sunnudagur

það er kominn sunnudagur og vinnuvikan bíður við næsta horn. ég vaknaði hálf 9 af því að ég fór snemma að sofa. horfði bara á vídjó í gær á skrýtna mynd um kynlíf og reyndi að sannfæra manninn sem ég elska með sms-um að hann væri að gera vitleysu. það tókst ekki. við ákváðum samt að ef ég væri enn kona einstök og orðin þrítug og hann ekki hommi myndum við geta barn. það er svosum ágætis markmið í sjálfu sér.

mín bíður bara rólegur dagur að venju. hápunkturinn verður líklega þegar halldóra mín kemur með nýju ferðatölvuna sína að brenna diska. það er nú einn af hinum stórkostulegum kostum húsráðenda þessa húss sem ég er að passa að maðurinn, fyrrverandi mágur minn á óþrjótandi safn af geisladikum. hér finnur maður alla diska og diska sem að hvergi annars staðar er hægt að finna. diska sem að mig hefur lengið langað í og aðrir. ég ætla nú að stelast til að brenna nokkra smelli og búa til ástarsorgar albúm sem ég get hlustað á og horft út um gluggann á meðan. og kannski skælt.
nú svo er ég líklegast að fara í mat til mömmu í kvöld sem er að vorkenna mér í fyrsta skipti á ævi okkar beggja. hún og stjúppabbi minn eru skemmtilegur og skrýtinn dúett. þau fara mikið í ferðalög, nánast hverja helgi hvernig sem viðrar á nýja bílnum sínum sem hægt er að sofa í. kannski ég skelli mér með þeim fyrst ég er orðin einstök.

jeijj! arnar og móa koma heim á þriðjudag og ég hlakka mikið til. mér finnast þau voða skemmtileg og ein af fáum manneskjum sem ég get átt í virkilega vitsmunalegum samræðum við. ég ætla að biðja þau um að ættleiða mig. þá verður samt maðurinn sem ég elska frændi minn og tengdaforeldrarnir fyrrverandi afi minn og amma. það er reyndar viðbjóðslegt. sleppum því þá.

bless.

Engin ummæli: