föstudagur

ég er loksins búin að fá emily strange dótið mitt laust úr gíslingu og það er allt yndislegt. og mamma mín á afmæli í dag. 50 ára. til hamingju með daginn mamma, hvar sem þú ert! veðrið er magnað og allt er frábært. ég er ástfangin með sól í sál.

fimmtudagur

mér ber að vara ykkur við því að ég er illvíg í skapinu í dag. ég er eins og urrandi ljón eða sundur slitinn ánamaðkur eftir rigningardag. ég er annars að fara að taka sjálfa mig í smá anger management. það nær engri átt þetta skap mitt. ég er orðin töluvert þreytt á þessum outbursts sem ég leyfi mér stundum að fá. wish me luck you fucks!

þriðjudagur

í gær fór ég að sjá what the bleep do we know í bíói. það er ansi hreint góð mynd. hún er mjög líkleg til að vinna hindberið (3. verðlaun tinnu). ég þurfti annars að taka mér vikufrí frá bíóferðum eftir hroðbjóðinn darkness. það fer bara um mig að hugsa um þá ömurlegu mynd.
ég hef annars verið að gæla við þá hugmynd að byrja aftur að skrifa ljóð. ekki gert það í nokkur ár og hausinn á mér er byrjaður að leka.
ég var sérlega drukkin í brúðkaupinu sem ég fór í á laugardaginn. muniði, ég sagði ykkur frá því... af tvennu illu endaði ég ekki allsber og grenjandi, öll úti í ælu heldur hitt, dansandi eins og óð nema ekki uppi á borðum. tók meira að segja lúftgítar og renndi mér á hnjánum eftir gólfinu. hné mín og sokkabuxur gjalda nú fyrir það.
getur einhver vinsamlegast lánað mér 3900 krónur fram á föstudaginn næsta? emily strange dótið mitt er komið til landsins og það kostar 3900 krónur að leysa það út(fasistar!!!). ég er að deyja... ég get ekki beðið. verð að fá það í dag!

laugardagur

Grátvíðir - Depurð
01.03-10.03 & 03.09-12.09

Hér er á ferðinni falleg en oft á tíðum döpur manneskja. Hún er aðlaðandi og mjög skilningsrík, hrífst af fegurð og smekkvísi, og býr yfir góðu innsæi. Manneskjan nýtur þess að ferðast, er dreymin en eirðarlaus, og er frekar duttlungafull þótt hún sé heiðarleg.

Hún er erfið í sambúð, enda kröfuhörð, þótt hægt sé að hafa áhrif á hana. Hún þarf förunaut sem styrkir hana. Ástarmálin valda henni oft angist.

...þetta á víst að eiga við mig. ég veit nú ekki... leitt að segja, en þá er nokkuð til í þessu held ég.

föstudagur

halló krakkar!
bara komið frí aftur. yndislegt! ef frí skyldi þó kalla. brúðkaup á morgun og vinna á sunnudag. ég skal segja ykkur það að ég hef ekki það gaman af fjöldasamkomum að ég líti á þær sem dægradvöl. mér er í raun meinilla við veislur og hverskyns samkomur. það tekur alltaf á fyrir mig að fara í svona boð, þess vegna flokka ég þessa veisluferð okkar "hjóna" á morgun ekki undir frí-katagorinn, heldur vinnu-katagorinn. eða öllu heldur angistar-katagorinn. veislur eru kjörinn völlur fyrir fólk að spyrja mig spurninga sem að mig langar ekki til að svara því að ég veit ekki svörin við þeim. einhverjar fáránlegar spurningar um lífið og framtíðina. og smáspjöll (smalltalk), það er það versta. ég er sérstaklega léleg í þeim. svo léleg að fólk heldur örugglega að ég eigi við einhver geðræn vandamál að stríða þegar ég er í veislum. ég á nú svosum alveg við ágætan skammt af geðrænum vandamálum að stríða, en ekki svo mikið að ég hafi áhuga á því að fólk sjái það utan á mér. smáspjöll eru viðbjóður! tilgerðarleg og alger óþarfi að mínu mati. hvurn andskotann þarf ég að vera að tala við einhvern sem gæti ekki verið minna sama um mig og mitt líf, svo ég tali nú ekki um áhugaleysi mitt á viðkomandi. en það þykir hins vegar hin mesta ósvífni að taka ekki þátt í a.m.k. þremur smáspjöllum í veislum. svo að ef þið hittið mig á morgun, þá verður það ekki ég heldur eitthvert smáspjall-alter-ego sem ég hef skapað til að þrauka þessa brúðkaupsveislu. hmmmm.... en svo er náttúrulega aldrei útséð með mig. viðhorf mitt gæti allt eins hafa kollverpst í fyrramálið og ég mun bara hlakka til að fá að eiga í tilgerðarlegum samtölum við einhverja sem ég þekki ekki neitt. auk þess er það maturinn. ég get alltaf huggað mig við matinn. það er nú iðulega ýmislegt ágætt matarkyns á boðstólnum í brúðkaupum. svo verður líklega áfengi sem þýðir að klukkan sirka sex á morgun verð ég orðin drukkin ef ég þekki mitt hænueðli rétt. líklega á ég bara eftir að enda uppi á borði í karókí, dauðadrukkin að syngja eitthvað fallegt með styx. hrókur alls fagnaðar. eða það gæti farið á hinn veginn og ég endað undir borðinu, dauðadrukkin, allsber og grenjandi, búin að æla á mig alla. maður veit aldrei...
það kom maður í búðina í morgun. blakkur á hörund. það skiptir nú svosum ekki öllu máli hvernig að hann var á litinn en ég ákvað samt að láta það fylgja með. hann talaði ensku með ægilega miklum kambódískum hreim, ímynda ég mér að þessi hreimur hafi verið, og var frekar lágvaxinn. eftir stutta stund fór hann að veita hárinu mínu mikla athygli, ég er byrjuð að venjast því enda lítið annað að gera þegar fólk getur ekki séð mig í friði bara af því að ég er með bleikt hár. og ekki leið á löngu þar til að hann bað um að fá að snerta það, hárið. ég vissi ekki mitt rjúkandi ráð, hvað átti ég að gera, hverju átti ég að svara? en af því að ég var fullviss um að þessar aðstæður yrðu enn neyðarlegri ef ég myndi öskra "NEI!!!!" á hann og segja honum að drullast aftur heim, andskotans pervert, brá ég á það ráð að segja bara já. svo teygði ég hausinn fram og litli blakki maðurinn þreifaði á kúpunni á mér í dágóða stund uns mér fannst nóg komið enda hárið allt farið í eina bendu. þetta hefur líklega komið áhorfendum furðulega fyrir sjónir, ég hefði a.m.k. orðið hissa ef ég hefði séð svona skringilega uppákomu. og svo kvöddumst við bara eins og ekkert hefði í skorist. en núna er ég hins vegar í smá lemmu því ég veit ekki alveg hvort ég eigi að heilsa honum, eins og næst þegar hann kemur í búðina til að kaupa símakort svo hann geti hringt í mömmu sína í kambódíu. ég meina, erum við eitthvað náin núna? er þetta eins og við höfum sofið saman? ég heilsa nú flestum sem ég hef sofið hjá, ekki að það telji einhvern heilan laugaveg af fólki, en þið vitið... ég held að það sé bara best að sjá til, spila þetta bara eftir höfðinu. kannski langar honum ekkert til að heilsa mér næst þegar að hann kemur í búðina og lætur eins og ekkert hafi gerst. eða kannski vill hann bara endurtaka leikinn, tekur kannski með sér ættingja til að leyfa þeim að prófa líka að þukla á bleika hárinu á hvítu stelpunni. maður veit aldrei, þetta er svo torkennileg veröld.
see ya!

fimmtudagur

gleðilegt sumar!
mér sýnist þó á þessum morgni þegar ég horfi út um gluggann að þetta vor sem var í gær sé búið. himininn er grár og nokkrir dropar læðast úr skýjunum. hvað um það, ég hef reynt að halda því viðhorfi gegnum gangandi að veðrið eigi ekki að stjórna minni lund. reynist þó erfitt oft á tíðum þar sem að ég þjáist af miklu skammdegisþunglyndi á veturna. en allt er betra en eylífa myrkrið svo ég læt ekki ljósgráan himinn á vormorgni slá mig útaf laginu.
þessi eini bjór sem ég drakk í gærkveldi og gerði mig drukkna fram eftir öllu er nú að blómstra af ákefð í hausnumá mér með tilheyrandi stingandi höfuðverk. og sígarettan sem ég hlakkaði svo til að reykja með kaffinu færir mér engan unað þar sem að þessi hálsbólga sem ég er búin að vera með seinustu vikuna virðist ekkert ætla að skána. ekki misskilja mig samt, ég er alveg ágætlega hress í dag og hlakka til sumarsins. ég er að hugsa um að halda skrá yfir allar góðar fréttir sem ég fæ frá deginum í dag svo að ef lundin byrjar eitthvað að síga í sumar get ég flett þessum góðu fréttum upp og upplifað gleðina sem þær færðu mér á ný. til dæmis er ég búin að fá eina góða frétt í dag. það er komin út ný emily strange bók. emily´s good nightmares. og ég ætla svo sannarlega að festa kaup í henni um leið og fjárhagurinn leyfir. ég get ekki beðið. það er gleðiefni. og svo fóru mamma og pabbi út í morgun sem þýðir að ég fæ tvö karton þegar þau koma heim. það er gleðiefni fyrir reykingarmanneskju.
ég er með dálitlar áhyggjur útaf þessum nýja páfa. mér líst ekkert á hann. hann virðist vera enn íhaldssamari og strangtrúaðri en þessi ný-dauði. ég og birta veltum því fyrir okkur hvers vegna að hann valdi ekki bara nafnið lúsífer eða hitler. hann er nú einu sinni þýskur. ég þakka bara gluði fyrir að ég er ekki samkynhneigð skuggabjalla með alnæmi í róm núna eins og birta orðaði það. maður yrði bara grýttur í næsta húsasundi. þessi benedikt xvi fordæmir hversu frjálslynd kaþólska kirkjan er orðin. jerimías minn eini! ef honum finnst þetta frjálslynt þá óar mig við tilhugsuninni um hvernig hann vill hafa hlutina. skrýtið hvernig þjóðir sem lifa á sömu tímum og við geta verið á svona öndverðu meiði í hugsunarhætti og þróun samfélagsins. ég nenni ekki einu sinni að vera með einhverjar yfirlýsingar um það að við séum öll jöfn. samkynhneigðir, gagnkynhneigðir, svartir, hvítir, rauðir, gulir, með alnæmi eða hvítblæði, sjónskekkju og þar fram eftir götunum. við erum öll þessa heims börn. það veit hver heilvita manneskja. fólkið þarna ætti kannski frekar að skoða hvers vegna svo margir kaþólskir prestar girnast börn. þeir réttlæta það kannski fyrir sér með því að halda því fram að börn séu sakleysið. ughh! viðbjóður, ég er alveg að fara að selja upp við tilhugsunina um þetta allt. ansans! ég ætla að hætta að hugsa um þetta áður en dagurinn eyðileggst gersamlega.
mig dreymdi í nótt að ég væri að reyna að komast frá hópi af fólki sem ég fann að var vont. það skrýtna var að þetta var allt meira og minna allir sem mér þykir vænt um utan draumanna. ég var föst í húsi sem var eins og spítali eða elliheimili. endalausir hvítir gangar og flísalagðar setsturtur. og úti var stormur, snjóstormur. þetta var einhversstaðar í miðbænum, rétt hjá bergstaðarstræti ef ég man rétt. en svo komst ég burt og út í storminn. en þá uppgötvaði ég að ég hafði gleymt páku minni inni í húsinu. ég vaknaði í angistarkasti en gladdist þegar ég heyrði í henni breima. litla skinnið. ég myndi deyja fyrir kettina mína ef til þess kæmi...
ég er farin að horfa á dvd. vonandi eigiði góðan sumardaginn fyrsta dag.
see ya!

miðvikudagur

halló.
frí á morgun, vindinn hefur lægt, ég er tipsí og lífið er fabúlös. það er komið vor! jeijjj!!! fór á barinn að hitta gulla minn til að gefa honum stórfenglega gjöf sem ég geymdi í minninu í nokkra mánuði. fékk mér einn bjór og need i say more? ég er tipsí. mamma er að fara út, kata systir er að fara út. allir eru að fara eitthvað. hvert er ég að fara? ég er að fara að eiga frí á morgun. ég ætla að gera uppáhaldið mitt þegar ég vakna, sem verður líklega um 9. drekka kaffi, reykja sígarettur og lesa blöðin. það er best. ég óska ykkur öllum gleðilegs sumars, ég vona að það verði viðburðarríkt og laust við allan leiða. þannig á mitt sumar að vera. takk fyrir veturinn.
see ya!

þriðjudagur

jæja jæja....
ég át auðvitað yfir mig í "út að borða með mömmu & pabba". fékk mér dýrindis saltfisk. og það fékk mig til að hugsa til þess tíma þegar maður hefði frekar dáið en að panta fisk á veitingarstað. það var þegar maður var ungur. ég sagði ma & pa frá væntanlegum hjólakaupum mínum. á planinu er að kaupa reiðhjól mánaðarmótin maí/júní. ég get það ekki næstu mánaðarmót því þá þarf ég að borga háskólann, auk þess verður líka búið að snjóa aftur þá eins og veðurfarið í þessu landi er... hjólið sem ég féll fyrir er ákaflega fagurt. svart og þriggja gíra, dömulegt og með körfu. haldiði ekki að það verði sjón að sjá mann? þeysast um stræti borgarinnar með öskrandi bleikt hár á biksvörtum reiðfák með dauðar flugur í tönnunum...
en sjáiði bara veðrið? lundin á mér lyftist til hæstu hæða og mér finnst lífið hafa öðlast merkingu. aðra en að finna hentugar leiðir til að losna héðan... ekkert morbit hér!
mmmm..... ég er hamingjusöm í fyrsta skipti í langan tíma. en nú ætla ég að jafna mig eftir átið, baða líkama minn og skerpa aðeins á bleika litnum í hárinu. við bibbert erum nefnilega að fara í brúðkaup næsta laugardag. ekki okkar eigins reyndar, því miður. en það hlýtur að koma að því að hann fer að skammast sín fyrir að við lifum í synd og gerir heiðvirða konu úr mér. og þá er ykkur öllum boðið.
see ya!
elsku besti vinur minn hann guðlaugur eða gunnlaugur, man ekki alveg hvort, jón árnason á afmæli í dag! hann er besta skinnið mitt, he-man íslands og fyrir utan að vera algert karlmenni er hann með gull úr hjarta eða hjarta úr gulli. til hamingju með daginn elsku gulli! lifðu vel og lengi en ekki vera að hanga pilsstrengi...

mánudagur

mér finnast rithöfundar á íslandi margir hverjir mjög tilgerðarlegir. sérstaklega ung-rithöfundar. kannski er það öfund af því að enn hef ég ekki getað lagt drög að nóbelsverkinu mínu. það er bara einhver kotbóndalykt af þessu öllu saman. máske mun mastersritgerðin mín í bókmenntafræðinni verða fyrsta bókin mín. það væri nú ansi sniðugt. rithöfundar hafa sama tendensa og alþingismenn. það er að slá um sig flóknum lýsingarorðum og alhæfa sérstaklega mikið. ef svo fólk rekst á vegg er afar áhrifamikið að ganga bara út úr herbergi.
en ég er annars orðin dulítið sybbin og jafnvel með óráði. enda komin nótt. á morgun fer ég út að eta með móður minni því hún verður utan á afmælisdaginn sinn, 29. apríl. þetta verður þess vegna snemmbúin afmælismáltíð.
látum þar við sitja...
ughhhh... mánudagur... ughhhh. gluði sé lof að það er frí á fimmtudaginn, annars væri ég í enn meiri angistarkasti. ég er líka ofboðslega sybbin því ég og bibbert vorum að hlæja til 2 í nótt. þetta eru myndirnar í þessari röð sem ég er búin að sjá á filmhátíðinni, fór á þrjár um helgina:

garden state
kinsey
downfall
i heart huckabees
the woodsman
education of shelby knox
vera drake
darkness

ég er hrædd um að garden state sé komin með keppinaut um kirsuberið (verðlaunin sem besta myndin að mínu mati hlýtur). það er education of shelby knox, sá hana á laugardaginn. mikið svakalega er það góð mynd. ég mun kannski tala um hana betur síðar. eina málið er að hún er heimildarmynd en garden state skáldskapur. svo þær eru nú kannski ekki alveg keppnishæfar við hvor aðra. en ég sé til... en svo verð ég að segja ykkur að darkness er frekar sigurstrangleg með að hljóta rúsínuna (skammarverdlaun sem versta myndin hlýtur). ég og gulli fórum á hana í gær og þetta er án efa ein ömurlegasta mynd sem ég hef á ævinni séð. allavegana pottþétt sú verst leikna sem ég hef nokkurn tímann augum borið. ég vara ykkur við: ekki sjá darkness! í öllum bænum...
hann gulli minn á afmæli á morgun...
see ya!

föstudagur

úff! ég varð óvart tipsí með hálsbólgu. ég er tipsí núna. ég fékk mér einn bjór og þarna sjáiði hvaða áhrif það hefur, ég verð strax drukkin. abblabblabb...
en ég var hér í tipsínessinu að renna augum yfir skrif seinustu daga og rak þá augun í að einhverjir tveir, hjördís og ágúst borgþór, sem ég veit ekkert hver eru, afsakið, höfðu kommentað á hitlersfærsluna mína. en ég kýs að kalla færsluna það, þar sem ég argaðist yfir hitler eftir að hafa séð kvikmyndina downfall. mér fannst fallegra það sem hjördís skrifaði en ágúst borgþór fann sig augljóslega knúinn til að leiðrétta barnalegan hugsunarhátt minn. þess þarf nú stundum svo ég hef ekkert yfir því að kvarta. annars, ykkur að segja, getur það vel verið að rússar hafi verið manna vondastir þarna í denn, en það sem aðallega angraði mig eftir myndina downfall var endirinn. þar er innskot úr viðtali og heimildarmynd sem gerð var um ritarann hans hitlers og sem myndin downfall er byggð á. þar segir hún sjálf, ég held hún hafi heitið traudel eða traudl... kann ekki að skrifa það þó svo að þýskt blóð renni mér um æðar. þá segir þessi ágæta kona að í raun og veru hafi þau bara verið að fylgja hitler í blindni. enginn hafi aksúelt kynnt sér um hvað allt málið snérist, hvort gyðingarnir ættu þessar ofsóknir í raun og veru skilið o.s.frv. þetta var múgsefjun, hrein og tær múgsefjun. heimska heimska heimska og fáfræði. mig varðar ekkert um það hvort rússarnir hafi verið morðóðir nauðgarar gústi boggi minn. æj æj, bjór andskoti...
ég heyri að nágrannar mínir, hinir margrómuðu unglingar, eru með partý,sem og endranær í vikulok. kannski ég ætti að bregða mér yfir í tipsínessinu og kirsuberjanáttfötunum, með viskírödd og bjóða þeim lífsreynd ráð og blautar sögur...
ég ætla að segja ykkur frá fallegum lögum sem þið ættuð að hlusta á ef ykkur langar til að líða fallega. þau eru:

clair de lune eftir debussy
vincent með don mclean
the ice dance úr edward scissorhands

þetta eru óskaplega falleg lög. mig dreymir um að þegar og ef ég og bibbert giftum okkur muni the ice dance hljóma þegar ég geng inn kirkjugólfið í hallgrímskirju. þar langar mig til að giftast. og um leið læðist inn slæða af birtu í gegnum kirkjugluggana sem sveipar allt fallegu ljósi og maður sér rykagnirnar fljúga í loftinu eins og litla engla eða ljós-flugur. mikið er ég væmin í tipsíinu...
edward scissorhands var góður og vildi vera góður við alla. en hann gat það ekki útaf höndunum á sér sem voru eins og skæri og skáru alla ef hann reyndi að nálgast þá. þess vegna héldu allir að hann væri vondur. greyið hann edward. hann var samt góður í hárgreiðslunni...
þegar ég kom heim í dag var ég dáldið æst í að komst í póstkssann því ég á von á bréfi frá tollinum þar sem að hann tilkynnir mér að ég eigi hjá þeim böggul. í þessum böggli er emily strange, rautt með hvítum röndum minipils, emily strange, rauð með hvítum röndum peysa með hnöppum sem eru eins og kisuhausar, emily strange naríur, 3 í pakka, veski sem er eins og kisuhaus í laginu, plakat með emily strange og límmiðar. jibbíííííí! en það var ekki í póstkassanum. heldur var eitthvað sem líktist boðskorti í brúðkaup og ég fékk sting í magann. nei, ég meina í alvöru... það eru allir að eignast börn og þá er bara eftir að gifta sig. hvað átti ég að halda? en þetta var, eins og ég sá mér til mikillir ánægju þegar ég opnaði bréfið, reunion tilkynning. 10 ára reunion!!! takk fyrir takk!!!!!!! það er sumsé reunion hjá austurbæjarskóla í maí. ég var í austurbæjarskóla en hætti reyndar eftir 7. bekk og flutti í það helvíska skítapleis sem mosfellsbær er og ég mun aldrei minnast öðruvísi en sem helvíti á jörðu og heimili andskotans, fyrrverandi stjúppabba míns. ef það væri ekki fyrir birtu mína sem ég kynntist í mosó hefði ég ALLS EKKERT GOTT um mósó að segja. en allavega... þé tilheyri ég samt sem áður 79 árganginum og mér þótti nú undurvænt um að þessir krakkar sem eru að skipuleggja þetta skyldu muna eftir mér. fyrst tók ég þessu öllu saman af ákaflega tinnískri neikvæðni og hugsaði mér dauða fyrr en ég færi að mæta á þetta ansans reunion. en eftir stutta stund fór ég að finna fyrir tilhlökkunarkitli í mallanum sem ágerðist bara. þetta hlýtur að þýða að geðlæknirinn er að borga sig... og núna get ég varla beðið. djöfull verður hressandi að hitta þessa krakka sem maður steig fyrstu skrefin í átt til kynþroska með. jahá!!!!!
he needs me, he needs me, he needs me... yes he does...
góða nótt hjörtun mín, ég er farin að láta renna af mér. ég vona að mamma lesi þetta ekki. ansans blogg. ansans heimir, nei! ég meina heimur... see ya!

fimmtudagur

á mig herjar nú krankleiki. háls minn bólginn sem hafi ég etið vítissóta og skolað honum niður með brennivíni. augun rauð og geta vart litið til hliðanna öðruvísi en að stingandi sársauki fari um allt andlit mitt og líkaminn viðkvæmur fyrir allri snertingu eins og að húðin sé einhvers annars. en svona er nú það þegar maður fer í únglingasleik við veikan kærasta. ég get sjálfri mér um kennt, en ég kenni ástinni um....
þetta eru myndirnar sem ég er búin að sjá á kvikmyndahátíðinni:

garden state
kinsey
downfall
i heart huckabees
the woodsman

garden state stendur ennþá uppúr en i heart huckabees er líka sérstaklega góð. ég á eftir að sjá vera drake, what the bleep do we know, education of shelby knox, darkness og melinda & melinda.
í veikindum mínum í gær horfði ég á punch drunk love. mikið rosalega er það góð mynd...
blex... hóst hóst...

þriðjudagur

ég hef tekið eftir því að mér finnast menn sem líkjast nauti mjög æsandi. ég velti því fyrir mér hvort það sé af því að ég hafi verið belja í fyrra lífi... mér er spurn.
nú er ég búin að sjá garden state, kinsey, downfall og i heart huckabees. þær sem standa uppúr eru garden state og i heart huckabees. get eiginlega ekki gert upp á milli þeirra. ég er ennþá með bleikt hár og þjáist af gígantískum fyrirtíðarspenningi í dag. það er alfarið á ykkar ábyrgð að nálgast mig og tala við, en ég mæli ekki með því.

sunnudagur

arg! ég var að koma heim af hitlersmyndinni og ég er ekki arfahress. ég er afskaplega pirruð. afskaplega pirruð yfir því að allir hafi hlustað á hitler, eða margir. djöfuls heimskingjar! þau vissu ekki einu sinni hversu geðveikur hann var. gerðu bara allt sem hann sagði. og svo drápu allir sig í endann af því að það var búið að ljúga að þeim að rússarnir væru morðóðir nauðgarar. æj æj... þetta er ákaflega pirrandi. ég læt staðar numið hér.
góða nótt.
ég er hér heima hjá mér, nýkomin úr vinnu. að meðaltali höfðu 10 manns skoðanir á bleika hárinu mínu í dag. ég er þá að tala um bláókunnugt fólk, ekki vini mína heldur kúnna í búðinni. mér finnst það helber dónaskapur. ekki arka ég upp að gömlum konum með fjólublátt hár og segi þeim hvað þær séu nú miklar týpur og spes að vera með svona litað hár. andskotans! ég ætla samt að vera svona. þangað til að ég er komin með hallærislega mikla rót. þá lita ég það aftur dökkt. kannski. en nú er ég að undirbúa för í bíó á myndina downfall sem er víst um seinustu daga hitlers. það verður spennandi og að þessu sinni verð ég með gest því hann gulli minn ætlar með mér. ef ég verð arfahress þegar ég kem heim, blogga ég kannski um myndina. annars langar mig bara mest til að hanga og láta mig dreyma í kvöld.
see ya!
góðan dag!
í gær fór ég í heimsókn til bryncíar og litla prinsins. ég hlakka til þegar krílið fær nafn... ég náði að slíta bryncí burt í augnablik á meðan brjóstin á henni fylltust af mjólk sökum söknuðar til barnsins... eða eitthvað. við gengum laugaveg og ég keypti mér hárlit og pils sem er eiginlega afmælisgjöf frá kötu systur því blessunin gaf mér aur í afmælisgjöf. gaman að eiga pening og vera búin að borga alla reikninga, skuldir og byrgja mig upp af þurrfóðri fyrir mánuðinn í bónus. þegar allar svona skyldu - greiðslur eru komnar get ég eytt restinni í e-ð skemmtilegt. það gerist samt ekki oft þar sem að það virðist sem svo að þegar ég er búin að borga allt er ekkert eftir. nema þegar stóra systir eða mamma eru góðar við litla barnið, mig. ég keypti mér líka uppáhalds konfektið mitt í vínberinu því það var á svo agalega billegu verði, bara 398 kr. kassinn. þetta er svona skelja konfekt með núggati inni í. mmmm.... núggat.
í gær fór ég svo í bíó, aftur ein og ekki leið, á kinsey. ég var búin að hlakka mjög til að sjá þessa mynd þar sem að ég hef mikinn áhuga á viðfangsefninu, kynferðislegri hegðun mannskepnunnar og kynhneigð. þessi alfred kinsey var líffræðingur, prófessor sem eyddi fyrri parti ævi sinnar í að rannsaka gallvespur eins áhugavert og það er. þegar hann svo gekk í hjónaband, örugglega kominn yfir þrítugt og ennþá óspjallaður, lentu hann og konan hans í vandræðum á sexúalíska sviðinu. ekkert alvarlegt svosum og það leystist alveg farsællega, nema að útfrá því fékk kinsey brennandi áhuga á því að rannsaka kynhegðun mannskepnunnar þar sem að slíkt hafði aldrei áður verið gert. þetta hefur verið í kringum svona 1925 - 1930. hann safnaði í kringum sig fólki eða hjálparliði, sem var þó aðallega þrír aðrir áhugamenn um viðfangsefnið og þ.