föstudagur

nú þegar ég get óhrædd tjáð mig um launin í pennanum án þess að þurfa að eiga það á hættu að verða rekin ætla ég að gera það... sérstaklega þar sem ég er uppfull af mikilli gremju þessa stundina sökum þessa launa(leysu)... ég fékk t.d. útborgað í dag fyrir heilan mánuð í vinnu í pennanum 108 þúsund... hundraðfokkíngogáttaþúsund dömur mínar og herrar!!! jú, vissulega var ég eitthvað veik útaf þvagfærasýkingunni en fjandinn hafi það... þetta finnst mér ég ekki eiga skilið. og þegar ég er núna búin að borga alla reikningana sem koma á mínu nafni sem og leiguna þá á ég eftir 13 þúsund takk fyrir takk! og við erum ekki einu sinni búin að borga arnar reikninga. að hugsa sér hneysuna... maður hefði nú haldið að fyrirtæki sem veltir milljörðum á ári og er auk þess undir pilsfaldinum hjá baugi hefði efni á að gera vel við starfsfólkið sitt. og gott starfsfólk þar... í það minnsta borgað mannsæmandi laun en ekki laun sem fá mann til að skæla um hver mánaðarmót... og ég er ekki einu sinni sú lægst launaðasta! andskotinn hafi það, ég er alveg fjúkandi ill núna.
jæja... svona ætla ég að byrja allt blogg hér eftir og með því hátt andvarp. ég er sumsé að fara að gerast kvikmyndarýnir fyrir kistuna (e. kistan.is). ég dauð-kvíði því náttúrulega enda finnst mér ég hvorki vera nógu mikill plebbi né menningarviti til að hafa nokkuð gagnlegt um hlutina að segja svo það komu öðrum að notum á jafn menningarlegum vef og kistan er. ég ætla bara að nota tækifærið og tilkynna að mér er lífsins ómögulegt að vera formleg eða nota fín orð í einhverju svona... ég ætla ekki að tala um allegoríur eða karnivalíska grótesku eða táknmynd og táknmið. ég ætla fremur að leggja áherslu á skiljanlega málísku sem að allur almenningur getur nálgast og skilið, ekki einhvern andskotans snobb-skap! og hana nú!

það eru uppi sögusagnir um að ég hafi með groddalegri og óheftri yfirlýsingargleði minni komist á spjöld viðskiptablaðsins eftir að hafa afgreitt einhvern ólaf teit með tímaritið þjóðmál í líðandi viku. æ tinna, hvað ertu nú búin að koma þér í?
ekki nóg með að vinnan hafi gefið mér passa á kvikmyndahátíð í kveðjugjöf því ég fékk líka tungumálanámskeið... hollenskt hvorki meira né minna. nú verð ég "flúent" og get spókað mig líkt og innfæddir næst þegar við heimsækjum amsterdam sem samkvæmt nýjustu plönum okkar verður í október 2007. við erum einnig komin með annað plan... eða það er svona semi-plan af því að annað er bara óðs manns æði og gerir engum neitt gagn að minu mati... við stefnum sumsé á það að kaupa okkur íbúð eftir ekki meira en tvö ár sem mér finnst ágætt. höldum okkur bara við það og reynum að hugsa sem minnst um það þangað til. svo vorum við að spá í að skrá okkur í sambúð... ég veit svosum ekki hvað það á að gera manni gott en það ku fylgja því einhver fríðindi sem mér eru enn sem komið er ókunn. ég nenni annars ekkert að pæla í þessu meira en ég þarf... finnst fínt að eiga kærasta og vera bara að leigja með honum án þess að kerfið viti af því. við erum reyndar komin með "blueprint" af brúðkaupinu okkar og svona flestu því sem viðkemur framtíðinni, ég bara "meika" ekki alveg framtíðina strax. núið er best...

en talandi um það... ég og örninn minn vorum eitthvað að spjalla um gamla daga um daginn og mundum þá allt í einu eftir því þegar skyr var keypt í kjötborðum... held ég muni það rétt og því var mokað uppúr einhverju fati, alls óunnu og í svona frauðplast-bakka, eins mikið og maður vildi og plastað yfir. muniði eftir þessu? alveg einstök minning...

í kveld ætlum við á kúltúra að sötra öl með ösp og björk litlu mini-mágkonu sem er að heiðra höfuðborgina með nærveru sinni þessa helgina. mig lengir doldið eftir ölvun...

ég hlakka svo til að fara á airwaves og hlusta á skuggaprinsana.

miðvikudagur

ó mæ god... paris hilton... skjóttu þig í hausinn! (er að horfa á myndbandið með henni...).

ég fór ekki að skæla þegar ég kvaddi vinnuna en ég fór að skæla þegar ég kom heim... svona er maður nú viðkvæmt lítið blóm, getur ekki einu sinni hætt í vinnunni án þess að vatna músum. annars hafa þessi tár líklega meira með breytingarnar að gera en eitthvað annað ef ég á að vera alveg hreinskilin... ekki það að ég eigi ekki eftir að sakna stelpnanna. díses jú! þær eru margar hverjar orðnar svo góðar vinkonur mínar, orðnar vanar stríðninni og ótuktarskapnum í mér, kaldhæðnum og dónalegum bröndurum, skapgerðarbrestunum... orðnar vanar mér og elska mig samt. og nú þarf ég að byggja það allt aftur uppá nýtt... og það er það sem grætir mig, breytingarnar. mér er nefnilega ekkert vel við breytingar... eða mér líka þær og mislíka. mér finnst t.d. mjög gaman að flytja búferlum og er mjög fljót að aðlagast nýjum heimilum og gera þau að mínum og ég get unnið við næstum hvað sem er, ég venst því öllu og fer á endanum að líka. en nýtt fólk er ekki minn tebolli og nýtt fólk á nýjum vinnustöðum. mér líkar að hafa sama fólkið í kringum mig, mér líkar að þau viti allt um mig og að ég geti verið ég sjálf í kringum þau og ég elska að annast fólkið mitt og láta þeim líða vel... æji, það er erfitt að útskýra þetta. það er eins og ég hafi aldrei áhuga á að kynnast neinum nýjum sem er ekki raunin. til að einfalda þetta þá bara höndla ég sumar breytingar vel og aðrar ekki og þessa höndla ég ekki vel.

úff, shit... núna er nylon í sjónvarpinu. gluð minn almáttugur! ókei... ég gleðst alveg yfir velgengi þeirra, auðvitað... gaman þegar löndum manns gengur vel úti í hinum stóra heimi og ekkert nema gott um það að segja... en þegar ég horfi á þær þá fá þær mig pínu til að langa til að gubba í munninn og kyngja því aftur.
jæja... seinasti eymó-dagurinn runninn upp. ég bakaði franska og keypti toblerone og jarðaber handa eymó-stúlkunum mínum sem ég á eftir að sakna svo sárt. þið sem lesið þetta blogg mitt og verslið í eymó... ég kveð ykkur líka með söknuði, takk fyrir viðskiptin s.l. árin... p.s. þið eigið alltaf að vera kurteis þegar þið verslið við stúlkurnar mínar í eymó... fyrir það fyrsta er það ókeypis og konurnar sem afgreiða ykkur eru nokkrar af merkilegustu og bestu konum í vorri borg og fá auk þess skítalaun... vinsamlegast verið góð við þær.

p.s. samkvæmt áreiðanlegum heimildum fæ ég passa á kvikmyndahátíðina í kveðjugjöf frá eymó... finnst ykkur það ekki einstakt? þær eru svo góðar við mig... ég ætla EKKI að grenja þegar ég fer heim í dag.

mánudagur


ég verð eiginlega að viðurkenna að þrátt fyrir allt er ég frekar sannfærð um að mér séu ætlaðir stórir hlutir á þessari gluðsvoluðu pláhnetu okkar og ég er nokkuð viss um að tilvera mín hafi einhvern annan tilgang en að skæla yfir henni. gallinn er bara sá að ég er eiginlega að vona að þessir stóru hlutir rati uppí hendurnar á mér af sjálfsdáðum því hjálpi mér að ég nenni að leita að þeim og þar liggur líklega hundurinn grafinn... og þó. ég verð alltaf snillingur, ég fæddist þannig.
TTalented
IInsane
NNutty
NNaive
AAstounding

Name / Username:


