laugardagur

tinna & prumpa engla-köttur...
kærastinn minn, besti vinur minn og mesti snillingur sem ég þekki...
ef þið sem ekki þekkið mig hafið áhuga á að vita hvernig höfundur þessarar síðu lítur út og hver það er sem er að skrifa þessi "morbit" orð hérna þá er þetta hinn raunverulegi tinnbert, reyndar með bleika hárið... það er núna brúnt. stal myndinni af síðunni hans bibba, ég vona að hann kæri mig ekki... góða nótt.
og lærdómurinn heldur áfram. ég á eftir að lesa yfir mig, þó aðallega útaf stressi yfir því að ég sé ekki að skilja hlutina í bókunum.

föstudagur

ég á við þann ákaflega hvimleiða vankost að stríða að hafa alltaf alltof miklar áhyggjur af hlutum sem ættu ekki einu sinni að taka pláss í mínum þegar ofur-fullu sál og heila. ég er t.d. að velta mér uppúr tveimur þess háttar hlutum núna. þetta er heimskulegt, ég veit það og líka að ég ætti að vita betur. þegar þetta gerist, ég velti mér svona uppúr hlutunum verður þetta að einskonar þráhyggju sem víkur ekki úr huga mér sama hvað ég reyni að leiða hugann að öðru. og getiði hvaðan þetta kemur? jú, frá öðru fólki. þ.e. þá eru þetta iðulega hlutir sem að annað fólk hefur gert eða sagt, oftast sagt. í tilvikinu í dag er það eitt af hvoru, annað var gert, hitt var sagt. þetta sem var gert angrar mig þó mun meira en ég get því miður ekki útskýrt það betur því að það varðar að sjálfsögðu ekki mig eina, ég vil eftir bestu getu reyna að virða einkalíf annarra. en þetta er hlutur sem angrar sálina mína afskaplega mikið í dag og ég er ekki einu sinni viss afhverju, þetta ætti ekki einu sinni að vera neitt mál, ekki fyrir mig a.m.k. ef ég gæti einhvern tímann andskotast til að treysta á sjálfa mig og aðra og hætt að láta annað fólk hafa jafn mikil áhrif á mig og ég leyfi því að gera. en þrátt fyrir að vita alltaf betur hef ég enga stjórn á þessu... ég vona bara að einn daginn geti ég það því að þetta er að ganga af mér dauðri. hitt er eitthvað sem að var sagt. það voru bara orð, ekkert meira, ekkert minna en þau angra mig samt og ég hata það af því að hin manneskjan meinti að öllum líkindum ekkert með þeim, er búin að gleyma þessum orðum sem heltaka nú hugsanir mínar og teygja anga sína í svartholið þar sem neikvæðnin og systkini hennar búa. ef ég bara gæti hætt að láta alla aðra hafa svona mikil áhrif á mig, haft aðeins meiri trú á mér og mér...
ég fór í klippingu í morgun. það eru áreiðanleg vonbrigði eins og alltaf... stúlkan sem sá um ósköpin vildi spjalla en ég var ekki í smáspjalls (smalltalk) gírnum. ég reyndi að svara henni án þess að vera dónaleg en þó gefa til kynna að það væri bara ekki minn dagur í dag, hún náði því á endanum og klippti mig illa í staðinn. ég veit ekki almennilega hvað það er við mig sem öskrar fertug kona að koma úr lagningu en klippi-stúlkan sá það og gerði. ég hafði ekki eirð í mér til að leiðrétta hana og sætti mig þess vegna við orðinn hlut. annars veit ég alveg að ef ég skelli mér bara í sturtu og laga svo hárið til verð ég "happy". það er bara þessi árans dagur í dag... ég hélt ég væri laus.

Mamma og salka litla hennar mömmu voru auðvitað eitt og áttu alltaf að vernda hvor aðra frá öllu illu einsog þegar hægri höndin verndar hina vinstri, þær eiga báðar sömu sök. Og hún ætlaði að halla sér uppað brjósti móður sinnar að nýu. En brjóst móður hennar var horfið. Telpan reis uppvið dogg og þreifaði fyrir sér í rúminu við hlið sér, en rúmið var tómt. Móðir hennar var farin. Stundarkorn horfði telpan útí myrkrið slegin lömun, og ósjálfrátt mynduðu varir hennar sig til að kalla: mamma, mamma. En þetta óskiljanlega orð fæddist andvana á vörum hennar, sem betur fór. Því hver ansar þessu orði ef maður kallar það útí myrkrið í skelfíngu sinni? Einginn. Sum orð eiga ekki hljómgrunn nema í manni sjálfum [...] Að verða fullorðin er að komast að raun um að maður á ekki móður, heldur vakir einn í myrkri næturinnar.

úr sölku völku eftir halldór laxness

fimmtudagur

ég elska þig meira
ef það er hægt
í hvert skipti sem þú tekur mig upp
upp úr malbikinu
og vængirnir sem bera okkur
yfir allt og alla
þeir blása á mig hlýrri golu
sem angar af áhyggjuleysi
og þó að það sé ekki
kannski ekki neinum samboðið
það er stundin
sem ég elska þig alltaf aðeins meir
tárin mín þorna
kannski einn daginn
kannski
og þá hætti ég að kalla
nema á þig
óttinn, vonleysið
horfið
og það eru þú og ég
þú ferð aldrei
eins og tilfinningin
á aðfangadagskvöldi

miðvikudagur

61 dagur til jóla.
ég þarf að fara í bankann í dag (það virðist vera orðin vikuleg heimsókn), örninn minn er veikur, ég er búin að týna vegabréfinu mínu, ég þarf að redda því í dag sem þýðir passamyndataka... andskotinn! og ég sem hata að láta taka myndir af mér. ég þarf að læra... hef kollverpt ákvörðun minni varðandi framtíð mína í veröldinni. segi ykkur frá því síðar.
jeah... sure...


How You Life Your Life



You tend to deprive yourself of things you crave, for your own good.

You're laid back and chill, but sometimes you care too much about what others think.

You prefer a variety of friends and tend to change friends quickly.

You tend to dream big, but you worry that your dreams aren't attainable.

þriðjudagur

ég labba alltaf hljómskálagarðinn á leiðinni í og oftast úr skólanum. það er alls ekkert til að kvarta yfir því hljómskálagarðurinn er að mínu viti einn mesti sælureitur reykjavíkur, ekki þessi austurvöllur. en í dag var hann eitthvað svo einmanalegur þegar ég labbaði hann í gegn. þar sem sólin hafði enn ekki náð að sveipa geislum sínum var grasið svo hrímað að það var eins og yfir því lægi þykkt ryklag eða köngulóarvefur með glitri. og þar sem að ég er mjög áhrifagjörn á allt sem viðkemur mér og mínu umhverfi læddist að mér pínu leiði. ég náði þó fyllilega að halda þeim leiða í skefjum og velti bara í staðinn fyrir mér únglíngalegum hlutum. eins og t.d. hvort það myndu koma margir í jarðaförina mína ef að ég myndi deyja í dag. myndi fólk vera harmi slegið og gráta úr sér augun, hvað myndi það segja um mig, myndi einhver vera fegin og myndu jafnvel einhverjir vera bornir út úr kirkjunni í móðursýkiskasti... eða það er kannski of mikið af því góða. það hljóta allir að hugsa svona endrum og eins, það hlýtur bara að vera. lífið er hvort eð er ekkert annað en tilraun manns til að safna sem flestum í jarðaförina sína.
62 dagar til jóla og "dóttir" mín er úti að lumbra á kunningja sínum. ég heyri í henni reiðiöskrin...
mig langar í innanlands ferðalag, heimsækja ösp í svarfaðardalinn.

mánudagur

það eru víst 63 dagar til jóla...
ég byrjaði á sjálfstyrkingarnámskeiði s.l. fimmtudag. var ekki viss hvort ég ætti að segja ykkur frá því en tók svo ákvörðun um að gera það bara. nú fyrst ágúst borgþór getur talað blygðunarlaust um OA fundina sína þá ætti ég svosum ekkert að þurfa að skammast mín fyrir það að vera á sjálfstyrkingarnámskeiði. það er bara þetta nafn sem mér finnst svo ömurlegt og benda til þess að ég sé síþreytt, fimmtug húsmóðir... sjálfstyrkingarnámskeið.
í 52 mínútna tímanum áðan sem einmitt var leikritun fór mér skyndilega að líða eins og persónu í leikriti. eða öllu heldur sannfærðist ég um að ég er í rauninni bara persóna í leikriti, það getur bara ekki annað verið. það er eina rökrétta útskýringin sem ég finn fyrir því að ég er gangandi drama. komið og sjáið umtalaðasta og umdeildasta drama-verk síðustu ára ef ekki alda: TINNA, á fjölum þjóðleikhússins NÚNA! aftur á móti gerðu þessar hugleiðingar það líka að verkum að ég fór að ímynda mér að fyrst ég er persóna í leikriti hljóta samnemendur mínir að vita að í gærkveldi hegðaði ég mér dýrslega í stofusófanum.
varðandi færsluna hér að neðan: þetta heitir auðvitað ekki brúðuLEIKHÚSIÐ heldur brúðuHEIMILIÐ eftir ibsen. ég veit ekki hvar hausinn á mér var...
ég er ekki alveg með það á hreinu hvað það eru margir dagar til jóla... ótrúlegt.
konur allra landsmanna, til hamingju með daginn! verið BRJÁLAÐAR!!!
í morgun vaknaði ég glöð og byrjaði að lesa brúðuleikhúsið eftir ibsen. til að byrja með leit ég á þetta sem skyldulesningu enda er ég að þessu "fyrir" skólann, laus við alla tilhlökkun yfir því hvað gæti leynst í þessu margrómaða leikverki. ég hef nefnilega aldrei lesið neitt eftir ibsen, mér finnst halldór laxness leiðinlegur og rúglaður, ég hef ekki lesið stríð og frið eftir tolstoy og ætla mér það ekki enda seldi ég mitt eintak af þeim doðranti á garðsölu sem ég hélt fyrir rúmu ári og milan kundera gerir ekkert annað en að flækja einföldustu hluti. piff!!!! en aftur að ibsen... brúðuleikhúsið er bara alveg hreint stór-skemmtilegt, eða svo langt sem ég er komin. þetta lofar allt voða góðu og ég missti aldrei athyglina sem gerist ansi oft hjá mér og gerir það að verkum að stundum þarf ég að lesa blaðsíður oftar en einu sinni... og ef sérlega illa liggur á mér, þá stundum oftar en tvisvar. en þetta er fínt svona...
og þá er airwaves helgin liðin, ég held að þetta verði í seinasta skipti sem ég kaupi mér armband á þá hátíð... ekki nema þá að bob dylan komi. það væri kúl, bob dylan á airwaves. sá samt nokkrar hljómsveitir og þ.á.m. og auðvitað shadow parade og ÉG. þeir voru magnaðir og álit mitt á ÉG fer stigvaxandi eftir hvert skipti sem ég sé þá spila. en ég er náttúrulega frekar hlutdræg enda ræð ég mér ekki fyrir kæti þegar ég sé örninn minn spila, undir hvaða kringumstæðum sem er, m.a.s. þegar hann er bara að stilla gítarinn... og svo þykir mér svo brjálæðislega vænt um shadow parade strákana að ég vill ekkert frekar en að þeim gangi vel. og fyrir þá sem fengu disk á tónleikunum sem þeir spiluðu á á fimmtudaginn á grand rokk þá er það "yours truly" sem myndskreytti hann.
át hrískökur með hindberjasultu (ég er dauðhrædd við sultur og berjagrauta, þessi ber og korn geta alltaf verið eitthvað annað en ber og korn) í hádegismat og drakk kókómalt með. í kvöldmat er ég að hugsa um að hafa steiktar núðlur og egg og láta örninn elda það því hann gerir þær svo sérlega góðar.
farin í skólann til að vera þar í 52 mínútur útaf þessum dásamlega degi.
see ya!

fimmtudagur

úff... erfiður dagur í dag. fer þessu ekki að linna og hverjum get ég kennt um?

þriðjudagur

endemis vandræði. ég er endalaust magaveik... nú er ég búin að vera veik í mallanum í meira en viku. ætli ég sé komin með blæðandi magasár?
ó mæ god! ritgerðir, ritgerðir, ritgerðir... ég er á barmi taugaáfalls. veit einhver um góð og náttúrleg slökunarlyf? er á móti annars konar lyfjum, þ.e. þeim sem fást í apótekum.
annars var ég að senda geðlækninum mínum stórkostlega fyndið bréf. ég ætti kannski að birta það hér... jah! maður spyr sig. ha?

sunnudagur

kærastinn minn er ekki bara kærastinn minn. hann er besti vinur minn og mesti snillingur sem ég veit um.
mér leiðist óskaplega fólk sem svarar spurningum með því að byrja á því að endurtaka spurninguna. mér leiðist líka fólk sem svarar spurningum með hroka eða aulalegu gríni. ég og maggi erum sammála um þetta.
einhverjir hafa kannski tekið eftir fjarveru minni hér... og líka þar undanfarna daga og því miður vikur. það er bara stundum óþarflega erfitt að vera tinnbert. ætli hann eigi samt ekki oftast nær mesta sök á því sjálfur... hann er bara með alltof flókið höfuð. en eitthvað er að birta til og í þetta skiptið er það ekki uppspuni til að hlífa fólki heldur heilagur sannleikur. en ég þori ekki fyrir mitt litla líf að tala um það, bara svona til að "jinxa" ekki hlutunum. það sést samt hverjir eru vinir þegar ský dregur fyrir sólu. einn svoleiðis vinur er dóra litla mín sem málaði handa mér mynd með vatnslitunum sem ég seldi henni af því að ég var "feeling blue"... dáldið fyndið. en þessi mynd er þannig og svo óskaplega falleg að í hvert skipti sem ég horfi á hana verður allt betra. eiginlega svona einskonar "art-therapy".
skólanum mínum hugkvæmdist að hafa næstu viku það sem kallað er verkefnavika. og eins og það sé ekki nógu andskoti angistarvaldandi er þetta líka airwaves vikan. þið getið ekki ímyndað ykkur hvað það er erfitt að halda mér á yfirborðinu núna. ég þarf nefnilega að gera tvær ritgerðir í vikunni og það veldur mér óskaplega miklum kvíða. en það angrar mig samt mest hvað það veldur mér miklum kvíða og núna er t.d. ágætis tími til að ergja sig á því að vera eins og ég er útaf þessum ritgerðum. en ég er að reyna að troða marvaðann og vona að ég komi mér þannig í gegnum þetta. en eitt er víst, ég ætla ekki að gefast upp. ágætis aðferð er líka að hlakka til einhvers eins og ég hef áður minnst á hér og nú hef ég heldur betur tilefni til að hlakka til því við erum að fara til amsterdam 10. nóvember. ég, örninn, maggi, beggi, rumurinn og kona hans og barn munum sofa í hótelbáti sem hefur upp á allan þann uppa-lúxus að bjóða sem hugurinn getur girnst. þetta verður að sjálfsögðu heilsusamleg afslöppunarferð því að við ætlum að heimsækja jógasetur, fara á íhugunarnámskeið og lifa á organísku fæði... þessi setning hér að undan er að sjálfsögðu alger kaldhæðni.
en nú þarf ég að fara að gera hópverkefni. jeijj! hópverkefni! (líka kaldhæðni).

þriðjudagur

76 dagar til jóla...

mánudagur

svona er það þá...
ég get ekki lengur skrifað hér það sem brennur mest á hjarta og sál og hvað hef ég þá að segja? og ég sem þoli ekki leyndarmál... ekki að þetta séu nein leyndarmál.

laugardagur

góðan dag, laugardag.
er á leiðinni í vinnu eftir hálftíma sem er í sjálfu sér ekki slæmt, "moní in ðe fokkíng pokkit!" nema hvað að mér líður pínu eins og ég sé að verða lasin. heitt í augunum, beinverkir og líkaminn allur aumur. ég vona bara að þetta sé ekki fuglaflensan eða einhver önnur flensa ef því er að skipta...

fimmtudagur

ég er orðin tipsí... ég minnist þess að hafa eitt sinn þótt sniglar herramanns matur. núna býður mér við tilhugsuninni að stinga þessum árans slímugu pöddum upp í mig. hvað ætli hafi breyst?
ja svei! undur og stórmerki áttu sér stað þegar gestirnir í kastljósi voru "aktúelt" sammála. þetta gerist ekki oft... og kastljós-drengurinn var ekki viss hvað hann ætti að gera.
nú sit ég hér með öl í dollu, talsvert hress og get hér með sagt ykkur að seinustu tvær vikur hafa farið í andstyggilegt þunglyndi. eða eiginlega ekki, mér leiðist þessu stimplun. ég ætla að kalla þetta vikurnar tvær sem fóru í óþarfa angist og áhyggjur. en nú eru betri tímar framundan, t.d. er öspin litla hjá okkur núna og henni fylgir vorsins ljómi. á morgun erum við svo að fara út að borða á einari ben, ég fagna öllu sem inniheldur ókeypis máltíð og sérstaklega þegar það er í nálægð við stóru systur og gott ef við erum ekki að fara í afmæli á laugardagskvöldið til þriggja pilta. og enn er ég svo ástfangin að ég klofna stundum í öreindir sem svífa í kringum örninn.
81 dagur til jóla.
stundum nenni ég bara ekki að skrifa... annars var ég skömmuð í dag af strætisvagnabílstjóra fyrir að dingla ekki korteri áður en ég átti að fara út. þ.a.l. komst ég að þeirri niðurstöðu að strætisvagnabílstjórar og bókasafnsverðir eru eina fólkið sem telur sig hafa þau réttindi sökum starfs síns að geta skammað fullvaxta fólk. núna vildi ég óska að ég hefði bara brostið í grát og sent strætisvagnabílstjórann reiða út í tómið með samviskubit. andskotans fáviti!

miðvikudagur

vúíííí!!! ösp er að koma til okkar á morgun, "happy hour" um kvöldið og ég svaf yfir mig í dag. það gerist einu sinni á öld.

mánudagur

svona er lífið mitt núna...

Oh My Love

Oh my love for the first time in my life,
My eyes are wide open,
Oh my lover for the first time in my life,
My eyes can see,

I see the wind,
Oh I see the trees,
Everything is clear in my heart,
I see the clouds,
Oh I see the sky,
Everything is clear in our world,

Oh my love for the first time in my life,
My mind is wide open,
oh my lover for the first time in my life,
My mind can feel,

I feel the sorrow,
Oh I feel dreams,
Everything is clear in my heart,
Everything is clear in our world,
I feel the life,
Oh I feel love.


john lennon

sunnudagur

ljóðið hérna að neðan, hin eilífa þrenning er eitt af mínum uppáhalds ljóðum og eins og það sé ekki næg ástæða til að setja það hérna inn á síðuna er það sérlega viðeigandi og í stíl við hjartað mitt núna. svanhildur frænka kynnti mig fyrir því þegar ég var óharðnaður unglingur og síðan þá hef ég ekki getað gleymt því. það segir svo mikið meira en bara þessi fallegu orð...
við horfðum á mayor of the sunset strip í gærkvöldi en ég lét hana af einhverjum ástæðum fara fram hjá mér í vor á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni. þetta er óskaplega góð mynd en líka óskaplega sorgleg og fjallar um líf rodney bingenheimer, "úber" grúppíu frá 7. áratugnum. ég nenni nú ekkert að fara eitthvað sérstaklega út í myndina enda er ég búin að segja allt sem segja þarf, þetta er bara heimildarmynd um ævi þessa sorglega manns. en það er einn augljós punktur í henni... ef að manneskja á ekki heilbrigða foreldra og er ekki í sem heilbrigðustu sambandi við þá er það ávísun á skemmd í sálinni og sálræna erfiðleika á fullorðinsárum viðkomandi. þetta er sorgleg staðreynd sem að alltof margir þekkja.

laugardagur

Hin eilífa þrenning (De evige tre)


Tveir menn er flækjast fyrir mér
fylgja mér heims um stig.
Annar er sá sem ég elska.
Einungis hinn elskar mig.


Annar er dýrlegur draumur um nótt,
og er dimmir um huga minn.
Hinn stendur vonhýr við hjarta míns dyr.
Ég hleypi honum aldrei inn.


Annar vekur mér vorsins þyt
af vellyst sem síðan fer.
Hinn gaf mér ánægður allt sitt líf,
án einustu stundar frá mér.


Annar bylur í blóðsins söng
svo blíðleikinn lifnar á ný.
Hinn er sjálfur hinn dapri dagur
sem draumarnir kafna í.


Milli þessara tveggja þráir hver kona,
og er þráð sem árgeislinn hreinn.
Á aldar fresti getur það gerzt
að þeir grói saman í einn.


Tove Ditlevsen