hef komist að því að munnur minn er beitt sverð. ég gleymi mér nefnilega stundum og tala of mikið. ekki þá mikið í merkingunni mikið magn heldur tala ég af mér. enn og aftur, ég skil ekki alveg leyndarmál. eða öllu heldur þá hef ég ekki sans fyrir því hvað á að vera leyndarmál og hvað ekki. vissulega þegi ég yfir stórfréttum eða litlum sem mér eru sagðar í trúnaði en stundum þegar mér er sagt eitthvað sem mér finnst vera afskaplega ómerkilegt og ekki er ítrekað við mig að þegja yfir því eru allar líkur á því að ég tali um það við einhvern annan. kannski minnist ég á það hlæjandi í gríni eða bara gleymi því. svo ómerkilegar þykja mér þannig sögur. og maður í einlægni sinni gerir þau heiftarlegu mistök að segja manneskju þessar ómerkilegu upplýsingar af því að ekki hvarflar að manni að nokkrum öðrum geti þótt vert að tala um þetta. en svo er nú aldeilis ekki. fólki tekst að snúa útúr öllu, misskilja, rangtúlka og svo andskotast til að blaðra sinni útgáfu út um allt. sumt fólk virðist njóta sín best þegar það hefur sögur sem eru 1/5 upprunalega sagan til að segja öðrum. þetta fólk á svo ömurlegt líf og bera heitið slúðrarar. ótrúlegt að maður geti ekki í sakleysi sínu rætt málefni líðandi stundar án þess að svona pöddur geri leiðindi úr því.
þegar ég kom heim í gær úr lítilli kaffihúsaferð með þorra og þrándi gekk ég í breytingar inni í svefnherbergi. ég er tilbúin til að reyna allt til að losna við myrkfælnina. ég snéri öllu svefnherberginu við og færði rúmið um set. en þegar öllu var á botninn hvolft var þetta svo hundljótt að ég skal þola hvaða illu öfl sem sveima þarna um herbergið mitt frekar en að horfa á þessa sjónmengun. að endingu svaf ég bara með kveikt á litla hjartalampanum sem bibbert gaf mér eitt sinn. það var líka sérdeilis rómantísk og rauð birta í herberginu mínu í alla nótt. nú þarf ég bara að fara að ala hana páku upp sem heldur fyrir mér vöku hálfa nóttina með óþekkt. ef það eru ekki draugarnir þá eru það börnin...
jæja jæja. það lítur út fyrir að illgresi sé komið með húsnæði. jibbííííí!
ég vil líka tileinka blogg dagsins rúnari sem er kærasti birtu besta skinns. hann vann nefnilega verðlaunin fyrir bestu heimildarmyndina á nordisk panorama í gær. til lykke ranúr! hann lengi lifi, húrra húrra húrrrrrrrraaaaaaa!
see ya!
miðvikudagur
þriðjudagur
ég er alveg ofboðslega þreytt í dag. mig langar alveg ofboðslega að fara heim eftir vinnu að sofa. þegar ég hef snúið rúminu mínu...
á sunnudaginn eftir vinnu fór ég lallandi heim. klukkan var alveg að verða hálf 23 og ég hugði mér gott til glóðarinnir að kúra undir teppi með kvöldrettunni. kannski kíkja á einhverja skandinavíska kvikmynd á rúv eins og hjá þeim rúvverjum tíðkast að sýna á sunudagskvöldum. en þá var bara þessi fjárans kvikmynd, bowling for columbine í sjónvarpinu. ekki að það sé ekki framúrskarandi heimildarmynd sem sýnir manninn eins og hann er heldur var ég augljóslega búin að gleyma áhrifunum sem hún hafði á mig þegar ég sá hana í bíó á sínum tíma. og djöfullinn hafi það! eftir smástund var mér farið að líða óskaplega illa. ég ákvað að láta staðar numið og fara bara að sofa enda tárin byrjuð að leka. en ég bara gat ekki slitið mig frá og að endingu stóð ég hágrenjandi með tannkremið og tannburstann lekandi úr munnvikunum á mér þegar það var sýnt þar sem piltarnir æða um allan skólann þarna í littleton og skjóta allt og alla. þvílík skelfing. ef það er eitthvað sem lætur mann missa trúna á mannkynið þá er það þessi mynd. ekki tók svo betra við í bólinu og hér á eftir kemur ekki saga um dugleysi mannsins míns. heldur er það þessi bók sem ég er að lesa. og ekki get ég látið hana frá mér frekar en ég gat hætt að horfa á þessa mynd þarna. þetta eru bara hryllilegar frásagnir kvenna sem hafa endað í fangelsi eiginlega eingöngu fyrir tilstuðlan óréttlætis lífsins. æ mig auma... ef það er ekki dramantík í mínu eigins lífi þá leita ég hana bara uppi annarsstaðar. ég hlýt að vera einhversskonar kisti...
muna: fock með sirrý á morgun: fólk með félagsfælni: símafóbía
see ya!
gestabók
á sunnudaginn eftir vinnu fór ég lallandi heim. klukkan var alveg að verða hálf 23 og ég hugði mér gott til glóðarinnir að kúra undir teppi með kvöldrettunni. kannski kíkja á einhverja skandinavíska kvikmynd á rúv eins og hjá þeim rúvverjum tíðkast að sýna á sunudagskvöldum. en þá var bara þessi fjárans kvikmynd, bowling for columbine í sjónvarpinu. ekki að það sé ekki framúrskarandi heimildarmynd sem sýnir manninn eins og hann er heldur var ég augljóslega búin að gleyma áhrifunum sem hún hafði á mig þegar ég sá hana í bíó á sínum tíma. og djöfullinn hafi það! eftir smástund var mér farið að líða óskaplega illa. ég ákvað að láta staðar numið og fara bara að sofa enda tárin byrjuð að leka. en ég bara gat ekki slitið mig frá og að endingu stóð ég hágrenjandi með tannkremið og tannburstann lekandi úr munnvikunum á mér þegar það var sýnt þar sem piltarnir æða um allan skólann þarna í littleton og skjóta allt og alla. þvílík skelfing. ef það er eitthvað sem lætur mann missa trúna á mannkynið þá er það þessi mynd. ekki tók svo betra við í bólinu og hér á eftir kemur ekki saga um dugleysi mannsins míns. heldur er það þessi bók sem ég er að lesa. og ekki get ég látið hana frá mér frekar en ég gat hætt að horfa á þessa mynd þarna. þetta eru bara hryllilegar frásagnir kvenna sem hafa endað í fangelsi eiginlega eingöngu fyrir tilstuðlan óréttlætis lífsins. æ mig auma... ef það er ekki dramantík í mínu eigins lífi þá leita ég hana bara uppi annarsstaðar. ég hlýt að vera einhversskonar kisti...
muna: fock með sirrý á morgun: fólk með félagsfælni: símafóbía
see ya!
gestabók
þetta með myrkfælnina er alls ekki lengur fyndið. ég þurfti að sofa með ljós í nótt ég var svo hrædd. og hjartað ætlar útúr líkamanum þegar ég slekk ljósið og pakka mér inn í sængina í hræðslukasti. samstarfskona mælti með því að færa rúmið og það hyggst ég gera að lokinni vinnu í dag. vona að það virki.
annars er stóra systir að fara til tyrklands. ég vona að hún verði ekki rotuð, rúllað inn í stórt tyrkneskt flókateppi og stolið úr henni nýrunum. maður fer aldrei of varlega í evrópu.
tinnbert.
gestabók
annars er stóra systir að fara til tyrklands. ég vona að hún verði ekki rotuð, rúllað inn í stórt tyrkneskt flókateppi og stolið úr henni nýrunum. maður fer aldrei of varlega í evrópu.
tinnbert.
gestabók
mánudagur
jæja jæja... ég ætlaði í bankann í hádeginu en hætti við af ótta. nógu mikill raunveruleiki á mánudegi að fara í mat til mömmu í kvöld. ég stefni á að gera tvo hluti í þessari viku og ég skal gera þá. númer eitt að fara í bankann og númer tvö að fara með kápuna mína í styttingu.
gestabók
gestabók
yndislegur morgunn fyrir utan að það er mánudagur. eftir tvo daga verður þó eins og það hafi aldrei verið... loftið er svo gott og ég uppgötvaði í morgun í morgunsturtunni að fuglarnir syngja annað lag á haustin en þeir gera á vorin og sumrin. takiði eftir því næst þegar þið heyrið í þeim... en það er kannski bara eitthvað sem allir vita og ég svona upprifin í barndómi mínum. það er allt svona krispí úti og það er eins og allt sé skýrara. ætli gleraugnanotkun minnki á haustin? ég elska það og mér finnst næstum eins og að ég ætti að mæta í skóla frekar en að fara að vinna. af því að það er það sem maður gerir á haustin. fer í skóla. ég hef nefnilega komist að því, talandi um skóla að þvert á við það sem ég hef haldið um nokkurt skeið er ég dauðhrædd við að vera fullorðin. þ.e. þegar það starir svona bókstaflega í augun á manni eins og nú þegar allir eru að gifta sig og eignast börn. ég hélt alltaf að það væri nóg að borga bara reikninga og búa einn...
gestabók
gestabók
sunnudagur
þessi viðbjóður í gestabókinni er að æra mig. vík burt skítuga hóra! hvernig í fjáranum losna ég við hana? ég á ekki til orð yfir geðveikinni og dóaskapnum að vírusa bara einhverju klámi á gestabókina manns eins og ekkert sé.
og annað... ég verð að viðurkenna eitt. ég fór ekki á grasrótaropnunina í gær því ég er svo rosalega niðurbrotin, sár og bitur yfir því að hafa ekki fengið að vera með.
tinnbert.
gestabók
og annað... ég verð að viðurkenna eitt. ég fór ekki á grasrótaropnunina í gær því ég er svo rosalega niðurbrotin, sár og bitur yfir því að hafa ekki fengið að vera með.
tinnbert.
gestabók
allavegana...
haldiði ekki bara að forest withaker og julia stiles hafi verið þarna á nordisk panorama. mér fannst það mjög merkilegt því ég er alltaf alveg yfir mig heilluð af svona frægu fólki. ekki að mér dytti nokkurn tímann til hugar að reyna eitthvað við þau að tala. fyrir utan bill clinton náttúrulega þarna um daginn. en ég stóð örstutt frá þeim og finnst það magnað.
nú hefi ég hugsað mér að gerast heimsforeldri og ætla mér að vinna í því næstu mínúturnar eða það sem eftir lifir af matartímanum.
see ya!
gestabók
haldiði ekki bara að forest withaker og julia stiles hafi verið þarna á nordisk panorama. mér fannst það mjög merkilegt því ég er alltaf alveg yfir mig heilluð af svona frægu fólki. ekki að mér dytti nokkurn tímann til hugar að reyna eitthvað við þau að tala. fyrir utan bill clinton náttúrulega þarna um daginn. en ég stóð örstutt frá þeim og finnst það magnað.
nú hefi ég hugsað mér að gerast heimsforeldri og ætla mér að vinna í því næstu mínúturnar eða það sem eftir lifir af matartímanum.
see ya!
gestabók
juckie powder! damn those sundays!
ég er sumsé í vinnunni og í þokkabót mætt hálftíma fyrr til að geta vafrað um internetið. ojj! ég er að vinna til tíu í kvöld og ég sem er akkúrat í stuði til að hafa það notalegt í meyjarskemmunni. annars var nú huggó að vakna eldsnemma í morgun með kæró. hann er sætur og sætur þegar hann sefur... ahhhhh. við fórum á nordisk panorama á föstudagskvöldið. ég var pínu stressuð og kvíðin fyrir það því ég er náttúrulega kvíðasjúklingur af gluðs náð. þó sérstaklega samt af því að ég er ennþá með sérlega miklu fitubollu komplexana og er orðin sannfærð um að ég eigi ættir að rekja í einhvern hvalastofn. og svo var ég náttúrulega kvíðin því ég sá fram á að þurfa að mingla. nema bara það að ég mingla ekki. það er staðreynd. ég bara alls ekki mingla og reyni eftir bestu getu að koma mér ekki í aðstæður þar sem þörf gæti orðið á mingli. öðru nafni innihaldslausar samræður við fólk sem gæti ekki verið meira sama hvort ég væri lífs eða liðin. en því fór sem fór... bibbi þurfti nefnilega að redda inn einhverjum ameríkana sem heitir jared. í fyrstu setti ég upp frontinn minn sem á stendur; "ég mingla ekki". ameríkaninn virtist kunna að lesa hann og gerði engar óþarfa tilraunir til að tala við mig sem gladdi mig. en svo kom að því sem ég óttaðist mest og það var að þura að vera ein með ameríkananum. bibbi þurfti eitthvað að gera og ég og hinn umkomulausi jared, sem bæ ðe vei flutti til íslands frá baltimore því hann elskar svo sigur rós. og af því að ég nennti ekki að láta hlutina verða vandræðalega byrjaði ég bara að spjalla við jared. og viti menn! það opnuðust í orðsins fyllstu flóðgáttir. ég talaði og spjallaði og ræddi við jared eins og veið hefðum þekkst í áratugi. og ekki um innihaldslausa rassahluti, heldur hluti sem skipta máli. ég vi þakka þessa nýfundnu gáfu mína bjórnum sem var sörveraður þarna ókeypis. en þetta gat ég. ég sem hef alltaf haft þá skoðun að mér væri þetta lífsins ómögulegt og að engum gæti þótt nokkuð merkilegt sem ég hefði að segja. en jared hló og hló og spjallaði á móti. svo að núna á ég nýjan amerískan og þrítugan vin. og er gædd nýrri samskiptagáfu. the art of mingle by tinnbert.
see ya!
gestabók
ég er sumsé í vinnunni og í þokkabót mætt hálftíma fyrr til að geta vafrað um internetið. ojj! ég er að vinna til tíu í kvöld og ég sem er akkúrat í stuði til að hafa það notalegt í meyjarskemmunni. annars var nú huggó að vakna eldsnemma í morgun með kæró. hann er sætur og sætur þegar hann sefur... ahhhhh. við fórum á nordisk panorama á föstudagskvöldið. ég var pínu stressuð og kvíðin fyrir það því ég er náttúrulega kvíðasjúklingur af gluðs náð. þó sérstaklega samt af því að ég er ennþá með sérlega miklu fitubollu komplexana og er orðin sannfærð um að ég eigi ættir að rekja í einhvern hvalastofn. og svo var ég náttúrulega kvíðin því ég sá fram á að þurfa að mingla. nema bara það að ég mingla ekki. það er staðreynd. ég bara alls ekki mingla og reyni eftir bestu getu að koma mér ekki í aðstæður þar sem þörf gæti orðið á mingli. öðru nafni innihaldslausar samræður við fólk sem gæti ekki verið meira sama hvort ég væri lífs eða liðin. en því fór sem fór... bibbi þurfti nefnilega að redda inn einhverjum ameríkana sem heitir jared. í fyrstu setti ég upp frontinn minn sem á stendur; "ég mingla ekki". ameríkaninn virtist kunna að lesa hann og gerði engar óþarfa tilraunir til að tala við mig sem gladdi mig. en svo kom að því sem ég óttaðist mest og það var að þura að vera ein með ameríkananum. bibbi þurfti eitthvað að gera og ég og hinn umkomulausi jared, sem bæ ðe vei flutti til íslands frá baltimore því hann elskar svo sigur rós. og af því að ég nennti ekki að láta hlutina verða vandræðalega byrjaði ég bara að spjalla við jared. og viti menn! það opnuðust í orðsins fyllstu flóðgáttir. ég talaði og spjallaði og ræddi við jared eins og veið hefðum þekkst í áratugi. og ekki um innihaldslausa rassahluti, heldur hluti sem skipta máli. ég vi þakka þessa nýfundnu gáfu mína bjórnum sem var sörveraður þarna ókeypis. en þetta gat ég. ég sem hef alltaf haft þá skoðun að mér væri þetta lífsins ómögulegt og að engum gæti þótt nokkuð merkilegt sem ég hefði að segja. en jared hló og hló og spjallaði á móti. svo að núna á ég nýjan amerískan og þrítugan vin. og er gædd nýrri samskiptagáfu. the art of mingle by tinnbert.
see ya!
gestabók
föstudagur
til hamingju með afmælið í dag kata! ég gleymdi símanum heima svo ég get ekki sent henni afmælis sms og ég gleymdi líka blogg bókinni góðu heima. það er nú mikill og stór doðrantur sem geymir allar mínar spekúlasjónir um lífið og tilveruna. ég kemst nú reyndar sjaldnast yfir að skrifa þetta allt sem ég hugsa um og skrifa í einverunni. bara til að það sé á hreinu sit ég ekki ein inni á mokka á síðkvöldum með alpahúfu og gulan blýant með nöguðum enda og stari dreymin út í loftið tímunum saman með einstaka pásum til að skrifa niður djúpar hugsanir mínar. þetta fer allt fram innan veggja heimilisins. en þar sem að bloggbókin er heima, man ég ekki hvað ég ætlaði að skrifa í dag því ég er með athyglisbrest.
bryncí best bud kom í gær því það var saumaklúbbur, tveggja konu saumaklúbburinn lónlí blú boys. hún er ennþá ófrísk og ég fæ kvíðahnút í minn malla í hvert sinn sem við þurfum að ræða þessar breyttu aðstæður. eins og að ég hafi einhverja ábyrgð að bera í þessu máli. ég væri nú svosum alveg til í svona litla sæta bumbu ef það bara fylgdi ekki barn með...
ég ætla að vera typsí í kvöld.
see ya!
gestabók
bryncí best bud kom í gær því það var saumaklúbbur, tveggja konu saumaklúbburinn lónlí blú boys. hún er ennþá ófrísk og ég fæ kvíðahnút í minn malla í hvert sinn sem við þurfum að ræða þessar breyttu aðstæður. eins og að ég hafi einhverja ábyrgð að bera í þessu máli. ég væri nú svosum alveg til í svona litla sæta bumbu ef það bara fylgdi ekki barn með...
ég ætla að vera typsí í kvöld.
see ya!
gestabók
fimmtudagur
voða eru allir alltaf indælir hérna... ég myndi eins og áður sagði gjarnan þiggja þetta lag á cd kæri frænkumaður.
ég er fædd í starfið beta dúll! eins og ég hafi aldrei gert neitt annað!
birta! geturu ekki komið þegar airwaves er? við gætum farið og séð 9/11... "wink", híhíhí...
eníveis... ég átti góða einveru í gær, aftur. og horfði á uppáhaldið mitt, american next top model og stakk puttanum upp í kok og gubbaði eftir kvöldmat í anda þemans. gríííín.... reyndar var óvenjumikið grenjað í þættinum. mig undrar að súpermódel hafi tíma til að sitja fyrir og taka þátt í tískusýningum þegar megnið af tíma þeirra virðist fara í að gráta.
og svo var the l word á eftir sem ég er reyndar aðeins farin að efast um... kannski að ég geri miðvikudaga bara að ofisíal einverudögum... þessi l word sem ég var í fyrstu svo glöð að fá á skjáinn snýst næstum ekki um neitt annað en lessur í sleik. ekki að ég sé ekki hrifin af því, og af hverju er ég þá að kvarta? mér finnst bara eitthvað svo viðbjóðsleg tilhugsun að það séu einhverjir fordómafullir, madsjó spennurúnkarar heima hjá sér að fá úr honum bara af því að það eru naktar konur í sleik á skjánum. það vill oft vera þannig með menn og samkynhneigðar konur, ég tala af reynslu. eða er það kannski bara ég sem er með fordómana? það er í það minnsta lesbía sem framleiðir þessa þætti veit ég...
ég vann heimavinnu í gær og tók með mér heim 2 diska með hljómsveitum sem verða á airwaves. eins og þið lesið, mjööööög metnaðarfull í þessu nýja starfi. önnur hljómsveitin heitir to rococo rot og er þýsk(landar mínir). mér fannst þeir ekki skemmtilegir, þetta var einhvers konar unglinga elektróník. minnti mig á þegar ég var í fb en var alltaf á tónleikum í norðurkjallara því að mh strákar þóttu góður kostur. what ever! ég ætla ekki að sjá þá á airwaves...
en svo hlustaði ég á four tet sem mig minnir að séu breskir. það er líka elektrónók en rosa skemmtileg og mjög falleg. ég ætla að sjá þá. þetta hækkar þá töluna upp í 15 hljómsveitir sem ég ætla að sjá á airwaves. það gerir 333 kr. fyrir tónleikana ef ég kaupi mér armband eins og ætlunin er. það er allt í þessum heimi farið að borga sig.
ég varð samt pínu deprimeruð í gær og velti fyrir mér hvort ég væri að gera það sem ég geri af því að mér líkar það eða af því að ég hef ekki hugrekki til annars...
see ya!
gestabók
ég er fædd í starfið beta dúll! eins og ég hafi aldrei gert neitt annað!
birta! geturu ekki komið þegar airwaves er? við gætum farið og séð 9/11... "wink", híhíhí...
eníveis... ég átti góða einveru í gær, aftur. og horfði á uppáhaldið mitt, american next top model og stakk puttanum upp í kok og gubbaði eftir kvöldmat í anda þemans. gríííín.... reyndar var óvenjumikið grenjað í þættinum. mig undrar að súpermódel hafi tíma til að sitja fyrir og taka þátt í tískusýningum þegar megnið af tíma þeirra virðist fara í að gráta.
og svo var the l word á eftir sem ég er reyndar aðeins farin að efast um... kannski að ég geri miðvikudaga bara að ofisíal einverudögum... þessi l word sem ég var í fyrstu svo glöð að fá á skjáinn snýst næstum ekki um neitt annað en lessur í sleik. ekki að ég sé ekki hrifin af því, og af hverju er ég þá að kvarta? mér finnst bara eitthvað svo viðbjóðsleg tilhugsun að það séu einhverjir fordómafullir, madsjó spennurúnkarar heima hjá sér að fá úr honum bara af því að það eru naktar konur í sleik á skjánum. það vill oft vera þannig með menn og samkynhneigðar konur, ég tala af reynslu. eða er það kannski bara ég sem er með fordómana? það er í það minnsta lesbía sem framleiðir þessa þætti veit ég...
ég vann heimavinnu í gær og tók með mér heim 2 diska með hljómsveitum sem verða á airwaves. eins og þið lesið, mjööööög metnaðarfull í þessu nýja starfi. önnur hljómsveitin heitir to rococo rot og er þýsk(landar mínir). mér fannst þeir ekki skemmtilegir, þetta var einhvers konar unglinga elektróník. minnti mig á þegar ég var í fb en var alltaf á tónleikum í norðurkjallara því að mh strákar þóttu góður kostur. what ever! ég ætla ekki að sjá þá á airwaves...
en svo hlustaði ég á four tet sem mig minnir að séu breskir. það er líka elektrónók en rosa skemmtileg og mjög falleg. ég ætla að sjá þá. þetta hækkar þá töluna upp í 15 hljómsveitir sem ég ætla að sjá á airwaves. það gerir 333 kr. fyrir tónleikana ef ég kaupi mér armband eins og ætlunin er. það er allt í þessum heimi farið að borga sig.
ég varð samt pínu deprimeruð í gær og velti fyrir mér hvort ég væri að gera það sem ég geri af því að mér líkar það eða af því að ég hef ekki hugrekki til annars...
see ya!
gestabók
miðvikudagur
jæja jæja. þá er ég byrjuð að tapa mér í airwaves. ég er nokkurn veginn komin með allar hljómsveitirnar sem ég kemst yfir í búðina mína, þ.e. geisladiskana með þeim. og ég hef komist að því að ég vil sjá 14 af þeim þúsund eða eitthvað álíka, hljómsveitum sem spila á airwaves. það gera þá 357 krónur á tónleika ef ég kaupi mér armband á 5000 kall. svo þetta margborgar sig allt saman. annars beini ég ykkur svo, ljósin mín í pennann að kaupa geisladiska. djöfull! afhverju eyddi ég matartímanum í að borða?
see ya!
p.s. auður! ef þú sérð þetta áður en ég emila þér. já takk! ég myndi gjarnan vilja þetta lag þarna. en það verður þá að vera á gamla mátann, á geisladisk meina ég. ég er svo gamaldags, á ennþá bara geislaspilara og engan i-pod, þú skilur elskan...
og annað... ætli birtan mín komi heim fyrir nordic panorama?
gestabók
see ya!
p.s. auður! ef þú sérð þetta áður en ég emila þér. já takk! ég myndi gjarnan vilja þetta lag þarna. en það verður þá að vera á gamla mátann, á geisladisk meina ég. ég er svo gamaldags, á ennþá bara geislaspilara og engan i-pod, þú skilur elskan...
og annað... ætli birtan mín komi heim fyrir nordic panorama?
gestabók
þriðjudagur
ég er dáldið að vonast eftir því að komast yfir lagið sem er í nýju umferðarstofu auglýsingunni. það er óskaplega falleg útgáfa af somewhere over the rainbow...
eftir öll tárin í sturtunni í gær settist ég niður í flónel náttfötunum mínum með tiger munstrinu og horfði á survivor. ég er alveg öldungis óhress með þessa kynjaskiptingu þar. konur vs. menn er glatað og totally five minutes ago. úrelt! og hvað er þessi gaur með gervifótinn að gera þarna? díses! ég er ekki fasisti og ég trúi því að allir eigi rétt á sömu möguleikunum og lífsins gæðum en mér finnst þetta samt viðbjóður. bara af því að þetta er reality show þurfa þeir ekki endilega að dúndra yfir mann hræðilegum raunveruleikanum með limlestum manni. þetta gerði ekkert nema að framkalla hryllilegan aulahroll í hvurt skipti sem að ég sá vesalings manninn. eins og í þrautinni. mér rann nú bara kalt vatn milli skinns og hörunds þegar hann var að reyna að halda jafnvægi og komast yfir þessa slá þarna. hvað ef hann hefði ekki hert skrúfurnar nóg eða hvað það nú er sem heldur gervilimum á stubbum. gervifóturinn hefði getað hrokkið af og hann staðið þarna á einum fæti og stubbnum. líklega grátandi af blygðun og skömm. viðbjóður, alveg eins og að fara í leikhús. nákvæmlega sama tilfinningin allan tímann. jesús minn, þetta var seinasti survivor sem ég horfi á í vetur.
ég hef pantað pláss fyrir mig og bibbs í hvalaskoðun 2. október. þeir sem hata mig geta skotið tundurdufli í bátinn eldingu eftir kl. 13 þann sama dag.
see ya!
gestabók
eftir öll tárin í sturtunni í gær settist ég niður í flónel náttfötunum mínum með tiger munstrinu og horfði á survivor. ég er alveg öldungis óhress með þessa kynjaskiptingu þar. konur vs. menn er glatað og totally five minutes ago. úrelt! og hvað er þessi gaur með gervifótinn að gera þarna? díses! ég er ekki fasisti og ég trúi því að allir eigi rétt á sömu möguleikunum og lífsins gæðum en mér finnst þetta samt viðbjóður. bara af því að þetta er reality show þurfa þeir ekki endilega að dúndra yfir mann hræðilegum raunveruleikanum með limlestum manni. þetta gerði ekkert nema að framkalla hryllilegan aulahroll í hvurt skipti sem að ég sá vesalings manninn. eins og í þrautinni. mér rann nú bara kalt vatn milli skinns og hörunds þegar hann var að reyna að halda jafnvægi og komast yfir þessa slá þarna. hvað ef hann hefði ekki hert skrúfurnar nóg eða hvað það nú er sem heldur gervilimum á stubbum. gervifóturinn hefði getað hrokkið af og hann staðið þarna á einum fæti og stubbnum. líklega grátandi af blygðun og skömm. viðbjóður, alveg eins og að fara í leikhús. nákvæmlega sama tilfinningin allan tímann. jesús minn, þetta var seinasti survivor sem ég horfi á í vetur.
ég hef pantað pláss fyrir mig og bibbs í hvalaskoðun 2. október. þeir sem hata mig geta skotið tundurdufli í bátinn eldingu eftir kl. 13 þann sama dag.
see ya!
gestabók
ég fór með mömmu á terminal í bíó í gær. með eindæmum væmin mynd og oft á köflum langdregin. en ég er auðvitað svo viðkvæm, a.m.k. samkvæmt starfsfélaga mínum að ég fékk tár í augun allavega þrisvar sinnum. ég skil ekki hvernig hægt er að gráta yfir mynd sem að manni finnst ekkert sérstök... ég þorði ekki að biðja mömmu um pening af því að ég veit ekki af hverju en mér finnst það jafnframt barnalegt og ég er að reyna að vera minn eigins herra og sjá um mín mál sjálf. þ.e. redda mér úr peningavandræðum án þess að biðja mömmu um hjálp. ég er líka í þessum endalausa prósess að að reyna að skera á naflastrenginn eins og þeir kalla það. en svo í morgun fékk ég afbragðs hugmynd. ég hringdi í mömmu og bað hana um pening en í staðinn gæti ég skrifað á mig blöð og bækur fyrir hana. þarna sjáiði! minn eigins herra, reddar sér úr skíta bælinu sjálf. eða svona 80%...
ég var glöð þegar ég kom úr bíóinu því ég hafði tíma til að hreinsa aðeins til í club luv og mikið er ég hrifin af einveru. ég hefði átt að fæðast á eyðieyju... ég brá mér líka í brennheita sturtu og fór að hugsa um sorg og grát. ég hugsa alltaf mjög mikið í einveru. aðallega þó af því að mér var skapi næst að grenja því ég er með svo mikið hárlos. það sést sérlega vel þegar ég er að þvo mér um hárið og skola sápuna úr. ég get svo svarið það að það fer önnur kolla niður í niðurfallið. en í þessum þönkum komst ég að þeirri niðurstöðu að grátur í sturtu er hinn ákjósanlegasti. það er í fyrsta lagi mjög dramatískt og yfirgegnilega sorglegt að standa einn í sturtu, allsber og gráta. og enn áhrifameira er að liggja í sturtunni, allsber og gráta. svo þarf ekki að hafa áhyggjur af lekandi maskara og ef það vill svo til að maður er ekki einn í sturtunni þá sést ekkert að maður sé að gráta því að maður er hvort sem er allur blautur í framan! ég er ótrúlegur snillingur...
ég var glöð þegar ég kom úr bíóinu því ég hafði tíma til að hreinsa aðeins til í club luv og mikið er ég hrifin af einveru. ég hefði átt að fæðast á eyðieyju... ég brá mér líka í brennheita sturtu og fór að hugsa um sorg og grát. ég hugsa alltaf mjög mikið í einveru. aðallega þó af því að mér var skapi næst að grenja því ég er með svo mikið hárlos. það sést sérlega vel þegar ég er að þvo mér um hárið og skola sápuna úr. ég get svo svarið það að það fer önnur kolla niður í niðurfallið. en í þessum þönkum komst ég að þeirri niðurstöðu að grátur í sturtu er hinn ákjósanlegasti. það er í fyrsta lagi mjög dramatískt og yfirgegnilega sorglegt að standa einn í sturtu, allsber og gráta. og enn áhrifameira er að liggja í sturtunni, allsber og gráta. svo þarf ekki að hafa áhyggjur af lekandi maskara og ef það vill svo til að maður er ekki einn í sturtunni þá sést ekkert að maður sé að gráta því að maður er hvort sem er allur blautur í framan! ég er ótrúlegur snillingur...
mánudagur
mér finnst það afskaplega leiðinlegt oft á tíðum en ég er óneitanlega ógurlega mikil frekjudós. mér finnst t.d. fúlt að 2 af bestu vinkonum mínum eru ófrískar. og það er af því að ég er nokk viss um að ég verði útundan þegar krílin fæðast. mér finnst líka óskiljanlegt þegar ég ákveð um helgar að vera bara heima og ekki fara á fyllerí að vinir mínir geri ekki slíkt hið sama og droppi sínum plönum til að vera með mér. og enn annað sem er fáránlegt að mínu mati og rosalega glatað er að vinir mínir vilji frekar vera með kærustum sínum þegar þeir gætu verið með mér. það sem er svo ofboðslega öfugsnúið og ósanngjarnt við þetta allt saman er, að ég er 99,9% viss um að ég haga mér nákvæmlega eins við nákvæmlega sömu aðstæður. hmmm....
mér finnst líka sérlega pirrandi í dag þegar ég er svo blásnauð að mér er vart hugað líf að fólk dirfist að koma til mín og kaupa DV og borga með 5000 kalli fyrir þann ómerkilega pésa. fyrir þá sem ekki eru með update á verðlagningu DV, þá kostar pésinn 220 kr. afgangurinn af 5000 kalli er semsé 4780 kr. #$%#$%&%#$ demitt!!!
karlmenn ættu ekki að ganga í smelluskóm. það er viðbjóður. það virðist vera í tísku núna hjá karlmönnum að vera í smelluskóm eða kabbojastígvélum. smelluskór eru skór sem gefa frá sér klikk klikk hljóð þegar á þeim er gengið. viðbjóður.
afsakið pirringinn. bless.
gestabók
mér finnst líka sérlega pirrandi í dag þegar ég er svo blásnauð að mér er vart hugað líf að fólk dirfist að koma til mín og kaupa DV og borga með 5000 kalli fyrir þann ómerkilega pésa. fyrir þá sem ekki eru með update á verðlagningu DV, þá kostar pésinn 220 kr. afgangurinn af 5000 kalli er semsé 4780 kr. #$%#$%&%#$ demitt!!!
karlmenn ættu ekki að ganga í smelluskóm. það er viðbjóður. það virðist vera í tísku núna hjá karlmönnum að vera í smelluskóm eða kabbojastígvélum. smelluskór eru skór sem gefa frá sér klikk klikk hljóð þegar á þeim er gengið. viðbjóður.
afsakið pirringinn. bless.
gestabók
jubb! another monday...
mikið er haustið yndislegt. ég elska haustið, svo rómantískt og kalt. með haustinu er líka tilvalið að fara að hlakka til jólanna sem ég að sjálfsögðu elska líka. uppúr október fer ég, tinnbert iðulega að telja dagana niður til jóla. svo að ef ykkur fibast eitthvað niðurtalningin ættuð þið bara að kíkja hingað því ég verð með allt á hreinu. líka veglegan jólagjafalista ef einhverjir hafa áhuga á að gefa mér jólagjöf.
arrgh! ég held ég sé að fá tannpínu. og hvað haldiði að ég sé næstum hræddari við en köngulær í þessari veröld? jú! tannlækna. hata þá! til samnaburðar fyrir þá sem ekki skilja jafnast sjö ferðir til kvensjúkdómalæknis á við eina ferð til tannlæknis að tinnberts mati. þar hafiðið það. hreinn og klár hryllingur. en nú þarf ég að fara að vinna því klukkan er alveg að slá níu... það var sleepover hjá kærasta í nótt og ég fékk hjólið hans lánað í vinnuna. svo brunaði ég niður laugaveginn eldsnemma í morgun því ég var ekki alveg viss með hvað það tæki mig langan tíma að komast frá honum til vinnu. og ég er ennþá hálfþýsk svo það dugar ekkert slór í mínum skóm. þess vegna voru einu vegfarendur á laugaveginum gluggaþvottamenn og túristar. og þar sem ég bruna niður laugaveginn eins og einhyrningur í ævintýri með faxið allt í feisinu smellir túristi af mér mynd. ég skransaði og stoppaði, ætlaði að spyrja hvað honum gengi til. þá smellti hann bara annari mynd af mér. kannski var þetta svona papparazzi ljósmyndari sem er vinnualki svo að þegar hann er í fríi, jafnvel á íslandi þar sem allir eru reyndar frægir, getur hann ekki hætt að taka mynd. svo ég brosti bara með vorkunn í munnvikunum og hjólaði áfram.
see ya!
gestabók
mikið er haustið yndislegt. ég elska haustið, svo rómantískt og kalt. með haustinu er líka tilvalið að fara að hlakka til jólanna sem ég að sjálfsögðu elska líka. uppúr október fer ég, tinnbert iðulega að telja dagana niður til jóla. svo að ef ykkur fibast eitthvað niðurtalningin ættuð þið bara að kíkja hingað því ég verð með allt á hreinu. líka veglegan jólagjafalista ef einhverjir hafa áhuga á að gefa mér jólagjöf.
arrgh! ég held ég sé að fá tannpínu. og hvað haldiði að ég sé næstum hræddari við en köngulær í þessari veröld? jú! tannlækna. hata þá! til samnaburðar fyrir þá sem ekki skilja jafnast sjö ferðir til kvensjúkdómalæknis á við eina ferð til tannlæknis að tinnberts mati. þar hafiðið það. hreinn og klár hryllingur. en nú þarf ég að fara að vinna því klukkan er alveg að slá níu... það var sleepover hjá kærasta í nótt og ég fékk hjólið hans lánað í vinnuna. svo brunaði ég niður laugaveginn eldsnemma í morgun því ég var ekki alveg viss með hvað það tæki mig langan tíma að komast frá honum til vinnu. og ég er ennþá hálfþýsk svo það dugar ekkert slór í mínum skóm. þess vegna voru einu vegfarendur á laugaveginum gluggaþvottamenn og túristar. og þar sem ég bruna niður laugaveginn eins og einhyrningur í ævintýri með faxið allt í feisinu smellir túristi af mér mynd. ég skransaði og stoppaði, ætlaði að spyrja hvað honum gengi til. þá smellti hann bara annari mynd af mér. kannski var þetta svona papparazzi ljósmyndari sem er vinnualki svo að þegar hann er í fríi, jafnvel á íslandi þar sem allir eru reyndar frægir, getur hann ekki hætt að taka mynd. svo ég brosti bara með vorkunn í munnvikunum og hjólaði áfram.
see ya!
gestabók
fimmtudagur
ég held, án alls gríns að ég hafi sofið samanlagt í 5 mínútur í nótt enda er ég með svona kul í augunum eins og ég fæ alltaf þegar ég er illa sofin og sybbin. og ég var í þokkabót svo logandi hrædd alla nóttina og hélt stöðugt að þakið væri að fjúka af eða þá að eitthvað eða jafnvel einhver kæmi fjúkandi inn um gluggana. páka litla var líka ósköp hrædd, litla skinnið og lá með hausinn næstum inni í mínum haus alla nóttina. ég fékk samt annað nætur-ástarljóð frá bibbs. fallegt...
en andskotans! illgresi fékk ekki salinn sem´við vorum að sækjast eftir. demitt! af hverju er veröldin svo grimm?
gestabók
en andskotans! illgresi fékk ekki salinn sem´við vorum að sækjast eftir. demitt! af hverju er veröldin svo grimm?
gestabók
þriðjudagur
það er búið að loka símanum mínum... aggh aggh aggh!!! sælir verða þeir dagar framtíðarinnar er ég get velt nöktum líkama mínum með minnkuðum brjóstum upp úr hafi af seðlum. allt 5000 köllum... þetta er nú samt alveg ágætis dagur, það hefur losnað um spennuna og geðvonskuna sem hrjáði huga minn og sál í gær enda var hægt að skella skuldinni alfarið á fyrirtíðarspennu í þeim málum og kannki líka pínu á þá staðreynd að ég var að vinna í 13 tíma í gær. ég er ekki vinnualki og finnst ekki hressandi og gaman að vinna í 13 tíma og biðja svo bara um meira. svo kom líka túrinn í gær og þá dró ský frá sólu.
en ég sendi líka umsóknina fyrir hönd illgresishópsins um sýningarsalinn sem við girnumst. núna reyndar, þegar ég hugsa til baka sannfærist ég meira og meira um að þessi umsókn hafi borið keim af einhverju samstarfsverkefni vangefinna og ég hafi gefið þá mynd af mér að vera einhver talsmaður þeirra. ég vona að þau sem fengu hana líti ekki þanning á þetta allt saman...
mikið lengir mig eftir utanlandsferð. mig langar alveg óskaplega í einhverja skemmtilega ferð. sérstaklega af því að ég elska flughafnir. það gæti jafnvel verið nóg að skella sér bara á terminal í bíói...
en það er nú deitnæt í kvöld með elsku bibberti. tinnbert & bibbert. maríanna sagði í gær að ég gæti verið svona international tinnbert. hvað ætli það sé? ég sagði bara fullorðinslega já. fullorðinsleg já eru já sem eru sögð með svona hlæjandi röddu... jaahááhahaha... en það hljómar dáldið skemmtilega, international tinnbert!
þegar klukkan var rúmlega 9 í morgun, ég endurtek, einungis rúmlega 9 kom blökkumaður í búðina og reyndi við mig. ég er ekki að gorta mig, mér finnst þetta bara stórmerkileg saga. auk þess sem ég er með klessukomplexa þessa dagana (hata nakinn líka minn...) ég var semsé að setja póstkortin út á götu. það er gert hérna í pennanum svo að túristarnir viti alveg örugglega að við seljum póstkort þrátt fyrir að það sé komið haust og viðbjóðslegur kuldi og ég fæ í fingurna þegar túristarnir rétta mér póstkortin til að borga þau. en þá hjólaði maðurinn fram hjá, takið eftir að ég er hætt að skilgreina hann sem BLÖKKU-mann, fannst það hálf KKK eitthvað. hann skransaði svo beint fyrir framan mig og hálf partinn elti mig inn með augun á stilkum. hann fór blessunarlega niður eftir að hafa staðið í dágóða stund fyrir framan mig að gefa frá sér allskyns stunur og búkhljóð. ég reyndi eftir minni bestu getu að láta eins og ekkert væri, enda hálf partinn ný vöknuð og mygluð. svo fór hann niður og ég dæsti af létti. en svo kom hann aftur upp og hér er samtalið okkar, míns og (blökku)mannsins:
hann teygir afskaplega mikið úr hálsinum á sér og að barmi mínum þar sem ég er með barmmerki með nafni mínu á... "what´s your name?"
ég með mjög tístandi rödd: "tinna"
hann: "ohh, tinna? yeah! how old are you tinna?"
ég, ennþá tístandi: "tventífæv..."
hann: "ok, you are a very beautiful girl.... tinna...."
ég: "thank you"
hann, hálf hrópandi: "NO!!!!! THANK YOUUUU TINNA!!!!! (muldrar svo alla leiðina út): beautiful girl, beautiful girl"
see ya!
gestabók
en ég sendi líka umsóknina fyrir hönd illgresishópsins um sýningarsalinn sem við girnumst. núna reyndar, þegar ég hugsa til baka sannfærist ég meira og meira um að þessi umsókn hafi borið keim af einhverju samstarfsverkefni vangefinna og ég hafi gefið þá mynd af mér að vera einhver talsmaður þeirra. ég vona að þau sem fengu hana líti ekki þanning á þetta allt saman...
mikið lengir mig eftir utanlandsferð. mig langar alveg óskaplega í einhverja skemmtilega ferð. sérstaklega af því að ég elska flughafnir. það gæti jafnvel verið nóg að skella sér bara á terminal í bíói...
en það er nú deitnæt í kvöld með elsku bibberti. tinnbert & bibbert. maríanna sagði í gær að ég gæti verið svona international tinnbert. hvað ætli það sé? ég sagði bara fullorðinslega já. fullorðinsleg já eru já sem eru sögð með svona hlæjandi röddu... jaahááhahaha... en það hljómar dáldið skemmtilega, international tinnbert!
þegar klukkan var rúmlega 9 í morgun, ég endurtek, einungis rúmlega 9 kom blökkumaður í búðina og reyndi við mig. ég er ekki að gorta mig, mér finnst þetta bara stórmerkileg saga. auk þess sem ég er með klessukomplexa þessa dagana (hata nakinn líka minn...) ég var semsé að setja póstkortin út á götu. það er gert hérna í pennanum svo að túristarnir viti alveg örugglega að við seljum póstkort þrátt fyrir að það sé komið haust og viðbjóðslegur kuldi og ég fæ í fingurna þegar túristarnir rétta mér póstkortin til að borga þau. en þá hjólaði maðurinn fram hjá, takið eftir að ég er hætt að skilgreina hann sem BLÖKKU-mann, fannst það hálf KKK eitthvað. hann skransaði svo beint fyrir framan mig og hálf partinn elti mig inn með augun á stilkum. hann fór blessunarlega niður eftir að hafa staðið í dágóða stund fyrir framan mig að gefa frá sér allskyns stunur og búkhljóð. ég reyndi eftir minni bestu getu að láta eins og ekkert væri, enda hálf partinn ný vöknuð og mygluð. svo fór hann niður og ég dæsti af létti. en svo kom hann aftur upp og hér er samtalið okkar, míns og (blökku)mannsins:
hann teygir afskaplega mikið úr hálsinum á sér og að barmi mínum þar sem ég er með barmmerki með nafni mínu á... "what´s your name?"
ég með mjög tístandi rödd: "tinna"
hann: "ohh, tinna? yeah! how old are you tinna?"
ég, ennþá tístandi: "tventífæv..."
hann: "ok, you are a very beautiful girl.... tinna...."
ég: "thank you"
hann, hálf hrópandi: "NO!!!!! THANK YOUUUU TINNA!!!!! (muldrar svo alla leiðina út): beautiful girl, beautiful girl"
see ya!
gestabók
mánudagur
ég veit ekki alveg hvað er að gerast eða hvort það sé smitandi og airborn en það eru allir ófrískir. nú eru bryncí "best bud" preggí líka og kannki verður krílið í fiskamerkinu eins og ég. ég veit núna um 4 gyðjur sem eru ófrískar og svo eru líka allir að gifta sig... what is going on?
gestabók
gestabók
föstudagur
mamma er fundin! það sást allavega til hennar í mötuneytinu í kárahnjúkum að skammta kássu á diskana hjá vinnumönnum af erlendu bergi brotnu. blessað skinnið, vona bara að henni líði vel og ég mun alltaf hugsa hlýlega til hennar.
annars er illgresið svo sannarlega að komast á skrið. við erum orðin 13, litlir og bitrir listagríslingar. gott að ég er ekki hjátrúarfull. ég var sett í það að skrifa einhverja umsókn fyrir salinn sem við girnumst að sýna í. ég er auðvitað með kvíðahnút í maganum þrátt fyrir að það fari allt fram í gegnum netpóst...
góða helgi elskurnar. deitnæt í kvöld.
see ya!
gestabók
annars er illgresið svo sannarlega að komast á skrið. við erum orðin 13, litlir og bitrir listagríslingar. gott að ég er ekki hjátrúarfull. ég var sett í það að skrifa einhverja umsókn fyrir salinn sem við girnumst að sýna í. ég er auðvitað með kvíðahnút í maganum þrátt fyrir að það fari allt fram í gegnum netpóst...
góða helgi elskurnar. deitnæt í kvöld.
see ya!
gestabók
fimmtudagur
hæ!
ég brá mér á kaffihús með bryncí í gær þar sem að við stofnuðum sauma- og sexandthecityklúbb. við vorum svosum fyrir löngu byrjaðar að glápa á sexið saman en nú er það semsé formlegt. allavega... ég dreif mig svo heim til að vera örugglega búin að borða fyrir hálf 8 (oprah segir að maður verði ekki feitur ef maður passar það), bjó til túnfisksalat, tók úr vél og las í bók. kl. 9 byrjaði america´s next top model og ennþá jafn viðurstyggilegt en þó einstaklega skemmtileg afþreying. að sjálfsögðu var þessi sem tilheyrði flokknum "plus size model" kosin fyrst burt... gæti það verið, einstök tilviljun eða hvað? og hvers vegna er alltaf bara ein í þeim hópi? auk þess var ekkert "plus size" við þessa konu. og tyra banks heldur því virkilega fram að hún sé "plus size model". yeah right!!! svo var komið að því sem ég var búin að bíða eftir allan daginn með tilhlökkun í malla yfir, the l word!!!! og getiði hvað? fjárans skjár einn segir ekki orð, engar útskýringar eða neitt heldur rennir bara væluviðbjóðinum providence af stað. hvar var the l word? ég krefst útskýringa! og nú þarf ég að bíða í heila fjárans viku eftir konum í sleik. ég tryllist ef að djöfuls "skapahár á hausnum væmna providence" verður aftur í næstu viku þegar the l word á að vera.
see ya!
p.s. hvar er mamma?
gestabók
ég brá mér á kaffihús með bryncí í gær þar sem að við stofnuðum sauma- og sexandthecityklúbb. við vorum svosum fyrir löngu byrjaðar að glápa á sexið saman en nú er það semsé formlegt. allavega... ég dreif mig svo heim til að vera örugglega búin að borða fyrir hálf 8 (oprah segir að maður verði ekki feitur ef maður passar það), bjó til túnfisksalat, tók úr vél og las í bók. kl. 9 byrjaði america´s next top model og ennþá jafn viðurstyggilegt en þó einstaklega skemmtileg afþreying. að sjálfsögðu var þessi sem tilheyrði flokknum "plus size model" kosin fyrst burt... gæti það verið, einstök tilviljun eða hvað? og hvers vegna er alltaf bara ein í þeim hópi? auk þess var ekkert "plus size" við þessa konu. og tyra banks heldur því virkilega fram að hún sé "plus size model". yeah right!!! svo var komið að því sem ég var búin að bíða eftir allan daginn með tilhlökkun í malla yfir, the l word!!!! og getiði hvað? fjárans skjár einn segir ekki orð, engar útskýringar eða neitt heldur rennir bara væluviðbjóðinum providence af stað. hvar var the l word? ég krefst útskýringa! og nú þarf ég að bíða í heila fjárans viku eftir konum í sleik. ég tryllist ef að djöfuls "skapahár á hausnum væmna providence" verður aftur í næstu viku þegar the l word á að vera.
see ya!
p.s. hvar er mamma?
gestabók
miðvikudagur
þetta er semsé færsla sem átti að koma í gær, en tölvan ákvað að hegða sér dólgslega og hana nú!: mmmmmm... ég er að borða muffins með risastórum súkkulaðibitum. og talandi um súkkulaðibita og risa muffins þá byrjar einmitt hinn geðþekki þáttur í kveld á skjá einum, "america´s next top model". ég hlakka alveg ofboðslega til því ég fylgdist að sjálfsögðu með seinast, límd upp við skjáinn á miðvikudagskvöldum. það mætti líklega flokka þetta undir masókisma... en ég er nú samt alls ekkert bitur, ég er kannski ekkert súper módel en ég er heldur ekki fílamaðurinn. og svo rúsínan í pylsuendanum... tadara!!!!! muniði einhverntímann fyrr á þessu ári þegar ég minntist á þátt sem heitir the l word og talaði um að ég treysti á að skjár einn myndi færa mér hann? ja svei mér! ég hlýt að hafa einhver áhrif í algleyminu því þátturinn byrjar í kvöld!!!! og þetta er víst rosa hot & heavy lessuþáttur. sko, þó maður geti ekki borðað á veitingarhúsinu þýðir ekki að maður megi ekki skoða matseðilinn... (stanford úr sexinu á heiðurinn að þessari góðu setningu). þannig að, ekki hringja í mig eftir níu í kvöld.
og vitiði hvað? mamma kom svo ekkert í gær, svaraði ekki síma né neitt. mig grunar að hún sé að reyna að kenna mér lexíu fyrir að hringja aldrei í sig en kommon! konan er 49 ára og þetta er bara ljótt því ég get að sjálfsögðu ekki neitað fyrir það, en ég var nú hálf áhyggjufull í gærkvöldi. og þetta er nú ekki eitthvað sem ég myndi gera. ég kannski hringi sjaldan en ég segist ekki ætla að mæta og er svo bara no show... crazy lady!
svo er myrkfælnin mín bara að ágerast eða ímyndunarveikin öllu heldur. ég var í sturtu í gær og allt í einu fór ég að ímynda mér að hroðlega andlitið úr exorcist myndi gægjast inn um hurðina. og ég sökk bara dýpra og dýpra og ímyndaði mér að fyrst myndu hendurnar taka svona utan um hurðina og svo smátt og smátt myndi andlitið birtast. á endanum stóð ég bara starandi með sápuna lekandi ofan í augun á mér að syngja eitthvað lag með beck sem var það eina sem mér datt í hug. þetta var einhvers konar hámark firringarinnar...
jæja þá, ekki hætta að lesa samt þó ég sé að tapa vitinu...
see ya!
gestabók
og vitiði hvað? mamma kom svo ekkert í gær, svaraði ekki síma né neitt. mig grunar að hún sé að reyna að kenna mér lexíu fyrir að hringja aldrei í sig en kommon! konan er 49 ára og þetta er bara ljótt því ég get að sjálfsögðu ekki neitað fyrir það, en ég var nú hálf áhyggjufull í gærkvöldi. og þetta er nú ekki eitthvað sem ég myndi gera. ég kannski hringi sjaldan en ég segist ekki ætla að mæta og er svo bara no show... crazy lady!
svo er myrkfælnin mín bara að ágerast eða ímyndunarveikin öllu heldur. ég var í sturtu í gær og allt í einu fór ég að ímynda mér að hroðlega andlitið úr exorcist myndi gægjast inn um hurðina. og ég sökk bara dýpra og dýpra og ímyndaði mér að fyrst myndu hendurnar taka svona utan um hurðina og svo smátt og smátt myndi andlitið birtast. á endanum stóð ég bara starandi með sápuna lekandi ofan í augun á mér að syngja eitthvað lag með beck sem var það eina sem mér datt í hug. þetta var einhvers konar hámark firringarinnar...
jæja þá, ekki hætta að lesa samt þó ég sé að tapa vitinu...
see ya!
gestabók
þriðjudagur
sko...
draumurinn er að fara heim eftir vinnu með nýju zero girl bókina mína og lesa og hlusta á dean martin og keðjureykja en að svo stöddu lítur út fyrir að ég neyðist til að hanga með móður minni. hún er allavega ekki búin að afboða sig... demitt!
annars var ég mér til mikillar gleði að lesa að damien rice er að koma aftur og spila og nú skora ég á aðdáendur mína að bjóða mér á tónleikana hans. mig langar alveg óskaplega mikið því ég missti af honum seinast sökum peningaleysis og það lítur út fyrir að sú verði raunin aftur núna... tónleikarnir eru 23. september en miðasalan hefst laugardaginn 18. september kl. 10 í skífunni. svo mæli ég með einni þrusugóðri hljómsveit sem heitir adem og kemur frá uk. en hún verður einmitt að spila á airwaves...
by!
gestabók
draumurinn er að fara heim eftir vinnu með nýju zero girl bókina mína og lesa og hlusta á dean martin og keðjureykja en að svo stöddu lítur út fyrir að ég neyðist til að hanga með móður minni. hún er allavega ekki búin að afboða sig... demitt!
annars var ég mér til mikillar gleði að lesa að damien rice er að koma aftur og spila og nú skora ég á aðdáendur mína að bjóða mér á tónleikana hans. mig langar alveg óskaplega mikið því ég missti af honum seinast sökum peningaleysis og það lítur út fyrir að sú verði raunin aftur núna... tónleikarnir eru 23. september en miðasalan hefst laugardaginn 18. september kl. 10 í skífunni. svo mæli ég með einni þrusugóðri hljómsveit sem heitir adem og kemur frá uk. en hún verður einmitt að spila á airwaves...
by!
gestabók
hæ!
ég er svo glöð í dag útaf mörgum hlutum.... til dæmis er ég ofboðslega glöð að það sé rigning úti. ég var það samt ekki í nótt því að það svoleiðis drundi í öllu og risið mitt hristist og ég lá skjálfandi undir sæng af vindótta og myrkfælni sem hefur tekið sig upp aftur eftir áralanga fjarveru. það er svona þegar maður státar sig af einhverju, þá er næsta víst að það fari til andskotans. en ég er hrifin af haustinu, ekki bara hrifin, ég elska það. ég hlakka svo til að fara heim og hringa mig saman með litlu páku og lesa slúðurtímarit. sérstaklega þar sem að meyjarhofið var þrifið hátt og lágt í gær. þ.e.a.s. ef ég slepp við að hitta mömmu í dag. demitt!!! ég er bara í engu mömmu stuði þesa dagana. ég fann líka að ótuktin var að koma fram þegar ég talaði við hana á sunnudaginn og hún semi-skammaði mig fyrir að tala aldrei við sig. hún á eftir að segja eitthvað ljótt við mig í dag, vittu til! gott að það er geðlæknadagur á morgun. ég ætti að miða móðurfundina við það...
en ég er líka sorgmædd útaf ýmsu... ég var að ganga frá erlendum dagblöðum áðan í vinnunni og öll bera þau fyrirsagnir og myndir af hryllingnum í rússlandi á forsíðunum. time er með sérlega skelfilega mynd. og ég gat ekki gert að því að tárast og fá kökk í hálsinn... m.a.s. núna fæ ég tár í augun að skrifa um þetta og hugsa. ég á ekki til orð í raun og veru og mér finnst ég næstum því vera hræsnari að fá tár í augun útaf þessu af því að ég hef það í raun svo gott. elsku börnin og fólkið þarna úti í rússlandi, ég vildi að ég gæti gert eitthvað. ég trúi ekki að þetta fólk sem að gerði þetta eða bara nokkur manneskja geti verið með svona tómt og svart hjarta..........................
gestabók
ég er svo glöð í dag útaf mörgum hlutum.... til dæmis er ég ofboðslega glöð að það sé rigning úti. ég var það samt ekki í nótt því að það svoleiðis drundi í öllu og risið mitt hristist og ég lá skjálfandi undir sæng af vindótta og myrkfælni sem hefur tekið sig upp aftur eftir áralanga fjarveru. það er svona þegar maður státar sig af einhverju, þá er næsta víst að það fari til andskotans. en ég er hrifin af haustinu, ekki bara hrifin, ég elska það. ég hlakka svo til að fara heim og hringa mig saman með litlu páku og lesa slúðurtímarit. sérstaklega þar sem að meyjarhofið var þrifið hátt og lágt í gær. þ.e.a.s. ef ég slepp við að hitta mömmu í dag. demitt!!! ég er bara í engu mömmu stuði þesa dagana. ég fann líka að ótuktin var að koma fram þegar ég talaði við hana á sunnudaginn og hún semi-skammaði mig fyrir að tala aldrei við sig. hún á eftir að segja eitthvað ljótt við mig í dag, vittu til! gott að það er geðlæknadagur á morgun. ég ætti að miða móðurfundina við það...
en ég er líka sorgmædd útaf ýmsu... ég var að ganga frá erlendum dagblöðum áðan í vinnunni og öll bera þau fyrirsagnir og myndir af hryllingnum í rússlandi á forsíðunum. time er með sérlega skelfilega mynd. og ég gat ekki gert að því að tárast og fá kökk í hálsinn... m.a.s. núna fæ ég tár í augun að skrifa um þetta og hugsa. ég á ekki til orð í raun og veru og mér finnst ég næstum því vera hræsnari að fá tár í augun útaf þessu af því að ég hef það í raun svo gott. elsku börnin og fólkið þarna úti í rússlandi, ég vildi að ég gæti gert eitthvað. ég trúi ekki að þetta fólk sem að gerði þetta eða bara nokkur manneskja geti verið með svona tómt og svart hjarta..........................
gestabók
mánudagur
jæja þá elskurnar mínar, gleðilegan mánudag.
ég kom í gærkveldi úr langferð norðan af landi þar sem að ég og heitmaður minn og fleiri vinir vorum viðstödd eitt stykki brillup í bárðardalnum hjá enn einum vininum. það var semsé í bárðardalinn sem hægt er að keyra í 7 klukkustundir án þess að keyra fram af landinu. við lögðum af stað á föstudag og gistum þá á akureyri um nóttina á gistiheimilinu ás sem er rétt við ráðhúspladsen þeirra akureyringa. það var undurljúft nema þá að ég var örlítið smeyk við nágranna okkar þarna á gistiheimilinu sem virtust vera partýmenn. en blessunarlega kom í ljós að þetta voru kirkjuræknir blökkumenn sem voru hinir rólegastir þrátt fyrir tópaksklútana á höfðinu og víðu rappbuxurnar. svona er maður nú fordómafullur... á laugardag fórum við skötuhjú svo í gönguferð um bæinn og rákumst m.a.s. á útibú fríðu frænku þar sem að bibbi keypti ósköpin öll af vínil og reyndi að fá mig út í kjólakaup. hann gaf sig ekki fyrr en ég sagði já við eitureldrauðum bol úr 17 verslun akureyringa. seinna um daginn ókum við svo af stað í brúðkaupið, en bárðardalurinn er aðeins frá akureyri. við fengum þar gistingu í sumarbústað. það vildi nefnilega svo ótrúlega vel til að vinkona okkar sem var einnig gestur í brúðkaupinu þekkir mann sem á vin sem á fjölskyldu sem á sumarbústð þarna í bárðardalnum. að hugsa sér lukku! sumarbústaðurinn var hinn huggulegasti þó að ég gerði mér fljótt grein fyrir að það yrði ekkert um fönní bissness og rómantík í tipsynessinu síðar um kvöldið þar sem að engar voru hurðirnar á bústaðnum. nema þá þessi eina sem skilur að mann og náttúru, ekki klósetthurðin heldur útihurðin. það var nefnilega heldur ekki nein klósetthurð, bara blátt og gegnsætt tjald. þess vegna lá mér ósköpin öll á salernið þegar ég snéri heim úr ferðinni í gær... þið vitið hvað ég meina... brúðkaupið var yndislegt og fallegt og ég finn hvernig kvenlegur þankagangur minn í þá veruna er farinn að láta í sér heyra, hærra og hærra með hverju brúðkaupinu. best að prinsinn viti ekkert af því, annars er ég hrædd um að hann tæki til fótanna.
ég táraðist þrisvar sinnum í athöfninni og kreysti fast með sveittri hendi hendina á manninum mínum. mikið vona ég að ég giftist einhvern tímann í kirkju og með öllu... veislan var líka stórskemmtileg og við hjú dönsuðum eins og fullorðin, samkvæmisdansa við harmonikkuspil.
á leiðinni heim í gær hlustðum við á kryddlegin hjörtu á hljóðspólu og komum við á nokkrum söfnum. t.d. safnasafninu þarna rétt fyrir utan akureyri og svo öðru safni á akureyri þar sem að maður að nafni óli g var að sýna olíumálverk. hann er snillingur og ég mæli með að allir kynni sér þann andskotans snilling. ég ætla að verða svona snillingur.
mér varð hugsað á leiðinni heim til samskipta ökumanna. nú er ég ekki með bílpróf og kann ekki einu sinni að keyra, hef bara aldrei þurft þess, en mér þykja þessi samskipti stórmerkileg. t.d. þegar lögreglan eða sjúkrabíll þurfa að komast áfram og setja bláu ljósin á og stundum sírenur, færa sig allir frá og mér finnst eitthvað svo fallegt við það. líka eins og þegar taka þarf fram úr, við lentum í því í gær, sem er reyndar óþarfa stress að mínu mati, en hvað um það. þá var vörubíll á undan okkur svo að skyggnið fyrir aftan hann var ekkert mjög gott. þá gaf vörubílstjórinn okkur merki um að nú væri öllu óhætt og keyrði aðeins út í kantinn til að við ættum betur með að komast fram hjá honum. það fannst mér óskaplega fallegt. shit!!! matartími búinn...
see ya!
