mánudagur

en hvað um það...
seinasta miðvikudag hjá geðlækninum fannst henni sniðugt að minnast á að ég tæki langt jólafrí frá henni því að ég væri á svo góðu róli og væri búin að vera lengi. og án allra lyfja nota bene! er sérlega á móti geðlyfjum þó ég beri alveg virðingu fyrir því að sumir þurfi þau og skilji það næstum því. til dæmis um þetta góða ról mitt er ég mikið í því að reita af mér brandara hjá henni um dramantíska æsku mína og skil sjaldnast við hana að 40 mínútum liðnum öðruvísi en skellihlæjandi. þá meina ég að hún er skellihlæjandi. henni finnst t.d. alltaf jafn fyndið að ég geti ekki notað orðið eða setninguna: ,,að fróa sér". plííííííís. ég fæ hroll af því að skrifa það hvað þá að segja. ekki taka þessu eins og að ég sé alltaf að ræða fróanir en það ber nú stundum á góma og þar sem að ég sýndi alltaf mjög sterk ofnæmisviðbrögð þegar ég þurfti að segja þetta orð... fróa, brá ég á það ráð að finna annað orð eða setningu yfir þessa athöfn sem nú heitir á góðri tinnískri íslensku: ,,að skera grænmeti". þetta finnst geðlækninum mínum alveg ofboðslega fyndið en ykkur er frjálst að nota þetta ef þið eigið í sömu vandræðum og ég og fellið tár af blygðun ef fróun ber á góma.
ég verð samt að viðurkenna að mér varð um og ó þegar hún nefndi að ég gæti tekið langt frí. allt í einu stóð ég mig að því að finna upp vandræði og vesen til að hún léti mig taka allan desember. reyndi meira að segja að kreista út tár og allt. en að endingu sagði hún mér þó að ég réði þessu alfarið og ef ég fyndi eitthvað hrikalegt vera í andlegu aðsigi gæti ég alltaf droppað við. ahhhhh... mikið elska ég geðlækninn minn...
see ya!

gestabók og jólaóskalisti 2004:

1. sex & the city, 6. sería á dvd
2. kirsuberjaregnhlífin í tösku-og hanskabúðinni á skólavörðustíg
3. ilmvatnið mania frá armani
4. brjóstaminnkun og nefaðgerð
5. fartölva, ibook með 12" skjá
6. sex & the city bókin


Engin ummæli: