþykju þegar ég hugsa um kisurnar mínar. og svo er bara lang best að vera heima. ég var heldur ekki alveg að gúddera þessa drykkju þarna og allt sem því rugli fylgir. það var samt mjög gaman þarna á ísafirði svona framan af. tónleikarnir byrjuðu allir hálftíma eftir að við lentum á laugardaginn, kl. þrjú og svo stóðu þeir alveg til eitt um nóttina með hverri hljómsveitinni á fætur annarri. og mér og bibberti til ákaflega mikillar ánægju vorum við sett á hótel. í staðinn fyrir bóhem - heimavistina sem við áttum upphaflega að vera á. guð hjálpi mér hvað ég er fegin, því það var non stop partý á heimavistinni alla helgina með freðnum hljómsveitarstrákum. hótelið var frábært og hver elskar ekki að vera á hóteli? það var mini - bar sem m.a.s. var ekki fáránlega dýr, risa rúm sem ég gat legið þver í sem þýðir að það var breiðara en 166 cm., stöð 2 og dásamlegasta sturta sem ég hef á ævinni farið í. ég skipaði bibberti að fá sér svona blöndunartæki þegar hann gengur í sturtumálin sín í "íbúðinni". um leið og við vorum búin að koma dótinu okkar fyrir á hótelinu fékk ég mér bjór af nauðsynlegum ástæðum sem eru: ég var búin að þurfa að taka á loft og lenda tvisvar sinnum sama daginn sem og að þá var mjög mikil ókyrrð í loftinu þegar við vorum að lenda á ísafirði. svona eins og maður væri í rússíbana. það var viðbjóður, sérstaklega af því að ég hafði sofnað í flugvélinni og vaknaði svo með andfælum haldandi að ég væri að fara að deyja. skátar spiluðu fyrstir og ég hafði aldrei áður heyrt í þeim. en þeir komu skemmtilega á óvart, minntu samt dáldið á örlí stuðmenn. þó fannst og finnst mér söngvarinn helst til torkennilegur ungur maður en það er svosum ekkert við það að athuga. og svo kæru herrar mínir og frúr upplifði ég fyrstu írafár tónleikana mína. ég hafði þá ekki rangt fyrir mér eftir allt saman, írafár voru að spila á hátíðinni. örugglega af því að þau eru líka dreyfarar. mér fannst þau allavega ömurlegt og birgitta haukdal er augljóslega með anorexíu eða lystarstol og býr á sólinn því hún er jafn brún og suðusúkkulaði. en þó verð ég að hrósa henni með eitt... hún gitta er fjandi góð að ná upp stemningu, kannski ekki mikil áskorun þegar aðal áheyrendahópurinn er tólf ára g - strengja gangandi smástelpur. restina af hljómsveitunum er ég svo ekki með á hreinu þar sem að áfengisdrykkja virðist þessa dagana slæva minni mitt svo um munar. það er líklega útaf lundarlyftunni. en ég man samt ghostdigital. þeir voru magnaðir! og ég er ekki að segja þetta bara af því að ég er að deita curver. þeir voru frábærir og bara með nýtt efni. teknó og kraftmikið. svo er bara svo flott að horfa á þá alla þarna uppi ásviðinu. og stuttu eftir það fór ég bara upp á fína hótelherbergið að lúlla. ekki mikill djammari... morguninn eftir, páskadag, í gær, vöknuðu svo allir snemma og fóru í morgunmat til vagnssystra í bolungarvík. ég á ekki til orð yfir gestrisninni þeirra. þær elduðu morgunmat fyrir 40 manns sem þær þekktu ekki neitt, spiluðu á píanó og sungu og sögðu gamansögur af bæjarbúum. mér þykir mjög vænt um að hafa upplifað þetta, að hitta svona einlægt og virkilega gott fólk sem gerðu þetta bara af því að þeim finnst svo gaman að fá gesti og eru mjög músíkölsk... aghh... ég nenni eiginlega ekki að skrifa meira. er bara sybbin og fegin að vera komin heim og nú ætla ég bara að horfa á vídjó. jukk! ég trúi ekki að það sé vinna á morgun. ó mæ god hvað ég trúi því ekki.
see ya!

laugardagur

jæja jæja...
nú er flugið til ísafjarðar búið að tefjast um rúma þrjá tíma vegna veðurs og ég er dauðsybbin því við bibbert vöknuðum svo snemma. við fórum að vísu í loftið á réttum tíma í morgun en hálfnuð á áfangastað tilkynnti flugstjórinn okkur að ófært væri á ísafirði og við þyrftum að snúa við aftur til reykjavíkur. ég og bibbi héldum reyndar í fimm mínútur að þetta væri bara snemmbúið aprílgabb eða mugison að fokka í okkur, en því er nú ver og miður að svo var ekki. og eins og það sé ekki nógu streituvaldandi að þurfa að fara einu sinni í loftið og lenda einu sinni fyrir flughrædda eins og mig, heldur þarf ég núna að gera það aftur. þ.e. ef það verður á annað borð flogið í dag. furðulegt, því samkvæmt veðurkortinu er veðrið í reykjavík mun verra en fyrir vestan. kannski verður þetta hátíðin "aldrei fór ég vestur". en það er athugun aftur eftir tíu mínútur og ég er víst sjálfskipaður flugstjóri fyrir ghostdigital. og ég sem hélt að það væri nóg að vera bara grúppía...
see ya!

föstudagur

í nótt dreymdi mig gamla vinkonu úr austurbæjarskóla og jarðskjálfta. ég hræðist fátt meira en jarðskjálfta. mig dreymdi líka margt annað sem ég ætlaði að skrifa um af því að draumar eru svo furðulegt fyrirbæri, en mér tókst ekki að halda þeim í minninu. einn var samt um betu og ég man ekki meir. og svo svaf ég ekki mjög vel þar sem að páka er ósátt við nýja gestinn og lætur í sér heyra. ég er ekki að meina bobby heldur dimmalimm. en eins og hjörtur brósi orðaði það, myndi ég ekki vera fúl ef það kæmi bara allt í einu einhver stelpa hingað heim til mín og færi að róta í öllu mínu án þess að spyrja kóng né prest? júbb. ég yrði brjáluð vægast sagt. en ég man þegar páka kom fyrst, þá var prumpa í fýlu út í allt og alla í næstum þrjár vikur. og ég sleppti því að fara í kræklingatýnsluna til að halda friðinn hérna heima hjá mér í dag.
í dag er "the good friday" eða föstudagurinn langi. annar dagur sem ég er búin að gleyma hvað stendur fyrir. eitthvað með jesú og nagla held ég. eða kross... ég minnist þess samt að hafa í æsku þótt þessi dagur mjög leiðinlegur. það er allt dautt við hann, eða var það a.m.k. í nútímanum er enginn dagur lengur heilagur. það eru örugglega einhverjar sjoppur opnar. og ég er alveg að vera búin með retturnar og ég á ekki krónu með gati og ég er að fara til ísafjarðar á morgun. til gamans má geta þess að ég eyddi seinustu aurunum í rúnstykki og beikonost í gær. mér er ekki viðbjargandi. hvenær verð ég milljónamæringur? þegar ég verð milljónamæringur ætla ég að gefa mömmu minni risa sjónvarp, svona flatskjá sem nær yfir heilan vegg og gsm síma. og ég ætla að gefa pabba, eða manninum sem gegnir þeim titli í mínu lífi, fullkominn fjallajeppa sem hægt er að búa í. og ég ætla að gefa kötu systur eldingarvara fyrir dýr þar sem að það virðist vera svo að öll dýr sem henni þykir vænt um verði fyrir eldingu. og líka nýjan hest. ég myndi gefa bibba úr, fullkomið tímaskyn og upptöku stúdíó. betu myndi ég gefa endalausan sígarettusjálfsala og kynlífsþræl sem gæfi henni súkkulaðihúðuð jarðaber. gulla myndi ég gefa góða konu sem myndi elska hann fyrir snillinginn og öðlinginn sem hann er og síðast en ekki síst myndi ég gefa birtu ótakmarkaðan flugmiða fram og til baka frá köben til íslands svo hún gæti komið þegar hún vildi. ég myndi kaupa kattholt og senda davíð oddson og halldór ásgrímsson í útlegð á kaffi austurstræti. svo myndi ég vingast við bobby fisher og fá hann til að breyta kennitölunni sinni svo hann eigi ekki sama afmælisdag og ég og senda hann í mjög intensíva sálfræði - þerapíu. ég myndi síðan nota restina af peningunum til að kaupa lítið og sætt einbýlishús í vesturbænum, ættleiða kínverskt barn og fá michael moore til að skjóta bush.
see ya!

fimmtudagur

gæti verið að þetta sé ekki bobby fisher heldur í raun og veru bin laden? ha?
í sambandi við þetta með bobby fisher... móa náði að triggera enn meiri reiði hjá mér í garð þessa máls með því að segja að henni fyndist þetta vera mannréttindi. ég er ekki endilega að segja að það sé rangt en eru ekki miklu fleiri meira þurfi fyrir hjálp en bobby fisher? eru ekki hundruðir manna frá stríðshrjáðum löndum sem vilja fá ríkisborgararétt hérna og eiga það kennski frekar "skilið" ef ég má svo að orði komast, en bobby fisher? mig langar mjög mikið til að vita hver ykkar skoðun er á þessu og þangað til að 10 manns hafa skrifað sína skoðun mun þessi færsla standa hér!
ég get gefið ykkur eftirfarandi hluti:

-gamaldags bókaskápur, massíf mubla
-fjólublár stóll, bólstraður með flaueli
-græn kommóða með fimm skúffum
-fallegt og marglitt hengi til að setja í dyragætt
-fjórir stólar
-nokkrar flíkur

vona að þetta komi e - m að gagni....
góðan daginn!
vinna í dag frá 13 - 17 en það er ekki nein angist falin í því. ég mun sitja vaktina í íslenskudeildinni með henni betu minni, eitt sinn kennda við rokk. það held ég að verði áhugavert og skemmtilegt og það verður örugglega mikið hlegið og hlustað á skemmtilega músík.
ég játa hér mistök mín að hafa haldið því fram að hátíðarhaldarar hátíðarinna "aldrei fór ég suður" hefðu bókað írafár. svo er ekki. þessi leiðindarhljómsveit er víst partur af skíðavikunni sem er líka þarna á ísafirði. ég vona bara að ofbeldisstelpan frá firði ísa berji mig ekki eða bíti af mér fingurna fyrir meiðyrði í garð írafárs.
og bobby ansans fisher er í þessum töluðu orðum á leiðinni "heim". mikið er ég glöð að ríkisstjórnin í þessu elsku landi okkar finni sér svona ágætis pet project til að leysa eins og að fá skákmeistara með skapgerðarbresti leystan úr haldi með því að gera hann að íslenskum ríkisborgara. guð forði okkur frá því að eyða orku okkar og peningum í að leysa mikilvægari mál. eins og t.d. að vinna í því að uppræta þetta mikla magn af barnaníðingum sem leynast hér við hvert götuhorn að því er virðist. eða þá kannski að fræða 11 ára börn um endaþarmsmök og afleiðingar þeirra séu þau stunduð á barnsaldri eða þá yfir höfuð og að það sé ekki æskileg aðferð til að komast inn í partý. hvað þá að sjúga tittlinga. nei ó nei! við skulum fá hatandi skákmenn hingað, senda ísjaka til frakklands fyrir 20 milljónir, banna reykingar á öllum stöðum, innleiða valentínusardaginn og leyfa bara barnaníðungunum að sækja börnin okkar á leikskólann. í guðs bænum kæra ísland, einbeitum okkur að "mikilvægu" hlutunum! og ekki nóg með að þessi bobby fisher sé með skapgerðarbresti á háu stigi, ber reyndar alveg virðingu fyrir því enda þjáist ég sjálf af þeim krankleika, heldur hatast hann út í bandaríkjamenn... ókei, ekki svo slæmt en hann hatar líka gyðinga. er það ekki dáldið totally five minutes ago?
see ya og gleðilegan skírdag! ( veit samt í alvöru ekki út á hvað sá dagur gengur, kannski bara niðurtalning í páskaeggjaát og plús það þá fermdist ég á skírdag, ansans helvítis. vildi að ég hefði sleppt þeim heimskupörum )

miðvikudagur

fæddur er lítill prins! halelúja!!! í morgun kl. 6:30 gaut hún bryncí besta vinkona mín litlum dreng og öllum heilsast vel og allir útlimir eru til staðar. og það er mér sérstaklega mikil ánægja að tilkynna ykkur að ég er spámaður því spá mín, þvert á við það sem ansi margir sögðu, var að þetta yrði drengur. og drengur það var. ég er svo hamingjusöm að ég titra og tísti af gleði. lífið getur ekki verið slæmt þegar svona hlutir eiga sér stað alveg rétt hjá manni. ég hlakka alveg óskaplega til að bera prinsinn augum. gluði sé lof fyrir fríið á morgun. allt er yndislegt!
see ya!

klámbókin

þriðjudagur

ola!
þátturinn "taktu til" eða hvað sem hann nú heitir með heiðari snyrti og kærustunni hans hefur náð að toppa allan viðbjóð annan í aulahrolli. hann er m.a.s. svo mikill aulahrollur að hann hrinti "fuck með sirrý" úr toppsætinu um mesta aulahrollinn. þetta er án efa það pínlegasta sem ég hef á ævinni horft á. ég er viss um að ef ég horfi á heilan þátt án þess að skipta þúsund sinnum um stöð í aulahrollskasti muni ég gefa upp öndina í sófanum af viðbjóði og ömurlegheitum. hvernig stendur á því að íslendingar ætla alltaf að reyna að vera eins og kanar? og við lærum ekki af mistökunum! við erum ömurlegar eftirhermur svo lítið sé sagt. þá meina ég eftirhermur hvað varðar að reyna endalaust að "púlla" eitthvað kjánalegt út úr rassgatinu á okkur eins og kanarnir. það er bara tímaspursmál hvenær hinn íslenski jerry springer verður settur á "fjalirnar" fyrir landann. muniði eftir þættinum "fyrirgefðu" sem felix blessaður bergsson var með? er til eitthvað ömurlegra en það? ef það væri "miss universe" í aulahrolli þá myndi sá þáttur vinna.
eftir vinnu í dag, á leiðinni í heimsókn til móu og baunarinnar kviknaði ástin til reykjavíkur sem á hverju vori kviknar í hjarta mér. það er orðið svo hlýtt og yndislegt eitthvað úti. samt ekki svo hlýtt að ég fari úr kápunni en samt nógu hlýtt svo að ég þarf ekki að hlaupa heim og ég horfi í kringum mig. og til að toppa væmnina þá hlusta ég á fuglana syngja sem aldrei fyrr. ég finn hvernig andinn lyftist og mig langar til að gera eitthvað frábært með vinum mínum. en það er líka einhver sorg þarna. einhver pínu leiði. kannski af því að þessi tími minnir mig alltaf á hvernig mér leið einu sinni um sama leiti einhvern tímann áður. kannski af því að þetta er eins og ný byrjun sem þýðir að eitthvað verð ég að kveðja. kannski af því að bráðum munu hlutirnir breytast. eða kannski er það bara af því að eitthvað í sálinni sem er búið að vera innilokað seinustu myrku mánuði er að byrja að brjótast út. kannski eru þetta vaxtaverkir vellíðunarinnar.
ég skilaði inn umsókninni fyrir háskólann á þriðjudaginn fyrir viku og nú er ég bara að bíða eftir formlegu boðskorti frá háskólanum svo ég geti nú farið til lín og sökkt mér dýpra í skuldasúpuna. ég hlakka svo agalega mikið til að byrja í skólanum. en ég er þó náttúrulega að tinnískum sið með bakþanka núna af því að ég er svo hrædd um að klúðra þessu á einhvern hátt. ég hef nefnilega aldrei verið mikill námsmaður. mér fannst viðbjóður að vera í framhaldsskóla. en þegar ég renndi augunum niður eftir einkunnunum mínum úr lhí áður en ég skilaði umsókninni í háskólann varð ég ekki fyrir vonbrigðum. þetta voru kannski engar níur og tíur en það voru sjöur og allnokkrar áttur og gott ef ekki að það hafi bara verið tvær níur þegar öllu var á botninn hvolft. og þá fattaði ég að ég er ekkert slæmur námsmaður. ég þarf bara að hafa áhuga á því sem ég er að gera og blessunarlega er það mikils metin krafa þegar maður er kominn á fullorðinsaldurinn. auk þess sem að einn ákveðinn maður eyddi mjög miklum tíma í að segja mér hvað ég væri léleg í öllu þegar ég var unglingur. það hafði kannski sitt að segja. og ég veit að það er fólk í baghdat sem á meira bágt en ég... en þetta ætla ég að gera vel.
næstu dagar verða góðir... á morgun er eins og föstudagur því að helgin byrjar eiginlega á fimmtudaginn útaf páskunum( ég vona að ég fái páskaegg.... mmmm..... elska súkkulaði....) bryncí á að gjóta á morgun samkvæmt læknum og ég er með fiðrildi í mallanum af spenningi. auk þess er ég spennt að vita hvort spádómsgáfan mín sé enn til staðar um hvort kynið krílið verður. en öllu skiptir þó að allt gangi vel og krílið fæðist heilbrigt með alla útlimi. mest hlakka ég til að sofa í fríinu. elska páskaegg og rúmið mitt.... á fimmtudaginn er ég að vinna stutta vakt og um kvöldið ætla ég kannski að fá mér rauðvínsglas ( ekki fyllerí, bara eitt rauðvínsglas) því ég á tvær flöskur sem ég fékk í afmælisgjöf. á föstudaginn verður aftur á móti mikið fjör því þá ætla ég með þuru og félögum að tína krækling og um kvöldið verður svo slegið upp kræklingaveislu með hvítvíni og tilheyrandi ( gæti endað með fylleríi en það er mitt mál! ) og á laugardaginn liggur leiðin til ísafjarðar á tónlistarhátíðina "aldrei fór ég suður". það tók mig þrjú staðarnöfn og tvær vikur að muna hvert ég væri að fara. svo þessi skrif eru mikið afrek. í viku hélt ég að ég væri að fara til húsavíkur eftir það talaði ég endalaust um seyðisfjörð og olli uppþoti hjá hátíðarhöldurum þegar ég tilkynnti þeim að ég og bibbi værum að fara þangað yfir páskana því bibbi á einmitt að spila á hátíðinni og þess vegna hefði ekki verið gott mál ef hann væri staddur á seyðisfirði á sama tíma og hann ætti að vera að spila á ísafirði. en svona er þetta bara með mig og landafræði... en allavega fljúgum við hjónin í einhverri rellu til ísafjarðar á laugardaginn og komum aftur heim á mánudaginn ef forsjónin lofar. ég dauðkvíði því að fljúga. mér er meinilla við innanlandsflug. seinast þegar ég fann mig í þeim aðstæðum var ég að fljúga frá mývatni með frænku minni henni svanhildi og það var fyrir tæpum tíu árum takk fyrir takk! það var sama dag og elvis dó, sumsé dagsetningin og það var geðveikislegt rok úti. ég man eftir því að sitja í djöfuls rellunni skjálfandi á beinunum og öll samskeyti í vélinni voru teipuð saman. svo hoppuðum við upp og niður og mig langaði ekki til að deyja sama dag og elvis. og mig langar það heldur ekki núna enda engin hætta en ef svo fer þá verður þetta allavega minn dagur. er ekki nóg að bobby fischer, "íslendingurinn" góðkunni stal afmælisdeginum mínum? en ég hlakka til að fara í smá ferðalag með bibba og hlusta á skemmtilegar hljómsveitir og gista á gólfinu hjá einhverjum "in - breed" kotbónda. ég skil bara ekki afhverju í andskotanum hátíðarhaldarar þurftu að troða írafári og gittu haukdal inn í dagskrána. kannski verð ég "hnakki" þegar ég kem heim. heilaþvegin af írafári.
see ya!
gestabók

sunnudagur

ætli ég geti búið til þetta ævintýri?

gestabók

núna er nótt þegar ég skrifa þetta...
að sameina líf sitt annari manneskju er enginn hægðarleikur. engin furða að það sé kallað HÆGÐAR - leikur því það er eintómur kúkur sem því ferli fylgir. og að vera tinna að sameina líf sitt annari manneskju er langt frá því að vera auðvelt. hvernig getur maður lagt traust sitt og tilfinningar á einhvern annan þegar maður tæplega ræður við þessar tilfinningar sjálfur? að endingu hlýtur maður þó að uppskera eitthvað stórfenglegt, eins og fjölskyldu og öryggi og trausta og sanna ást. ég leik mér stundum að því að ímynda mér að á einhverju einu augnabliki í lífinu verði einskonar lokapunktur þar sem að allt verður baðað ljósi og útskýrt og undir hljómi dramatískt sinfoníulag eftir danny elfman. endirinn á bíómyndinni minni þar sem að eftirmálin verði leikur einn og lífið dans á rósum. þetta er einn af eiginleikum þess að vera með of frjótt ímyndunarafl.
ég ákvað að kaupa mér tvo bjóra í dag til að drekka að lokinni vinnu með henni páku minni. ég drakk einn bjór þegar ég kom heim og tók svo ákvörðun um að hætta að drekka. það er til einskis og mér líður ekkert vel af því. það verður samt erfitt, ekki af því að ég get ekki ímyndað mér lífið ódrukkin þrátt fyrir alkahólista blóðið sem rennur mér í æðum heldur af því að ég lifi eins og þið í samfélagi þar sem að það gengur eiginlega bara að vera annað hvort eða í þessum málum. það er hundleiðinlegt að vera eina ódrukkna manneskjan. ekki þykjast. það er það! en ég ætla að reyna. ég er líka oft að hugsa um það hvort að enginn annar finni fyrir þessu nema ég. verður enginn leiður eftir fyllerí nema ég? og er það þess virði að leggja það á sálina tvisvar í viku allavega? það held ég nú síður. en þetta er mitt mál, svo ekki skipta ykkur af þessu. ef þið hittið mig dauðadrukkna og bera að neðan niðri í bæ næstu helgi, þá er það mín ákvörðun.
þegar ég var búin að drekka þennan eina bjór og orðin tipsy af honum, önnur ástæða til að hætta að drekka, ég verð full af einum tappa, ákvað ég að fá mér góðan kvöldverð. mér er nefnilega hætt að lítast á blikuna með þetta lystarleysi og farin að finna fyrir svima og þróttleysi. auk þess sem sumar flíkur eru orðnar grunsamlega víðar. ég allavega skellti í örbylgjuofninn þessum fínu 1944 bjúgum sem ég hafði fest kaup í á leiðinni heim. ég náði að torga hálfu bjúga og tveimur kartöflum þegar ég var orðin svo södd að ég þurfti að leggjast fyrir eins og gamalmenni á sunnudagseftirmiðdegi. og svo steinlá ég næstu þrjá klukkutímana og hingað er ég komin. glaðvakandi og eiturhress. ætli allir séu fullir á barnum?
ég vildi að allt væri ævintýri...

gestabók

laugardagur

jæja!
eftir rúman klukkutíma verð ég í vinnunni. núna hins vegar sit ég á náttfötunum að drekka kaffi og reykja morgunretturnar í fleirtölu. ég er ekki hress og ég svaf mjög illa. ég hata að sofa illa, ekki bara af augljósum ástæðum heldur lifi ég í stöðugum ótta og sannfæringu um að ef það er eitthvað sem getur rænt mann vitinu þá er það svefnleysi. auk þess eyddi ég bróðurpartinum af nóttinni í kvíðakasti yfir framtíðinni. og ég er að fá unglingakýli undir nefið. örugglega af því að í gær tók ég smá stund til að baktala unglinga. the devil knows it´s true....
by!

gestabók

fimmtudagur

jeijj!
dásamlegur afmælisdagur í gær. mæli eindregið með því að allir fari á shanghæ og borði áður en húsið verður rifið af fasistunum. ódýrt og mjög gott. og darling bibbi gaf mér bleika lampann úr frú fiðrildi sem ég er búin að vera að bíða eftir í tvo mánuði og emily strange veski í afmælisgjöf. jess!

gestabók & afmælisóskalisti
1. bleikur mini i - pod
2. flugmiði til kaupmannahafnar
3. brjóstahaldarar
4. heimsfriður
5. ljósmyndabækur
6. síðan frottenáttslopp með hettu
7. föt úr marimekko
8. allt dótið sem ég er búin að taka frá í pennanum en hef aldrei efni á að kaupa

miðvikudagur

í dag á ég afmæli og ég er glöð. ég er 26 ára að ég held. gæti þó verið misskilningur. kannski er ég 27 eða kannski bara 15 ára. ég vona að allir eigi góðan dag í dag. fjær og nær. ég vil líka þakka hirti frjálsa og urði fyrir falleg orð til mín í tilefni dagsins.
see ya!

gestabók & afmælisóskalisti
1. bleikur mini i - pod
2. flugmiði til kaupmannahafnar
3. brjóstahaldarar
4. heimsfriður
5. emily strange veski
6. síðan frottenáttslopp með hettu
7. ljósmyndabækur
8. föt úr marimekko
9. allt dótið sem ég er búin að taka frá í pennanum en hef aldrei efni á að kaupa

þriðjudagur

eftir nokkrar klukkustundir verð ég 26 ára en ekki 27 eins og ég var sannfærð um í dálitla stund í dag. þ.e. þangað til að urður benti mér á staðreyndir málsins. þetta er eins og árið sem ég var 22 ára en hélt allan tímann að ég væri 21. ákaflega furðulegt sindróm og óútskýranlegt með öllu þar sem að það sveiflast í báðar áttir. ýmist of gömul eða of ung... ég vona heitt og innilega að afmælisdagurinn verði góður og það rigni ekki mikið. ef ykkur langar svo kannski í góðmennsku ykkar að óska mér til hamó með amó bendi ég á commentin þar sem að gestabókin er andsetinn af mjög klámfenginni julie xxx.
nágrannar mínir fara óstjórnlega í taugarnar á mér. reyndar ekki unglingarnir lengur. þau hafa að mestu haldið sig á mottunni síðan ég benti þeim góðlátlega á ónæðið sem þeim fylgdi. mér finnast unglingar sérstaklega leiðinlegt fólk. ég fyllist oft æluþörf þegar ég fylgist með þeim útundan mér. en svona var ég einu sinni. hávær með gorgeir. er það reyndar enn, en kannski á annan hátt. en þetta með nágrannana... jú, unglingarnir hafa hagað sér vel fyrir utan einstaka, það sem ég vil kalla "indie-outburst". þá hækkar skyndilega í græjunum þeirra, meira en góðu hófi gegnir og stelpukindin orgar og gargar. skil það ekki. hins vegar eru það kynvilltu nágrannakonurnar mínar sem eru að angra mig núna. ég nota hér kynvilltu í algjöru gamni enda er ég sjálf þekkt fyrir slíkan sóðaskap og mun væntanlega aldrei læknast. en þessar ágætu lesbíur reka gistiheimili í húsinu mínu. ekkert út á það að setja nema bara að mér finnst að þær mættu aðeins vanda sig betur í gestavalinu. það koma t.d. margir túristar og gista hér sem hafa keypt sér svona "dirty weekend" pakka. og nú er einn slíkur hópur hérna í húsinu. það er mikið ónæði í þeim öll kvöld og allar nætur. ég er viss um að þeir séu velskir. tali með ofboðslega óskiljanlegum hreim og gangi um allt nærbuxnalausir. andskotans viðbjóður. þeir virðast gera mikið af því að hlaupa um alla íbúðina öskrandi og hlæjandi. þetta eru kannski einhver velsk drykkjulæti. en þetta pirrar litla þjóðverjann mig undursamlega mikið. ég eyddi t.d. all löngum tíma á internetinu í dag í leit að einhverjum fjölbýlishúsalögum. ég sá fyrir mér einhverjar gloríur þar sem að ég myndi finna þessi fjölbýlishúsalög sem væru öll að sjálfsögðu eins og sköpuð fyrir mig. þá myndi ég prenta þau út, eitt á ensku fyrir gistihúsalesbíurnar til að hafa plastað á gistiheimilisborðinu fyrir gestina að lesa og FARA EFTIR. síðan færi ég sérstaklega ofan í stafina sem segðu fyrir um tímasetningar o.þ.h. með gulum yfirstrikunarpenna. að endingu léti ég þetta svo ofan í alla póstkassana heima og yrði titluð hetja. í fyrsta lagi fann ég engin fjölbýlishúsalög og í öðru lagi myndi ég örugglega ekki þora svona hernaði að fara að láta þetta ofan í póstkassana hjá öllum, hvað þá eftir að vera búin að krota í það með gulum penna. ég þori heldur ekki að banka hjá lebjunum, hef gert það einu sinni og finnst bara að þær ættu að hundskast til að gera eitthvað í málinu sjálfar. ohhhhhh.... ég heyri í þeim núna. ég gæti náttúrulega bara farið niður og lumbrað á þeim. djöfuls velsku graðhestar.
jæja, það stýrir nú ekki góðri lukku að vera að pirra sig svona rétt fyrir háttinn. hafið það gott elskurnar :*

gestabók & afmælisóskalisti
1. bleikur mini i - pod
2. flugmiði til kaupmannahafnar
3. brjóstahaldarar
4. heimsfriður
5. emily strange veski
6. síðan frottenáttslopp með hettu
7. föt úr marimekko
8. ljósmyndabækur
9. allt sem ég er búin að taka frá í pennanum en hef aldrei efni á að kaupa

komiði sæl,
það er óhjákvæmilegt en jafnframt mikið tilhlökkunarefni að á morgun á ég afmæli og verð að öllum líkindum 2og6 ára. ef ekki verði ég fyrir vörubíl í kvöld og dey.

áreiðanleg áhyggjuefni:

ég dett fram fyrir mig og næ ekki að bera fyrir mig hendur og lendi þar af leiðandi á andlitinu og brýt í mér allar tennurnar.

ég er að labba yfir miklubrautina og "out of nowhere" kemur 18 hjóla trukkur og keyrir á mig.

ég mun vera þunglynd að EILÍFU!

ég get ekki átt börn.

ég verð offitusjúklingur.

ég verð áfengissjúklingur.

ég mun aldrei geta verið allsber.

vinir mínir gefast upp á mér.

pabbi minn deyr og ég les um það í blaðinu af því að það gleymdist að láta mig vita.

ég vakna einn morguninn með blettaskalla.

vinir mínir gleyma afmælinu mínu.

það kviknar í og páka brennur inni.

o.s.frv........

áreiðanleg vonbrigði:

það er alltaf vont veður á afmælisdaginn minn.

ég á enga peninga (áreiðanlegustu vonbrigðin af öllum vonbrigðum).

hvaða hvaða. mér finnst mikilvægt að leggja áherslu á að ég ER og mun ALLTAF vera einstaklega dramantísk persóna í þessu lífsins leikriti. ég ýki allt með leikrænum tilburðum og er mjög kaldhæðin. hafið það bara á bakvið eyrað þegar þið veltið fyrir ykkur af hverju í ósköpunum þið elskið mig.
en jú, ég á afmæli á morgun og mér finnst það dásamlegt og í kvöld ætla ég að baka köku fyrir samstarfskonur mínar.
veriði bless... ef þið vaknið í nótt með andfælum kl. 5:41 þá er það af því að heimurinn er að hristast því þá verða akkúrat 26 ár síðan tinna fæddist.
see ya!

gestabók & afmælisóskalisti
1. bleikur mini i - pod
2. flugmiði til kaupmannahafnar
3. brjóstahaldarar
4. heimsfriður
5. emily strange veski
6. síðan frottenáttslopp með hettu