Name Acronym Generator
From Go-Quiz.com
á miðvikudaginn er seinasti dagurinn minn í eymó og ég segi formlega upp titlinum bókabúðargyðja... héðan í frá er ég CANDYPANTS eins og ég var búin að tilkynna hér. það er heilmikið sem ég á EKKI eftir að sakna frá þessum vinnustað mínum s.l. rúmu 3 árin en það er líka heilmikið sem ég á eftir að sakna... eins og t.d. gullmanneskjanna sem þar vinna og erum með tímanum orðnir góðir vinir mínir og oft á tíðum haldreipi mitt í raunveruleikanum þegar þunglyndið hefur verið að gera útaf við mig. ég vil síður vera að nafngreina eða gera uppá milli en ég vona að þessar elsku pysjur viti hvað ég á eftir að sakna þeirra og hverjar þær eru, svo yndislegar manneskjur margar hverjar að mér hrís hugur við því að fá ekki að hitta þær á hverjum degi og deila með þeim snúnu lífi tinnberts... bara að þær fengju launin greidd eftir mannkostum og hjartastærð. elsku stúlkur, konur og einstaka karlmaður... mikið þykir mér vænt um ykkur og hve heitt ég á eftir að sakna ykkar. þið eruð svo sannarlega draumur hverrar stúlku á vinnustað... þýski stálhnefinn kveður.

sunnudagur

ég er andvaka og klukkan er rúmlega 4... um nótt þ.e. ég var reyndar vakin en andvaknaði ekki að sjálfsdáðum í þetta skiptið. sá sem vakti mig var ónefndur bröndóttur og hálfstálpaður kisi með stóran púng... hann var kominn hérna uppí rúm til okkar og virtist hafa orðið heillaður af mér við fyrstu sýn þar sem ég hef væntanlega legið, sakleysinginn og sofið einsog barn því hann var að nudda sér af mikilli áfergju upp við andlitið á mér með tilheyrandi mali þegar ég rumskaði. mikið myndi ég stundum vilja vita hvað fer eiginlega í gegnum hausinn á köttum við t.d. svona aðstæður... hvaða köttur fer uppí rúm hjá blá-ókunnugu fólki og fer að gera hosur sínar grænar fyrir því um miðja nótt? og enn frekar... hví vogaði hann sér hingað inn til að byrja með? en dýravinurinn ég á bágt með að vera vond við ferfætlinga svo ég var ekkert að epsa mig yfir þessu enda gerði litla skinnið engum mein, það var helst skaði eldjárn sem nota bene er minnsti núlifandi köttur sem ég veit um sem var eitthvað að ergja sig á þessari óvæntu heimsókn, ekki að það hafi haft nein áhrif á kattar-púnginn. þau hvæstu bara að hvort öðru á milli þess sem þó slógust um athyglina og titilinn "mesta krútt veraldar 2006"... ég kom branda aftur út en ég hefði satt best að segja ekkert á móti því að hann kíkti hér við endrum og eins fyrst mér er augljóslega ekki ætlað að eiga fleiri en einn kött verð ég bara að sætta mig við að fá alla hina sem mig langar til að eiga í heimsókn... auðvitað eftir þeirra hentisemi eins og köttum er tamt að hegða sér útfrá.

laugardagur


kallið mig CANDYPANTS héðan í frá...

föstudagur


skuggaprinsarnir mínir í SHADOW PARADE spila í popplandi í dag... allir hlusta!!!

fimmtudagur

í dag... gæti ég bara æpt af hamingju og gleði. nú eru hlutirnir loksins að verða eins góðir og ég óskaði mér í upphafi...

þriðjudagur

ég verð bara að koma þessu að... ég held mér finnist beverly hills nineotwooneo vera sá mesti sjónvarp-viðbjóður sem ég hef á ævinni vitað og ég trúi ekki að ég hafi engst um yfir þessu sem pre-únglíngur á sínum tíma. hjálpi mér allir heilagir!
jæja... þá er ég búin í vinnuviðtalinu og í banka-útréttingum. vinnuviðtalið gekk vel að ég held... í það minnsta tókst mér að koma þeim sem tóku viðtalið til að hlæja nokkrum sinnum, það hlýtur að vera gott. ég er reyndar líklega ein lélegasta manneskja í heimi í að vera formleg enda trúi ég því í einlægni að einlægni og að vera maður sjálfur komi manni lengst í lífinu, ekki einhver plebbaskapur, andstyggð og undirferli. svo er maður náttúrulega bara til sýnis í svona viðtölum, það er verið að mæla mann út hátt og lágt í öllum vandræðalegu þögnunum en ég hlýt að skora hátt þar enda er ég með eindæmum krúttileg og sæt og tala eins og strumpur. hver elskar ekki strumpana?

