mánudagur

halló þá og gleðilega hátíð. ég er vitaskuld í vinnunni, ojj bjakk en við þurftum ekki að mæta fyrr en kl. 10 svo það var þolanlegt að vakna hefði ég haldið. en viti menn, hið óhugsanlega gerðist og ég svaf yfir mig. það er einsdæmi og gerist bara á 5 ára fresti. ég vaknaði ekki fyrr en hálf 11, þá búin að sofa í rúma 10 tíma takk fyrir takk. ég kenni alfarið ofáti á konfekti og kéti og ofnotkun á flónelnáttfötum um. en ég er hress í dag, í frekar góðu skapi bara og þetta eru jólagjafirnar sem ég fékk:
1. bleika tölvutösku með hvítum doppum og 6. seríu af sex and the city frá hr. tinna. jeijjjjj! (af óskalista)
2. ofurdollu af makintos konfekti, náttföt með englamynstri og pening frá ma & pa.
3. 1001 movies you must see before you die. jeijjjjj! frá kötu systur og ástþóri. (af óskalista)
4. hunangslíkamssápu og kisusvuntuna. jeiiiijjjj! frá ástþóri litla erni sæta frænda, svanhildi og sigurði. (af óskalista)
5. popppunktsspilið frá platónsku elskhugunum mínum, gulla, þorra og þrándi. spilaði það á jóladag og finnst frábært, sérstaklega þegar ég rústaði hr. tinna í því.
6. 50´s öskubakka frá þrándi.
7. ríðið okkur frá hulla. special edition, innbundna með rauðu teipi. special for a special lady.
8. gult gums til að setja ofan á pönnsur og skötuselsuppskrift frá þuru. er sérstaklega spennt að baka pönnsur og smakka þær með gula gumsinu sem smakkast andskoti vel eitt og sér.
9. jólaskraut frá tengdó.
10. nælu frá urði.
11. óskaplega fallega expressóbolla með maríubjöllu á frá halldóru. því miður tókst páku-skinni að brjóta einn í ballettlegum brussugangi.
12. spiderman pakka með báðum spiderman myndunum og fullt af aukaefni á dvd frá birtu ljósi.
13. kirsuberjasokka og fiðrildaeyrnalokka frá arnari mása og móu svilu.
14. yndislega fallegt bleikt skartgripaskrín frá bryncí.
15. og svo má að sjálfsögðu ekki gleyma 7500 kr. inneigninni í kringlunni sem kæri hr. dungal gaf mér. ég fer beinustu leið upp í kringlu á fimmtudag og eyði því.

ummmm.... ég held þetta sé komið, ég vona að ég sé ekki að gleyma neinu. ég er ótrúlega glöð og vona að ég hafi glatt einhvern. það kom sér augljóslega vel að hafa óskalista. hafið það gott!

p.s. ef einhver keypti bleikan 50´s lampa í frú fiðrildi, vinsamlegast skilið honum þá því ég hafði hug á að festa kaup í honum fyrir jólaaurinn. takk og by.
gestabók

miðvikudagur

jæj... góðan dag. ég var í angist í gær og afskaplega ástleitin við nýju tölvuna mína. þar af leiðandi fór ég seint að sofa og þar af leiðandi er ég úrill og með skítugt hár í dag. eini gallinn við að vera ástfanginn er að maður þarf og vill oft gista með ástinni sinni. og þá einmitt fer maður líka oft seint að sofa. ég hef undanfarið eytt nóttum mínum hjá hr. tinnu því hann sá sér ekki fært um að þrífa heima hjá sér öðruvísi en það sé í beinni útsendingu fyrir framan alþjóð og því þarf hann að sinna því á síðkvöldum svo ekki verði áhangendurnir fyrir vonbrigðum. mér finnst það gaman. ég er svo óskaplega skotin í honum og hann er besti vinur minn líka þannig að ég er engu að tapa nema.... ég fer seint að sofa, er með skítugt hár, alltaf í sömu fötunum og allt draslið sem pjattrófan ég þarf á degi hverjum í poka. ofan í þennan poka hefur svo bæst við heil tölva. og ég get ekki sinnt heimilistörfunum og þess vegna eru risastórar rykrottur á gólfinu heima, súr tuska og hálfþornaður þvottur í þvottavélinni. það er samt eitthvað svo rómantískt við þetta allt saman... ég ætla samt að taka málið föstum tökum í dag og halda til heima fyrir í kvöld. baða líkamann og hengja upp þvottinn...
eruði búin að kíkja á sýninguna mína og okkar í illgresi? opnunin var seinasta laugardag og mætingin olli mér ekki vonbrigðum. það sem olli mér hins vegar vonbrigðum var áhugaleysi og framtaksleysi nokkurra illgresja auk þess sem mér finnst ég ekki hafa fengið nægilegt kredit fyrir þessa sýningu ef ég á að vera fullkomlega hreinskilin og egósentrísk. en það er víst við slæma fréttamennsku að sakast þar...
see ya!

gestabók & jólaóskalisti 2004

1. sex & the city, 6. sería á dvd
2. jóganámskeið
3. flíspeysa, bleik eða svört
4. diktafónn
5. fartölvutaska, stelpulega fyrir 12" tölvu
6. sex & the city bókin
7. bókin um ólöfu eskimóa
8. andy warhol skissubókin í pennanum
9. ljósmyndabókin untamed eftir steve bloom
10. emily strange peningaveski úr dogma
11. reykelsi úr exodus
12. lækningu við sóríasis
13. fer?ðageislaspilara með hristivörn og góð heyrnatól
14. kreprúmföt
15. fótsíðan frottenáttslopp með hettu
16. kisu pipar og saltkvarnirnar úr pipar og salt
17. kisusvuntuna úr pipar og salt
18. ljósmyndabókin portraits eftir helmut newton
19. bókin 1001 movies you must see before you die


fimmtudagur

... og mamma er líka formlega farin að ofsækja mig... grín mamma!!!! ég var að hlusta á útvarpið um daginn og þá var eins og svo oft áður verið að tala um eitthvað sem ég skildi ekki. t.d. var til umræðu þetta skiptið, útsvarsskattur... hvað er það??? það er dulítið niðurlægjandi að vita ekki hvað þetta er eða þýðir sérstaklega þar sem að stúlkan sem stýrir nú kastljósi er jafngömul og ég og hún veit örugglega hvað útsvarsskattur er...

gestabók & jólaóskalisti 2004

1. sex & the city, 6. sería á dvd
2. jóganámskeið
3. kirsuberjaregnhlífin í tösku - og hanskabúðinni
4. ilmvatnið mania frá armani
5. fartölvutaska, stelpulega fyrir 12" tölvu
6. sex & the city bókin
7. bókin um ólöfu eskimóa
8. andy warhol skissubókin í pennanum
9. ljósmyndabókin untamed eftir steve bloom
10. emily strange peningaveski úr dogma
11. reykelsi úr exodus
12. lækningu við sóríasis
13. ferðageislaspilara með hristiv?rn og góðum heyrnatólum
14. kreprúmföt
15. fótsíðan frottenáttslopp með hettu
16. kisu pipar og saltkvarnirnar úr pipar og salt
17. kisu svuntuna úr pipar og salt


halló!
móðir vor er semsé búin að uppgötva veraldarvefinn og því vissara að fara að passa orðaflauminn. en fokk it! ég get ekki verið öðruvísi en ég er... nú er ég að borða langloku og gæla við hugmyndina þegar líf mitt verður aftur rólegt. u.þ.b. næsta mánudag... en seinasta þriðjudag festi ég kaup í einni lítilli, hvítri og sætri ibook tölvu. gaman að vera orðin ein af þeim sem eiga fartölvu. nú er bara ein nefaðgerð eftir og ég get farið að hanga á pravda. ég skil samt ekkert í tölvunni því ég kann bara á itunes og lítið annað. þess vegna þarf ég að brjóta odd af oflæti mínu og valsa niður í apple búð og biðja um hjálp. maðurinn sem seldi mér tölvuna sagði: "þú setur bara diskinn í og þá er þetta tilbúið, ekkert mál!" whaaaaaat!!!! það er víst mál. ég er viss um að ég sé búin að klúðra einhverju því ég les ekki leiðarvísa.... gotta go. konan sem leysir mig af er ekki hress í dag og ég vil ekki vera of sein. sjáumst í kaffinu.

gestabók & jólaóskalisti 2004

1. sex & the city, 6. sería á dvd
2. jóganámskeið
3. kirsuberjaregnhlífin í tösku - og hanskabúðinni
4. ilmvatnið mania frá armani
5. fartölvutaska, stelpulega fyrir 12" tölvu
6. sex & the city bókin
7. bókin um ólöfu eskimóa
8. andy warhol skissubókin í pennanum
9. ljósmyndabókin untamed eftir steve bloom
10. emily strange peningaveski úr dogma
11. reykelsi úr exodus
12. lækningu við sóríasis
13. ferðageislaspilara með hristivörn og góð heyrnatól
14. kreprúmföt
15. fótsíðan frottenáttslopp með hettu
16. kisu pipar og saltkvarnirnar úr pipar og salt
17. kisu svuntuna úr pipar og salt


þriðjudagur

jæja. þetta er orðið aðeins betra. afsakið skapgerðarbrestina á föstudainn. málið er bara að ég þoli ekkert. ef ég er búin að eyða einum degi í að vera stressuð og kvíðin, þarf ég allavega eina kvöldstund í einveru og símaleysi. þannig er ég bara. ég er 25 ára líkami með anda 93 ára gamallar konu. það hljómar betur ef ég set þetta bara á reikninginn "að vera með gamla sál". nema hvað að seinustu daga, jafnvel vikur er búið að vera alltof mikill órói fyrir minn smekk. og auk þess líður mér verulega illa í vinnunni og langar mest til að hverfa úr starfi eða kannski hrinda einni manneskju niður stiga... síðan er það þessi sýning og opnunin er næsta laugardag bara svo þið vitið. nánar um það síðar. en mér finnst bara þessi illgresis hópur ekki vera nógu heilsteyptur og nokkrir mættu leggja sig betur fram. en svo má maður aldrei segja neitt. það kæfist í fjöldanum á íslandi að vera stundvís og ef þess sjást hin minnstu merki að maður vilji gera hlutina á réttum tíma er maður talinn óeðlilegur. ég er orðin þreytt á því... mig langar heim og undir sæng.

gestabók & jólaóskalisti 2004

1. sex & the city, 6. sería á dvd
2. jóganámskeið
3. kirsuberjaregnhlífin í tösku - og hanskabúðinni
4. ilmvatnið mania frá armani
5. fartölvutaska, stelpulega fyrir 12" tölvu
6. sex & the city bókin
7. bókin um ólöfu eskimóa
8. andy warhol skissubókin í pennanum
9. ljósmyndabókin untamed eftir steve bloom
10. emily strange peningaveski úr dogma
11. reykelsi úr exodus


föstudagur

viðbjóðslegur dagur og ég er í hrikalega vondu skapi. það eru jarðskjálftar inni í mér. ég vill að sjálfsögðu þakka helvísku túristunum sem gista á gistiheimilinu sem starfrækt er í sama húsi og ég bý í fyrir að halda viðbjóðslegt og hávært partý til 3:30 í nótt. djöfulsins andkotans fífl. ef þetta gerist aftur í kvöld hringi ég á lögregluna. nema hvað að ég er fullviss um að lögreglan myndi aldrei svara kalli mínu af því að ég tala eins og 5 ára barn. því eru miklar líkur á því að andskotans viðbjóðs djammglöðu túristarnir sem örugglega keyptu eitthvert pakkatilboð til íslands undir nafninu a dirty weekend in iceland munu berja mig og drepa í nótt þegar ég fer ævareið og banka á dyrnar hjá þeim og bið þá að lækka. þegar ég svo hringi á lögguna munu þeir ekki trúa mér af því að ég tala eins og andrés önd á helíumi. og túristarnir halda áfram að döðlast á helvísku íslensku hórunum sem mega muna fífil sinn fegri eins og konan á síðunni hjá betu. fukc it og fuck them all!
og svo til að bæta gráu ofan á svart asnaðist ég til að vera módel á ljósmynd fyrir auglýsingu sem verið var að gera fyrir pennann. ég fylltist bara í augnablik af drambi og fannst ég vera merkileg og sæt og þess vegna sagði ég já. nema hvað að mitt í öllu man ég að ég myndast ekki vel, reyndar er það bara afsökun fyrir afmynduðu greppitrýninu mínu. og nú er búið að hengja þennan óhróður upp í öllum mál & menningar og pennabúðunum. mannhæðarhátt og viðbjóðslegt. mér verður örugglega lógað í næsta húsasundi. og það sem gerir þetta líka enn meira niðurlægjandi er smánarlega upphæðin sem ég fékk fyrir þetta. það er alltaf verið að niðurlægja mig. fólki liði held ég best ef ég færi um allt allsber, skríðandi á 4 fótum með múl í kjaftinum. miðað við hvernig ekkert af fólkinu sem vinnur með mér og er komið yfir 35 ára hlustar á mig. gargar á mig skipanir, forðast augnsamband þegar ég vil konfront og segir mig sjálfselska af því að ég vill standa mig vel í tónlistarumsjóninni. og hvar ætli að launahækkunin sé svo sem mér var heitið gengi allt vel. auðvitað mér tilkynnt eins og mongólíta sem gerir lítið annað en að stinga fingri upp í rassgat. ég hata allt og alla í dag.

gestabók og jólaóskalisti 2004:

1. sex & the city, 6. sería á dvd
2. kirsuberjaregnhlífin úr töskuku-og hanskabúðinn á skólavörðustíg
3. ilmvatnið mania frá armani
4. fartölvutaska
5. sex & the city bókin
6. bókina um ólöfu eskimóa
7. andy warhol skissubókina
8. ljósmyndabókina untamed eftir steve bloom
9. emily strange peningaveski úr dogma
10. öll góðu reykelsin úr exodus
11. jóganámskeiðfimmtudagur

ef ég kann ennþá að telja eru 44 dagar til jóla í dag og mig kitlar í mallann. skjár einn ákvað að leggja mig ekki í einelti í gær eins og þessi bévítans stöð hefur að undanförnu gert við mig og þungaða svil/vinkonu mína. þá hefur stöðin sér til gaman endursýnt þætti sem ég hef beðið eftir í viku, slefandi af tilhlökkun. það er ljótt að níðast á fólki sem skipuleggur líf sitt eftir sjónvarpinu. hvort sem er þungað eður ei.
ég þarf núna að nota restina af matnum til að skrifa þjónustufulltrúanum mínum aumkunnarvert bréf.
lifið heil!

gestab?ók og j?óla?óskalisti 2004:

1. sex & the city, 6. sería á dvd
2. kirsuberjaregnhlífin í t?ösku-og hanskab??úðinni á sk?ólav?ör?ðustíg
3. ilmvatni?ð mania frá armani
4. brj?óstaminnkun og nefa?ðger?ð
5. fart?ölva, ibook me?ð 12" skjá
6. sex & the city bókin
7. b?ókina um ?ól?öfu eskim?óa
8. andy warhol skissub?ókina
9. ljósmyndabókina untamed eftir steve bloom


þriðjudagur

en út frá því að geðlæknirinn minn sagði að ég væri á svona góðu róli fór ég að velta því fyrir mér hvers vegna að það væri. eins og þið lásuð í gær er það ekki útaf lyfjum og suuuuureeee, ég og mr. tinna erum reunited and i´m sooooo in luuuuuuuv, en það er samt eitthvað annað líka. og þarna í rökkrinu heima hjá mér, hálfpartinn um miðja nótt rann það upp fyrir mér hvers vegna ég er svona happy. það er útaf ykkur! ekki alveg bókstaflega, en það er a.m.k. 90% þessu bloggi að þakka. þetta er bara eins og annars konar geðlæknir því hér opna ég mig algjörlega og það er frábært og lætur mér líða vel. i´ve got the whole world in my hands...... en á fjörur mínar rekur einstaka sinnum hlutur sem ég get ekki talað um og þessi sem um ræðir fjallar m.a.s. um mig....
see ya!

gestabók og jólaóskalisti 2004:

1. sex & the city, 6. sería á dvd
2. kirsuberjaregnhlífin í tösku-og hanskabúðinni á skólavörðustíg
3. ilmvatnið mania frá armani
4. brjóstaminnkun og nefaðgerð
5. fartölva, ibook með 12" skjá
6. sex & the city bókin


mánudagur

en hvað um það...
seinasta miðvikudag hjá geðlækninum fannst henni sniðugt að minnast á að ég tæki langt jólafrí frá henni því að ég væri á svo góðu róli og væri búin að vera lengi. og án allra lyfja nota bene! er sérlega á móti geðlyfjum þó ég beri alveg virðingu fyrir því að sumir þurfi þau og skilji það næstum því. til dæmis um þetta góða ról mitt er ég mikið í því að reita af mér brandara hjá henni um dramantíska æsku mína og skil sjaldnast við hana að 40 mínútum liðnum öðruvísi en skellihlæjandi. þá meina ég að hún er skellihlæjandi. henni finnst t.d. alltaf jafn fyndið að ég geti ekki notað orðið eða setninguna: ,,að fróa sér". plííííííís. ég fæ hroll af því að skrifa það hvað þá að segja. ekki taka þessu eins og að ég sé alltaf að ræða fróanir en það ber nú stundum á góma og þar sem að ég sýndi alltaf mjög sterk ofnæmisviðbrögð þegar ég þurfti að segja þetta orð... fróa, brá ég á það ráð að finna annað orð eða setningu yfir þessa athöfn sem nú heitir á góðri tinnískri íslensku: ,,að skera grænmeti". þetta finnst geðlækninum mínum alveg ofboðslega fyndið en ykkur er frjálst að nota þetta ef þið eigið í sömu vandræðum og ég og fellið tár af blygðun ef fróun ber á góma.
ég verð samt að viðurkenna að mér varð um og ó þegar hún nefndi að ég gæti tekið langt frí. allt í einu stóð ég mig að því að finna upp vandræði og vesen til að hún léti mig taka allan desember. reyndi meira að segja að kreista út tár og allt. en að endingu sagði hún mér þó að ég réði þessu alfarið og ef ég fyndi eitthvað hrikalegt vera í andlegu aðsigi gæti ég alltaf droppað við. ahhhhh... mikið elska ég geðlækninn minn...
see ya!

gestabók og jólaóskalisti 2004:

1. sex & the city, 6. sería á dvd
2. kirsuberjaregnhlífin í tösku-og hanskabúðinni á skólavörðustíg
3. ilmvatnið mania frá armani
4. brjóstaminnkun og nefaðgerð
5. fartölva, ibook með 12" skjá
6. sex & the city bókin


góðan dag.
ég er í alvöru farin að halda að það séu illir andar heima hjá mér. ég er alltaf með svona tilfinningu eins og ég sé ekki ein þar. brrrrrr, krípí... og nú er ég búin að jinxa þessu með því að minnast á það svo að í kvöld mun ég líklega deyja úr hræðslu. ekki nema að þetta sé bara af því að veggirnir eru svo þunnir þarna á grettishofi. ég véla líka bara mr. tinna til að núðla hjá mér. við erum að fara á forgotten í kvöld. það tók nú talsverðan tinnískan sanfæringarkraft til að fá mr. tinna til að koma með á þá mynd. það var ekki fyrr en ég dró ásinn fram úr erminni og gerði atlögu að karlmennsku hans að hann fékkst til að koma með og horfa fram hjá óttanum. þetta er nefnilega einhver sálfræðitryllir, elska þá, og elsku litli drengurinn hafði áhyggjur af því að verða hræddur. en ég vann!
gestabók og jólaóskalisti 2004:
1. sex & the city, 6. sería á dvd
2. kirsuberjaregnhlífin í tösku-og hanskabúðinni á skólavörðustíg
3. ilmvatnið mania frá armani
4. brjóstaminnkun og nefaðgerð
5. fartölva, ibook með 12" skjá


sunnudagur

ástæðan fyrir því að ég hef ekki sést hér undanfarið er sú að ég hef verið í óðaönn að semja jólagjafa-óskalistann minn. það krefst mikils tíma og þolinmæði. jú, vissulega er ég 25 ára en það þýðir ekki að mann hætti að langa í jólagjafir. einnig skrapp ég til barbados og sótti litla strútsungann sem ég ákvað að ættleiða á þessum síðustu og verstu.
bush eða runni eins og ég kýs að kalla durginn var aftur kosinn. það er því augljóst að bróðurpartur bandaríkjamanna er haldinn sjálfseyðingarhvöt og vill deyja ekki seinna en strax. ég skil ekki hvað er að heiminum í dag. ég botna bara ekki neitt í neinu. af hverju vill enginn að hlutirnir verði betri? og ég held bara satt að segja að þessi kerry eða karrí eins og ég kalla hann hafi verið litlu betri. kannski ekki eins herskár og helvíska heimska drullusóunin á lífi hann runni en samt slæmur. t.d. á móti hjónavígslum samkynhneigðra sem er það undarlegasta sem ég veit. og líka á móti fóstureyðingum sem einnig er mjög furðuleg afstaða. og það er ekki af því að MÉR finnst það heldur af því að það ER asnalegt. arrgghh! það spólar allt inn í mér af reiði.
i´m out of here!
gestabók

þriðjudagur

ég hata þegar ég geri stafsetningarvillur og þær sjást í heilan sólarhring áður en ég get lagað þær... mig vantar skáldagyðju ég er svo andlaus, og þunglyndið er byrjað að naga mig í hælana. bara að ég væri eins og fólkið í bílaauglýsingunum, ástfangin af bílnum mínum að keyra í snjó...
gestabók

mánudagur

úr því að ég er það merkileg að það séu til myndir af mér á internetinu er ekki úr vegi að hafa bara mynd af mr. tinna í staðinn. kem aftur á morgun.
see ya!

gestabók

miðvikudagur

ég hlakka svo til airwaves að ég er að pissa í buxurnar. ég er alveg búin að velja föt fyrir hvern dag... neiiii, gríííín.
ég nenni samt ekki að blogga þessa dagana og trúi því að best sé að pína sig ekki til þess. vona að þið verðið þolinmóð við litla rassalinginn.
see ya!
gestabók

föstudagur

halló krakkar mínir!
blogg dagsins er tileinkað þorra litla guðsbarni því hann á afmæli í dag og er ef ég man rétt, 24 ára gamall. voðalega eiga margir afmæli um þetta leyti. getnaður minnar kynslóðar hefur semsé að mestu átt sér stað á febrúarmánuðum... athyglivert.
annars er allt gott að frétta af mér. ákvað bara að taka mér smávegis bloggfrí og eyða hádegismatnum í að borða ofboðslega mikið í staðinn fyrir að blogga. það gerði ég af því að mig dreymir um að vera þunguð eins og allir virðast vera í kringum mig um þessar mundir. ég gat fullkomlega séð samasem merki á milli þess að ég borðaði mikið og að allir í kringum mig væru ófrískir. ég er búin að uppgötva 5. ófrísku manneskjuna sem ég þekki. nú eru 2 af bestu vinkonum mínum ófrískar, mágkona mín og 2 kunningjakonur sem ég kynntist báðum í Hollandi er ég var þar við nám. ég er ekki alveg búin að setja fingur á það en ég veit að það er eitthvað mjööööög kosmískt við þetta allt saman, ekki kómískt heldur KOSMÍSKT. þetta getur bara ekki verið eðlilegt, og það sem er enn óeðlilegra er að mig langar til að vera með.
í gær fór ég í 4. tannlæknaferðina mína. ég er ennþá yfir mig þakklát fyrir að fá að borga þetta eftir hentugleika fátæklingsins. ég hef líka komist að því að það er ekki tannlæknirinn sem ég hata heldur andskotans borinn. hver fann þetta upp? hvaða aumingja þarf ég að elta uppi í helvíti og lemja? nú er búið að gera við holur og þá er komið að aðal fjörinu. þann 25. október n.k. bætist við lítill fjölskyldumeðlimur í tanngarð tinnu. hún heitir króna og mun taka stöðu gamallar vinkonu sem þurfti frá að hverfa. sú var búin að slíta sér út eftir áralanga þrælkun í munni mínum. ég bið ykkur öll um að taka vel á móti henni krónu og af gefnu tilefni verður innflutningspartý.
see ya!

gestabók

þriðjudagur

ola!
ég hef verið í fríi. allt sem ég geri í dag er tileinkað superman. auk þess er þetta blogg tileinkað hullmazter og þrándi sem áttu afmæli 5. og 7. október. luv ya!
gestabók

mánudagur

þessi kona er það fegursta sem ég hef á ævinni séð. þúsund sinnum sætari en marilyn monroe verð ég að segja og hryggja kærastann minn um leið. ef ég eignast einhvern tímann aftur kærustu á hún að líta út alveg eins og jayne mansfield. sú var tíðin að konur höfðu mjaðmir, rass og brjóst. nú erum við deyjandi tegund...
í morgun fór ég til kvensjúkdómalæknis. maður tryggir ekki eftir á svo að best er að hafa vaðið fyrir neðan sig og láta tékka á sér. ég er endalaust að heyra hryllingssögur af konum sem huga ekki að eggjastokkunum sínum og líða svo útaf einn daginn, grasserandi í krabbameini. svo var það líka þessi þarna í sirrí sem var ófrísk án þess að vita það. ég held að maður þurfi að vera þroskaheftur til þess að það gerist en þetta hafði samt óskaplega mikil áhrif á mig auk þess sem að ég efast oft um gáfnafar mitt svo ég vildi vera viss um að það væri ekki kríli í mallanum. en það er sama hversu oft maður fer til "svona" læknis, ég er alltaf með kvíðahnút allan tímann. og alveg fram á síðustu stundu þegar ég sit á biðstofunni er ég að hugsa um að gera mér upp veikindi og afboða. en svo um leið og þessari kvöl og pínu er lokið er maður svo ósköp feginn. sérstaklega þar sem að ég er jafn stálhraust og unglingspiltur... eða stúlka er kannski meira viðeigandi.
seinasta föstudag var ég líka í kólestról, blóðfitu, blóðþrýstingsmælingu og kjörþyngdarmælingu. allt í boði gunnars dungal. og svo ég noti orð hjúkrunarkonunnar(engar ýkjur), ég er fullkomin. allt í orden og vellistarstandi í tinnu líkama. fyrir utan tanngarðinn... *umfh* & snökt. andskotans, helvítis... ég er að fara til tannsa á morgun og mér er meinilla við það. ein ferð til hans jafnast á við 5 ferðir til kvensjúkdómalæknis á einum degi. og peningurinn! ég þarf að biðja hann um að sjá auman á mér og fá að borga þetta í mörgum hlutum frá og með næstu mánaðarmótum... arrrrrgh!
tinnbert.
gestabók

sunnudagur

halló!
eins og þið lesið var ég ekki étin af hvali í gær. og andskotinn hafi það, ég sá ekki einu sinni hval. við sáum einu sinni uggana á þremur höfrungum sem voru að leika sér, það var rosa sætt og allt það nema að það var það einasta sem við sáum. fyrir utan bibba sem varð bara ímyndunarveikur af sjóveikistöflunum og sá moby dick í hverju horni og ég held að ég hafi bara orðið lasin af þeim. allavega líður mér stórundalega í líkamanum í dag. ekki nema að ég hafi ofkælst á trillunni. afsakið, en gæti ég nokkuð fengið endurgreitt? hvað er þetta með mig? mér finnst sjaldnast tilhlökkunarefni mín takast. maður þarf augljóslega að vera með krabbamein á lokastigi og búin að missa allt hárið með vefjahött og næpuhvítur í framan að láta langþráðan draum rætast til að líf manns sé nógu dramatískt til að fá að sjá nokkra hvali. og farastjórinn var kona augljóslega með kynlíf og tilheyrandi á heilanum því það eina sem hún talaði um var hversu stóran böll hvalir væru með og að höfrungar stunduðu kynlíf sér til ánægju eins og við og apar. og setningin "a feast down below" rann a.m.k. þrisvar sinnum af vörum hennar. for the love of god! en þetta var nú ekki alslæmt og óskaplega rómantískt. við hjónin vorum nú ánægð. ekki hlusta á mig. ég er bara með óráði og lasin.
við brugðum oss svo á grænan kost svona til að fullkomna daginn. ég er lengi búin að hlakka til að borða þar. baunabuffið er í miklu uppáhaldi hjá mér síðan að ég var að vinna þarna endur fyrir löngu. en auðvitað var það ekki í boði. einasta skiptið sem að ekki er baunabuff á boðstólnum og ég fer á grænan kost. tilviljun eða yfirgengilegt forsjónarhatur í minn garð? en ég fékk mér einhverja agalega huggulega fyllta burritos með grænmeti og tilheyrandi. voða gott og ég verð södd fram á miðvikudag.
þessi dagur er síðan alveg búin að tapast. til stóð að vakna snemma. arka heim frá mr. tinna og taka til. það er í fyrsta lagi viðbjóður heima hjá mér og í öðru lagi er stóra systir að koma í kaffi á morgun og kannski fleiri svo að maður vill nú hafa aðeins huggulegt. en hér í karlafaðmi er ég búin að vera í allan dag, slompuð og dáldið lasin. æji, ég nenni ekki að skrifa meir. er farin að sjá óskýrt...
see ya!

gestabók

föstudagur

13 tíma vakt... tíminn líður samt hratt og það eru 2 og hálfur tími eftir. ég vildi bara kveðja ef ég dey í hvalaskoðununni á morgun. maður veit aldrei og á ekki að að hrósa happi fyrr en aftur á þurru landi.
birta mín er að fara að koma! jibbí og jalla allalalallla!
haldiði að kærastinn minn hafi ekki bara komið í rómantíska heimsókn, búin að finna fallega lagið úr umferðarstofu auglýsingunni og brenna það á disk fyrir little miss me. ó hve ótt mitt hjarta slær fyrir þennan mann. ég er rosa ástfangin. vonandi er það í lagi... allt er öðruvísi og allt er bleikt... ekki hlusta á mig. ég er bara svona væmin af því að ég er fullvissuð um að ég verði étin af hvali á morgun.
luv ya!
gestabók

blogg dagsins er tileinkað urði sem er tventífokkíngfæv í dag og álfinum á græna hjólinu sem átti afmæli á miðvikudaginn... megi þið lengi lifa í ást og súkkulaði...
gestabók

hér með leiðréttist að unnusti birtu besta skinns, hann ranúr vann ekki bestu heimildarmyndina á nordisk panorama heldur bestu stuttmyndina. það er þó ekkert síðra. og rétt skal vera rétt!
gestabók

miðvikudagur

hef komist að því að munnur minn er beitt sverð. ég gleymi mér nefnilega stundum og tala of mikið. ekki þá mikið í merkingunni mikið magn heldur tala ég af mér. enn og aftur, ég skil ekki alveg leyndarmál. eða öllu heldur þá hef ég ekki sans fyrir því hvað á að vera leyndarmál og hvað ekki. vissulega þegi ég yfir stórfréttum eða litlum sem mér eru sagðar í trúnaði en stundum þegar mér er sagt eitthvað sem mér finnst vera afskaplega ómerkilegt og ekki er ítrekað við mig að þegja yfir því eru allar líkur á því að ég tali um það við einhvern annan. kannski minnist ég á það hlæjandi í gríni eða bara gleymi því. svo ómerkilegar þykja mér þannig sögur. og maður í einlægni sinni gerir þau heiftarlegu mistök að segja manneskju þessar ómerkilegu upplýsingar af því að ekki hvarflar að manni að nokkrum öðrum geti þótt vert að tala um þetta. en svo er nú aldeilis ekki. fólki tekst að snúa útúr öllu, misskilja, rangtúlka og svo andskotast til að blaðra sinni útgáfu út um allt. sumt fólk virðist njóta sín best þegar það hefur sögur sem eru 1/5 upprunalega sagan til að segja öðrum. þetta fólk á svo ömurlegt líf og bera heitið slúðrarar. ótrúlegt að maður geti ekki í sakleysi sínu rætt málefni líðandi stundar án þess að svona pöddur geri leiðindi úr því.
þegar ég kom heim í gær úr lítilli kaffihúsaferð með þorra og þrándi gekk ég í breytingar inni í svefnherbergi. ég er tilbúin til að reyna allt til að losna við myrkfælnina. ég snéri öllu svefnherberginu við og færði rúmið um set. en þegar öllu var á botninn hvolft var þetta svo hundljótt að ég skal þola hvaða illu öfl sem sveima þarna um herbergið mitt frekar en að horfa á þessa sjónmengun. að endingu svaf ég bara með kveikt á litla hjartalampanum sem bibbert gaf mér eitt sinn. það var líka sérdeilis rómantísk og rauð birta í herberginu mínu í alla nótt. nú þarf ég bara að fara að ala hana páku upp sem heldur fyrir mér vöku hálfa nóttina með óþekkt. ef það eru ekki draugarnir þá eru það börnin...
jæja jæja. það lítur út fyrir að illgresi sé komið með húsnæði. jibbííííí!
ég vil líka tileinka blogg dagsins rúnari sem er kærasti birtu besta skinns. hann vann nefnilega verðlaunin fyrir bestu heimildarmyndina á nordisk panorama í gær. til lykke ranúr! hann lengi lifi, húrra húrra húrrrrrrrraaaaaaa!
see ya!


þriðjudagur

ég er alveg ofboðslega þreytt í dag. mig langar alveg ofboðslega að fara heim eftir vinnu að sofa. þegar ég hef snúið rúminu mínu...
á sunnudaginn eftir vinnu fór ég lallandi heim. klukkan var alveg að verða hálf 23 og ég hugði mér gott til glóðarinnir að kúra undir teppi með kvöldrettunni. kannski kíkja á einhverja skandinavíska kvikmynd á rúv eins og hjá þeim rúvverjum tíðkast að sýna á sunudagskvöldum. en þá var bara þessi fjárans kvikmynd, bowling for columbine í sjónvarpinu. ekki að það sé ekki framúrskarandi heimildarmynd sem sýnir manninn eins og hann er heldur var ég augljóslega búin að gleyma áhrifunum sem hún hafði á mig þegar ég sá hana í bíó á sínum tíma. og djöfullinn hafi það! eftir smástund var mér farið að líða óskaplega illa. ég ákvað að láta staðar numið og fara bara að sofa enda tárin byrjuð að leka. en ég bara gat ekki slitið mig frá og að endingu stóð ég hágrenjandi með tannkremið og tannburstann lekandi úr munnvikunum á mér þegar það var sýnt þar sem piltarnir æða um allan skólann þarna í littleton og skjóta allt og alla. þvílík skelfing. ef það er eitthvað sem lætur mann missa trúna á mannkynið þá er það þessi mynd. ekki tók svo betra við í bólinu og hér á eftir kemur ekki saga um dugleysi mannsins míns. heldur er það þessi bók sem ég er að lesa. og ekki get ég látið hana frá mér frekar en ég gat hætt að horfa á þessa mynd þarna. þetta eru bara hryllilegar frásagnir kvenna sem hafa endað í fangelsi eiginlega eingöngu fyrir tilstuðlan óréttlætis lífsins. æ mig auma... ef það er ekki dramantík í mínu eigins lífi þá leita ég hana bara uppi annarsstaðar. ég hlýt að vera einhversskonar kisti...
muna: fock með sirrý á morgun: fólk með félagsfælni: símafóbía
see ya!
gestabók

þetta með myrkfælnina er alls ekki lengur fyndið. ég þurfti að sofa með ljós í nótt ég var svo hrædd. og hjartað ætlar útúr líkamanum þegar ég slekk ljósið og pakka mér inn í sængina í hræðslukasti. samstarfskona mælti með því að færa rúmið og það hyggst ég gera að lokinni vinnu í dag. vona að það virki.
annars er stóra systir að fara til tyrklands. ég vona að hún verði ekki rotuð, rúllað inn í stórt tyrkneskt flókateppi og stolið úr henni nýrunum. maður fer aldrei of varlega í evrópu.
tinnbert.
gestabók

mánudagur

jæja jæja... ég ætlaði í bankann í hádeginu en hætti við af ótta. nógu mikill raunveruleiki á mánudegi að fara í mat til mömmu í kvöld. ég stefni á að gera tvo hluti í þessari viku og ég skal gera þá. númer eitt að fara í bankann og númer tvö að fara með kápuna mína í styttingu.
gestabók

yndislegur morgunn fyrir utan að það er mánudagur. eftir tvo daga verður þó eins og það hafi aldrei verið... loftið er svo gott og ég uppgötvaði í morgun í morgunsturtunni að fuglarnir syngja annað lag á haustin en þeir gera á vorin og sumrin. takiði eftir því næst þegar þið heyrið í þeim... en það er kannski bara eitthvað sem allir vita og ég svona upprifin í barndómi mínum. það er allt svona krispí úti og það er eins og allt sé skýrara. ætli gleraugnanotkun minnki á haustin? ég elska það og mér finnst næstum eins og að ég ætti að mæta í skóla frekar en að fara að vinna. af því að það er það sem maður gerir á haustin. fer í skóla. ég hef nefnilega komist að því, talandi um skóla að þvert á við það sem ég hef haldið um nokkurt skeið er ég dauðhrædd við að vera fullorðin. þ.e. þegar það starir svona bókstaflega í augun á manni eins og nú þegar allir eru að gifta sig og eignast börn. ég hélt alltaf að það væri nóg að borga bara reikninga og búa einn...
gestabók

sunnudagur

þessi viðbjóður í gestabókinni er að æra mig. vík burt skítuga hóra! hvernig í fjáranum losna ég við hana? ég á ekki til orð yfir geðveikinni og dóaskapnum að vírusa bara einhverju klámi á gestabókina manns eins og ekkert sé.
og annað... ég verð að viðurkenna eitt. ég fór ekki á grasrótaropnunina í gær því ég er svo rosalega niðurbrotin, sár og bitur yfir því að hafa ekki fengið að vera með.
tinnbert.
gestabók

allavegana...
haldiði ekki bara að forest withaker og julia stiles hafi verið þarna á nordisk panorama. mér fannst það mjög merkilegt því ég er alltaf alveg yfir mig heilluð af svona frægu fólki. ekki að mér dytti nokkurn tímann til hugar að reyna eitthvað við þau að tala. fyrir utan bill clinton náttúrulega þarna um daginn. en ég stóð örstutt frá þeim og finnst það magnað.
nú hefi ég hugsað mér að gerast heimsforeldri og ætla mér að vinna í því næstu mínúturnar eða það sem eftir lifir af matartímanum.
see ya!
gestabók

