mánudagur
vá!!! heil vika án skrifta... það hefur ekki gerst í háa herrans tíð. ég hef líka ekkert verið með hugann á réttum stað...
en eins og glöggir lesendur og vinir vita erum við hjónin á leið út til amsterdam eld-snemma í fyrramálið í tíu daga rómantíska sumarferð... í 30 stiga hita og ég á eftir að vera úrill og sveitt á efri vörinni allan tímann. grín... það eru allavega fjórir hollendingar búnir að deyja úr hita í sumar og ég vona að ég verði ekki fyrsti túristinn. það er annars allt komið á hreint nema niðurpökkunin en bláa RISA ferðataksan getur hætt að kvelja okkur eftir nokkrar stundir... börnin og húsið komin með fínustu pössunarpíu, hana dóru litlu mína og að skipulögðum tinnískum sið er ég búin að merkja inná kort alla þá staði sem við og ég höfum áhuga á að skoða í amsterdam en ég gerði ekki þegar ég bjó þar. mikið vona ég að allt þarna verði yndislegt... ég get í það minnsta ekki beðið eftir að komast út úr þessu rotnandi hugarástandi sem að reykjavík og elsku ísland stundum hjálpa manni að skapa í huganum. örugglega mest ég samt... mig vantar bara frí frá hversdagsleikanum.
en ég get heldur ekki beðið eftir því að koma heim af því að þá brunum við nánast beint, eins og ég hefi áður nefnt til dalvíkur eða í svarfaðardalinn ljúfa eða til dalvíkur eða bæði til að upplifa fiskidaginn mikla. ég mælist til þess að allir reyni að koma í það fjör... ég ætla allavega að verða geggjað full (og vona að ég þurfi ekki að deyja örlítið daginn eftir útaf þynnku), éta fisk og djamma með erninum mínum og öspinni litlu og restinni sem er engin rest af tengda-klaninu.
það hefur gerst núna í tvær nætur, ekki í röð þó að mig hefur dreymt talsvert af mannaskít... það angrar mann ekkert sérstaklega í draumum að vera umvafinn skít en nú spyr ég... hvar er peningurinn!?!?! eiga ekki svona kúka-draumar að tákna að manni muni brátt áskotnast einhver péníngur? ég gef þessu viku en frjáls framlög eru vel þegin...
en nú lýk ég þessu hér með í bili og kveð ykkur. ég vona að þið hafið það öll gott í fjarveru minni og ekki fara til eyja um verslunarmannahelgina... sá staður er sódómísk útópía og leiðir ekki til neins nema upplifunar á volæði.
fyrir mína hönd, rinnu (the EVIL alterego), míns fagra sjálfs (hin sanna ég) og arnarins míns segi ég: over & out!
p.s. ég drekk te í morgunmat á hverjum morgni og ég HATA... HATA þegar bandið slitnar af tepokanum og ég þarf að veiða hann rennblautan uppúr bollanum og henda honum rennblautum í ruslið.
ég svaf yfir mig í dag. það gerist einu sinni á árþúsundi enda er mér meinilla við það... að hlaupa út, ennþá í svefnrofunum með allt niður um sig er ekki eins og ég kýs best að hefja daginn. það tekur u.þ.b. þrisvar sinnum lengri tíma að vakna í hausnum þegar maður sefur yfir sig en þegar maður vaknar við vekjaraklukkuna. árinn! gott að ég hef engar aðrar kvaðir á bakinu í dag en að sofa meir þegar ég kem heim úr vinnunni.
laugardagur
í dag á hún "mini" mágkona mín, hún björk litla afmæli og pysjan er 16 ára hvorki meira né minna... til hamingju með daginn sæta!
ég get ekki munað hvað ég var að gera á 16 ára afmælinu mínu eða yfir höfuð þegar ég var 16 ára... jú! ég tók samræmdu prófin sem ég náði eftir mikla þrautargöngu, blóð, svita og tár... 5 í stærðfræði og dönsku, 6 í íslensku og 8 í ensku og ég var og er bara nokkuð sátt við það. ég fór til svíðjóðar um sumarið í 2 eða 3 vikur og vann í svona einskonar bæjarvinnu og bjó inná fjölskyldu. þar komst ég að því að sænsk ungmenni eru u.þ.b. fjórum árum á eftir í þroska miðað við okkur... að mínu mati þá. þ.a.l. hékk ég meira með tvítugu heimasætunni en þeirri 16 ára þar sem að hennar þroski var á við 12 ára barn og hegðunin eftir því. ég byrjaði á myndlistabraut í FB um haustið í geggjaðri persónuleika-krísu af því ég vissi ekki hvort ég vildi vera gella eða "gothari" og að endingu varð ég að einhvers konar "fusion" af báðu... um stund allavega. svo varð ég lesbía eða ég hélt ég væri það en það er allt önnur saga og hefur auk þess lítið með útlitið að gera. ég er ekki lesbía lengur eins og margur veit.
en í dag er ég svo þunn að mér er nokk sama um allt í heiminum. eða þannig... það gerðirst það sama og seinast, ég varð bara ÓTRÚLEGA veik. ég er augljóslega orðin gömul...
föstudagur
fimmtudagur
miðvikudagur
maður og hola... þetta heyrði ég í útvarpinu í morgun. "metafóra" fyrir manninn og lífið sagði guðmundur steingrímsson... held það hafi verið hann og mér fannst þetta geysilega fyndið.
nú eru bara 12 dagar þangað til við förum... 12 heilir dagar en aðeins rúmlega það ef maður ætlar að vera smámunasamur. úff hvað það er erfitt að bíða, við erum bæði að deyja og stóra bláa ferðataskan stendur á ganginum og gerir ekkert annað en að kvelja okkur og gera biðina óbærilegri. þegar það verður orðið minna en vika í brottför verður þetta skárra... eða verra.
strákarnir mínir eru að spila á föstudaginn og ég hef ákveðið að ég ætla að verða full, sama hvað það kostar. ég neita að sætta mig við að ég sé bara einfaldlega orðin of gömul fyrir þetta... þ.e. að fara á fyllerí. það getur ekki passað. það gæti reyndar verið að lundarlyftan orsaki þetta lystarleysi á áfengi en gluð hjálpi mér, heim fer ég ekki á föstudagskvöldið fyrr en ég er orðin peð-ölvuð og það þarf að bera mig, ekki fyrr en ég er búin að hrópa að fólki óhróðri og hreytingi, lenda í einum slagsmálum eða svo og láta kasta mér útaf bar. og hana nú! nei... ég hef lítinn áhuga á neinu af þessu nema að verða peð-ölvuð. það er verðugt markmið svona í vikulok held ég... annars hefur mér aldrei verið hent útaf bar ef ég hugsa útí það og aldrei hef ég hrópað óhróðri að fólki í ölæði, ekki nema mér hafi virkilega þótt það eiga það skilið... en ég hef einu sinni lent í slagsmálum og það var bara sóun á dýrmætum tíma og orku. en hann átti það pottþétt skilið...
nú eru bara 12 dagar þangað til við förum... 12 heilir dagar en aðeins rúmlega það ef maður ætlar að vera smámunasamur. úff hvað það er erfitt að bíða, við erum bæði að deyja og stóra bláa ferðataskan stendur á ganginum og gerir ekkert annað en að kvelja okkur og gera biðina óbærilegri. þegar það verður orðið minna en vika í brottför verður þetta skárra... eða verra.
strákarnir mínir eru að spila á föstudaginn og ég hef ákveðið að ég ætla að verða full, sama hvað það kostar. ég neita að sætta mig við að ég sé bara einfaldlega orðin of gömul fyrir þetta... þ.e. að fara á fyllerí. það getur ekki passað. það gæti reyndar verið að lundarlyftan orsaki þetta lystarleysi á áfengi en gluð hjálpi mér, heim fer ég ekki á föstudagskvöldið fyrr en ég er orðin peð-ölvuð og það þarf að bera mig, ekki fyrr en ég er búin að hrópa að fólki óhróðri og hreytingi, lenda í einum slagsmálum eða svo og láta kasta mér útaf bar. og hana nú! nei... ég hef lítinn áhuga á neinu af þessu nema að verða peð-ölvuð. það er verðugt markmið svona í vikulok held ég... annars hefur mér aldrei verið hent útaf bar ef ég hugsa útí það og aldrei hef ég hrópað óhróðri að fólki í ölæði, ekki nema mér hafi virkilega þótt það eiga það skilið... en ég hef einu sinni lent í slagsmálum og það var bara sóun á dýrmætum tíma og orku. en hann átti það pottþétt skilið...