á.m. einn nemandi hans. þetta fór svo einhvern veginn allt downhill þaðan. að sjálfsögðu voru þessar rannsóknir litnar mjög miklu hornauga þar sem að á þessum tíma var kynlíf álitið eitthvað syndsamlegt og eingöngu til þess gert að búa til börn. en kinsey trúði því að kynhegðun væri eitthvað í eðli okkar, eins og að nærast og þ.h. hann komst m.a. annars að því í rannsóknum sínum og með því að taka viðtöl við tugi þúsunda manns að það sem fók segir um kynferðishegðun sína er oft þvert á við það sem það er að hugsa. þetta er reyndar eitthvað sem að ég trúi vel... í einu atriði var rúmlega sjötug kona að fróa sér og svo reið einn af aðstoðarmönnum kinsey henni og þetta var allt tekið upp á filmu. ókei, ég veit að það er gott mál að fólk geri það ennþá á þessum aldri og stundi kynlíf en það er viðbjóður að verða vitni að því. mér leið mjög pínlega á meðan á því atriði stóð. eitt sinn tók kinsey líka viðtal við mann sem hafði sofið hjá 17 nánum ættingjum sínum ( ath. þetta er allt satt og gerðist! ). hann hafði misst sveindóminn, að mig minnir 10 ára með ömmu sinni. upplifað fyrstu samkynhneigðu kynlífreynsluna 11 ára með pabba sínum, riðið (nauðgað) yfir 20 tegundum af dýrum, nauðgað 600 og eitthvað strákum undir kynþroskaaldri og 200 og eitthvað stúlkum undir kynþroskaaldri. og over all hafði maðurinn sofið hjá/nauðgað yfir 9000 manns. viðbjóður! mér fannst þetta einhvern veginn hætta að snúast um rannsóknir mjög fljótlega og breytast í eitthvert stjórnleysi. eins og að vínsmakkarar myndu allir enda blindfullir og ælandi alkahólistar. og þannig fór þetta líka. auðvitað gat maður gefið sér það að þetta myndi enda illa. tilfinningarnar okkar virðast nefnilega oft á tíðum ráða meiru en okkar innra eðli og líkamlegar þarfir. og þegar allir voru búinir að halda fram hjá öllum var þetta orðið hálf ömurlegt. og málið er líka að kinsey var að hluta til skemmdur innan í sér. pabbi hans hafði alla ævi predikað um hvað kynlíf og allt sem því tengdist væri viðbjóðslegt og ekki kristnu fólki sæmandi. hann gerði stöðugt lítið úr kinsey og braut hann niður. ég komst svo auðvitað að því að það var af því að pabbi hans hafði sjálfur lent í neðanbeltis hremmingum sem barn. en þetta hafði mjög djúpstæð áhrif á kinsey, skiljanlega og hæfni hans til að fá fólk með sér gerði það eiginlega að verkum að þessar rannsóknir gengu svo langt sem þær gerðu. mér fannst myndin reyndar dálítið langdregin og óþægileg að horfa á. þarna sjáiði hvað ég er viðkvæm. gluð hjálpi mér að ég gæti horft á hole in my heart. og einhvernveginn sannfærðist, allavega ég, að kynlíf er meira en bara líkamleg þurft og eingöngu háð eðli okkar. tilfinningar spila þarna stórt hlutverk og ég trúi því að það séu mjög fáir sem geti stundað kynlíf og ekki fundið neitt tilfinningalegt. hvað sem barsjúkum og gröðum, korter - í - þrjú íslendingum líður.
þegar ég kom heim eftir bíóið komst ég ekki inn á bloggið svo að ég litaði á mér hárið. og í dag er ég með SKÆR bleikt hár.
takk og bless.

föstudagur

athugið! vefurinn icelandfilmfestival.is sem á að innihalda áreiðanlegar upplýsingar um þessa kvikmyndahátíð er EKKI áreiðanlegur eins og aðstandendur hátíðarinnar héldu fram í ríkisútvarpinu. það er morgunblaðið sem er víst, a.m.k. samkvæmt auglýsingunni áreiðanlegasti fréttamiðillinn. planið mitt góða sumsé fokkaðist upp strax á fyrsta degi og ég hringdi reið í forsvarsmenn alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar og skammaði þá. en ég fór í bíó og ljósi punkturinn er sá að ég hefði tæplega getað byrjað á betri mynd... kl. 17:45 fór ég í háskólabíó á garden state. ein og hló upphátt. strákurinn sem skrifaði handritið og leikstýrir henni og leikur aðalhlutverkið er dökkhærði gaurinn úr scrubs sem er reyndar þáttur sem ég náði aldrei almennilega að verða hrifin af. garden state er dásamleg mynd, hafði svipuð áhrif á mig og amelie á sínum tíma fyrir utan að garden state er aðeins raunsærri en amelie er. glod bless that movie. garden state fjallar um ungan mann, gott ef hann er ekki jafngamall og ég, og ást og lífið. hann hefur eytt meirihhluta ævi sinnar í lyfjamóki, þ.e. þunglyndis - lyfjamóki því pabbi hans sem er geðlæknir taldi það honum fyrir bestu sökum ónefnds atburðar hér sem átti sér stað í æsku unga mannsins. þegar mamma hans deyr fer hann aftur á æskuslóðirnar til að vera við útför hennar og hittir þá gamla félaga, pabba sinn og nýja stelpu. stelpan og strákurinn virðast í fyrstu vera mjög ólík en verða mjög fljótt ástfangin og eru þá, þegar öllu er á botninn hvolft ekki eins ólík og maður hefði haldið í fyrstu. hann þarf svo líka að greiða úr fortíðinn með pabba sínum og það tekur reyndar dásamlega stuttan tíma miðað við the real life. málið við þessa mynd finnst mér, er bara hvað hún er eitthvað svo átakalaus. ekki þannig átakalaus að ég fann ekki fyrir neinu heldur var ekkert svona hollywood - sprengju - ástar - dæmi nema kannski aðeins í endann. en samt var það ekki einu sinni neitt over the top. þetta er svona mynd sem að ég gæti trúað að væri sannleikur. skiljiði hvað ég meina? ég hló og ég fékk tár í augun og ég tók alls ekki eftir því að hún er næstum tveir tímar. hún er yndisleg þessi mynd og ég vona að þið sjáið hana. svo verður spennandi að fylgjast með hversu mikilli angist icelandfilmfestival.is nær að valda mér á morgun með svikum sínum og prettum.
see ya!
að sjálfsögðu er ekki hægt að stóla á íslenskt skipulag eða upplýsingar frekar en neitt annað. flettandi morgunblaðinu rakst ég á að sýningartími bíóhúsanna á myndunum sem eru á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni er allt annar en sá sem auglýstur er á heimasíðu hátíðarinnar. og þegar ég innti fólk eftir uppýsingum benti hver og einn á einhvern annann. þetta er afar erfitt fyrir mig. ég er að fara á taugum útaf þessu. mér þykir mjög miður ef bíóplanið sem ég eyddi heillri kaffipásu í að samræma og fullkomna fer út um þúfur og ég þarf að renna blint í sjóinn. eitthvað inni í mér þolir það illa, ætli það sé þýska genið?
en að léttara hjali... ég gleymdi víst að tilkynna ykkur að ég hef verið formlega samþykkt og boðin velkominn í háskólann í haust að takast á við masterinn í bókmenntafræði. fékk bréf þess efnis á þriðjudaginn s.l. það er talsvert gleðiefni fyrir utan 45 þúsund krónurnar sem ég þarf að borga í staðfestingargjald næstu mánaðarmót. en það er lítið gjald fyrir gáfurnar mínar sem munu nú fá að njóta sín.
ég ætla svo að segja ykkur að stóra systir mín er yndisleg kona. öllum ætti að vera gefin ein svoleiðis í vöggugjöf.
p.s. ég er komin með netið. jibbí!
see ya!

miðvikudagur

jæja...
ég keypti mér 10 - miða passa á alþjóðlegu kvikmyndahátíðina og eyddi nokkurn veginn seinustu aurunum í það. en sjaldan hefur fé verið betur varið á mínum bæ. ég hlakka svo til að ég gæti gubbað og á föstudaginn byrjar prógrammið. ég fór yfir allar myndirnar og af þessum 65 sem eru í boði blóðlangaði mig allra mest á einar 18. en fjárhagslega séð þurfti ég að sigta þessar 18 niður í 10 og ég er bara nokkuð sátt við það. og þetta eru sumsé myndirnar sem ég ætla að sjá í þessari röð:

kinsey
garden state
downfall
i heart huckabees
what the bleep do we know
vera drake
the woodsman
education of shelby knox
darkness
melinda & melinda

og ég ætla svo að blogga mínar skoðanir eftir hverja mynd um hverja mynd. það verður farið í bíó 7 daga í röð, eins dags pása og svo 3 daga í röð. úff! þetta verður kærkominn raunveruleikaflótti eftir þetta helvíska þunglyndi sem er búið að vera í gangi.
sjáumst!
p.s. nýja konan í lífi mínu er dita von teese...

mánudagur

allt er svart í dag því ég er föst í svartholi. þar er ég búin að vera síðan á laugardaginn. ég næ ekki að toga mig upp úr svartholinu þó ég sjái yfir brúnina af því að brúnin er hnífur svo hárbeittur að hann sker mig til blóðs ef ég reyni að klifra upp. afdrepið, heimilið mitt er það eina sem ég leyfi að umlykja mig svo að ég þurfi ekki að horfa framan í alla með uppgerð af því að hitt er of mikið fyrir þau... hvenær hættir þetta? hvenær fæ ég frið? ég vildi að ég lægi undir sænginni minni í blárri birtunni.