þriðjudagur
það eru 9 dagar í afmælið mitt, dagurinn í dag ekki meðtalinn og fiðrildin eru farin að flögra um í mallakút... mikið er ég þakklát fyrir afmæli og mikið er ég þakklát fyrir að eiga afmæli svona snemma á árinu, ætli ég verði ekki að gefa mömmu og pabba kredit fyrir það. ég veit ekki hvað það er en ég bara elska að eiga afmæli, elska það! og svo er ég að verða 28 ára sem er geggjað kreisí og ótrúlegt og hlægir mig og undrar í senn. merkilegt að vera svona fullorðin í tölum en líða samt alls ekki þannig. þó ég finni samt fyrir miklum hugarfarsbreytingum frá ári til árs og þegar ég lít til baka, bara um nokkur ár sé ég hve mikið ég hef breyst til batnaðar. ekki það að ég sé neitt orðin gallalaus, ég efast nú um að nokkur sé fær um að vera það en það er gott að vera meðvituð um þessar breytingar, þær færa mér byr undir báða vængi og fá mig til að langa til að bæta mig enn frekar. eníveis... hér eru nokkur störf sem mig dreymir um að gera að mínum:
slökkviliðsmaður
uppistandari
rithöfundur
píanóleikari
plötusnúður, helst í kringlunni
dýragarðsstarfsmaður/kona
heimspekingur
opinber ræðumaður/kona
listamaður/kona
prestur
djass- og blússöngkona
fótboltakappi
... það eru örugglega nokkur önnur störf í viðbót sem ég hef áhuga á en ég nenni ekki að hanga hérna lengur. uppröðun starfanna endurspeglar á engan hátt löngun mína til að vinna þau, þetta er handahófskennt.
sunnudagur
laugardagur
tinnbert
ég vaknaði. með yfirgengilegt lungnakvef, svo mikla vöðvabólgu að verkurinn leiðir niður báða handleggina, magakveisu og þegar ég stóð uppúr rúminu byrjaði ég á túr og nú er ég með agalega túrverki. ég ætla að liggja í hýði um helgina. hafið það gott. afhverju er ekki rigning úti?
föstudagur
klám(ráð)stefna bænda
ég skil eiginlega báðar hliðar hvað varðar þessa klámráðstefnu sem halda átti í bændahöllinni en er nú búið að blása af. mér er nokk sama þó einhverjar klámmyndastjörnur og áhugafólk um klám vilji koma hingað til að halda ráðstefnur, svo framarlega sem þau elti ekki uppi einhverjar reykvískar únglíngsstelpur í tilvistarkreppum eða brjóti ekki okkar lög (sem eru reyndar ekki uppá marga fiska ef útí það er farið). mér finnast klámmyndir ágætar uppað vissu marki og á m.a.s. nokkrar í mínum fórum sem ég "glugga" í endrum og eins þegar svo ber við. það skal enginn segja mér að allar þessar skapaháralausu konur með gapandi anusana af endaþarmsmökum séu neyddar í þetta með valdi. ekki frekar en að allir sem tóku þátt í byrgisorgíunum séu orðnir hálfvitar af eiturlyfjaneyslu og geti því ómögulega spornað við rangri framkomu á sinn hlut. en það er auðvitað með þetta einsog ALLT, það er alltaf eitthvað rotið allsstaðar, ekki bara í byrginu eða í klámheimum heldur á allri jarðskorpunni. en að gera þvílíkt mál úr þessari ráðstefnu einsog frægt er orðið er ekkert nema leit að blóraböggli fyrir allt sem er hér að fyrir. það einasta sem mér fannst að hefði mátt breyta var að halda þetta ekki á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, mér finnst allt í lagi að sýna konum virðingu þó að það þurfi ekki allir að standa volandi undir húsvegg yfir þessu. en það er svosum bara mín skoðun...
fimmtudagur
þá eru mjög stressmiklir dagar í vinnunni loksins að baki og við kláruðum baunasúpuna í gærkveldi.
við ákváðum að kaupa saltkétið í kjötborði að þessu sinni þar sem að pokarnir sem fást í bónus eru allir fyrir sjö manna fjölskyldur og við erum barnlaus og borðum bæði einsog fuglar. þannig komumst við að því að það er þrisvar sinnum dýrara að kaupa tvo valda bita í kjötborði en einn poka í bónus fyrir stórfjölskyldu. ég vildi bara að allir vissu af þessu... auk þess fékk mjög exotíska baunasúpu í vinnunni með lárviðarlaufum og kryddum. ég verð að viðurkenna að ég kann betur við þær á einfalda mátann, bara saltaðar.
og ég var klædd upp sem sjúklingur í gær, öskudag. mér fannst það viðeigandi í ljósi þess að ég hef verið veik m.o.m. síðan ég byrjaði að vinna á hagaborg einsog minnst var á í seinustu færslu. ágætt að viðhalda bara því þema og því mætti ég úfin og ógreidd til vinnu í gær í náttfötum og slopp. öspin var sjóræningi.
við fórum og hlustuðum á ösp syngja í skólanum sínum á þriðjudagskvöld. á einum tímapunkti helltist yfir mig gleði yfir því hve menningarleg ég væri en svo mundi ég að það gerist bara á aldarfresti eða svo. en öspin söng einsog engill, ekki við öðru að búast og var í engu síðri, ef ekki betri en lengra komnir samnemendur hennar.
ég hef ekki yfir neinu að kvarta, lífið er enn ansi hreint gott nema að ég er alveg óskaplega uppgefin, þó á góðan máta.
maturinn minn er liðinn...
við ákváðum að kaupa saltkétið í kjötborði að þessu sinni þar sem að pokarnir sem fást í bónus eru allir fyrir sjö manna fjölskyldur og við erum barnlaus og borðum bæði einsog fuglar. þannig komumst við að því að það er þrisvar sinnum dýrara að kaupa tvo valda bita í kjötborði en einn poka í bónus fyrir stórfjölskyldu. ég vildi bara að allir vissu af þessu... auk þess fékk mjög exotíska baunasúpu í vinnunni með lárviðarlaufum og kryddum. ég verð að viðurkenna að ég kann betur við þær á einfalda mátann, bara saltaðar.
og ég var klædd upp sem sjúklingur í gær, öskudag. mér fannst það viðeigandi í ljósi þess að ég hef verið veik m.o.m. síðan ég byrjaði að vinna á hagaborg einsog minnst var á í seinustu færslu. ágætt að viðhalda bara því þema og því mætti ég úfin og ógreidd til vinnu í gær í náttfötum og slopp. öspin var sjóræningi.
við fórum og hlustuðum á ösp syngja í skólanum sínum á þriðjudagskvöld. á einum tímapunkti helltist yfir mig gleði yfir því hve menningarleg ég væri en svo mundi ég að það gerist bara á aldarfresti eða svo. en öspin söng einsog engill, ekki við öðru að búast og var í engu síðri, ef ekki betri en lengra komnir samnemendur hennar.
ég hef ekki yfir neinu að kvarta, lífið er enn ansi hreint gott nema að ég er alveg óskaplega uppgefin, þó á góðan máta.
maturinn minn er liðinn...
mánudagur
sæl!
ég lýg því ekki en ég er aftur orðin kvefuð! þetta er held ég í fjórða skiptið síðan ég byrjaði á hagaborg í október... merkilegt! ég er ekkert veik samt, bara óskaplega kvefuð. það er greinilega satt sem ég hef heyrt með að maður sé m.o.m. veikur fyrsta árið í vinnu á leikskóla en eftir það öðlast maður hins vegar ofur-ónæmiskerfi að sumra sögn. ég bíð í ofvæni...
en nú er alveg einstaklega góð helgi að baki, og ég held bara sú besta í langan tíma fyrir utan þorrabölvið. föstudagskveld fór í almenn rólegheit hjá mér og erninum mínum með smá tipsínessi í formi jarðaberjafreyðivíns. á laugardag gerðist ég svo sósíal en það er á stefnuskránni að taka mig aðeins á í félagslyndinu, ég kann því bara svo vel að vera ein að stundum gleymi ég mér þannig í marga mánuði. ég ætla samt ekki að ana að neinu þannig ekki fara að kasta að mér heimboðum og djammferðum í gluðs bænum, það færi alveg með viðkvæmu sálina í mér.
þar sem ég og öspin ljúfa vorum báðar risnar úr rekkju langt fyrir hádegi á laugardag skelltum við okkur á kaffihúsið 10 dropa þar sem ég mælti mér mót við vísitölufjölskylduna, fyrrum mág minn sem ég óska hér með til lukku með yfir þrítugt afmælið í gær, "systur" mína hana móu og börnin þeirra tvö... að hugsa sér, þetta er bara allt að bresta á, fullorðinsárin og allt sem því fylgir... merkilegt, ég er FULLORÐIN. það er óneitanlega farið að kitla mig að eignast kríli en óttinn við það er hins vegar enn í miklum yfirburðum svo ég sit á mér að sinni... erninum mínum líklega til mikils léttis. en það var dásamlegt að hitta litlu fjölskylduna, eitt af því besta við að hafa verið með bibba var að kynnast þeim. ég met þau svo mikils í hjartanu...
eftir kaffihús og ríkiskaup fórum við bakkabræður, ég, örninn og öspin í kringluna og versluðum dýrindis krydd-marinerað lambakjöt og allt sem lítilli veislu tilheyrir því mig lengdi eftir góðum helgarmat einsog var alltaf þegar maður var lítill. úr varð svo þessi mini-veisla og í hópinn bættist þrándur brósi og sátum við svo fjögur við litla tveggja manna eldúsborðið okkar og gæddum okkur á kræsingunum og skoluðum niður með öli... gott er í góðra vina hópi að vera, ég veit fátt betra. aðal aðdráttaraflið við kvöldið var samt náttúrulega söngvakeppnin sem ég neyddi alla til að horfa á, ég held samt að þau hafi viljað það... ég hélt með heiðu af því að hún er svo indæl stúlka þó mér hafi reyndar ekki fundist lagið hennar það besta... ég vona að ég særi þig ekki heiða mín en ég vil frekar vera hreinskilin en lygari. það þýðir þó ekki að mér hafi fundist lagið slæmt eða síst, þvert á móti, ég fékk það m.a.s. á heilann eftir að ég heyrði það fyrst. og svo hélt ég náttúrlega með mr. cool, eiríki haukssyni og auðvitað vann hann! mikið helvíti var ég ánægð með það og ég veit um tvær sem eru alveg jafn ánægðar með það og ég... dásamlega eineista rauðhærða rokkstjörnu ædol! sumsé... heiða og eiki fengu mín atkvæði. við urðum tipsí og öspin rorraði heim til sín þegar ég var dottuð... ég held mér hafi tekist að tóra til miðnættis.
og svo kom konudagurinn og ég fékk það sem allar konur eiga að fá þann dag frá góðum eiginmönnum... og ekki orð um það meir! plús sælgæti, dvd myndir, óhollan mat og sunnudagshangs uppí rúmi. ég lifi lífi sem líkist súkkulaðihjúpuðu kirsuberi... mikil synd að ég skuli vera þunglyndissjúklingur.
í gær var ég í sturtu að raka óæskileg hár að mínu mati af líkamanum. það endaði ekki betur en svo að ég rakaði smá stykki úr puttanum á mér með þeim afleiðingum að það fór að blæða sem leiddi til þess að mig fór að svima alveg hroðalega og þurfti að endingu að kalla á örninn minn til að búa um sárið utanfrá sturtuklefanum þar sem ég sat í keng á sturtubotninum, grá í framan undir bununni. ég er eitthvað farin að þola blóð verr en ég gerði... mér hefur reyndar aldrei verið vel við það en svona dramatík er nú óþarfi finnst mér.
litli uppáhalds frændi á afmæli í dag, bolludag. til hamingju með daginn litla bolla!!!
það koma eitthvað fyrir fótinn á skaða, ég hef ekki hugmynd um hvað og nú haltrar hún útum allt og ég er að fá magasár af áhyggjum. æjh!
ég lýg því ekki en ég er aftur orðin kvefuð! þetta er held ég í fjórða skiptið síðan ég byrjaði á hagaborg í október... merkilegt! ég er ekkert veik samt, bara óskaplega kvefuð. það er greinilega satt sem ég hef heyrt með að maður sé m.o.m. veikur fyrsta árið í vinnu á leikskóla en eftir það öðlast maður hins vegar ofur-ónæmiskerfi að sumra sögn. ég bíð í ofvæni...
en nú er alveg einstaklega góð helgi að baki, og ég held bara sú besta í langan tíma fyrir utan þorrabölvið. föstudagskveld fór í almenn rólegheit hjá mér og erninum mínum með smá tipsínessi í formi jarðaberjafreyðivíns. á laugardag gerðist ég svo sósíal en það er á stefnuskránni að taka mig aðeins á í félagslyndinu, ég kann því bara svo vel að vera ein að stundum gleymi ég mér þannig í marga mánuði. ég ætla samt ekki að ana að neinu þannig ekki fara að kasta að mér heimboðum og djammferðum í gluðs bænum, það færi alveg með viðkvæmu sálina í mér.
þar sem ég og öspin ljúfa vorum báðar risnar úr rekkju langt fyrir hádegi á laugardag skelltum við okkur á kaffihúsið 10 dropa þar sem ég mælti mér mót við vísitölufjölskylduna, fyrrum mág minn sem ég óska hér með til lukku með yfir þrítugt afmælið í gær, "systur" mína hana móu og börnin þeirra tvö... að hugsa sér, þetta er bara allt að bresta á, fullorðinsárin og allt sem því fylgir... merkilegt, ég er FULLORÐIN. það er óneitanlega farið að kitla mig að eignast kríli en óttinn við það er hins vegar enn í miklum yfirburðum svo ég sit á mér að sinni... erninum mínum líklega til mikils léttis. en það var dásamlegt að hitta litlu fjölskylduna, eitt af því besta við að hafa verið með bibba var að kynnast þeim. ég met þau svo mikils í hjartanu...
eftir kaffihús og ríkiskaup fórum við bakkabræður, ég, örninn og öspin í kringluna og versluðum dýrindis krydd-marinerað lambakjöt og allt sem lítilli veislu tilheyrir því mig lengdi eftir góðum helgarmat einsog var alltaf þegar maður var lítill. úr varð svo þessi mini-veisla og í hópinn bættist þrándur brósi og sátum við svo fjögur við litla tveggja manna eldúsborðið okkar og gæddum okkur á kræsingunum og skoluðum niður með öli... gott er í góðra vina hópi að vera, ég veit fátt betra. aðal aðdráttaraflið við kvöldið var samt náttúrulega söngvakeppnin sem ég neyddi alla til að horfa á, ég held samt að þau hafi viljað það... ég hélt með heiðu af því að hún er svo indæl stúlka þó mér hafi reyndar ekki fundist lagið hennar það besta... ég vona að ég særi þig ekki heiða mín en ég vil frekar vera hreinskilin en lygari. það þýðir þó ekki að mér hafi fundist lagið slæmt eða síst, þvert á móti, ég fékk það m.a.s. á heilann eftir að ég heyrði það fyrst. og svo hélt ég náttúrlega með mr. cool, eiríki haukssyni og auðvitað vann hann! mikið helvíti var ég ánægð með það og ég veit um tvær sem eru alveg jafn ánægðar með það og ég... dásamlega eineista rauðhærða rokkstjörnu ædol! sumsé... heiða og eiki fengu mín atkvæði. við urðum tipsí og öspin rorraði heim til sín þegar ég var dottuð... ég held mér hafi tekist að tóra til miðnættis.
og svo kom konudagurinn og ég fékk það sem allar konur eiga að fá þann dag frá góðum eiginmönnum... og ekki orð um það meir! plús sælgæti, dvd myndir, óhollan mat og sunnudagshangs uppí rúmi. ég lifi lífi sem líkist súkkulaðihjúpuðu kirsuberi... mikil synd að ég skuli vera þunglyndissjúklingur.