þriðjudagur
ég hef ekkert að segja, aldrei þessu vant. en ég get heldur ómögulega um annað hugsað þessa dagana en utanlandsförina okkar sem er eftir nákvæmlega tvær vikur... eftir nákvæmlega tvær vikur verðum við, ég, tinnbert og örninn minn í amsterdam. þýska blóðið gerir mér þetta enn erfiðara þar sem að ég get ekki látið af því að skoða landakort og ferðahandbækur og ákveða hvað mig langar að sjá og skoða og þ.a.l. skipuleggja. ætla samt að reyna að hafa hemil á mér enda eru þetta heilir tíu dagar og ég vil líka geta slappað vel af og komið endurnærð til frónarinnar að loknu fríi... og svo munum við sjá gay pride þarna úti og ég get ekki beðið eftir því enda hef ég aldrei augum borið það fyrirbæri af einhverjum orsökum. hef alltaf verið að vinna eða eitthvað í þá áttina... blex þá.
mánudagur
dimmalimm í góðum fílíng með erninum mínum... það er skemmst frá því að segja að hún dagaði uppi á sambýli fyrir geðfatlaða fyrir nokkrum vikum, fékk símtal frá stressuðum starfsmanni árla morguns sem sagði mér að hún væri sest að hjá þjáningarsystkinum sínum... og mínum. blessað skinnið hún dimmalimm mín hefur leitað sér hjálparinnar sjálf... svona eigum við nú vel gefna ketti.
föstudagur
æðislegt hjá orkuveitunni að áætla á mann eitthvað vitlaust og senda manni svo bara ótrúlega háan hitaveitureikning einn mánuðinn af því að þau gerðu mistök... helvítis andskotans... hversu miklu geta tvær manneskjur sem vinna báðar úti eytt í heitt vatn á mánuði? árinn!!! og svo skil ég þetta ekki í þokkabót...
mig vantar svo vinnustofu svo ég geti nú farið að mála á ný og safnað uppí eina sýningu eða svo. ef einhver veit um ódýra vinnustofu til leigu þá má sá hinn sami gjarnan láta mig af því vita... það væri vel þegið. mig er farið að klægja í fingurna af listsköpunarþrá og finnst það kjánalegt að láta þessa BA gráðu bara safna ryki í hausnum á mér...
fimmtudagur
miðvikudagur
Hekla Solveig
undarlegt að það séu ekki til neinar bækur á íslensku um reiðistjórnun... fyrir fullorðna þ.e. nóg til af því fyrir börn, sérstaklega ef þau þjást af "tourette" heilkenni með. nú þarf ég að panta mér einhverjar útlenskar bækur um efnið á netinu og ég veit ekkert hvort að þær virki jafnvel á íslendinga með reiðistjórnunarvandamál og þær eiga að virka á bandaríkjamenn með reiðistjórnunarvandamál. það verður víst að koma í ljós... aaaaarrrrrrrggggggg!!!
þriðjudagur
ókei... áreiðanlegar heimildir (gulli) segja mér að það séu heilar þrjár seríur eftir af LOST. ég veit ekki hversu lengi er hægt að teygja lopann en það er greinilega heillengi og þó þetta sé orðin óskaplega mikil froða er spennandi að sjá hvaða vitleysu fólkið þarna fær að lenda í í framtíðinni. ég væri nú svosum alveg til í að daga uppi á eyðieyju... mínus geðveikin sem er í LOST náttúrulega. og hérna í mannheimum líka... það væri fínt að vera bara með erninum mínum, dimmalimm og skaða eldjárn og svo doldið miklu magni af seríósi. það væri indælt. og kannski nokkrum góðum vinum líka... það næsta sem ég kemst þessu held ég er að flytja útí grímsey og það stendur til svona uppúr fimmtugu eða þegar pysjurnar ófæddu verða farnar að heiman.
ég er þjökuð af ákafri bókalöngun þessa dagana og hef komið mér upp dágóðum drauma-eigna bunka á bakvið á "skrifstofunni" minni. ég kenni nýju hillunni um sem sem við keyptum um daginn í IKEA sem b.t.w. er strax orðin full!
ég á inneignarnótu í gyllta kettinum sem ég er að hugsa um að nýta mér í dag á útsölunni. ekki væri verra ef ég rambaði á einhvern fagran kjól fyrir matarboðið mikla hjá dóru litlu næstu helgi... þ.e.a.s. ef að brjóstin á mér geta þá drullast til að passa í einhvern skapaðan hlut. það fylgir því mikið böl að vera ekki feitur en engu að síður með yfirgengilega stóra bobbinga framan á sér... líkaminn passar oft í fagrar flíkur en svo reyni ég að troða þessum "world guiness records" melónum með og þá fer allt í hund og kött... og þetta er ekki skemmtilegt, þvert á við það sem margir halda og þá sérstaklega hitt kynið enda er ég alltaf að bíða eftir því að vera boðuð í brjóstaminnkunina... er reyndar farin að gefa upp von að það verði einhvern tímann að veruleika. ekki nema ég fari bara til mexíkó í þesslags aðgerð eins og ein ágæt vinkona mín gerði eitt sinn...
ef ég ætti eina ósk er ég ekki alveg viss um hvað ég myndi nýta hana í...
kirsuberjaregnhlífadagur... ætli það sé komið haust? vöfflukaffi og buzz með erninum mínum, dóru litlu og gullanum í kveld, tónleikar á fimmtudag og matarboð & drykkjusvall á laugardag. víííííí... góðir dagar og tímar framundan. sætutími...
og fjandinn hafi það ef þessi helvíski þáttur LOST á ekki eftir að valda mér kransæðastíflu af stressi. hvar endar þessi vitleysa... HVAR???
og fjandinn hafi það ef þessi helvíski þáttur LOST á ekki eftir að valda mér kransæðastíflu af stressi. hvar endar þessi vitleysa... HVAR???
mánudagur
á morgun kl. 7:55 eru nákvæmlega þrjár vikur í brottför til amsterdam... ég veit ekki hvort ég lifi biðina af. ég get ekki beðið, ég hlakka svo ótrúlega til og tíminn fram að þessu hefur liðið svo ótrúlega hratt. aldrei þessu vant. og þegar við pöntuðum miðana út voru margir mánuðir í þetta... og nú er þetta alveg að bresta á. ég elska þegar tíminn líður hratt. og ekki nóg með að við fáum heila tíu daga á uppáhalds staðnum heldur brunum við beint norður við lendingu til að vera viðstödd fiskidaginn mikla á dalvík með öspinni litlu og öðrum tengdameðlimum. mmmmmmm... fiskur! ekki oft sem maður fær að bragða það lostæti og svo stutt síðan ég hafði óbeit á honum. undarlegt nokk! eða þegar ég var únglíngur... ég gleymi því stundum að ég er alveg 27 ára! sem er auðvitað ekkert annað en misskilningur af minni hálfu... ekki svo að skilja að ég sé með einhverja aldurs-"komplexa" eins og ég hefi áður nefnt hér. mér finnst óskaplega gaman að eldast... svona að innan allavega, er enn ekki farin að taka eftir neinni hnignun á ytra hylkinu. sem betur fer ætti ég kannski að segja, en það fer varla að gerast strax? mér líður bara svo ungri og það er nú bara ágætt held ég.
HAHAHAHAHAHHAHAHAHAHHAHAHAHAHHAHAHAHAH!!! gleði gleði gleði... ég var að fá svo góðar fréttir að í einni andrá hefur grátbólgin og sorgmædd tilvera mín breyst í sólbjarta og ilmandi tilveru. og ekki þurfti mikið til skal ég segja ykkur... verst bara að geta ekki almennilega deilt með ykkur ástæðum gleðinnar, en það er nú bara fyrir kurteisissakir. en gluð hjálpi mér, þið fáið sko að njóta hennar. gleðinnar. jáhá!!!
jæja... ítaladjöflarnir unnu. og mér fannst æði þegar zidane skallaði ítaladjöfulinn þarna í bringuna... ítalinn hefur örugglega sagt eitthvað niðrandi sem tengist endaþarmsmökum eða eitthvað ljótt um mömmu hans zidane. hann er maður að mínu skapi... maður með mitt skap... hahahahahaha!!!
maður veit hvenær maður hefur náð sér í góðan mann... það er þegar maður sendir hann útí búð eftir dömubindum þar sem að manni er ekki hugað líf sökum blóðmissis og hann kaupir rétt dömubindi. ekki barnableyjur eða sjafnaryndisbindi. það er maður til að halda í held ég...
föstudagur
At Last
At last, when all the summer shine
That warmed life's early hours is past,
Your loving fingers seek for mine
And hold them close—at last—at last!
Not oft the robin comes to build
Its nest upon the leafless bough
By autumn robbed, by winter chilled,—
But you, dear heart, you love me now.
Though there are shadows on my brow
And furrows on my cheek, in truth,—
The marks where Time's remorseless plough
Broke up the blooming sward of Youth,—
Though fled is every girlish grace
Might win or hold a lover's vow,
Despite my sad and faded face,
And darkened heart, you love me now!
I count no more my wasted tears;
They left no echo of their fall;
I mourn no more my lonesome years;
This blessed hour atones for all.
I fear not all that Time or Fate
May bring to burden heart or brow,—
Strong in the love that came so late,
Our souls shall keep it always now!
Elizabeth Akers Allen
At last, when all the summer shine
That warmed life's early hours is past,
Your loving fingers seek for mine
And hold them close—at last—at last!
Not oft the robin comes to build
Its nest upon the leafless bough
By autumn robbed, by winter chilled,—
But you, dear heart, you love me now.
Though there are shadows on my brow
And furrows on my cheek, in truth,—
The marks where Time's remorseless plough
Broke up the blooming sward of Youth,—
Though fled is every girlish grace
Might win or hold a lover's vow,
Despite my sad and faded face,
And darkened heart, you love me now!
I count no more my wasted tears;
They left no echo of their fall;
I mourn no more my lonesome years;
This blessed hour atones for all.
I fear not all that Time or Fate
May bring to burden heart or brow,—
Strong in the love that came so late,
Our souls shall keep it always now!
Elizabeth Akers Allen
fimmtudagur
miðvikudagur
þriðjudagur
þá er útséð með það... bræður mínir þjóðverjarnir komust ekki áfram í HM, eru dottnir út. eða dottnir úr kapphlaupinu að heimsmeistaratitlinum í knattspyrnu. hverjum á ég nú að halda með? ég hugsa frakkland...
ásamt tvöföldu sænginni og rúmfötunum sem heita eftir fyrrverandi kærastanum mínum sem við keyptum í IKEA í gær fékk fátt eitt og annað einnig að fljóta með ofaní innkaupakörfuna... þannig vill það oft fara þegar maður(ég) fer í IKEA. við keyptum sumsé líka bókahillu þar sem að ég þjáist af þeirri leiðindar-fíkn (ég er eins og alkahólisti sem vinnur í ríkinu. þ.e. ég vinn í bókabúð) að þurfa stöðugt að vera að kaupa mér nýjar bækur. hvort séu það skáldsögur, ljósmynda- og innanhúshönnunarbækur, teiknimyndasögur eða einhverjar fræðibækur þá stenst ég ekki mátið. ég ELSKA bækur, ég elska að horfa á þær, fletta þeim og skoða þær. bækur þurfa ekki annað en að vera fallega innbundnar, þá er ég heilluð og ég á fullt af ólesnum og lesnum bókum af öllum stærðum og gerðum sem við höfum reynt að finna stað hérna í litlu holunni okkar útum allar trissur... sem jafnframt er einstaklega huggu- og hlýleg, altsvo holan. því var ekki lengur hjá því komist að kaupa hillu undir fallegu bækurnar mínar. þetta er bara einhver ódýr IKEA hilla, 2000 krónur og svo keyptum við grænt vinnuvélalakk til að lakka hana með til að hún falli enn frekar að okkar stíl... há-glans og girnilegt eins og dropi á laufblaði. ég lakka hana næst þegar ég á frí. svo keyptum við skóhillu á 800 krónur. hún verður líka lökkuð græn... eða gul, það fer eftir því hversu drjúgt lakkið er í dollunni. fallega dökkbrúna bast-mottu eða úr einhverjum svona hálmi til að hafa á ganginum í forstofunni og eitthvert svona gúmmí sem maður lætur undir mottur svo maður renni ekki á þeim og mjaðmagrindarbrotni. en rúsínan í pylsuendanum er svo lampi sem ég er búin að girnast og láta mig dagdreyma um í marga mánuði. hann kostaði 700 krónur og er algert augnayndi. ég læt fylgja með mynd af honum... loksins loksins eigum við smá peninga til að eyða í okkur... eða heimilið... er það ekki það sama hvort eð er?
en nú læt ég af eyðslu-gorti mínu, nú verður ekki krónu eytt fyrr en í amsterdam.
til hamingju með daginn bandaríkjamenn... þeir ykkar sem stíga eitthvað í vitið. verður maður ekki að horfa á independence day í kvöld af gefnu tilefni?
annars keyptum við okkur tvöfalda sæng í gær í IKEA og ég svaf eins og engill undir henni í alla nótt og væntanlega örninn minn líka, allvega var hann rotaður undir henni þegar ég kvaddi fyrir vinnu. ég er farin að halda að það hafi bara verið eitthvað slæmt karma í þeirri gömlu... og þar sem að við vorum að kaupa okkur svona fullorðins sæng þurftum við náttúrulega líka að festa kaup í rúmfötum utan um gripinn og við fundum tvö á viðráðanlegu verði og ansi hreint falleg og blómum skreytt. annað ber m.a.s. hið skemmtilega nafn BIBBI, það fannst mér geysilega fyndið og ég vona að hann bibbi minn kunni líka að meta grínið í því.
ég er með eitthvert andskotans kvef í dag.
laugardagur
vakna klukkan hálf 7 og get ekki sofið. andvökur einkenna þessa viku...
þetta er 8 ára "dóttir" okkar í uganda (afsakið myndgæðin, myndavélin í símanum býður ekki uppá betra...), fengum bréf frá henni á miðvikudaginn með myndum sem hún teiknaði handa okkur og fallegt bréf á slæmri ensku þar sem hún þakkaði okkur hjálpina. ég fer alltaf að skæla þegar það koma bréf frá henni, maður er svo mikill hræsnari og ég vorkenni henni, get ekki að því gert. en það er gott að vita til þess að þessi litla upphæð sem við greiðum á mánuði hjálpi henni til að fá þá menntun, næringu og heilbrigðisþjónustu sem hún þarf til að lifa mannsæmandi lífi. ef mannsæmandi skyldi kalla... og á meðan bryður maður ritter sportið sitt og glápir á fjölvarpið. ég ætla að senda henni pakka í næstu viku, veit bara ekki alveg hvað það á að vera... kannski einhver leikföng. það væri gaman að gefa henni einhver föt og svo er náttúrulega "klassíker" að senda íslenskt sælgæti, ég veit samt ekki hvort það stýri góðri lukku í augum trúboðanna. ég gæti sent henni einhverja bók með fallegum myndum frá íslandi... bara eitthvað sem að myndi gleðja hana.
á fimmtudaginn dó svo maður sem ég hef þekkt alla ævi. ég var nú kannski ekkert sérstaklega nákomin honum en á sínum tíma eyddi ég talsverðum hluta af æsku minni sem heimagangur hjá honum, konunni hans og börnunum þeirra og konan hans varð svona eins og önnur mamma mín og börnin þeirra systkini mín. gott ef ég og mamma bjuggum ekki um stund hjá þeim... ég tók fráfall hans nær mér en ég átti von á, sérstaklega í ljósi þess að hann dó úr andstyggilegum sjúkdómi og í mínum huga á fólk ekki að deyja úr sjúkdómum fyrir aldur fram, eða þá nokkurn tímann. það er bara alltaf svo leitt þegar fólk deyr sem maður þekkir en svona er þetta víst og í öllu óumflýjanlegt, við fáum engu um það ráðið. ég votta fjölskyldunni hans alla mína dýpstu samúð...
um næstu helgi er stefnt á norðurför í aspardalinn í andlega upplífgun... ekki veitir af. rauðvín, ostar og huggulegheit í miðnætursólinni. ef það verður þá sól... hvar er sumarið? og svo er amsterdam eftir nákvæmlega mánuð og við erum byrjuð að huga að sparnaði til að eyðsla okkar geti náð hámarki í borg gleðinnar eins og ég kýs að kalla amsterdam. ef ég mætti búa hvar sem er í heiminum, kysi ég að búa í amsterdam. kannski maður bara flytji þangað...
það er ansi fjarlægt að ég hafi einhvern áhuga á að tjá mig um tilfinningalífið núna af ótta við einhverjar fáránlegar "blammeringar" frá ógæfukonum í gestabókinni. maður verður feiminn við að vera hreinskilinn og tjáningaríkur þegar fólk tekur það sem maður segir úr samhengi og snýr gegn manni og yfir höfuð hefur engan skilning á aðstæðunum. ég get ekki með góðu móti tjáð mig í þannig umhverfi o.þ.l. er búið að "skemma" þessa dagbók fyrir mér.
lifið heil um helgina, ég verð í dvala...
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)