sunnudagur

hæ og happy fucking new year!
þá er það komið og allt á hvolfi. á ekki nýja árið að vera eins og hreinn skjöldur? eða hefði ég kannski átt að eyða öllu 2004 í að leiðrétta allt svo að 2005 gæti byrjað eins og hreinn skjöldur, hvítur strigi. ég er að velta því fyrir mér hverju ég sjái eftir á árinu. það er kannki bara einn hlutur og ég get ekki nefnt hann því það gæti sært einhvern. það er held ég afar vel sloppið ef þessi eini og ónefnanlegi hlutur er það eina sem ég sé eftir. og hvernig get ég hugsað um eftirsjá þegar móan mín liggur í þessum skrifuðu orðum á fæðingardeildinn að remba út sér heilu nýju barni? ég tárast bara við tilhugsunina, bæði af því að það er svo fallegt og líka af því að veröldin virðist svo hrikaleg þessa dagana. hamfarir og stríð. ég vil og ætla samt frekar að gleðjast. og talandi um grát þá er ég farin að hafa miklar áhyggjur af meyrleika mínum sem er að ryðja sér til rúms í þegar bjagaðri sál minni. ég er byrjuð að skæla yfir öllu, ég skæli í alvöru bókstaflega yfir öllu. auglýsingum, tónlistarmyndböndum, kvikmyndum, fréttum, barnsburði, kisu úti á götu og öllu öðru. ef ég lít á þetta jákvæðum augum er ég kannski bara að mynda betri tengsl við tilfinningar mínar en kommon samt! er bara um að ræða hæl eða hnakka í þessum málum? ég t.d. grenjaði ekki yfir titanic á sínum tíma í bíói og skilst ég hafi verið ein af 5. allt í kringum mig grétu allir, konur, menn og börn. kannski væri gott próf að taka titanic á vídjóleigunni og sjá hvað gerist... en ég verð að hafa þetta stutt. see ya!

gestabók

Engin ummæli: