föstudagur

jæja... svona ætla ég að byrja allt blogg hér eftir og með því hátt andvarp. ég er sumsé að fara að gerast kvikmyndarýnir fyrir kistuna (e. kistan.is). ég dauð-kvíði því náttúrulega enda finnst mér ég hvorki vera nógu mikill plebbi né menningarviti til að hafa nokkuð gagnlegt um hlutina að segja svo það komu öðrum að notum á jafn menningarlegum vef og kistan er. ég ætla bara að nota tækifærið og tilkynna að mér er lífsins ómögulegt að vera formleg eða nota fín orð í einhverju svona... ég ætla ekki að tala um allegoríur eða karnivalíska grótesku eða táknmynd og táknmið. ég ætla fremur að leggja áherslu á skiljanlega málísku sem að allur almenningur getur nálgast og skilið, ekki einhvern andskotans snobb-skap! og hana nú!

það eru uppi sögusagnir um að ég hafi með groddalegri og óheftri yfirlýsingargleði minni komist á spjöld viðskiptablaðsins eftir að hafa afgreitt einhvern ólaf teit með tímaritið þjóðmál í líðandi viku. æ tinna, hvað ertu nú búin að koma þér í?

9 ummæli:

Þórdís Gísladóttir sagði...

Frábært, þú verður örugglega frábær Kistubíókona!

Tinna Kirsuber sagði...

Ja við skulum allavega vona það.

Nafnlaus sagði...

Ég hlakka til að lesa rýnina þína á Kistunni...já og viðskiptablaðið líka ;o) Það er nú skárra að komast á síður þess en Se&hör er það ekki?! Þín, Svanhildur

Tinna Kirsuber sagði...

Ég hef nú þegar prýtt síður ísl. se & hör og bíð þess aldrei bætur. En satt er það, Viðskiptablaðið er þó skárri kostur.

Nafnlaus sagði...

Þú massar kvikmyndarýnina nördinn þinn. Vil ekki alhæfa en ég held að konur þjáist oftar að svona ,æ-i ég er ekki nógu góð/klár/skemmtileg/fróð´ komplexum....

Tinna Kirsuber sagði...

Já, það er kannski rétt...

Nafnlaus sagði...

Hæ Tinna mín!
Las bloggið þitt,mjög gaman en sakna þín úr Eymó,en kvöldið sem Ómars gangan var,varð mér á að kalla Þjóðmálið fasistablað þegar Ólafur Teitur kom og keypti það.
En hvað með það,maður verður nú að
vera hreinskilin,þegar spurt er hreit út,hvað manni finnst um snepilinn þann.Eymósystir

Ágúst Borgþór sagði...

Eru bara tómir grínistar að vinna í Eymundsson?

Tinna Kirsuber sagði...

Hjúkket! Ágúst!!! Þetta var ekkert ég! HAHAHAHAHAHAHHA! Gluði sé lof.