í gær var ég í sturtu að raka óæskileg hár að mínu mati af líkamanum. það endaði ekki betur en svo að ég rakaði smá stykki úr puttanum á mér með þeim afleiðingum að það fór að blæða sem leiddi til þess að mig fór að svima alveg hroðalega og þurfti að endingu að kalla á örninn minn til að búa um sárið utanfrá sturtuklefanum þar sem ég sat í keng á sturtubotninum, grá í framan undir bununni. ég er eitthvað farin að þola blóð verr en ég gerði... mér hefur reyndar aldrei verið vel við það en svona dramatík er nú óþarfi finnst mér.
litli uppáhalds frændi á afmæli í dag, bolludag. til hamingju með daginn litla bolla!!!
það koma eitthvað fyrir fótinn á skaða, ég hef ekki hugmynd um hvað og nú haltrar hún útum allt og ég er að fá magasár af áhyggjum. æjh!
föstudagur
þriðjudagur
súkkulaðið mitt
mig langar doldið í listfræði núna, taka masterinn í því eða þá í kvikmyndafræði í amsterdam og taka master í því... nú svo gæti ég lært til leikskólakennarans og öðlast meiri réttindi og þ.a.l. hærri laun. ég hef svo agalega gaman að þessu starfi mínu og auk þess gæti ég lært það hér heima ef örninn minn ætlar í lhí sem máske stendur til. maður veit ekki sko... ég er doldið jákvæð núna af einhverjum ástæðum, þá hef ég opnari huga fyrir möguleikum mínum í lífinu.
ég fékk alveg óskaplega falleg sms skilaboð frá ástinni minni í dag... mitt í barnakliði pípti síminn. ég ætla nú ekki að gera honum það að birta þau hér, ég held hann yrði bara vandræðalegur, en að einhver skuli hugsa svona um mig, finnast þetta um mig og elska svona mig, það er mér hulin ráðgáta... á slæmum dögum allavega. ég er svo ástfangin að ef ég þekkti ekki sjálfa mig myndi ég gubba í munninn á mér og kyngja því aftur yfir væmninni. þetta er einsog að eiga óendanlegar byrgðir af yndislegasta, silkimjúkasta og besta súkkulaði sem maður hefur á ævinni bragðað... og það vita allir hve ótrúlega gott súkkulaði getur verið.
ég fékk alveg óskaplega falleg sms skilaboð frá ástinni minni í dag... mitt í barnakliði pípti síminn. ég ætla nú ekki að gera honum það að birta þau hér, ég held hann yrði bara vandræðalegur, en að einhver skuli hugsa svona um mig, finnast þetta um mig og elska svona mig, það er mér hulin ráðgáta... á slæmum dögum allavega. ég er svo ástfangin að ef ég þekkti ekki sjálfa mig myndi ég gubba í munninn á mér og kyngja því aftur yfir væmninni. þetta er einsog að eiga óendanlegar byrgðir af yndislegasta, silkimjúkasta og besta súkkulaði sem maður hefur á ævinni bragðað... og það vita allir hve ótrúlega gott súkkulaði getur verið.
laugardagur
mér tókst í dag að sofa óáreitt til rúmlega tíu en það telst til sannkallaðra tíðinda hér á bæ... reyndar lýg ég aðeins þegar ég segi óáreitt því ég vaknaði einhverntímann í nótt til að fá smá kvíða- og áhyggjukast. mér finnst heimurinn erfiður núna og þetta land sem við búum í til háborinnar skammar og gott betur... djöfuls fjandans úrkynjaða land! ég er ekkert þunglynd eða neitt slíkt, reyndar er ég í fremur góðu andlegu jafnvægi þessa dagana og þó ég neiti fyrir það sjálf er ekki ólíklegt að hækkandi sól hafi þar eitthvað um að segja... mér er sama að hvaða niðurstöðu norsku vísindamennirnir komust, skemmdegið og svartur vetur hefur víst eitthvað með lundarfarið að gera. en ég bara skil ekki allan viðbjóðinn sem viðgengst alsstaðar, bæði hér og úti í hinum stóra heimi. ég skil ekki hvaðan þessi illska sem margir virðast þjást af kemur, ég skil alls ekki hvað fær fólk til að fremja slík voðaverk eins og öllum er kunnugt að áttu sér stað þarna í breiðavík og líka í byrginu... og á svo mörgum fleiri stöðum. ég skil þetta bara ekki er það einasta sem ég get sagt... ég skil þetta ekki. hvað kom fyrir okkur og hvernig urðum við svona? reyndar hefur ofbeldi af öllu tagi fylgt okkur frá örófi alda, það virðist vera óumflýgjanlegur galli í fari margra að þurfa að níðast á þeim sem geta sér enga björg veitt. en nú eru aðrir tímar og við erum komin svo óskaplega langt á mörgum sviðum en aðrir hlutir sem svo sannarlega þarf að bæta og laga hafa fengið að sitja óáreittir á hakanaum og ég skil það ekki. afhverju er forgangsröðin svona röng hjá okkur? mér finnst ég sökkva dýpra og dýpra í svartan pitt þegar ég velti þessu fyrir mér, ég fyllist svo mikilli reiði og sorg að ég á erfitt með að draga andann og ég vildi óska að ég væri mannleg ofurhetja sem gæti kippt öllu í liðinn og bjargað þeim sem þarfnast þess. börn... hver finnur það svarthol í sér að vilja vera vondur við börn? ég vildi óska að ég gæti gert eitthvað og bjargað einhverjum.
í gær fórum við í jarðaför af því að einn besti vinur minn og ein besta manneskja sem ég hef hitt var að missa móður sína úr sjúkdómi... það er annað sem ég skil ekki, dauðinn og sjúkdómar. ég skil ekki að fólk þurfi að deyja úr sjúkdómum fyrir aldur fram, fólk sem kann að meta lífið, fólk sem hefur þurft að ganga í gegnum nægilega mikið á lífsleiðinni svo maður héldi að því yrði sýndur griður það sem eftir væri af forsjóninni eða hverju því sem á að vaka yfir okkur. ég er eiginlega alveg komin á þá niðurstöðu að við erum bara ein, það er ekkert eða enginn sem vakir yfir okkur og passar, annars væri ekki allt svona, annars hefði ekki heimurinn þróast á þennan sorglega hátt. svona er þetta bara víst og það er ömurlegt... hörmungar sem af einhverjum ástæðum þurfa að eiga sér stað er ekki útdeilt á milli fólks af sanngirni og aðgát af manni á himnum. ég veit að ég er barnaleg að hugsa svona og það er líklega rétt hjá mér en mikið óskaplega vildi ég að fólk sem á gott skilið fengi það alltaf... ég hef annars óbeit á jarðaförum af skiljanlegum ástæðum, ég hata að fara í þær, sérstaklega þegar sá látni er ungur eða á allavega nóg eftir af hinu vísitölulega lífi samkvæmt árum. ég á erfitt með að sýna sorg í fjölmenni og ef ég finn tárin vera að brjótast fram einsog oft í gær bít ég á jaxlinn eins fast og ég get og þröngva tárunum aftur inn. ég get bara ekki meðtekið svona staðreyndir, að einhver sem á ekki að vera dáin sé það og ég vil ekki hugsa um það. ef ég hugsa ekki um það þá er það kannski ekki... ég held í vonina. ég get verið nasbráð einsog eldur og sina þegar fýkur í mig, en mikið óskaplega er ég barnaleg og viðkvæm þegar kemur að staðreyndum lífsins, ég kuðlast upp og breytist í óvita.
og smá gamansaga í lokin af heimskupörum míns og arnarnins til að létta aðeins stemninguna... við vorum eitthvað að keyra um daginn en fundum þá bæði í skyndingu fyrir óslökkvandi þorsta og leiðin lá í næstu lúgusjoppu þar sem brugðið var á það ráð að kaupa hinn svalandi drykk MIX. ég hef ekki bragðað þann drykk í nokkurn tíma en í minningunni var þetta eitt alsherjar túttí-frúttí partý í munninum frá og með fyrsta sopa samhliða því að tæra upp í manni tanngarðinn, óumflýgjanlegur fylgifiskur. þegar við vorum búin að svala sárasta þorstanum er mér litið í tappann en þar stendur stórum og skýrum upphleyptum stöfum ALCOA... það greip um sig mikil vænisýki í bílnum sem varði það sem eftir lifði af bílferðinni og næstu tvær vikur þar til okkur hugleysingjunum hugkvæmdist að gúggla ALCOA. ég veit ekki alveg hvað við héldum að væri að gerast en maður hefur eiginlega ekkert heyrt nema slæmt um þetta fyrirtæki og sjúkur hugur minn fór að hallast að því að það væri verið að fylgjast með okkur og þaðan af verra... bara af því að það stóð ALCOA í mix-tappanum. við gúgglið kom upp heimasíða fyrirtækisins sem sér um framleiðslu á allskyns áldótaríi en meðal annars líka á umbúðum og neytendavörum... svona er maður nú orðinn klikkaður í og á þessum heimi.
góða helgi.
í gær fórum við í jarðaför af því að einn besti vinur minn og ein besta manneskja sem ég hef hitt var að missa móður sína úr sjúkdómi... það er annað sem ég skil ekki, dauðinn og sjúkdómar. ég skil ekki að fólk þurfi að deyja úr sjúkdómum fyrir aldur fram, fólk sem kann að meta lífið, fólk sem hefur þurft að ganga í gegnum nægilega mikið á lífsleiðinni svo maður héldi að því yrði sýndur griður það sem eftir væri af forsjóninni eða hverju því sem á að vaka yfir okkur. ég er eiginlega alveg komin á þá niðurstöðu að við erum bara ein, það er ekkert eða enginn sem vakir yfir okkur og passar, annars væri ekki allt svona, annars hefði ekki heimurinn þróast á þennan sorglega hátt. svona er þetta bara víst og það er ömurlegt... hörmungar sem af einhverjum ástæðum þurfa að eiga sér stað er ekki útdeilt á milli fólks af sanngirni og aðgát af manni á himnum. ég veit að ég er barnaleg að hugsa svona og það er líklega rétt hjá mér en mikið óskaplega vildi ég að fólk sem á gott skilið fengi það alltaf... ég hef annars óbeit á jarðaförum af skiljanlegum ástæðum, ég hata að fara í þær, sérstaklega þegar sá látni er ungur eða á allavega nóg eftir af hinu vísitölulega lífi samkvæmt árum. ég á erfitt með að sýna sorg í fjölmenni og ef ég finn tárin vera að brjótast fram einsog oft í gær bít ég á jaxlinn eins fast og ég get og þröngva tárunum aftur inn. ég get bara ekki meðtekið svona staðreyndir, að einhver sem á ekki að vera dáin sé það og ég vil ekki hugsa um það. ef ég hugsa ekki um það þá er það kannski ekki... ég held í vonina. ég get verið nasbráð einsog eldur og sina þegar fýkur í mig, en mikið óskaplega er ég barnaleg og viðkvæm þegar kemur að staðreyndum lífsins, ég kuðlast upp og breytist í óvita.
og smá gamansaga í lokin af heimskupörum míns og arnarnins til að létta aðeins stemninguna... við vorum eitthvað að keyra um daginn en fundum þá bæði í skyndingu fyrir óslökkvandi þorsta og leiðin lá í næstu lúgusjoppu þar sem brugðið var á það ráð að kaupa hinn svalandi drykk MIX. ég hef ekki bragðað þann drykk í nokkurn tíma en í minningunni var þetta eitt alsherjar túttí-frúttí partý í munninum frá og með fyrsta sopa samhliða því að tæra upp í manni tanngarðinn, óumflýgjanlegur fylgifiskur. þegar við vorum búin að svala sárasta þorstanum er mér litið í tappann en þar stendur stórum og skýrum upphleyptum stöfum ALCOA... það greip um sig mikil vænisýki í bílnum sem varði það sem eftir lifði af bílferðinni og næstu tvær vikur þar til okkur hugleysingjunum hugkvæmdist að gúggla ALCOA. ég veit ekki alveg hvað við héldum að væri að gerast en maður hefur eiginlega ekkert heyrt nema slæmt um þetta fyrirtæki og sjúkur hugur minn fór að hallast að því að það væri verið að fylgjast með okkur og þaðan af verra... bara af því að það stóð ALCOA í mix-tappanum. við gúgglið kom upp heimasíða fyrirtækisins sem sér um framleiðslu á allskyns áldótaríi en meðal annars líka á umbúðum og neytendavörum... svona er maður nú orðinn klikkaður í og á þessum heimi.
góða helgi.
þriðjudagur
jamm og jæja... já, það var sumsé ansi hreint gaman á þorrablótinu fyrir norðan. það er alltaf svo góður andi þarna og allir svo indælir og ljúfir í manns garð. m.a.s. fyrrum tengdaforeldrar arnarins mikla sem voru þarna, ég átti nú allteins von á einhverjum leiðindum og drama, ég er alltaf svo viðkvæm fyrir því að einhver hafi horn í síðu minni, (konur eru svo óútreiknanlegar og geta verið svo klikkaðar) svona í ljósi alls og liðinna atburða en þetta var hið indælasta og viðkunnalegasta fólk. ekkert nema gott um það að segja... maðurinn með gullhamrana sem ég minntist á í ölvímunni á aðfaranótt sunnudags var líka hressandi þó að í samtali okkar hafi ég meir verið að fylgjast með matarleifunum sem skreyttu tanngarð hans eins og indversk perlufesti. þær ferðuðust útum allt og ég mátti hafa mig alla við að koma mér undan þeim í skothríðum útúr munninum á manngreyinu. en hann talaði svo vel um mig og örninn minn þrátt fyrir að þekkja okkur ekki hætishót svo ég fer ekki að erfa nokkrar harðfisktægjur í andlitinu á mér við hann. ég gleðst yfir því að þetta svarfdælska þorrablót sé nú orðið hluti af lífi okkar og miðað við þá litlu reynslu sem ég hef nú verða þau bara betri og betri með hverju ári... allavega hló ég mun meira nú en í fyrra yfir árlega annnálnum og skemmtiatriðunum þrátt fyrir að þekkja bara til u.þ.b. 5%-a innihaldsins. það kom ekki að sök.
en nú er matartíminn senn á enda og ég á leiðinni út með börnin í óaðlaðandi kraftgalla og snjóþotubrun... ég og öspin litla stöndum þreknar saman í kraftgöllum í kuldanum og ræðum málin. það er svo gaman að vera að vinna með mágkonu sinni sem er líka vinkona manns, það gerir allar vinnur skemmtilegar held ég.
en nú er matartíminn senn á enda og ég á leiðinni út með börnin í óaðlaðandi kraftgalla og snjóþotubrun... ég og öspin litla stöndum þreknar saman í kraftgöllum í kuldanum og ræðum málin. það er svo gaman að vera að vinna með mágkonu sinni sem er líka vinkona manns, það gerir allar vinnur skemmtilegar held ég.
sunnudagur
ég er full á tjörn í svarfaðardal og ég var að koma heim af þorrablóti. mikið finnst mér gaman að og á þessum þorrablótum, skemmtilegt fólk og allt svo skemmtilegt. ég fékk m.a.s. langa ræðu um eigið ágæti, fegurð og stórfengleika frá ónefndum svarfdælingi sem mér skilst að sé þó ekki lengur svarfdælingur... það kemur ekki að sök, hvaða stúlka hefur ekki gaman að smávegis gullhömrum? á þessu augnabliki er flest gott.
föstudagur
þorrabölv
jæja... nú síðar í kveld liggur leið okkar þriggja, mín, aspar og arnarins hins kvartaldargamla norður yfir heiðar í svarfaðardalinn fagra. og ef forsjónin kemur okkur alla leið munum við vera viðstödd eitt ærið þorrablót þeirra svarfdælinga annað kveld... hákarl, brennivín, súrsuð dýrakynfæri og sverðabardagar. ég hlakka til! ég ætla að vera full og stíga dansspor ef mér tekst að vaka framyfir miðnætti.
mér gengur eitthvað illa að læsa blogginu þannig að þeir sem elska að hata að lesa mig og mig verða bara að sýna þolinmæði um sinn eða kroppa úr sér augun með skeið. ég veit nefnilega að það er ómótstæðilegt fyrir marga að koma hingað... híhíhí.
ég bið ykkur annars vel að lifa og góða helgi.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)