juckie powder! damn those sundays!
ég er sumsé í vinnunni og í þokkabót mætt hálftíma fyrr til að geta vafrað um internetið. ojj! ég er að vinna til tíu í kvöld og ég sem er akkúrat í stuði til að hafa það notalegt í meyjarskemmunni. annars var nú huggó að vakna eldsnemma í morgun með kæró. hann er sætur og sætur þegar hann sefur... ahhhhh. við fórum á nordisk panorama á föstudagskvöldið. ég var pínu stressuð og kvíðin fyrir það því ég er náttúrulega kvíðasjúklingur af gluðs náð. þó sérstaklega samt af því að ég er ennþá með sérlega miklu fitubollu komplexana og er orðin sannfærð um að ég eigi ættir að rekja í einhvern hvalastofn. og svo var ég náttúrulega kvíðin því ég sá fram á að þurfa að mingla. nema bara það að ég mingla ekki. það er staðreynd. ég bara alls ekki mingla og reyni eftir bestu getu að koma mér ekki í aðstæður þar sem þörf gæti orðið á mingli. öðru nafni innihaldslausar samræður við fólk sem gæti ekki verið meira sama hvort ég væri lífs eða liðin. en því fór sem fór... bibbi þurfti nefnilega að redda inn einhverjum ameríkana sem heitir jared. í fyrstu setti ég upp frontinn minn sem á stendur; "ég mingla ekki". ameríkaninn virtist kunna að lesa hann og gerði engar óþarfa tilraunir til að tala við mig sem gladdi mig. en svo kom að því sem ég óttaðist mest og það var að þura að vera ein með ameríkananum. bibbi þurfti eitthvað að gera og ég og hinn umkomulausi jared, sem bæ ðe vei flutti til íslands frá baltimore því hann elskar svo sigur rós. og af því að ég nennti ekki að láta hlutina verða vandræðalega byrjaði ég bara að spjalla við jared. og viti menn! það opnuðust í orðsins fyllstu flóðgáttir. ég talaði og spjallaði og ræddi við jared eins og veið hefðum þekkst í áratugi. og ekki um innihaldslausa rassahluti, heldur hluti sem skipta máli. ég vi þakka þessa nýfundnu gáfu mína bjórnum sem var sörveraður þarna ókeypis. en þetta gat ég. ég sem hef alltaf haft þá skoðun að mér væri þetta lífsins ómögulegt og að engum gæti þótt nokkuð merkilegt sem ég hefði að segja. en jared hló og hló og spjallaði á móti. svo að núna á ég nýjan amerískan og þrítugan vin. og er gædd nýrri samskiptagáfu. the art of mingle by tinnbert.
see ya!
gestabók


föstudagur

til hamingju með afmælið í dag kata! ég gleymdi símanum heima svo ég get ekki sent henni afmælis sms og ég gleymdi líka blogg bókinni góðu heima. það er nú mikill og stór doðrantur sem geymir allar mínar spekúlasjónir um lífið og tilveruna. ég kemst nú reyndar sjaldnast yfir að skrifa þetta allt sem ég hugsa um og skrifa í einverunni. bara til að það sé á hreinu sit ég ekki ein inni á mokka á síðkvöldum með alpahúfu og gulan blýant með nöguðum enda og stari dreymin út í loftið tímunum saman með einstaka pásum til að skrifa niður djúpar hugsanir mínar. þetta fer allt fram innan veggja heimilisins. en þar sem að bloggbókin er heima, man ég ekki hvað ég ætlaði að skrifa í dag því ég er með athyglisbrest.
bryncí best bud kom í gær því það var saumaklúbbur, tveggja konu saumaklúbburinn lónlí blú boys. hún er ennþá ófrísk og ég fæ kvíðahnút í minn malla í hvert sinn sem við þurfum að ræða þessar breyttu aðstæður. eins og að ég hafi einhverja ábyrgð að bera í þessu máli. ég væri nú svosum alveg til í svona litla sæta bumbu ef það bara fylgdi ekki barn með...
ég ætla að vera typsí í kvöld.
see ya!

gestabók

fimmtudagur

voða eru allir alltaf indælir hérna... ég myndi eins og áður sagði gjarnan þiggja þetta lag á cd kæri frænkumaður.
ég er fædd í starfið beta dúll! eins og ég hafi aldrei gert neitt annað!
birta! geturu ekki komið þegar airwaves er? við gætum farið og séð 9/11... "wink", híhíhí...
eníveis... ég átti góða einveru í gær, aftur. og horfði á uppáhaldið mitt, american next top model og stakk puttanum upp í kok og gubbaði eftir kvöldmat í anda þemans. gríííín.... reyndar var óvenjumikið grenjað í þættinum. mig undrar að súpermódel hafi tíma til að sitja fyrir og taka þátt í tískusýningum þegar megnið af tíma þeirra virðist fara í að gráta.
og svo var the l word á eftir sem ég er reyndar aðeins farin að efast um... kannski að ég geri miðvikudaga bara að ofisíal einverudögum... þessi l word sem ég var í fyrstu svo glöð að fá á skjáinn snýst næstum ekki um neitt annað en lessur í sleik. ekki að ég sé ekki hrifin af því, og af hverju er ég þá að kvarta? mér finnst bara eitthvað svo viðbjóðsleg tilhugsun að það séu einhverjir fordómafullir, madsjó spennurúnkarar heima hjá sér að fá úr honum bara af því að það eru naktar konur í sleik á skjánum. það vill oft vera þannig með menn og samkynhneigðar konur, ég tala af reynslu. eða er það kannski bara ég sem er með fordómana? það er í það minnsta lesbía sem framleiðir þessa þætti veit ég...
ég vann heimavinnu í gær og tók með mér heim 2 diska með hljómsveitum sem verða á airwaves. eins og þið lesið, mjööööög metnaðarfull í þessu nýja starfi. önnur hljómsveitin heitir to rococo rot og er þýsk(landar mínir). mér fannst þeir ekki skemmtilegir, þetta var einhvers konar unglinga elektróník. minnti mig á þegar ég var í fb en var alltaf á tónleikum í norðurkjallara því að mh strákar þóttu góður kostur. what ever! ég ætla ekki að sjá þá á airwaves...
en svo hlustaði ég á four tet sem mig minnir að séu breskir. það er líka elektrónók en rosa skemmtileg og mjög falleg. ég ætla að sjá þá. þetta hækkar þá töluna upp í 15 hljómsveitir sem ég ætla að sjá á airwaves. það gerir 333 kr. fyrir tónleikana ef ég kaupi mér armband eins og ætlunin er. það er allt í þessum heimi farið að borga sig.
ég varð samt pínu deprimeruð í gær og velti fyrir mér hvort ég væri að gera það sem ég geri af því að mér líkar það eða af því að ég hef ekki hugrekki til annars...
see ya!

gestabók

miðvikudagur

jæja jæja. þá er ég byrjuð að tapa mér í airwaves. ég er nokkurn veginn komin með allar hljómsveitirnar sem ég kemst yfir í búðina mína, þ.e. geisladiskana með þeim. og ég hef komist að því að ég vil sjá 14 af þeim þúsund eða eitthvað álíka, hljómsveitum sem spila á airwaves. það gera þá 357 krónur á tónleika ef ég kaupi mér armband á 5000 kall. svo þetta margborgar sig allt saman. annars beini ég ykkur svo, ljósin mín í pennann að kaupa geisladiska. djöfull! afhverju eyddi ég matartímanum í að borða?
see ya!
p.s. auður! ef þú sérð þetta áður en ég emila þér. já takk! ég myndi gjarnan vilja þetta lag þarna. en það verður þá að vera á gamla mátann, á geisladisk meina ég. ég er svo gamaldags, á ennþá bara geislaspilara og engan i-pod, þú skilur elskan...
og annað... ætli birtan mín komi heim fyrir nordic panorama?
gestabók

þriðjudagur

ég er dáldið að vonast eftir því að komast yfir lagið sem er í nýju umferðarstofu auglýsingunni. það er óskaplega falleg útgáfa af somewhere over the rainbow...
eftir öll tárin í sturtunni í gær settist ég niður í flónel náttfötunum mínum með tiger munstrinu og horfði á survivor. ég er alveg öldungis óhress með þessa kynjaskiptingu þar. konur vs. menn er glatað og totally five minutes ago. úrelt! og hvað er þessi gaur með gervifótinn að gera þarna? díses! ég er ekki fasisti og ég trúi því að allir eigi rétt á sömu möguleikunum og lífsins gæðum en mér finnst þetta samt viðbjóður. bara af því að þetta er reality show þurfa þeir ekki endilega að dúndra yfir mann hræðilegum raunveruleikanum með limlestum manni. þetta gerði ekkert nema að framkalla hryllilegan aulahroll í hvurt skipti sem að ég sá vesalings manninn. eins og í þrautinni. mér rann nú bara kalt vatn milli skinns og hörunds þegar hann var að reyna að halda jafnvægi og komast yfir þessa slá þarna. hvað ef hann hefði ekki hert skrúfurnar nóg eða hvað það nú er sem heldur gervilimum á stubbum. gervifóturinn hefði getað hrokkið af og hann staðið þarna á einum fæti og stubbnum. líklega grátandi af blygðun og skömm. viðbjóður, alveg eins og að fara í leikhús. nákvæmlega sama tilfinningin allan tímann. jesús minn, þetta var seinasti survivor sem ég horfi á í vetur.
ég hef pantað pláss fyrir mig og bibbs í hvalaskoðun 2. október. þeir sem hata mig geta skotið tundurdufli í bátinn eldingu eftir kl. 13 þann sama dag.
see ya!
gestabók


ég fór með mömmu á terminal í bíó í gær. með eindæmum væmin mynd og oft á köflum langdregin. en ég er auðvitað svo viðkvæm, a.m.k. samkvæmt starfsfélaga mínum að ég fékk tár í augun allavega þrisvar sinnum. ég skil ekki hvernig hægt er að gráta yfir mynd sem að manni finnst ekkert sérstök... ég þorði ekki að biðja mömmu um pening af því að ég veit ekki af hverju en mér finnst það jafnframt barnalegt og ég er að reyna að vera minn eigins herra og sjá um mín mál sjálf. þ.e. redda mér úr peningavandræðum án þess að biðja mömmu um hjálp. ég er líka í þessum endalausa prósess að að reyna að skera á naflastrenginn eins og þeir kalla það. en svo í morgun fékk ég afbragðs hugmynd. ég hringdi í mömmu og bað hana um pening en í staðinn gæti ég skrifað á mig blöð og bækur fyrir hana. þarna sjáiði! minn eigins herra, reddar sér úr skíta bælinu sjálf. eða svona 80%...
ég var glöð þegar ég kom úr bíóinu því ég hafði tíma til að hreinsa aðeins til í club luv og mikið er ég hrifin af einveru. ég hefði átt að fæðast á eyðieyju... ég brá mér líka í brennheita sturtu og fór að hugsa um sorg og grát. ég hugsa alltaf mjög mikið í einveru. aðallega þó af því að mér var skapi næst að grenja því ég er með svo mikið hárlos. það sést sérlega vel þegar ég er að þvo mér um hárið og skola sápuna úr. ég get svo svarið það að það fer önnur kolla niður í niðurfallið. en í þessum þönkum komst ég að þeirri niðurstöðu að grátur í sturtu er hinn ákjósanlegasti. það er í fyrsta lagi mjög dramatískt og yfirgegnilega sorglegt að standa einn í sturtu, allsber og gráta. og enn áhrifameira er að liggja í sturtunni, allsber og gráta. svo þarf ekki að hafa áhyggjur af lekandi maskara og ef það vill svo til að maður er ekki einn í sturtunni þá sést ekkert að maður sé að gráta því að maður er hvort sem er allur blautur í framan! ég er ótrúlegur snillingur...


mánudagur

mér finnst það afskaplega leiðinlegt oft á tíðum en ég er óneitanlega ógurlega mikil frekjudós. mér finnst t.d. fúlt að 2 af bestu vinkonum mínum eru ófrískar. og það er af því að ég er nokk viss um að ég verði útundan þegar krílin fæðast. mér finnst líka óskiljanlegt þegar ég ákveð um helgar að vera bara heima og ekki fara á fyllerí að vinir mínir geri ekki slíkt hið sama og droppi sínum plönum til að vera með mér. og enn annað sem er fáránlegt að mínu mati og rosalega glatað er að vinir mínir vilji frekar vera með kærustum sínum þegar þeir gætu verið með mér. það sem er svo ofboðslega öfugsnúið og ósanngjarnt við þetta allt saman er, að ég er 99,9% viss um að ég haga mér nákvæmlega eins við nákvæmlega sömu aðstæður. hmmm....
mér finnst líka sérlega pirrandi í dag þegar ég er svo blásnauð að mér er vart hugað líf að fólk dirfist að koma til mín og kaupa DV og borga með 5000 kalli fyrir þann ómerkilega pésa. fyrir þá sem ekki eru með update á verðlagningu DV, þá kostar pésinn 220 kr. afgangurinn af 5000 kalli er semsé 4780 kr. #$%#$%&%#$ demitt!!!
karlmenn ættu ekki að ganga í smelluskóm. það er viðbjóður. það virðist vera í tísku núna hjá karlmönnum að vera í smelluskóm eða kabbojastígvélum. smelluskór eru skór sem gefa frá sér klikk klikk hljóð þegar á þeim er gengið. viðbjóður.
afsakið pirringinn. bless.
gestabók

jubb! another monday...
mikið er haustið yndislegt. ég elska haustið, svo rómantískt og kalt. með haustinu er líka tilvalið að fara að hlakka til jólanna sem ég að sjálfsögðu elska líka. uppúr október fer ég, tinnbert iðulega að telja dagana niður til jóla. svo að ef ykkur fibast eitthvað niðurtalningin ættuð þið bara að kíkja hingað því ég verð með allt á hreinu. líka veglegan jólagjafalista ef einhverjir hafa áhuga á að gefa mér jólagjöf.
arrgh! ég held ég sé að fá tannpínu. og hvað haldiði að ég sé næstum hræddari við en köngulær í þessari veröld? jú! tannlækna. hata þá! til samnaburðar fyrir þá sem ekki skilja jafnast sjö ferðir til kvensjúkdómalæknis á við eina ferð til tannlæknis að tinnberts mati. þar hafiðið það. hreinn og klár hryllingur. en nú þarf ég að fara að vinna því klukkan er alveg að slá níu... það var sleepover hjá kærasta í nótt og ég fékk hjólið hans lánað í vinnuna. svo brunaði ég niður laugaveginn eldsnemma í morgun því ég var ekki alveg viss með hvað það tæki mig langan tíma að komast frá honum til vinnu. og ég er ennþá hálfþýsk svo það dugar ekkert slór í mínum skóm. þess vegna voru einu vegfarendur á laugaveginum gluggaþvottamenn og túristar. og þar sem ég bruna niður laugaveginn eins og einhyrningur í ævintýri með faxið allt í feisinu smellir túristi af mér mynd. ég skransaði og stoppaði, ætlaði að spyrja hvað honum gengi til. þá smellti hann bara annari mynd af mér. kannski var þetta svona papparazzi ljósmyndari sem er vinnualki svo að þegar hann er í fríi, jafnvel á íslandi þar sem allir eru reyndar frægir, getur hann ekki hætt að taka mynd. svo ég brosti bara með vorkunn í munnvikunum og hjólaði áfram.
see ya!
gestabók

fimmtudagur

ég held, án alls gríns að ég hafi sofið samanlagt í 5 mínútur í nótt enda er ég með svona kul í augunum eins og ég fæ alltaf þegar ég er illa sofin og sybbin. og ég var í þokkabót svo logandi hrædd alla nóttina og hélt stöðugt að þakið væri að fjúka af eða þá að eitthvað eða jafnvel einhver kæmi fjúkandi inn um gluggana. páka litla var líka ósköp hrædd, litla skinnið og lá með hausinn næstum inni í mínum haus alla nóttina. ég fékk samt annað nætur-ástarljóð frá bibbs. fallegt...
en andskotans! illgresi fékk ekki salinn sem´við vorum að sækjast eftir. demitt! af hverju er veröldin svo grimm?
gestabók

þriðjudagur

það er búið að loka símanum mínum... aggh aggh aggh!!! sælir verða þeir dagar framtíðarinnar er ég get velt nöktum líkama mínum með minnkuðum brjóstum upp úr hafi af seðlum. allt 5000 köllum... þetta er nú samt alveg ágætis dagur, það hefur losnað um spennuna og geðvonskuna sem hrjáði huga minn og sál í gær enda var hægt að skella skuldinni alfarið á fyrirtíðarspennu í þeim málum og kannki líka pínu á þá staðreynd að ég var að vinna í 13 tíma í gær. ég er ekki vinnualki og finnst ekki hressandi og gaman að vinna í 13 tíma og biðja svo bara um meira. svo kom líka túrinn í gær og þá dró ský frá sólu.
en ég sendi líka umsóknina fyrir hönd illgresishópsins um sýningarsalinn sem við girnumst. núna reyndar, þegar ég hugsa til baka sannfærist ég meira og meira um að þessi umsókn hafi borið keim af einhverju samstarfsverkefni vangefinna og ég hafi gefið þá mynd af mér að vera einhver talsmaður þeirra. ég vona að þau sem fengu hana líti ekki þanning á þetta allt saman...
mikið lengir mig eftir utanlandsferð. mig langar alveg óskaplega í einhverja skemmtilega ferð. sérstaklega af því að ég elska flughafnir. það gæti jafnvel verið nóg að skella sér bara á terminal í bíói...
en það er nú deitnæt í kvöld með elsku bibberti. tinnbert & bibbert. maríanna sagði í gær að ég gæti verið svona international tinnbert. hvað ætli það sé? ég sagði bara fullorðinslega já. fullorðinsleg já eru já sem eru sögð með svona hlæjandi röddu... jaahááhahaha... en það hljómar dáldið skemmtilega, international tinnbert!
þegar klukkan var rúmlega 9 í morgun, ég endurtek, einungis rúmlega 9 kom blökkumaður í búðina og reyndi við mig. ég er ekki að gorta mig, mér finnst þetta bara stórmerkileg saga. auk þess sem ég er með klessukomplexa þessa dagana (hata nakinn líka minn...) ég var semsé að setja póstkortin út á götu. það er gert hérna í pennanum svo að túristarnir viti alveg örugglega að við seljum póstkort þrátt fyrir að það sé komið haust og viðbjóðslegur kuldi og ég fæ í fingurna þegar túristarnir rétta mér póstkortin til að borga þau. en þá hjólaði maðurinn fram hjá, takið eftir að ég er hætt að skilgreina hann sem BLÖKKU-mann, fannst það hálf KKK eitthvað. hann skransaði svo beint fyrir framan mig og hálf partinn elti mig inn með augun á stilkum. hann fór blessunarlega niður eftir að hafa staðið í dágóða stund fyrir framan mig að gefa frá sér allskyns stunur og búkhljóð. ég reyndi eftir minni bestu getu að láta eins og ekkert væri, enda hálf partinn ný vöknuð og mygluð. svo fór hann niður og ég dæsti af létti. en svo kom hann aftur upp og hér er samtalið okkar, míns og (blökku)mannsins:
hann teygir afskaplega mikið úr hálsinum á sér og að barmi mínum þar sem ég er með barmmerki með nafni mínu á... "what´s your name?"
ég með mjög tístandi rödd: "tinna"
hann: "ohh, tinna? yeah! how old are you tinna?"
ég, ennþá tístandi: "tventífæv..."
hann: "ok, you are a very beautiful girl.... tinna...."
ég: "thank you"
hann, hálf hrópandi: "NO!!!!! THANK YOUUUU TINNA!!!!! (muldrar svo alla leiðina út): beautiful girl, beautiful girl"

see ya!
gestabók

mánudagur

ég veit ekki alveg hvað er að gerast eða hvort það sé smitandi og airborn en það eru allir ófrískir. nú eru bryncí "best bud" preggí líka og kannki verður krílið í fiskamerkinu eins og ég. ég veit núna um 4 gyðjur sem eru ófrískar og svo eru líka allir að gifta sig... what is going on?
gestabók

sunnudagur

You are Bettie Page!
You're Bettie Page!

What Classic Pin-Up Are You?
brought to you by gestabók


föstudagur

mamma er fundin! það sást allavega til hennar í mötuneytinu í kárahnjúkum að skammta kássu á diskana hjá vinnumönnum af erlendu bergi brotnu. blessað skinnið, vona bara að henni líði vel og ég mun alltaf hugsa hlýlega til hennar.
annars er illgresið svo sannarlega að komast á skrið. við erum orðin 13, litlir og bitrir listagríslingar. gott að ég er ekki hjátrúarfull. ég var sett í það að skrifa einhverja umsókn fyrir salinn sem við girnumst að sýna í. ég er auðvitað með kvíðahnút í maganum þrátt fyrir að það fari allt fram í gegnum netpóst...
góða helgi elskurnar. deitnæt í kvöld.
see ya!
gestabók

You're Jessica Rabbit!
Jessica Rabbit

Who 's Your Inner Sexy Cartoon Chick ?
brought to you by gestabók


fimmtudagur

hæ!
ég brá mér á kaffihús með bryncí í gær þar sem að við stofnuðum sauma- og sexandthecityklúbb. við vorum svosum fyrir löngu byrjaðar að glápa á sexið saman en nú er það semsé formlegt. allavega... ég dreif mig svo heim til að vera örugglega búin að borða fyrir hálf 8 (oprah segir að maður verði ekki feitur ef maður passar það), bjó til túnfisksalat, tók úr vél og las í bók. kl. 9 byrjaði america´s next top model og ennþá jafn viðurstyggilegt en þó einstaklega skemmtileg afþreying. að sjálfsögðu var þessi sem tilheyrði flokknum "plus size model" kosin fyrst burt... gæti það verið, einstök tilviljun eða hvað? og hvers vegna er alltaf bara ein í þeim hópi? auk þess var ekkert "plus size" við þessa konu. og tyra banks heldur því virkilega fram að hún sé "plus size model". yeah right!!! svo var komið að því sem ég var búin að bíða eftir allan daginn með tilhlökkun í malla yfir, the l word!!!! og getiði hvað? fjárans skjár einn segir ekki orð, engar útskýringar eða neitt heldur rennir bara væluviðbjóðinum providence af stað. hvar var the l word? ég krefst útskýringa! og nú þarf ég að bíða í heila fjárans viku eftir konum í sleik. ég tryllist ef að djöfuls "skapahár á hausnum væmna providence" verður aftur í næstu viku þegar the l word á að vera.
see ya!
p.s. hvar er mamma?
gestabók

miðvikudagur

þetta er semsé færsla sem átti að koma í gær, en tölvan ákvað að hegða sér dólgslega og hana nú!: mmmmmm... ég er að borða muffins með risastórum súkkulaðibitum. og talandi um súkkulaðibita og risa muffins þá byrjar einmitt hinn geðþekki þáttur í kveld á skjá einum, "america´s next top model". ég hlakka alveg ofboðslega til því ég fylgdist að sjálfsögðu með seinast, límd upp við skjáinn á miðvikudagskvöldum. það mætti líklega flokka þetta undir masókisma... en ég er nú samt alls ekkert bitur, ég er kannski ekkert súper módel en ég er heldur ekki fílamaðurinn. og svo rúsínan í pylsuendanum... tadara!!!!! muniði einhverntímann fyrr á þessu ári þegar ég minntist á þátt sem heitir the l word og talaði um að ég treysti á að skjár einn myndi færa mér hann? ja svei mér! ég hlýt að hafa einhver áhrif í algleyminu því þátturinn byrjar í kvöld!!!! og þetta er víst rosa hot & heavy lessuþáttur. sko, þó maður geti ekki borðað á veitingarhúsinu þýðir ekki að maður megi ekki skoða matseðilinn... (stanford úr sexinu á heiðurinn að þessari góðu setningu). þannig að, ekki hringja í mig eftir níu í kvöld.
og vitiði hvað? mamma kom svo ekkert í gær, svaraði ekki síma né neitt. mig grunar að hún sé að reyna að kenna mér lexíu fyrir að hringja aldrei í sig en kommon! konan er 49 ára og þetta er bara ljótt því ég get að sjálfsögðu ekki neitað fyrir það, en ég var nú hálf áhyggjufull í gærkvöldi. og þetta er nú ekki eitthvað sem ég myndi gera. ég kannski hringi sjaldan en ég segist ekki ætla að mæta og er svo bara no show... crazy lady!
svo er myrkfælnin mín bara að ágerast eða ímyndunarveikin öllu heldur. ég var í sturtu í gær og allt í einu fór ég að ímynda mér að hroðlega andlitið úr exorcist myndi gægjast inn um hurðina. og ég sökk bara dýpra og dýpra og ímyndaði mér að fyrst myndu hendurnar taka svona utan um hurðina og svo smátt og smátt myndi andlitið birtast. á endanum stóð ég bara starandi með sápuna lekandi ofan í augun á mér að syngja eitthvað lag með beck sem var það eina sem mér datt í hug. þetta var einhvers konar hámark firringarinnar...
jæja þá, ekki hætta að lesa samt þó ég sé að tapa vitinu...
see ya!
gestabók


þriðjudagur

sko...
draumurinn er að fara heim eftir vinnu með nýju zero girl bókina mína og lesa og hlusta á dean martin og keðjureykja en að svo stöddu lítur út fyrir að ég neyðist til að hanga með móður minni. hún er allavega ekki búin að afboða sig... demitt!
annars var ég mér til mikillar gleði að lesa að damien rice er að koma aftur og spila og nú skora ég á aðdáendur mína að bjóða mér á tónleikana hans. mig langar alveg óskaplega mikið því ég missti af honum seinast sökum peningaleysis og það lítur út fyrir að sú verði raunin aftur núna... tónleikarnir eru 23. september en miðasalan hefst laugardaginn 18. september kl. 10 í skífunni. svo mæli ég með einni þrusugóðri hljómsveit sem heitir adem og kemur frá uk. en hún verður einmitt að spila á airwaves...
by!
gestabók

hæ!
ég er svo glöð í dag útaf mörgum hlutum.... til dæmis er ég ofboðslega glöð að það sé rigning úti. ég var það samt ekki í nótt því að það svoleiðis drundi í öllu og risið mitt hristist og ég lá skjálfandi undir sæng af vindótta og myrkfælni sem hefur tekið sig upp aftur eftir áralanga fjarveru. það er svona þegar maður státar sig af einhverju, þá er næsta víst að það fari til andskotans. en ég er hrifin af haustinu, ekki bara hrifin, ég elska það. ég hlakka svo til að fara heim og hringa mig saman með litlu páku og lesa slúðurtímarit. sérstaklega þar sem að meyjarhofið var þrifið hátt og lágt í gær. þ.e.a.s. ef ég slepp við að hitta mömmu í dag. demitt!!! ég er bara í engu mömmu stuði þesa dagana. ég fann líka að ótuktin var að koma fram þegar ég talaði við hana á sunnudaginn og hún semi-skammaði mig fyrir að tala aldrei við sig. hún á eftir að segja eitthvað ljótt við mig í dag, vittu til! gott að það er geðlæknadagur á morgun. ég ætti að miða móðurfundina við það...
en ég er líka sorgmædd útaf ýmsu... ég var að ganga frá erlendum dagblöðum áðan í vinnunni og öll bera þau fyrirsagnir og myndir af hryllingnum í rússlandi á forsíðunum. time er með sérlega skelfilega mynd. og ég gat ekki gert að því að tárast og fá kökk í hálsinn... m.a.s. núna fæ ég tár í augun að skrifa um þetta og hugsa. ég á ekki til orð í raun og veru og mér finnst ég næstum því vera hræsnari að fá tár í augun útaf þessu af því að ég hef það í raun svo gott. elsku börnin og fólkið þarna úti í rússlandi, ég vildi að ég gæti gert eitthvað. ég trúi ekki að þetta fólk sem að gerði þetta eða bara nokkur manneskja geti verið með svona tómt og svart hjarta..........................
gestabók

mánudagur

jæja þá elskurnar mínar, gleðilegan mánudag.
ég kom í gærkveldi úr langferð norðan af landi þar sem að ég og heitmaður minn og fleiri vinir vorum viðstödd eitt stykki brillup í bárðardalnum hjá enn einum vininum. það var semsé í bárðardalinn sem hægt er að keyra í 7 klukkustundir án þess að keyra fram af landinu. við lögðum af stað á föstudag og gistum þá á akureyri um nóttina á gistiheimilinu ás sem er rétt við ráðhúspladsen þeirra akureyringa. það var undurljúft nema þá að ég var örlítið smeyk við nágranna okkar þarna á gistiheimilinu sem virtust vera partýmenn. en blessunarlega kom í ljós að þetta voru kirkjuræknir blökkumenn sem voru hinir rólegastir þrátt fyrir tópaksklútana á höfðinu og víðu rappbuxurnar. svona er maður nú fordómafullur... á laugardag fórum við skötuhjú svo í gönguferð um bæinn og rákumst m.a.s. á útibú fríðu frænku þar sem að bibbi keypti ósköpin öll af vínil og reyndi að fá mig út í kjólakaup. hann gaf sig ekki fyrr en ég sagði já við eitureldrauðum bol úr 17 verslun akureyringa. seinna um daginn ókum við svo af stað í brúðkaupið, en bárðardalurinn er aðeins frá akureyri. við fengum þar gistingu í sumarbústað. það vildi nefnilega svo ótrúlega vel til að vinkona okkar sem var einnig gestur í brúðkaupinu þekkir mann sem á vin sem á fjölskyldu sem á sumarbústð þarna í bárðardalnum. að hugsa sér lukku! sumarbústaðurinn var hinn huggulegasti þó að ég gerði mér fljótt grein fyrir að það yrði ekkert um fönní bissness og rómantík í tipsynessinu síðar um kvöldið þar sem að engar voru hurðirnar á bústaðnum. nema þá þessi eina sem skilur að mann og náttúru, ekki klósetthurðin heldur útihurðin. það var nefnilega heldur ekki nein klósetthurð, bara blátt og gegnsætt tjald. þess vegna lá mér ósköpin öll á salernið þegar ég snéri heim úr ferðinni í gær... þið vitið hvað ég meina... brúðkaupið var yndislegt og fallegt og ég finn hvernig kvenlegur þankagangur minn í þá veruna er farinn að láta í sér heyra, hærra og hærra með hverju brúðkaupinu. best að prinsinn viti ekkert af því, annars er ég hrædd um að hann tæki til fótanna.
ég táraðist þrisvar sinnum í athöfninni og kreysti fast með sveittri hendi hendina á manninum mínum. mikið vona ég að ég giftist einhvern tímann í kirkju og með öllu... veislan var líka stórskemmtileg og við hjú dönsuðum eins og fullorðin, samkvæmisdansa við harmonikkuspil.
á leiðinni heim í gær hlustðum við á kryddlegin hjörtu á hljóðspólu og komum við á nokkrum söfnum. t.d. safnasafninu þarna rétt fyrir utan akureyri og svo öðru safni á akureyri þar sem að maður að nafni óli g var að sýna olíumálverk. hann er snillingur og ég mæli með að allir kynni sér þann andskotans snilling. ég ætla að verða svona snillingur.
mér varð hugsað á leiðinni heim til samskipta ökumanna. nú er ég ekki með bílpróf og kann ekki einu sinni að keyra, hef bara aldrei þurft þess, en mér þykja þessi samskipti stórmerkileg. t.d. þegar lögreglan eða sjúkrabíll þurfa að komast áfram og setja bláu ljósin á og stundum sírenur, færa sig allir frá og mér finnst eitthvað svo fallegt við það. líka eins og þegar taka þarf fram úr, við lentum í því í gær, sem er reyndar óþarfa stress að mínu mati, en hvað um það. þá var vörubíll á undan okkur svo að skyggnið fyrir aftan hann var ekkert mjög gott. þá gaf vörubílstjórinn okkur merki um að nú væri öllu óhætt og keyrði aðeins út í kantinn til að við ættum betur með að komast fram hjá honum. það fannst mér óskaplega fallegt. shit!!! matartími búinn...
see ya!
gestabók

föstudagur

kærastinn minn vill meina að rósa ingólfs sé falleg kona. ég er ekki alveg að gúddera það því að í mínum huga er það þannig, að sú staðreynd að honum þyki rósa ingólfs falleg er eins og að ef mér þætti egill ólafsson myndarlegur maður...
gestabók

fimmtudagur

rómantísk reykjavíkur rigningin
gælir við götur og gluggann minn.
leitar nú heillaður hugurinn
til manar er missti ég víst um sinn.
gangljósin glitra í malbikinu
eftirgerð borgar af blikinu
er lifir svo sterkt í augunum hennar.
fegurstu stelpunnar,
ástarinnar minnar.

.....þetta samdi nú maðurinn sem ég elska.......
gestabók

ola!
á morgun er förinni heitið út úr bænum í brúðkaup sem fram mun fara á laugardag. ég get bara ómögulega munað hvurt við erum að fara í þetta brúðkaup, ég og heitmaður minn en það eru þó ekki við sem erum að fara að láta pússa okkur saman. ekki strax litla skinn... en hitt veit ég þó að maður er víst einhverja 7 eða 8 klukkutíma að keyra á þennan stað þar sem að fjörið fer fram. ég, borgarbarnið kom nú bara af fjöllum þegar mér voru tjáðar þessar upplýsingar. ég hélt að það lengsta sem að hægt væri að keyra á íslandi væri í 5 tíma og þá myndi maður bara enda á akureyri. auk þess eru bara 3 eða 4 ár síðan ég gerði mér grein fyrir því hvar esjan er. ég er með athyglisbrest ef það breytir einhverju um álit ykkar á mér eftir þessar staðreyndir um fáfræði mína. ég er auðvitað að ýkja eins og ég geri venjulega í frásögnum en ég viðurkenni alveg að það er smá sannleikur í þessu... ætli við ökum bara ekki fram af landinu..?
ég kvaddi bestu vinkonu mína á þriðjudagskvöldið og skældi í handakrikann á henni því ég er svo meyr og hata kveðjustundir eins og kvikmyndastjörnurnar. hún flutti búferlum til danmerkur á sínum tíma til að vera þar við nám. og ég sem hata skóla... en hún er birtan mín og alltaf verður svo mér ber skylda til að fyrirgefa henni. en mikið óskaplega á ég eftir að sakna hennar. ég var ansi fljót að venjast því að geta talað við hana á ögurstundum en svo allt í einu... púff! engin meiri birta. en svon er nú það...
see ya!!!


miðvikudagur

ég talaði illa um bissnessmenn, man ekki eftir því, en gerði það samt líklega. læknirinn tróð upp í munninn á mér og alla leið niður í kok einhverri skraufþurri íspinnastöng í gær. þetta var samt svona eins og stór útgáfa af íspinnastöng. svo hruflaði hann við öllu þarna í hálsinum á mér þangað til að ég var búin að missa niður allan dömuskap og eithvað af kúlinu og farin að kúgast óskaplega og tárast. þá fyrst fannst honum tilefni til að spyrja út í þægindi mín... svo skrifaði hann bara upp á pensilín og sendi mig burt. hann sá sem betur fer ekkert krabbamein sem að sjúkur hugur minn var búin að ímynda sér að væri að grassera í hálsinum á mér. en... pensilín er að mínu mati jafn djöfullegt og hákarlar og þess vegna er ég ekki par ánægð með þetta. en fokk it! þá kannski fer hálsbólgan ógurlega. og ég ekki einu sinni með kirtla.
gestabók

þriðjudagur

halló krakkar!
eftir u.þ.b. hálfan tíma fer ég til læknis. þess þarf ég því ég hef að undanförnu, eiginlega seinustu 2 vikur þjáðst af hálsbólgu. það er ekki gott að vera með hálsbólgu og hvað þá í hálfan mánuð. auk þess sem ég hef talað eins og þýsk klámmyndastjarna seinustu 3 daga. verð að viðurkenna að ég er farin að sakna litla helíumkútsins sem röddin mín venjulega er. en það allt bliknar og gufar upp í öreindir fyrir gleðinni sem hjartað mitt elur á. ég er ástfangin og hjartað mitt slær aftur með þeim sem alltaf hefur átt það. allavega síðan ég var 16 eða 17 ára wannabe gothic í FB. skrýtið hvernig daginn áður en við vorum reunited og sú hugmynd að við myndum einhvern tímann aftur vera saman var okkur báðum jafn fjarlæg og tunglið, lá ég í móubarmi og vældi yfir því að ég gæti ekki nokkurn tímann gefist öðrum manni að fullum hug því hjartað mitt elskaði hann enn svo heitt... þetta var fyrir rúmum tveimur vikum og daginn eftir hittumst við. æ em trúlí in luuuuuv.
kæri talnaspekingur... mikið er gaman að þú hafir gaman af mér. það er alltaf svo mikill inspirasjón þegar ég veit að einhver les mig og skrifar svo eitthvað huggulegt. mér finnst þú kannski vita eitthvað meir en þú lætur í ljós... en þér að segja er ég fædd á því herrans ári 1979, 9. mars. þú getur einmitt lesið nokk fyndna færslu, þó ég segi sjálf frá, frá seinasta afmælisdegi.
see jú leiter!
p.s. bill clinton þekkti aldrei föður sinn en hins vegar þekki ég bill clinton því ég hitti hann um daginn og heilsaði honum að íslenskum sið með sleik... nei grííííín....
p.p.s. þetta blogg og allt blogg septembermánaðar er tileinkað hinni undurfögru og himnesku gyðju betu sem nú býr í usa.
gestabók

mánudagur

ég er hérna alveg en hef bara ekki nennt að skrifa. og því lengra sem líður því meira hef ég að skrifa um. ég get að minnsta kosti sagt ykkur það að ekkert við líf mitt er búið að vera tilbreytingarlaust seinustu 2 vikur. reyndar hef ég hug á því að fara í afvötnun eða í það minnsta taka mér drykkjupásu því að seinustu tvö, jafnvel þrjú drykkelsi hafa verið með eindæmum furðuleg og ólík mér... ég tek mér kannski bara heiðarlega bloggpásu og hætti þessu væli...
gestabók

föstudagur

ola!
jæja! nú hef ég undanfarna daga verið afskaplega illa haldin af veikindum miklum og er eiginlega enn... og þ.a.l. bara setið heima við. en ég lofaði yfirmanni mínum mætingu í dag og það er ekki eitthvað sem maður svíkur. ekki vil ég vera ábyrg fyrir tárum fullorðinnar konu. en hvað um það... sé yður á eftir.
gestabók

mánudagur

ég er dálítið í einhverju skrýtnu ástandi... kannski af því að ég er að verða lasin. kannski er ég ástfangin... ég er líka að hugsa um kveðjupartýið hennar betu næstu helgi. ég hata kántrý og að ég þurfi að pína mig til að syngja kántrý, hvað þá klæðast því er hryllileg tilhugsun sem veldur mér verk í maga. ætli ég geti fengið sexbombu undantekningu???
gestabók

ola!
gleðilega vikubyrjun! ég vaknaði klukkan 7 í morgun og fór í sturtu. horfði ekki á donnie darko í gær því ég fékk illt í magann og varð strax hrædd. í dag er ég með hálsbólgu... þetta eru ég og hann -> ég er hún og hann er jókerinn minn... see ya for now!
gestabók

sunnudagur

ég er sko að fara að horfa á hana í kvöld þegar ég er búin að vinna og þrífa upp ósómann eftir vinnupartýið í gær, donnie darko. litli álfur virtist vera svo hrifin af henni og hvern á maður að taka trúarlegan ef ekki hana.... ég er samt svo hrædd um að verða hrædd en ég ætla líka að borða nammi og drekka kók og reykja el rettos....
gestabók

ola!
ég er post full, hálf þunn og sívinnandi eins og í dag. ég er líka dálítið djöfulmenni og hræsnari einnig á ég í ógagnkvæmu haturssambandi við eina konu. ég held a.m.k. að það sé ógagnkvæmt, en hvað um það því það bitnar allt á mér þar sem að ég er hatarinn. ég er hins vegar líka steinhissa og búin að taka marga kollverpinga í hausnum mínum í dag og bílív jú mí, ég er enn ekki lent á fótunum. það er samt, þó það kunni að koma á óvart, mjög gott allt saman. eiginlega alveg ótrúlegt, eiginlega trúi ég því ekki ennþá, eiginlega frábært. mér líður eins og þegar maður kemur fyrst til útlanda og gengur um eins og í leiðslu því að umhverfisbreytingin hefur enn ekki síast inn. en gömlu brunasárin eru enn ekki gróin og þess vegna er ég hrædd um að glóandi tönginni verði bara aftur stungið í mig. en ég finn í hjartanu að þetta er rétt. ég vona að ég hafi ekki sært neinn en þetta er allt saman leyndarmál. og ég sem skil ekki leyndarmál. allavegana enn sem komið er... þangað til að ég er örugglega búin að tryggja öryggisnetið. skiljiði eitthvað í þessu? ég ætlast ekki til þess því þetta er með eindæmum tinnískur þankagangur. gjörðir sett í orð sem svo eru sett í mynd sem svo eru aftur sett í orð. þannig hugsa ég...
ég og móa systir og þura verðum með markað á menningarnóttina og ég verð dómari í myndlistarkeppni. svo er ég orðin svo æst í að fara að undirbúa illgresi að mig klæjar í puttana. ef ykkur langar til að vera með í listasýningu/hátíð, taliði þá við mig....
ég ætla að halda áfram að marinera. see ya!
gestabók

miðvikudagur

ola og góðan dag....
mikil rjómablíða sem ég lít á sem gott merki fyrir kveldið. jú, mikið rétt! deitið í kvöld, upp er runninn sá dagur... og ég er með kviðverki af samblandinni gleði, tilhlökkun og kvíða. kvíða útaf kjörþögninni sko.... annars er maður bara sjónvarpsstjarna í dag eða í gær öllu heldur. sáuði mig? ég var í fréttunum á stöð 2. krúttið sem sagðist ekki þola sól. jubb! that´s me!
see ya!
gestabók

þriðjudagur

ég er augljóslega andstyggileg og óþekk manneskja...
gestabók
ola!
muniði um daginn þegar ég sagðist hafa fengið svo frábærar fréttir og mátti ekki segja þær? ég má semsagt segja þær núna en gleymdi því alltaf. móa systir mín og arnar eggert heitmaður hennar og fyrrverandi mágur minn eru ófrísk. ójá! lítil baun eða tinna(hope hope hope) á leiðinni eftir u.þ.b. 5 mánuði. ég er svo yfirmáta glöð að ég gæti gubbað. og ég hlakka sérlega mikið til að handleika litlu baunina og segja henni sögur. mér hefur nú aldrei geðjast neitt ofur vel að börnum nema nokkrum eins og litla frænda mínum sem mér finnst vera dásamlegur. og ég er sjálf alveg róleg á babyfeverinu enda kornabarn sjálf. en gleðin sem yfirtekur hjartað manns þegar einhverjir sem að manni þykir svo óendanlega vænt um segja manni þessar fréttir er eins og að maður breytist í aðra manneskju. það fer um mig einhver fullkomnun og mig langar til að öskra af gleði. og svona er þetta bara þegar vinir mínir segjast ófrískir. jerimías! hvernig ætli ég bregðist við þegar ég lendi sjálf í þessu? enn og aftur, mjööööög róleg í því. þetta er bara eitthvað svo yfirnáttúrulegt og magnað. ætli þetta sé konan í mér sem bregðist svona við? því að þessi viðbrögð eru ofar mínum skilningi...
vona að flingið lesi þetta ekki, má örugglega misskilja þetta á marga vegu... það er deitið á morgun og ég bíð eftir því að kjörþögnin hellist yfir mig. best að drekka nóg af relaxing tei fyrir háttinn í kvöld. ég hlakka samt svo til og er með heila nýlendu af exótískum fiðrildum í mallanum...
bubbi morthens kom áðan í búðina og sótti boxarablaðið sitt. hann sagði svo að ég væri svo mikil elska að ég ætti að fá frí i vinnunni útaf góða veðrinu... hvað svo sem það þýðir. ég bar þetta undir yfirboðarann sem tók ekki í sama streng og bubbi.
see ya!
gestabók


mánudagur

ha ha ha og lallalallala!
bráðum verður símanum mínum lokað og ég á enga peninga. sem og áður er ástæðan sú að ég vinn hjá pennanum.
annars skal ég segja ykkur það að s.l. föstudag, sem var einn sá viðburðaríkasti frá morgni til kvölds í langan tíma, var ég gerð að umsjónarkonu með tónlist og myndböndum hér í pennanum. ég mun þ.a.l. þurfa að fylla út í ansi erfiða skó sem kollegi minn, hún maríanna dansaði áður um á. það fylgdi reyndar ekki sögunni hvort með þessu fylgdi sjálfgefin launahækkun eða ekki. ætli maður þurfi ekki að sjá um það sjálfur eins og allt annað óþægilegt sem tengist því að vera fullorðin. mér þykir þetta þó mikill heiður og er mjög stolt af því að hafa verið beðin um þetta þar sem að ég hef alltaf haldið að fólk hefði það álit á mér að ég væri bara óttaleg skellibjalla sem tæki enga hluti alvarlega. ég er að sjálfsögðu eins og allir vita háalvarleg kona sem er lítið fyrir innantómt blaður nema þá helst þegar að ég svara símanum þegar móðir vor hringir.
mikið finnst mér fyndið að það sé til 6 tíma hljóðbók sem heitir grafarþögn eftir sögu arnalds indriðasonar. fattiði??? grafarþögn-hljóðbók... hahahahaha
bissí og mjög stressandi vika framundan. en samt good way stressandi því ég er að fara á deit á miðvikudaginn... fiðrildi í maga....
see ya!
gestabók

hvur fjandinn!!!
af einhverjum furðulegum ástæðum hafa 2 seinustu færslur horfið á dularfullan hátt... ég skrifaði seinasta fimmtudag og föstudag og var sérlega fyndin af því að ég hef endurheimt góða skapið. nú veit ég ekki... hvað á þetta að þýða? en fokk it! skrifa þá bara í dag um allt það skemmtilega. ég er skotin! tíhíhí....
see ya!
gestabók

miðvikudagur

ola!
af einstaklega skemmtilegum og magakitlandi ástæðum hef ég ekki náð að blogga. kem með rassíu á morgun. er nefnilega búin að skrifa allt niður sem mér dettur í hug að skrifa um hér undanfarin sólarhring and it´s a lot!!!! geri það venjulega ekki og gleymi þess vegna öllu sniðugu.... allt frá rúnari júlíussyni til tom selleck.
see ya!
gestabók


þriðjudagur

Önnur færsla dagsins í dag: það eru allir óðir í að kaupa frjálsa verslun í dag. hingað hafa komið á einu degi það mesta samansafn af plebbum sem ég hef á ævinni séð til að kaupa þennan auma pésa. og af hverju? jú, af því að fólk hefur svo óslökkvandi og fáránlegan þorsta í að þurfa endilega að vita hvað fólk sem er engan veginn á sömu hillu og maður sjálfur í lífinu hefur í laun og hvað það borgar mikla vexti af þeim launum. að hugsa sér. svo sitja bara blaðakaupandi plebbarnir og lesa um hina plebbana og þeirra mánaðar milljónir og býsnast. ojjsen pojsen og puff!!! silfurskeið í rassi-pakk!

í gær var kirsuberjadagur. gleymdi að segja ykkur. af því að ég vaknaði ekki þunn og í rosa góðu skapi ákvað ég að vera extra fín í tilefni verslunarkonudagsins. ég var með kirsuberjaeyrnalokkana mína, í kirsuberjaskyrtu og kirsuberjapilsi. eitt stórt og safaríkt kirsuber! mig vantar hins vegar til að vera fullkomið kirsuber, kirsuberjaspennu, kirsuberjahring, kirsuberjaarmband og kirsuberjaskó. mynduð þið ekki bara vilja borða mig þá? úff... ég kemst bara ekki yfir mína eigins fabúlesness og hvað ég er mikið kirsuber.

ég verð að sinna heimilisstörfunum! ég hef látið það sitja á hakanum allt of lengi og nú er sófinn minn eiginlega farinn að líkjast meira skógarketti en hún páka mín. og gestir að koma í kvöld og allt. ég er nú meiri húsmóðirin!!!

gunnar dungal kom áðan í sína venjubundnu eftirlitsferð um búðirnar sínar. mig dreymir um að verða vinkona hans og fara með honum í veiðiferðir í einhverjum fínum ám. mig langar alltaf rosa mikið til að geta sagt eitthvað fyndið á nákvæmlega sama tíma og hann gengur brúnaþungur fram hjá en það bara gerist aldrei. ég er eiginlega alltaf akkúrat verkefnalaus þegar hann kemur svo að hann er örugglega farin að halda að ég sé einhver bévítans auðnuleysingi og 15 ára í þokkabót. síðan sá ég að hann gaf mér extra illt auga af því að ég er í sérlega flegnum bol í dag. ,,það er fyrir túristana" hefði ég getað gaukað að honum og svo hefðu ég og gunnar dungal hlegið dátt saman og slegið okkur á lær.**umfh**

bestu kveðjur, tinna.


gestabók

ola allir þá!

svona dagar eru nú í miklu uppáhaldi hjá mér. það er eins og það sé mánudagur nema að það er í raun þriðjudagur af því að í gær var hinn óheilagi frídagur verslunarmanna. ég er verslunarkona, þess vegna vann ég. ó já, ég gleðst yfir einföldu hlutunum. annars er nú allt í hers höndum hérna í dag, fólk ekki að mæta í vinnuna né að svara símanum. einu sinni fyllti ég þann reit, hvarf úr starfi. það var þegar ég vann á landspítalanum á tauga- og öldrunarsjúkdómadeild. mikið var það hræðilegt og ég grét mig í svefn á hverju kvöldi og síðan hvarf ég úr starfi. og svo er yfirmaðurinn minn að leysa mig af í mat og guð hjálpi mér ef ég verð mínútu of lengi. hún á þá örugglega eftir að missa hárið af stressi. annars er ég frekar róleg og himinlifandi eiginlega bara... ég er líka orðin skotin af því að þið vitið og segið það með mér: ég er með svo easy hjarta!!!!! af hverju tala ég samt alltaf svona niðrandi um það? ekkert að því að vera hrifnæmur og heillast af fólki. einasta vesenið er að þá er maður kannski örlítið berskjaldaðri fyrir vonbrigðum. þar kemur þýska blóðið sér vel, hitlersæskan og það allt. annars held ég að ég hafi ekki erft köldu brynjuna frá móður minni þegar að kemur að hjartans málum. bara þegar að mér finnst ég þurfa að siða fólk til. gulli minn segir að ég sé svo viðkvæm og sjálfri finnst mér ég alltaf vera eins og eitthvað lauf í vindi, nei frekar fiðrildi í roki. það er fallegra...

mamma vildi ekki sjá king arthur og kom með heimskuleg rök fyrir því. ,, af hverju villtu sjá svona stríð og dauða?" spurði hún mig. ég hafði ekki svar sem hún skildi. ,,ég er bara morbit mamma mín..." og því fór sem fór og ég var pínd á raising helen. það gerði ekkert nema að kalla fram tár í augu. ég ætla á king arthur sama hvað hver segir um blóð og dauða. ég fer með litla plastsverðið í lendarskýlu og járnbrjóstahaldara.

ahhhhhh.... þetta er skotandvarp...

see ya!


gestabók

mánudagur

ola!

hí hí... sjáiði, sjáiði!!!! hann hefur skrifað komment, ég held að minnsta kosti að þetta sé hann. ég er með fiðrildi í mallanum... og með svo easy hjarta að mér er ekki viðbjargandi. og það er kannski bara allt í lagi, ég er bara svo himinlifandi að það sé ekki fixerað á mr. ego. og ég er í góðu skapi og endalaust skríkjandi framan í kúnnana. jamm, er að vinna eins og alltaf. fer svo í dinner til mömmu á eftir og ég er svo hress að hún gæti sagt mér að ég væri ættleidd án þess að slá mig útaf laginu. ég ætla líka að pína hana til að bjóða mér í bíó á king arthur. ég gerði ekkert í gær nema að horfa á vídjó. fékk reyndar þá tvo huggulegu menn, hjört og þránd í heimsókn en annars var allt fremur tíðindalaust. nú er ég að hugsa um að halda innflutningspartý fyrir vini mína næstu helgi. þá lendi ég samt í sömu klemmu og venjulega í sambandi við hverjum skal bjóða. ég vil nefnilega alls ekki að neinn reiðist mér, eins og lauf í vindi ég er... hef samt fundið ágætis lausn á þessu... hún er þannig að þegar maður þekkir mikið af fólki og ætlar að halda einhvern smá fögnuð en er ekki viss hverjum eigi að bjóða og hverjum ekki og hefur enga sérstaka útilokunaraðferð, ætti maður bara að ímynda sér að þetta sé brúðkaupið manns. ég ætla að prófa þetta.... ég veit nefnilega upp á hár hverjum ég byði í brúðkaupið mitt. allt í einu virkar þetta samt ekki sem sniðug aðferð.... æ fokk it! nú er pásan næstum liðin.

see ya!


gestabók

sunnudagur

hæ!

