mánudagur


gleraugnaglámarnir á bergstaðastrætinu óska landsmönnum öllum nær og fjær gleðilegrar hátíðar!

föstudagur

æji, mér datt eitt í hug sem mig langar til að segja frá...
fyrir utan að gefa kisunni minni henni dimmalimm ákaflega góðan jólamat gef ég eða gaf ég henni líka að sjálfsögðu smávegis jólagjöf. jólamaturinn mun vera dósamatur sem er bara á boðstólnum á hátíðardögum, rjómi og rækjur og svo ákvað ég að gefa henni nýja ól þar sem að hin var orðin skítug og viðbjósðleg og auk þess með engu nafnspjaldi. engin móðir vill hafa börnin sín í skítugum og rifnum nærfötum og það sama gildir um kattaeigendur og ólarnar á köttunum þeirra. ég skellti nýju ólinni utan um hálsinn á henni í morgun og átti svosum ekkert von á miklum viðbrögðum... nema hvað að henni er svo meinilla við að hafa þetta nafnspjald hangandi framan á sér að nú hleypur hún útum alla íbúð líkt og með rakettu í rassi sínum og steypist svo endrum og eins fram fyrir sig með miklum látum því hún reynir á hlaupunum að bíta af sér nafnspjaldið með ofangreindum afleiðingum. það er stórmerkilegt að fylgjast með þessu atferli hennar...
þetta var nú bara það sem ég vildi segja.
mmm... góður matur í kvöld, gott fólk, pakkaafhendingar, tónleikar og huggulegheit...
blex.
detti nú af mér allir dauðir maurar! örninn minn og hljómsveitin ÉG eru að fara að spila á þessum tónleikum sem kiefer nokkrum sutherland datt í hug að halda á landi voru á grand rokk í kveld, á þorláksmessukveldi. ég hef reyndar engan sérstakan áhuga á að hitta manninn, þ.e. kiefer en það verður kærkomin veruleikafirring að bregða útaf vananum, að sjá einhverja aðra fræga en fræga íslendinga.

og svo verða jólin bara komin þegar við komum heim í kveld og skreytum jólatréð... þess vegna ætla ég endanlega að segja þetta gott, a.m.k. í bili og óska ykkur gleðilegra jóla. eins og áður vona ég að þið og ykkar fjölskyldur hafið það sem allra best, að ykkur líði vel og þið séuð hamingjusöm og takk kærlega fyrir samveruna fram að þessu.

ást & kærleikur,
tinna kirsuber.

fimmtudagur

dæmi um mann sem tekur starf sitt of alvarlega (sá sem um ræðir er læknir):

"alvarlegustu áverkarnir eru oftast nær á ganglimum og griplimum..."

... creeps me out eins og rúsínurnar.

barbra streisand kveikir í mér... ég ræð ekki við það...
langar þig að vera búin að öllu fimm dögum fyrir jól?
langar þig að geta slappað af á þorláksmessu og aðfangadag í faðmi fjölskyldunnar?

er með aukamagn af þýskum genum sem seljast ódýrt. fjölskyldu- og einstaklingspakkar, einnig fyrirtækjapakkar. hafið samband!

miðvikudagur

get ekki ákveðið hvort mér finnist catherine tate fyndin eða ekki...

mánudagur

jólakveðja:

kæru lesendur, vinir, kunningjar og aðrir...

ég er að hugsa um að segja þetta bara gott í bili og skella mér alfarið í jólafrí, á öllum miðum þ.e. en ykkur vil ég óska gleðilegra jóla frá mínum dýpstu hjartarótum og vona ég að þið og fjölskyldur ykkar hafið það sem allra best yfir þessa hátíð ljóss & friðar og munið í gluðs bænum tilganginn með henni, og þá er ég ekki að tala um smiðinn sem var negldur uppá kross með sínum eigins nöglum á sínum tíma...

ykkar elskandi,
tinna kirsuber.

föstudagur


gerðist gamaldags áðan og fór til skósmiðs... ég heyrði nefnilega um daginn að fólk færi ekki lengur til skósmiðs en henti þess í stað biluðum skóm og keypti sér nýja. en nú eru allavega elsku hjartans stígvélin mín hjá "lækninum" og það mun kosta mig u.þ.b. 4.500 krónur að leysa þau þaðan út en til þess að komast yfir þá upphæð þarf ég að selja líkama minn á hverfisgötunni seinna í dag. það er þó skömminni skárra en að þurfa að kaupa fokdýra og nýja skó.

þreif allt í gær sem óð kona væri og nú glampar allt og glansar og ilmar af hreinlæti hérna á bergstaðastrætinu. það er í sjálfu sér alls enginn ókostur við það að vera búin að þrífa nema þá helst að eftir tiltektir virðist hellast yfir mig einhver "manía" að það þurfi allt að haldast glansandi hreint þangað til ég veit ekki hvenær... það er að sjálfsögðu ógerningur. en við þetta þrjóskast ég og er hlaupandi útum alla íbúð með rakan afþurrkunarklút.

mig er farið að hlakka óheyrilega mikið til jólanna... ef bara forsjónin sæi sér fært um að færa oss snjó. ég hlakka mest til að vakna á aðfangadagsmorgunn, að svo gefnu að ég verði ekki útúr þunn eftir að hafa þrælað börnunum mínum og konu upp og niður laugaveginn með jólabjór í hönd og viðkomu á öllum helsu ölstofum borgarinnar... segi svona... ef ég væri rosa plebbi... en nei, ég hlakka til að vakna á þessum uppáhalds degi mínum, hlakka til að vera ekki að vinna eins og undanfarin ár, hlakka til að vera með erninum mínum.

annars er ég að velta einu fyrir mér... maðurinn þarna sem að tældi víst 13 ára stúlku sem hann kynntist á einhverri spjallsíðu á textavarpinu (how low can you go...) til kynferðislegrar innsetningar og er núna ákærður fyrir það... hvað er hann eiginlega gamall? skiptir kannski ekki öllu... það sem mér finnst hins vegar skipta máli, og nú er ég ekki að tala lagalega séð heldur siðferðislega er að 13 ára stúlkur eru alls ekki allar þar sem þær eru séðar. ég var 13 ára þegar ég svaf í fyrsta skipti hjá og ég vissi uppá hár hvað ég var að gera, eða þannig, þið vitið hvað ég meina... getur ekki bara verið að stelpan hafi alveg verið "geim" í þetta? ég tek fram að ég aðhyllist ekki barnaklám né lögbrot né neitt sem tengist því að neyða konur til kynmaka. ég er bara svona að velta þessu fyrir mér, óháð öllum hliðum...

jólaglögg hjá dóru í kvöld. ég skal gera tilraun til djamms...

fimmtudagur

halló halló!

gleðiefni:

-móa kemur í dag!!!
-ösp kemur á morgun!!!
-það eru 9 dagar til jóla!!!
-ég er ekki að fara að læra í dag!!!
-ég gekk frá skólabókunum í gær...

semi-gleðiefni:

-er að fara að gera jólahreingerninguna í dag (ljósi punkturinn við það er að þá get ég loksins gert jólalegt í kotinu okkar)
-byrjaði á nýrri getnaðarvörn í gær, hringnum

leiðindarefni:

-mig langar enn í jólakjól því allir kjólarnir mínir eru of stórir á mig sökum sjálfstæðu anorexíunnar
-mig vantar nauðsynlega nýja vetrarskó þar sem almættið sameinaðist loks pissu-högnanum og skemmdi rennilásinn á núverandi vetrarskóm.
-ég er á túr en á ekki að vera á túr. demitt!!!
-HVAR ER SNJÓRINN??? (ég get ekki með neinu móti komist í jólaskap sem og er vetrarbláminn mun verri þegar snjórinn er enginn)

yfirgnæfandi staðreynd:

-ég er rosalega hamingjusöm!

miðvikudagur

so very tired...


jæja, þá er þetta búið og ég veit eiginlega ekki hvernig ég á að hegða mér eða hvað ég á að gera. ég veit bara að ég er rosalega þreytt... er að hugsa um að skríða jafnvel bara undir teppi með te og sígó og horfa á sex&thecity. ég er að leka niður af þreytu. skrýtið og óþægilegt að hugsa til þess að s.l. þrjár vikur er ég búin að vera með stöðugan kvíðahnút í maganum og alltaf að hugsa um lærdóminn. hvernig ætli nýja lífið sé? en í dag ætla ég að slappa bara af og svo á morgun ætla ég að fara að huga að langþráðum jólaundirbúningi... ég get varla skrifað...
tók samt forskot á sæluna áðan og keypti jólagjöf handa erninum mínum, ég get ekki látið uppi hvað það er af augljósum ástæðum en það er fallegt... það er alltaf eitthvað stressandi við fyrstu jóla- og afmælisgjöfina. maður er allur á nálum yfir því að kaupa eitthvað glatað. það eru t.d. alveg allavega tveir mánuðir síðan ég fór að pæla í þessu... kannski er það bara ég. æji, ég er svo sybbin...
hérna er frábær grein sem auður rán benti mér á. nú veit ég hvaða rithöfundur ég ætla að verða eins og þegar ég loksins leyfi einhverjum að sjá bókina mína, hnotið um gangstéttarbrún.
ég er farin undir teppi. ég vona að þið hafið það gott. hvar er snjórinn???

þriðjudagur

mig langar í jólakjól...
ef ég næ ekki skólanum ætla ég bara að leita mér að vinnu. eftir talsverða umhugsun er þetta það sem myndi einkenna draumastarfið eða þannig...

-engar konur. a.m.k. ekki í neinum stórum hópum.
-ég verð að geta verið með rautt naglalakk.
-engir búningar, bara mín eigins föt.
-útvarp.
-mannsæmandi laun.
-hreinlegt salerni.
-45-60 mínútur í mat.
-staður þar sem ég get verið ég sjálf og mætt í hjólaskautum ef þannig liggur á mér (þetta er bara möguleiki í útópískum raunheimi tinnu).
-engin andfýla eða önnur óæskileg líkamslykt.
-enginn undir tvítugu.

... ætli það sé ekki einhverju viðbætandi, man það bara ekki í augnablikinu.
ég er orðin svo andlega þreytt eitthvað, mér líður eins og ég geti ekki meir. ég get með engu móti fest hugann við lærdóminn og samt er ég að fara í síðasta en jafnframt erfiðasta prófið á morgun. ég held að þetta reddist ekki uppúr þessu en ég reyni bara að vera raunsæ, það er ekki heimsendir þó ég nái ekki öllu þó vissulega sé það ömurlegt því ég hef lagt mjög hart að mér í haust við lærdóm og einnig í upplestrarfríinu. en svona er þetta bara... mér finnst þetta eiginlega bara svo sárt af því að ég veit vel að ég er ekki heimsk og ég hef mjög mikinn áhuga á því sem ég er að læra, þess vegna skil ég þetta ekki alveg. og fátt á ég erfiðara með að "höndla" en það sem ég skil ekki...
það lítur út fyrir að við förum ekki norður fyrr en á sjálfan gamlársdag sökum tónleikahalds. ég veit ekki alveg hversu mikið ég má láta uppi að svo stöddu en það kætir mig óumræðanlega. við verðum bara í staðinn aðeins lengur fyrir norðan í aspardalnum... ég get síst beðið eftir því.
þegar nágrannarnir á efri hæðinni fara í bað, heyri ég rasskinnarnar á þeim dragast eftir baðkarsbotninum. þetta kætir mig...

sunnudagur

þá er ég búin með seinasta verkefnið í haust, leikritagreining á kirsuberjagarðinum eftir Tsjekhov eins og sumir vilja meina að það sé skrifað (ég valdi ekki kirsuberjagarðinn af augljósum ástæðum eins og sumir kynnu að halda). merkilegt samt hvað ég er ófær um að teygja mál mitt, mér er lífsins ómögulegt að draga það á langinn í ritgerðum svo úr verði einhver sómasamlega löng ritgerð. það ku fleiri þjást af þessu vandamáli. en mér til happs minntist kennarinn minn á það um daginn að stystu setningarnar væru ekki endilega þær sístu... og þá er bara eitt próf eftir og svo er þetta búið. jólafrí... ég sé þig í hillingum elsku jólafrí. á miðvikudaginn ætla ég að verða ofurölvi og deyja (áfengisdauða) glöð um kvöldið, áhyggjulaus.

laugardagur

two down, one to go... og spennan magnast...

föstudagur


handa birtu...

If I needed you
Would you come to me
Would you come to me
For to ease my pain
If you needed me
I would come to you
I would swim the seas
For to ease your pain

Well the night's forlorn
And the morning's born
And the morning shines
With the lights of love
And you'll miss sunrise
If you close your eyes
And that would break
My heart in two

If I needed you
Would you come to me
Would you come to me
For to ease my pain
If you needed me
I would come to you
I would swim the seas
For to ease your pain

Baby's with me now
Since I showed her how
To lay
Her lilly
Hand in mine
Who would ill agree
She's a sight to see
A treasure for
The poor to find

If I needed you
Would you come to me
Would you come to me
For to ease my pain
If you needed me
I would come to you
I would swim the seas
For to ease your pain
allalalalallalalalalílalílalí... hef ákveðið að snúa 20-5 við og hafa það frekar 5-20... það er mun skynsamlegra og skemmtilegra. læra í 5 mínútur, hvíla sig í 20 mínútur. ég finn strax að þetta skilar árangri...
jæja... nú finn ég einbeitinguna fjara út með hverri mínútunni. og helvíska prófið á morgun. hvar endar þetta? ég gæti þó best trúað því að ég sé snillingur sem sé yfir skólavisku hafin... einhverja lausn verð ég að hafa!
ég er hársbreidd frá því að ná því hver er munurinn á vísunum og textatengslum... hressandi hvað öllum hérna er andskotans sama um mann!
læknirinn minn kenndi mér í gær próflestraraðferð sem á að vera voða sniðug og nefnist hún 20-5. hana iðka ég nú og ét banana eins og vitleysingur þó mér finnist öllu jöfnu allt með bananabragði gott nema bananarnir sjálfir. ef ég gæti komið orðum að tilhlökkun minni eftir því að klára prófin hér á síðunni myndi veraldarvefurinn hrynja eins og hann leggur sig, svo "gígantísk" er sú tilhlökkun. elskiði mig nú... lámarkskrafa þar sem að ég gef ykkur hispurslausa og einlæga innsýn inní mitt einkalíf á næstum hverjum degi.

fimmtudagur

síðasta flugan flögraði máttlaus um loftið, persónuleikalaus eins og draumurinn.

hún heyrði þung tárin lenda á hreinu lakinu, ein, af því að það var það eina sem hún gat beðið um.

(úr hnotið um gangstéttarbrún)

miðvikudagur


hann ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur... haldiði ekki að hljómsveitin ÉG, sem heitmaður minn er í gítarleikari í sé tilnefnd til íslensku tónlistarverðlaunanna sem besta hljómsveitin í flokki rokk/jaðartónlistar og svo eru þeir líka tilnefndir fyrir besta lagið OG fyrir besta myndbandið... ef ég væri ekki að deyja úr veikindum þá væri ég bókstaflega að deyja úr gleði.
mér til mikillar gremju hefur þessi dagur sem átti að vera til lærdóms farið í ekki neitt. ég held engri athygli og er orðin fárveik. djöfulsins, andskotans!
það þýðir:

a) ég mun falla
b) ég mun falla
c) ég mun falla
d) ég verð að vera geðveikislega og brjálæðislega hress með útúr-spíttaða athyglisgáfu á morgun og hinn

hvað gerðist eiginlega í dag? getur maður orðið svona ef maður er veikur?
mikið þætti mér nú skemmtilegt ef nine inch nails kæmu til íslands... eða bara trent reznor, það væri líka voða fínt.

arg! mér tekst ekki að byrja og svo er ég orðin óttalega lasin... hor í nös og innyfla-hnerrar.
one down, two to go... prófið gekk bara bærilega í gær, ég er nokkuð sátt og tiltölulega vongóð um útkomuna. og nú er bara að halda áfram að lesa...

örninn minn og shadow parade eru að spila á gauknum í kveld. nánast ókeypis inn...

þriðjudagur

eftir rúma þrjá stundarfjórðunga legg ég af stað í stríð vopnuð engu öðru en blýanti og bók. ég mun herja erfiða baráttu, um það er ég viss en strembinn undirbúningur s.l. fjóra sólarhringa mun að einhverju leyti veita mér byr undir báða vængi og jafnvel taka mig á slóðir sem hafa hingað til verið mér ókunnar. ég mun eftir bestu getu reyna að hindra hitt sjálfið, sjálfið sem geymir púkana í að brjótast fram á þeim stutta tíma sem það tekur mig að ganga inn um gátt styrjaldarinnar, ég mun hafa trú á því að þessi vegur sé mér jafn fær og öðrum hermönnum. ég mun trúa því þar sem ég sit í skotgröfinni með blýantinn minn að ég nái settu takmarki af því að ég hefi aldrei áður lagt svo hart að neinu öðru, vitneskjan sem ég hef innbyrgt muni flæða úr fingrum mér eins foss á hlýjum vormorgni og breiða yfir mig fullvissu um mitt eigið ágæti. það kann að vera að ég verði fyrir skoti og efist í eitt augnablik að ég nái heim fyrir sólarlag til berja augum þann sem ég elska með brosi og hlýjum kossum en ég mun skjóta niður þann efa eins og óvininn sem býr í mínu myrkasta svartholi. ég skal ganga heil frá þessu stríði eins og öllum hinum stríðunum...

p.s. ég er að fara í fyrsta prófið og ég vona að mér gangi vel...

mánudagur


mig langar á hraðlestrarnámskeið
mig langar til að spóla fram í tímann og vera búin í prófum
mig langar til að rassskella eða bara lumbra vel á ákveðinni manneskju
mig langar til að ná prófunum
mig langar til að hætta að vera með endalaust garnagaul
mig langar til að þrífa gamla og eldrauða naglalakkið af tánöglunum
mig langar frekar að kaupa jólagjafir en að læra

við stálumst til að kaupa gæsalampann úr KISU um helgina og slíka fegurð hef ég aldrei áður augum litið... fyrir utan sofandi örn.

föstudagur

ég skil ekki alveg hvers vegna allir í kirsuberjagarðinum eftir chekhow þurfi að heita sjö nöfnum og á rússnesku í þokkabót... það gerir mér bara erfiðara fyrir.

læri, læri tækifæri. tækifæri til famtíðar. lærdómur. DÓMUR. ég get þetta, ég get þetta... ekki stressa mig upp, ekki vera kvíðin af því að ég verð að trúa því að ég geti þetta. ekkert mál ef ég læri vel - EKKERT MÁL! ekki gleyma mér á veraldarvefnum, ekki vera reið við sjálfa mig. bara læra, hugsa, elska, taka inn upplýsingar, vinna úr þeim. ekki klúðra öllu þegar ég fer í prófin útaf stressi og kvíða yfir því að klúðra öllu. bara læra, bara að hugsa um það. ég get þetta alveg... hugsa bara um það.