gestabók
ég kom í gærkveldi úr langferð norðan af landi þar sem að ég og heitmaður minn og fleiri vinir vorum viðstödd eitt stykki brillup í bárðardalnum hjá enn einum vininum. það var semsé í bárðardalinn sem hægt er að keyra í 7 klukkustundir án þess að keyra fram af landinu. við lögðum af stað á föstudag og gistum þá á akureyri um nóttina á gistiheimilinu ás sem er rétt við ráðhúspladsen þeirra akureyringa. það var undurljúft nema þá að ég var örlítið smeyk við nágranna okkar þarna á gistiheimilinu sem virtust vera partýmenn. en blessunarlega kom í ljós að þetta voru kirkjuræknir blökkumenn sem voru hinir rólegastir þrátt fyrir tópaksklútana á höfðinu og víðu rappbuxurnar. svona er maður nú fordómafullur... á laugardag fórum við skötuhjú svo í gönguferð um bæinn og rákumst m.a.s. á útibú fríðu frænku þar sem að bibbi keypti ósköpin öll af vínil og reyndi að fá mig út í kjólakaup. hann gaf sig ekki fyrr en ég sagði já við eitureldrauðum bol úr 17 verslun akureyringa. seinna um daginn ókum við svo af stað í brúðkaupið, en bárðardalurinn er aðeins frá akureyri. við fengum þar gistingu í sumarbústað. það vildi nefnilega svo ótrúlega vel til að vinkona okkar sem var einnig gestur í brúðkaupinu þekkir mann sem á vin sem á fjölskyldu sem á sumarbústð þarna í bárðardalnum. að hugsa sér lukku! sumarbústaðurinn var hinn huggulegasti þó að ég gerði mér fljótt grein fyrir að það yrði ekkert um fönní bissness og rómantík í tipsynessinu síðar um kvöldið þar sem að engar voru hurðirnar á bústaðnum. nema þá þessi eina sem skilur að mann og náttúru, ekki klósetthurðin heldur útihurðin. það var nefnilega heldur ekki nein klósetthurð, bara blátt og gegnsætt tjald. þess vegna lá mér ósköpin öll á salernið þegar ég snéri heim úr ferðinni í gær... þið vitið hvað ég meina... brúðkaupið var yndislegt og fallegt og ég finn hvernig kvenlegur þankagangur minn í þá veruna er farinn að láta í sér heyra, hærra og hærra með hverju brúðkaupinu. best að prinsinn viti ekkert af því, annars er ég hrædd um að hann tæki til fótanna.
ég táraðist þrisvar sinnum í athöfninni og kreysti fast með sveittri hendi hendina á manninum mínum. mikið vona ég að ég giftist einhvern tímann í kirkju og með öllu... veislan var líka stórskemmtileg og við hjú dönsuðum eins og fullorðin, samkvæmisdansa við harmonikkuspil.
á leiðinni heim í gær hlustðum við á kryddlegin hjörtu á hljóðspólu og komum við á nokkrum söfnum. t.d. safnasafninu þarna rétt fyrir utan akureyri og svo öðru safni á akureyri þar sem að maður að nafni óli g var að sýna olíumálverk. hann er snillingur og ég mæli með að allir kynni sér þann andskotans snilling. ég ætla að verða svona snillingur.
mér varð hugsað á leiðinni heim til samskipta ökumanna. nú er ég ekki með bílpróf og kann ekki einu sinni að keyra, hef bara aldrei þurft þess, en mér þykja þessi samskipti stórmerkileg. t.d. þegar lögreglan eða sjúkrabíll þurfa að komast áfram og setja bláu ljósin á og stundum sírenur, færa sig allir frá og mér finnst eitthvað svo fallegt við það. líka eins og þegar taka þarf fram úr, við lentum í því í gær, sem er reyndar óþarfa stress að mínu mati, en hvað um það. þá var vörubíll á undan okkur svo að skyggnið fyrir aftan hann var ekkert mjög gott. þá gaf vörubílstjórinn okkur merki um að nú væri öllu óhætt og keyrði aðeins út í kantinn til að við ættum betur með að komast fram hjá honum. það fannst mér óskaplega fallegt. shit!!! matartími búinn...
see ya!
gestabók
föstudagur
kærastinn minn vill meina að rósa ingólfs sé falleg kona. ég er ekki alveg að gúddera það því að í mínum huga er það þannig, að sú staðreynd að honum þyki rósa ingólfs falleg er eins og að ef mér þætti egill ólafsson myndarlegur maður...
gestabók
gestabók
fimmtudagur
rómantísk reykjavíkur rigningin
gælir við götur og gluggann minn.
leitar nú heillaður hugurinn
til manar er missti ég víst um sinn.
gangljósin glitra í malbikinu
eftirgerð borgar af blikinu
er lifir svo sterkt í augunum hennar.
fegurstu stelpunnar,
ástarinnar minnar.
.....þetta samdi nú maðurinn sem ég elska.......
gestabók
gælir við götur og gluggann minn.
leitar nú heillaður hugurinn
til manar er missti ég víst um sinn.
gangljósin glitra í malbikinu
eftirgerð borgar af blikinu
er lifir svo sterkt í augunum hennar.
fegurstu stelpunnar,
ástarinnar minnar.
.....þetta samdi nú maðurinn sem ég elska.......
gestabók
ola!
á morgun er förinni heitið út úr bænum í brúðkaup sem fram mun fara á laugardag. ég get bara ómögulega munað hvurt við erum að fara í þetta brúðkaup, ég og heitmaður minn en það eru þó ekki við sem erum að fara að láta pússa okkur saman. ekki strax litla skinn... en hitt veit ég þó að maður er víst einhverja 7 eða 8 klukkutíma að keyra á þennan stað þar sem að fjörið fer fram. ég, borgarbarnið kom nú bara af fjöllum þegar mér voru tjáðar þessar upplýsingar. ég hélt að það lengsta sem að hægt væri að keyra á íslandi væri í 5 tíma og þá myndi maður bara enda á akureyri. auk þess eru bara 3 eða 4 ár síðan ég gerði mér grein fyrir því hvar esjan er. ég er með athyglisbrest ef það breytir einhverju um álit ykkar á mér eftir þessar staðreyndir um fáfræði mína. ég er auðvitað að ýkja eins og ég geri venjulega í frásögnum en ég viðurkenni alveg að það er smá sannleikur í þessu... ætli við ökum bara ekki fram af landinu..?
ég kvaddi bestu vinkonu mína á þriðjudagskvöldið og skældi í handakrikann á henni því ég er svo meyr og hata kveðjustundir eins og kvikmyndastjörnurnar. hún flutti búferlum til danmerkur á sínum tíma til að vera þar við nám. og ég sem hata skóla... en hún er birtan mín og alltaf verður svo mér ber skylda til að fyrirgefa henni. en mikið óskaplega á ég eftir að sakna hennar. ég var ansi fljót að venjast því að geta talað við hana á ögurstundum en svo allt í einu... púff! engin meiri birta. en svon er nú það...
see ya!!!
á morgun er förinni heitið út úr bænum í brúðkaup sem fram mun fara á laugardag. ég get bara ómögulega munað hvurt við erum að fara í þetta brúðkaup, ég og heitmaður minn en það eru þó ekki við sem erum að fara að láta pússa okkur saman. ekki strax litla skinn... en hitt veit ég þó að maður er víst einhverja 7 eða 8 klukkutíma að keyra á þennan stað þar sem að fjörið fer fram. ég, borgarbarnið kom nú bara af fjöllum þegar mér voru tjáðar þessar upplýsingar. ég hélt að það lengsta sem að hægt væri að keyra á íslandi væri í 5 tíma og þá myndi maður bara enda á akureyri. auk þess eru bara 3 eða 4 ár síðan ég gerði mér grein fyrir því hvar esjan er. ég er með athyglisbrest ef það breytir einhverju um álit ykkar á mér eftir þessar staðreyndir um fáfræði mína. ég er auðvitað að ýkja eins og ég geri venjulega í frásögnum en ég viðurkenni alveg að það er smá sannleikur í þessu... ætli við ökum bara ekki fram af landinu..?
ég kvaddi bestu vinkonu mína á þriðjudagskvöldið og skældi í handakrikann á henni því ég er svo meyr og hata kveðjustundir eins og kvikmyndastjörnurnar. hún flutti búferlum til danmerkur á sínum tíma til að vera þar við nám. og ég sem hata skóla... en hún er birtan mín og alltaf verður svo mér ber skylda til að fyrirgefa henni. en mikið óskaplega á ég eftir að sakna hennar. ég var ansi fljót að venjast því að geta talað við hana á ögurstundum en svo allt í einu... púff! engin meiri birta. en svon er nú það...
see ya!!!
miðvikudagur
ég talaði illa um bissnessmenn, man ekki eftir því, en gerði það samt líklega. læknirinn tróð upp í munninn á mér og alla leið niður í kok einhverri skraufþurri íspinnastöng í gær. þetta var samt svona eins og stór útgáfa af íspinnastöng. svo hruflaði hann við öllu þarna í hálsinum á mér þangað til að ég var búin að missa niður allan dömuskap og eithvað af kúlinu og farin að kúgast óskaplega og tárast. þá fyrst fannst honum tilefni til að spyrja út í þægindi mín... svo skrifaði hann bara upp á pensilín og sendi mig burt. hann sá sem betur fer ekkert krabbamein sem að sjúkur hugur minn var búin að ímynda sér að væri að grassera í hálsinum á mér. en... pensilín er að mínu mati jafn djöfullegt og hákarlar og þess vegna er ég ekki par ánægð með þetta. en fokk it! þá kannski fer hálsbólgan ógurlega. og ég ekki einu sinni með kirtla.
gestabók
gestabók
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)