fimmtudagur

hæ!
blogg dagsins er tileinkað kvensunni sem fæddi mig í þessa vesælu veröld því hún á afmæli í dag. já, mikið rétt! mamma mín er 49 ára gömul í dag. og ef ég væri ekki handviss um að hún les ekki þetta blogg því hún er ekki meðvituð um fyrirbærið internet eða í það minnsta ekki þessa síðu dóttur sinnar þá myndi ég ekki skrifa orð af þessu. mamma er sérstök kona eins og flestar mæður og tekur upp á ýmsum skringilegheitum milli þess sem hún segist elska mig. hún hefur til dæmis alla tíð verið dugleg við að minna mig á að ég er slysabarn sem hefur þó ekki gert mér neitt nema gott því að mínu mati eru slysabörn óskabörn þjóðarinnar. mér býður frekar við tilhugsuninni að fólk fari gagngert ríðandi inn í herbergi til að búa til börn. viðbjóður!
friðrik minn gaf mér svartan hnött í gær og ég söng í huganum; " i´ve got the whole world in my hands, i´ve got the whole wide world in my hands..." svo skrýkti ég af hamingju...
see ya!
pastasalat

miðvikudagur

ola!
djöfull er ég ánægð með þessa veðurstelpu... vel valið og hún fækkar fötum!
í gær fór ég í ljós sem er svosum ekki í frásögu færandi nema að við erum að tala um mig. ég fór reyndar í ljós seinast fyrir einhverjum rúmum þremur árum síðan en mér eru þær ljósafarir ekkert sérlega minnisstæðar. það tók mig eingöngu einn dag að mana mig upp í að fara þangað sem ég fór í gær og er það persónulegt met þar sem að svona hlutir sem að öðru fólki þykja ósköp smávægilegir og jafnvel eðlilegir vefjast heil ósköp fyrir mér. sem dæmi má nefna að hringja í bankann... mikið mál, fara út í búð... stundum mál, hringja og þakka fyrir jólagjafir eftir hátíðirnar... rosa mál og hef stundum sleppt því og eiginlega bara allt sem tengist því að hringja er mjög erfitt fyrir mig. nú nú, ég ákvað semsé að skella mér á eitt svona fimm tíma kort sem er á einhverju tilboði núna á þessari nýir-eigendur-sólbaðsstofu. það kostar bara eittþúsundtvöhundruðnítíuogníukrónur ef einhver hefur áhuga. ég skammaðist mín reyndar smá því ég hef mikið hæðst að hullmazter og rafvirkjanum sem stundum skella sér í,,bekkina" eins og rafvirkinn minn kallar það. en ég kyngi því hér með eins og öllu öðru... híhí... svo mætti ég þarna í gær, stundvíslega eins og þýskum er siður og sest niður með hinum súkkulöðunum sem öll voru reyndar að bíða eftir túrbóbekkjunum, what ever that is. hafði samt vit á að afþakka það þegar leðurtöskustelpan í afgreiðslunni bauð mér svoleiðis tíma. fannst eins og að orðið túrbó myndi ekki hafa neitt gott í för með sér fyrir mig og minn líkama. svo kom röðin að mér eftir að vera búin að kúldrast í þessum sófa þarna í óþægilegar fimm mínútur undir augngotum fólksins með gömul séð&heyrt. ef þá einhvern tímann kemur að því að ég þurfi að fara upp á húð&kyn þá ímynda ég mér að biðin á biðstofunni þar sé svona. ég fór inn í einhvern klefa og hafði gætur á því að læsa hurðinni vel, maður hefur heyrt alls konar sögur af svona stöðum þar sem stúlkan rumskar við sér með spennurunkara standandi yfir sér. því næst klæddi ég mig úr spjörunum á ógnarhraða því ég hafði bara eina mínútu áður en að leysersjóvið byrjaði og henti mér upp í bekkinnn sem leit samt meira út eins og geimskip. svo byrjaði fjörið... þetta var allt ósköp notalegt til að byrja með en eftir stuttar 10 mínútur fór mig að svíða ægilega í andlitið en ákvað að harka af mér og hugsaði bara um að það hlyti að vera verra að eignast barn og ég veit fyrir víst að það er verra að fara til tannlæknis. eftir 20 mínútur var ég glöð og hljóp út. ég veitti því enga sérstaka eftirtekt að súkkulöðin horfðu undarlega á mig á leiðinni út en uppgötvaði afhverju þegar ég kom heim og leit í spegilinn. ef þið ímyndið ykkur pepperóní pulsu með andlit þá leit ég þannig út. eftir kalda sturtu, krem og allt. ég er aðeins skárri í dag en ég ætla að taka mér pásu í nokkra daga.
see ya!
undrandi