bankinn gekk líka vel enda lítið annað að gera en að pára nafnið sitt niður á einhvern pappírs-slagbrand sem fylgir mér svo næstu 5 árin og nú get ég haft aðeins minni áhyggjur af gulum miðum og skuldum... það er nú annars meiri lúxusinn að vera þjónustufulltrúi finnst mér... ég var mætt í bankann um kl. 9:40 en eins og margur veit opna bankar á þeim undarlega tíma kl. 9:15 en þegar ég kom þangað voru bara allir í kaffi og ég þurfti að bíða í heilar 20 mínútur eftir því að kasólétti þjónustufulltrúinn minn skilaði sér til baka. þau byrja því greinilega daginn þarna á því að demba sér í kaffi... ekki amalegt það.
vei! ég er að fara í spennandi vinnuviðtal eftir einn og hálfan tíma og ég er fremur jákvæð fyrir því þó ég sé búin að vera andvaka síðan hálf 7... ég mun væntanlega birta útkomu þessa atvinnuviðtals síðar í dag.

og eins og ég hafði einsett mér gekk ég í mín mál í gær og nú er ég búin að greiða úr peningamálunum, eða svo gott sem því ég fer í bankann á eftir og geng frá þessu endanlega. ég á svo ótrúlega gott fólk að (tengdaforeldra), það er næstum átakanlegt...

ég er ánægð með sjálfa mig og lífið í dag.

laugardagur

ég skil ekki skattinn. ég fékk sumsé þennan fjárans álagningarseðil um daginn og það tók mig nokkra daga að skilja að ég skulda skattinum pening (mín heimskulegu mistök í útfyllingu á skattskýrslunni) því að þessi fífl geta bara ekki skrifað það svart á hvítu hvort maður skuldi þeim eða ekki. annað sem ég skil ekki er það hver munurinn á skattstjóranum og tollstjóranum er... öðru megin á álagningarseðlinum stendur skattstjórinn og hinu megin tollstjórinn... hvorum skulda ég?!?!?! og eins og þetta sé ekki allt nógu illskiljanlegt þá kemur hvergi fram á þessum fjárans snepli hvernig maður geti borgað þennan aur til baka og ekki fylgir gíróseðill með... ég skil þetta ekki og ég er með nagandi áhyggjur af þessu af því hvort sem ég myndi skilja þetta eða ekki þá á ég engan veginn pening til að borga þeim til baka... best að geyma þetta bara fram yfir helgi og arka þarna niðureftir á mánudagsmorgunn og fá einhvern til að útskýra þetta fyrir mér. ég reyndi að hringja þangað eftir að ég fékk þennan ómögulega seðil til að fá útskýringar en hitti á pirraða konu sem talaði bara um tekjuskatt og útsvar. ég veit ekkert hvað það er! ohh!!! ég skil þetta ekki! og svo finnst mér þetta allt svo illskiljanlegt og óskipulagt þarna að ég er nokk viss um að þó og þegar ég borgi þetta þá muni það bara týnast í einhverju pappírs- og peningaflóði því það er enginn sem heldur utan um neitt þarna. andskotans fjandans! og svo er bankinn á eftir mér líka... djöfulli er leiðinlegt að vera fullorðinn!

en já, það er langþráður laugardagur og ég vaknaði hálf 8 auðvitað... ég píni mig til meiri svefns eftir þetta bloggerí.

ég er búin að vera að hugsa mikið undanfarna daga um fortíðina og fólk sem ég þekkti í fortíðinni en hef misst samband við með tímanum. ég játa mig seka um að vera mjög léleg í að viðhalda samböndum við gott fólk og bara fólk almennt. það er ekki af neinni illsku eða þ.h., þetta bara gerist einhvern veginn eða maður leyfir þessu einhvern veginn að gerast. það sem mér finnst hinsvegar leiðinlegast er að 2-3 af þessum fortíðarmanneskjum hjálpuðu mér mjög mikið á sínum tíma og voru góð við mig og ég er aðallega með samviskubit þess vegna yfir því að hafa misst sambandið við þau og mig langar einhvern veginn til að bæta fyrir það en ég veit ekki alveg hvernig og auk þess skortir mig kjarkinn. mér finnst ég kannski ekki endilega þurfa að biðjast afsökunar, og þó... en mig langar aðallega til að þakka þeim fyrir góðmennskuna sem þau sýndu mér, ég vil að þau viti að ég gleymdi því ekki og mun aldrei gleyma. einni er ég að hugsa um að skrifa bréf, það er held ég ekkert glatað og er auk þess mun auðveldara en að hringja... ég er líka alveg hrikaleg í síma, hata að tala í þá, finnst ég aldrei geta gert mig skiljanlega í mæltu máli. ég er mun betri í að tjá mig í rituðu máli enda er ég heimsins skáld... en einn verð ég að hringja í af því að ég skulda honum pening sem hann lánaði mér svo ég gæti flutt út til danmerkur á sínum tíma, þegar ég var úng lesbía að ég hélt... ég veit að peningurinn skiptir hann ekki máli, það skiptir hann meira máli að hafa mig í lífinu sínum af því að ég veit að honum þykir vænt um mig enda var ég honum næstum eins og dóttir þegar ég var yngri og það er nokkurn veginn honum að þakka að ég uppgötvaði að ég er listamaður. en ég átti aldrei peninginn til að borga honum til baka þó ég gæti verið búin að safna honum allavega tíu sinnum núna og ég skammast mín fyrir það. hvort sem að þessi peningur skiptir máli eða ekki vil ég borga hann til baka og hreinsa samviskuna svo ég geti kannski hafið samband við þennan góða mann uppá nýtt. ég vona bara að það sé ekki of seint og ég vona að ég safni nægum kjarki til að hringja í hann því gluð má vita að viljinn er fyrir hendi. ég stefni á að ganga í þetta mál í næstu viku...

mig langar bara svo til að bæta mig, mig langar til að rétta við það sem ég get rétt við svo að ég geti byggt upp sjálfstraustið og trúna á sjálfa mig og þ.a.l. orðið betri manneskja. sátt við sjálfa mig og aðra... ég er náttúrulega hætt hjá geðlækninum eins og ég hefi áður tjáð ykkur, fannst það bara ekki vera málið fyrir mig enda búin að sitja í blómastólnum hennar í næstum 3 ár og grenja yfir sjálfri mér... ég vil "aksjon", ég vil að hlutirnir fari að gerast og lagast... ég náttúrulega ét lundarlyftuna þó ég geti ekki séð að hún bæti lundina mikið, í það minnsta er ég alltaf kvíðin og föst í einhverjum sjálfsefasemdum en ég er farin að finna fyrir þörfinni að gera eitthvað í málunum, sterkar en nokkru sinni fyrr og ég þakka örninum mínum það. ástin og stuðningurinn sem hann gefur mér hjálpar mér að endurmeta sjálfa mig og ég er farin að sjá mig í skýrara ljósi en nokkru sinni fyrr. hann elskar mig eins og ég er og fyrir það er ég þakklát því ég er ekki alltaf auðveldasta kona í heimi að elska en þegar hann elskar mig eins og ég er fer ég að sjá að kannski er ég ekki svo slæm eins og ég hélt svo lengi og hef svo lengi haldið. ef að gull-manneskja eins og örninn minn elskar mann eins og maður er, þá getur maður ekki verið al-slæmur. og þetta er ást... ég vil líka laga skap-stærðina í mér eins og ég hefi einnig áður nefnt hér og það er aðallega fyrir börnin mín sem ég ætla að eignast í framtíðinni. ég get svosum sagt ykkur núna frá því sem varð til þess að ég sá að nú væri ekki seinna vænna að fara að gera eitthvað í málunum... ég hef alltaf vitað að ég er skapstór og inní mér vitað að ég þurfi að gera eitthvað í því en hef bara ekki komið mér í það eins og er svo gjarnt með svona sálar-vandamál. en svo um daginn, fyrir svona tveimur mánuðum reiddist ég svo svakalega, svo svakalega að ég hræddi sjálfa mig og það endaði með því að ég kýldi í fartölvuna mína með þeim afleiðingum að skjárinn brotnaði í þúsund mél og tölvan er ónothæf... láti ég mér það að kenningu verða. en eftir þetta áttaði ég mig á því að nú yrði ég eitthvað að gera í mínum málum því svona myndi ég aldrei vilja að börnin mín sæju mig og hvað þá nokkur manneskja. ég man sjálf eftir svona atburðum frá því ég var lítil og það situr enn í mér og hefur áreiðanlega markað sín spor í mína skapgerð og sál og það vil ég ekki gera mínum börnum. og ég er 27 ára og það er ekkert langt í að við förum að huga að barneignum þó við séum enn á rólegu nótunum í þesslags málefnum enda liggur ekkert á en það er mín "mótivering", að bæta mig svo að börnin mín þurfi aldrei að vera hrædd við mig eða skapið mitt. svo þau þurfi aldrei að horfa uppá móður sína rústa heimilistækjum í skapofsakasti... það hefur varla góð áhrif á nokkra litla eða stóra sál.

jæja, nóg af tinnískri dramatík í bili. hafið það gott um helgina elsku fólk.

miðvikudagur


mmmm... hlakka til helgarinnar. það er nefnilega tinnu & arnar "weekend of fun" þessa helgina þar sem óbærileg fjarvera hefur sett strik í reikninginn undanfarnar tvær helgar og þörf er á upplyftingu sökum nýliðinna atburða. auk þess ætla ég að sofa út líka...

sunnudagur


ég þakka ykkur góðu kveðjurnar elsku fólk, mér þótti vænt um þær...

og allt heldur áfram... mér finnst það svo óeðlilegt, og ég er nokk viss um að vera ekki ein um þá skoðun en alltaf þegar einhver fellur frá sem ég elska skil ég ekki afhverju heimurinn heldur áfram að "fúnkera" því ég veit að minn heimur hættir því. allir halda áfram lífinu sínu, enginn sýnir nein viðbrögð og ég þarf að neyða mig með þessum straumi áfram. með tárin í augunum og kökk í hálsinum eins og seinasta fimmtu- og föstudag, taka áfram þátt í lífinu þó að mitt liggi algjörlega í dvala þá stundina útaf sorg og söknuði, sektarkennd og yfirbugandi vonleysi. ég elskaði og elska dimmalimm svo mikið, hún var yndi augna minna og hjartagull og ég hefði dáið fyrir hana, litla saklausa skinnið. mest vildi ég geta hitt þann sem keyrði á hana á miðvikudeginum, lét hana svo liggja mölbrotna og eina í kvölum í hljómskálagarðinum þangað til að seint um kvöldið hringdi í mig maður sem hafði fundið hana þarna í kuðung undir trjánum... ég myndi drepa hann eða hana, án þess að blikka. og ég get ekki gengið hljómskálagarðinn í bráð... en sönn sjálfri mér kenni ég mér náttúrulega um þetta... bara ef hitt og þetta... og ég er rétt hætt að eiga von á henni inn um gluggann þó mér finnist ég enn heyra í bjöllunni hennar í portinu. eina ljósið sem ég sé er að á miðvikudeginum þurfti ég að fara veik heim úr vinnunni og þá var hún heima, kúrandi uppí rúmi og ég gat legið með henni um stund og strokið henni og hlustað á purrið og malið. elsku litli engillinn minn... nú kæfi ég skaða í ást.

og eins og þetta sé ekki nógu ömurlegt og þunglyndislegt þá brá ég mér í göngutúr í gær í þeim tilgangi að kaupa mér kveikjara sem ég og gerði en þegar heim er komið og mér er litið á kveikjarann sem ég hafði fram að þessu ekki gert sé ég þá ekki mér til mikillar skelfingar að framan á blessuðum kveikjaranum er mynd af risa typpi... mér fallast bara hendur.

fimmtudagur


* dimmalimm tinnudóttir *
* f. 22. des. 2004 - d. 6. sept. 2006 *
hvíldu í friði elsku engill... þú gladdir mig alltaf með purrinu þínu og sérvisku og fyrir að líkjast mér á undarlegan hátt. ég elska þig svo mikið elsku hjartagull, þú verður alltaf í hjartanu mínu. ég hitti þig síðar...

þriðjudagur


ég segi það með henni dóru minni... maður sér nú doldið eftir honum steve heitnum irwin. hress gaur og blessuð sé minning hans. ætli hann sé ekki svamlandi um í himnaríki með krókódílum og stingskötum...
burt sé frá því að ég sé pínu leið í vinnunni minni þá er þetta orðið verulega pirrandi... þessi veikindi altsvo. þetta tekur alltaf svo ótrúlega langan tíma að jafna sig og sama hversu oft ég fer til læknis og þeir senda pissið úr mér útum hvippinn og hvappinn í rannsóknir fæ ég engin svör og þarf bara að umbera þetta. og nú er komin vika! og ég vakna alltaf á morgnana með ótrúlegan sviða... það er mikið af allskyns sársauka sem maður getur umborið, mér er t.d. búið að vera illt í öxlinni s.l. 6 ár eftir að ég datt á hana, ótrúlegt en satt þá er hægt að detta á öxlina og ég hef bara ekki nennt til læknis bara til þess að láta segja mér að ég þurfi að sofa með teygjubindi í þrjár vikur... læknar eru upp til hópa ákaflega illa gefið fólk og ógetspakt á raunir sjúklinga sinna. svo er það náttúrulega tannpína... maður þraukar oft ansi lengi með henni. en þessi sársauki er af öðrum toga... hann heltekur hugann af því að þetta er svo óbærilegt. sviði eins og það sé verið að steikja mann á pönnu eins og eitthvert beikon og það er ógerningur að leiða þennan sviða hjá sér og enn síður virka nokkur verkjalyf á þetta. eini ljósi punkturinn sem ég sé við þetta er sá að sársaukaþröskuldurinn minn er orðinn jafn hár og toppurinn á dyrakarminum, ég mun væntanlega geta átt öll börnin mín án deyfinga... segi svona, ég voga mér ekki í alvöru að bera barnsburð saman við nokkurn sársauka sem ég hef gengið í gegnum. en mér þykir líka leiðinlegt að geta ekki farið í vinnuna útaf þessu, það bitnar á samstarfskonum mínum og auk þess er líka leiðinlegt að geta ekki staðið sig almennilega svona seinustu vikurnar áður en ég kveð þær stúlkur. en það er lítið við þessu að gera... lítið annað en að bíða. mér þætti vænt um ef þeir sem hata mig ekki myndu senda mér góða strauma, það mun kannski eitthvað flýta fyrir bötnun.

mánudagur

mig vantar sárlega nýja og gefandi vinnu... er komin með uppí kok af núverandi starfi, vakna með kvíðahnút á hverjum morgni. og ég var ekki búin að finna fyrir þvagfærasýkingunni síðan á laugardag og hvað haldiði að það sé það fyrsta sem ég finn fyrir þegar ég vakna í morgun... þvagfærasýkingunni!!! þetta er orðið sálrænt enda líður mér eins og sviknum héra.

sunnudagur


hæ!

í dag á hann hjörtur minn afmæli... þrítugs hvorki meira né minna. ég óska honum innilega til hamingju... til hamingju elsku hjörtur!!!

annars leiðist mér svo ég ætla að dunda mér við að fylla út tilgangslausar upplýsingar um sjálfa mig eftir forskrift úr fréttablaðinu... here goes:

hvað er að frétta?
-allt gott bara... mér er u.þ.b. að batna og ég hlakka til að fá örninn minn heim í dag frá akureyri.

augnlitur:
-brún/grænn.

starf:
-bókabúðarstúlka.

fjölskylduhagir:
-dásamlega vel lofuð erni "fire-iron" og saman eigum við kettina dimmalimm og skaða eldjárn.

hvaðan ertu?
-héðan og þaðan en aðallega úr reykjavík.

ertu hjátrúafull?
-upp að vissu marki.

uppáhalds sjónvarpsþátturinn:
-contender, ANTM, ER, i should´nt be alive, seconds from disaster, britains worst pet og fjandinn hafi það ef ég hef ekki dottið kylliflöt inní rockstar: supernova.

uppáhalds matur:
-fiskisúpan hennar steinu, burger king og mexíkóskur og indverskur matur.

fallegasti staður:
-hjörleifshöfði og svarfaðardalurinn.

ipod eða geislaspilari?
-hvorugt. bara tölvan.

hvað er skemmtilegast?
-vera með erni, bæta sjálfa mig og læra nýja hluti.

hvað er leiðinlegast?
-geðsjúkar *********** konur.

helsti veikleiki:
-of stórt skap, óþolinmæði og helíum-rödd.

helsti kostur:
-hvar á ég að byrja...? ég er vel gefin, fyndin, ljúf og góð að ógleymdu því að vera "dead sexy" og fögur. auk þess er ég frábær kokkur.

helsta afrek:
-að hafa nælt mér í össa og BA gráðu.

mestu vonbrigðin:
-að missa stjórn á skapinu þegar það er óþarfi og að vera þunglynd.

hver er draumurinn?
-giftast erninum mínum, eignast eitthvað af afkvæmum, hús útí sveit, verða rithöfundur, sættast við sjálfa mig og deyja hamingjusöm.

hver er fyndnastur?
-örninn minn.

hvað fer mest í taugarnar á þér?
-yfirlæti, ósanngirni, óheiðarleiki og geðsjúkar *********** konur.

uppáhalds bókin:
-east of eden e. john steinbeck

hvað er mikilvægast?
-að hætta aldrei að læra og vinna stöðugt í því að bæta sjálfið en það mikilvægasta af öllu er að hafa gott fólk í kringum sig. en það er síður en svo vöntun á því í kringum mig...

þar hafiði það! ég er svaka hress í dag...

föstudagur


ég tók þá ákvörðun um að vera bara heima í dag í staðinn fyrir að fara í vinnuna og þurfa svo að fara heim útaf kvölum uppúr hádegi. ég er í fríi um helgina og nú næ ég þessum andskota úr mér... og hana nú! það er þó drep-leiðinlegt að hanga svona heima sem mér finnst merkilegt því að oftast þegar maður er í vinnunni væri maður alveg til í að vera heima undir sæng. auk þess gera svona veikindi ekkert annað en að ýta undir óhollt sjónvarpsgláp... þá er aðal áhættan að detta ekki inní þætti eins og dr. phil og þess lags viðbjóð. það er alveg stór-merkilegt hvernig ekki er hægt að rífa sig frá þessu eins hallærislegt og firrt þetta er. væmnu bandaríkjamenn! þeim veitti ekki af smá norðanátt í skapgerðina, svipaða og þá sem einkennir tilfinningalíf íslendinga upp til hópa. maginn minn er heldur ekkert hrifinn af svona sýklalyfjum eins og þeim sem ég er á, ég verð bara veik af þeim ofaní veikindin.

en ég var að tala um jógað í gær... ég og öspin mín erum sumsé að byrja í jóga næsta þriðjudag, kundalini jóga eins og það er kallað. mér finnst það persónulega hljóma eins og eitthvað í ætt við tantra þannig að ég vona að þetta endi bara ekki með einhverjum strokum og gælum. það væri vandræðalegt... nei, þetta á að vera gott fyrir sálina og uppbyggingu sjálfsins og ekki veitir af, bæði hjá mér og öspinni. ég hlakka allavega til og ég veit að ég hefði aldrei drullast ein í þetta svo það er gott að hafa eina litla þjáningasystur með sér.

nú svo er ég búin að gera stór-plan fyrir veturinn svo maður detti nú ekki niður í eitthvert skammdegisþunglyndi eins og mín er vona og vísa... ég ætla sumsé að fara í jógað eins og áður sagði, ég ætla að kaupa mér tungumálanámskeið bæði í hollensku og rússnesku og ef tími gefst líka í frönsku... þarf bara að ákveða á hverju ég ætla að byrja en ég held þó að hollenskan verði fyrir valinu þar, svo rússneska og svo franska. ég ætla líka að gera geisladisk en um það hefur mig lengi dreymt... ég ætla að syngja öll uppáhalds lögin mín og taka upp og gefa svo öllum í jólagjöf. svoleiðis getur maður gert heima hjá sér núorðið með hjálp tækninnar og arnarins míns. best of tinnbert 2006... en göfugusta markmiðið mitt er líklega það að ég ætla að fara að læra stærðfræði, þar sem frá var horfið í framhaldsskóla. ég hef nefnilega fáránlega gaman af stærðfræði þó ég hafi í skóla aldrei nennt að leggja mig fram við að læra hana. við sjáum svo bara til hvernig mér tekst upp með þetta markmið uppá eigin spýtur... ætli það sé hægt að kaupa þolinmæði í apótekum?

við þurfum svo líka að festa kaup í nýjum græjum fyrir veturinn þar sem núverandi græjur eru í þessum skrifuðu á leiðinni í skipi til þeirra sem minna mega sín. það er ágætt... það var hvort eð er eitthvað farið að slá í þær svo þær eru á leiðinni á viðeigandi stað.

mig langar svo að nota tækifærið fyrst við erum á annað borð að tala um tónlist og fjarlægar græjur og hrósa the telepathetics fyrir frábæra frumraun í plötuheimum. afbragðs plata sem þeir voru að gefa út... mæli með henni.

ég hlakka til þegar bötnun hefur átt sér stað... þá mun ég frá og með næsta mánudegi fara á kvikmyndahátíð uppá hvern einasta dag. umfjöllum um hverja mynd sem ég fer á verður svo birt hér og svo verður náttúrulega líka tinníska film-keppnin, kirsuberið 2006. og skammarverðlaunin, rúsínan 2006 en þau verðlaun fær lélegasta myndin sem ég sé.

og já! ég og fleiri erum að fara að sitja fyrir nakin, eða svo gott sem úti í guðsgrænni einhvern tímann á næstu dögum eða vikum. það er víst fyrir einhverja auglýsingu... en þ.a.l. læt ég fylgja með mynd af mínum fagra afturhluta, pínu "fótósjoppuðum" reyndar og í óþægilegum nærbuxum (ég geng ekki í g-strengjum svona að öllu jöfnu og finnast þeir yfir höfuð mjög óaðlaðandi... en ég kann að meta fagran kvenmannsrass í fögrum nærbuxum, ekki hálf-kláruðum eins og g-strengjum). ég skil mig stundum ekki... af því ég get ekki fyrir mitt litla líf farið í sund útaf spéhræðslu en að sitja fyrir ber á mynd finnst mér vatnssopi.

góða helgi!