föstudagur

jæja!
ég er mikið að velta því fyrir mér að verða full á morgun. ég hef ekki orðið full lengi og enn lengra er síðan ég fór út að skemmta mér. ástæður fyrir þessu eru nokkrar... ég er sérlega þunglynd á veturna og vill bara vera heima, ágætt er þá að vera full heima, geri það stundum. vinkonur mínar eru margar hverjar ófrískar eða nýbúnar að gjóta og vinir mínir, semsé piltarnir eru yndislegir og stórskemmtilegur félagsskapur nema hvað að þeir vilja aldrei fara á barinn fyrr en seint um nóttina, kannski 4 eða eitthvað og þá er ég annaðhvort orðin ofur - ölvi eða sybbin, eða kannski dauð. nú, ef við svo komumst á barinn fyrir sólarupprás fara þeir í það sem ég vil kalla "annarlegt gredduástand" og verða torkennilegir til augnanna og erfitt að ná til þeirra. æ dónt nó... ég á allavega þessa næstum fullu tekíla flösku og úr henni mun ég drekka hvernig sem það svo kann að enda. kannski fer ég í blakkát og ber loksins þessa unglinga nágranna mína eða enda ein á karókí bara að syngja "all by my self".
í þessum töluðu orðum eru píparar heima hjá mér. en ég er ekki þar. það finnst mér mjög óþæglegt. og ég veit ekki hvort er óþægilegra, að ég lét lesbíupar sem ég þekki lítið sem ekki neitt fá lyklana mína til að hleypa pípurunum inn í íbúðina mína eða þá að pípararnir sem ég rakst á í gær á ganginum heima voru með eitthvað brúnt í munnvikunum og sögðu "haaaaaa" við öllu sem ég sagði við þá. ætli þau séu öll í orgíu uppi í litla einbreiða rúminu mínu eða kannski eru pípararnir að rúnka sér yfir nærfötin mín. ó mæ god, nú þori ég ekki heim eftir vinnu...

gestabók

fimmtudagur

geðlæknadagur í dag. ég talaði um að ég héldi að ég hugsaði of mikið og tengdafjölskylduna mína sem ég er að mana mig upp í að mæta í sunnudagsmatinn til. fór til bryncíar í gær og káfaði á bumbunni á henni. krílið sem að ég held að sé drengur sparkaði í mig á móti. það fannst mér sérlega fallegt og merkilegt. skrýtið samt hvað ég er ekki að fá neitt bebífíver. finnst þetta sætt og allt það en er alveg róleg sjálf. eftir vinnu ætla ég að kíkja á kötu systur og eiga svo náðugt vídjókvöld heima við. hmmmmm... ég er að hugsa svo mikið. mig dreymir hverja einustu nótt að ég sé í stóru húsi með hópi af fólki og enda alltaf annað hvort svikin eða mjög hrædd.

gestabók

miðvikudagur

stundum þegar mér leiðist í vinnunni leik ég mér að því að kvelja sjálfa mig með því að ímynda mér að tíminn sé hættur að líða. það er sérstaklea áhrifamikið rétt eftir hádegismatinn þegar það eru meira en 4 klukkutímar eftir af vinnunni. þá ímynda ég mér þetta, að tíminn hætti að líða og finn hvernig ég fyllist áþreifanlegri angist. ég hugsa um þetta þangað til að angistin er orðin svo óbærileg að það ætlar mig að græta. þetta er dáldið skrýtið og ég veit ekki af hverju ég geri þetta en ykkur að segja þá veit ég ekkert verra en að ef tíminn hætti að líða. þá væri þessi stund alltaf sú ömurlegasta.
annars fór ég á sideways í gær með gullanum mínum. mmmmm..... gulli minn. og það er alveg hreint afbragðs mynd, ég á bara ekki til orð ég er svo yfir mig hrifin. og thomas haden church er nýji uppáhalds leikarinn minn. hann er ótrúlega góður leikari. hef samt séð hann áður og ekki þótt hann neitt merkilegur pési þá en þetta hlutverk fangaði gjörsamlega hans hæfileika. eins og þegar hann grætur á hótelherberginu. það er merkilegasti leikur sem ég hef á ævinni orðið vitni að. allavega einn af þeim. þetta er nú líka sami leikstjóri og að about schmidt sem er ein af uppáhalds myndunum mínum. andskotans segi ég, ANDSKOTANS! þetta var svo góð mynd.
see ya!

gestabók

þriðjudagur

æjj. mér er illt í olnboganum eftir að hafa talað of lengi í gsm símann við móður mína áðan. örugglega líka komin með heilaæxli. en nú er ekki tími til að vera svartsýnn, heldur tími til að gleðjast því áðan fór ég og talaði við háskólafólkið og þau eru svona sva fyrir mér að ég er barasta að fara að byrja í einskonar fornámi næsta haust í háskólanum. ég er auðvitað ekki að ætlast til að fljúga algjörlega frítt beint inn í ma námið. ég er bara óskaplega glöð að fá að taka nokkra grunnkúrsa svona uppí. mikið hlakka ég til. ef ég hefði ekki verið að rembast svona við að vera fullorðins í viðtalinu hefði ég skríkt og flissað af spenningi allan tímann. jeijjjjjj! ég hlakka svo til að byrja í skólanum!!!! ég ætla að fara í stúdentapólitíkina og skrifa áræðna pistla í stúdentablaðið um hana valdísi árans gunnarsdóttur.....
see ya!

gestabók

valdís gunnarsdóttir á ekki að vera gildur þegn í þjóðfélaginu. í morgun reyndi ég að fá egil helgason til að skrifa pistil um það hversu mikið úrhrak valdís gunnarsdóttir er fyrir að hafa innleitt þennan fjárans valentínusardag inn í landið. hann var sammála mér þegar ég kallaði valentínusardag tussu og sagði að hann væri viðbjóður. þ.a.l. fannst mér að hann ætti að skrifa um þetta eða tala um í kastljósi fyrst hann fær alltaf að lesa dv, annar viðbjóður, frítt hjá mér á hverjum morgni. ég sagði agli helgasyni að ég ætlaði sjálf að skrifa um þennann andskotans gervi - dag í velvakanda en fólk myndi samt frekar hlusta á hann heldur en skrækraddaða bókabúðarstelpu sem þarf að þola það að fólk fætt 1986 heldur að það sé eldri en hún. þá hló egill helgason bara vandræðalega og bakkaði út úr búðinni. ég veit ekki hvað það merkir.

gestabók

mánudagur

ég er að borða saltstangir sem ég fann inni í skáp í vinnunni. ég er að deyja úr hungri og ég á enga peninga. og nú fæ ég bara of háan blóðþrýsting. og mig langar heim að lúlla því lundarlyftan gerir mig svo þreytta. aukaverkanirnar semsé ekki hættar. en ég er að fara að skoða litla krúttið hana ísold eftir vinnu í dag, fallegasta barn sem ég hef séð og geri aðrir betur. fyrir utan sjarmörana sem ég og hr. tinna munum geta í heiminn.
í vinnuna mína koma margir skrýtnir. en mér ber sérstaklega að nefna eina konu og það er að hún er sú eina sem fer virkilega í taugarnar á mér. meira en gömlu kallarnir sem strjúka á mér hendurnar og segjast vilja taka mig með sér heim og meira en tannlausi siggi sem segir að ég sé yndisleg og vill að ég hafi símann hjá sér svo ég geti hringt ef ég og hr. tinna hættum saman. ég ÞOLI þessa konu EKKI. ég held að hún sé ástfangin af mér því stundum stendur hún tímunum saman eða labbar fram og til baka fyrir framan borðið hjá mér að reyna að meika ækontakt. og ef mér verður svo á að horfa í augun á henni heilsar hún og reynir að tala og tala við mig. og hún er ofboðslega andfúl í þokkabót. aaagggggghhhh! kaffið búið.

gestabók

hæj!
jæja, ég er ánægð. ég er hætt að fá aukaverkanir af þessum "moodelevator" sem ég var að byrja á. var veik mestan hluta af allri seinustu viku útaf þessum andskota. nú er bara að bíða fram í apríl, já! fokkíng apríl til að sjá hvort að þetta hjálpi mér eitthvað. ég verð orðin 26 ára þá. en það eru 44 dagar í afmælið mitt og ég fer óðum að tína saman afmælisóskalistann fyrir þá sem hafa áhuga á að gefa mér gjafir. ég veit samt ekki hvort ég eigi að halda upp á þessi tímamót. fyrir það fyrsta þá bý ég núna í 30 fermetra íbúð sem er í þokkabót undir súð svo að það eru svona u.þ.b. 15 fermetrar sem hægt er að standa uppréttur á. þar með talið svefnherbergið og salernið. "veriði hjartanlega velkomin í afmælið mitt kæru vinir. og já, það eru enn nokkur laus sæti inni á klósetti". hálf leimó eitthvað. annars gæti ég líka fengið hr. tinna til að leyfa mér að halda upp á herlegheitin í sinni fallegu og bráðum tilbúnu íbúð. mmmmmm.... en hvað ég hlakka til að flytja þangað inn. en afmælið yrði samt aldrei drykkjupartý heldur notalegt kaffiboð. því ekki má ég drekka á þessari "lundarlyftu", a.m.k. ekki fyrst um sinn...
see ya!


gestabók

föstudagur

i don´t pop my cork for every guy i meet...
svakalega get ég orðið einbeitt í því að betrumbæta lúkkið á blogginu mínu. vonandi að ég taki eitthvað af þessari einbeitni með mér í skólann næsta haust. því jú, viti menn! ég er á leiðinni í mastersnám í bókmenntafræði og takk fyrir takk! dáldið fullorðins finnst ykkur ekki?

gestabók

miðvikudagur

góðan dag!
nú hef ég tekið ákvörðun um að bregða mér út fyrir landsteinana um páskana. nánar tiltekið ætla ég að heimsækja hana birtu mína. ég þarf að sjálfsögðu að safna duglega fyrir fargjaldinu og kannski meira til svo að maður geti nú eitthvað fallegt keypt sér í kóngsins köbenhavn. þess vegna verður tilvalið fyrir mig að óska mér peningagjafa í afmælisgjöf svo ég komist út... ég vona að mamma lesi þetta. ég var seinst í kaupmannahöfn í angistarkasti og þó ég sé oftast nær í angistarkasti var þetta öllu leiðinlegra þannig kast. ég bjó þar þegar ég var viss um að ég væri lesbía með fyrrverandi kærustunni minni. ég mæli ekki með því, sérstaklega ekki eftir að þú kemst að því að fyrrverandi kærastan hélt fram hjá þér, með strák... jæja og hvað um það, þetta er í fortíðinni. ég vona bara að ég fái ég flashback þegar ég kem út eins og fólk sem hefur tekið LSD. framhjáhöld og LSD neysla eru keimlík því bæði draga dilk á eftir sér.

gestabók

mánudagur

og svo ætla ég líka aðeins að monta mig... eins og margir vita stefni ég einatt að forsetaframboði þegar ég næ gildum aldri til að bjóða mig fram, eftir ca. 5 ár. þess vegna hef ég gert það að persónulegu markmiði mínu að vingast við ólaf ragnar til að hafa af honum einhverjar góðar brellur upp á framtíðina. en því er nú ver og miður að ég og óli erum sjaldnast á sama stað. hann fer t.d. aldrei á sirkus og hangir lítið heima hjá mér þar sem að ég eyði flestum mínum frístundum. og aldrei kemur hann í bókabúðina mína því hann sendir alltaf bílstjórann sinn hann ragga. en þar sem að ég dey ekki kona ráðalaus brá ég bara á það næstbesta og vingaðist all svakalega við hann ragga. nú er það orðið svo að raggi kemur stundum hingað í búðina bara til að heimsækja mig þegar hann hefur tíma til að drepa ef ólafur er kannski á fundi eða eitthvað að snattast með henni dorrit. ég segi honum grínsögur og reyni að draga upp úr honum leyndarmál sem mér tekst aldrei en það breytir svosum litlu því það er alveg eins gott að vingast við hann núna ef blessaður maðurinn þarf eftir nokkur ár að vera að skutlast með mig fram og til baka í smáralindina. ég ætla ekki að byrja að versla í sævari karli bara af því að ég verð forseti. ég held tryggð við topshop.
en viti menn og þar sannast að aldrei að segja aldrei er rétt því hann ólafur kom í búðina í seinustu viku. ég hvítnaði og blánaði á víxl og kom ekki upp orði. ekki einu sinni til að segja honum að ég ætlaði að hafa af honum starfið. ólafur fór að skoða bækur og eftir smá stund kom raggi inn á eftir, búin að vera að reyna að finna stæði og forðast stöðumælaverði. og hann sagðist bara hafa þurft að koma inn til að óska mér gleðilegs nýs árs og til að segja mér að nærvera mín í búðinni væri ómetanleg. þetta bros mitt bókstaflega lýsti upp allt og svo tók hann í höndina á mér og hvarf á braut. ég er ekki að ljúga ef þið haldið það, ekki einu sinni að ýkja. og þó að þetta hafi ekki komið frá ólafi sjálfum þá hef ég sjaldan fengið jafn gott hrós.
see ya!


gestabók

hæ og afsakið. ég missti aðeins stjórn á skapi mínu í gær eftir donnie darko en ég er sko með fyrirtíðarspennu. ég er viss um að ég hefi áður sagt ykkur hryllingssögur af þeirri helvísku viku sem fyrirtíðarspennan stendur að jafnaði yfir í.
annars ætla ég að tileinka þetta skapbetra blogg stóru systur sem átti afmæli á föstudaginn. ég læt mér það nægja að segja hana stóra því fyrir ári gerði ég henni þann grikk að segja hvað hún væri gömul. og mér skilst að konur séu viðkvæmar fyrir aldri sínum. ég er ekki viðkvæm fyrir aldri mínum á þann hátt sem eðlilegur þykir heldur fer það afskaplega í taugarnar á mér að enginn trúir að ég sé 25 ára. það halda allir að ég sé 17 ára og tala þannig við mig. meira að segja fólk sem veit hvað ég er gömul. furðulegt!
og brad og jen bara skilin! þar fer allt það góða sem ég áður trúði á í vaskinn.
á föstudaginn fór ég í matarboð og á laugardaginn fór ég í brúðkaup. systir mr. tinna var að gifta sig. mér finnast brúðkaup ómótstæðilega heillandi og dreymir mig sjálfa langa dagdrauma um það þegar ég verð svo heppin að ganga niður kirkjugólfið hönd í hönd við skotapils-klæddan stjúpföður minn, vonandi í áttina að mr. tinna. og ég viðurkenni að í kirkjunni fékk ég kökk í hálsinn og tár í augun sem ég náði þó harneskjulega að láta ekki skemma meiköppið. mig langar óskaplega mikið til að líf mitt fari að gera eitthvað skemmtilegt fyrir mig. og mér finnst ég pínulítið vera að hellast úr einhveri sjálfskaparlest. ég öfunda alla sem eru að gifta sig og eignast börn, á góðan hátt samt. ég gnýsti ekki tönnum af öfund heldur samgleðst af öfund. bara lítil öfund eftir því að vilja vera komin á þennan stað. ég t.d. trúi því að þrátt fyrir glopótt uppeldi mitt og furðulega foreldra verði ég fær um að vera mjög góð móðir og ástrík. þar sem að ég fylltist vanmætti og vonleysi yfir aðstæðunum á laugardag, þetta með lestina og það allt ákvað ég að bregða fæti fyrir mr. tinna og leggja undir hann smá próf. sem hann vissi samt ekki að væri próf. ekki dæma mig og ekki segja. þetta var í þágu okkar beggja. ég sagði honum semsé á laugardeginum eftir brúðkaupið að ég myndi aldrei vilja giftast. ég sá að það kom á piltinn en hann sagði samt ekki orð. svo í gærkveldi þegar við vorum að taka á okkur náðir og ræða málin eins og við gerum oft og er ástæðan fyrir baugum mínum og morgungremju spurði litla skinnið mig hvort ég væri alveg viss. ,,villtu aldreiiii giftast?" ég hugsaði inn í mér; ,,jesssss!!! :D" en sagði; ´,, jú elskan mín, auðvitað, en bara þér".
see ya!

gestabók

sunnudagur

ókei! ég horfði loksins á þessa fjárans donnie darko og nú er ég í ótrúlega vondu skapi því ég botna ekki neitt í neinu. ég hata svona tímarugls myndir eins og donnie darko og memento. fólki finnst þetta bara skemmtilegt af því að þær eru svo hipp og kúl. ég skil ekki.... það hefði semsé ekkert slæmt gerst ef hannn hefði dáið? hefði þá stelpan sem hann var skotinn í ekki átt vondan stjúppabba og hvaðan koma þetta flugvéladrasl? var það úr flugvélinni sem mamman og litla stelpan voru í? og ef svo er hvernig gæti það verið þegar sú flugvél hrapar ekki fyrr en þremur vikum eftir að hann donnie deyr af því að eitthvað flugvéladrasl datt á hann. ég þoli þetta ekki.

gestabók

þriðjudagur

já, eitthvað fannst mér sniðugt að fara að atast í útlitinu á blogginu mínu en ég uppskar ekkert þar. nú sakna ég hins gamla alveg óskaplega mikið því ég er svo vanaföst og alveg að fá kvef finnst mér. æjj æjj, ansans...

gestabók

uss! það er komið annað barn. það kom í gær og er drengur. hvað er það núna? 4 down, 7 to go...
maðurinn minn vill taka jólatréið okkar niður. ég er að hugsa um að reyna að hafa áhrif á þá ákvörðun. voru ekki jólin nógu stutt?

gestabók

mánudagur

ég á afmæli eftir 64 daga og mér finnst dónalegt þegar að fólk sem maður gaf jólagjöf þakkar ekki fyrir sig. sérstaklega þegar það býr í útlöndum og maður fékk ekki jólagjöf á móti... fucker! (það er nýja orðið mitt, fucker!!!!)

gestabók

heil og sæl!
fædd er lítil ísold thoroddsen! hún kom í heiminn í gær kl. 22:15 og skilst mér að allt hafi gengið vel og að öllum heilsist vel. þess vegna er þetta blogg og veröldin öll í dag tileinkuð þeim litla kút. jibbí!!!! mikið hlakka ég til að handleika krílið. en þessi atburður beinir að sjálfsögðu barneignarspjótum að mér og hr. tinna. en mig langar ekki mikið til að eiga barn, neibb! hreint ekki neitt mikið, ekki í dag, onei onei onei! en í dag heyrði ég af annari ófrískri kvensu. það gerir 11. 3 eru búnar að eiga, seinast í gær. ein er á fæðingardeildinni og nota bene þá er það ekki móa heldur önnur vinkona mín. þetta er einfaldlega aðför að mér frá cosmo og almættinu.
blex.
p.s. jeijj! nú á ég bráðum afmæli!

gestabók

sunnudagur

hæ og happy fucking new year!
þá er það komið og allt á hvolfi. á ekki nýja árið að vera eins og hreinn skjöldur? eða hefði ég kannski átt að eyða öllu 2004 í að leiðrétta allt svo að 2005 gæti byrjað eins og hreinn skjöldur, hvítur strigi. ég er að velta því fyrir mér hverju ég sjái eftir á árinu. það er kannki bara einn hlutur og ég get ekki nefnt hann því það gæti sært einhvern. það er held ég afar vel sloppið ef þessi eini og ónefnanlegi hlutur er það eina sem ég sé eftir. og hvernig get ég hugsað um eftirsjá þegar móan mín liggur í þessum skrifuðu orðum á fæðingardeildinn að remba út sér heilu nýju barni? ég tárast bara við tilhugsunina, bæði af því að það er svo fallegt og líka af því að veröldin virðist svo hrikaleg þessa dagana. hamfarir og stríð. ég vil og ætla samt frekar að gleðjast. og talandi um grát þá er ég farin að hafa miklar áhyggjur af meyrleika mínum sem er að ryðja sér til rúms í þegar bjagaðri sál minni. ég er byrjuð að skæla yfir öllu, ég skæli í alvöru bókstaflega yfir öllu. auglýsingum, tónlistarmyndböndum, kvikmyndum, fréttum, barnsburði, kisu úti á götu og öllu öðru. ef ég lít á þetta jákvæðum augum er ég kannski bara að mynda betri tengsl við tilfinningar mínar en kommon samt! er bara um að ræða hæl eða hnakka í þessum málum? ég t.d. grenjaði ekki yfir titanic á sínum tíma í bíói og skilst ég hafi verið ein af 5. allt í kringum mig grétu allir, konur, menn og börn. kannski væri gott próf að taka titanic á vídjóleigunni og sjá hvað gerist... en ég verð að hafa þetta stutt. see ya!

gestabók