sunnudagur

að lokum...
jæja! fékk loksins DV sem að viðtalið við mig um bloggið mitt var í. það er fyrir tilstuðlan heiðu sem vinnur með mér. takk heiða! myndin er ágæt fyrir utan að það er einhver ljósgræn lína sem liggur akkúrat yfir augun á mér og ég lít út fyrir að vera ófrísk. og ekki var nú vitnað í það besta sem ég hef skrifað á þessu bloggi... og ég sagði ekki að það kæmu 300 manns inn á síðuna mína á dag! so what! ég vissi svosum alveg og hef í rauninni alltaf haldið fram að DV er ekki sá allra áreiðanlegasti fréttamiðill sem um getur. en allavega, gaman að vera komin með þetta í hendurnar...
ég er að hugsa um að fá mér eitt lítið rauðvínsglas til að hressa aðeins upp á sálartetrið sem eitthvað er að angra mig í dag og fara svo bara að pakka fyrir vesturförina. ég veit fátt skemmtilegra en að pakka í ferðatösku.
mér finnst að fólk sem ekki vinnur ídol keppnina ætti bara taka því með reisn en ekki gefa út geisladiska með væmnum ástar-klisju-lögum.
jæja börnin mín...
þetta verður kannski seinasta færslan mín þangað til að ég kem aftur heim úr sveitasælunni eftir viku. ég hlakka óskaplega mikið til að fara vestur en það fylgir því líka örlítill tregi því ég verð jú líka frá erninum mínum í þessa viku. ég er að reyna að vera hörkutól þó að mér hafi aldrei farnast neitt sérlega vel á því sviði því ég er óumflýjanlega mikill kettlingur í raun og veru þegar kemur að hjartans málum. þið úffið kannski og púffið, finnst þetta ekkert mál og ég ætlaði ekkert að segja um þetta en ég get ekki á mér setið... ég á eftir að dauð-sakna hans. og líka dimmalimm. og líka fallega heimilisins míns...
það væri mikið gleðiefni ef að einu lögreglumálin sem upp koma þessa helgi tengdust eingöngu eiturlyfjum en ekki nauðgunum.
ég dottaði í sófanum í gær og dreymdi að dimmalimm væri týnd. það eyðilagði restina af kvöldinu.

laugardagur

laugardagskvöld (verslunarmannahelgi) hjá veikri tinnu og örninn minn er í þessum töluðu orðum á akureyri að spila á gítarinn sinn, karlmennið mitt... það er einhver bresk sakamálamynd í sjónvarpinu, elsku rúv, sem ég hef ómögulega getað komið mér inn í af augljósum ástæðum. þ.a.l. hef ég eytt seinasta klukkutímanum eða svo í að panta mér brjóstahaldara og rautt bikiní með hvítum doppum sem ég er búin að vera með "bóner" yfir í nokkra mánuði á veraldarvefnum. ég réttlæti þessi kaup mín með veikindunum sem á mig herja og þeirri staðreynd að peningar eru til að eyða þeim þegar maður er búin að borga reikningana... eða eitthvað.
en örninn minn kemur heim á morgun og svo eru tónleikar á gauknum um kveldið með shadow parade, ég stefni á að vera orðin nógu hress til að fara á þá. og úr því að það verður mín eina skemmtun um þessa verslunarmannahelgi ætla ég að vera ofur-fín en þó sleppa allri drykkju því að það lítur út fyrir að ég sé að fara að taka rútuna til kötu systur eld snemma á mánudagsmorguninn.
nú er eitthvað skemmtilegt að byrja á rúv held ég. blex.

fimmtudagur

ég andskotaðist loksins í bankann í dag og skráði mig í greiðsluþjónustu. það sem ég uppskar við það eru miklar áhyggjur og skilningsleysi á því hvernig hlutirnir ganga fyrir sig í bönkum. stúlkan sem afgreiddi mig bætti ekki úr skák, augljóslega sumarafleysingarstúlka. ég skal alveg vera umburðarlynd gagnvart sumarafleysingarfólki í t.d. matvöruverslunum eða fatabúðum en kommon! í banka hlýtur fólkið að þurfa að vita hvað það á að gera og hvernig þarf að gera það. í fyrsta lagi voru brjóstin á henni að vella upp úr bolnum hennar allan tímann sem ég sat gegnt henni og mér stóð ekki á sama auk þess sem hún notaði frasa eins og "ég nenni ekki" og "ég er ekki viss", ekkert voðalega "trustworthy" starfsmaður. og svo sagði hún að þetta tæki nokkra daga, kannski alveg tíu daga. og hvað þýðir það? verða þá bara reikningarnir mínir og leigan ekkert borguð á réttum tíma? leigan?!?!?! gluð hjálpi mér! ég á eftir að farast úr angist og áhyggjum... ég er farin að efast um ágæti greiðsluþjónustu og bölva nú í hljóði öllum þeim sem að dásömuðu þetta fyrirbæri í mín eyru.
útvarpsauglýsing: "nýju ferðaklósettin eru ómissandi í ferðalagið. landmælingar íslands." ertu ekki að grínast? mér hlýtur að hafa misheyrst...
hey! gleymdi einu... ég fæ 3500 kr. endurgreitt frá skattinum. vúhú!! ég hef ákveðið að kaupa pizzur fyrir alla upphæðina...
dóra litla kom til mín í gær. dóra litla sem er örugglega betri vinur en margan grunar, a.m.k. finnst mér það því hún er svo sannarlega búin að sýna fram á það. við spjölluðum og lásum bresk slúðurblöð um breskar leikkonur með lystarstol. hvenær ætlar þessu að linna? annaðhvort þessu lystarstoli eða þá umfjölluninni um þessar leikkonur með lystarstolið... undarlegt hvað fólk og þ.á.m. ég er "fixerað" á holdarfar. ég veit að það er löngu orðin úrelt klisja að velta sér uppúr þessu og nöldra yfir en mér leiðist þetta bara svo óskaplega. ég vildi óska að þessar fyrirfram ákveðnu holdarfars- og útlitshugmyndir hefðu engin áhrif á mig eða neinn. því hvaða gleði liggur í því að vera þvengmjór?
en ég og dóra horfðum líka á myndina birth með nicole kidman. það voru nú meiri undarlegheitin. nicole leikur konu sem missir mann sinn en svo tíu árum seinna birtist hann endurholdgaður í litlum dreng, eða ekki, ég er ekki alveg viss með það... en nicole sannfærist allavega og heldur að þetta sé maðurinn sinn sem gerir það að verkum að það myndast talsverð kynferðisleg spenna á milli hennar og litla drengsins, eða kannski meira svona kynferðislegur undirtónn. og ég var einhvern veginn alla myndina í angistarkasti yfir því að það myndi eitthvað viðbjóðslegt gerast á milli nicole og drengsins. ég hefði ómögulega þolað það enda veit ég fátt viðbjóðslegra en að setja börn í kynferðislegar aðstæður... ugh... ég get m.a.s. tæplega hugsað um það hvað þá skrifað. kannski er ég bara svona mikil tepra...

ég keypti mér ferðatösku í gær í flugfreyju stærðinni til að taka með vestur til kötu systur. hún er brjálæðislega túrkisblá og ég er mjög skotin í henni. varð að taka hana fram yfir lime-grænu vinkonu mína sem ég sat fyrir með í pennabæklinginum...

það er ekkert launungamál að mér finnast íslenskir læknar óttalega vitlausir. ég segi kannski ekki allir en flestir þeir sem ég hef þurft að hafa samskipti við. það hefur bara of oft gerst þegar ég hef þurft að leita til læknis að þeir virðast ekkert í sinn haus vita og enda oft á því að spyrja mig hvað mér finnist þeir eigi að gera. STÓR-merkilegt! þ.a.l. fer ég ekki til læknis nema að ég sé viss um að ég geti ekki með nokkru móti lagað sjálf það sem er að. en ástæðan fyrir því að ég er að skrifa um þetta er sú að ég mundi eina svona læknasögu í morgun... þegar ég var unglingur var mér oft illt í liðamótunum, þ.e. hnjánum og olnbogunum. að endingu og eftir miklar þjáningar fór fyrrverandi stjúppabbi minn með mig til læknis. við bjuggum á þeim helvíska stað mosfellsbæ á þessum tíma. þegar til læknisins var komið talaði hún við mig eins og ég væri þroskaheft og án þess einu sinni að skoða mig á neinn hátt, spurði bara aulalegra spurninga um hversu oft ég drykki áfengi og hvort ég væri búin að sofa hjá. hún komst síðan, á einhvern undarlega hátt að þeirri niðurstöðu að lækningin mín lægi í því að ég svæfi í tvær vikur með níðþröng teygjubindi utan um liðamótin á mér. það er skemmst frá því að segja að auðvitað var það ekki það sem ég þurfti, ég svaf með teygjubindin í nokkrar nætur upp á von og ótta að það virkaði en hætti því snögglega þegar ég var við það að fá blóðtappa og vaknaði með enga tilfinningu í útlimunum á morgnana. það sem ég þarf er að nudda á mér axlirnar eða láta nudda reglulega því þetta er vöðvabólga sem ýtir á taugarnar sem gerir það að verkum að ég fæ verk í liðamótin. blessunarlega er kærastinn minn yndislega góður nuddari... en það er annað úr þessari tilgangslausu læknisheimsókn sem mér er minnisstætt... ég fékk brjóst mjög snemma sem er í sjálfu sér ekkert vandamál nema þó ef maður á stjúppabba sem gerir stöðugt grín af manni. og þannig var það hjá mér, ég þurfti að hlusta á heimskulegar háðsglósur um þetta viðkvæma efni frá upphafi uppsprettu þeirra. ég man best eftir því þegar hann kallaði brjóstin á mér, 11 ára stelpu spæld egg með sprengdum rauðum og hló svo rosalega. það er kannski fyndið en ég sé það ekki... þ.a.l. lærði ég að skammast mín fyrir brjóstin á mér og reyndi eftir bestu getu að fela þau, það fólst m.a. í því að ég byrjaði að ganga um mjög hokin og er ennþá í dag að reyna að rétta úr bakinu á mér og sætta mig við að brjóst eru því miður óumflýjanlegur partur af kvenmannslíkamanum. en í þessari heimskulegu læknaheimsókn þarna barst einmitt talið að því hvað ég væri hokin. og það tal fór ekki fram á milli mín og læknisins heldur stóðu hún og fyrrverandi stjúpi og flissuðu að því að ég myndi bara enda í hjólastól fyrir tvítugt ef ég hætti ekki að vera svona hokin. hann hló að því sem að hann hafði sjálfur sáð. en ég er blessunarlega laus við þennan aumingja úr lífi mínu og ég er 26 ára og enn ekki komin í hjólastól....

það er óheyrilega mikið magn af viðbjóðslegum íslenskum lögum spiluð í útvarpinu þessa dagana. ég fyllist sérstaklega miklum viðbjóði þegar ég heyri þjóðhátíðarlagið, en það er að sjálfgsögðu af skiljanlegum ástæðum.

ég og örninn fórum aðeins á barinn í gær, einn bjór fyrir háttinn. og ég er sannfærð um að það hafi ekki verið miðvikudagur, það var jafn fullt á sirkus eins og á hverju öðru föstudags- eða laugardagskveldi. er þetta upphitun fyrir verslunarmannahelgina?

það var viðtal við mig í DV (ég veit, ég skammast mín...) á mánudaginn útaf blogginu mínu, þessu sem þið eruð að lesa núna nema hvað að ég missti af því og enginn sagði mér frá því fyrr en í gær. og nú spyr ég, á einhver DV frá því á mánudaginn?

miðvikudagur

dimmalimm er byrjuð að fara út. það er dáldið stressandi að hleypa einkabarninu sínu einu út að leika en ég verð að sleppa tökunum og vona það besta. ég er líka nokk viss um að ég þurfi að fara með hana í einhverjar rassa-orma-sprautur og svo er kannski kominn tími til að taka hana úr sambandi svo það verði ekki allt morandi í litlum dimmalimm-um hérna á bergó. mig óar samt við tilhugsuninni um að láta rífa allt úr henni sem gerir hana að kvenkyns veru... en kosturinn við þetta allt saman er þó að nú mun hún að öllum líkindum byrja að gera þarfir sínar úti, þó vonandi ekki í sandkassa þar sem börn hafast við. þá mun ég losna við kúkalyktina úr andyrinu hjá mér þar sem klósettið hennar er staðsett. það er með ólíkindum að hversu vel sem ég hugsa um að halda þessum kassa hennar hreinum "gossar" alltaf upp einhver andstyggilegur saurþefur. andstyggilegt! því nú er ég frekar hreinleg manneskja...
ég er hætt að gera plön fyrir daginn, þau standast aldrei. eins og í gær... jú, mér tókst að setja í vél og vaska upp en endaði svo bara undir sæng eftir það að horfa á 4. seríu af sex & the city. að sjálfsögðu með bullandi samviskubit yfir því að vera ekki úti að leika, ef að það hefði verið rigning liti þetta allt öðruvísi út. ég bara sé ekki tilganginn í því að vafra um allt í einhverri angist, ég á enga peninga og get þess vegna ekki einu sinni farið á kaffihús, alveg eins gott að vera bara heima þá. en örninn var búin snemma í gær í vinnunni og við fórum út í kaupmannahafnar-veðrið, fengum okkur ís og dóluðum okkur. við kíktum í hjálpræðishersbúðina, það eru alltaf jafn mikil vonbrigði. sú var tíðin að ég keypti öll mín föt þar en núorðið finn ég bara ekki neitt þegar ég fer þangað, það eru einstaka undantekningar en svona "over-all", aldrei neitt. kannski er ég orðin snobbuð? eftir þessi áreiðanlegu vonbrigði fórum við í fríðu frænku, engin vonbrigði þar. héngum örugglega í klukkutíma inni í búðinni að skoða og langa í allt, við erum með augastað á einum gluggatjöldum þar og líka nokkrum gólflömpum sem eru samt aðeins of dýrir fyrir okkar "budget". ég er ekki alveg að "gúddera" að kaupa lampa á 20 þúsund þegar að það er hægt að fá jafn fína gólflampa á 5000 kall í ikea. þegar við vorum búin að vera vandræðalega lengi inni í fríðu frænku fórum við í ríkið og keyptum okkur rauðvín. röltum svo í hljómskálagarðinn á blettinn minn sem er alltaf sól og logn á og dreyptum á rauðvíni. bara ef að allir dagar væru svona... rauðvín & kossar. ég ætla að skjóta því að að ég er komin með leið á austurvelli, mér finnst það ofmetinn staður sem að tískufórnarlömb sækja.
ég er hrædd við nágrannana mína, eins og venjulega. við eigum þvottavél hérna úti í porti sem er ónýt og við þurfum að fara með á haugana, höfum bara ekki komist í það og munum ekki gera fyrr en eftir svona u.þ.b. tvær vikur. en ég heyrði í nágrönnunum vera að pirra sig á henni í gær og ég faldi mig undir eldhúsborðinu af ótta við að þurfa að svara fyrir mig... nei, ég er að grínast, ég faldi mig ekki undir borði en eg var samt pínu hrædd um að verða skömmuð, lifi í stöðugum ótta við það. og nú er ég sannfærð um að allir hati okkur í húsinu og líti á okkur sem einhvern subbu-lýð. eða kannski ekki...
ég á engar sígarettur.

þriðjudagur

ég ætla að byrja í megrun í dag.
hressandi hversu margir höfðu hausa uppfulla af majónes-staðgenglum, ég þarf augljóslega aldrei að láta þennan hvít-gula fitu-viðbjóð inn fyrir mínar varir aftur.
plan dagsins: vaska upp, nennti því ekki í gær. þvo þvott, fara í bankann... oh brother..., fara í bónus og kaupa te og þvottaefni, fara í eymó og kaupa (skrifa á mig) málningu, pensla, blýanta og ferðatösku. ferðatosku? spyrjið þið ykkur... ég er nefnilega að fara vestur til kötu systur á mánudaginn og vinna með henni í veiðihúsinu eins og ég gerði líka seinasta sumar. ég hlakka ótrúlega mikið til, bæði af því að mig langar svo óskaplega mikið til að komast aðeins burt úr borginni sem ég er u.þ.b. komin með upp í kok af og svo að fá að vera með stóru systur. það verður reyndar erfiðast að vera frá konungi fuglanna í viku en iss piss, ég hlýt að þola það. plús það þá á megrunin eftir að fjúka útum gluggann þegar ég kem til kötu þar sem að hún er besti kokkur sem ég veit um og ef þetta verður eitthvað eins og í fyrra mun ég ekki hætta að troða í mig fyrr en ég er komin upp í rútuna á leiðinni suður aftur. og ég mun að öllum líkindum ekkert blogga heldur í þessa viku sem ég verð þarna fyrir vestan, en ég ætla að taka tölvuna mína litlu með og byrja á skáldsögunni minni með sjálfsævisögulega ívafinu.
núna er kannski rétti tíminn til að tilkynna ykkur að ég er hætt á dagvöktum í eymó. ef þið viljið sjá mig verðið þið að hanga þar um helgar eftir 14. ágúst.

mánudagur

borðað í dag:
3 brauðsneiðar með túnfisksalati

borðað í kvöld (framreitt af erni):
1 brauðsneið í ofni með bökuðum baunum og osti
1 maís-stöngull

og þúsund glös af ribena djúsi sem að ég er með æði fyrir þessa dagana...
auk þess er ég með fitubollu-komplexa. andskotans unglingaveiki! ætlar aldrei að eldast af manni.

ég er að horfa á kastljósið með öðru auganu, ekki hægt að ætlast til meira af mér enda er ég bara 26 ára. og ég verð því miður að viðurkenna að ég er sammála honum gísla litla hafsteini. þeir sem horfðu á kastljósið vita hvað ég meina...
ég ætla að skella í eina vél áður en myndin um fyrri konuna hans einstein byrjar. hlakka óskaplega til að sjá hana, kerlingagreyið var víst snuðuð um sitt "kredit" í afstæðiskenningunni ef ég skyldi gröðu þuluna rétt þegar hún tilkynnti efni rúv í kvöld. ég er nefnilega óskaplega hrifin af kenningum og hugmyndum einstein...
ég er ennþá hérna... ekki farin í sturtu. nú sit ég bara á kirsuberja-flónelnáttfötunum að borða skorpubrauð með ss túnfisksalati og slettu af samviskubiti yfir því að vera ekki úti í brennó eða eitthvað álíka. talandi um túnfisksalat... mér finnst majónes viðbjóður, ekki gefa mér majónesdollu í tækifærisgjöf. ég man samt óljóst eftir því þegar ég bjó í amsterdam veturinn 2002 að borða fitugar franskar löðrandi í majónesi. þetta er ekki eitthvað sem ég segi öllum og fer í sama pott og verslunarmannahelgin 1996... ég vona að ég geti bara farið í einhverja aðgerð og látið fjarlægja þetta úr minninu á mér.
annað sem að ég verð að viðurkenna... ég hef enn ekki farið í bankann. ég verð að fara á morgun, annars er ég formlega orðin aftur smákrakki og helbert dusilmenni. sinnti reyndar einum svona "fullorðins" erindagjörðum í dag en það kostaði bara eitt símtal. en það er búið og heilmikill persónulegur sigur sökum margrómuðu símafóbíunnar minnar. æji, ég er komin með illt í mallann...
gat það verið að maðurinn sem að bresku lögreglumennirnir skutu í seinustu viku var ekki á neinn hátt tengdur hryðjuverkunum í london? ég vissi þetta! það var það fyrsta sem ég hugsaði þegar ég heyrði fréttirnar, að hann væri sakleysingi. ömurlegt alveg hreint!
ég ætla að hitta hann gulla minn í kvöld, ekkert ömurlegt við það.
fallegur texti eftir adam sandler:

I wanna make you smile whenever you're sad
Carry you around when your arthritis is bad
All I wanna do is grow old with you

I'll get your medicine when your tummy aches
Build you a fire if the furnace breaks
Oh it could be so nice, growing old with you

I'll miss you
Kiss you
Give you my coat when you are cold

Need you
Feed you
Even let ya hold the remote control

So let me do the dishes in our kitchen sink
Put you to bed if you've had too much to drink
I could be the man who grows old with you
I wanna grow old with you
er virkilega kominn mánudagur? aftur???
ég svaf lengi, sem var gott. komst að því þegar ég vaknaði, ekki seinna vænna, að mér líður nokkuð vel þegar ég sef svona aðeins frameftir. nú get ég étið ofan í mig allar yfirlýsingar um þarfaleysi svefns. ekki það að ég ætli að leggja þetta í vana minn, herra minn nei! mamma vakti mig líka, sem betur fer, veit ekki hvernig þetta hefði annars endað og ég sendi hana út í bakarí að kaupa skorpubrauð og það átum við með bestu lyst með túnfisksalati og drukkum rótsterkt hálf-þýskt tinnu-kaffi með.
plan dagsins: sturta, heimilisverk (ég er heimavinnandi húsmóðir í sumarfríinu) og svo ætla ég að byrja að mála fyrir sýninguna sem ég og þura ætlum að halda saman í september. það er alltaf pínu erfitt að byrja á nýju málverki, ég er af einhverjum ástæðum hrædd við það og feimin. en ef ég hendi mér bara út í það með góða músík í eyrunum gerist alltaf eitthvað magnað. og hausinn á mér er hvort sem er að springa af hugmyndum, góðum og fallegum hugmyndum sem tengjast öllu þessu yndislega sem er að gerast hjá mér.
ég hitti mömmu og pabba arnar í gær, kristjönu & kristján, þau komu í sunnudags-te til okkar. þetta var í fyrsta skipti sem ég hitti þau síðan að ég og örn urðum skotin. alltaf pínu stressandi að hitta mömmu og pabba kærastans í fyrsta skipti. en ég tel mig samt vera nógu vel samskiptalega séð þróaða til að geta höndlað þessar aðstæður eftir bestu getu og þannig var það líka. og ekki annað hægt þegar að maður mætir svona mikilli hlýju við fyrstu kynni, heilsað með kossi og brosi. allir í fjölskyldunni hans eru svona gott fólk og nú er ég búin að hitta þau öll... nú kemur væmni fossinn... það var ótrúlega gaman, mér fannst eins og ég hefði milljón sinnum áður setið með þeim og spjallað og drukkið te, ekkert stress og engin feimni, það hlýtur að vera góðs viti. við fórum svo á asíu að borða í boði kristjáns. hmmm... hvað get ég sagt? ég er hamingjusöm, er það ekki allt sem segja þarf?
fyrir nokkrum vikum keypti ég dönsku þættina riget á vhs af hulla. ég gleymdi þeim svo alltaf á tryggvagötunni en við sóttum þá í gær af því að nú er verið að tæma tryggvó, strákarnir fluttir. það er skrýtið að hugsa til þess að ég muni ekki aftur fara á tryggvagötuna, pínu sorglegt því að þarna í þessu húsi eiga næstum allar mínar upplifanir og tilfinningar s.l. rúmu fimm árin rætur sínar að rekja. bestu vinir mínir tengjast tryggvagötunni, ástarsorg, ást, hlátur, gleði og örninn minn. ef ég hefði ekki kynnst strákunum mínum á tryggvagötunni hefði ég aldrei hitt örninn minn... jukk! þetta ætlar augljóslega að verða mjög væminn mánudagur... en þetta fær mig líka til að hugsa um það hvernig pínulitlir hlutir sem tengjast geta haft svona ótrúlega mikil og stór áhrif á allt.
ég er hætt, farin í kalda sturtu.
p.s. ég ætla ekki að taka þátt í því að pirra mig á nýja strætisvagnakerfinu.

sunnudagur

ég verð bara að hafa skoðun á þessu... en mér finnst ekki gaman að horfa á sigmar b. hauksson á rúv á sunnudagskveldi að skjóta hjartardýr, rista þau á hol, rífa úr þem innyflin og draga þau svo í reipi yfir einhverja heiði í skotlandi. andskotans plebbaskapur!

laugardagur

í dag er mér mjög óglatt en ég þarf samt sem áður að gera hluti. ég þarf að fara í sturtu, ekki svo slæmt. en svo þarf ég að fara í kringluna, það auma "pleis" sem gerir það alltaf að verkum að ég fæ semi-taugaáfall. til þess að komast þangað þarf ég að finna út úr árans nýja strætókerfinu og það upp á von og óvon að ég lendi ekki í grafavoginum. ástæðan fyrir því að ég þarf að fara í kringluna er sú að mig vantar púður og púðrið mitt fæ ég ekki nema í body shop sem eins og aðrar góðar verslanir þurfti að fara úr 101um.
í kvöld er hljómsveitin ÉG með útgáfutónleika á gauknum. ástin mín er líka í þeirri hljómsveit, örninn minn. það verður rosa partý, kostar bara 500 kall inn, held ég og það er m.a.s. áfengi í boði fyrir þá sem hafa áhuga á því.

fimmtudagur

verslunarmannahelgina 1996 þegar ég var 17 ára og ólafur ragnar var nýorðinn forseti vor brá ég mér til vestmannaeyja á þjóðhátíð. ástæðan fyrir því er var ekki sú að ég væri svo skelfilega æst í að upplifa þessa firringu heldur var ég í þess lags vinahópi og lítið annað að gera en að fara með vinunum. og svo var ég líka óskaplega skotin í strák sem var að fara þangað. ég hef ekkert um þessa helgi annað að segja en ég vona að mér verði einhvern tímann sá griður gerður að ég geti barasta gleymt henni allri eins og hún lagði sig. ég held ég muni aldrei geta með góðu móti farið aftur til vestmannaeyja og hvað þá til að vera viðstödd brekkusönginn.... mér var bara hugsað til þessarar vesælu helgar af því að hún rennur nú brátt í garð og svo er verið að gefa miða á þjóðhátíð á rás 2. EKKI FARA!
en að léttara hjali... ég er búin að mála kommóðuna og er þ.a.l. í lakk-vímu og öll blá á höndunum. en kommóðan er fögur eins og himininn.
ég var að hlusta á þetta lag áðan með bob dylan. það er óskaplega fallegt og minnir mig á ástina...

See the pyramids along the Nile
Watch the sun rise on a tropic isle
Just remember, darling, all the while
You belong to me.

See the marketplace in old Algiers
Send me photographs and souvenirs
But just remember when a dream appears
You belong to me.

I'll be so alone without you
Maybe you'll be lonesome too

Fly the ocean in a silver plane
Watch the jungle when it's wet with rain
Just remember till you're home again
You belong to me
You belong to me

I'll be so alone without you
Maybe you'll be lonesome too

Fly the ocean in a silver plane
Watch the jungle when it's wet with rain
Just remember till you're home again
You belong to me
You belong to me
You belong to me
ég sef sjaldan fram eftir og hef í rauninni aldrei gert, alveg síðan ég var barn. mér finnst tímasóun að sofa, á morgnana þ.e. ekkert að því að leggja sig á daginn svosum nema að það kostar oft samviskubit og geðvonsku sem varir fyrsta hálftímann eftir vöknun. morgnarnir eru nefnilega minn uppáhalds tími dagsins og ég læt ekki þekkja mig fyrir annað en að vera komin á fætur fyrir 10, að svo gefnu að ég sé í fríi. auk þess vakna ég fyrir tvo á virku morgnunum því að erninum mínum finnst ekki jafn gaman og mér að vakna á morgnana og ég hef næga orku til að vekja tvo. þá fáum við okkur oftast te og rýnum í fréttablaðið á meðan örninn lifnar við. en í morgun ákvað ég að vera lengur í rúminu í dag en ella. og það tekur á því ég er ekkert þreytt og mig er farið að klæja í tærnar að gera eitthvað og klukkan ekki einu sinni orðin 10. en a.m.k. ligg ég í rúminu að skrifa þetta...
það var para-spilakvöld í gær. birta & rúnar, bryncí & snær og þura & maggi komu til okkar og við borðuðum pizzu, drukkum bjór og spiluðum popppunkt. popppunktur er skemmtilegt spil... svona fyrstu tvo tímana, eftir það fer manni bara að leiðast, allavega mér. og það tekur oftast alveg fjóra tíma að klára eitt spil sem er óþarflega langur tími að mínu mati. en þetta hafðist þó ég viðurkenni alveg að ég hefði getað staðið mig betur, var bara orðin sybbin þarna undir lokin. en það kemur mér á óvart þegar popppunktur er spilaður hvað maður veit óskaplega mikið um hljómsveitir o.þ.h. hlutir sem að ég hafði ekki einu sinni hugmynd um að ég vissi poppa upp í hausinn á mér í spurningarflóðinu. mér finnast bjölluspurningarnar skemmtilegastar en poppstjarnan verst af því að ég er svo feimin.
shadow parade voru magnaðir á þriðjudaginn. ég er náttúrulega mjög hlutdræg en mér fannst það og finnst.
hlutir til að gera í dag: fara á fætur, taka til, klára að mála kommóðuna, finna kistu fulla af peningum, fara í sturtu, hjóla niður á tjörn og gefa öndunum brauð.

þriðjudagur

jæja krakkar!
þá er kærastinn minn og hljómsveitin sem að hann er í, shadow parade að fara að spila á gauknum í kveld. það kostar bara 500 kall inn OG þið fáið disk með. HA!!! þið verðið að koma og heyra þessa íðilfögru tóna sem piltarnir ná að elda saman og ég er ekki bara að segja þetta af því að ég sef hjá einum í hljómsveitinni, þetta er sannleikur. tónlistin hjá shadow parade er falleg, gröð (ekki þannig að maður detti úr nærbuxunum heldur hinsegin gröð), auð-hlustuð án þess að vera klisja, það er einhver einlægni, semi-lágstemmd og umfram allt stór-mögnuð. þið ættuð a.m.k. að koma þó það væri ekki nema til að halda grúppíu #1, mér félagsskap. húsið opnar kl. 21.
see ya!

mánudagur

ekki fór ég í bankann og ekki er ég byrjuð á kommóðunni... er samt að fara að byrja. eina sígarettu fyrst... ég fór í staðinn í hljómskálagarðinn með teppi, bækur og ferða-útvarp. þar sat ég í næstum þrjá tíma og náði mér í "eðlilega" og krabbameinsvaldandi brúnku, las og dottaði í augnablik. samt með annað augað opið af því að ég var svo hrædd um að vakna með einhvern útigangsmann ofan á mér. eiga ekki sumarfrí að vera svona hvort sem er? maður á bara að hanga og gera það sem maður vill, barnlaus and all. samt finn ég fyrir einhverskonar samviskubiti lengst inni í hausnum á mér, eins og að ég eigi að vera að gera eitthvað voða merkilegt, eins og ég bara verði að drífa mig að mála kommóðuna annars er ég aumingi. og ég fer í bankann á morgun, ég lofa.
forgangsröðin hjá feministum er að mínu mati ansi hreint óskipulögð. þannig er það reyndar með margar baráttur sem háðar eru hér á íslandi í nafni hinna og þessara málefna. eins og þetta með snoop dogg.... það var eiginlega bara niðurlægjandi að horfa upp á einhverja reiða konu æða í landsbankann eða hvaða fasistastofnun það nú var til að fræða bankafólkið um hvers lags níðingur snoop er. orð eru eitt, gjörðir eru annað. það sem konur þurfa að láta yfir sig ganga dags daglega, hverja einustu mínútu út um allan heim gerir þessa texta hjá snoop að sleikipinna (orðið sleikipinni er hér notað til að lýsa sakleysi). hvar eru feministarnir þegar dómar upp á einn mánuð skilorðsbundið eru bornir upp á menn sem hafa nauðgað konu svo illa að hún þarf máske að liggja á spítala, líf hennar ónýtt? eða þegar að konur eru enn að fá mun lægri laun en karlmenn á vinnumarkaðinum fyrir nákvæmlega sömu vinnu? það er til svo miklu meiri viðbjóður í heiminum en einhverjir fjárans rapptextar sem ætti frekar að rýna í. og hvað nú? verður þessi áróður ekki bara eins og hver annar áróður hérna? hálfklárað verk, yfirgefið? tónleikarnir eru búnir og ég velti því fyrir mér hvort að einhverjar ungar stúlkur hafi hlaupið út úr egilshöll grenjandi yfir textunum hjá snoop, eða stóðu kannski feministar með svínablóð í fötu og biðu eftir því að hella því á æsta tónleikagesti... skammist ykkar!
í þessum töluðu orðum er snoop dogg örugglega útúr-freðinn í bláa lóninu með einhverja af þessum yndislegu og skírlífu stúlkum sem að ísland getur svo sannarlega hreykt sér af (kaldhæðni) að totta sig bleikan. og feministarnir í lagningu að fá sér nýjar steyptar gervineglur.
það er dáldið fyndið hvað það er mikið uppvask hjá tveimur manneskjum. mér finnst það... það er eins og að við eigum í leyni hérna í íbúðinni okkar einhver fimm börn eða fólk sem felur sig undir sófanum en kemur fram á næturnar og borðar af diskunum okkar. annar leynigestur er svo köttur sem læðist hérna inn um gluggann í skjóli næturs, ég held að það sé kærastinn hennar dimmalimm. hann át brauðið okkar í nótt og beit í banana.
í dag ætla ég að halda áfram að mála kommóðuna himinbláa og fara í bankann. ég hata að fara í bankann, fátt veldur mér jafn mikilli angist og sálarkvöl og bankaferðir. ég held að ég hafi talað um það hérna áður... en þess þarf, það er víst partur af því að vera fullorðinn. auk þess þarf ég að leggja höfuðið í bleyti núna og finna aðferð til að láta námslánin í vetur nægja mér. sem er ekki hægt... fasistar þarna hjá lín, er þetta ekki lán? ég þarf hvort sem er að borga þetta aftur og þess vegna skil ég ekki alveg hvers vegna það er ekki hægt að lána manni mannsæmandi upphæð. ég verð verra sett í vetur en handalaus öryrki.

laugardagur

ég ætti kannski að hætta í bloggpásunni? 13 dagar liðnir... einu sinni þegar ég var "morbit" unglingur og síðar ástfangin af öðrum manni var 13 uppáhalds talan mín. það skiptir engu núna...
ástæðan fyrir þessari bloggpásu minni undanfarnar tvær vikur skal ekki útlistuð hér en ástæðan er stór og krafðist mikillar umhugsunar af minni hálfu. nú er ég búin að hugsa og hef tekið gleði mína 85% á ný. eftir u.þ.b. viku verður gleðin endurheimt að fullu og þær áhyggjur sem plaga mig lagðar á hilluna. enda er yfir engu að kvarta svosum, ekki í þessu daglega lífi þ.e. ég er ástfangin, verð ástfangnari með hverjum deginum sem líður og það verður bara að hafa það að ég skrifi það hér. mér finnst ég ekki þurfa að hlífa neinum við þeirri staðreynd, ég á það skilið að hrópa upphátt hvað ég er skotin og hamingjusöm. það er nefnilega ekki á hverjum degi sem að ég eða einhver annar finnur jafn hreina ást og ég hef fundið. fólk ætti bara að samgleðjast. en svo er aftur krafan sem að gerð er til manns að ræða ekki hamingjuna upphátt. ef að þú ert hamingjusöm, haltu því fyrir sjálfa þig, ef þú ert óhamingjusöm forðast þig allir. þetta er eilíft limbó sem að ég verð að finna milliveginn á eða ekki... en akkúrat núna er mér sama þó að allir kúgist og gubbi af vanþóknun. ég er búin að finna hann! og hann fann mig! ég bý með honum í yndislegustu íbúðinni.
ég týndi annari kisunni minni þegar ég var að flytja, henni páku. ég vona að hún hafi fundið góða eigendur frekar en að eitthvað hræðilegra hafi gerst.
fyrir tæpum tveimur vikum klippti ég stykki úr hendinni á mér. það var óvart. ég var af einhverjum heimskulegum ástæðum að reyna að opna vínflösku með glæ-nýjum skærum sem runnu til í hendinni á mér og ég heyrði "hvisssssss" þegar þau klipptu stykkið burt. ég stóð auglitis til auglitis við gapandi sár, alveg inn í kjöt á hendinni á mér. blóðið lak og lak og lak og ég lá skælandi á baðherbergisgólfinu með hendina í vaskinum og sortnaði fyrir augum af því að viðkvæm sálin þolir illa blóð. það fékk mig reyndar til að velta vöngum yfir því hvers vegna það líður ekki yfir mig í hvert skipti sem að ég er á túr. ekki eru það kræsilegar aðstæður frekar en sár á hendinni. og mér leið eins og að ég væri ein í heiminum, liggjandi á gólfinu, skælandi eins og einhver ósjálfbjarga hvítvoðungur. örninn minn var á tónleikum og ég þorði ekki að hringja, ég hef enn ekki vanist því að nú loksins hef ég einhvern sem að kemur til mín þegar ég kalla. það er reyndar yndisleg tilfinning og ég undrast í hvert skipti sem að á það reynir. en þegar mér leist ekki lengur á blikuna, blóðið lagaði úr sárinu eins og að það væri enginn morgundagur í boði fyrir mig greip ég í næst-besta kostinn og sendi konungi fuglanna sms. ég útskýrði í því skilmerkilega hvað hefði gerst án allrar dramantíkur og viti menn, hann var kominn eins og riddari í hvítum hesti eftir stutta stund. þá sat ég útgrátin í stofunni með blautt handklæði af blóði vafið um hendina og skeifu á munninum. og enginn nema örn hefði brugðist svona við, ég held bara að hann ætti að verða læknir. fullkomlega yfirvegaður og rólegur tók hann handklæðið, þreif sárið, bjó um það og kyssti skeifuna burt. allt bú! núna er ég bara með hálf-gróið sár á hendinni sem að lítur út eins og píka. ég ætla að skíra örið örn. örið örn.

sunnudagur

nokkrar staðreyndir í sunnudags-morgunsárið:

* ég er að fara að vinna eftir 53 mínútur
* örninn minn er sofandi inni í rúmi
* við fórum ekki að sofa fyrr en hálf átta í morgun
* ég var ofurölvi í gær af cosmopolitan sem er besti drykkur í heimi
* dóra litla gaf mér fjögur kokteilglös í innflutningsgjöf
* það og allt sem mamma er búin að gefa okkur í búið eru einu innflutningsgjafirnar sem við höfum fengið so far
* ég vil fleiri innflutningsgjafir
* nýja uppáhalds lagið mitt heitir song beneath the song og er með maria taylor
* systir hans arnar, ösp er óskaplega yndisleg manneskja og hún var hjá okkur um helgina
* augun á mér skipta litum eftir því hvaða tími dags er
* þau eru græn á morgnana en verða svo brún eftir því sem líður á daginn
* þau eru skær-græn þegar ég er þunn
* brjóstin á mér duttu upp úr kjólnum þegar ég var að dansa í gær
* sem betur fer gerðist það heima og það voru bara stelpur og einn köttur sem sáu my beautiful breasts
* ég er ekki þunn, ótrúlegt en satt
* kannski er ég bara ennþá tipsí
* við ætlum að grilla í kvöld með ösp áður en hún fer aftur norður
* ég er ótrúlega hamingjusöm og ótrúlega skotin
* ég límist við gólfið inni í eldhúsi útaf klístri

föstudagur

ég mæli með því að allir fari á tónleika í kvöld á grand rokk klukkan miðnætti. hljómsveitin shadow parade sem kærastinn minn er í spilar þá og það er aveg hreint afbragðs band.
nýja emily strange bókin er komin í hús og ég fór í klippingu í dag í fyrsta sinn í rúmlega tvö ár. góðu fréttirnar eru þær að ég fór ekki grenjandi út af klippistofunni en þó 3000 krónum fátækari. það þykir víst "billegt" í klippi-geiranum.