mánudagur

upp er runninn mánudagur, ákaflega hýr og glaður. í dag var alveg rosalega mikill póstur því fullt af fínum frúm voru að fá freemans listann sem er rosalega þykkur listi, kannski eins og 6 ikea listar. og þegar ég fór útaf pósthúsinu var ég með jafnþungann póst og ég er, ég ætla ekki að segja nákvæma tölu af skiljanlegum ástæðum en það var í kringum 60 kíló. þetta finnst mér ákaflega furðulegt því kollegar mínir í bretlandi, ég veit þetta útaf harry potter geðveikinni, mega ekki bera út meira en 16 kíló. það er fjórum sinnum minna en ég var með í dag og einu sinni var ég meira að segja með 80 kíló. andskoti er þetta skrýtið og auk þess illa borgað líka. og stundum eru líka dreifibréf, rúmfatalagerinn, hagkaup, elko og margt annað. einu sinni hafði ég gaman af þessum pésum þegar ég var námsmaður. þá sat ég yfir þeim með kaffibolla og kannski sígarettu og krossaði við það sem mig langaði í með rauðum penna. en nú hata ég þessa snepla af því að þeir gera mig svarta á höndunum og auk þess þarf ég að bera þá út í hvert eitt og einasta hús þrátt fyrir að enginn póstur sé í húsin svo húsum skiptir þá þarf ég samt að ómaka mig við að bera út í þau þessa viðbjóðslegu auglýsingapésa. ég tek það fram að ég les aldrei aftan á póstkortin sem ég ber út.

í gær grét ég mikið yfir hræðilegum örlögum mínum og reyndi enn og aftur að sannfæra manninn sem ég elska um ágæti mitt sem kærustu hans. það gekk ekki. ég ætla samt ekki að gefast upp. en hann er góður við mig, það má hann eiga. ef þannig má að orðum komast þá er hann eiginlega besta breik öpp sem ég hef lent í, það er næstum ljúft að hætta með honum því hann er svo góður við mig. ég vona að enginn misskilji þetta. ég er ennþá ægilega heartbroken.

ég nenni nú ekki meiru í dag en af gefnu tilefni tilkynni ég gleði mín yfir því að arnar og móa koma heim á morgun. ég vona að þau refsi mér ekki fyrir að hafa hellt kóka kóla á takkaborðið þeirra.

fólk sem mér þykir undurvænt um og munu alltaf eiga stað í hjarta mínu: hjörtur, þorri, gulli, þrándur og þórunn.

bless.

sunnudagur

í morgunn las ég mogann eins og aðra morgna og líka stjörnuspána. hingað til hef ég lesið stjörnuspá okkar beggja en í morgun remdist ég svo mikið við að líta ekki einu sinni á hans sem er beint fyrir ofan mína að ég man ekki einu sinni eitt orð sem stóð í minni. en svo las ég aðra útlenska á veraldarvefnum og þar stóð að þetta væri bara skeið sem að hann væri að ganga í gegnum og ég ætti ekki að taka það nærri mér því það liði hjá. og hana nú! heyrirðu það kjáninn þinn!!!!
það er kominn sunnudagur og vinnuvikan bíður við næsta horn. ég vaknaði hálf 9 af því að ég fór snemma að sofa. horfði bara á vídjó í gær á skrýtna mynd um kynlíf og reyndi að sannfæra manninn sem ég elska með sms-um að hann væri að gera vitleysu. það tókst ekki. við ákváðum samt að ef ég væri enn kona einstök og orðin þrítug og hann ekki hommi myndum við geta barn. það er svosum ágætis markmið í sjálfu sér.

mín bíður bara rólegur dagur að venju. hápunkturinn verður líklega þegar halldóra mín kemur með nýju ferðatölvuna sína að brenna diska. það er nú einn af hinum stórkostulegum kostum húsráðenda þessa húss sem ég er að passa að maðurinn, fyrrverandi mágur minn á óþrjótandi safn af geisladikum. hér finnur maður alla diska og diska sem að hvergi annars staðar er hægt að finna. diska sem að mig hefur lengið langað í og aðrir. ég ætla nú að stelast til að brenna nokkra smelli og búa til ástarsorgar albúm sem ég get hlustað á og horft út um gluggann á meðan. og kannski skælt.
nú svo er ég líklegast að fara í mat til mömmu í kvöld sem er að vorkenna mér í fyrsta skipti á ævi okkar beggja. hún og stjúppabbi minn eru skemmtilegur og skrýtinn dúett. þau fara mikið í ferðalög, nánast hverja helgi hvernig sem viðrar á nýja bílnum sínum sem hægt er að sofa í. kannski ég skelli mér með þeim fyrst ég er orðin einstök.

jeijj! arnar og móa koma heim á þriðjudag og ég hlakka mikið til. mér finnast þau voða skemmtileg og ein af fáum manneskjum sem ég get átt í virkilega vitsmunalegum samræðum við. ég ætla að biðja þau um að ættleiða mig. þá verður samt maðurinn sem ég elska frændi minn og tengdaforeldrarnir fyrrverandi afi minn og amma. það er reyndar viðbjóðslegt. sleppum því þá.

bless.

laugardagur

ég er nú búin að eyða meira en einum og hálfum klukkutíma í að reyna að setja inn svona komment hjá mér en það hefur ekkert gengið því ég kann ekki á tölvur og er orðin gráhærð.
allt líf okkar stjórnast af tónlist. tónlist sem gleður okkur, hryggir, tónlist sem við sönglum með sjálfum okkur eða syngjum með öðrum í hóp. tónlist réði því að nú er ég einstök og nú er ég að hlusta á tónlist sem lætur mig langa til að skæla og barma mér yfir örlögum mínum og hans. ég ætla þó ekki að láta mér það eftir.

ég fór heim til mín áðan til að baða mig því ég fæ innilokunarkennd í baðherbergi húsráðenda íbúðarinnar sem ég er að passa. ég gladdist yfir því að koma heim og hitta yndislegu börnin mín þrjú sem sumir kalla ketti. og ég gladdist yfir því að vera nýbúin að mála íbúðina mína skjannahvíta frá toppi til táar. þá er eins og að byrja upp á nýtt með hreinan og hvítann flöt. ég lagðist líka í breytingar sem mér svo eftir mikið púl líst alls ekkert á. ég ætla að bíða bara róleg þangað til að ég get keypt mér fallega og rauða svefnsófann í ikea. það eru 2 mánuðir þangað til að ég hef efni á því. eftir baðið varð ég hrygg því ég var hryggbrotin og fór í svört föt til að túlka trega minn.

mikið er ég glöð að daginn er aftur byrjað að stytta. ég þoli ekki þessa eylífu birtu þó ég elski hana birtu mína. ég er að hugsa um í ljósi liðinna atburða að flytjast búferlum með börnin til alaska. þar er víst myrkur sex mánuði ársins.

bless.
góðann dag og komiði sæl.
jæja þá, dómurinn sá er fallinn. heitmaður minn seinustu tvö ár og 13 daga komst að því að í framtíð sinni væri ekki staður fyrir mig og ég er því formlega orðin einstök. mér finnst einstakur hljóma mun betur en einhleypur sérstaklega þar sem við búum í samfélagi sem gerir stöðuga kröfu um að vera á föstu og að vera einn sé eitthvað slæmt. mér hefur alltaf liðið vel einni, blessunarlega því ég þekki marga sem bara una sér alls ekki nema í sambandi. að vera sjálfum sér nægur er mikilvægt, þannig komum við í þennann heim og þannig munum við fara. en á þessum tímamótum finn´ég á sjálfri mér breytingu. eitthvað hefur breyst. ég er rólegri, finnst ég taka þessu að stakri prýði þó mér finnist þessi fyrrverandi hundshaus. þetta verður hér með eina fúkyrðið sem ég læt um hann flakka. svilkona mín, sem nú er fyrrverandi svilkona mín sagði mér í gær að hann væri að fjárfesta í slakri framtíð. því er ég hjartanlega sammála. ég var það besta sem að þessi maður mun nokkurn tímann finna og hana nú! ég ætla ekki að vera bitur. velkomin heim tintin!

ég vaknaði að sjálfsögðu eldsnemma í morgun. það er það sem gerist þegar maður þarf að vakna snemma alla virka morgna, hausinn á manni breytist í vekjaraklukku og svo þegar langþráð helgin loksins brestur á og ég sé rúmið og nóg af svefni í hyllingum vakna ég eins og klukka. það var sem sé 7:30. en þá kveikti ég bara á elsku rás 2, lagaði mér kaffi, reykti sígarettur og las moggann. það er gott. ég elska morgnana reyndar og hef aldrei verið mikið gefin fyrir að sofa langt fram eftir.

ég er að passa hérna íbúð og kött sem heitir eftir áleggi. hann er reyndar ekki kominn heim, örugglega á einhverju skralli blessaður. hann er skemmtilegur og misskilinn eins og ég. en íbúðin sem ég er að passa er einmitt íbúð míns fyrrverandi mágs og svilkonu. ég vona að þrátt fyrir það sem undan er á gengið muni þau alltaf hafa pláss fyrir mig í hjarta sínu. þau eru semsagt á hróaskeldu. og þá fór ég að hugsa, hvers vegna hætti ég alltaf með kærustum þegar allir eru í útlöndum? birta besta vinkona mín er líka í útlöndum og þar var hún líka seinast. ég verð að fara að haga þessum breiköppum betur. en bráðum kemur hún heim, reyndar eftir mánuð en tíminn er svo fljótur að líða, sjáiði bara, það er að koma júlí! hún er minn klettur í lífsins ólgusjó og aldrei mun neinn komast með tærnar þar sem hún hefur hælana í manngæsku. það tók mig reyndar nokkurn tíma að átta mig á henni en þegar ég gerði það varð ég fullviss um að hún er engill í konulíki. þið afsakið ef ég er með eindæmum dramatísk í dag en þið skiljið...

skítaflugur. skítaflugur er það nafn sem ég hef gefi einhverri tegund af flugum. þær eru ósköp skrýtnar. litlar og sveima ákaflega furðulega um, eins og þær standi kjurrar í loftinu. þær er hægt að finna mikið í kringum skítugar tuskur og örugglega líka hjá kúk.

þegar ég er að fletta mogganum er ekki hjá því komist að reka augun í minningargreinarnar. ég þekki ekki marga sem deyja og er því ekkert sérstaklega að skoða þær en stundum sé ég andlit sem ég þekki. ég er eins og fíll, ef ég sé manneskju einu sinni man ég eftir henni alltaf. ég lít samt ekki út eins og fíll. og í morgun var ég að labba fram hjá minningargreinunum þegar ég sá konuandlit sem ég þekkti. einhver kona sem ég hef oft séð niðri í bæ en þekkti ekkert. þetta er pínu sorglegt en samt meira skrýtið. skrýtið að deyja og skrýtið að manns 15 mínútna frægð sé mynd af manni í mogganum þegar maður er dáinn.

ég er ekki mikið fyrir sjálfshjálparbækur eins og þær nefnast. ég hef all oft reynt við nokkrar slíkar og þótt þær voða sniðugar en um leið og ég loka þeim aftur gleymi ég allri viskunni sem átti að færa mér hugarró og sálarfrið. en nú hef ég fundið eina alveg frábæra. ég held reyndar að hún sé ekki titluð sjálfshjálparbók sem betur fer eiginlega, mér finnst eitthvað svo húsmóðurlegt við þann titil. hún heitir "láttu ekki smámálin ergja þig" eftir einhvern rosa klárann mann. ég mæli með þessari lesningu við alla. mjög aðgengileg og hún opnar svo sannarleg augun.

nenni ekki meir. veriði bless.

föstudagur

þegar ég var 6 ára sagði ég krökkunum í bekknum mínum að guð væri ekki til. þau fóru flest að gráta og kennarinn skammaði mig og lét mig sitja í sessuhorninu það sem eftir var dags og biðja bænir. ég var ekki djöfladýrkandi sem barn heldur mjög raunsæ og ég hélt satt að segja þá að ég væri að gera góðverk. svona hef ég alltaf verið misskilin.
þegar ég var svo 15 ára ákvað ég að segja vinkonu minni að jólasveinninn væri ekki til. hún fór líka að gráta og hætti að tala við mig.
jæja þá... ég get svo svarið það að ég kann ekkert á tölvur, ég kann ekki einu sinni á þetta blogg. það er bara heppni að ég geti skrifað í þetta. en þó verð ég að tilkynna að það er fyrir tilstuðlan minnar góðu vinkonu hennar halldóru að ég komst svona langt eða svona stutt. það er líka henni að þakka að ég gat tekið þátt í útskriftarsýningunni minni því hún fjármagnaði verkið. að sjálfsögðu verður það greitt að fullu. mig langar til að hafa svona gestabók, hvernig gerir maður það?

en hvað það er nú merkilegt þegar maður er í ástarsorg að maður er ekki fyrr búinn að kveikja á útvarpinu til að lyfta sér aðeins upp að þá fer að hljóma einhver harmsöngur um óendurgoldna ást og eymd. andskotans helvítis. gott að það er bara klukkutími í leiðarljós en það er góður og uppbyggilegur þáttur sem ég mæli með fyrir alla þunglyndissjúklinga. það er líka allt í lagi þó maður missi af nokkrum þáttum í röð því næst þegar maður kveikir er ennþá sama atriði og þú varst í seinast. þar eru líka allir sérlega geðveikir og svífast einskis. ég bara bíð eftir því að fólk fari að hafa kynferðismök við börnin sín. það liggur við...

annars er það að frétta að ég held að ég sé að öllum líkindum orðin kona einsömul. þeir sem vilja giftast mér eða senda samúðar sms er bent á símanúmerið 8971306. ég hef þó ákveðið eins og þið sjáið kannski á þessari lesningu, fyrir utan að ég er að eðlisfari mjög kaldhæðin kona, að láta ekki bugast. þó að þetta hafi verið maðurinn sem ég hélt að yrði maðurinn minn að eylífu, ég varð reyndar fullviss um það þegar ég sá hann fyrst fyrir næstum 8 árum, þá verður maður bara að vera jákvæður. hvað um það þó ég verði ein að eylífu með þúsund köttum. nú fæ ég tár í augun því þetta er í raun ekki sannleikur. ég er ægilega leið. nei, ég neita að vera leið! ég uppskar margt gott eins og arnar og móu sem ég dýrka. þau eru nýju bestu vinir mínir og ég elska þau. nú er líka kjörið tækifæri að fara að heilsa upp á gamla vini. nei, ég er ekki að meina til að fá samúð heldur til að segja þeim að ég gleymdi þeim aldrei. ég er hætt, þetta er að verða of væmið. ef einhver getur kennt mér aðeins á þetta blogg þá væri það vel þegið.
bestu kveðjur.

fimmtudagur

jeijjjjjjjjjjjjjjjjjjj

Summertime......

Ég held ég hafi náð þessu.....
Andskotinn!!!!!!!! Hvar eru islenski stafirnir? Hvað í andskotanum.......... P.S. Þetta skrifaði ég þegar ég kunni ekki neitt. Nú kann ég meira en samt ekki allt....
Vá!!! Það, er ekkert smá erfitt að komast hingað. En nú þegar ég finn þunglyndið sækja að eftir að ég og heitmaður minn slitum samvistum hef ég ákveðið að enginn staður annar en þessi sé betri til að hella úr brostnu hjarta. Annars er þetta nú barasta pása hjá okkur og ég vona heitt og innilega að henni ljúki sem fyrst. Ég hef þó ákveðið að ef þetta er ekki pása, það liggur að mestu leyti í hans höndum því eins og flestir vita er það ég sem er að venju ósköp erfið kona viðureignar og hann verður að gera upp við sig hvort hann vilji berjast við mína drauga, ætla ég að gifta mig hið snarasta. Ég ætla ekki að liggja grátandi uppi í rúmi dag eftir dag eins og eftir tvö seinustu ástarsambönd sem að vísu voru ekki nálægt því eins ánægjuleg og þetta síðasta, heldur taka mig saman í andlitinu og bregða undir mig betri skónum í orðsins fyllstu og finna einhvern sem vill mig, eignast börn og kaupa íbúð í Grafarvoginum og vinna í póstinum þar til ég fer á eftirlaun. Andskotinn hafi það GUÐ, ég skal vinna! Hlæ hlæ og ég er óvenju sæl og dálítið létt af hvítvíni... Bless.