ég var rosa full í gær, alveg ofboðslega full enda staupaði ég heil ósköpin af tekíla og svo heitt&sætt á barnum ásamt bjór. man samt allt eins og það hefði gerst í gær. tíhí... en ég er með eindæmum þunn, jeremías minn eini... og ætla þ.a.l. bara að skríða heim á eftir, undir sæng og hafa það huggó. jú sjáiði nefnilega til, ég er búin að vera að vinna frá eitt í dag og á eftir einhverja rúma tvo tíma og svo er líka vinna á morgun. moní in ðe fokkíng pokket! ég var með nýju vinunum mínum í gær, þeim þuru&magga og líka þessum gamla og góða þrándi. gaman að eignast nýja vini. sérstaklega þar sem að einmitt í gær eða öllu heldur nótt sannaðist það sem ég hef haldið um nokkra í dáldinn tíma en hef ekki haft neitt fast í höndunum um heldur meira svona tilfinningu fyrir. og þau urðu formlega gestir á tinna´s shitlist. en það var samt rosa gaman. og sérstaklega gaman þar sem að á tímabili leit út fyrir að það yrði bara þunglyndi og volæði allt kveldið. jibbs. ætli þunglyndið sé á enda? mikið væri það nú vel þegið... ég var líka kysst. aha! tendraði í næstum kulnuðum eldi með gömlu flingi. næstum fjögurra ára gömlu, ekki hann heldur okkar kynni. jukk! nammi, gott að vera kysst og klöppuð. gott að mála hjartað aftur rautt... en nóg um það.

betsen er æði, ég elskana og hún er fabúlus eins og ég. hún er reyndar vinkona mr. ego en ég fyrirgef henni það af því að hún er royal fabúlessness!

see ya elskan...

gestabók

miðvikudagur

halló.
það gerðist nú ekkert markvert í dag. bara vinnan og það. ég seldi reyndar litblindri konu alveg rosalega skræpótta tösku handa 6 ára barni á 9000 krónur. veit ekki alveg hvort mér eigi að líða vel eða illa yfir því. svo tók ég klukkutíma í mat í staðinn fyrir þennan venjulega hálftíma sem ég fæ. það var samkomulag á milli mín og samstarfskonu minnar. endaði nú bara á því að mér dauðleiddist og beið eftir því að 60 mínúturnar liðu. bjallaði í mömmu sem er einhversstaðar úti í guðsgrænni af því að ég var komin með samviskubit yfir því að svara aldrei símanum þegar hún hringir í mig. græddi heldur ekkert á því. ég byrjaði svo reyndar aftur hjá geðlækninum í dag eftir mánuð í sumarfríi. mér tókst að sjálfsögðu að taka þetta sumarfrí af einstakri tinnískri snilld akkúrat þegar ég hvað mest hefði haft þörf fyrir að spjalla. ég grenjaði auðvitað úr mér augun yfir allri óheppninni og reyndi að pína hana til að segja mér að ég væri yndisleg. það virkar aldrei! ég ætla bara heim núna, enda baðdagur.
see ya!
gestabók

þriðjudagur

halló.
núna áðan varð ég aftur pínu blúsuð. andskotans! ég veit af hverju... samt botna ég ekki upp né niður í neinu. einu sinni var hægt að slá inn tinna+mizter ego(ekki réttur titill en þó sá réttasti) á google og þá kom mynd af okkur saman. ég þori því ekki núna fyrir mitt litla líf en að hugsa sér þá skelfingu að svona verði það, það sem eftir er. ef ég bara fyndi upp vírus sem myndi rústa internetinu for good.
en um þessa grein sem ég las í orðlaus... eins og ég sagði þá er þetta hið ágætasta blað. ég er alltaf yfir mig heilluð af fólki sem hefur metnað til að gera svona hluti. gefa út blöð, bækur o.þ.h. sérstaklega þar sem að það gleymdist að gefa mér metnaðarsprautuna í rassinn þegar ég leit í fyrstu dagsins ljós. mér finnst ég vissulega alveg vita metnaðarlaus manneskja, í það minnsta liggur minn metnaður ekki eftir hinum gullna meðalvegi íslendingsins. hef réttlætt þetta fyrir sjálfri mér með því að það sé kannski best að komast að einhverri heilsteyptri niðurstöðu um mig sjálfa og mitt eigið ágæti áður en ég fer að henda mér út í eitthvert heimsyfirráð. sit sátt við það nema hvað að aðrir hafa kannski ekki verið jafn sáttir við þá niðurstöðu. en það er ekki lengur mitt áhyggjuefni...
ég fletti semsé orðlaus í rólegheitunum heima hjá mér á sunnudaginn og rak þá í rogastans við eina greinina. þar er stúlka/kona að lýsa afmælisdeginum sínum. hún er greinilega haldin sama sindrómi og ég að vera yfir sig heilluð af sínum eigins afmælisdegi enda ekkert eðlilegra. en í þetta skiptið var hún 25 ára, glöggir lesendur muna kannski að þann 9. mars s.l. varð ég einmitt tventífokkíngfæv eins og ég komst svo að orði. mér fannst það yndislegt og hafði ekkert út á það að setja. bara gaman að verða eldri, hvort sem er lítið annað í stöðunni að gera en að gleðjast. en þessi kynsystir mín er á allt annari skoðun. þarna í greininni lýsir hún því yfir að því er virðist nánast með hryllingi hvað það sé slæmt að vera orðin 25 ára. hún sé orðin gömul, brjóstin byrjuð að síga, hrukkur að myndast í andlitinu, hliðarspik á síðunum sem aldrei hafði sést áður, buxurnar eitthvað að þrengjast og þar fram eftir götunum. nú tækju bara róleg vídjókvöld við og kannski djamm einu sinni í mánuði. ef hún getur þá rifið sig frá göngugrindinni segi ég nú bara! er 25 ára virkilega gamalt og lifi ég bara í einhverri firringu af því að mér finnst það ekki? þetta var í alvöru það skrýtnasta sem ég hef á ævinni lesið. er kornung manneskja, að mér finnst, í alvörunni að hugsa svona? finnst henni þetta í alvöru alvöru alvöru? ég trúi þessu bara ekki! 25 ára er bara hreint ekki gamalt. ég er ekki að skrifa þetta því að ég sé í svo mikilli afneitun yfir því að vera orðin "gömul", ég er bara svo óskaplega ósammála. kannski ef núna væri árið 1910 væri þetta gamalt en blessunarlega hafa tímarnir breyst svo mikið og svo margir möguleikar opnast að enginn er lengur gamall fyrr en um sjötugt og jafnvel seinna. seinast þegar ég vissi var pabbi minn sem nú er 72 ára enn að pumpa í world class og alltaf í ljósum. og hver er 25 ára að pæla í hrukkum? ég segi nú bara díses kræst við því! og þetta með síðuspikið, hvað er síðuspik? kemur það ekki bara ef maður bætir aðeins á sig? ekkert við því að gera, bara krúttilegt. ég held maður þurfi nú ekkert að fá eitthvað taugaáfall yfir aldrinum útaf því. og brjóst eru bara brjóst. tell mí abát it! ég er enn að bísnast yfir því af hverju í andskotanum ég fékk mín. en húðin er enn það ung þegar við erum 25 ára að það er bara ekki séns að þau byrji að síga þá, og ef svo er þá vaknar maður ekki með þau ofan á tánum daginn eftir 25 ára afmælið. ekki að ég sé neinn líffræðingur eða læknir, ég bara er handviss um þetta og veit þetta reyndar. kannski bara best að festa kaup í betri brjóstahaldara kæra kynsystir. aldurinn liggur að mínu mati undir yfirborðinu en ekki ofan á því. aldurinn er huglægur, þú ert bara eins gamall og þér líður inni í þér. mér, fyrir utan allt andskotans ástarvesenið og lundarvandræði, hefur aldrei liðið meira eins og konu og ég geri akkúrat í dag og núna. 25 ára! mér finnst ég vera á hátindi kvenleikans, eins og ég sé nýútsprungin rós. ég elska að dilla appelsínuhúðaða rassinum mínum og signu brjóstunum, blikka hrukkuðu augnlokunum framan í unga menn og missa fölsku tennurnar á borðið þegar ég sendi þeim fingurkoss. ég elska það! og það á bara eftir að verða betra, það er ég viss um. ég vildi bara óska að þessi elska sem skrifaði greinina í orðlaus gæti litið svona á þennan "háa" aldur.
see ya!

gestabók

mánudagur

hobsa!
hjartað slær hæst á íslandi...
og já, það var vinnan í dag. hreint ekkert erfitt að vakna í morgun enda hafði ég ekki komist á bragðið í sumarfríinu að sofa til hádegis alla daga. dagurinn leið eins og eldflaug á leið út í geim og ég ákvað innflutningsteiti fyrir samstarfsfólkið sem því miður þurfti hvað mest að súpa seyðið af skapgerðarbrestum mínum þegar tvísýnt var með húsnæðismál. þau eiga þetta nú skilið blessuð lömbin. ætli það hafi bara ekki verið rétt hjá æsu með veruleikafirringuna. kannski minntist bara einhver á að ég hafi verið dintótt þarna rétt fyrir fríið og vesalings pysjan á barnum komið þessu svona heimskulega út úr sér. maður veit aldrei og það skiptir ekki máli núna. ég var bara glöð að hafa eitthvað fyrir stafni í dag sem ekki tengdist óréttlæti heimsins, bara ágengir kúnnar og svona líka óskaplega myndalegur tuskustrákur.
það rigndi í gærkveldi eins og að það yrði enginn morgundagur. það var nú reyndar mjög huggulegt að hlusta svona á regnið í risinu mínu. ég er líka svo hópless rómantíker. nema að svo lagðist ég til hvílu seinna meir og hugðist taka á mig náðir. ég las í bók og eftir dálitla stund var ég vör við að það voru dropar að leka á ennið á mér úr þakglugganum fyrir ofan rúmið. ég hugsaði með mér að nú gæti ég endanlega gefist upp, er hægt að koma verr fram við aumingjann mig, og bara legið þarna og látið dropana gera mig geðveika. það var víst einhvern tímann fyrr á öldum nytsamleg aðferð til þess að sturla fólk að festa það niður í stól og láta vatnsdropa leka stöðugt á enni þeirra með föstum takti. ég gafst þó fljótt upp, kannki góð aðferð en ansi seinleg, og fann mér teip og teipaði bara gluggann minn bak og fyrir. ekki fleiri dropar, bara blautur koddi.
ég horfði á einhverja furðulega framhaldsmynd á rúv í gærkveldi. já! hvar annars staðar en á rúv eru furðulegar framhaldsmyndir á sunnudagskvöldum? oprah var með einhvern formála á undan myndinni því þetta tengdist einhverjum svertingjum og samruna eins þeirra við hvítan mann í hjónabandi. og oprah virðist vera endalaust að básúna yfirlýsingum og skoðunum sínum í þeim málum. ég er ekki rasisti, bara svo að það fari ekki á milli mála. þetta var allt mjög mikil endavitleysa og ég botnaði eiginlega ekkert í því hvers vegna sumir voru svartir í fjölskyldunni en aðrir hvítir. og svo voru þarna hvítir rasistar og svo svartir á móti svörtum en jafnframt líka á móti hvítum. svona hélt þetta bara áfram og áfram. ég veit ekki hvað sæmdarkona eins og oprah er að leggja nafn sitt við svona endemis vitleysu... ég viðurkenni það alveg, ég hef grenjað yfir oprahþætti eins og hvítvoðungur og fundist hún guð, ef sú skepna er til, í konulíki. en mér finnst hún líka óttalegur plebbi og rassasleikjari fræga fólksins. og ég þoli ekki hvað hún minnist endalaust á holdarfar, hvort sem að það sé hennar eigið eða gestanna í þættinum og að maður eigi nú ekki að borða neitt nema gufusoðið grænmeti, tófú og sojakjöt. jukk...
annars er ég núna að velta fyrir mér næstu helgi, verslunarmannahelgi. hvað skal gera? ég fer nú ekki að sitja heima þessa helgina líka, er það nokkuð? mig langar að kyssa einhvern, fara í sleik eins og unglingur. og mig langar að glitra eins og stjarna í himinhvolfinu og lýsa einhverjum góðum leiðina inn í hjartalandið mitt. þar kemur júróvisjónkjóllinn afskaplega sterkur inn sem mér hefur enn ekki tekist, þrátt fyrir þrjár tilraunir að sýna mig í. kannski eru álög á honum. kannski dó konan sem átti hann áður í honum. kannski var hún svikin í hita leiksins af ástinni og þoldi ekki við svo hún tók sitt eigið líf í angist sinni. hún hefur líklega tekið svefnpillur og lagst svo útaf eins og tígulegur svanur með vota augntóft í bjarnarskinn. hvað er núna að gerast, aðeins komin útaf sporinu... köllum þetta þá lokatilraun júróvisjónkjólsins. ég veit svo ekki hvað ég á af mér að gera. reyndar mun líklega vera best friends matarboð á föstudagskveldið með þeim birtu og bryncí. en þær eru náttúrulega svo til giftar konur og þess vegna verð ég að finna magnað deit fyrir föstudag eða vera fyndna fimmta hjólið í matarboðinu... æ djöst dónt ker! mig langar bara til að verða glöð aftur og skemmta mér og það er það sem ég ætla mér. svo er innipúkinn á laugardag... hmmmm... mig langar þangað óskaplega mikið og ég ætlaði mér það en svo hætti ég við útaf mizter ego sem mér finnst líklegt að verði þar eins og alls staðar. en svo ákvað ég, fokk it! ég ætla ekki að láta þann aula trufla mig með nærveru sinni. ég er fabúlus!!! ég þarf ekkert að óttast. og boðaði mig til vina. en svo er ég aftur með bakþanka núna... jæja, það leysist, er ekki bara mánudagur? ég er líka að vinna dáldið um helgina og þið vitið hvað ég segi alltaf þá... moní in ðe pokket! yeah!
en nú ætla ég að fara að afla mér heimilda áður en ég kem með mótbárur mínar við grein sem ég las lauslega í því ágæta blaði orðlaus í gærkveldi. eitthvað hreyfði hún við mér... þangað til á morgun beibí,
see ya!
gestabók