þriðjudagur

ola!
blogg dagsins er tileinkað frænku minni og systurdóttur svanhildi önju. blessuð stúlkan á afmæli í dag. á mínum yngri árum þegar ég heimsótti stóru systur sem er 25 árum eldri en ég þurfti veslings svanhildur iðulega að hafa ofan af fyrir mér þar sem hún var nær mér í aldri. ég veit fyrir víst að ég var stundum erfið og henni var ekkert um það gefið að þurfa að dandalast með mig útum allt. en seinna meir þegar aldursmunurinn minnkaði hvað varðar þroskastig fórum við að hafa gaman af samveru hvor annarar. mér eru minnisstæðir ísbíltúrar um vesturbæinn þar sem við keyrðum um og rædddum strákamálin og parkereðum hjá húsum strákanna sem við vorum skotnar í. svanhildur var t.d. minn helsti bandamaður þegar ég varð fyrst ástfangin og keyrði mig alla leið upp í árbæinn bara til að ég gæti andvarpað í myrkrinu fyrir utan hús hjá strák. ég þurfti að sjálfsögðu að launa henni greiðann með því að þurfa að banka hjá stráknum sem hún var skotin í og biðja um sigrúnu sem að sjálfsögðu var tilbúningur... skildi samt aldrei fyllilega ástæðuna fyrir þessu. svanhildur kynnti mig líka fyrir tónlist sem ég elska í dag þegar ég var enn óhörðnuð á því sviði. eins og t.d. cowboy junkies, morphine, morrisey og smiths. það er líka svanhildi og hennar fjölskyldu að þakka að ég borða ólífur og finnst pizza hut pizzur bestu pizzurnar. til hamingju mað daginn elsku svanhildur!
franskir sjóliðar skóku lendarnar á starfsystrum mínum í seinustu viku. fyrsta daginn sem þeir sáust í búðinni í madrósarfötunum sínum skríktu þær eins og ostfjáðar mýslur og reyndu að horfa í augun á þeim. ég fussaði. mér ofbauð yfir því að kynsystur mínar væru að beygja sig og sveigja fyrir menn í búningum. ég kallaði þær hórur í hátalarakerfið... það er eitthvað svo niðrandi við þá sjón þegar kona einhvern veginn hættir að vera hún útaf einhverju tilbúnu hlutverki karlmannsins...
mig vantar sárlega nýja strigaskó og í gær lenti ég í a.m.k. tveimur hlutum sem ég get ekki sagt frá en klæjar í fingurna að skrifa um. demitt! bara að ég hefði ekki samvisku og svo er gott uppgjör í gangi akkúrat þessa mínútuna. see ya!
she´s in love

mánudagur

alló. ég veit ekki hvað er að gerast en áhugi minn á sælgæti hefur verið endurvakinn, kenni litla alfarið um það með dillibossann sinn. keypti mér bland í poka áðan sem ég hef ekki gert í langan tíma og sat svo ein við afgreiðslukassann í kjallaranum mínum og át það urrandi. eins gott að ég skokka tvisvar kringum tjörnina á dag og geri 50 armæfingar og 300 magabeygjur fyrir svefninn í gráa jogginggallanum mínum sem ég fékk hja kb banka þegar ég lagði inn ágóðann af píramídaskíminum mínu með herbal life.
ég fór á kill bill í gær með hullmazter, litla, ingunni og að sjálfsögðu mínum elskulega rafvirkja. ég er enn ekki viss með álit mitt á henni, myndinni... það hlýtur að þýða eitthvað gott, að vera svona lengi að mynda sér skoðun á mynd.
mér rennur svo í brjóst allt í einu. ég verð samt að segja ykkur sjóliðafrensíið sem heltist yfir starfsystur mínar í seinustu viku... kannski seinna. nú fer ég að sinna heimilisstörfum...
og bæ ðe vei... einhver minntist á að bloggið mitt væri of persónulegt. ef einhverjum ofbýður þá get ég lítið annað gert en ráðlagt ykkur frá því að lesa það. it´s only going to get better og þetta er mesta rökleysa sem ég hef heyrt!
see ya!
she´s in love

fimmtudagur

gleðilegt sumar allir saman! var dáldið bissí í gær en kem með krassandi sjóliðasögur á morgun... kannski á eftir. see ya og eigið sumarsælan, ísfullan og grillandi dag!
gestabók

þriðjudagur

góðan dag. svo ég haldi útúrsnúningum mínum á dagatalinu áfram þá er í raun eins og það sé fimmtudagur en ekki þriðjudagur í dag því næsta fimmtudag, sumardaginn 1. er frídagur nema að ég verð að vinna aukavakt svo að fimmtudagurinn verður eins og sunnudagur hjá mér því vaktin er þannig og svo verður föstudagurinn eins og mánudagur en líka eins og föstudagurinn sem hann er því að eftir það er helgi. this is a madhouse i tell you!
þegar ég og rafvirkinn vorum búin að haga okkur eins og unglingar í gærkveldi, skruppum við á kaffihús með afmælisgullinu og draumavörtunni. það var ágætt nema að rafvirkinn minn sem er ekki að deyja úr krabbameini heldur að fara til þýskalands í mánuð tilkynnti það. helvítis þýskaland... gæti það verið tilviljun að hitler heitinn átti einmitt afmæli 20. apríl sem er í dag, eða þá að ég er 1/4 þýskari... en nú þegar ég er orðin stálpuð harka ég af mér.
næstu helgi verður skemmtilega afmælið sem gulli, berglind, svavar pétur, þórunn og pétur ætla að halda. úti á landi fyrir okkur sem búum á hundraðogeinum. mér ætlar ekki að takast að vera í neinu bindindi. ég elska að vera full. mmmmmm.... full.......
ég hef áhyggjur af því að ég sé að fá streptókokkasýkingu en það sem gleður mig er þegar ég skola hárnæringuna úr hárinu og hárið er næstum eins og smjör viðkomu undir bununni. og það er einmitt baðdagur í dag. ætla að pissa núna. see ya!
gestabók

mánudagur

ola! blogg dagsins er tileinkað mínum yndislega besta vini gulla og draumavörtunni hans. gulli náði þeim merka áfanga í dag að verða jafnaldri minn, öðru máli gegnir um vörtuna sem að ég held að sé enn hvítvoðungur. hann á afmæli í dag, hann á afmæli í dag, hann á afmæli hann gulli, hann á afmæli í dag! gulli er besti vinur minn því við getum rætt allt og hann kemur alltaf hlaupandi til mín þegar ég er grátandi heima yfir gömlum kærustum. luv u gulli!
stundum fletti ég morgunblaðinu eða kíki á fréttir í sjónvarpinu. þá er ekki hjá því komist að þurfa að blaða í gegnum íþróttasíðurnar eða hlusta á samúel erlingsson missa sig. nú var eitthvað verið að kjósa íþrótta-fávita-eitthvað um helgina og þá var auðvitað mynd af þeim viðburði í blaðinu sem ég rakst á. og þá fór ég að velta því fyrir mér hvað það er alveg magnað hversu rosalega svona íþróttakonur missa sig í puntinu við hvert tækifæri sem þær fá til þess. og þá sérstaklega þær sem eru í boltaíþróttum. fótbolta, handbolta og körfubolta. í blaðinu var nefnilega mynd af svona íþróttaviðburði, körfubolta eitthvað ef mig minnir rétt og þar voru einhverjar kvensur svo uppstrýlaðar að ég hef aldrei séð annað eins. ég er með kenningu að þetta sé í fyrsta lagi að þær fá ekkert tækifæri til að vera sætar svona dags daglega því þær eru alltaf að svitna með bolta í hendinni og hitt er að það eru svo miklir lesbíufordómar í garð kvenna sem stunda svona boltaíþróttir, sérstaklega fótbolta. tell mí abát it! það er að sjálfsögðu bara einhver hugmynd sem sprettur úr okkar firrta samfélagi. allir eru að hugsa það en ég sagði það. ef að kona er með þykk læri, svitaband og hleypur öskrandi á eftir bolta, she has to be a lesbo... see ya!
gestabók

föstudagur

hæ! komin aftur og laus við lirfuna eða svona hér um bil. nú et ég bara skyr með gervibragði og hugsa um rafvirkjann. ég nenni ekki að tala um þessa páskaferð. gekk fram af sjálfri mér í drykkju. leyfði bryncí að komast með skæri í hárið mitt í gær og núna líður mér eins og trukkalessu eins og alltaf þegar ég klippi mig. er ekki með hugann við þetta, ætla að taka pásu fram á mánudag... see ya! og góða helgi.
gestabók
hef ekki bloggað full áður held ég. er full núna semsagt í svarfaðardalnum með elsku frændunum og fritzinum mínum. við erum í drykkjuleiknum og eitt gekk út á að kyssa mig og brosa til mín. það var gaman og lét mér líða eins og prinsessu. ég get svosum viðurkennt að ég er ekki mikill feministi þegar að það kemur að huggulegheitum í sambandi við mig en þegar kemur að heimilisstörfunum er ég grimm. annars er yndislegt að vera hérna og gleyma hundraðogeinum í eitt augnablik. það er fluga að hvíla sig á kjúkunni á mér í þessum skrifuðu orðum. ég skil ekki þetta með að skilja sjálfan sig. er einhver sem gerir það? hvenær veit maður að sannfæring manns sé rétt? það er kannski best ég sleppi því að skrifa svona full. ég er að hugsa um að skella mér í sund í nágrannalaugina. laugin rétt fyrir neðan okkur. það væri fínt. vona bara að ég drukkni ekki. see ya!
gestabók

miðvikudagur

ola! jæja, "föstudagurinn" kominn. ég er eiginlega bara out of it því ég er svo mikið smitten kitten. ég borðaði örugglega þúsundustu ostaslaufuna mín á þessu ári áðan af því ég veit aldrei hvað ég á að borða og af því að það er eiginlegur föstudagur og yfirdrátturinn minn er farinn uppúr öllu valdi fékk ég mér eitthvert lítið páskaegg frá útlendingum í eftirrétt. mér varð ekki rótt þegar ég vafði utan af því en þá kom í ljós að þetta var hvítt súkkulaði, ekki hrifin af hvítu súkkulaði. skil ekki tillganginn með hvítu súkkulaði og svo fær maður alltaf einhvern sting í hálsinn af því. en forvitnin hafði yfirhöndina því þrátt fyrir allt vildi ég afskaplega mikið vita hvað leyndist inni í hvíta egginu, svo ég beit. ojj!!! þá var einhver appelsínugul leðja inni í því sem átti að vera einhverskonar eggjarauða nema að þetta var löðrandi sykurleðja og nú er tungan á mér appelsínugul og verður væntanlega dottin af áður en dagurinn er úti af öllum gerviefnunum í þessu jukki. en svo hugsa ég bara um gærdaginn. er ennþá með aulabrosið. fór út að borða með rafvirkjanum í gær og við fórum á caruso. þetta er ekki grín, ég get í alvöru ekki hugsað.... mér finnst ég vera föst í einhverju bleiku landi. hvaða kitl er þetta í mallanum á mér? ég er að fara í ferðalag og kem aftur á þriðjudaginn. ég vona að ég verði eitthvað aðeins búin að snap out of it svo ég bregðist ykkur ekki kæru lesendur. svona er þetta þá.... hafið það sem allra best og þó ég skilji ekki alveg þessa hátíð, þá gleðilega páska! see ya!
gestabók

þriðjudagur

ég er að hugsa um bjór, mig langar bara til að vera drukkin. ætla að kíkja á barinn með litla eftir vinnu og svo dinner með rafvirkjanum. huggulegt... ég á enga peninga og ég get með sanni alls ekki svarað því hvert launin mín fóru. 25 þús. til mömmu, ca. 25 þús. í einhverja helvítis vexti, 6 þús. í geðlækninn sem mér finnst ég ekki einu sinni þurfa að vera hjá því ég er langtum heilbrigðari en flestir í kringum mig, 3 þús. í vinaskuldir og svo bjór og bjór... nú, þetta liggur frekar ljóst fyrir... það er eitthvað skrýtið barn sem eltir örina hvert sem ég hreyfi hana. það stendur og glottir á mig og sýgur snuð. ég get þetta ekki, ég er ekki hress og hef áhyggjur...
gestabók
hinn eiginlegi fimmtudagur... draumur: full sundlaug af holdmiklum konum á nærfötunum og ég hendi mér út í. mig langar til að bíta í þær eins og fullþroskuð jarðaber...
gestabók

mánudagur

sæl aftur... jæja, formlega orðin rafvirkjafrú. veisla hjá mér næstu helgi.
ég bíð og ég bíð eftir að dagurinn í dag verði búinn, svo morgundagurinn og dagurinn þar á eftir.
helgin var svosum tíðindalaus fyrir utan að ég leyfði mér að drekka af barnum en gleymdi þó alltaf að fá mér langþráða tekílað. hitti dóru wonder á föstudagskveldið og í mínu fínasta pússi skellti ég mér með henni á kaffibarinn. ég komst reyndar aldrei almennilega í stuð en ástæðan fyrir því skýrði sig sjálf þegar rósa frænka kom í bæinn morguninn eftir. ég tala í rauninni ekki um rósu frænku heldur er ég að leggja mig fram við að vera klobbaleg... enda stungu ég og rafvirkinn frekar snemma af heim af barnum. laugardeginum eyddi ég með minni elskulegu bryncí súpermódeli. ekki úr vegi að minnast á að mamma sendi mér sms, er víst farin til þýskalands og ég fæ karton 12. apríl. við bryncí urðum bjórölvaðar frekar snemma eða um klukkan 2 á kaffibrenslunni og gengum skríkjandi um bæinn og keyptum skartgripi. alltaf hugsa ég um hvað ég er heppin að eiga bryncí og birtu. tvær mér líkastar manneskjur í heiminum og ég á þær fyrir bestu vinkonur. þvílík sæla. og svo er víkingur íslands kærastinn minn. lífið er bliss... laugardagskveldið fór í langþráða einveru. þó eingöngu fyrir þær sakir að ég sofnaði afskaplega ölvuð á nærfötunum þegar ég kom heim af kómíska bæjarröltinu og vaknaði í engu stuði.
í gær fór ég svo á bíó með elskulegu drengjunum á dawn of the dead. þvílík snilld, hrein og tær snilld. hún fer beint í skrifblokkina sem hýsir allar dvd myndirnar sem mig langar í. mikið er ég hrifin af hryllingsmyndum. ég er nánast með hryllingsmyndaþráhyggju. samt er ég alltaf að gera í buxurnar af hræðslu og meira að segja í gær gerðist það sem hefur ekki gerst lengi eftir hryllingsmynd og ég hélt meira að segja að ég væri vaxin upp úr því... ég var logandi hrædd þegar ég var að fara að sofa. fór að ímynda mér hluti og allar ójöfnur í skugganum litu út eins og eitthvað hættulegt og enn og aftur horfðu kettirnir undarlega á mig og mér var ekki rótt.
er að fara að hitta hana dóru mína wonder á eftir, um leið og ég er búin að pínast á starfsmannafundi sem enda aldrei öðruvísi en einhver fer að gráta og annar verður fullur og klæðir sig úr öllum fötunum.
get ekki beðið eftir næstu helgi. see ya!
gestabók
gleðilegan mánudag! eða eiginlega miðvikudag því að ég mun einungis vinna 3 daga þessa vikuna sökum páska, elsku páskar. svo að það er eiginlega eins og að í dag sé miðvikudagur og miðvikudagurinn verður eins og föstudagur. annars eyddi ég hádegishléinu á austurvelli í sólinni með litla og ræddi málin. elsku litli og elsku austurvöllur. þess vegna ætla ég bara að koma með lífsins updeit í kaffipásunni. þangað til á eftir, see ya!
gestabók

föstudagur

if you love something, set it free. if it comes back to you, it´s yours. if it doesn´t, it was never meant to be...
og þetta er hinn alræmdi föstudagsblús. er að taka eftir ákveðnu hegðunarmynstri hjá mér. hef a.m.k. verið eitthvað stúrinn síðustu 3 föstudaga... kannski bara það sem fullorðna fólkið kallar að vera þreyttur eftir vikuna. enda er líka ógjörningur að reyna að púsla þessu unglingalíferni mínu saman við 9-5 vinnudaginn. ég ætla samt á barinn í kvöld og fá mér tekílastaup. kannski nokkur. er búin að vera að hugsa um það síðan í byrjun viku hvað ég hlakkaði til að fá útborgað svo ég gæti leyft mér þann munað að staupa tekíla á barnum í stuttu pilsi... ertu með? verð samt umfram allt að huga aðeins að heimili mínu hvað varðar þrif þegar ég er búin að dandalast upp í kringlu í dag.
ég komst í annarlegt ástand í gær án mikillar fyrirhafnar og endaði svo heima með móu og gato negro. móa hló og ég sagði henni sannleika lífsins. þetta gengur bara allt út á að safna fólki í jarðaförina sína og deyja svo ungur og fallegur. þegar augnlokin voru alveg að lokast kom rafvirkinn og kyssti mig í fallegan svefn. ég náði ekki að keupa miða á placebo í gær og þess vegna liggur lífið við að ná miða í dag... óskandi að þunglyndu goth unglingarnir hafi ekki klárað þá alla frá mér.
ég vona að helgin ykkar verði góð og mín líka. kannski sé ég ykkur eða þið mig. see ya!
gestabók

fimmtudagur

heil og sæl. hrósið fær rafvirkinn fyrir að kunna að láta litlar bókabúðarstúlkur skjálfa af fryggð. annars er lítið í fréttum nema að ég var drukkin í gær og ekki bara af áfengi. það er búið að plata mig a.m.k. einu sinni í dag og ég kann ekki að meta það. ég hugsa að ég kaupi mér miða á placebo í dag fyrst ég er nú einu sinni að fá nýtt kreditkort. eina sem ég hef áhyggjur af í því sambandi er hvort það verði vandræðalegt þegar ég tapa mér í grúppíu frensíi með hugleik standandi við hliðina á mér á tónleikunum. hugleikur hefur lag á því að halda andliti, og myndi gera það þó að hárið á honum stæði í ljósum logum. en það er að sjálfsögðu seinni tíma vandamál. svo ætla ég bara að hitta hana móu systur mína í kvöld og drekka rauðvín og komast í annarlegt ástand. see ya! mmm.... föstudagur á morgun...
gestabók