mánudagur

ég ætla að elta mágkonu mína á agalega fínan og nýjan stað... þið megið koma með þar sem það virðist hvort eð er borin von fyrir mig að læsa blogginu mínu. heimurinn vill mig! og ég vil ykkur... ég verð framvegis á kirsuberjakisa.bloggar.is. þar getið þið áfram fylgst að með mér í gegnum lífsins rússíbana ef þið hafið áhuga og gaukað að mér góðum ráðum við og við. ég hef samt ekki tíma til að skrifa neitt fyrr en á morgun en þarna verð ég framvegis.

bless elsku kirasu... með þér hef ég átt mínar bestu og verstu stundir undanfarin ár og þú átt ætíð stað í mínu hjarta.

laugardagur


það sem maður gerir ekki fyrir vinnuna...

fimmtudagur


blues at my window með martin harley band... þó ég heyrði ekki annað lag til seinasta dags, þó myndi ég deyja sæl.

ég er líka með æði fyrir frk. joplin þessa dagana. sérstaklega upptökunni frá woodstock þegar hún tekur summertime í sinni útsetningu sem því er nú ver og miður er ekki í myndinni. janisu fannst hún í eitthvað of annarlegu ástandi til að hún gæti hugsað sér að leyfa þetta til birtingar í myndinni þeirri. ef hún bara vissi hve rangt hún hafði fyrir sér... hún veit það þá líklega núna.

þriðjudagur


tinnbert fer í partý með kisugleraugun og hello kitty spennu...

svo græddum við einn dag því það er EKKI mánudagur í dag, mér til lifandis skelfings mikillar gleði af því að ég er svarinn óvinur mánudaga.

ég er samt geggjað hol að innan í dag. með holrými í sálinni sem ég veit ekki einu sinni hvar er geymd. holrými af því ég get alls ekki talað núna um neitt, af því að ég hata að tala. af því að þegar ég reyni það troðast tárin í röðinni að augnhvörmunum og tárin hata ég meira en tal.

föstudagur


töffarinn tinna að reyna að vera töffari að tannbursta sig... ég þarf greinilega að láta athuga lengdina á þumlinum mínum.

ég er að hlusta á rokkballöðu með deep purple og drekka sjóðandi heitt te svo tungan í mér brenni örugglega... í tilefni þess að það er föstudagurinn langi verður maður aðeins að refsa sjálfum sér og hlusta á djöflatónlist.

mig langar til að nota tækifærið og óska tengdaforeldrum mínum, þessu einstaka fólki, innilega til hamingju með silfurbrúðkaupið í gær. ég hlakka til þegar ég og örninn minn höldum uppá þann áfanga og börnin okkar gera eitthvað væmið fyrir okkur... ég hlakka til framtíðarinnar.

í dag eru það svo kjét og kartöflur hjá mömmu og pabba þór á hvolfsvelli í nýja húsinu þeirra. ég ætla að baka frönsku dúlluna handa þeim. ég hef yndi af því að baka og fæ sérstaklega mikla ánægju útúr því ef ég er allsber í leiðinni. allsber að baka súkkulaðiköku... ég mæli með því ef þið viljið lyfta ykkur á kreik.

í gær fórum við á ódýra tónlistar- og DVD markaðinn í perlunni og keyptum mjög svo físilegar myndir. þær eru:

reign of fire (ein af mínum uppáhalds þess lags myndum. með drekum, drekadrápum, hetjum og svita)
shining (klassíker! need i say more?)
war of the worlds (fyrir utan tom krús... snilld og endurgerð á gamalli snilld)
the aristocrats (svo fyndin! ég grenjaði og öskraði úr hlátri þegar ég sá hana fyrst. fyrir alla sem hafa gaman af kúka-, piss- og prumpubröndurum mæli ég með þessari. og spuninn í kringum þennan einfalda brandara kemur hverjum manni eða konu til að blygðast sín)
mayor of the sunset strip (heimildamynd um ótrúlega sérvitran og skrýtinn en merkilegan fýr)

er þetta ekki glæsilegt?!! hver annari betri, þessar myndir. ég hlakka ó svo til að koma heim í kvöld og hafa kósí vídjógláp. gaman að vera kvikmyndanörd...

ég gerðist líka áskrifandi að spiderman comixum fyrir lítinn aur á mánuði og það fylgir spiderman dót með hverju blaði. ég hlakka eiginlega meira til að fá dótið en blöðin, ég er svo óttalega mikið barn í mér enn...

lítið annað að segja... ég er með tilhlökkun í hjarta og sál enda himininn blár og fuglarnir að syngja. ég syng með þeim...

miðvikudagur


ég get nú ekki með góðri samvisku kvartað yfir veröldinni minni... ég leggst í mótmælaaðgerðir gegn of háu bíómiðaverði og vinn svo stuttu seinna bíókort sem gerir tveimur kleift að fara ókeypis í bíó í ár. ég er greinilega mikils metin hjá forsjóninni og örlagadísunum. ég er farin í páskafrí... gleðilega páska!

þriðjudagur

ég vann árskort í bíó fyrir tvo!!! djöfuls snillingur er ég.

mánudagur

um helgina finnst mér ég hafa etið mjög ótæpilega af súkkulaði. þ.a.l. finnst mér rassinn á mér vera örlítið bólgnari en hann var á föstudaginn. hún ætlar seint að eldast af manni þessi fitubollukomplexa-árátta sem eltir mig á röndum ef ég fæ mér sætindi, þetta er eitthvað sem þarf að bæta að mínu mati. mér leiðist að hugurinn sé stöðugt að leita í það að maður hafi ranghugmyndir um sjálfan sig, hann virðist vera háður því. og ég skil þetta ekki því í raun er ég nokk ánægð með líkamann minn, hann hefur a.m.k. hold á réttum stöðum og rassinn minn er mjög mikils metinn af manninum mínum sem tekur vart lúkurnar af honum nema þá til að færa þær yfir á brjóstin. og það er í raun það eina sem ég væri til í að minnka, brjóstin. 34 double d er mun meira en ég bað um og ef það verður einhvern tímann haldin brjóstasöfnun í þágu flatbrjósta kvenna skal ég með glöðu geði láta einsog eitt af mínum tveimur í þá söfnun.

þessi vika verður ekki erfið, þrír vinnudagar og svo páskafrí. og pabbi þór gaf okkur nóa-páskaegg no. 5... ég sé fram á fleiri daga í náinni framtíð í súkkulaðisamviskubiti.

föstudagur

babú babú

ég fór með stelpurnar mínar á landnámssýninguna í aðalstræti. ótrúlega flott sýning en það voru sum tæki biluð. kom mér ekki á óvart.

ég vann bíókort fyrir tvo af því að ég er svo ótrúlega getspök. ég tek mjög sjaldan þátt í svona leikjum, lít eiginlega niður á það og ég veit ekki afhverju. en þegar ég tek þátt þá vinn ég iðulega sem ég hef gaman af. auk þess vorum við hætt að fara í bíó í mótmælaskyni (gerðum bara undantekningu fyrir myndina 300) við uppsprengt bíómiðaverðið enda finnst mér til háborinnar skammar að það kosti hátt í 3000 krónur fyrir tvo að fara í bíó, með öllu.

mikið er ég glöð að það sé komin helgi. ég er búin að vera doldið slæm í lundinni og auk þess verkjar mig enn óskaplega í rifin og liðamótin í öðrum handlegg þó það sé dagamunur á mér. ég hef verið að kynna mér þetta og samkvæmt einkennunum sem ég hef eru líkur á því að ég sé með vefjagigt. en ég fékk ekki tíma hjá gigtarlækni fyrr en eftir rúmar tvær fokkíngs vikur svo ég þarf bara að þrauka og velkjast í vafa um hvað sé að plaga mig. ég er þess vegna þolinmóð gagnvart lundinni minni og leyfi mér örlítið þunglyndi enda dregur það hvern mann eða konu niður að vera með stöðuga sára verki. ef ég hósta er einsog það sé stungið hnífi í síðuna á mér og ég ætla ekki að lýsa því hvernig er að hnerra. auk þess er ég búin að vera á túr í mánuð af því að mér fannst eitthvað sniðugt að fara að skipta um getnaðarvarnapillu og geld fyrir þau heimskupör með síleka. og bara fyrir það eitt ætti ég ekki einu sinni að þurfa að afsaka mig fyrir örlitla geðvonsku... en ég er afskaplega þakklát fyrir að eiga svona þolinmóðan og geðgóðan mann.

ugh... svo er fermingarveisla á sunnudaginn og ég hata veislur. bróðir minn, einn af þeim er að ferma son sinn sem ég held að ég hafi hitt kannski fimm sinnum um ævina. hann fær 1000 kall fyrir hvert skipti í fermingargjöf.

en í kvöld ætla ég að hafa það ákaflega huggulegt. ég ætla að bera á mig lækningarkremin sem ein yndisleg kona í vinnunni keyrði heim til mín í gærkveldi. þau eiga að vera góð fyrir liðina... og ég ætla að horfa á úrslitin í guess better, komast í annarlegt ástand og kela við örninn minn.

góða helgi vinurnar ef ég skrifa ekki næstu 2 daga.

miðvikudagur

þreytt á lífinu í dag.

þriðjudagur

tinnbert spartverji

ég er ekkert sérstaklega málísk undanfarið, maður nennir ekki alltaf að vera að kvarta... það er reyndar vert að minnast á að við fórum í bíó með þrándi brósa um helgina nýliðnu á myndina 300. helvíti góð ræma verður að segjast, enda gerð eftir teiknimyndasögu frank millers. mér finnst að allir ættu að sjá hana, sérstaklega fólk sem er áhugasamt um magavöðva því þarna ber maður augum svo mörg "six-pökk" að það mætti helst halda að spartverjar hafi haft lítið annað að gera í fyrndinni en magaæfingar. en þrátt fyrir þann ófögnuð er þetta í alla staði ansi fín mynd einsog áður sagði, hressandi augnakonfekt. ég komst annars að þeirri niðurstöðu að ég hefði sómað mér vel sem spartverji og ég er nokk viss um að ég hafi verið svoleiðis í einhverju fyrra lífi. ég hef nefnilega ekki bara fullkomna skapgerð og skapgerðarbresti til að vera spartverji heldur er líka hægt að spila á "six-pakkið" mitt einsog þvottabretti...

fimmtudagur

ég og öspin mín ætlum beint á barinn eftir vinnu á morgun. ég ætla að keðjureykja og drekka ótæpilega af öli... ég hlakka til í sumar þegar ég get hitt fólk í hljómskálagarðinum og fengið mér bjór í síðdegissólinni eftir vinnu. alla föstudaga! ég þoli samt ekki sumarið og mér finnst of mikil sól viðbjóður en endrum og eins dett ég í sumargírinn.

þriðjudagur

gifted me

já, einsog ég hef áður nefnt er ég nasbráð með eindæmum en fátt kemur mér jafn fljótt og vel úr tilfinningalegu jafnvægi (sem trúið mér, er ekki daglegur viðburður hér á kirsuberinu) og skattaskýrslan eða öllu heldur að gera hana, eða það sem þarf að gera í henni. og fátt ergir mig meira en að skilja ekki hlutina og ef það er eitthvað sem ekki nokkur maður sem ég þekki skilur, þá er það skattaskýrslan. ég fór yfir hana eftir bestu getu, fyllti út einhvern auka miða uppá hvað ég greiddi mikið í húsaleigu á nýliðnu ári og ég er satt best að segja ekki svo viss um að ég hafi gert það rétt og komst svo að því að ég þarf að borga einhvern 17 þúsund kall til baka ef allt stenzt sem útreikningurinn sagði. hvurn fjandann á það að þýða?!! og fyrir hvurn andskotann er það?!! ég hef bara unnið hjá einföldum stórfyrirtækjum sem ég hef haft skattkort hjá svo ég get ekki skilið að svona nokkuð klúðrist, að það borgist ekki réttur skattur eða hvað þetta nú er. og einasta útskýringin á þessu sem ég sá hafði eitthvað með gamlingja að gera... mér fallast bara hendur. og ég veit af reynslu að það er borin von að maður fái einhverja útskýringu á þessu hjá skattinum sjálfum. þar eru konurnar á símanum hver annari önugri og ef maður gerir þau heiftarlegu mistök að mæta á staðinn til að heimta útskýringar er maður sendur á hæð 2 1/2 og hvaða fjárans djöflabyggingar hafa eitthvað og hálfa hæð?!! fyrir utan auschwitz er skatturinn það ómannlegasta sem okkur hefur dottið í hug... æj, ég er bara að rifja upp, mér er svosum runnin reiðin svo ég er líklega aðeins að ýkja.

en svo gerðum við umsóknina hans össa fyrir LHÍ og það létti lundina talsvert enda er það einlægur ásetningur minn að koma snillingnum mínum þangað inn. og ég skal hundur heita ef það tekst ekki, þá fer ég og kveiki í þessum gamla skóla mínum.

ég fór í röntgen í gær. ég er ekki með lungnakrabba, berkla eða brotin rifbein. og ég borgaði 7 þúsund krónur fyrir að láta segja mér þetta... fokkíng læknar!

p.s. samkvæmt breskum greindarstöðli er ég "gifted". það er aðeins eitt stig fyrir ofan og það er "very gifted". ég stefni á það.

laugardagur

sáuði myndarlega skuggaprinsinn minn spila í jóni ólafs í kvöld?!! með hljómsveitinni ég... snilldarlagið lúxus upplifun. það kurraði í mér þegar hann tók sólóið, fallegi örninn minn.

bleika móa mín

móa vorboði og andleg systir mín á afmæli í dag. við hérna á krisuberinu og brotna rifbeinið sendum okkar fallegustu kveðjur til prinsessunnar og einu stelpunnar sem elskar bleika litinn meira en ég. til hamingju með daginn elsku móa mín...

þriðjudagur

ég vil þakka öllum fyrir afmæliskveðjurnar í gestabókinni og sms-um, allt frá yfirboðurum til fyrrum ástmanna, sem mér bárust á afmælisdaginn frá mínum dýpstu hjartarótum. mikið eruði falleg og góð og mikið er ég heppin að eiga ykkur að.

haldiði ekki að ég sé með brákað rifbein! ég held ég sé með of háan sársaukaþröskuld, ég hangi alltaf með svona sársauka mun lengur en ég þarf af því ég venst honum bara... þangað til ég þarf að hreyfa mig. og nú sit ég hérna viti mínu fjær af ótta en samt í verkjapillumóki og horfi á kvikmyndaperluna jaws 2. ég kvarta ekki yfir tilbreytingarleysi í lífinu.

p.s. og haldiði ekki líka að örninn minn hafi gefið mér örbylgjuofn með grillfítus í afmælisgjöf! ásamt 10 ára "special edition" útgáfu af clerks og nýjustu emily strange bókina... ég er ofdekruð. reyndar fékk ég alveg dásamlega frábærar afmælisgjafir þetta árið, ég fylltist barnslegri gleði yfir þeim öllum.

föstudagur

afmæliskirsuber


hann á afmæli í dag
hann á afmæli í dag
hann á afmæli hann tinnbert kirsuber ævarsson
hann á afmæli í dag

hann er 28 ára í dag
hann er 28 ára í dag
hann er 28 ára hann tinnbert kirsuber ævarsson
hann er 28 ára í dag

veiiiiii! lífið er lekkert!

fimmtudagur

til hamingju með daginn baráttukonur! og ég á afmæli á morgun!!! jeiiiiiiiiiiijjjjjjjjjjjjjj!

miðvikudagur

tinnbert hinn illi

ókei... ég viðurkenni að ég hef verið doldið ill seinustu daga, ill í sálinni þ.e. og stundum þegar ég verð svona ill þá byrgi ég það inní mér því mér er oftast nær meinilla við að "ræða málin" en þá fóbíu má rekja til fyrrum stjúpföður míns sem hafði sérstaka unun af því að "ræða málin". þær málræðingar fóru þó oftast þannig fram að mér var tilkynnt hve illa gerð ég væri og hve óskaplega mikið sem hefði misfarist og væri að misfarast væri á mína ábyrgð. þ.a.l. hef ég andstyggð á því að tala um hlutina á alvarlegum nótum við nokkurn mann en vona þess í stað að úr málunum greiðist af sjálfu sér inní hausnum á mér. það gengur sjaldnast eftir og alltaf brenni ég mig á því hvað það er nú gott að ræða málin, og þá meina ég við gott fólk. þar kemur örninn minn og aðal ástæðan fyrir þessum skrifum til sögunnar. alltaf þegar ég gubba útúr mér tilfinningalegum vandræðum mínum eftir að hann hefur þjarmað að mér um stund líður mér þúsund milljón sinnum betur og allt lítur bjartara út. og hvernig er annað hægt... þessi gullengill segist hafa verið sendur á jörðina til að elska mig.
two days kids, only two days...

þriðjudagur


mad love
ég er víst með það sem kallast millirifjagigt. gott að vera komin með svar við síðuverkjunum en hvað nú?!! ég er nú ekki búin að gúggla þessa gigt svo ég veit lítið sem ekkert um hana en einhvern veginn hef ég alltaf haldið að þar sem orðið gigt kemur fyrir í titlinum sé eitthvað slæmt á ferðinni. en svo ku ekki vera, þetta jafnar sig víst sjálft er mér tjáð. mér varð reyndar um og ó þegar ég heyrði þetta og fór að óttast að héðan í frá yrði mér alltaf óskaplega illt í síðunni í hvert skipti sem rigndi eða frysti, er það ekki þannig með alla gigtarsjúklinga? en þetta er bara eitthvað sem gerist þegar maður hóstar svona óskaplega einsog ég er búin að gera undanfarnar 3 vikur... og þegar maður er að verða 28 ára.

"góðan dag. ég heiti tinna og ég er þjökuð af millirifjagigt, kvíða- og þunglyndisröskun, félagsfælni og persónuleikatruflunum."

þetta get ég sagt í næsta kaffisamsæti.

dauðinn og stúlkan

hilmir eldjárn, páfagaukurinn okkar dó. það er u.þ.b. mánuður síðan en ég hef ekki haft löngun fram að þessu til að tjá mig um það og hef reyndar ekki enn, ég er bara að útskýra hvers vegna það er páfagaukur á afmælisgjafaóskalistanum. skyndilega var hann orðinn slappur og daginn eftir lá hann í lófanum á mér þar sem hann dró sinn síðasta anda. skrýtið... ég hélt á tímabili í svartsýniskasti að dauðinn hefði óbeit á gæludýrunum mínum, allavega leitar hann þau mjög oft uppi og ég veit fyrir víst að ekki fer ég illa með þau en svona er nú það, maður deilir ekki við dauðann. þess vegna langar mig í nýjan páfagauk, helst með háar lífslíkur ef það er hægt. ég gæti aldrei verið dýralæknir. ég myndi þurfa geðlæknastyrk og áfallahjálp í hvert skipti sem eitthvurt dýr yrði örenda hjá mér, ég hef alls ekki hjarta eða sál til að takast á við þ.h. vonbrigði.

en nóg af sorg og sút, það er ekki til í mér núna því ég er AFMÆLISBARN VIKUNNAR!!! og öllum vinum og velunnurum er vissara að taka föstudagskveldið 9. mars frá...

mánudagur

ojj... mánudagur! en mér er batnað fyrir utan dulitla rifbeinsverki og ég á afmæli á föstudaginn!!! vííííhaaaaaaa, ég hlakka svo til.

laugardagur


þá er ég orðin veik aftur, alveg merkilegt! ég er búin að vera kvefuð í tvær vikur en nú er ég orðin VEIK. og ég er búin að hósta svo rosalega mikið að ég held mér hafi tekist að bráka rifbein, allavega verkjar mig óskaplega í beinin öðru megin undir brjóstinu... "undir brjóstinu"... ha! þetta geta karlmenn ekki notað. kannski er ég bara komin með berkla eða alnæmi... ég er að vega og meta hvort ég eigi að ana uppá læknavakt og fara að ráðum systurdóttur minnar og láta hlusta mig og svoleiðis eða bíða fram á mánudag og panta þá tíma hjá heimilislækni sem ég kæmist svo líklega ekki að hjá fyrr en seint og síðar meir. ég þoli ekki lækna og ég heimsæki þá ekki nema af ýtrustu nauðsyn af því að í fyrsta lagi eru greiningar þeirra iðulega bara einhverjar getgátur og í öðru lagi blóðmjólka þeir veskið manns fyrir þessar sömu getgátur.

föstudagur

í dag gladdi ég sjálfa mig með því að svala þorsta mínum í veraldlega hluti. ég á líka afmæli eftir akkúrat viku... ég keypti mér svartan bol og tvö pör af glimmerskóm, annað rautt en hitt gulllitað og borgaði fyrir tæpar 6 þúsund krónur sem mér finnst lítil borgun fyrir gleði og útlits-update. örninn minn keypti sér nýja gítaról.
ahhh... föstudagur. sweet glord!

fimmtudagur

"what does all night long mean to you?"

þriðjudagur


það eru 9 dagar í afmælið mitt, dagurinn í dag ekki meðtalinn og fiðrildin eru farin að flögra um í mallakút... mikið er ég þakklát fyrir afmæli og mikið er ég þakklát fyrir að eiga afmæli svona snemma á árinu, ætli ég verði ekki að gefa mömmu og pabba kredit fyrir það. ég veit ekki hvað það er en ég bara elska að eiga afmæli, elska það! og svo er ég að verða 28 ára sem er geggjað kreisí og ótrúlegt og hlægir mig og undrar í senn. merkilegt að vera svona fullorðin í tölum en líða samt alls ekki þannig. þó ég finni samt fyrir miklum hugarfarsbreytingum frá ári til árs og þegar ég lít til baka, bara um nokkur ár sé ég hve mikið ég hef breyst til batnaðar. ekki það að ég sé neitt orðin gallalaus, ég efast nú um að nokkur sé fær um að vera það en það er gott að vera meðvituð um þessar breytingar, þær færa mér byr undir báða vængi og fá mig til að langa til að bæta mig enn frekar. eníveis... hér eru nokkur störf sem mig dreymir um að gera að mínum:

slökkviliðsmaður
uppistandari
rithöfundur
píanóleikari
plötusnúður, helst í kringlunni
dýragarðsstarfsmaður/kona
heimspekingur
opinber ræðumaður/kona
listamaður/kona
prestur
djass- og blússöngkona
fótboltakappi

... það eru örugglega nokkur önnur störf í viðbót sem ég hef áhuga á en ég nenni ekki að hanga hérna lengur. uppröðun starfanna endurspeglar á engan hátt löngun mína til að vinna þau, þetta er handahófskennt.

sunnudagur


"The more one analyses people, the more all reasons for analysis disappear. Sooner or later one comes to that dreadful universal thing called human nature."

laugardagur

tinnbert

ég vaknaði. með yfirgengilegt lungnakvef, svo mikla vöðvabólgu að verkurinn leiðir niður báða handleggina, magakveisu og þegar ég stóð uppúr rúminu byrjaði ég á túr og nú er ég með agalega túrverki. ég ætla að liggja í hýði um helgina. hafið það gott. afhverju er ekki rigning úti?

föstudagur

klám(ráð)stefna bænda

ég skil eiginlega báðar hliðar hvað varðar þessa klámráðstefnu sem halda átti í bændahöllinni en er nú búið að blása af. mér er nokk sama þó einhverjar klámmyndastjörnur og áhugafólk um klám vilji koma hingað til að halda ráðstefnur, svo framarlega sem þau elti ekki uppi einhverjar reykvískar únglíngsstelpur í tilvistarkreppum eða brjóti ekki okkar lög (sem eru reyndar ekki uppá marga fiska ef útí það er farið). mér finnast klámmyndir ágætar uppað vissu marki og á m.a.s. nokkrar í mínum fórum sem ég "glugga" í endrum og eins þegar svo ber við. það skal enginn segja mér að allar þessar skapaháralausu konur með gapandi anusana af endaþarmsmökum séu neyddar í þetta með valdi. ekki frekar en að allir sem tóku þátt í byrgisorgíunum séu orðnir hálfvitar af eiturlyfjaneyslu og geti því ómögulega spornað við rangri framkomu á sinn hlut. en það er auðvitað með þetta einsog ALLT, það er alltaf eitthvað rotið allsstaðar, ekki bara í byrginu eða í klámheimum heldur á allri jarðskorpunni. en að gera þvílíkt mál úr þessari ráðstefnu einsog frægt er orðið er ekkert nema leit að blóraböggli fyrir allt sem er hér að fyrir. það einasta sem mér fannst að hefði mátt breyta var að halda þetta ekki á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, mér finnst allt í lagi að sýna konum virðingu þó að það þurfi ekki allir að standa volandi undir húsvegg yfir þessu. en það er svosum bara mín skoðun...

fimmtudagur


ég er svo geggjað handsome... það er yfirgengilegt!!! þessi mynd er í boði motorola og ónefnds listamanns.
þá eru mjög stressmiklir dagar í vinnunni loksins að baki og við kláruðum baunasúpuna í gærkveldi.

við ákváðum að kaupa saltkétið í kjötborði að þessu sinni þar sem að pokarnir sem fást í bónus eru allir fyrir sjö manna fjölskyldur og við erum barnlaus og borðum bæði einsog fuglar. þannig komumst við að því að það er þrisvar sinnum dýrara að kaupa tvo valda bita í kjötborði en einn poka í bónus fyrir stórfjölskyldu. ég vildi bara að allir vissu af þessu... auk þess fékk mjög exotíska baunasúpu í vinnunni með lárviðarlaufum og kryddum. ég verð að viðurkenna að ég kann betur við þær á einfalda mátann, bara saltaðar.

og ég var klædd upp sem sjúklingur í gær, öskudag. mér fannst það viðeigandi í ljósi þess að ég hef verið veik m.o.m. síðan ég byrjaði að vinna á hagaborg einsog minnst var á í seinustu færslu. ágætt að viðhalda bara því þema og því mætti ég úfin og ógreidd til vinnu í gær í náttfötum og slopp. öspin var sjóræningi.

við fórum og hlustuðum á ösp syngja í skólanum sínum á þriðjudagskvöld. á einum tímapunkti helltist yfir mig gleði yfir því hve menningarleg ég væri en svo mundi ég að það gerist bara á aldarfresti eða svo. en öspin söng einsog engill, ekki við öðru að búast og var í engu síðri, ef ekki betri en lengra komnir samnemendur hennar.

ég hef ekki yfir neinu að kvarta, lífið er enn ansi hreint gott nema að ég er alveg óskaplega uppgefin, þó á góðan máta.

maturinn minn er liðinn...
ég verð bara að minnast á það hérna í morgunsárið en það eru MJÖG undarlegar forsíðumyndir af guðna ágústssyni bæði framan á fréttablaðinu og BLAÐINU í dag...

mánudagur

sæl!

ég lýg því ekki en ég er aftur orðin kvefuð! þetta er held ég í fjórða skiptið síðan ég byrjaði á hagaborg í október... merkilegt! ég er ekkert veik samt, bara óskaplega kvefuð. það er greinilega satt sem ég hef heyrt með að maður sé m.o.m. veikur fyrsta árið í vinnu á leikskóla en eftir það öðlast maður hins vegar ofur-ónæmiskerfi að sumra sögn. ég bíð í ofvæni...

en nú er alveg einstaklega góð helgi að baki, og ég held bara sú besta í langan tíma fyrir utan þorrabölvið. föstudagskveld fór í almenn rólegheit hjá mér og erninum mínum með smá tipsínessi í formi jarðaberjafreyðivíns. á laugardag gerðist ég svo sósíal en það er á stefnuskránni að taka mig aðeins á í félagslyndinu, ég kann því bara svo vel að vera ein að stundum gleymi ég mér þannig í marga mánuði. ég ætla samt ekki að ana að neinu þannig ekki fara að kasta að mér heimboðum og djammferðum í gluðs bænum, það færi alveg með viðkvæmu sálina í mér.

þar sem ég og öspin ljúfa vorum báðar risnar úr rekkju langt fyrir hádegi á laugardag skelltum við okkur á kaffihúsið 10 dropa þar sem ég mælti mér mót við vísitölufjölskylduna, fyrrum mág minn sem ég óska hér með til lukku með yfir þrítugt afmælið í gær, "systur" mína hana móu og börnin þeirra tvö... að hugsa sér, þetta er bara allt að bresta á, fullorðinsárin og allt sem því fylgir... merkilegt, ég er FULLORÐIN. það er óneitanlega farið að kitla mig að eignast kríli en óttinn við það er hins vegar enn í miklum yfirburðum svo ég sit á mér að sinni... erninum mínum líklega til mikils léttis. en það var dásamlegt að hitta litlu fjölskylduna, eitt af því besta við að hafa verið með bibba var að kynnast þeim. ég met þau svo mikils í hjartanu...

eftir kaffihús og ríkiskaup fórum við bakkabræður, ég, örninn og öspin í kringluna og versluðum dýrindis krydd-marinerað lambakjöt og allt sem lítilli veislu tilheyrir því mig lengdi eftir góðum helgarmat einsog var alltaf þegar maður var lítill. úr varð svo þessi mini-veisla og í hópinn bættist þrándur brósi og sátum við svo fjögur við litla tveggja manna eldúsborðið okkar og gæddum okkur á kræsingunum og skoluðum niður með öli... gott er í góðra vina hópi að vera, ég veit fátt betra. aðal aðdráttaraflið við kvöldið var samt náttúrulega söngvakeppnin sem ég neyddi alla til að horfa á, ég held samt að þau hafi viljað það... ég hélt með heiðu af því að hún er svo indæl stúlka þó mér hafi reyndar ekki fundist lagið hennar það besta... ég vona að ég særi þig ekki heiða mín en ég vil frekar vera hreinskilin en lygari. það þýðir þó ekki að mér hafi fundist lagið slæmt eða síst, þvert á móti, ég fékk það m.a.s. á heilann eftir að ég heyrði það fyrst. og svo hélt ég náttúrlega með mr. cool, eiríki haukssyni og auðvitað vann hann! mikið helvíti var ég ánægð með það og ég veit um tvær sem eru alveg jafn ánægðar með það og ég... dásamlega eineista rauðhærða rokkstjörnu ædol! sumsé... heiða og eiki fengu mín atkvæði. við urðum tipsí og öspin rorraði heim til sín þegar ég var dottuð... ég held mér hafi tekist að tóra til miðnættis.

og svo kom konudagurinn og ég fékk það sem allar konur eiga að fá þann dag frá góðum eiginmönnum... og ekki orð um það meir! plús sælgæti, dvd myndir, óhollan mat og sunnudagshangs uppí rúmi. ég lifi lífi sem líkist súkkulaðihjúpuðu kirsuberi... mikil synd að ég skuli vera þunglyndissjúklingur.

í gær var ég í sturtu að raka óæskileg hár að mínu mati af líkamanum. það endaði ekki betur en svo að ég rakaði smá stykki úr puttanum á mér með þeim afleiðingum að það fór að blæða sem leiddi til þess að mig fór að svima alveg hroðalega og þurfti að endingu að kalla á örninn minn til að búa um sárið utanfrá sturtuklefanum þar sem ég sat í keng á sturtubotninum, grá í framan undir bununni. ég er eitthvað farin að þola blóð verr en ég gerði... mér hefur reyndar aldrei verið vel við það en svona dramatík er nú óþarfi finnst mér.

litli uppáhalds frændi á afmæli í dag, bolludag. til hamingju með daginn litla bolla!!!

það koma eitthvað fyrir fótinn á skaða, ég hef ekki hugmynd um hvað og nú haltrar hún útum allt og ég er að fá magasár af áhyggjum. æjh!

föstudagur


sjö ára myndlistanám, þar af þrjú ár í LHÍ og útskrifuð með BA gráðu í myndlist virðist hafa margborgað sig fyrir mig. ég er hætt að gráta það að ég verð líklega að borga niður námslánin mín þangað til ég dey og þá taka börnin mín við... hæfileikar mínir eru ótvíræðir!

þriðjudagur

súkkulaðið mitt

mig langar doldið í listfræði núna, taka masterinn í því eða þá í kvikmyndafræði í amsterdam og taka master í því... nú svo gæti ég lært til leikskólakennarans og öðlast meiri réttindi og þ.a.l. hærri laun. ég hef svo agalega gaman að þessu starfi mínu og auk þess gæti ég lært það hér heima ef örninn minn ætlar í lhí sem máske stendur til. maður veit ekki sko... ég er doldið jákvæð núna af einhverjum ástæðum, þá hef ég opnari huga fyrir möguleikum mínum í lífinu.

ég fékk alveg óskaplega falleg sms skilaboð frá ástinni minni í dag... mitt í barnakliði pípti síminn. ég ætla nú ekki að gera honum það að birta þau hér, ég held hann yrði bara vandræðalegur, en að einhver skuli hugsa svona um mig, finnast þetta um mig og elska svona mig, það er mér hulin ráðgáta... á slæmum dögum allavega. ég er svo ástfangin að ef ég þekkti ekki sjálfa mig myndi ég gubba í munninn á mér og kyngja því aftur yfir væmninni. þetta er einsog að eiga óendanlegar byrgðir af yndislegasta, silkimjúkasta og besta súkkulaði sem maður hefur á ævinni bragðað... og það vita allir hve ótrúlega gott súkkulaði getur verið.

laugardagur

mér tókst í dag að sofa óáreitt til rúmlega tíu en það telst til sannkallaðra tíðinda hér á bæ... reyndar lýg ég aðeins þegar ég segi óáreitt því ég vaknaði einhverntímann í nótt til að fá smá kvíða- og áhyggjukast. mér finnst heimurinn erfiður núna og þetta land sem við búum í til háborinnar skammar og gott betur... djöfuls fjandans úrkynjaða land! ég er ekkert þunglynd eða neitt slíkt, reyndar er ég í fremur góðu andlegu jafnvægi þessa dagana og þó ég neiti fyrir það sjálf er ekki ólíklegt að hækkandi sól hafi þar eitthvað um að segja... mér er sama að hvaða niðurstöðu norsku vísindamennirnir komust, skemmdegið og svartur vetur hefur víst eitthvað með lundarfarið að gera. en ég bara skil ekki allan viðbjóðinn sem viðgengst alsstaðar, bæði hér og úti í hinum stóra heimi. ég skil ekki hvaðan þessi illska sem margir virðast þjást af kemur, ég skil alls ekki hvað fær fólk til að fremja slík voðaverk eins og öllum er kunnugt að áttu sér stað þarna í breiðavík og líka í byrginu... og á svo mörgum fleiri stöðum. ég skil þetta bara ekki er það einasta sem ég get sagt... ég skil þetta ekki. hvað kom fyrir okkur og hvernig urðum við svona? reyndar hefur ofbeldi af öllu tagi fylgt okkur frá örófi alda, það virðist vera óumflýgjanlegur galli í fari margra að þurfa að níðast á þeim sem geta sér enga björg veitt. en nú eru aðrir tímar og við erum komin svo óskaplega langt á mörgum sviðum en aðrir hlutir sem svo sannarlega þarf að bæta og laga hafa fengið að sitja óáreittir á hakanaum og ég skil það ekki. afhverju er forgangsröðin svona röng hjá okkur? mér finnst ég sökkva dýpra og dýpra í svartan pitt þegar ég velti þessu fyrir mér, ég fyllist svo mikilli reiði og sorg að ég á erfitt með að draga andann og ég vildi óska að ég væri mannleg ofurhetja sem gæti kippt öllu í liðinn og bjargað þeim sem þarfnast þess. börn... hver finnur það svarthol í sér að vilja vera vondur við börn? ég vildi óska að ég gæti gert eitthvað og bjargað einhverjum.

í gær fórum við í jarðaför af því að einn besti vinur minn og ein besta manneskja sem ég hef hitt var að missa móður sína úr sjúkdómi... það er annað sem ég skil ekki, dauðinn og sjúkdómar. ég skil ekki að fólk þurfi að deyja úr sjúkdómum fyrir aldur fram, fólk sem kann að meta lífið, fólk sem hefur þurft að ganga í gegnum nægilega mikið á lífsleiðinni svo maður héldi að því yrði sýndur griður það sem eftir væri af forsjóninni eða hverju því sem á að vaka yfir okkur. ég er eiginlega alveg komin á þá niðurstöðu að við erum bara ein, það er ekkert eða enginn sem vakir yfir okkur og passar, annars væri ekki allt svona, annars hefði ekki heimurinn þróast á þennan sorglega hátt. svona er þetta bara víst og það er ömurlegt... hörmungar sem af einhverjum ástæðum þurfa að eiga sér stað er ekki útdeilt á milli fólks af sanngirni og aðgát af manni á himnum. ég veit að ég er barnaleg að hugsa svona og það er líklega rétt hjá mér en mikið óskaplega vildi ég að fólk sem á gott skilið fengi það alltaf... ég hef annars óbeit á jarðaförum af skiljanlegum ástæðum, ég hata að fara í þær, sérstaklega þegar sá látni er ungur eða á allavega nóg eftir af hinu vísitölulega lífi samkvæmt árum. ég á erfitt með að sýna sorg í fjölmenni og ef ég finn tárin vera að brjótast fram einsog oft í gær bít ég á jaxlinn eins fast og ég get og þröngva tárunum aftur inn. ég get bara ekki meðtekið svona staðreyndir, að einhver sem á ekki að vera dáin sé það og ég vil ekki hugsa um það. ef ég hugsa ekki um það þá er það kannski ekki... ég held í vonina. ég get verið nasbráð einsog eldur og sina þegar fýkur í mig, en mikið óskaplega er ég barnaleg og viðkvæm þegar kemur að staðreyndum lífsins, ég kuðlast upp og breytist í óvita.

og smá gamansaga í lokin af heimskupörum míns og arnarnins til að létta aðeins stemninguna... við vorum eitthvað að keyra um daginn en fundum þá bæði í skyndingu fyrir óslökkvandi þorsta og leiðin lá í næstu lúgusjoppu þar sem brugðið var á það ráð að kaupa hinn svalandi drykk MIX. ég hef ekki bragðað þann drykk í nokkurn tíma en í minningunni var þetta eitt alsherjar túttí-frúttí partý í munninum frá og með fyrsta sopa samhliða því að tæra upp í manni tanngarðinn, óumflýgjanlegur fylgifiskur. þegar við vorum búin að svala sárasta þorstanum er mér litið í tappann en þar stendur stórum og skýrum upphleyptum stöfum ALCOA... það greip um sig mikil vænisýki í bílnum sem varði það sem eftir lifði af bílferðinni og næstu tvær vikur þar til okkur hugleysingjunum hugkvæmdist að gúggla ALCOA. ég veit ekki alveg hvað við héldum að væri að gerast en maður hefur eiginlega ekkert heyrt nema slæmt um þetta fyrirtæki og sjúkur hugur minn fór að hallast að því að það væri verið að fylgjast með okkur og þaðan af verra... bara af því að það stóð ALCOA í mix-tappanum. við gúgglið kom upp heimasíða fyrirtækisins sem sér um framleiðslu á allskyns áldótaríi en meðal annars líka á umbúðum og neytendavörum... svona er maður nú orðinn klikkaður í og á þessum heimi.

góða helgi.

miðvikudagur

eitthvað fallegt...


... handa gulla besta mínum og höllu, mömmu hans.

þriðjudagur

jamm og jæja... já, það var sumsé ansi hreint gaman á þorrablótinu fyrir norðan. það er alltaf svo góður andi þarna og allir svo indælir og ljúfir í manns garð. m.a.s. fyrrum tengdaforeldrar arnarins mikla sem voru þarna, ég átti nú allteins von á einhverjum leiðindum og drama, ég er alltaf svo viðkvæm fyrir því að einhver hafi horn í síðu minni, (konur eru svo óútreiknanlegar og geta verið svo klikkaðar) svona í ljósi alls og liðinna atburða en þetta var hið indælasta og viðkunnalegasta fólk. ekkert nema gott um það að segja... maðurinn með gullhamrana sem ég minntist á í ölvímunni á aðfaranótt sunnudags var líka hressandi þó að í samtali okkar hafi ég meir verið að fylgjast með matarleifunum sem skreyttu tanngarð hans eins og indversk perlufesti. þær ferðuðust útum allt og ég mátti hafa mig alla við að koma mér undan þeim í skothríðum útúr munninum á manngreyinu. en hann talaði svo vel um mig og örninn minn þrátt fyrir að þekkja okkur ekki hætishót svo ég fer ekki að erfa nokkrar harðfisktægjur í andlitinu á mér við hann. ég gleðst yfir því að þetta svarfdælska þorrablót sé nú orðið hluti af lífi okkar og miðað við þá litlu reynslu sem ég hef nú verða þau bara betri og betri með hverju ári... allavega hló ég mun meira nú en í fyrra yfir árlega annnálnum og skemmtiatriðunum þrátt fyrir að þekkja bara til u.þ.b. 5%-a innihaldsins. það kom ekki að sök.

en nú er matartíminn senn á enda og ég á leiðinni út með börnin í óaðlaðandi kraftgalla og snjóþotubrun... ég og öspin litla stöndum þreknar saman í kraftgöllum í kuldanum og ræðum málin. það er svo gaman að vera að vinna með mágkonu sinni sem er líka vinkona manns, það gerir allar vinnur skemmtilegar held ég.

sunnudagur

ég er full á tjörn í svarfaðardal og ég var að koma heim af þorrablóti. mikið finnst mér gaman að og á þessum þorrablótum, skemmtilegt fólk og allt svo skemmtilegt. ég fékk m.a.s. langa ræðu um eigið ágæti, fegurð og stórfengleika frá ónefndum svarfdælingi sem mér skilst að sé þó ekki lengur svarfdælingur... það kemur ekki að sök, hvaða stúlka hefur ekki gaman að smávegis gullhömrum? á þessu augnabliki er flest gott.

föstudagur

þorrabölv


jæja... nú síðar í kveld liggur leið okkar þriggja, mín, aspar og arnarins hins kvartaldargamla norður yfir heiðar í svarfaðardalinn fagra. og ef forsjónin kemur okkur alla leið munum við vera viðstödd eitt ærið þorrablót þeirra svarfdælinga annað kveld... hákarl, brennivín, súrsuð dýrakynfæri og sverðabardagar. ég hlakka til! ég ætla að vera full og stíga dansspor ef mér tekst að vaka framyfir miðnætti.

mér gengur eitthvað illa að læsa blogginu þannig að þeir sem elska að hata að lesa mig og mig verða bara að sýna þolinmæði um sinn eða kroppa úr sér augun með skeið. ég veit nefnilega að það er ómótstæðilegt fyrir marga að koma hingað... híhíhí.

ég bið ykkur annars vel að lifa og góða helgi.

miðvikudagur

skuggaprinsinn & kirsuber: skuggaprinsinn a afmæli!!!


já... klukkan er nokkrar mínútur yfir miðnætti og örninn minn er orðinn 25 ára... tventífokkíngfæv!!! prins drauma minna, til hamingju með daginn hjartagull! að öðru: mér er illt í maganum...

laugardagur

lokað a skituna!


ég hef ákveðið að loka blogginu fyrir öllum almenningi og nú munu aðeins ákveðnir aðilar sem ég samþykki fá aðgang að þönkum mínum og visku. mér leiðist að hvaða geðdeildarvistmaður sem er með húsavíkuraugabrúnir og skrifstofurass hafi aðgang að minni persónu... auk þess eru þessi skrif mestmegnis ætluð mér og til að greiða aðeins fyrir flæðinu í hausnum á mér sem oft á tíðum ber mig ofurliði. aftur á móti eru vinum og kunningjum og nokkurn veginn hverjum sem er boðið að lesa skrif mín, svo framarlega sem að viðkomandi er vinveittur mér og mínum ástvinum og hafi verið það fram að þessu. þið þurfið eingöngu að skrifa netfangið ykkar og deili á ykkur í kommentin innan 5 daga og ég bæti ykkur ekki á "shit- listann" minn heldur "love-listann" og þið fáið áframhaldandi aðgang að óþrjótandi visku minni, meinfyndni, skoðanagleði og einkalífi.
fullkomin blanda í veikindum: curb your inthusiasm með larry david, elska hann!!!, ribena með klaka og innpökkuð í flísteppi. örninn minn ætlar svo að fljúga eftir sælgæti á eftir enda nammidagur.
ef ég væri ekki veik og hefði verið í heimsókn hjá birtu í gær í san fran þá hefði ég getað farið á tónleika með nine inch nails á slim´s... ég vildi að þeir kæmu hingað og ég gæti hitt trent. handsomaðasti maður á jörðinni... fyrir utan örninn minn að sjálfsögðu! ef ég fæ krabbamein getur þá kannski einhver uppfyllt þessa ósk fyrir mig, fengið NIN til íslands? ég væri líka alveg til í það án krabbameins.

fimmtudagur


yours truly og litli uppáhalds frændi "full" í glöggi fyrir jólin... eða þannig sko. ég var bara að reyna að koma smá rokki í piltinn með þessari uggandi niðurstöðu.

mig log-svíður í hálsinn og mér líður einsog hann sé flakandi svöðusár... öspin litla var með þetta í seinustu viku og ber þessari hálsbólgu ekki væna söguna, þetta ku vera einhver vírus ef ég er með það sama. ég hefði kannski átt að sleppa því að kyssa hana svona mikið... grín.

ég kveð með þessum fallegu orðum hins sí-snjalla bjartmars guðlaugssonar. þetta ljóð hefur verið eitt af mínum uppáhalds síðan ég las það fyrst og ég hef örugglega sett það hingað áður. ég vildi að ég hefði kjarkinn til að "pósta" mínum eigins ljóðum hér... kannski ég geri það bara á næstunni!

stúlkan sú er elskar mig

stúlkan sú er elskar mig
kenndi mér að kenna til.
stúlkan sú er elskar mig
er eina veran sem ég skil.
ég held það bara borgi sig
að virða og þiggja hennar ráð.
stúlkan sú er elskar mig
er undurblíð en stundum bráð.

ég þori ekki að segja henni
söguna um mig,
um hégóma, girndir og milljón
mínusstig.

því ég hef alla mína hunds- og kattartíð
verið skíthræddur við ástarsorg og stríð.
til hamingju með daginn heiða!!! þú ert mun eldri en ég nokkurn tímann gerði mér í hugarlund, altsvo: þú ert ungleg.

ég hef komist að því að þrátt fyrir breyskan og ofur-viðkvæman persónuleika þá hef ég lúmskt gaman að því þegar mér tekst að reita einhvern til reiði með skoðunum mínum og skrifum hér... það tístir í mér og nú er ég glottandi. svona er ég nú öfugsnúin.

miðvikudagur

mig vantar smá ráð ef þið eigið svoleiðis á vergangi... ég er svo agalega kvöldsvæf sem er í sjálfu sér ekkert vandamál á virkum kvöldum og auk þess á ég fáránlega auðvelt með að vakna snemma en það ku vera góður kostur (ég vakna alltaf áður en vekjaraklukkan hringir!). hitt er aftur að um helgar langar mig til að geta vakað en það get ég illmögulega, geggjað leiðinleg gella! vitiði eitthvað sem ég get gert? kaffi virkar ekki örvandi á mig eða það örvar bara þarmana í mér og ég neyti ekki sterkra eiturlyfja þannig að það er út...

hilmir eldjárn, stuð-fugl með meiru...

þriðjudagur

hmmm... þegar ekki ómerkari konur en tvær kötur og ein trúlaus heiða biðja mann um að skrifa um eitthvað ákveðið þá er eiginlega ekki hjá því komist. ég nenni því samt varla, en hvað um það... ég hef sumsé ekki gerst svo fræg að bera þetta myndband þarna augum með guðmundi Byrgissyni og "heitkonu" hans í gleði-fans en ég þekki fólk sem hefur gert það, ég sef m.a.s. hjá einum þeirra. mig langar eiginlega ekkert til að sjá þetta vídjó en mér skilst á öllu að það sé mjög augljóst að þar sé enginn maður eða kona á smjörsýru og enn síður er verið að nauðga einhverjum, það eru bara allir að fíla sig voða vel með dildó í rassgatinu og svoleiðis. mín skoðun á þessu er eftirfarandi: vitanlega er þetta rangt allt saman og hið alvarlegasta mál, svona á ekki að eiga sér stað en þannig er því nú því miður háttað með svo óskaplega margt í veröldinni, ógeðis-hlutir eiga sér stað undir nefinu á okkur á hverjum degi. en ég skal hundur heita ef það á að kenna þessum guðmundi um allt fjandans ruglið... fyrir það fyrsta vita allar konur og menn að enginn brundur hefur lækningamátt og enn síður þegar honum er kyngt og það skal enginn segja mér að fólk sé virkilega orðið það illa haldið en hefur samt vit á að fara í meðferð að það láti ljúga að sér svona vitleysisgangi... sé platað í einhverjar BDSM orgíur og segi bara já og amen af því að það á svo agalega bágt og sé svo voðalega skemmt af eiturlyfjaneyslu að það viti ekki muninn á réttu og röngu þegar kemur að neðanbeltismálum.... ég er nú kannski bara fordómafullur og skilningssljór fáviti með enga haldbæra vitneskju um málið eða fólkið sem því viðkemur en af því sem ég veit, þá er þetta mín skoðun.

annars er lífið mjög gott um þessar mundir, það leikur við mig og við hjónin höfum tekið upp heilbrigðari lífsstíl og af er það sem áður var... það gengur ekki endalaust að þjást af næringarskorti! við erum reyndar ekkert í neinum klikkuðum kellingar-öfgum einsog að borða eftir blóðflokki og svoleiðis vitleysu en batnandi fólki er best að lifa... það einasta sem má finna lífinu til lasta þessa dagana að ég er að kvefast en ég trúi því að ef ég hugsa sem minnst um það verður ekkert af því. kvef be gone...

mánudagur

the IT girl...


ég ætti kannski að tjá mig eitthvað um þetta mál málanna þarna... guðmundur, byrgið, smjörsýran og endaþarmurinn. ég veit ekki sko... ég hef alveg ákveðna skoðun á þessu en ég er ekki viss um að það sé nokkur maður eða kona sammála mér. ég sé til hvort ég "bombarta" ykkur með þeim þönkum.

sunnudagur

daglegar væntingar


hvar hef ég alið manninn? ég hef verið andlaus bloggari og hugsuður undanfarið þó að í huga mínum fari fram öll þau hugsanlegu þing sem hægt er að halda í mann- og hugarheimum, ég hef bara ekki undan að koma öllum hugsununum frá mér. þær vafra um í öngþveiti huga og sálar og fylla skjalaskápana í heilanum, hvort séu þær göfugar eður ei. ég hef líka verið lasin í mallanum, ég er alltaf lasin. en með hjálp "æðri" máttarvalda hef ég komist að því að kveisan sem herjar á innyfli mín er ekki kúkasýkill eða hvað þetta er nú kallað, sem er einn af atvinnusjúkdómum leikskólakennara og barna um þessar mundir. líka lús en það helvíska fyrirbæri mun ég forðast einsog heitt bál og pestina... ég sá lús í fyrsta skipti með berum augum fyrir helgi, EKKI Í HAUSNUM Á MÉR! bara svo það sé á hreinu þó mig hafi farið að klæja óskaplega um allan líkama bara við að bera kvikindið augum. djöfuls andstyggð! ógeðfelld lítil dýr... ég veit svosum alveg að á líkama okkar lifa allskyns pöddur, allavega veltum við okkur uppúr milljón rykmaurum þegar við leggjumst til hvílu í rekkju en þeir eru þó allavega "ósýnilegir". mig er farið að klæja...

nú svo er þorrinn genginn í garð og bóndadagur var á föstudag. ég var ekki nógu hress til að ausa frá mér gjöfum en eldaði þess í stað dýrindis hádegisverð handa erninum mínum í gær sem samanstóð að steiktum eggjum, pylsubitum og bökuðum baunum. í eftirrétt var nudd... kona verður nú að gera eitthvað. annars er þorra-þema í leikskólanum í næstu viku og ég veit ekkert um þorrann nema að þá étur fólk ótæpilega af skemmdum mat, drekkur brennivín og fer á þorrablót. í gamla daga var það auk þess með hjálma og í skikkjum og drap aðra með sverðum og nauðgaði konum, mér er létt að tímarnir hafi breyst... að sumu leiti allavega. það eru náttúrulega allir búnir að gleyma því að ekki fyrir svo löngu síðan var tveimur konum nauðgað á hrottalegan hátt í reykjavík, annarri á bakvið menntaskólann í reykjavík og hinni á bakvið þjóðleikhúsið og gott ef að þetta gerðist ekki með eins eða tveggja vikna millibili. þegar svona er ekki lengur æsifrétt gleymist það fljótt og ég veit ekki betur en að þessir ógæfumenn gangi enn lausir... svona er nú metnaðurinn fyrir bættu og betra samfélagi mikill í voru landi. nauðgarar mega ganga lausir fyrir öllum svo framarlega að þeir eru ekki að nauðga akkúrat þá stundina. ég má eiginlega ekki byrja að tala um þetta, það endar oftast í slæmu þunglyndiskasti og mikilli vantrú á mannkynið.

við sóttum tengdapabba eldjárn á vinstri-græna fund í gær. þar var steingrímur j. og þegar ég tók í hendina á honum langaði mig mest til að flaðra upp um hálsinn á honum og kyssa og segja honum að þegar ég færi á þing ætlaði ég að verða alveg einsog hann og að hann væri besti stjórnmálamaðurinn. ég hafði sem betur fer hemil á einlæga barnaskapnum í mér...

smá um júróvisjón... við horfðum á fyrsta holl af lögunum í gær í sjónvarpinu og ég er alveg gáttuð á því að eftir öll þessi ár sé enn til fólk, altsvo lagasmiðir sem kunna ekki formúluna að júróvisjónlagi. hún er óskaplega einföld, svo einföld að ég nenni ekki að dedúa um hana og þið eruð mongólítar ef þið kunnið hana ekki. það eru nokkrir einfaldir hlutir sem þurfa að einkenna gott (þegar ég segi gott þá meina í samhengi við þessa keppni. þetta eru ekki endilega alltaf það sem ég kalla góð lög) júróvisjónlag. hættiði að senda inn þessi fiðlu/vælu/þjóðlaga/ástarlög! lagið sem þessi feiti, man ekki hvað hann heitir söng um húsin sem hafa augu (glataður texti þó!) og komst áfram, það hefur nokkurn veginn rétta júróvisjón formúlu að mínu mati. ég spá því allavega velgengi... og bara svo það sé á hreinu þá er þetta eingöngu MITT persónulega álit, ég er ekki markbærari dómari en hver annar þannig að ef einhverjir eru ósammála mér þá endilega sleppiði því að skrifa nafnlaus blammeringa-komment sem þið skrifið svo undir sem "áhugamanneskja um mannlega virðingu". það er nefnilega ENGIN mannleg virðing falin í svoleiðis takk fyrir takk!

bráðum kemur öskudagur. ég hlakka til hans, alveg ofboðslega. ég hef svo óskaplega gaman af grímubúningum og að klæðast þeim og nú þegar ég vinn á leikskóla get ég loksins verið í grímubúningi á öskudag á gamalsaldri. mig langar til að vera eitthvað stórkostlegt, svona til að gleðja börnin af því ég veit þau hafa svo gaman af svoleiðis, þau hafa gaman af því þegar við förum á niður á þeirra plan (niður ekki meint illa í þessu samhengi). þannig að ef einhver á magnaðan grímubúning til að lána mér, gamlan dimiteringarbúning eða þ.h. þá væri það undursamlega vel þegið. ég er 165 sentimetrar á hæð og í kjörþyngd, altsvo ekki horuð og ekki bústin. bara lágvaxin og reykvísk velmegunar-dúlla...

jæja, ég ætla að hætta áður en mér dettur fleira í hug til að þvaðra um. lifið heil!

fimmtudagur

ég bókstaflega elska snjó! það fer um mig gleðihrollur ef mér er litið útum gluggann og það er snjókoma, einsog núna. ég er nokk viss um að það sé m.a.s. hann, snjórinn að einhverju leyti sem er að koma mér uppúr holunni, sálarholunni. svo erum við líka á leiðinni á svarfdælska og árlega þorrablótið fyrstu helgina í febrúar og eftir því get ég vart beðið, hákarl, brennivín og dansspor. það var svo gaman í fyrra og ef það verður hálfvegis jafn skemmtilegt núna og þá, þá dey ég glöð... eða þannig. tilhlökkunin kemur manni allavega mjög langt... good times. nú svo er örninn minn elskulegi að verða kvart-aldar-gamall í lok mánaðarins... ég er búin að kaupa afmælisgjöfina og mér er ómótt af tilhlökkun og spenningi yfir því að gefa honum hana, ég efast um að ég haldi það út... ég man þegar ég varð tventífokkíngfæv! þá hélt ég grímupartý með hetjuþema og var sjálf emily strange, alteregóið mitt. það var gott partý, bæði skrýtið og skemmtilegt. og nú fer ég að verða 28 ára, það finnst mér svo merkilega undarlegt að ég trúi því varla, enda er ég jú líka ennþá lítið barn inní mér. en mikið djöfulli finnst mér gaman að eldast, ég myndi ekki vilja vera yngri aftur fyrir fimmaur! hvað ætli gerist árið sem ég er 28 ára? kannski kaupum við íbúð, kannski eignumst við kríli... það er náttúrulega inn núna. við erum allavega búin að ákveða nöfn og það nægir mér svosum næstu 2-3 árin.

miðvikudagur


ola!
bara að láta vita af mér ef þið skylduð vera orðin eitthvað hrædd um mig... elsku pysjurnar mínar. ætli ég skelli ekki einhverju málefnalegu hingað inn á næstu dögum enda er ég laus úr viðjum þunglyndiskastsins. í bili a.m.k... konungur fuglanna nær alltaf að gleðja mig, hann hendir mér á bakið sitt og flýgur með mig á betri staði og svo gleðst ég líka mjög í hjartanu yfir börnunum "mínum" á leikskólanum. ég er gífurlega hress fyrir utan að mallinn minn er alltaf eitthvað að plaga mig og ég vakna iðulega með ægilegan brjóstsviða og magaverk en ég geri ráð fyrir að þunglyndi heilsugæslulæknirinn minn (þjáningabróðir) geti ráðið bót á því máli með einhverjum skottulækningum og lyfleysum. en svo á ég líka páfagauk núna og það gleður mig yfirgengilega enda vil ég helst ekki lifa öðruvísi en með dýragarð í kringum mig... hilmir eldjárn heitir hann, altsvo pásinn. það gleður mig reyndar lítið þegar skaði eldjárn stendur og mænir á vesalings hilmi af þvílíkri áfergju að slefan rennur úr munnvikunum á henni. svo segir mér hugur að það muni brátt ganga yfir enda er skaði nú þegar búin að ná að plokka tvær stélfjaðrir af litla pásanum... ég vona bara að það hafi ekki komið henni á bragðið eða einhvern fjandann. við festum líka kaup í nýjum magnara, bassman magnara á visa-rað. ekkert annað í stöðunni að gera... og þó ég spili ekki á strengjahljóðfæri að neinu ráði þá verð ég að segja að þessi magnari er "the coolest EVER!!!". later!