þriðjudagur

ola!
blogg dagsins er tileinkað frænku minni og systurdóttur svanhildi önju. blessuð stúlkan á afmæli í dag. á mínum yngri árum þegar ég heimsótti stóru systur sem er 25 árum eldri en ég þurfti veslings svanhildur iðulega að hafa ofan af fyrir mér þar sem hún var nær mér í aldri. ég veit fyrir víst að ég var stundum erfið og henni var ekkert um það gefið að þurfa að dandalast með mig útum allt. en seinna meir þegar aldursmunurinn minnkaði hvað varðar þroskastig fórum við að hafa gaman af samveru hvor annarar. mér eru minnisstæðir ísbíltúrar um vesturbæinn þar sem við keyrðum um og rædddum strákamálin og parkereðum hjá húsum strákanna sem við vorum skotnar í. svanhildur var t.d. minn helsti bandamaður þegar ég varð fyrst ástfangin og keyrði mig alla leið upp í árbæinn bara til að ég gæti andvarpað í myrkrinu fyrir utan hús hjá strák. ég þurfti að sjálfsögðu að launa henni greiðann með því að þurfa að banka hjá stráknum sem hún var skotin í og biðja um sigrúnu sem að sjálfsögðu var tilbúningur... skildi samt aldrei fyllilega ástæðuna fyrir þessu. svanhildur kynnti mig líka fyrir tónlist sem ég elska í dag þegar ég var enn óhörðnuð á því sviði. eins og t.d. cowboy junkies, morphine, morrisey og smiths. það er líka svanhildi og hennar fjölskyldu að þakka að ég borða ólífur og finnst pizza hut pizzur bestu pizzurnar. til hamingju mað daginn elsku svanhildur!
franskir sjóliðar skóku lendarnar á starfsystrum mínum í seinustu viku. fyrsta daginn sem þeir sáust í búðinni í madrósarfötunum sínum skríktu þær eins og ostfjáðar mýslur og reyndu að horfa í augun á þeim. ég fussaði. mér ofbauð yfir því að kynsystur mínar væru að beygja sig og sveigja fyrir menn í búningum. ég kallaði þær hórur í hátalarakerfið... það er eitthvað svo niðrandi við þá sjón þegar kona einhvern veginn hættir að vera hún útaf einhverju tilbúnu hlutverki karlmannsins...
mig vantar sárlega nýja strigaskó og í gær lenti ég í a.m.k. tveimur hlutum sem ég get ekki sagt frá en klæjar í fingurna að skrifa um. demitt! bara að ég hefði ekki samvisku og svo er gott uppgjör í gangi akkúrat þessa mínútuna. see ya!
she´s in love

Engin ummæli: