
hvar hef ég alið manninn? ég hef verið andlaus bloggari og hugsuður undanfarið þó að í huga mínum fari fram öll þau hugsanlegu þing sem hægt er að halda í mann- og hugarheimum, ég hef bara ekki undan að koma öllum hugsununum frá mér. þær vafra um í öngþveiti huga og sálar og fylla skjalaskápana í heilanum, hvort séu þær göfugar eður ei. ég hef líka verið lasin í mallanum, ég er alltaf lasin. en með hjálp "æðri" máttarvalda hef ég komist að því að kveisan sem herjar á innyfli mín er ekki kúkasýkill eða hvað þetta er nú kallað, sem er einn af atvinnusjúkdómum leikskólakennara og barna um þessar mundir. líka lús en það helvíska fyrirbæri mun ég forðast einsog heitt bál og pestina... ég sá lús í fyrsta skipti með berum augum fyrir helgi, EKKI Í HAUSNUM Á MÉR! bara svo það sé á hreinu þó mig hafi farið að klæja óskaplega um allan líkama bara við að bera kvikindið augum. djöfuls andstyggð! ógeðfelld lítil dýr... ég veit svosum alveg að á líkama okkar lifa allskyns pöddur, allavega veltum við okkur uppúr milljón rykmaurum þegar við leggjumst til hvílu í rekkju en þeir eru þó allavega "ósýnilegir". mig er farið að klæja...
nú svo er þorrinn genginn í garð og bóndadagur var á föstudag. ég var ekki nógu hress til að ausa frá mér gjöfum en eldaði þess í stað dýrindis hádegisverð handa erninum mínum í gær sem samanstóð að steiktum eggjum, pylsubitum og bökuðum baunum. í eftirrétt var nudd... kona verður nú að gera eitthvað. annars er þorra-þema í leikskólanum í næstu viku og ég veit ekkert um þorrann nema að þá étur fólk ótæpilega af skemmdum mat, drekkur brennivín og fer á þorrablót. í gamla daga var það auk þess með hjálma og í skikkjum og drap aðra með sverðum og nauðgaði konum, mér er létt að tímarnir hafi breyst... að sumu leiti allavega. það eru náttúrulega allir búnir að gleyma því að ekki fyrir svo löngu síðan var tveimur konum nauðgað á hrottalegan hátt í reykjavík, annarri á bakvið menntaskólann í reykjavík og hinni á bakvið þjóðleikhúsið og gott ef að þetta gerðist ekki með eins eða tveggja vikna millibili. þegar svona er ekki lengur æsifrétt gleymist það fljótt og ég veit ekki betur en að þessir ógæfumenn gangi enn lausir... svona er nú metnaðurinn fyrir bættu og betra samfélagi mikill í voru landi. nauðgarar mega ganga lausir fyrir öllum svo framarlega að þeir eru ekki að nauðga akkúrat þá stundina. ég má eiginlega ekki byrja að tala um þetta, það endar oftast í slæmu þunglyndiskasti og mikilli vantrú á mannkynið.
við sóttum tengdapabba eldjárn á vinstri-græna fund í gær. þar var steingrímur j. og þegar ég tók í hendina á honum langaði mig mest til að flaðra upp um hálsinn á honum og kyssa og segja honum að þegar ég færi á þing ætlaði ég að verða alveg einsog hann og að hann væri besti stjórnmálamaðurinn. ég hafði sem betur fer hemil á einlæga barnaskapnum í mér...
smá um júróvisjón... við horfðum á fyrsta holl af lögunum í gær í sjónvarpinu og ég er alveg gáttuð á því að eftir öll þessi ár sé enn til fólk, altsvo lagasmiðir sem kunna ekki formúluna að júróvisjónlagi. hún er óskaplega einföld, svo einföld að ég nenni ekki að dedúa um hana og þið eruð mongólítar ef þið kunnið hana ekki. það eru nokkrir einfaldir hlutir sem þurfa að einkenna gott (þegar ég segi gott þá meina í samhengi við þessa keppni. þetta eru ekki endilega alltaf það sem ég kalla góð lög) júróvisjónlag. hættiði að senda inn þessi fiðlu/vælu/þjóðlaga/ástarlög! lagið sem þessi feiti, man ekki hvað hann heitir söng um húsin sem hafa augu (glataður texti þó!) og komst áfram, það hefur nokkurn veginn rétta júróvisjón formúlu að mínu mati. ég spá því allavega velgengi... og bara svo það sé á hreinu þá er þetta eingöngu MITT persónulega álit, ég er ekki markbærari dómari en hver annar þannig að ef einhverjir eru ósammála mér þá endilega sleppiði því að skrifa nafnlaus blammeringa-komment sem þið skrifið svo undir sem "áhugamanneskja um mannlega virðingu". það er nefnilega ENGIN mannleg virðing falin í svoleiðis takk fyrir takk!
bráðum kemur öskudagur. ég hlakka til hans, alveg ofboðslega. ég hef svo óskaplega gaman af grímubúningum og að klæðast þeim og nú þegar ég vinn á leikskóla get ég loksins verið í grímubúningi á öskudag á gamalsaldri. mig langar til að vera eitthvað stórkostlegt, svona til að gleðja börnin af því ég veit þau hafa svo gaman af svoleiðis, þau hafa gaman af því þegar við förum á niður á þeirra plan (niður ekki meint illa í þessu samhengi). þannig að ef einhver á magnaðan grímubúning til að lána mér, gamlan dimiteringarbúning eða þ.h. þá væri það undursamlega vel þegið. ég er 165 sentimetrar á hæð og í kjörþyngd, altsvo ekki horuð og ekki bústin. bara lágvaxin og reykvísk velmegunar-dúlla...
jæja, ég ætla að hætta áður en mér dettur fleira í hug til að þvaðra um. lifið heil!