mánudagur

heil og sæl!
fædd er lítil ísold thoroddsen! hún kom í heiminn í gær kl. 22:15 og skilst mér að allt hafi gengið vel og að öllum heilsist vel. þess vegna er þetta blogg og veröldin öll í dag tileinkuð þeim litla kút. jibbí!!!! mikið hlakka ég til að handleika krílið. en þessi atburður beinir að sjálfsögðu barneignarspjótum að mér og hr. tinna. en mig langar ekki mikið til að eiga barn, neibb! hreint ekki neitt mikið, ekki í dag, onei onei onei! en í dag heyrði ég af annari ófrískri kvensu. það gerir 11. 3 eru búnar að eiga, seinast í gær. ein er á fæðingardeildinni og nota bene þá er það ekki móa heldur önnur vinkona mín. þetta er einfaldlega aðför að mér frá cosmo og almættinu.
blex.
p.s. jeijj! nú á ég bráðum afmæli!

gestabók

Engin ummæli: