föstudagur

æðislegt hjá orkuveitunni að áætla á mann eitthvað vitlaust og senda manni svo bara ótrúlega háan hitaveitureikning einn mánuðinn af því að þau gerðu mistök... helvítis andskotans... hversu miklu geta tvær manneskjur sem vinna báðar úti eytt í heitt vatn á mánuði? árinn!!! og svo skil ég þetta ekki í þokkabót...

5 ummæli:

dora wonder sagði...

þeir eru örugglega að rukka ykkur fyrir þessa skelfilegu auglýsingu sína, eitthvað kostaði hún nú víst.

Nafnlaus sagði...

Rosalega er þetta fín mynd af Heklu Sollu hér neðar á síðunni.
Mamman

Tinna Kirsuber sagði...

Ég hef ekki séð þessa auglýsingu enn en djöfulli pirrar þetta mig... Arg!

Já, hún er dásamlega vel sköpuð :)

Anna Kristjánsdóttir sagði...

Ég held að ég geti gefið þér sennilega skýringu á þessum reikning. Ellefu mánuði ársins er sendur út áætlunarreikningur. Einu sinni á ári er sendur út álestrarreikningur. Ef þú hefur eytt meira heitu vatni en árið á undan kemur það fram á þessum eina reikning. Síðan er gerð ný áætlun fyrir næsta ár á eftir og með útreiknaðri meiri notkun. Ef notkunin minnkar, þá fer allt á hinn veginn, lægri álestrarreikningur og lækkað meðaltal.
Svo er líka mögulegt að um mistök geti verið að ræða sbr. einn kunningja minn sem fékk svimandi háan reikning. Þá kom í ljós að pípari sem hafði verið að breyta lögnum í fjórbýlishúsinu, víxlaði mælum.

Tinna Kirsuber sagði...

Takk kærlega fyrir þessa greinagóðu útskýringu... Maður fær ekki svona skilmerkileg svör hjá fólkinu á símanum hjá orkuveitunni. En ég held einmitt að ég hafi farið offörum í heitavatnsnotkun þennan veturinn svo þetta hefur líklega allt eðlilega útskýringu. Takk aftur.