sunnudagur

þá er seinasti dagur þessa árs runninn upp og ég vil óska ykkur ánægju, hreysti og hamingju á því næsta, takk fyrir samfylgdina á þessu. ég hef enga sérstaka ánægju af áramótum og ég sé ekkert athyglivert eða hressandi við að það sé að koma nýtt ár, þannig er það hvort eð er alltaf. ég reyndi að rifja upp eitthvað sem ég hef afrekað á þessu ári í svefnrofunum í nótt og mér kom ekkert til hugar nema að nú er ég farin að geta gengið um berrössuð, þ.e. innan veggja heimilisins og bara fyrir framan örninn minn og skaða. mig minnir nefnilega að fyrir u.þ.b. tveimur árum hafi ég einmitt verið hér ritandi um tilraunir mínar til að sætast við líkamann minn og geta gengið um nakin án þess að fyllast viðbjóði og fyrirlitningu á sjálfri mér... en það get ég nú svo hér með sannast eitt... mér er að miða eitthvað áfram! ykkur finnst þetta máske ekkert merkilegt en það er það fyrir mér því þó hann sé lítill þá er árangurinn einhver... húrra fyrir tinnberti!!!

hér er svo "best of kirsuber 2006" listinn, lögin sem tengjast lífi mínu á einn eða annan hátt og meira en önnur á þessu ári sem senn líður:

1. Rumble - Link Wray & His Ray Men
2. Supermassive Black Hole - Muse
3. The Funeral - Band of Horses
4. Strange Fruit - Billy Holiday
5. Girl Is On My Mind - The Black Keys
6. Simple Twist Of Fate - Bob Dylan
7. For a lifetime - Blue States
8. Spanish Caravan - Doors
9. I Want You So Hard (Boy's Bad News) - Eagles of Death Metal
10. At Last - Etta James
11. Ooh La La - Goldfrapp
12. This Side of the Blue - Joanna Newsom
13. Hurt - Johnny Cash
14. Old Fashion Morphine - Jolie Holland
15. I Can't Quit You Baby - Led zeppelin
16. Christmas Card From a Hooker - Tom Waits
17. Turn Into - Yeah Yeah Yeahs
18. Philadelphia - Neil Young
19. Sweet Caroline - Neil Diamond
20. I'm Your Man - Leonard Cohen
21. Pass It On - Shadow Parade (besta band íslands!!!)

hafið það gott í kveld og gleðilegt nýtt ár.

föstudagur



örninn minn og auga... augað mitt og örn.

miðvikudagur

james brown er dáin... mikið finnst mér það skrýtið. ekki skrýtið svosum að hann sé dáin bara skrýtið þegar einhver svona frægur deyr. ég get ekki að því gert að halda frægt fólk nánast ódrepandi, svona frægt fólk allavega.

mánudagur

djöfulli er ég þunglynd, ég er það reyndar mjög oft en ég hélt kannski að ég fengi frí fyrst það eru jól... en svo er ekki. ég fékk þó dásamlegar jólagjafir í gær og svo margar að mig rekur ekki í minni að svona hafi það verið síðan ég var barn, það gladdi mig... altsvo bæði gjafirnar og hve fallega fólk hugsar til mín og velur vel handa mér. ég kann svo að meta það... ég vildi bara að ég gæti verið glöð því inní mér veit ég að ég hef allar ástæður til þess, en það plaga mig svo margir púkar og mér reynist erfitt að reka þá í burtu og rétt fyrir jólin bættist enn einn við sem vegur hvað þyngst. nenni ekki að dedúa um það enda er það, ótrúlegt en satt of persónulegt til að ég skrifi um það hér. ég vona samt af öllu hjarta að þið hafið það gott og hafið fram að þessu etið á ykkur gat.

laugardagur

gleðileg jól.

miðvikudagur

það er doldið mikið að gera núna en ég skelli inn jólaávarpi og "best of kirsuber 2006" lagalistanum fyrir norðurförina sem er áætluð eldsnemma á þorláksmessumorgunn. þ.e. ef veður leyfir, mér skilst að fjandinn muni ganga laus um allt land veðurfarslega séð þann dag. ég vona ekki, mér er meinilla við að sitja í bílum í vondum veðrum eftir bílslysið þarna í denn, gott ef það eru ekki 10 ár síðan. en við vonum það besta og örninn minn er auk þess öruggasti ökumaður sem ég veit um, þetta ætti að verða í lagi. annars verðum við ösp bara skælandi í handakrikanum á hvor annarri... ég er annars eiginlega búin að öllu fyrir jólin nema að skrifa jólakort til bræðra minna og kaupa jólagjöfina hans össa. ég lýk því í kveld... lifið heil í bili!

mánudagur


öspin litla hlær...

sunnudagur


dásamlegur morgunn... snjómugga og hálfrökkur úti, jólalög í útvarpinu, heitt te og morgunrettan og eftir stutta stund vek ég örninn minn svo við getum klárað jólagjafakaupin og átt huggulegan tinnu&arnar-dag. ég segi eins og kata systir og þrátt fyrir sumt... svona ætti lífið að vera þegar það er verst. mikið er ég í væmnu og fallegu jólaskapi í dag... ég vona að þið hafið það líka gott.

föstudagur

vei! við pöntuðum okkur pítsu í kveldmat... við fengum það nefnilega út að við ættum það skilið þar sem að síðan ég byrjaði að vinna á leikskólanum fæ ég alltaf frían heitan mat í hádeginu og þ.a.l. erum við að spara 200-400 krónur á degi hverjum sem ég annars hefði þurft að eyða í hádegisæti þegar ég var að vinna í eymó. við eigum alveg nokkrar pítsur inni... hvað er ég að halda því fram að ég sé ekki jákvæð?
fyrsta "boðorðið" af geðorðunum 10 sem ég les samviskusamlega á hverjum morgni er: "Hugsaðu jákvætt, það er léttara". mér er nú bara andskotans spurn hvar maður lærir það! þegar maður er þunglyndur er manni bara ekki sjálfrátt í neikvæðninni... ég þarf að læra einhverja geggjaða aðferð til að vera jákvæð. stundum hlusta ég á bítlana og les myndasögur til að verða jákvæðari en það er bara tímabundið ástand, um leið og raunveruleikinn knýr að dyrum á ný þá brýst þessi neikvæðni aftur út. hmmmm... ég ætla að búa til bleika sósu með reyktu ýsunni.

miðvikudagur

ég veit ekki hvort það er góð eða slæm aðferð en ef maður hugsar ekki um hlutina gera þeir mann síður dapran og þannig kemst maður í gegnum leiðindi. ágætt líka að vera í vinnunni, þá hef ég enn síður tíma til að hugsa um og syrgja krílið. svo er líka módelkveld í kveld, ég á von á nokkrum fögrum fljóðum og ein ætlar m.a.s. að mæta með ostaköku. vesalings örninn minn... og þó. það væsir ekki um hann í þvílíku kvennafansi.

mánudagur

ég skil ekki afhverju okkur eru gefnar tilfinningar til að elska út fyrir okkar tegund, er ekki næg sorgin sem við þurfum að ganga í gegnum þegar mannanna börn deyja? en kannski er það bara ég sem er svona óeðlileg að elska dýrin mín svona mikið, allavega var ég ávítuð fyrir það í morgun og sagt að "taka mig taki". ég sé reyndar ekki hvað er rangt við það að syrgja hvítvoðung af kattakyni en ekki erum við öll steypt í sama mótið blessunarlega og erum hverju öðru ólíkara og auk þess hlýtur það að spila eitthvað inní að ég er eins og ég er, með alla mína galla og bresti. litla krílið hafði það ekki af... ég get ekki skrifað um það, mig langar ekki til að gráta meir enda er svosum lítið um þetta að segja, svona er þetta víst er mér sagt. ég vorkenni bara aðallega skaða sem leitar um alla íbúð skælandi eftir barninu sínu, kannski erfiðast að takast á við það. ég vildi bara að ég gæti sett inn myndirnar sem ég náði af anganum á lífi en eins og flest annað er síminn líka andvígur mér og mér tekst ekki að koma myndunum úr honum og í tölvuna. ég skil ekki þetta líf, ég skil ekki útá hvað það gengur.

* siríus eldjárn *
* f. 8. des. 2006 - d. 10. des. 2006 *

svo lítil og sæt með einstakt munstur í andlitinu. þú sofnaðir í lófanum á mér, einum lófa því þú varst svo smá. ég vildi að ég hefði haft kraftana til að halda í þér lífi, ég skil ekki afhverju þú varst tekin en ég verð að trúa því að þú sért á góðum og hlýjum stað núna með fullt af mjólk. litli engill...

fimmtudagur

fimmtudagar eru leiðinlegir sjónvarpsdagar... það er yfir höfuð aldrei neitt í sjónvarpinu nema bandarískir spennuþættir með einhleypum gúmmítöffara-lögreglustjórum og ljóshærðum samstarfskonum sem breima utan í öllu sem inniheldur testósterón. nema ANTM kannski... svo mér datt í hug að glugga í bækur sem ég á enn eftir ólesnar eða öllu heldur teiknimyndasögubækur sem ég skrifaði á mig eftir að fyrrverandi samstarfskona mín í eymó fól mér það verk að skipuleggja og taka til í teiknimyndasögunum rétt áður en ég hætti. ég varð 7.500 kr. fátækari en fjórum teiknimyndasögum ríkari. reyndar hafði mig lengt eftir þeim um nokkurt skeið og ég læt mig það litlu varða þó peningarnir fari í bækur eða tónlist, það er leyfilegt.

við ætlum að kaupa jólagjafir um helgina og ég dauð-kvíði því því við þurfum í kringluna. ég er handviss um að kringlan sé byggð á gömlum indíána-grafreit því fjandinn hafi það, "væbarnir" þarna eru hrikalegir.
djöfuls elítu-eltingarleikur er alltaf í gangi í þessu landi! helvítis ísl. tónlistaverðlaunin láta fólk borga til að fá að vera tilnefnt og velja svo bara einhverja plebba sem selja tónlistina sína til eimskip og sjóvá og fólk eins og bo halldórs sem allir eru komnir með leið á... já, það má sko svo sannarlega finna hæfileikana í því! og með fullri virðingu fyrir fyrrverandi kærastanum mínum sem mér þykir óskaplega vænt um þá þykja mér ghostdigital ekki vera að spila neitt sérlega hlustunarvæna og vel gerða tónlist... ekki nema fólk kunni við að það blæði úr eyrunum á þeim. afsakið... ég er óskaplega reið yfir þessu helvíti. toppið þetta og tilnefnið björk líka hallæris-lið!

miðvikudagur


það er "burger"- og módelkveld með tjarnar-systkinum í kveld... ég reyni að sporðrenna einum vel steiktum ef mér tekst. matarlistin hefur yfirgefið mig enn eina ferðina en ég held það sé frekar útaf jóla-kitli en einhverju öðru. ég ætla að gera "to do list" yfir það sem ég á eftir fyrir jólin (sem er nokkurn vegin allt) til að halda ró minni.

á föstudaginn förum við á jólatónleika til að hlýða á öspina litlu þenja sín "angelísku" raddbönd. ef það væri nú snjór í höfuðborginni væri þetta fullkomin blanda af jólaskapi myndi ég ætla.

ég hef annars ekkert að segja, ekki sem ég nenni að eyða tíma í að rita niður enda er ég líka í vinnunni... ég myndi mest vilja kúra undir sæng í handakrikanum á erninum mínum akkúrat þessa stundina, kitla í skeggið hans og brosa að lífinu.

sunnudagur

mér tókst að drepa ryksuguna okkar í tiltektarlátunum í gær... sem betur fer er hægt að fá ágætis ryksugur í kringum 5000 kall en meira dettur mér ekki í hug að eyða í þetta leiðindar heimilistæki. en það er allavega orðið hreint hjá okkur, glansandi fínt. verst að ég nenni ómögulega að skreyta né gera jólakort eða almennt að hugsa um jólin en það er nú bara 3. des...

fimmtudagur

það er opið hús og bazar og kaffihús á leikskólanum á morgun þar sem við erum að reyna að safna pening til að fjármagna væntanlega skotlandsferð næsta vor... var það ekki annars skotland? mitt framlag á bazarnum er pestó til að selja sem ég gerði með öspinni minni og annari stúlku eftir vinnu í dag. eða ég kom lítið sem ekkert nálægt sjálfri pestógerðinni sem ég sá eftir þetta kvöld að er ákaflega lítið mál... ég sá um að gera pestókrukkurnar krúttilegar með gamaldags sultuloks-klæðum og svo þurfti ég reglulega að endurræsa matvinnsluvélina sem öspinni tókst alltaf að brenna út með reglulegu millibili... mikill ákafi í pestógerðinni.

þriðjudagur

ég er eitthvað svo full af endorfíni þessa stundina... átti gæðastund með tölvunni og heyrnatólum uppí rúmi áðan, platónskt að öllu leyti. mikið er ég hrifin af tónlist og mikið gerir tónlist mig glaða. maður væri eyland án eyra, um það er ég sannfærð. og nú er ég komin með doldið jóla-kitl í mallann sem gerir mig enn sælli. næstu helgi ætlum vér hjón að gera létta jólahreingerningu og svo býst ég við að það falli mér í skaut að skreyta og öðruvísi held ég að ég vildi ekki hafa það. það má svo vel vera að ég föndri jólakortin, hver veit. mikið er gaman að vera orðin svona afslöppuð yfir jólunum... ég flýt um á bleiku skýi.

mánudagur

tekið af www.theblackandwhitemag.com:

Shadow Parade
Dubious Intentions LP
(2006, Self Release)
Rating: 8.7

Without trying to overgeneralize, Icelandic band Shadow Parade mixes the gloomy atmospheres of Sigur Ros with the moody arrangements of Radiohead on their Dubious Intentions LP. Guitars hum, float and linger, and drums strike in a deathly dirge, providing a base for the band to work their darkened magic. "Gravity Song" opens the album at a slow pace, and the context for the album is in place. This isn't a slow-core record, but grave introspections are rarely set to a speedy backdrop, and Shadow Parade clearly understand their objective, and every note on this album seems to contribute to the whole. Vocalist Beggi Dan channels Thom Yorke effortlessly, and at the risk of making Shadow Parade out to be some Radiohead rip-off band (which they're certainly not), if you're longing for the follow-up to Hail To The Thief, I'd recommend buying Dubious Intentions. "Dead Man's Hand" lets loose on guitar riffs and vocal howling...yes, this certainly is a rocknroll album. The snail-pace of "Suicide Sing-A-Long" is chilling and creepy, filling the air with minor note keyboards. Shadow Parade sound very comfortable with mellow songs that noodle guitar lines, dance on cymbols, and provide a soft and dreary context for eerie falsettos. What is it about Iceland that seems so perfect for atmospheric art-pop? Whatever it is, it's just a short matter of time until you'll hear Shadow Parade's name mentioned with the likes of Bjork and Sigur Ros. The artistry is already there...so your job is to order the record and show it off to all your hipster friends. Albums this great shouldn't be secrets. Play it loud on rainy and snowy days. I love it!

fokk it! ég sagði ykkur það...

mánudagurinn kom og mánudagurinn leið... ég held mér sé hætt að finnast mánudagar eitthvað mikið verri en aðrir dagar. veit ekki af hvaða þroskaskeiði það er partur en þetta er svona svipað og þegar maður er að venjast því að borða ólífur.

ég hresstist heilmikið við að fara í vinnuna, ónæmiskerfið farið að sakna græna horsins. annars held ég að útiveran hafi gert mér best, það hreinsaði lungun og hleypti lífi í blóðið. og gaman að hitta krakkana aftur. ég neita því ekki að manni er farið að þykja ansi vænt um þau... stundum þegar ég þarf eitthvað að ávíta þau þarf ég að halda hlátrinum í mér, þau eru alltaf svo fyndin, alltaf. og algjör krútt! þau gleðja mig ótrúlega...

ég sakna dimmalimm doldið núna, veit ekki afhverju. mér finnst ég stundum enn heyra í bjöllunni hennar fyrir utan gluggan sem hljómar einsog slepja úr amerískri kvikmynd. og ég er jafnvel stundum ómeðvitað að svipast um eftir henni þegar ég er úti einsog eitthvað inní mér sé enn ekki búið að meðtaka að hún sé farin. kjánalegt líklega... ég spyr sjálfa mig alveg að því hvernig sé hægt að elska kött og ketti svona mikið en svo er ég þakklát fyrir að allavega geta elskað, hvort sé það köttur eða mús. það er svosum ekki sjálfgefin tilfinning og blessunarlega kvótafrí svo maður getur sólundað henni hirst og her, því meira því betra. afhverju þá ekki í ketti líka? ég elskaði dimmalimm afskaplega mikið og geri enn og ég þarf tíma til að syrgja hana.

þetta átti nú ekki að verða neitt þunglyndislegt í lokin því ég er að öllu öðru leyti fremur kát.

sunnudagur


þá sjaldan hef ég fengið jafn slæma flensu... ég er búin að vera veik í viku og ég hugði sjálfri mér vart líf fyrir nokkrum dögum, svo slæmt var það. en nú er þetta allt að koma vona ég, þó ég myndi líklega vera heima í tvo daga í viðbót ef ég færi ekki að gubba blóði af samviskubiti útaf vinnunni... ég gerði mér jafnframt grein fyrir því að ef ég borgaði ekki erninum mínum fyrir að vera maðurinn minn myndi ég líklega geta legið dáin og rotnandi í íbúðinni minni án þess að mín væri saknað í allavega einhverjar vikur... að svo gefnu að ég væri atvinnulaus og þyrfti ekki að svara til vinnu. og mikið óskaplega þætti mér ágætt ef það væru fundnar upp einhverjar aðrar aðferðir en að snýta sér til að ná gumsinu útúr nefinu í veikindum... mér býður við snýtingum.
ég hef ekki séð svona mikinn snjó í reykjavík í háa herrans tíð en mér líkar það vel enda er ég mikið snjóbarn... snjóbarnið tinnbert. doldið jóló...

annars er skemmst frá því að segja að ég er andskotans aftur orðin lasin! mér finnst þó þessi pest vera ívið verri en sú fyrir þremur vikum síðan enda náði ég mér ekki alveg af henni. og ég sem et c-vítamín á hverjum einasta degi og gott betur þar sem ég er diggur neytandi ribena safans sem er uppfullur af c-vítamíni. ég bið bara til gluðs að þetta verði gengið yfir á morgun því ég vil síður vera hóstandi yfir litlu krílin á leikskólanum, samstarfsfólk meðtalið.

en tónleikarnir í gær fóru fram úr mínum björtustu vonum... og ég sem var búin að vera í kvíðakasti yfir þeim síðan ég veit ekki hvenær. skuggaprinsarnir voru dásamlegir og ég lýg því ekki þegar ég segi að ég hef aldrei séð þá betri. það var pakkstappað af fólki og vel og mikið klappað og ég fylltist stolti og gleði í hjartanu yfir því að sjá þessa snillinga metna að verðleikum. allir í bandinu voru óaðfinnanlegir í spilamennskunni og söngnum og prinsinn minn bar af... hann er mesta karlmenni sem ég veit. ég elska örninn minn og shadow parade meira en súkkulaði!

laugardagur


þá er komið að því! útgáfutónleikar shadow parade verða haldnir í kveld í tjarnarbíói... húsið opnar kl. 21.30 en tónleikarnir hefjast stundvíslega kl. 22 og mun þá hinn margrómaði og hæfileikaríki pétur ben sjá um upphitun fyrir skuggaprinsana. það kostar 1000 krónur inn og eftir þeim litla aur munuð þið ekki sjá... ég ábyrgist það. auk þess verð ég þarna prúðbúin í kjól svo það er bara auka plús fyrir ykkur ef og þið skuluð mæta... ég hlakka svo til. hjartað berst um í brjóstinu...

mánudagur

senn líður að jólum... 40 dagar ef við erum nákvæm. og undur og stórmerki hafa átt sér stað í of-troðna hausnum mínum... ég fór ekki að hugsa um jólin fyrr en um helgina nýliðnu. þetta er alger nýjung hjá mér því ég er venjulega farin að hugsa um, hlakka til og plana jólin í september og myndi líklega byrja í ágúst ef ég yrði ekki lokuð inni fyrir það. hvað er að gerast? ég nenni svosum ekkert að vera að amast yfir því, þetta er líklega hin besta þróun en nú er ég samt allt í einu orðin eitthvað stressuð yfir því að vera ekki búin að taka myndir fyrir jólakortið... það er sko planið, að hafa ljósmynd á öllum jólakortunum þetta árið. æ fokkit! ég er svosum með allt á hreinu og veit hvað ég ætla mér, það þarf ekki annað í bili. nú svo munum við hjónin eyða hátíð ljóssins í faðmi tengdafjölskyldunnar í svarfaðardalnum fagra og ég hlakka mikið til þess. ég ímynda mér að þar sé afar friðsælt á aðfangadag og þar sem mér lyndir ákaflega vel við tengdafólkið mitt og enn betur við manninn minn get ég ekki ímyndað mér annað en að þetta verði allt saman hin dásamlegasta upplifun.

ég nenni heldur ekki að gera óskalista, ég á og hef allt sem ég þarf. nema kannski útivistarföt fyrir vinnuna og heimsfrið, en maður vælir víst ekki um slíkt í jólagjöf nema kannski hjá mömmu sinni og forsjóninni. ég hef nefnilega komist að því að dömulegur klæðaburður minn sem ég neita að breyta bara af því að ég vinn á barnaheimili er kannski ekki alveg málið þegar kemur að útiveru. ég get alveg verið í pilsi og bol inni, allt í lagi með það en svo á ég ekkert rétt föt fyrir svona útiveru. ég er bara alltaf í pelsinum og hef verið í úti síðan ég byrjaði... það halda örugglega allir að ég sé alger plebbi. en það er eina virkilega hlýja yfirhöfnin mín og mér leiðist að vera með stöðugar áhyggjur af því að það sé grænn hor að klínast í pelsinn minn, svoleiðis bara gengur ekki. og auk þess er mér alltaf hrollkalt á leggjunum sem blaðka um í engu nema nælonsokkabuxum. brrrrrrrrr... mig langar doldið í svona flís-buxur, ansi sniðugt fyrirbæri. svo væri ekki verra að eignast góða úlpu, útivistarbuxur og kannski flíspeysu. mig hefur lengi langað í svoleiðis og ég held að ég sé ein af mjög fáum á íslandi sem ekki á flíspeysu. það virðist enginn vera maður með mönnum nema hann eigi flíspeysu, helst í öllum litum regnbogans. hvernig haldiði að mér líði? en þær eru auk þess fjandi hlýjar og af einhverjum ástæðum er reynt að komast hjá því að kveikja á ofnum á leikskólum og allir gluggar eiga hels alltaf að vera opnir. það hefur líklega með það að gera sem ég minntist á um daginn um það hvernig börnin þurfa endilega alltaf að gera allt á hlaupum... þeim verður örugglega bara svo heitt litlu skinnunum.

sunnudagur

lag dagsins hérna á kirsuberinu er golden brown með the stranglers.

fimmtudagur

jeminn... ed bradley dáinn!?!? ég vissi ekki einu sinni að hann væri veikur... andskotans ég! ég gleymi aldrei eyrnalokknum hans...

miðvikudagur


hæ... best að skella einhverju hérna inn fyrst það liggur svona ljómandi vel á mér.

allt gengur sinn vanagang hér, eða eins nálægt vanagangi og líf mitt getur verið. örninn minn og skuggaprinsarnir æfa eins og óðir fyrir útgáfutónleikana sem verða þann 18. nóvember í tjarnarbíói og mér líður eins og hálfri grasekkju. það er þó lágt gjald að greiða fyrir að vera vitni að þessari snilld sem þeir drengir skapa með hljóðfærunum sínum og ég get vart beðið eftir tónleikunum. þið ættuð að gera slíkt hið sama... leikskólinn er ennþá frábær, þetta er alveg magnað. mér finnst ég vera virkilega heppin stúlka... börnin eru líka frábær, börnin eru alveg mögnuð. og ég er að kynnsat nýrri hlið á sjálfri mér, mömmuhliðinni... eða allavega einhverri svona ákveðnari og strangari og ábyrgari hlið. og ég lýg ekki en sú hlið hefur aðra rödd en mitt fagra sjálf... laus við allt náttúrulega helíumið og dynur næstum eins og þruma úr heiðskýru lofti. ég sé það í andlitunum á börnunum þegar ég þarf að nota hana, þegar þau eru doldið komin yfir strikið og eru hlaupandi og organdi um allt og allt er í lausu lofti og ég er búin að æpa nokkrum sinnum með "venjulegu" röddinni. þá tek ég fram þrumuröddina... og það er eins og við manninn mælt, það dettur dúnalogn á "pleisið". en svipurinn og á börnunum lætur mig alltaf fá samviskubit og mig langar bara til að segja: "nei, djóóóóók börnin góð. haldiði áfram!". þau eru svona næstum eins og hrædd á svipinn eða svona hissa að maður skuli vera og gera svona og það fer alveg með mig. en ég held það út og stundum er þetta bara það eina sem virkar. þau eru líka mörg hver ótrúlega skörp og ég er stundum, næstum í vafa um hvort ég sé virkilega að tala við barn. en svo gera þau hluti eins og í dag... það snjóaði fimm snjókornum og þegar við fórum út eftir hádegishvíldina ærðust öll börnin og hlupu í hringi og lögðust svo flöt á jörðina með andlitið á grúfu og sleiktu jörðina. sumir lágu svona í alveg hálftíma... sleikjandi jörðina eins og ég veit ekki hvað og það var engu tauti fyrir þau komið. það minnir mann aftur á að þetta er "bara" börn. en alveg einstök engu að síður...

ekki meir í bili. hafið það gott. blex.

laugardagur

og svo það sé á hreinu hjá öllum þá er platan komin í verslanir...

föstudagur


How do I love thee? Let me count the ways.
I love thee to the depth and breadth and height
My soul can reach, when feeling out of sight
For the ends of being and ideal grace.
I love thee to the level of every day's
Most quiet need, by sun and candle-light.
I love thee freely, as men strive for right.
I love thee purely, as they turn from praise.
I love thee with the passion put to use
In my old griefs, and with my childhood's faith.
I love thee with a love I seemed to lose
With my lost saints. I love thee with the breath,
Smiles, tears, of all my life; and, if God choose,
I shall but love thee better after death.

Elizabeth Barrett Browning
mikið er mér alltaf létt þegar ég er búin að borga alla reikningana... eins og núna. nema hvað að laun okkar beggja nægja akkúrat fyrir reikningunum og tæplega það og þá er nú eftir úr litlu að moða skal ég segja ykkur. hafragrautur út þennan mánuð!

miðvikudagur


prump... ég nenni eiginlega ekki að blogga lengur.

en allavega samt... ég er komin með flensu og að því er virðist óstjórnlegan hnerra sem lýsir sér svo að ég má vart vera í birtu þá fer mig að klægja óskaplega í nefið sem endar svo með einhverri maraþon hnerra-rassíu. ég hnerra samt geggjað krúttilega... það segir erna allavega. ég er nú ekki gæfuleg... ekki búin að vinna á leikskólanum í mánuð og strax komin með flensu... og hún er búin að vera u.þ.b. tvær vikur að gera sig tilbúna, eða ég er búin að finna fyrir ýmsum flensu-einkennum s.l. tvær vikur. það var reyndar búið að vara mig við þessu og segja mér að við væri að búast að maður yrði doldið lasinn svona fyrst þegar maður byrjaði að vinna á leikskólum. ætli það sé ekki græni horinn úr börnunum sem þau eru að klína í mann daginn út og inn... skiptir engu! þetta er ekkert alvarlegt, ég er aldrei lengi að jafna mig á svona smá-flensum. ég verð heima á morgun og næ hitanum úr mér og svo mæti ég hress á föstudaginn. allt í góðu... mér finnst samt dulítið merkilegt að ég var líka með flensu fyrir akkúrat ári síðan. ótrúlegt!

flensa... undarlegt orð. tinnuflensa: þurr hósti, nefrennsli, líkams- og augnverkir og hiti (aldrei þó mikill. veit ekki hvort það er gott eða vont). sérstaklega pirrandi eru líkams- og augnverkirnir... líkaminn er eins og útúrstunginn nálapúði, allur viðkvæmur fyrir snertingu og svo er mér heitt í augunum og finnst eins og þau séu að hrynja úr tóftunum á mér. eða frekar að poppa úr tóftunum á mér...

ég vildi að maður fengi svona samræmanlega flensu með manninum sínum... það er leiðinlegt að vera ein veik.

en bara svo þið vitið þá finnst mér frábært í vinnunni. ég er búin að ná öllu um 95% og það gengur vel þó ég hafi verið með nagandi samviskubit í fyrstu yfir því að þurfa iðulega að vera að brýna raustina á börnin. það er næstum ógerningur að fá þau öll til að hlýða og þegja á sama tíma. og svo hafa þau einstaklega mikla "tendensa" til að þurfa endilega að gera allt hlaupandi. þau eru alltaf hlaupandi... afhverju börn þurfa að flýta sér svona mikið skil ég ekki. en þau eru dásamleg... ótrúlega skemmtileg og merkileg og hlý og góð. og dagarnir þarna líða alveg yfirgengilega hratt... ég er svo mikið barn sjálf að mér líður bara eins og ég sé á leikskóla... sem er örugglega bara gott en ekki merki um að ég sé þroskaheft.

annars byrjaði það að læðast að mér fyrir nokkrum dögum þetta með að fullorðnast. ég er ekki viss um að ég sé tilbúin...

mánudagur


mikið djöfulli leið þessi mánudagur hratt! mikið er ég glöð... ég vaknaði nefnilega með smá kvíðahnút í maganum... mánudags-hnúturinn. en hann hvarf fljótlega uppúr 9 svo það er allt gott og blessað.

annars er skemmst frá því að segja AÐ PLATAN ER KOMIN TIL LANDSINS!!! frumraun shadow parade, dubious intentions er lent á fróni og verður væntanlega til sölu í öllum betri verslunum síðar í þessari viku. kaupið hana... i´m telling you, KAUPIÐ HANA!!! þið sjáið ekki eftir því, ég ábyrgist það! frá því að ég heyrði þessa hljóma fyrst var ég "totally smitten" upp fyrir haus. ókei... ég og örninn minn vorum reyndar alveg ný-byrjuð saman og ég var gersamlega blinduð að öllum tilfinningum á fullu "blasti" sem hægt er að finna til einnar manneskju, þið vitið... þegar maður hættir að geta borðað eða hugsað um neitt annað en BARA þessa manneskju, maður er svona eins og ástar-uppvakningur. og ég hélt m.a.s. á tímabili að ég hefði það ekki af... í heila 9 mánuði. en þetta hafðist... það hafði samt ALLS ENGIN áhrif á ánægju mína með shadow parade við fyrstu hlustun. og hingað erum við komin og mér er það mikill heiður að hafa verið samferða þeim skuggaprinsum í gegnum þessa stundum erfiðu fæðingu og m.a.s. lagt mitt af mörkum eins og þið munuð væntanlega sjá þegar þið kaupið plötuna (ég sá um alla textaskreytingu). æ hve dásamlegt þetta er...

það var eitthvað eitt í viðbót en ég er búin að gleyma því... later!

laugardagur


gleðilegan vetur!

ég drakk þrjú barmafull rauðvínsglös í gær á tóman malla og geld nú fyrir það með þynnku... skuggaprinsarnir mínir voru dásamlegir í spilamennskunni sem og endranær. það sama má ekki segja um hljóðmanninn... ég er mikið farin að velta þeim möguleika fyrir mér að nema hljóðmannsfræði og verða svo sérlegur hljóðmaður skuggaprinsanna áður en ég legg hendur á einhvern hljóðmanninn á tónleikum. það er bara alveg merkilegt hvernig það er ALDREI vandað nógu vel til verksins á tónleikum þrátt fyrir einhver "sándtjékk" fyrir alla tónleika. alltaf tekst þessum hljóðmönnum að klúðra einhverju... ég er þá að tala um styrkleika hvers og eins hljóðfæraleikara sem á náttúrulega að vera þannig að hver og einn fær að njóta sín og sýna sín sérkenni en er jafnframt í "harmoníu" við aðra í hljómsveitinni. þetta virðist vera ógerningur hjá hljóðmönnum af einhverjum ástæðum... hvaða rétt hef ég annars til að bölsótast yfir þessu? ég vil bara að best geymda leyndarmál íslenskrar tónlistarmenningar, shadow parade fái að njóta sín eins og best verður á kosið og betur þegar þeir spila á tónleikum. og þrátt fyrir allt þá grunar samt engan neitt því skuggaprinsarnir eru snillingar, hver öðrum betri á sínu sviði. sannkallaðir tónlistarsnillingar! og bráðum kemur diskurinn út, á mánu- eða þriðjudag held ég... bíðiði bara.

föstudagur

tíminn líður svo hratt að ég finn vindstrokur hans á vanganum hverja líðandi stund...

ég gekk hljómskálagarðinn heim eftir vinnu og ég varð næstum klökk yfir fegurðinni. af öllum þeim stöðum sem ég elska í reykjavíkinni minni held ég að hljómskálagarðurinn sé einn af mínum uppáhalds, sérstaklega á haustin. sérstaklega akkúrat um þetta leyti þegar veturinn er alveg að ganga í garð... fyrsti í vetri á morgun. ég held að ég og örninn minn munum binda um hnútana í hljómskálagarðinum fyrsta vetraradag þegar þar að kemur... ætli það megi ekki giftast í hljómskálagarðinum? litirnir og birtan eru bara svo fögur og ómótstæðileg, ég sé þetta allt fyrir mér...

skuggaprinsarnir mínir mínir í shadow parade spila í kveld/nótt á þjóðleikhúskjallaranum kl. 1 og þar sem ég gat ekki látið það viðgangast að bera ekki arnaryndið mitt augum keypti ég mér armband á airwaves... eða ég var eiginlega tilneydd til þess. 30 þúsund kallinn frá skattinum kom þar sterkur inn og hafði mikið um þessi úrslit að segja.

góða helgi.

fimmtudagur

það helsta...

-eitt barnið á leikskólanum fékk gubbupest í gær... bókstaflega á mig. það var hressandi og herðir mig örugglega.
-ég var að fá 30 þúsund til baka frá skattinum af því að ég var skynsöm þarna um daginn og greiddi úr mistökum mínum. það kemur sér ákaflega vel þar sem við erum einmitt að verða auralaus.
-ég er yfir mig reið og hneyksluð útí aðstandendur airwaves (ég er reyndar komin með ógeð á þeirri hátíð... hún er farin að snúast of mikið um einhvern plebbaskap að mínu mati og "selebritís") þar sem að þeir meina mér að sjá ástmann minn og lífsförunaut spila með shadow parade annað kveld. ekki nema ég kaupi mér passa á 7þúsund krónur og ég neita að láta kúga mig til slíks... en ég finn lausn á þessu, ég mun bera örninn minn augum þó það verði mitt síðasta!
-leikskólastjórinn lofaði mig í seinustu viku eftir aðeins þrjá daga í starfi. hún sagði það með eindæmum hve fljót ég væri að ná til krakkanna og hlutunum öllum yfir höfuð. það gladdi mig.
hef ekki blogg-eirð þessa dagana en ég get heldur betur lofað ykkur því að mér finnst lífið allt vera einstaklega dásamlegt og skemmtilegt undanfarið (eini "kosturinn" við þunglyndi er að maður kann virkilega að meta góðu dagana)... allavega uppá síðkastið. vonum að það haldist eitthvað... ég ætla að blogga aftur, líklega um helgina.

mánudagur


vei!!! við eigum nýjar "græjur"!!!... ef græjur skyldi kalla. maður kallar þetta eiginlega ekkert græjur lengur, þess vegna lét ég þetta innan gæsalappa. okkar "græjur" eru bara tveir hátalarar og bassabox tengt við tölvuna okkar. við fundum þetta á svo agalega "billegu" verði í BT að við skelltum okkur á eitt stykki... eða þrjú enda ómögulegt að geta ekki hlustað á tónlist í almennilegum gæðum þegar við bæði erum svoddan tónlistarunnendur. tónlist er jú áburður fyrir lífið... að mínu mati allavega. og að öllum ólöstuðum held ég bara að brotthvarf hinna græjanna hafi svo sannarlega verið fyrir bestu þegar allt kemur til alls. svona getur lífið verið ágætt... eintóm lán í óláni.

undanfarið hafa verið í gangi miklar og naðsynlegar umræður um notkun geðlyfja og bara geðlyf yfir höfuð í landi voru. sem neytandi geðlyfja hef ég að sjálfsögðu skoðun á þessu... ég er ekki á neinum lyfjum útaf röddum í hausnum á mér eða þ.h... hjálpi mér og gluði sé lof! ég er á einhverjum sem eiga að vera kvíðastillandi og gera mann eitthvað áhugasamari og glaðari gagnvart lífinu... ég get ekki séð að fram að þessu hafi þau virkað, satt best að segja finnst mér ég alveg jafn mikill gallagripur, með eða án lyfja en ég er alltaf að vona að ef ég tek þau samviskusamlega inn þá kannski, bara kannski fari ég að finna einhverja breytingu. ég tek fram að jákvæðni er ekki einn af mínum "betri" eiginleikum... og nú er sagt að regluleg viðtöl hjá geðlækni eigi að hjálpa manni og þá enn frekar en þessi fjárans lyf... AGAIN þá hef ég líka reynt það. var hjá geðlækni í 3 ár og ég nenni ekki að skrifa það sama og ég skrifaði um lyfin. en það er það sama. og þó... ég lýg. auðvitað hjálpaði það mér eitthvað að vera hjá geðlækni. það opnaði augu mín betur fyrir því sem þarf að gera við og benti mér á ástæðurnar fyrir oft á tíðum vanlíðan minni. það gerir manni merkilega gott að vita nákvæmlega ástæðurnar fyrir því að manni líður oftar illa í sálinni en öðru fólki, það auðveldar að finna lækninguna... ókei, það hjálpaði mér helling að vera hjá geðlækni í 3 ár. ég var bara komin á eitthvað annað stig eftir þann tíma sem bara einhver annar eða kannski bara ég getur hjálpað mér í gegnum. en hvað um það... ástæðurnar fyrir því að fólk er að éta töflur, einhverja geðlyfja-kokteila til að halda sér á floti og "fúnkera" í nútíma samfélagi í staðinn fyrir að eyða þeim langa tíma sem það getur tekið að lækna geðsjúkdóma í reglulegum viðtölum hjá þesslags læknum er sú að þetta sama nútíma samfélag býður enn ekki uppá það. a.m.k. ekki íslenskt. geðsjúkdómar hverslags eru enn litnir mjög miklu hornauga hér og vanþekkingin og óttinn gríðarlegur. fólk er eiginlega bara feimið, ef svo má segja við geðsjúkdóma. og hér má ekki nokkur maður missa dag úr vinnu án þess að vera álitinn aumingi og hvað þá þegar um geðsjúkdóma er að ræða eins og að "vinnan skapar manninn" sé eitthvert "manifesto" hjá þessari þjóð. og lausnirnar eru af skornum skammti og geta verið mjög tímafrekar og þess vegna kýs fólk og er hálf partinn neytt til að "lækna" sig með einhverjum djöfuls andstyggðar lyfjum. svo það þurfi ekki að takast á við að fólk forðist það ef ske kynni að því liði óvart illa þann daginn og svo það missi ekki vinnuna.

en nú er minn fyrsti vinnudagur á hagaborg að baki og ég hreinlega ljóma af gleði og ánægju... jafnvel hamingju. kvíðinn fyrir þessu fór auðvitað að gera vart við sig eins og við var að búast snemma um helgina og ágerðist svo bara og í morgun vaknaði ég með kvíðahnút, klukkutíma áður en vekjaraklukkan hringdi og hugsaði allan tímann um (og gældi við) afleiðingar þess ef ég hætti nú bara við að mæta alveg þangað til ég stóð fyrir utan leikskólann... mér tókst að labba inn... vei! þetta er allt annað en ég átti von á og mun muuun betra en ég hafði þorað að óska mér. kannski er þetta svo bara málið fyrir mig þegar öllu er á botninn hvolft... máske hef ég fundið mína réttu hillu í lífinu. ein geggjað bjartsýn eftir EINN dag... langar svo kannski bara til að hengja mig eftir vikuna. vonum ekki allavega... en í dag fannst mér þetta frábært og stýri ég nú 7manna gáskafullum stúlknahóp, hver annari krúttilegri. um leið og ég verð búin að læra inná hvað má og hvað má ekki, hvað þau heita öll og hvernig og hvenær á að vera ákveðin verður þetta frábært held ég. ég var m.a.s. segja komin með nokkra "áhangendur" í lok dags sem voru ólm í að faðma mig, sitja hjá og vera nálægt mér. það er röddin held ég... en sama hvað það er þá iljaði það mér í hjartanu og gerði mig meyra og glaða í senn. maður hlýtur að vera ágætis mannvera ef börn hafa áhuga á að sýna manni blíðuhót. og þau eru bara svo fyndin og skemmtileg og krúttileg og sæt... ég gæti setið tímunum saman og bara horft á þau dunda sér og eiga í samskiptum við hvort annað. merkilegar litlar mannverur sem einhvern tímann verða "við"... og einu sinni vorum við eins og þau. þetta þýðir þó ekki að ég hafi hug á barneignum alveg á næstunni. en þó með tíð og tíma.

þetta er handa mömmu: hvað með að breyta gamla "beisinu" í fanganýlendu? sjálfsþurfta hegninga-nýlenda... ég fékk þessa hugmynd eftir að ég sá ÓHLEKKJAÐIR á kvikmyndahátíðinni nýliðnu.

föstudagur


ég keypti mér þessa vetrarskó/gellustígvél í spútnik áðan. mér finnst ég alveg geta gefið sjálfri mér það í haustgjöf af því að ég er yndislegt lítið barn og auk þess voru þau innan þeirra eyðslumarka sem ég set mér fyrir skókaup... það eru 8-10 þúsund. þessi kostuðu 7.800 kr. mér finnst líka að maður megi alltaf gefa sér nýja skó og kápu í haustgjöf... og nú ætla ég að finna mér einhverja æðislega kápu í stíl við gellustígvélin. ég hef reyndar augastað á einni eld-rauðri í mínum uppáhalds stíl... 50´s. en þetta með skóna finnst mér alveg réttlætanlegt þar sem ég hef notað hina vetrarskóna undanfarna þrjá vetur og er m.a.s. búin að fara með þá einu sinni til skósmiðs og auk þess langaði mig að gella mig aðeins upp fyrir veturinn og keypti þess vegna þessi GELLUstígvél sem eru með smá hæl og einhverjum undarlegum skinn-bróderingum á hliðunum... læt mig þær litlu varða. maður er óneitanelga velmegunarbarn... en nú ætla ég að fara að klikk-klakkast á nýju skónum um íbúðina og máske steikja egg eða tvö.

p.s. fætur mínir eru að minnka. einu sinni notaði ég skó no. 39 en nú er ég skyndilega farin að þurfa no. 38 og m.a.s. stundum no. 37. ætli þetta sé einhver tæring í fótunum á mér eða næringarskortur?

síminn minn, nokia 7360 er til sölu fyrir áhugasama. ég er búin að eiga hann í þrjá mánuði svo hann er vel með farinn. fullt verð er 21.980 kr. en ég er að selja hann með rúmlega 35% aflsætti á 14 þúsund sléttar.
fékk bréf frá skattinum áðan í pósti og varð auðvitað smeyk... og enn smeykari þegar ég opnaði það því efst stóð " úrskurður um kæru". jeminn almáttúgur hugsaði ég... hvað nú??!?!!? en svo þegar ég tók mig taki og las áfram niður þá sé ég að þetta er bara leiðrétting á heimskulegu mistökunum sem ég gerði á skattaskýrslunni minni seinustu... hjúkket! hvað er að þeim þarna að þurfa alltaf að vera svona formlegir og drepa mann úr stressi og kvíða?!?!?! en nú er ég allavega mjög glöð með að hafa farið þarna niðureftir og gert eitthvað í þessu vandamáli því fyrst var ég uppfull af mjög miklum mótþróa og reiði og ætlaði bara að segja FOKKIT og gera ekki neitt og fara bara í fangelsi. gott mér rann reiðin... gaman þegar maður gerir fullorðins hluti og þeir aktúelt ganga upp, það er nefnilega ekki sjálfgefið hef ég komist að undanfarin árin. mér fannst viðbjóður að vera barn og únglíngur og beið leeeeengi eftir því að verða stór en nú get ég ekki alveg verið viss, hvort sé betra að vera fullorðin eða únglíngsbarn. jú... ætli það sé ekki betra að vera fullorðin, þá hefur maður allavega aðeins meira um það að segja hvort maður láti allt yfir sig ganga eða ekki.

fimmtudagur


ég fæ lagið july morning með uria heep undarlega oft á heilann.... alveg að sjálfu sér. ég er enginn sérstakur uria heep aðdáandi þó ég kunni alveg að meta þá en ég er ekkert að skella "best of uria heep" á fóninn þegar ég kem heim úr vinnunni. ég skil þetta ekki alveg og mér finnst þetta stór-merkilegt. ætli þetta sé ekki eitt af þessum "brain-fuck" kosmísku samsærum sem allir eru í gegn mér...
ég er eitthvað úfin í dag, lufsuleg með meiru. eins og ég sé kannski að verða lasin... mér er svosum sama um það á meðan ég verð orðin frísk á mánudag.

miðvikudagur

hví ég er ætíð svo uppfull af efasemdum í minn eigins garð er mér hulin ráðgáta því undantekningalaust redda ég alltaf hlutunum og sjálfri mér í leiðinni, sama hvort það tengist því að finna mér ný híbýli eða vinnur. ég er ágætis eintak af manneskju myndi ég ætla þó ég efist um það sjálf endrum og eins... ætli ég sé ekki bara með klofinn persónuleika?

ég er sumsé komin með vinnu. sótti um hana síðdegis í gær, fór í viðtal áðan, var ráðin á staðnum og byrja á mánudaginn næsta. þetta getur hún æpa heilasellurnar mínar núna! ég er að fara að myndlistast með krökkum á leikskólanum hagaborg og ég neita því ekki að ég er full tilhlökkunar, mun meiri en fyrir starfinu sem ég var svikin um... ég kveið því nú eiginlega bara. svona getur nú lífið komið skemmtilega á óvart. og launin eru m.a.s. mun betri en í eymó sem kom mér reyndar á óvart því ég hafði satt best að segja eiginlega meiri áhuga á að finna mér vinnu og var því ekki að gera mér miklar launaeftirvæntingar og að sögn eru launin á leikskólum ekki góð en þau er þó skömminni skárri og gott betur en í fyrrnefnda eymó og það finnst mér alveg yfirgengilega merkilegt. úff... ég verð bara reið yfir því núna þegar ég hugsa um það. en það sem er líka skemmtilegt við þetta er að undanfarin tvö ár hef ég einmitt verið að gæla við þá hugmynd að kenna börnum myndlist og hafði jafnvel hugsað mér að fara í kennaraháskólann til að öðlast réttindi svo mér finnst þetta dásamlegt tækifæri og ég get ekki beðið. ég held líka að svona lifandi vinnustaður, og það skortir varla líf þar sem hátt í 100 börn eru henti mínum persónuleika mun betur en eitthvurt plebbastarf í "lífsstílsbúð" í kópavoginum. og svo er öspin mín rúsínan í pylsuendanum því hún er líka að vinna á hagaborg og fátt veit ég betra en að vera í návist þeirrar stúlku... besta mágkonan OG vinnu"partner".

annars er skemmst frá því að segja að ég er farin að hallast að því að hún skaði mín eldjárn sé ekki ólétt. ég hélt það upphaflega af því að spenarnir á henni voru eitthvað að bólgna og það ku vera merki um kettlingafyllu samkvæmt kattabókinni minni en svo er hún búin að vera að breima all svakalega síðan í gærkveldi þannig að ég var orðin doldið rugluð í hausnum í sambandi við hvað væri eiginlega að gerast. svo ég hringdi í dýralæknalessuna... best að hafa allt á hreinu. og hún sagði mér að þetta hljómaði nú meira eins og hormóna-yfirdrifið breim frekar en nokkuð annað... þannig að dóttir mín er orðin kynþroska. húrra! ég er hálfvegis fegin því sem mjög samviskusamlegur kattaeigandi og móðir hefði ég líklega ekki getað sinnt neinu öðru nema þessari óléttu uns hún væri yfirstaðin ef hún hefði "aktúelt" átt sér stað. en þar með er ekki öll sagan sögð... hérna fyrir utan, í þessum skrifuðu orðum eru 4... já, FJÓRIR (þeir voru 5 í morgun) högnar og ég get ekki betur séð en að þeir búi ekki á meðal fólks, svo illa hirtir eru greyin svo þeir hljóta að vera útigangskettir. þeir eru allir á stærð við 3ja ára börn og svo þið hafið viðmiðið þá er hún skaði mín á stærð við 6 mánaða fyrirbura... og þeir bíða hérna úti úti eftir því að geta vanvirt dóttur mína sem gerir sér það að leik að sitja í glugganum og daðra við piltana uns allt ætlar um koll að keyra. ég rak m.a.s. einn ofan af henni áðan og er núna búin að loka öllum gluggum sem gerir það að verkum að hún er farin að reyna við mig... ekki mitt kynlífs-áhugasvið. eini kosturinn við hvað skaði er lítil og villi-högnarnir stórir (og ég er ekki að ýkja, þeir eru RISAvaxnir) er sá að þeir virðast eiga í þeim mun meiri vandræðum með að hitta í hunangspottinn með sleifinni sinni... er þetta nógu vel útskýrt? ég kann bara ekki við að vera ítarlegri í þessu samhengi... ég vona bara að þetta fari vel, sem og það ætti að gera held ég, ég þarf bara að umbera graðan kött í andlitinu á mér næstu daga.

lifið heil.

þriðjudagur


það rignir laufum... það er svo fallegt að ganga úti og sjá laufin fjúka af trjánum eins og kirsuberjablóm í japan... haustið er tíminn minn.

ég er víst ekki komin með vinnu enn. ég veit ekki alveg hvað gerðist eða hvort ég hafi eitthvað misskilið en þeir sem sögðust hafa litist svo vel á mig þegar ég fór í prufuna og sögðust endilega vilja sjá meira af mér og sögðust ætla að hringja eftir seinustu helgi til að ákveða betur hafa ekkert látið í sér heyra. ég reyndi svo að hringja í gær en þá eru bara allir í frí. ég sendi e-mail en hef ekkert svar fengið... ég skil ekki alveg svona en þetta er kannski eins og það á að vera, hvað veit ég. ætli það sé ekki rétt hjá strákústi bloggþóri, það breytir víst engu hvort maður sé hreinn og beinn og einlægur. ég er af alefli að reyna að láta þetta ekki draga mig niður í eitthvurt svarthol...

og svo er ég að verða amma í ofaná lagt! hún pínu-litla skaði mín eldjárn er þunguð og mér óar við tilhugsuninni um það hvernig litla skinnið mitt ætlar að kreista útúr sér öðrum líkömum. hún er 10 mánaða gömul en flestir kettir verða kynþroska í kringum 4ja mánaða en ég hafði bara aldrei tekið eftir henni að breima og slíkt fer ekki fram hjá nokkrum manni eða konu svo ég var einhvern vegin viss um að hún væri bara eitthvað smá seinþroska og var ekkert að stressa mig á að gefa henni pilluna eða láta taka hana úr sambandi. sú lék á mig... ég er viss um að sökudólgurinn sé þessi bröndótti með púnginn sem læddist hérna uppí eina nóttina. hann hefur ætlað í mig líka... eitthvurt mrs. robinson dæmi hjá kisa.

en ef einhver vill ráða mig í vinnu þá er ég til. sel þó ekki líkamann minn.

föstudagur

nú þegar ég get óhrædd tjáð mig um launin í pennanum án þess að þurfa að eiga það á hættu að verða rekin ætla ég að gera það... sérstaklega þar sem ég er uppfull af mikilli gremju þessa stundina sökum þessa launa(leysu)... ég fékk t.d. útborgað í dag fyrir heilan mánuð í vinnu í pennanum 108 þúsund... hundraðfokkíngogáttaþúsund dömur mínar og herrar!!! jú, vissulega var ég eitthvað veik útaf þvagfærasýkingunni en fjandinn hafi það... þetta finnst mér ég ekki eiga skilið. og þegar ég er núna búin að borga alla reikningana sem koma á mínu nafni sem og leiguna þá á ég eftir 13 þúsund takk fyrir takk! og við erum ekki einu sinni búin að borga arnar reikninga. að hugsa sér hneysuna... maður hefði nú haldið að fyrirtæki sem veltir milljörðum á ári og er auk þess undir pilsfaldinum hjá baugi hefði efni á að gera vel við starfsfólkið sitt. og gott starfsfólk þar... í það minnsta borgað mannsæmandi laun en ekki laun sem fá mann til að skæla um hver mánaðarmót... og ég er ekki einu sinni sú lægst launaðasta! andskotinn hafi það, ég er alveg fjúkandi ill núna.
jæja... svona ætla ég að byrja allt blogg hér eftir og með því hátt andvarp. ég er sumsé að fara að gerast kvikmyndarýnir fyrir kistuna (e. kistan.is). ég dauð-kvíði því náttúrulega enda finnst mér ég hvorki vera nógu mikill plebbi né menningarviti til að hafa nokkuð gagnlegt um hlutina að segja svo það komu öðrum að notum á jafn menningarlegum vef og kistan er. ég ætla bara að nota tækifærið og tilkynna að mér er lífsins ómögulegt að vera formleg eða nota fín orð í einhverju svona... ég ætla ekki að tala um allegoríur eða karnivalíska grótesku eða táknmynd og táknmið. ég ætla fremur að leggja áherslu á skiljanlega málísku sem að allur almenningur getur nálgast og skilið, ekki einhvern andskotans snobb-skap! og hana nú!

það eru uppi sögusagnir um að ég hafi með groddalegri og óheftri yfirlýsingargleði minni komist á spjöld viðskiptablaðsins eftir að hafa afgreitt einhvern ólaf teit með tímaritið þjóðmál í líðandi viku. æ tinna, hvað ertu nú búin að koma þér í?
ekki nóg með að vinnan hafi gefið mér passa á kvikmyndahátíð í kveðjugjöf því ég fékk líka tungumálanámskeið... hollenskt hvorki meira né minna. nú verð ég "flúent" og get spókað mig líkt og innfæddir næst þegar við heimsækjum amsterdam sem samkvæmt nýjustu plönum okkar verður í október 2007. við erum einnig komin með annað plan... eða það er svona semi-plan af því að annað er bara óðs manns æði og gerir engum neitt gagn að minu mati... við stefnum sumsé á það að kaupa okkur íbúð eftir ekki meira en tvö ár sem mér finnst ágætt. höldum okkur bara við það og reynum að hugsa sem minnst um það þangað til. svo vorum við að spá í að skrá okkur í sambúð... ég veit svosum ekki hvað það á að gera manni gott en það ku fylgja því einhver fríðindi sem mér eru enn sem komið er ókunn. ég nenni annars ekkert að pæla í þessu meira en ég þarf... finnst fínt að eiga kærasta og vera bara að leigja með honum án þess að kerfið viti af því. við erum reyndar komin með "blueprint" af brúðkaupinu okkar og svona flestu því sem viðkemur framtíðinni, ég bara "meika" ekki alveg framtíðina strax. núið er best...

en talandi um það... ég og örninn minn vorum eitthvað að spjalla um gamla daga um daginn og mundum þá allt í einu eftir því þegar skyr var keypt í kjötborðum... held ég muni það rétt og því var mokað uppúr einhverju fati, alls óunnu og í svona frauðplast-bakka, eins mikið og maður vildi og plastað yfir. muniði eftir þessu? alveg einstök minning...

í kveld ætlum við á kúltúra að sötra öl með ösp og björk litlu mini-mágkonu sem er að heiðra höfuðborgina með nærveru sinni þessa helgina. mig lengir doldið eftir ölvun...

ég hlakka svo til að fara á airwaves og hlusta á skuggaprinsana.

miðvikudagur

ó mæ god... paris hilton... skjóttu þig í hausinn! (er að horfa á myndbandið með henni...).

ég fór ekki að skæla þegar ég kvaddi vinnuna en ég fór að skæla þegar ég kom heim... svona er maður nú viðkvæmt lítið blóm, getur ekki einu sinni hætt í vinnunni án þess að vatna músum. annars hafa þessi tár líklega meira með breytingarnar að gera en eitthvað annað ef ég á að vera alveg hreinskilin... ekki það að ég eigi ekki eftir að sakna stelpnanna. díses jú! þær eru margar hverjar orðnar svo góðar vinkonur mínar, orðnar vanar stríðninni og ótuktarskapnum í mér, kaldhæðnum og dónalegum bröndurum, skapgerðarbrestunum... orðnar vanar mér og elska mig samt. og nú þarf ég að byggja það allt aftur uppá nýtt... og það er það sem grætir mig, breytingarnar. mér er nefnilega ekkert vel við breytingar... eða mér líka þær og mislíka. mér finnst t.d. mjög gaman að flytja búferlum og er mjög fljót að aðlagast nýjum heimilum og gera þau að mínum og ég get unnið við næstum hvað sem er, ég venst því öllu og fer á endanum að líka. en nýtt fólk er ekki minn tebolli og nýtt fólk á nýjum vinnustöðum. mér líkar að hafa sama fólkið í kringum mig, mér líkar að þau viti allt um mig og að ég geti verið ég sjálf í kringum þau og ég elska að annast fólkið mitt og láta þeim líða vel... æji, það er erfitt að útskýra þetta. það er eins og ég hafi aldrei áhuga á að kynnast neinum nýjum sem er ekki raunin. til að einfalda þetta þá bara höndla ég sumar breytingar vel og aðrar ekki og þessa höndla ég ekki vel.

úff, shit... núna er nylon í sjónvarpinu. gluð minn almáttugur! ókei... ég gleðst alveg yfir velgengi þeirra, auðvitað... gaman þegar löndum manns gengur vel úti í hinum stóra heimi og ekkert nema gott um það að segja... en þegar ég horfi á þær þá fá þær mig pínu til að langa til að gubba í munninn og kyngja því aftur.
jæja... seinasti eymó-dagurinn runninn upp. ég bakaði franska og keypti toblerone og jarðaber handa eymó-stúlkunum mínum sem ég á eftir að sakna svo sárt. þið sem lesið þetta blogg mitt og verslið í eymó... ég kveð ykkur líka með söknuði, takk fyrir viðskiptin s.l. árin... p.s. þið eigið alltaf að vera kurteis þegar þið verslið við stúlkurnar mínar í eymó... fyrir það fyrsta er það ókeypis og konurnar sem afgreiða ykkur eru nokkrar af merkilegustu og bestu konum í vorri borg og fá auk þess skítalaun... vinsamlegast verið góð við þær.

p.s. samkvæmt áreiðanlegum heimildum fæ ég passa á kvikmyndahátíðina í kveðjugjöf frá eymó... finnst ykkur það ekki einstakt? þær eru svo góðar við mig... ég ætla EKKI að grenja þegar ég fer heim í dag.

mánudagur


ég verð eiginlega að viðurkenna að þrátt fyrir allt er ég frekar sannfærð um að mér séu ætlaðir stórir hlutir á þessari gluðsvoluðu pláhnetu okkar og ég er nokkuð viss um að tilvera mín hafi einhvern annan tilgang en að skæla yfir henni. gallinn er bara sá að ég er eiginlega að vona að þessir stóru hlutir rati uppí hendurnar á mér af sjálfsdáðum því hjálpi mér að ég nenni að leita að þeim og þar liggur líklega hundurinn grafinn... og þó. ég verð alltaf snillingur, ég fæddist þannig.
TTalented
IInsane
NNutty
NNaive
AAstounding

Name / Username:


Name Acronym Generator
From Go-Quiz.com
á miðvikudaginn er seinasti dagurinn minn í eymó og ég segi formlega upp titlinum bókabúðargyðja... héðan í frá er ég CANDYPANTS eins og ég var búin að tilkynna hér. það er heilmikið sem ég á EKKI eftir að sakna frá þessum vinnustað mínum s.l. rúmu 3 árin en það er líka heilmikið sem ég á eftir að sakna... eins og t.d. gullmanneskjanna sem þar vinna og erum með tímanum orðnir góðir vinir mínir og oft á tíðum haldreipi mitt í raunveruleikanum þegar þunglyndið hefur verið að gera útaf við mig. ég vil síður vera að nafngreina eða gera uppá milli en ég vona að þessar elsku pysjur viti hvað ég á eftir að sakna þeirra og hverjar þær eru, svo yndislegar manneskjur margar hverjar að mér hrís hugur við því að fá ekki að hitta þær á hverjum degi og deila með þeim snúnu lífi tinnberts... bara að þær fengju launin greidd eftir mannkostum og hjartastærð. elsku stúlkur, konur og einstaka karlmaður... mikið þykir mér vænt um ykkur og hve heitt ég á eftir að sakna ykkar. þið eruð svo sannarlega draumur hverrar stúlku á vinnustað... þýski stálhnefinn kveður.

sunnudagur

ég er andvaka og klukkan er rúmlega 4... um nótt þ.e. ég var reyndar vakin en andvaknaði ekki að sjálfsdáðum í þetta skiptið. sá sem vakti mig var ónefndur bröndóttur og hálfstálpaður kisi með stóran púng... hann var kominn hérna uppí rúm til okkar og virtist hafa orðið heillaður af mér við fyrstu sýn þar sem ég hef væntanlega legið, sakleysinginn og sofið einsog barn því hann var að nudda sér af mikilli áfergju upp við andlitið á mér með tilheyrandi mali þegar ég rumskaði. mikið myndi ég stundum vilja vita hvað fer eiginlega í gegnum hausinn á köttum við t.d. svona aðstæður... hvaða köttur fer uppí rúm hjá blá-ókunnugu fólki og fer að gera hosur sínar grænar fyrir því um miðja nótt? og enn frekar... hví vogaði hann sér hingað inn til að byrja með? en dýravinurinn ég á bágt með að vera vond við ferfætlinga svo ég var ekkert að epsa mig yfir þessu enda gerði litla skinnið engum mein, það var helst skaði eldjárn sem nota bene er minnsti núlifandi köttur sem ég veit um sem var eitthvað að ergja sig á þessari óvæntu heimsókn, ekki að það hafi haft nein áhrif á kattar-púnginn. þau hvæstu bara að hvort öðru á milli þess sem þó slógust um athyglina og titilinn "mesta krútt veraldar 2006"... ég kom branda aftur út en ég hefði satt best að segja ekkert á móti því að hann kíkti hér við endrum og eins fyrst mér er augljóslega ekki ætlað að eiga fleiri en einn kött verð ég bara að sætta mig við að fá alla hina sem mig langar til að eiga í heimsókn... auðvitað eftir þeirra hentisemi eins og köttum er tamt að hegða sér útfrá.

laugardagur


kallið mig CANDYPANTS héðan í frá...

föstudagur


skuggaprinsarnir mínir í SHADOW PARADE spila í popplandi í dag... allir hlusta!!!

fimmtudagur

í dag... gæti ég bara æpt af hamingju og gleði. nú eru hlutirnir loksins að verða eins góðir og ég óskaði mér í upphafi...

þriðjudagur

ég verð bara að koma þessu að... ég held mér finnist beverly hills nineotwooneo vera sá mesti sjónvarp-viðbjóður sem ég hef á ævinni vitað og ég trúi ekki að ég hafi engst um yfir þessu sem pre-únglíngur á sínum tíma. hjálpi mér allir heilagir!
jæja... þá er ég búin í vinnuviðtalinu og í banka-útréttingum. vinnuviðtalið gekk vel að ég held... í það minnsta tókst mér að koma þeim sem tóku viðtalið til að hlæja nokkrum sinnum, það hlýtur að vera gott. ég er reyndar líklega ein lélegasta manneskja í heimi í að vera formleg enda trúi ég því í einlægni að einlægni og að vera maður sjálfur komi manni lengst í lífinu, ekki einhver plebbaskapur, andstyggð og undirferli. svo er maður náttúrulega bara til sýnis í svona viðtölum, það er verið að mæla mann út hátt og lágt í öllum vandræðalegu þögnunum en ég hlýt að skora hátt þar enda er ég með eindæmum krúttileg og sæt og tala eins og strumpur. hver elskar ekki strumpana?

bankinn gekk líka vel enda lítið annað að gera en að pára nafnið sitt niður á einhvern pappírs-slagbrand sem fylgir mér svo næstu 5 árin og nú get ég haft aðeins minni áhyggjur af gulum miðum og skuldum... það er nú annars meiri lúxusinn að vera þjónustufulltrúi finnst mér... ég var mætt í bankann um kl. 9:40 en eins og margur veit opna bankar á þeim undarlega tíma kl. 9:15 en þegar ég kom þangað voru bara allir í kaffi og ég þurfti að bíða í heilar 20 mínútur eftir því að kasólétti þjónustufulltrúinn minn skilaði sér til baka. þau byrja því greinilega daginn þarna á því að demba sér í kaffi... ekki amalegt það.
vei! ég er að fara í spennandi vinnuviðtal eftir einn og hálfan tíma og ég er fremur jákvæð fyrir því þó ég sé búin að vera andvaka síðan hálf 7... ég mun væntanlega birta útkomu þessa atvinnuviðtals síðar í dag.

og eins og ég hafði einsett mér gekk ég í mín mál í gær og nú er ég búin að greiða úr peningamálunum, eða svo gott sem því ég fer í bankann á eftir og geng frá þessu endanlega. ég á svo ótrúlega gott fólk að (tengdaforeldra), það er næstum átakanlegt...

ég er ánægð með sjálfa mig og lífið í dag.

laugardagur

ég skil ekki skattinn. ég fékk sumsé þennan fjárans álagningarseðil um daginn og það tók mig nokkra daga að skilja að ég skulda skattinum pening (mín heimskulegu mistök í útfyllingu á skattskýrslunni) því að þessi fífl geta bara ekki skrifað það svart á hvítu hvort maður skuldi þeim eða ekki. annað sem ég skil ekki er það hver munurinn á skattstjóranum og tollstjóranum er... öðru megin á álagningarseðlinum stendur skattstjórinn og hinu megin tollstjórinn... hvorum skulda ég?!?!?! og eins og þetta sé ekki allt nógu illskiljanlegt þá kemur hvergi fram á þessum fjárans snepli hvernig maður geti borgað þennan aur til baka og ekki fylgir gíróseðill með... ég skil þetta ekki og ég er með nagandi áhyggjur af þessu af því hvort sem ég myndi skilja þetta eða ekki þá á ég engan veginn pening til að borga þeim til baka... best að geyma þetta bara fram yfir helgi og arka þarna niðureftir á mánudagsmorgunn og fá einhvern til að útskýra þetta fyrir mér. ég reyndi að hringja þangað eftir að ég fékk þennan ómögulega seðil til að fá útskýringar en hitti á pirraða konu sem talaði bara um tekjuskatt og útsvar. ég veit ekkert hvað það er! ohh!!! ég skil þetta ekki! og svo finnst mér þetta allt svo illskiljanlegt og óskipulagt þarna að ég er nokk viss um að þó og þegar ég borgi þetta þá muni það bara týnast í einhverju pappírs- og peningaflóði því það er enginn sem heldur utan um neitt þarna. andskotans fjandans! og svo er bankinn á eftir mér líka... djöfulli er leiðinlegt að vera fullorðinn!

en já, það er langþráður laugardagur og ég vaknaði hálf 8 auðvitað... ég píni mig til meiri svefns eftir þetta bloggerí.

ég er búin að vera að hugsa mikið undanfarna daga um fortíðina og fólk sem ég þekkti í fortíðinni en hef misst samband við með tímanum. ég játa mig seka um að vera mjög léleg í að viðhalda samböndum við gott fólk og bara fólk almennt. það er ekki af neinni illsku eða þ.h., þetta bara gerist einhvern veginn eða maður leyfir þessu einhvern veginn að gerast. það sem mér finnst hinsvegar leiðinlegast er að 2-3 af þessum fortíðarmanneskjum hjálpuðu mér mjög mikið á sínum tíma og voru góð við mig og ég er aðallega með samviskubit þess vegna yfir því að hafa misst sambandið við þau og mig langar einhvern veginn til að bæta fyrir það en ég veit ekki alveg hvernig og auk þess skortir mig kjarkinn. mér finnst ég kannski ekki endilega þurfa að biðjast afsökunar, og þó... en mig langar aðallega til að þakka þeim fyrir góðmennskuna sem þau sýndu mér, ég vil að þau viti að ég gleymdi því ekki og mun aldrei gleyma. einni er ég að hugsa um að skrifa bréf, það er held ég ekkert glatað og er auk þess mun auðveldara en að hringja... ég er líka alveg hrikaleg í síma, hata að tala í þá, finnst ég aldrei geta gert mig skiljanlega í mæltu máli. ég er mun betri í að tjá mig í rituðu máli enda er ég heimsins skáld... en einn verð ég að hringja í af því að ég skulda honum pening sem hann lánaði mér svo ég gæti flutt út til danmerkur á sínum tíma, þegar ég var úng lesbía að ég hélt... ég veit að peningurinn skiptir hann ekki máli, það skiptir hann meira máli að hafa mig í lífinu sínum af því að ég veit að honum þykir vænt um mig enda var ég honum næstum eins og dóttir þegar ég var yngri og það er nokkurn veginn honum að þakka að ég uppgötvaði að ég er listamaður. en ég átti aldrei peninginn til að borga honum til baka þó ég gæti verið búin að safna honum allavega tíu sinnum núna og ég skammast mín fyrir það. hvort sem að þessi peningur skiptir máli eða ekki vil ég borga hann til baka og hreinsa samviskuna svo ég geti kannski hafið samband við þennan góða mann uppá nýtt. ég vona bara að það sé ekki of seint og ég vona að ég safni nægum kjarki til að hringja í hann því gluð má vita að viljinn er fyrir hendi. ég stefni á að ganga í þetta mál í næstu viku...

mig langar bara svo til að bæta mig, mig langar til að rétta við það sem ég get rétt við svo að ég geti byggt upp sjálfstraustið og trúna á sjálfa mig og þ.a.l. orðið betri manneskja. sátt við sjálfa mig og aðra... ég er náttúrulega hætt hjá geðlækninum eins og ég hefi áður tjáð ykkur, fannst það bara ekki vera málið fyrir mig enda búin að sitja í blómastólnum hennar í næstum 3 ár og grenja yfir sjálfri mér... ég vil "aksjon", ég vil að hlutirnir fari að gerast og lagast... ég náttúrulega ét lundarlyftuna þó ég geti ekki séð að hún bæti lundina mikið, í það minnsta er ég alltaf kvíðin og föst í einhverjum sjálfsefasemdum en ég er farin að finna fyrir þörfinni að gera eitthvað í málunum, sterkar en nokkru sinni fyrr og ég þakka örninum mínum það. ástin og stuðningurinn sem hann gefur mér hjálpar mér að endurmeta sjálfa mig og ég er farin að sjá mig í skýrara ljósi en nokkru sinni fyrr. hann elskar mig eins og ég er og fyrir það er ég þakklát því ég er ekki alltaf auðveldasta kona í heimi að elska en þegar hann elskar mig eins og ég er fer ég að sjá að kannski er ég ekki svo slæm eins og ég hélt svo lengi og hef svo lengi haldið. ef að gull-manneskja eins og örninn minn elskar mann eins og maður er, þá getur maður ekki verið al-slæmur. og þetta er ást... ég vil líka laga skap-stærðina í mér eins og ég hefi einnig áður nefnt hér og það er aðallega fyrir börnin mín sem ég ætla að eignast í framtíðinni. ég get svosum sagt ykkur núna frá því sem varð til þess að ég sá að nú væri ekki seinna vænna að fara að gera eitthvað í málunum... ég hef alltaf vitað að ég er skapstór og inní mér vitað að ég þurfi að gera eitthvað í því en hef bara ekki komið mér í það eins og er svo gjarnt með svona sálar-vandamál. en svo um daginn, fyrir svona tveimur mánuðum reiddist ég svo svakalega, svo svakalega að ég hræddi sjálfa mig og það endaði með því að ég kýldi í fartölvuna mína með þeim afleiðingum að skjárinn brotnaði í þúsund mél og tölvan er ónothæf... láti ég mér það að kenningu verða. en eftir þetta áttaði ég mig á því að nú yrði ég eitthvað að gera í mínum málum því svona myndi ég aldrei vilja að börnin mín sæju mig og hvað þá nokkur manneskja. ég man sjálf eftir svona atburðum frá því ég var lítil og það situr enn í mér og hefur áreiðanlega markað sín spor í mína skapgerð og sál og það vil ég ekki gera mínum börnum. og ég er 27 ára og það er ekkert langt í að við förum að huga að barneignum þó við séum enn á rólegu nótunum í þesslags málefnum enda liggur ekkert á en það er mín "mótivering", að bæta mig svo að börnin mín þurfi aldrei að vera hrædd við mig eða skapið mitt. svo þau þurfi aldrei að horfa uppá móður sína rústa heimilistækjum í skapofsakasti... það hefur varla góð áhrif á nokkra litla eða stóra sál.

jæja, nóg af tinnískri dramatík í bili. hafið það gott um helgina elsku fólk.

miðvikudagur


mmmm... hlakka til helgarinnar. það er nefnilega tinnu & arnar "weekend of fun" þessa helgina þar sem óbærileg fjarvera hefur sett strik í reikninginn undanfarnar tvær helgar og þörf er á upplyftingu sökum nýliðinna atburða. auk þess ætla ég að sofa út líka...

sunnudagur


ég þakka ykkur góðu kveðjurnar elsku fólk, mér þótti vænt um þær...

og allt heldur áfram... mér finnst það svo óeðlilegt, og ég er nokk viss um að vera ekki ein um þá skoðun en alltaf þegar einhver fellur frá sem ég elska skil ég ekki afhverju heimurinn heldur áfram að "fúnkera" því ég veit að minn heimur hættir því. allir halda áfram lífinu sínu, enginn sýnir nein viðbrögð og ég þarf að neyða mig með þessum straumi áfram. með tárin í augunum og kökk í hálsinum eins og seinasta fimmtu- og föstudag, taka áfram þátt í lífinu þó að mitt liggi algjörlega í dvala þá stundina útaf sorg og söknuði, sektarkennd og yfirbugandi vonleysi. ég elskaði og elska dimmalimm svo mikið, hún var yndi augna minna og hjartagull og ég hefði dáið fyrir hana, litla saklausa skinnið. mest vildi ég geta hitt þann sem keyrði á hana á miðvikudeginum, lét hana svo liggja mölbrotna og eina í kvölum í hljómskálagarðinum þangað til að seint um kvöldið hringdi í mig maður sem hafði fundið hana þarna í kuðung undir trjánum... ég myndi drepa hann eða hana, án þess að blikka. og ég get ekki gengið hljómskálagarðinn í bráð... en sönn sjálfri mér kenni ég mér náttúrulega um þetta... bara ef hitt og þetta... og ég er rétt hætt að eiga von á henni inn um gluggann þó mér finnist ég enn heyra í bjöllunni hennar í portinu. eina ljósið sem ég sé er að á miðvikudeginum þurfti ég að fara veik heim úr vinnunni og þá var hún heima, kúrandi uppí rúmi og ég gat legið með henni um stund og strokið henni og hlustað á purrið og malið. elsku litli engillinn minn... nú kæfi ég skaða í ást.

og eins og þetta sé ekki nógu ömurlegt og þunglyndislegt þá brá ég mér í göngutúr í gær í þeim tilgangi að kaupa mér kveikjara sem ég og gerði en þegar heim er komið og mér er litið á kveikjarann sem ég hafði fram að þessu ekki gert sé ég þá ekki mér til mikillar skelfingar að framan á blessuðum kveikjaranum er mynd af risa typpi... mér fallast bara hendur.

fimmtudagur


* dimmalimm tinnudóttir *
* f. 22. des. 2004 - d. 6. sept. 2006 *
hvíldu í friði elsku engill... þú gladdir mig alltaf með purrinu þínu og sérvisku og fyrir að líkjast mér á undarlegan hátt. ég elska þig svo mikið elsku hjartagull, þú verður alltaf í hjartanu mínu. ég hitti þig síðar...

þriðjudagur


ég segi það með henni dóru minni... maður sér nú doldið eftir honum steve heitnum irwin. hress gaur og blessuð sé minning hans. ætli hann sé ekki svamlandi um í himnaríki með krókódílum og stingskötum...
burt sé frá því að ég sé pínu leið í vinnunni minni þá er þetta orðið verulega pirrandi... þessi veikindi altsvo. þetta tekur alltaf svo ótrúlega langan tíma að jafna sig og sama hversu oft ég fer til læknis og þeir senda pissið úr mér útum hvippinn og hvappinn í rannsóknir fæ ég engin svör og þarf bara að umbera þetta. og nú er komin vika! og ég vakna alltaf á morgnana með ótrúlegan sviða... það er mikið af allskyns sársauka sem maður getur umborið, mér er t.d. búið að vera illt í öxlinni s.l. 6 ár eftir að ég datt á hana, ótrúlegt en satt þá er hægt að detta á öxlina og ég hef bara ekki nennt til læknis bara til þess að láta segja mér að ég þurfi að sofa með teygjubindi í þrjár vikur... læknar eru upp til hópa ákaflega illa gefið fólk og ógetspakt á raunir sjúklinga sinna. svo er það náttúrulega tannpína... maður þraukar oft ansi lengi með henni. en þessi sársauki er af öðrum toga... hann heltekur hugann af því að þetta er svo óbærilegt. sviði eins og það sé verið að steikja mann á pönnu eins og eitthvert beikon og það er ógerningur að leiða þennan sviða hjá sér og enn síður virka nokkur verkjalyf á þetta. eini ljósi punkturinn sem ég sé við þetta er sá að sársaukaþröskuldurinn minn er orðinn jafn hár og toppurinn á dyrakarminum, ég mun væntanlega geta átt öll börnin mín án deyfinga... segi svona, ég voga mér ekki í alvöru að bera barnsburð saman við nokkurn sársauka sem ég hef gengið í gegnum. en mér þykir líka leiðinlegt að geta ekki farið í vinnuna útaf þessu, það bitnar á samstarfskonum mínum og auk þess er líka leiðinlegt að geta ekki staðið sig almennilega svona seinustu vikurnar áður en ég kveð þær stúlkur. en það er lítið við þessu að gera... lítið annað en að bíða. mér þætti vænt um ef þeir sem hata mig ekki myndu senda mér góða strauma, það mun kannski eitthvað flýta fyrir bötnun.

mánudagur

mig vantar sárlega nýja og gefandi vinnu... er komin með uppí kok af núverandi starfi, vakna með kvíðahnút á hverjum morgni. og ég var ekki búin að finna fyrir þvagfærasýkingunni síðan á laugardag og hvað haldiði að það sé það fyrsta sem ég finn fyrir þegar ég vakna í morgun... þvagfærasýkingunni!!! þetta er orðið sálrænt enda líður mér eins og sviknum héra.

sunnudagur


hæ!

í dag á hann hjörtur minn afmæli... þrítugs hvorki meira né minna. ég óska honum innilega til hamingju... til hamingju elsku hjörtur!!!

annars leiðist mér svo ég ætla að dunda mér við að fylla út tilgangslausar upplýsingar um sjálfa mig eftir forskrift úr fréttablaðinu... here goes:

hvað er að frétta?
-allt gott bara... mér er u.þ.b. að batna og ég hlakka til að fá örninn minn heim í dag frá akureyri.

augnlitur:
-brún/grænn.

starf:
-bókabúðarstúlka.

fjölskylduhagir:
-dásamlega vel lofuð erni "fire-iron" og saman eigum við kettina dimmalimm og skaða eldjárn.

hvaðan ertu?
-héðan og þaðan en aðallega úr reykjavík.

ertu hjátrúafull?
-upp að vissu marki.

uppáhalds sjónvarpsþátturinn:
-contender, ANTM, ER, i should´nt be alive, seconds from disaster, britains worst pet og fjandinn hafi það ef ég hef ekki dottið kylliflöt inní rockstar: supernova.

uppáhalds matur:
-fiskisúpan hennar steinu, burger king og mexíkóskur og indverskur matur.

fallegasti staður:
-hjörleifshöfði og svarfaðardalurinn.

ipod eða geislaspilari?
-hvorugt. bara tölvan.

hvað er skemmtilegast?
-vera með erni, bæta sjálfa mig og læra nýja hluti.

hvað er leiðinlegast?
-geðsjúkar *********** konur.

helsti veikleiki:
-of stórt skap, óþolinmæði og helíum-rödd.

helsti kostur:
-hvar á ég að byrja...? ég er vel gefin, fyndin, ljúf og góð að ógleymdu því að vera "dead sexy" og fögur. auk þess er ég frábær kokkur.

helsta afrek:
-að hafa nælt mér í össa og BA gráðu.

mestu vonbrigðin:
-að missa stjórn á skapinu þegar það er óþarfi og að vera þunglynd.

hver er draumurinn?
-giftast erninum mínum, eignast eitthvað af afkvæmum, hús útí sveit, verða rithöfundur, sættast við sjálfa mig og deyja hamingjusöm.

hver er fyndnastur?
-örninn minn.

hvað fer mest í taugarnar á þér?
-yfirlæti, ósanngirni, óheiðarleiki og geðsjúkar *********** konur.

uppáhalds bókin:
-east of eden e. john steinbeck

hvað er mikilvægast?
-að hætta aldrei að læra og vinna stöðugt í því að bæta sjálfið en það mikilvægasta af öllu er að hafa gott fólk í kringum sig. en það er síður en svo vöntun á því í kringum mig...

þar hafiði það! ég er svaka hress í dag...

föstudagur


ég tók þá ákvörðun um að vera bara heima í dag í staðinn fyrir að fara í vinnuna og þurfa svo að fara heim útaf kvölum uppúr hádegi. ég er í fríi um helgina og nú næ ég þessum andskota úr mér... og hana nú! það er þó drep-leiðinlegt að hanga svona heima sem mér finnst merkilegt því að oftast þegar maður er í vinnunni væri maður alveg til í að vera heima undir sæng. auk þess gera svona veikindi ekkert annað en að ýta undir óhollt sjónvarpsgláp... þá er aðal áhættan að detta ekki inní þætti eins og dr. phil og þess lags viðbjóð. það er alveg stór-merkilegt hvernig ekki er hægt að rífa sig frá þessu eins hallærislegt og firrt þetta er. væmnu bandaríkjamenn! þeim veitti ekki af smá norðanátt í skapgerðina, svipaða og þá sem einkennir tilfinningalíf íslendinga upp til hópa. maginn minn er heldur ekkert hrifinn af svona sýklalyfjum eins og þeim sem ég er á, ég verð bara veik af þeim ofaní veikindin.

en ég var að tala um jógað í gær... ég og öspin mín erum sumsé að byrja í jóga næsta þriðjudag, kundalini jóga eins og það er kallað. mér finnst það persónulega hljóma eins og eitthvað í ætt við tantra þannig að ég vona að þetta endi bara ekki með einhverjum strokum og gælum. það væri vandræðalegt... nei, þetta á að vera gott fyrir sálina og uppbyggingu sjálfsins og ekki veitir af, bæði hjá mér og öspinni. ég hlakka allavega til og ég veit að ég hefði aldrei drullast ein í þetta svo það er gott að hafa eina litla þjáningasystur með sér.

nú svo er ég búin að gera stór-plan fyrir veturinn svo maður detti nú ekki niður í eitthvert skammdegisþunglyndi eins og mín er vona og vísa... ég ætla sumsé að fara í jógað eins og áður sagði, ég ætla að kaupa mér tungumálanámskeið bæði í hollensku og rússnesku og ef tími gefst líka í frönsku... þarf bara að ákveða á hverju ég ætla að byrja en ég held þó að hollenskan verði fyrir valinu þar, svo rússneska og svo franska. ég ætla líka að gera geisladisk en um það hefur mig lengi dreymt... ég ætla að syngja öll uppáhalds lögin mín og taka upp og gefa svo öllum í jólagjöf. svoleiðis getur maður gert heima hjá sér núorðið með hjálp tækninnar og arnarins míns. best of tinnbert 2006... en göfugusta markmiðið mitt er líklega það að ég ætla að fara að læra stærðfræði, þar sem frá var horfið í framhaldsskóla. ég hef nefnilega fáránlega gaman af stærðfræði þó ég hafi í skóla aldrei nennt að leggja mig fram við að læra hana. við sjáum svo bara til hvernig mér tekst upp með þetta markmið uppá eigin spýtur... ætli það sé hægt að kaupa þolinmæði í apótekum?

við þurfum svo líka að festa kaup í nýjum græjum fyrir veturinn þar sem núverandi græjur eru í þessum skrifuðu á leiðinni í skipi til þeirra sem minna mega sín. það er ágætt... það var hvort eð er eitthvað farið að slá í þær svo þær eru á leiðinni á viðeigandi stað.

mig langar svo að nota tækifærið fyrst við erum á annað borð að tala um tónlist og fjarlægar græjur og hrósa the telepathetics fyrir frábæra frumraun í plötuheimum. afbragðs plata sem þeir voru að gefa út... mæli með henni.

ég hlakka til þegar bötnun hefur átt sér stað... þá mun ég frá og með næsta mánudegi fara á kvikmyndahátíð uppá hvern einasta dag. umfjöllum um hverja mynd sem ég fer á verður svo birt hér og svo verður náttúrulega líka tinníska film-keppnin, kirsuberið 2006. og skammarverðlaunin, rúsínan 2006 en þau verðlaun fær lélegasta myndin sem ég sé.

og já! ég og fleiri erum að fara að sitja fyrir nakin, eða svo gott sem úti í guðsgrænni einhvern tímann á næstu dögum eða vikum. það er víst fyrir einhverja auglýsingu... en þ.a.l. læt ég fylgja með mynd af mínum fagra afturhluta, pínu "fótósjoppuðum" reyndar og í óþægilegum nærbuxum (ég geng ekki í g-strengjum svona að öllu jöfnu og finnast þeir yfir höfuð mjög óaðlaðandi... en ég kann að meta fagran kvenmannsrass í fögrum nærbuxum, ekki hálf-kláruðum eins og g-strengjum). ég skil mig stundum ekki... af því ég get ekki fyrir mitt litla líf farið í sund útaf spéhræðslu en að sitja fyrir ber á mynd finnst mér vatnssopi.

góða helgi!

fimmtudagur

jæja... nú rennur í hlað uppáhalds árstíðin mín, elsku haustið... ég elska að labba í vinnuna á morgnana og finna smávegis kulda bíta mig í kinnarnar þó þetta sé að sjálfsögðu aðeins brota brot af því sem koma skal með íslenska vetrinum. og nú get ég farið að hlakka til jólanna! víhíííííí!!!

ég og ösp byrjum í jóga í næstu viku... get ekki rætt það neitt frekar enda er umrædd ösp litla komin í heimsókn.
sumarið er að verða búið... það er 1. september á morgun. mikið líður tíminn undarlega hratt, aldrei fyrr hefur hann verið mér svona hliðhollur. og það taka m.a.s. allir eftir því... tíminn er farinn að líða hraðar en hann gerði.

miðvikudagur

myndir sem ég ætla að sjá á kvikmyndahátíð:

1. a cock and a bull story (uk)
2. jasmine women (kín)
3. paris, je taime (þýs/fra)
4. renaissance (fra/uk/luxemborg)
5. strandvaskeren (sví)
6. volver (spánn)
7. leonard cohen: i´m your man (usa)
8. factotum (fra/þýs/sví/usa/nor)
9. down in the walley (usa)
10. winter passing (usa)

... svona! hver er með?
ég fór í vinnuna í morgun af því að þegar ég vaknaði sveið mig ekki vitund nema ögn þegar ég pissaði þannig að ég gerði ráð fyrir að þessi djöfullegu sýklalyf sem ég fékk í gær væru svona mikil kraftaverkalyf og þrautum mínum neðan beltis væri svo gott sem lokið. ég hafði rangt fyrir mér. ég fór eitthvað að hamast í vinnunni og þá kom þetta allt aftur eins og ekkert væri eðlilegra og svo er þetta bara búið að ágerast í allan morgun og nú er ég komin heim, enn á ný og ligg hér í keng uppí sófa með sveitta efri vör sem og endranær sökum sársauka. hví gluð, hví?

ef það er einhvern tímann réttur tími til að óska sér sínum eigins dauða þá er það í dag.
tíu mynda passi á kvikmyndahátíðina kostar "bara" 5000. ég fer þó ég þurfi að selja líkamann minn til þess... vill einhver kaupa líkama með risa brjóstum og þvagfærasýkingu á 5000 kall?

þriðjudagur

djöfull og dauði! vaknaði með þvagfærasýkingu og er núna sveitt á efri vörinni sökum sársauka og sit hérna í keng. gluð og forsjónin hata mig augljóslega ákaflega heitt...

mánudagur

ég er þjökuð af undarlega miklum lífsleiða þessa dagana. stundum þegar ég vakna óska ég þess að þetta verði dagurinn sem að loftsteinn lendi á hausnum á mér... þetta hljómar náttúrulega mjög illa og ber vott um mikið vanþakklæti því þegar fljótt er á litið líta hlutirnir ekkert svo illa út hjá mér... ég á t.d. besta mann og kærasta í heimi sem elskar mig meira en allt og m.a.s. meira en baunir, það væri hvergi á þessari gluðsvoluðu plánetu hægt að finna yndislegri manneskju. þó víða væri leitað... a.m.k. annar kötturinn minn elskar mig og við búum í yndislegri, krúttilegri og ákaflega kósý íbúð (leigan er náttúrulega fáránlega há en hvað um það...). reyndar eru peningamálin mín öll í lamasessi en ef í hart fer get ég alltaf hringt í mömmu þó mér sé meinilla við það en það er þó gott að vita af því að maður er ekki gersamlega á flæðiskeri staddur þegar aurarnir klárast... í kringum 10. hvers mánaðar. ég er að hætta í vinnunni minni og er að leita mér að nýrri sem er bara gott því mér veitir ekki af breytingunni og svo er ég að skreyta umslagið fyrir plötuna sem skuggaprinsarnir mínir í shadow parade eru að fara að gefa út og ég hef unun og yndi af því að vera þáttur í því "prodjekti"... en mig langar bara samt ekkert til að lifa þessa dagana. mig langar bara til að hjartað í mér hætti að slá í smá stund og ég hverfi einhvert þar sem enginn er.

miðvikudagur

djúp er sú sorg er sálina myrkvar.
aftur ég geng í, herra, þitt hús.

þreytast mér fætur, för mín stóð lengi,
tæmd eru skrínin, skelfing ein full.

þornandi tungu þyrstir í vínið.
högg féllu í bræði, hönd mín er stjörf.

unn þú nú skjögurskrefunum næðis,
hungruðum gómi brjóttu þitt brauð.

ákallar drauminn önd veikum rómi,
hendurnar auðar, hiti á vör.

ljáðu mér kul, slökk logana rauðu,
vonir burt særðu, sendu mér ljós!

glóðir í hjarta gapa enn ærðar,
innst þar með tárum enn vakir hróp.

deyddu mér löngun, lokaðu sárum!
tak frá mér ást, og fær mér þinn frið!


s. george

föstudagur

mamma mín gaf mér kíló af safaríkum og þeim allra stærstu kirsuberjum sem ég hef á ævinni séð í dag. stundum geta mömmur verið góðar...

ég nenni ekki að skrifa ferðasöguna frá amsterdam aftur, er afhuga bloggiðkun þessa dagana. ég get samt gefið ykkur toppinn á ísjakanum, svona er hann:

-þriðja stigs sólbruni á nefinu útaf þrjósku og afneitun yfir því að ég brenni.
-óvelkomnar köngulær í hjólhýsinu okkar. mikið af þeim...
-bit útum allan líkama sem okkur klæjaði agalega í og gerir stundum enn. við sáum ALDREI þá sem voru ábyrgir fyrir bitunum.
-fundur á 1000 evrum eða meira sem ég gat skilað í réttar hendur. NIÐURSTAÐA: ég er heiðarleg.
-fötuðum okkur bæði upp fyrir tæpar 30.000 kr. það er ekki hægt á íslandi en við eigum heldur enga peninga núna svo það kemur eiginlega allt útá það sama. nema núna eigum við fullt af flottum og nýjum fötum.
-bruninn hefur jafnað sig og hef ég nú fengið fallega bronsaða bringu og brá og örninn minn líka.
-lucky lake hostelið er dásamlegt og við ætlum svo sannarlega þangað aftur. þið ættuð að prófa að fara þangað...
-eftir mikinn kvíða og áhyggjur (óþarfar) komst ég að því að ég þurfti ekki að baða mig með öðru nöktu fólki. það voru sturtuklefar. í lokuðum eins manns herbergjum. ég held ég sé eins fjarri því að vera hippi og hugsast getur... because i´m a lady!
-keypti dásamlegan 50´s kjól með kirsuberjamunstri á útimarkaði.

nenni ekki meir...

þriðjudagur


ég var búin að skrifa ótrúlega langa, skemmtilega og ítarlega ferða-blogg-sögu um amsterdam en fjárans bloggerinn klúðraði því fyrir mér að birta hana og nú er hún horfin útí tómið blessuð færslan... þannig að þið fáið bara mynd af erninum mínum og öspinni minni að spila og syngja á fiskidaginn mikla með blúsbandi hölla vals í staðinn. ekki verra það...

laugardagur

halló!!! bara ad kasta á ykkur kvedju hédan frá amsterdam... dásamlega borg, dásamlega land og ef thid bara gaetud séd hostelid. thetta er yndislegt frí og thetta blogg er í stadinn fyrir póstkort... hvorugt okkar er gott í svoleidis standi. ástakvedjur frá amsterdam!

mánudagur


vá!!! heil vika án skrifta... það hefur ekki gerst í háa herrans tíð. ég hef líka ekkert verið með hugann á réttum stað...

en eins og glöggir lesendur og vinir vita erum við hjónin á leið út til amsterdam eld-snemma í fyrramálið í tíu daga rómantíska sumarferð... í 30 stiga hita og ég á eftir að vera úrill og sveitt á efri vörinni allan tímann. grín... það eru allavega fjórir hollendingar búnir að deyja úr hita í sumar og ég vona að ég verði ekki fyrsti túristinn. það er annars allt komið á hreint nema niðurpökkunin en bláa RISA ferðataksan getur hætt að kvelja okkur eftir nokkrar stundir... börnin og húsið komin með fínustu pössunarpíu, hana dóru litlu mína og að skipulögðum tinnískum sið er ég búin að merkja inná kort alla þá staði sem við og ég höfum áhuga á að skoða í amsterdam en ég gerði ekki þegar ég bjó þar. mikið vona ég að allt þarna verði yndislegt... ég get í það minnsta ekki beðið eftir að komast út úr þessu rotnandi hugarástandi sem að reykjavík og elsku ísland stundum hjálpa manni að skapa í huganum. örugglega mest ég samt... mig vantar bara frí frá hversdagsleikanum.

en ég get heldur ekki beðið eftir því að koma heim af því að þá brunum við nánast beint, eins og ég hefi áður nefnt til dalvíkur eða í svarfaðardalinn ljúfa eða til dalvíkur eða bæði til að upplifa fiskidaginn mikla. ég mælist til þess að allir reyni að koma í það fjör... ég ætla allavega að verða geggjað full (og vona að ég þurfi ekki að deyja örlítið daginn eftir útaf þynnku), éta fisk og djamma með erninum mínum og öspinni litlu og restinni sem er engin rest af tengda-klaninu.

það hefur gerst núna í tvær nætur, ekki í röð þó að mig hefur dreymt talsvert af mannaskít... það angrar mann ekkert sérstaklega í draumum að vera umvafinn skít en nú spyr ég... hvar er peningurinn!?!?! eiga ekki svona kúka-draumar að tákna að manni muni brátt áskotnast einhver péníngur? ég gef þessu viku en frjáls framlög eru vel þegin...

en nú lýk ég þessu hér með í bili og kveð ykkur. ég vona að þið hafið það öll gott í fjarveru minni og ekki fara til eyja um verslunarmannahelgina... sá staður er sódómísk útópía og leiðir ekki til neins nema upplifunar á volæði.

fyrir mína hönd, rinnu (the EVIL alterego), míns fagra sjálfs (hin sanna ég) og arnarins míns segi ég: over & out!

p.s. ég drekk te í morgunmat á hverjum morgni og ég HATA... HATA þegar bandið slitnar af tepokanum og ég þarf að veiða hann rennblautan uppúr bollanum og henda honum rennblautum í ruslið.
supermassive black hole með muse er lag dagsins hérna á kirsuberinu...
ég svaf yfir mig í dag. það gerist einu sinni á árþúsundi enda er mér meinilla við það... að hlaupa út, ennþá í svefnrofunum með allt niður um sig er ekki eins og ég kýs best að hefja daginn. það tekur u.þ.b. þrisvar sinnum lengri tíma að vakna í hausnum þegar maður sefur yfir sig en þegar maður vaknar við vekjaraklukkuna. árinn! gott að ég hef engar aðrar kvaðir á bakinu í dag en að sofa meir þegar ég kem heim úr vinnunni.

laugardagur


í dag á hún "mini" mágkona mín, hún björk litla afmæli og pysjan er 16 ára hvorki meira né minna... til hamingju með daginn sæta!

ég get ekki munað hvað ég var að gera á 16 ára afmælinu mínu eða yfir höfuð þegar ég var 16 ára... jú! ég tók samræmdu prófin sem ég náði eftir mikla þrautargöngu, blóð, svita og tár... 5 í stærðfræði og dönsku, 6 í íslensku og 8 í ensku og ég var og er bara nokkuð sátt við það. ég fór til svíðjóðar um sumarið í 2 eða 3 vikur og vann í svona einskonar bæjarvinnu og bjó inná fjölskyldu. þar komst ég að því að sænsk ungmenni eru u.þ.b. fjórum árum á eftir í þroska miðað við okkur... að mínu mati þá. þ.a.l. hékk ég meira með tvítugu heimasætunni en þeirri 16 ára þar sem að hennar þroski var á við 12 ára barn og hegðunin eftir því. ég byrjaði á myndlistabraut í FB um haustið í geggjaðri persónuleika-krísu af því ég vissi ekki hvort ég vildi vera gella eða "gothari" og að endingu varð ég að einhvers konar "fusion" af báðu... um stund allavega. svo varð ég lesbía eða ég hélt ég væri það en það er allt önnur saga og hefur auk þess lítið með útlitið að gera. ég er ekki lesbía lengur eins og margur veit.

en í dag er ég svo þunn að mér er nokk sama um allt í heiminum. eða þannig... það gerðirst það sama og seinast, ég varð bara ÓTRÚLEGA veik. ég er augljóslega orðin gömul...

föstudagur

lag dagsins hérna hjá kirsuberinu er the funeral með band of horses... brjálað lag!!!
djöfull... ég er svo morgunfúl og þreytt í dag að mér liggur við urri og öskrum. og samt er föstudagur... æji, ég veit alveg hvað þetta er... ég er kvíðin, ég er að deyja úr kvíða. kvíða-andskoti... morbit tinnbert.

fimmtudagur


þetta kom upp þegar ég gúglaði "tinna"... ég veit ekki hvort er verra, þetta eða mynd af hesti sem táknmynd fyrir nafnið mitt...

miðvikudagur

maður og hola... þetta heyrði ég í útvarpinu í morgun. "metafóra" fyrir manninn og lífið sagði guðmundur steingrímsson... held það hafi verið hann og mér fannst þetta geysilega fyndið.

nú eru bara 12 dagar þangað til við förum... 12 heilir dagar en aðeins rúmlega það ef maður ætlar að vera smámunasamur. úff hvað það er erfitt að bíða, við erum bæði að deyja og stóra bláa ferðataskan stendur á ganginum og gerir ekkert annað en að kvelja okkur og gera biðina óbærilegri. þegar það verður orðið minna en vika í brottför verður þetta skárra... eða verra.

strákarnir mínir eru að spila á föstudaginn og ég hef ákveðið að ég ætla að verða full, sama hvað það kostar. ég neita að sætta mig við að ég sé bara einfaldlega orðin of gömul fyrir þetta... þ.e. að fara á fyllerí. það getur ekki passað. það gæti reyndar verið að lundarlyftan orsaki þetta lystarleysi á áfengi en gluð hjálpi mér, heim fer ég ekki á föstudagskvöldið fyrr en ég er orðin peð-ölvuð og það þarf að bera mig, ekki fyrr en ég er búin að hrópa að fólki óhróðri og hreytingi, lenda í einum slagsmálum eða svo og láta kasta mér útaf bar. og hana nú! nei... ég hef lítinn áhuga á neinu af þessu nema að verða peð-ölvuð. það er verðugt markmið svona í vikulok held ég... annars hefur mér aldrei verið hent útaf bar ef ég hugsa útí það og aldrei hef ég hrópað óhróðri að fólki í ölæði, ekki nema mér hafi virkilega þótt það eiga það skilið... en ég hef einu sinni lent í slagsmálum og það var bara sóun á dýrmætum tíma og orku. en hann átti það pottþétt skilið...

þriðjudagur

ég hef ekkert að segja, aldrei þessu vant. en ég get heldur ómögulega um annað hugsað þessa dagana en utanlandsförina okkar sem er eftir nákvæmlega tvær vikur... eftir nákvæmlega tvær vikur verðum við, ég, tinnbert og örninn minn í amsterdam. þýska blóðið gerir mér þetta enn erfiðara þar sem að ég get ekki látið af því að skoða landakort og ferðahandbækur og ákveða hvað mig langar að sjá og skoða og þ.a.l. skipuleggja. ætla samt að reyna að hafa hemil á mér enda eru þetta heilir tíu dagar og ég vil líka geta slappað vel af og komið endurnærð til frónarinnar að loknu fríi... og svo munum við sjá gay pride þarna úti og ég get ekki beðið eftir því enda hef ég aldrei augum borið það fyrirbæri af einhverjum orsökum. hef alltaf verið að vinna eða eitthvað í þá áttina... blex þá.

mánudagur

nikkelofnæmið sem ég var þjökuð af sem barn hefur tekið sig upp aftur andskotinn hafi það! ég get svosum alveg ímyndað mér hvaða ástæður liggja fyrir því... nikkelofnæmi getur nefnilega líka verið sálrænt einsog flest önnur ofnæmi og gott ef ég er ekki bara með ofnæmi fyrir lífinu þessa dagana.
það hefur sumsé enginn áhuga á the black keys nema ég og hvað þá að flytja þá inn... ekki kann ég á svoleiðis. þið vitið ekki hvað góð tónlist er þó hún bíti ykkur í rassinn...

dimmalimm í góðum fílíng með erninum mínum... það er skemmst frá því að segja að hún dagaði uppi á sambýli fyrir geðfatlaða fyrir nokkrum vikum, fékk símtal frá stressuðum starfsmanni árla morguns sem sagði mér að hún væri sest að hjá þjáningarsystkinum sínum... og mínum. blessað skinnið hún dimmalimm mín hefur leitað sér hjálparinnar sjálf... svona eigum við nú vel gefna ketti.

föstudagur

æðislegt hjá orkuveitunni að áætla á mann eitthvað vitlaust og senda manni svo bara ótrúlega háan hitaveitureikning einn mánuðinn af því að þau gerðu mistök... helvítis andskotans... hversu miklu geta tvær manneskjur sem vinna báðar úti eytt í heitt vatn á mánuði? árinn!!! og svo skil ég þetta ekki í þokkabót...
mig vantar svo vinnustofu svo ég geti nú farið að mála á ný og safnað uppí eina sýningu eða svo. ef einhver veit um ódýra vinnustofu til leigu þá má sá hinn sami gjarnan láta mig af því vita... það væri vel þegið. mig er farið að klægja í fingurna af listsköpunarþrá og finnst það kjánalegt að láta þessa BA gráðu bara safna ryki í hausnum á mér...

fimmtudagur


nennir einhver plííííís að redda bandinu the black keys hingað til landsins... þetta er kreisí band og lagið girl is on my mind lætur mann bara fá það í buxurnar... ég sver það!