miðvikudagur

hvað er aftur eingreiðsla?

byrjaði aftur á ljóðgreiningarverkefninu í gær og það gekk bara asskoti vel nema að svo sá ég tilkynningu frá kennaranum þess efnis að við þyrftum ekki að skila því fyrr en 5. desember. þið lítið máske á það sem gleðiefni en ég geri það ekki, hreint ekki en ég læt það mig engu varða. ég á það nefnilega til að vera agalaus og svona frestur er ekki góður fyrir agalausa... hvað er ég samt að bulla? ég er ekkert agalaus, ég ligg yfir bókum og verkefnum daginn út og daginn inn og hef tekið þá ákvörðun að klára þetta ljóðgreiningarverkefni nú í morgunsárið. að því loknu tekur við áframhaldandi lestur á kirsuberjagarðinum hans chekhov svo ég geti byrjað á leikrita-greiningunni. mér finnst ómögulegt að það sé verið að demba þessum verkefnum á mann svona mitt í próflestri... en ég get ekki kvartað, við fengum fyrirmæli um leikrita-greininguna fyrir mánuði síðan eða meira.

fyrsta prófið mitt er á þriðjudaginn næsta í femínískum bókmenntarannsóknum og ég hef mestar áhyggjur af því að muna ekki hvað alligoría er, annars er ég orðin ágæt í hugtökunum. þetta verður samt eitthvað skrautlegt en ég hef ákveðið að miða bara að því að ná prófunum... þá verð ég síður fyrir vonbrigðum með sjálfa mig.

horfðum á shining, gömlu útgáfuna í gær og ég var að gera í buxurnar af hræðslu allan tímann og húkti í handarkrikanum á erninum. sama hversu oft ég horfi á hana er ég alltaf jafn hrædd. tónlistin er svo rosaleg og svo leikur nicholson þetta svo yfirgengilega vel að manni líður eins og maður standi við gátt geðveikinnar hverja sekúntu. samt er svo merkilegt hvað endurgerða myndin og bókin eru miklu grafískari en gamla shining en hún er alveg þúsund sinnum áhrifameiri engu að síður, ég set það aftur á reikning tónlistarinnar og nicholson. en þessi masókismi var allur í þágu skólans þar sem að það munu koma spurningar um kvikmyndagreiningu í einu prófinu og shining var ein af myndunum sem við máttum velja að horfa á og ótrúlegt en satt þá er ég hryllingsmynda fíkill. nú þarf ég líka að horfa á engla alheimsins svo ég geti svarað samviskusamlega öllum spurningum um "aðlaganir".

ég fann ágætis setningu í morgun sem ég ætla eftir bestu getu að samtvinna mínum hugsunarhætti, eða þangað til að ég kemst að því að hún er úr einhverjum AA bæklingi. hún er svona:

taktu augun af vandanum, leitaðu lausnarinnar.

þá kveð ég í bili. ég treysti því að ykkur þyki nógu vænt um mig til að senda mér gáfu-aukandi hugsanir.
by.

þriðjudagur

"why did you make me want to live? why did you do that to me?"
"because i wished it. isn´t that enough?"
"yes, it is enough. but if one day you didn´t wish it. what should i do then? suppose you took this happiness away when i wasn´t looking..."
"and lose my own? who´d be so foolish?"
"i am not used to happiness," she said. "it makes me afraid"

úr wide sargasso sea

dagurinn í gær lofaði mjög góðu til að byrja með... fékk ljóðgreiningarverkefni til baka sem ég gerði fyrr í haust, greindi ljóðið kartöfluprinsessan eftir steinunni sigurðardóttur. einkunninn kom mér ákaflega skemmtilega á óvart þar sem að hún var hærri en 5 hjá kennara sem gefur ekki hærra en 5 nema að hann sé mjög ánægður með verkefnið. auk þess hrósaði kennarinn mér sjálfur fyrir það og minntist á að ef að hann gæfi nemendum hærra en 5 & 6 væri hann í skýjunum... þ.a.l. var ég í skýjunum og öðlaðist aftur trú á gafnafari mínu og getu til að haldast og vera í skóla. auk þess náði ég að klára einhver pappírsmál og var þess vegna frekar vongóð á framtíðina þegar ég settist svo niður fyrir framan tölvuna um kvöldið til að gera annað ljóðgreiningarverkefni og í þetta sinnið er það greining á ljóðinu hin eilífa þrenning útfrá femínískum fræðum, held annars að ég hafi verið búin að segja ykkur af því... og því á ég sumsé að skila á morgun. allt gekk vel og það leit út fyrir að ég væri bara búin með verkefnið og myndi því ná að skila því degi fyrr sem er alltaf dásamleg tilfinning. nema hvað... þegar ég svo ætlaði að "save-a" verkefnið í tölvunni klúðraði ég því eitthvað og það hvarf allt eins og það lagði sig... eins og dögg fyrir sólu. ég mun seint geta með orðum lýst vonbrigðunum sem hrísluðust niður eftir bakinu á mér á því augnabliki, tárunum sem hrundu niður kinnarnar á mér og reiðinni í minn eigins garð og tölvunnar. þvílík vonbrigði hef ég ekki lengi upplifað og heldur ekki þvílíka reiði og skapofsi minn, eins og vinir þekkja getur orðið mikill ef hlutirnir fara ekki sem skyldi og ég var minna en hársbreidd frá því að kasta tölvunni í gólfið... en þetta eru þó aðallega einskær og einlæg vonbrigði, þvílík... mér sortnar bara fyrir augum að hugsa um það. ég var svo reið við sjálfa mig og lét óviðeigandi ummæli um mig falla, eitthvað sem að maður á ekki að gera. en svona er það... ég jafnaði mig þó furðu fljótt þó að þessi fjárans vonbrigði vomi enn yfir mér. ef það væri ekki fyrir örninn hefði ég líklega ekki komist yfir þetta. það er það sem örninn minn gerir, hann hjálpar mér að bæta mig orðalaust og stundum með orðum og það eru þá alltaf fallegustu orð sem ég hef heyrt... ég hugsa bara með mér að verkefnið verði þeim mun betra í annarri lotu... hikkupp!

mánudagur

mig dreymir u.þ.b. einu sinni í viku að einhver af nylon stelpunum sé ófrísk. stundum eftir einar bárðarson og stundum ekki... í daglegu lífi finnst mér þær ömurlegar og glataðar og þess vegna skil ég þessar draumfarir ekki alveg.
afhverju ég keypti mér föl-bleikar sokkabuxur mun ég seint skilja en það virtist vera sniðug hugmynd á sínum tíma. föl-bleikar sokkabuxur fita fæturna á manni fyrir þá sem eru að velta því fyrir sér að skella sér á einar slíkar...

það var fyrsti í aðventu í gær og jólalögin eru byrjuð að hljóma á öldum ljósvakans en ég get ómögulega veitt mér þann munað að huga að jólahaldi í neinum skilningi fyrr en prófin eru búin. en þá verður þetta líka tekið með trompi... ég get samt ekki neitað fyrir það að þegar ég stelst til að leiða hugann að jólunum (og ég fæ samvikubit í hvert skipti af því að ég ætti að vera að hugsa um lærdóminn) fæ ég fiðrildi í mallann. ég hlakka jafnvel til að þrífa fyrir hátíðirnar, hlusta á jólalögin og eta ótæpilega af mandarínum og konfekti. það eru sumsé 17 dagar þangað til að ég fer í jólafrí, 26 dagar til jóla og 28 dagar þangað til að við förum norður í aspar-dalinn í það sem ösp er búin að lofa mér að verði bestu áramót lífs míns. það verður ekki erfitt að uppfylla þar sem að flest öll áramót fram að þessum hafa verið einskær vonbrigði.

við fórum á sigurrós í gær. ég ætla byrja á því að nefna að þar sem mér urðu á þau leiðindar mistök að verða ekki hærri en þessir skitnu 165 cm sem ég er í uppvexti mínum hlustaði ég á magnaða tónlist í gær og horfði aftan á hausinn á fullt af fólki sem er aktúelt hærra en þessi meðalhæð íslendinga. mér skilst að það séu 166 cm hjá konum en 180 cm hjá körlum... sem og asnaðist ég til að þróa með mér dulitla nærsýni og sjónskekkju þessi undanförnu ár sem gerir það að verkum að ég veit yfirleitt ekki í hvaða strætó ég er að fara fyrr en hann er kominn það nálægt að ég þarf með tilburðum að stoppa hann til að komast leiða minna. og ég gleymdi gleraugunum heima en ef mig dauð-langaði til að sjá klifraði ég upp örninn sem gnæfði yfir allt... en þetta var fallegt, eiginlega stórkostlegt og ég fékk m.a.s. tár í augun í fyrsta laginu bara yfir því að vera þarna að hlusta á þessa fegurð. þeir tóku líka mér til mikillar gleði nokkur lög af ágætis byrjun en af þeim tónleikum missti ég af á sínum tíma þar sem að ég asnaðist til að búa í kaupmannahöfn með illa innrættum fyrrverandi elskhuga.

kalt ristað brauð með osti og volgt te óska eftir nærveru minni...

sunnudagur

nú jæja... einhleypir helgarpabbar og frímerki. ég byrja á því fyrrskrifaða...

nú er ég oft að vinna í búðinni minni um helgar og m.a. í gærkveldi og verða þá á vegi mínum margir einhleypir helgarpabbar og í gær gerði ég mér grein fyrir einu munstri sem virðist einkenna þá alla en ég hafði ekki alveg gert mér grein fyrir áður. þeir, altsvo helgarpabbarnir tala alltaf mjög hátt og áberandi við börnin sín um leið og þeir sjá huggulega eða fýsilega stúlku nálgast eins og til að vekja á sér athygli. af þessu dreg ég þá ályktun að þeir séu mjög einmana og vanti konu og kjósi að nýta sér börnin sín sér til framdráttar. þ.e. ef huggulega stúlkan sér þá tala vel við börnin sín hljóti hún átómatískt að halda að þarna sé á ferðinni indæll maður sem vert sé að eyða einhverju púðri í... en þetta er náttúrulega mjög grófleg ályktun hjá mér.

frímerkin... ef einhver af ykkur ætlið að senda jólakort þessi jólin og kaupið þ.a.l. frímerki á kortin til að þau skili sér áreiðanlega til viðtakanda vil ég vinsamlegast benda ykkur á að þefa af frímerkjunum. póstinum hefur nefnilega dottið í hug þessi jólin, og ég verð að segja að þetta er mjög sniðugt "trikk" hjá þeim að hafa lykt af jólafrímerkjunum. ég hef reyndar einungis orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að finna lyktina af innanlands frímerkjum og innan-evrópu frímerkjunum en gluð hjálpi mér ef það breytti ekki lífi mínu. á innanlandsfrímerkjunum, og ég vona að ég sé ekki að víxla þessu er mynd af grenitréi og frímerkið lyktar eins og barrnálar, reyndar meira eins og einhver kubbur sem maður lætur í klósettið hjá sér svo að kúkalyktin sé ekki jafn megn og svo er mynd af eplum á evrópufrímerkjunum og þau lykta eins og kanill. ég hef enn ekki gerst svo heppin að finna lyktina af utan-evrópu frímerkjunum en ég get vart beðið... ég ímynda mér að á þeim sé mynd af hangikéti og lyktin af þeim eftir því.

að hugsa sér! svo ég mæli eindregið með því að ef eitthvað vantar uppá jólaskapið hjá ykkur að þið farið þá útí næstu búð sem selur frímerki og þefið...

laugardagur

næsta blogg mun fjalla um einhleypa helgarpabba og frímerki. verði ykkur að góðu...

það er alveg ómögulegt þegar maður vaknar kvíðinn. ég vaknaði þannig og núna er ég svo kvíðin að mér er óglatt en þarf samt sem áður að pína ofan í mig seríós af því að ég er að fara að gera hópverkefni og svo beint í vinnuna. fyrirætlanir mínar varðandi djamm í kvöld eru foknar útum gluggann því ég þarf að huga að sálinni. það er ekki hægt að vera kúl og kvíðinn á sama tíma. aftur á móti er einn ljós punktur... örninn minn ætlar að bjóða mér á sigurrós annað kvöld og ég get vart beðið enda hef ég ekki séð þá hljómsveit á tónleikum síðan ´97 held ég ef ég man rétt. plan dagsins: seríós, öndunaræfingar, hópverkefni, vinna, heim og aðlögun sálar að aðstæðum.

föstudagur

það er gefið mál að maður er skammaður þegar maður kallar einhvern hálfvita en að maður sé svo líka skammaður þegar maður kallar sjálfan sig hálfvita finnst mér með eindæmum... það er óumflýjanleg staðreynd að yfir mér vaka alltaf einhverjar góðar sálir sem virðast af einhverjum ástæðum hafa óbilandi trú á mér.

allt í lagi þá... ástæðan fyrir því að ég er dulítið bitur út í gáfnafar mitt núna er sú að ég fékk ekki alveg eins góða einkunn og ég var búin að gera mér vonir um fyrir ritgerðina frægu, þið munið: leggðu drög að strúktúralískri greiningu á leigjandanum eftir svövu jakobsdóttur. ég veit svosum ástæðuna og ég ætti kannski bara að birta ritgerðina í heild sinni hér á síðunni svo að þið skiljið hvert ég er að fara... maður fær ekki góðar einkunnir fyrir brjóstvit, bara fyrir akademískan hugsunarhátt og af honum hef ég ekkert en aftur á móti hef ég nóg af því fyrrnefnda, brjóstvitinu... eða svona að öllu jöfnu og án þess að ég sé eitthvað að blása í mína eigins lúðra.

ég ligg yfir bókunum en mér er lífsins ómögulegt að sjá hlutina í því ljósi sem ég á að sjá þá. þetta var iðulega deiluefni á milli mín og kennaranna í listaháskólanum (það er m.a.s. orðið að einhvers konar flökku- eða goðsögu sem fer um listaháskólann og út fyrir hann þetta stormasama samband mitt við kennarana) þegar ég var þar við nám en mér tókst þó að klára það og útskrifast með BA gráðu í myndlist (hef ekkert við þá gráðu að gera) og ágætis lokaeinkunn. gott ef ég fékk ekki 8.5 bæði fyrir lokaverkið og lokaritgerðina. eins og í gærkvöldi þegar uppstúfurinn var að kekkjast á eldavélinni og bjúgun í vatnsbaði tókst mér að endurskrifa og þýða yfir á íslensku mjög flókna og akademíska kafla úr einhverri fjárans útlenskri leikritabók. ég get þetta alveg... eða svona stundum. og nú er ég byrjuð á ljóðgreiningarverkefninu en biturðin, athyglisbresturinn, neikvæðnin, stressið og vantrúin á gáfnafarinu hafa ekki komið mér langt í dag. t.d. hef ég eytt seinasta hálftímanum í að vafra um íbúðina okkar og máta öll nærfötin mín af því að í einhverjum asnaskap lofaði ég manninum mínum upp í ermina á mér að vera í samstæðum nærfötum alla helgina (það er víst eitthvað sem menn eru hrifnir af). það er ógerningur þar sem ég á í fyrsta lagi engin samstæð nærföt og svo eru allir brjóstahaldararnir mínir nema einn orðnir of stórir (nú er sérlega gaman að hugsa til þess að þið vitið núna að ég er aldrei í samstæðum nærfötum).

annars er ég að fara að vinna eftir klukkustund eða svo og eftir vinnu ætlum við örninn minn á gaukinn að fá okkur bjór og hlusta á pétur ben.

ég biðst forláts en ég mun ekki skrifa mikið á næstunni. það er svo mikið að gera í skólanum að ég er enn og aftur alveg við það að fá taugaáfall og gluð hjálpi mér ef það gerist ekki bara hvað og hverju. ég er smátt og smátt að gera mér betur grein fyrir því að takmarkað gáfnafar mitt mun líklega leiða til þess að ég verð aldrei neitt meira eða annað en húsmóðir í vesturbænum eða hvar sem er. ég verð þá í mesta lagi þenkjandi húsmóðir í vesturbænum eða hvar sem er... ég verð þá bara að faðma þá hæfileika sem ég bý yfir, að geta búið til góðar kjétbollur og kekkjóttan uppstúf og kannski einstaka sinnum slegið um mig meinfyndnum athugasemdum um lífið og tilveruna þar sem ég stend fyrir aftan eldavélina og hræri í kekkjótta uppstúfnum. það er betra að horfast bara í augu við aðstæður og gera sér grein fyrir þeim á relískan hátt, ég er hálfviti og það er bara ekkert við því að gera í rauninni. ég er núna sannfærð um að þessi 141 stig sem ég fékk útúr greindarvísitöluprófinu sem ég tók forðum daga hafi frekar verið 1.41 stig frekar 141. ætli ég sé mongólíti sem lítur ekki út eins og mongólíti?

miðvikudagur

ágúst "kitlaði" mig svo það er best að ansa því eftir bestu getu...

7 hlutir sem ég ætla að gera áður en ég dey:

1. verða rithöfundur og bókmennta- og kvikmyndarýnir
2. eignast börn, 1-3 stykki
3. gifta mig
4. byggja draumahúsið okkar í svarfaðardalnum
5. skrifa ævisöguna mína eða í það minnsta fá hana útgefna þó að einhver annar skrifi hana
6. búa í útlöndum með erninum, helst í hollandi
7. elska sjálfa mig
(ekki endilega í þessari röð)

7 hlutir sem ég get gert:

1. hugsað og látið mig dreyma ENDALAUST
2. hlustað
3. búið til rosa góðar kjötbollur
4. elskað aðra
5. farið afturábak í brú
6. gengið án þess að þreytast
7. lyft 140 kílóum í bekkpressu... grííííín
8. tengt hluti, s.s. vídjó, DVD spilara, sjónvörp, græjur, perustæði o.s.frv.

7 hlutir sem ég get EKKI gert:

1. leitt hjá mér slæmt umtal
2. borðað ananas
3. átt pening
4. snýtt mér
5. handleikið köngulær
6. verið vond við einhvern af ásettu ráði
7. talað við pabba minn

7 hlutir sem heilla mig við hitt kynið:

1. ÖRN
2. gáfur (gáfur eru ekki það sama og þekking, ég er að tala um visku)
3. samkennd
4. húmor
5. samtöl um lífið og tilveruna (ég verandi hinn viðmælandinn)
6. óttaleysi hvað varðar að láta sig dreyma saman um sameiginlega framtíð
7. hendur, handleggir, bak, axlir, bringa, augu, bros, hlátur og læri

7 frægir karlmenn sem heilla mig:

1. ÖRN
2. nick cave
3. tom waits
4. viggo mortensen
5. eiríkur hauksson
6. trent reznor
7. ewan mcgregor (bara útaf brosinu)

7 orð sem ég segi oft:

1. "totally"
2. "what???"
3. tipsí
4. hellað (ekki eins og götuhella heldur helvíti)
5. ómægod
6. ruglaður
7. ástin-mín

7 manneskjur sem ég kitla:

1. gulli
2. halldóra
3. hjörtur
4. beta
5. móa
6. kata
7. urður

þriðjudagur

kæru lesendur,
ég er að safna tilfinninga-andstæðum eins og ást-hatur, sorg-gleði o.þ.h. og vantar ykkar hjálp með fleiri svona andstæður. mynduð þið vilja vera svo væn...

laugardagur

ég er ekki að gera gys en piltarnir hérna við hliðina eru enn að. þeir eru núna að spila sama lagið með coldplay (á gítar og syngja mjög drukknir með) aftur og aftur... það væri spennandi að vita hvað þeir eru búnir að vera að spila í fjarveru minni í dag... olaviu newton-john kannski, gamla slagara úr grease eða eitthvað annað hressandi. mér er spurn hverju þeir eru að fagna svona rosalega... kannski er einn af þeim að fara að gifta sig.

mamma komst ekki að hitta mig í dag svo ég fór bara og hitti hana bryncí mína og úlf litla í staðinn. það var ótrúlega gaman og ég verð alltaf svo hamingjusöm í hjartanu þegar ég geri mér grein fyrir því hvað ég á góða vini, hver öðrum betri. djöfull er ég klobbalega væmin... við löbbuðum laugaveginn og fengum okkur kaffi á súfistanum sem var troðinn af fólki sem horfði undarlega á mig, oftast þegar ég var að tala svo ég geri mér fulla grein fyrir ástæðum augngotanna. ég gerði mér líka grein fyrir því að ég verð að komast yfir 27.800 krónur hið snarasta. fyrir það fyrsta þá fann ég loksins skó en ég er búin að vera að leita mér að vetrarskóm síðan högninn ákvað að míga í þá sem áttu að gegna því hlutverki í vetur. og lyktin fer ekki... nema hvað að allar skóbúðir sem selja góða skó í þessari borg okra alveg rosalega á vörum sínum og neytendum í leiðinni og skórnir sem ég fann kosta hvorki meira né minna en 20.800 krónur og eru í KRON. fjárinn!!! ég veit alveg að þetta er tapað mál og þess vegna langar mig pínu til að tala um þessa fallegu skó... þeir eru guðdómlegir og ég er reyndar búin að vera að "eyeball-a" þá síðan fyrr í haust, ákaflega dömulegir. þetta eru eiginlega stígvéli, svört með pínu hæl og hnöppum upp eftir hliðunum. ég sé mig alveg fyrir mér í þeim að spígspora í hljómskálagarðinum... og þá er eftir 7000 kall eins og glöggir lesendur hafa reiknað út en það kostar sá guðdómlegasti lampi (ég er með lampa "fetish") sem ég hef á ævinni séð og ég mun gera ALLT til að eignast hann. ég sá hann í gegnum glugga í göngutúrnum í nótt í búðinnni KISA. það er gæsa-lampinn sem ég er búin að setja á jólagjafaóskalistann. þetta er án efa fallegasti, guðdómlegasti og GUÐDÓMLEGASTI lampi sem ég hef á ævinni séð og ég skal eignast hann þó að ég þurfi að deyja við að reyna það, svo ástfangin er ég af honum. (takið eftir að ég notaði lýsingarorðið guðdómlegur þrisvar sinnum um þennan guðdómlega lampa).

ég og bryncí rákumst svo á nýja hljóðfæraverslun sem verið var að opna á klapparstígnum og selur hljóðfæri frá öllum heimsálfunum. ég ætla að spara að fara inn í hana þangað til að örninn minn kemst með... og svo ákváðum við stöllur að djamma saman næstu helgi og ef það verður eitthvað eins og í denn þá verður það "kreisí".
mig langar til að benda ykkur á eina mjög góða hljómsveit sem að hún birta mín kynnti mig fyrir og heyrist stundum á rás 2. hún heitir arcade fire og ég mæli sérstaklega með lögunum wake up og haiti.
ég var síðan að velta því fyrir mér hvernig maður skilur fólk þegar það sýnir manni ekki fram á hlutina eins og maður skilur þá best sjálfur. er bara frekja að ætlast til þess eða er það eðlileg krafa? þetta snýst kannski aðallega um það að geta sett sig sem best í spor annarra. æj, ég veit ekki og dæsi bara...
björn jörundur er "as we speak" að reyna við konu í útvarpinu.
þeir eru byrjaðir aftur, nágranna-piltarnir og nú eru þeir komnir í radiohead lög. hvað er næst, shadow parade? það vælir í þeim eins og stungnum grís og túristar standa fyrir utan gluggann hjá þeim og flissa...

Atomic Bomb!


góðan daginn!

vaknaði fyrir allar aldir vegna partýhalds nágranna minna. það var nú ósköp hressandi, að vakna við gítarspil og öskrandi karlamannsraddir að syngja klisjuleg bubba-lög hástöfum. velti því m.a.s. lengi fyrir mér hvort ég ætti ekki bara að banka uppá á brókinni með heitt te handa mannskapnum... en partýið leystist upp áður en ég gat ákveðið mig. nú heyri ég bara í einmana glamri á bassa...

seint í gærkvöldi eða eiginlega í nótt skellti ég mér í göngutúr um bæinn, bara svona mér til heilsubótar og svo leiddist mér þrátt fyrir að nenna ekki fyrir mitt litla líf á djammið frekar en fyrri daginn... það var sorglegt um að litast, ekki margir á ferli og þær fáu hræður sem ég sá voru annaðhvort liggjandi í göturæsum eða í únglínga-sleik við einhvern sem að viðkomandi þekkti að öllum líkindum ekki neitt. svo ég keypti mér bara kók og fór heim og horfði á guess who með bernie mac sem er ákaflega fyndinn maður og ashton kutcher. ágætis ræma svosum nema að hún endar náttúrulega á yfirgengilega væminn hátt, formúlan að sjálfsögðu.

hitti gullið mitt og hjartardýrið á prikinu í gær. hjörtur kom með þá afbragðs hugmynd að einhverjar hressar týpur tækju sig saman næsta sumar og leigðu hús í tékklandi í mánuð eða svo. það ku víst vera sérlega ódýrt... þetta finnst mér ein sú besta hugmynd sem ég hef heyrt í langan tíma og ég vona heitt og innilega að þetta verði að veruleika. þetta hljómar eins og draumur sem ég sé svona fyrir mér: ég og örninn minn og fullt af góðu og skemmtilegu fólki í stóru húsi með gömlum gólffjölum sem brakar í, sveitasæla eða borgarkliður og sól og sumar. ég vona...

í dag ætla ég að hitta mömmu og taka einn laugaveg og leggja drög að jólagjafakaupum og í kvöld er það dóra mín, bailys með klaka og kannski piltarnir.

það er ofar mínum skilningi þetta með að samkynhneigðir megi ekki ættleiða börn og ég er steinhissa á því að það sé ekki fyrir löngu búið að leggja fram þetta frumvarp á alþingi varðandi það mál. þetta er m.a.s. svo ofar mínum skilningi að ég á í vandræðum með að hugsa um það. ég fyllist svona gremju innan í mér eins og ég fylltist þegar ég var lítil og fékk ekki það sem ég vildi og gat með engu móti skilið það. það eru engin heimsins rök sem ættu að geta bannað samkynhneigðum að giftast þeim sem þau elska eða eignast fjölskyldu. ENGIN! það er bara svo yfirgengilega fáránlegt og ósanngjarnt að við hreykjum okkur af því að vera orðin svo "líbó", mannelsk og þróuð en svo eru svona hlutir að halda okkur niðri, þetta hér að ofan, kynþáttafordómar, kynjamisrétti, barnamisnotkun, nauðganir, stríð og bara mannvonska og skilningsleysi yfir höfuð. arg! ég get ekki skrifað um þetta, ég missi bara stjórn á mér...

föstudagur

jæja, nú er örninn minn floginn norður. hann er reyndar akandi... ég ákvað að hanga bara heima og dauðsé náttúrulega eftir því núna. djöfuls kjáninn sem ég er!
æji, fúlt að hafa misst af glæpasöguupplestrinum á grand rokk í gær. afhverju sagði mér þetta enginn?
annars datt mér áðan í hug snjallræði til að koma sér úr klípum... alltaf ef maður kemur sér í einhver vandræði segir maður bara; "vá, shit! ég er með klikkað desja-vú"...

mér finnst agalegt þegar gestur einar tekur upp á því á morgnana að spila einhverjar mixur af lögum með pat boone eða brunaliðinu. útskýring á orðinu mixur af því ég man ekki í augnablikinu hvað þessi helvísku fyrirbæri eru kölluð: mörgum lögum krumpað saman í eina heild sem varir iðulega í nokkrar mínútur. skipting á milli laga er engin og þau renna öll saman í eina bendu. alveg hrikalegt. auk þess finnst mér garðar cortes jr. mjög væminn og kraftlaus söngvari. mér varð á að bera hann augum og hlýða á í kastljósinu um daginn og ég er ekki heil eftir þá upplifun. garðar cortes sr. er þá skömminni skárri, það er a.m.k. kraftur í hans söng.
ég þurfti í gærmorgun að fara með strætó upp í mosfellsbæinn eins og aðra fimmtudaga. ég er svosum alveg að sætta mig við það enda er strætisvagnaferð til helvítis á jörðu (mosfellsbær) lítið gjald að greiða fyrir hlustun á lífsins vandamál. ég er hérna að líta framhjá þeim háu fúlgum sem ég greiði geðlækninum mínum um hver mánaðarmót fyrir að hlusta á þessi lífsins vandamál. og alveg er það merkilegt hvað það er alltaf þúsund sinnum kaldara í mosfellsbænum en í höfuðborginni og það eru bara 20 mínútur, að svo gefnu að maður ferðist með ökutæki, á milli staðanna. ég geri mér fulla grein fyrir því að það séu rökréttar eðlisfræðilegar útskýringar á þessu en mér finnst þetta samt ákaflega merkilegt.
í dag ætla ég mér að lesa leikritið kirsuberjagarðinn eftir anton chekhow svo ég geti greint það útfrá bókmenntafræðilegum hugtökum og á sunnudaginn ætla ég að greina uppáhalds ljóðið mitt (þökk sé svanhildi frænku) hin eilífa þrenning eftir tove ditlevsen útfrá hugmyndafræðum feminisma. þetta hljómar allt voða fullorðins og ég ætla að skola þessu öllu niður með RISA flöskunni af bailys sem ég keypti mér í fríhöfninni. ég hef nefnilega komist að því að það er fínt að vera bara tipsí þegar maður er að læra, það opnar allar gáttir eins og nefúði úr apótekinu. ég vona bara að ég verði ekki orðin alkahólisti að loknu námi... annars datt mér í hug ágætis setning þar sem ég sat í tíma um daginn. þetta vall bara upp í kollinn á mér svo ég bið ykkur vinsamlegast að sýna því tillit að ég er með frekar óvenjulegan koll sem á það til að detta hinir undarlegustu hlutir í hug. en þetta er sumsé setningin: greining er áhugamál auðnuleysingjans.
og hér er svo smá ferskeytla eftir kolbein högnason í tilefni föstudagsins:

aldrei frið ég öðlast má
auðnu svo ég hrósi.
alltaf vakir einhver þrá
eftir meira ljósi.

p.s. ferðasagan er að skapast í kollinum, kemur eftir smá...

fimmtudagur


það eru 37 dagar til jóla... þetta er alveg magnað! tíminn líður svo hratt að það þarf að hafa sig allan við bara til að upplifa hvern einn og einasta dag. og ef það eru 37 dagar til jóla þá eru ca 39 dagar þangað til að við förum í svarfaðar-sæluna eða aspar-sæluna eins og ég ætla héðan af að kalla svarfaðardalinn góða. mmmm... ljúft. ekki þá nema ég skottist með erninum mínum norður um helgina. maður spyr sig...

ég nenni ekki fyrir mitt litla líf að blogga enda eru fingurnir á mér gaddfreðnir inn að beini. ég skelli mér í heita sturtu og sé svo til... svo er ég líka með áhyggjur, eins og alltaf og ég nenni ekki lengur að skrifa um þær hér því að óprúttið fólk notar upplýsingarnar gegn mér sem er ekkert annað en mannvonska í ljósi þess að flest mín skrif á þessari síðu eru með öllu fölskvalaus fyrir utan einstaka kaldhæðið krydd.
ungri og væntanlega reykvískri blómarós hugkvæmdist að fara út að skokka í hljómskálagarðinum á sama tíma og ég var að labba heim úr skólanum. í gegnum hljómskálagarðinn að sjálfsögðu. ég vissi ekki hvað var að gerast þegar ég heyrði allt í einu í rökkrinu (já, það er endalaust rökkur í reykjavík þessa dagana) einhvern másandi og blásandi færast mér óðfluga nær að aftan. hárin voru farin að rísa og ég fór með bænirnar í hljóði af því að ég hélt að þetta væri líklega risa-vaxinn morðingi (þessi "histería" á rætur sínar eingöngu að rekja í áðurnefnt rökkur) eða eitthvað þaðan af verra að fara að kynna mig fyrir ævikvöldinu. það er ekki einu sinni kvöld. og fjandinn hafi það ef ég andaði ekki léttar þegar ég sá litla og digra stelpu en ekki risa-vaxinn morðingja skokka framhjá mér. það mátti litlu muna því að ég var með mundaða hnefana í nýju glimmer-vettlingunum...

miðvikudagur


jæja... þá erum við hjónin komin heim og gerðum svo í gær. ekki laust við að hafa bæði verið þjökuð af ofur-þreytu þegar við vöknuðum í rútínuna í morgun en mikið var nú samt gott að sofna í eigins rúmi í gærkveldi og vakna ekki hálf blautur af raka sem iðulega umlukti okkur á bátnum góða eða í helvískum kulda sem gerði líkams-þekjandi rakann enn óbærilegri. það er alltaf gott að koma heim þó að það sé himneskt að komast burt endrum og eins... ferðasagan verður svo rakin síðar í dag eða í kvöld en nú er það lærdómurinn.
æji ég er bara eitthvað að dóla mér hérna, ekki á leiðinni í háttinn... hmmm... tók myndina af mér og úlfi í burtu, skammaðist mín allt í einu fyrir að vera með mynd af mér og barni á síðunni, vil ómögulega að fólk fari að halda að ég sé á þeim buxunum þ.e. barneignabuxunum. hjálpi mér allir heilagir jeremíasar! ég á ferlega (afhverju er ég að nota þetta orð? ég segi aldrei "ferlega" í daglegu tali...) erfitt með að fela hvað ég er að hugsa hverju sinni, það er eiginlega óþolandi. ég ætti kannski að fara á leiklistanámskeið, læra að leika yfir mínar réttu tilfinningar. við ætlum að fara að horfa á hryllingsmyndir eitthvað fram eftir nóttu, það ætti að halda fyrir mér vöku... hvað á ég að segja ykkur? jú, það er eitt sem ég átti eftir að tilkynna að ég held... ég hef sumsé tekið ákvörðun um að fara í kvikmyndafræðina eftir áramót. ég er asskoti sátt við þá ákvörðun og hlakka mjög til. sé fyrir mér að þar muni ég blómstra fyrir utan að áhugi minn á bókmenntafræðinni jókst sérlega mikið þegar ég var að skrifa ritgerðina frægu, drög að strúktúralískri greiningu á leigjandanum eftir svövu jakobsdóttur. jamm, ég sé svo bara til. en nú er ég farin til amsterdam... eða svona hérumbil. blex.

45 dagar til jóla og eftir sólarhring verð ég í amsterdamborg.
jæja kæru lesendur, þá er þetta alveg að bresta á. hvað ætli ég sé búin að bíða lengi? mánuð? ég svaf óvenju lengi í morgun, aldrei þessu vant sem er ágætt þar sem að mér skilst að stefna kvöldsins og næturinnar sé að fara EKKI að sofa þar sem að við þyrftum hvort eð er að vakna um fimm í fyrramálið eða eitthvað álíka fasistalegt. og þar sem að ég er sérlega andvíg allri eiturlyfjaneyslu með það fyrir markmiði að halda sér lengur vakandi er gott að notast við náttúrulegu aðferðina og sofa sem mest svo að líkurnar á að ég sofni fyrir miðnætti séu hverfandi. og hananú!
ég veit ekki hvað það er með mig en alltaf þegar ég er á leiðinni til útlanda finnst mér sérlega mikilvægt að mæta þangað hrein og strokin. þess vegna var sturtan í morgun framkvæmd af einstakri alúð... þetta er bara svona eins og að fara í leikhús.
en þá ætla ég að kveðja ykkur kæru lesendur, hafið það gott og farið vel með ykkur í fjarveru minni elsku hjartans pysjurnar mínar og ég "sé" ykkur aftur 15. nóvember.
p.s. má taka með sér hársprey-brúsa í flugvélar? springur nokkuð flugvélin?

Leaving, On A Jet Plane

All my bags are packed, I'm ready to go, I'm standing here outside your door,
I hate to wake you up to say good-bye.
But the dawn is breaking, it's early morn, the taxi's waiting He's blowing his horn.
Already I'm so lonesome I could die.
So kiss me and smile for me, tell me that you'll wait for me, hold me like you'll never let me go.
'Cause I'm leaving on a jet plane, don't know when I'll be back again. Oh, babe, I hate to go.

There's so many times I've let you down, so many times I've played around,
I tell you now they don't mean a thing.
Every place I go I'll think of you, every song I sing I'll sing for you,
when I come back, I'll bring your wedding ring.
So kiss me and smile for me, tell me that you'll wait for me, hold me like you'll never let me go.
'Cause I'm leaving on a jet plane, don't know when I'll be back again. Oh, babe, I hate to go.

Now the time has come to leave you, one more time let me kiss you,
then close your eyes, I'll be on my way.
Dream about the days to come when I won't have to leave alone,
about the times I won't have to say:
kiss me and smile for me, tell me that you'll wait for me, hold me like you'll never let me go.
'Cause I'm leaving on a jet plane, don't know when I'll be back again. Oh, babe, I hate to go.
I'm leaving on a jet plane, don't know when I'll be back again. Oh, babe, I hate to go.

þriðjudagur


ég velti því stundum fyrir mér hversu margir úr fortíðinni minni lesi þetta blogg...

46 dagar til jóla og amsterdam ekki á morgun heldur hinn...
þarf maður svo að borga starfsmönnum hjúkrunarheimila undir borðið til að tryggja það að foreldrum manns verði skeint þegar þau eru komin á þessar biðstofur dauðans? þetta verður allavega ekki áhyggjuefni hjá mínum börnum. ég mun ekki gerast vistmaður á elliheimili hvorki í þessu lífi né neinu öðru sama hvað er í boði og það er bara útaf þessu skeiningar-máli. ég efast um að vera ein um að muna eftir niðurlægingunni sem fylgdi því að vera skeint sem barni og það eitt hafði nógu mikil áhrif á sjálfsmyndina og sálina án þess að maður fari að biðja um þessa niðurlægingu aftur á gamals aldri. fyrr hengi ég mig.
nú er allt á fullu í skipulagningu í hausnum á mér. það er alltaf þannig þegar ég er á leið í ferðalag, innan- jafnt sem utanlands. ég er t.d. að velta því fyrir mér hvað ég eigi að taka með mér af klæðum svo ekki arki ég allsber um götur amsterdam og hvort að það sé orðið mjög kalt þarna úti. ég man ekki alveg hvernig nóvember var þegar ég bjó þarna en í minningunni var alltaf hrollkalt svo það er vissara að fara vel undirbúin fyrir það því fátt veit ég verra en að vera kalt. annars hef ég hug á að kaupa mér eitthvað af fötum þarna úti þar sem að flest mín föt sem ég á fyrir eru orðin of stór á mig útaf mikilli líkamsrækt undanfarið.
fólk horfir oft undarlega á mig...

mánudagur

47 dagar til jóla og tveir í amsterdamför... þetta er að verða óbærilegt.
jæja kæru lesendur, hið ótrúlega hefur átt sér stað. ég kláraði fyrir nokkrum klukkustundum ritgerðina, ég lagði drög að strúktúralískri greiningu á leigjandanum aftir svövu jakobsdóttur (veit einhver hvað þetta þýðir, í alvöru, EINHVER?). ég er ekki að ljúga að ykkur þegar ég segi ykkur að það hafa farið í þessi ritgerðarsmíð blóð, sviti og tár, mestmegnis tár þó af því að ég er kvíðasjúklingur með gífurlega vantrú á gáfnafari mínu. en þetta hafðist með góðri hjálp frá góðu fólki og sérstaklega fyrir þær sakir að kennarinn minn er sérlega skilningsríkur og hjálpsamur maður sem útskýrði fyrir mér af yfirvegun hvað það merkir að leggja drög að strúktúralískri greiningu á leigjandanum eftir svövu jakobsdóttur. annars kom þetta eins og vatn úr krananum um leið og ég byrjaði að skrifa í morgun enda stóð ég ekki upp frá tölvunni nema rétt svo til að hita mér te og fá mér rettu. og það hafðist. ég get líklega ómögulega útskýrt fyrir ykkur hvað þetta er mér mikið afrek, sérstaklega þar sem að ykkur finnst líklega ekkert erfitt að skilja strúktúralisma, leggja drög að einhverju eða bara yfir höfuð að skrifa ritgerð. hmmm... eníveis. ég er stolt af mér á þessu augnabliki. nú ætla ég bara að leyfa huga og sál aðeins að hvíla sig eða þangað til að ég kem heim frá amsterdaminu 15. þessa mánaðar. þá ætla ég að hella mér út í próf-undirbúning, best að hafa vaðið fyrir neðan sig en ekki liggja í því grenjandi og allsber daginn fyrir próf.
æj æj, mér líður svo óskaplega vel núna og það er svo ljúft. þunga lundin sem hékk í sálinni í tvo mánuði er farin og mér finnst ég svífa um á bleiku skýi. ástin vex með hverjum deginum og það er ekki yfir neinu að kvarta... nema peningum auðvitað en hvað er það annað en partur af fullorðins?

laugardagur

kæru lesendur... ég hef farið með fleipur. það eru 49 dagar til jóla. hvernig gat ég ruglast? hahaha! jibbí!!! ég græddi tvo daga eða týndi... það fer eftir því hvernig litið er á málið.
vinna eftir rúma tvo tíma, jól eftir 51 dag og amsterdam eftir fimm daga.
ekki enn byrjuð að skrifa ritgerðina en mér hefur gengið vel að lesa og undirbúa mig og stefni á að byrja skrifin á morgun eftir vinnu. hefði verið gott að hafa allan morgundaginn til skrifa en ég þarf að vinna eins og ég sagði og það vildi enginn taka vaktina fyrir mig... svona er það nú bara, þetta er ábyrgðin sem fylgir því að vera fullorðin tinnbert.
höfðum það huggulegt í gær og horfðum á hollywood formúlu-mynd með bruce willis. ég nenni ekki út lengur, ekki á djammið allavega en er samt að gæla við að fá mér einn bjór á barnum eftir vinnu í kvöld. það er fínt, fara snemma á barinn, þá er viðbjóðurinn enn ekki vaknaður.

föstudagur

ég á að vera að skrifa ritgerð en athyglisbresturinn er eitthvað að stríða mér og þess vegna datt mér í hug að googla sjálfa mig eins og sumir gera oft á dag. ég man ekki alveg hvenær þessi mynd var tekin enda var ég dauðadrukkin og uppgefin eftir skotveiðar... handsome devil.

samkvæmt kærastanum og tveimur bestu vinkonum mínum er ég yfirmáta umhyggjusöm, ákveðin og hvatvís. ég er í meðallagi félagslynd, kröftug, íhugul og hlédræg en lítið sem ekkert þolinmóð. maður þyrfti kannski að bæta það...
52 dagar til jóla og eftir viku verðum við sofandi í bát í amsterdam. dísús... ég get ekki beðið. í alvöru, ég bókstaflega get ekki beðið, ég er að hugsa um að sofa bara þangað til að við förum út svo að ég þurfi ekki að umbera þennan fiðrilda-vængjaslátt í mallanum á mér.
nú hefur það þróast svo í blöðunum að það er mynd af öllum ný-látnum í dánartilkynningunum. ég man þegar þetta byrjaði, mér og örugglega fleirum var brugðið að látið fólk hefði skyndilega andlit. nú er ég orðin vön þessu og það er undantekning ef ekki er mynd af þeim látnu við sínar tilkynningar. það góða við þetta er að nú er maður mun fljótari að renna augunum yfir og athuga hvort að nokkur sem að maður þekkir hafi skyndilega hrokkið uppaf.
ég þoli ekki pilluna. þessi hormóna-eitrun er handbendi djöfulsins er ég sannfærð um... og nei, ég er ekki að skrifa þetta af því að ég er þunguð. hún gerir ekkert annað en að fokka upp öllu systemi sem hefur tekið mig fjölda mörg ár að byggja upp og líkaminn neitar að hlýða henni, engin furða.
æj æj æj...

fimmtudagur

nöldurblogg:
ég skil ekki alveg hverjum datt í hug að hafa þessi sænsku gler-strætóskýli í landi voru... jú, líklega einhverjum jeppa-plebbum sem aldrei hafa tekið strætisvagn á sinni heiðgulu silfurskeiða-ævi. fyrir það fyrsta þá er ekkert, ég endurtek EKKERT skjól inní þeim og þegar frosthörkurnar herja á, eins og núna breytast þau í einhverskonar djöfullega frystiklefa. það er eins og frostið einangrist inní skýlunum og það er ekki fyrir nokkurn lifandi mann að standa í þeim. undarlegt alveg hreint...
mér finnst óþolandi fólk sem tekur börnin sín með sér í skólann. geymdu þig eða barnið heima. veldu! ætli þetta fólk líti á það sem stöðutákn að eiga börn og þurfi þ.a.l. að taka þau með sér í skólann til að undirstrika frjósemi sína?
í árnagarði í háskólanum er alltaf svona leikfimishúsa-lykt. það er þessi lykt sem allir þekkja, blanda af svita, gúmmíboltum og köðlum. viðbjóður!
það er varla hægt að labba hljómskálagarðinn í hálku eins og þessari sem nú þekur göturnar og þegar bætt er við rassgats-roki er það ógjörningur. ég fýk þarna fram og til baka með illt í eyrunum og velti því fyrir mér afhverju það sé ekki hægt að bæta hljómskálagarðinum í sand-á-göturnar rútínuna hjá borgarstarfsmönnum.
fyrst ljúfa var að kitla hégómagirndina... sáuð þið mig í mogganum í dag? eða málinu sem fylgir mogganum? það er hann þorri minn litli prins sem setti mig í blaðið sitt. mæli líka með myndasögunni hennar lóu sem einmitt er á sömu síðu og ég í málinu, stórkostulega fyndið, ég hló pissi í nærbrækurnar.
það er heiðskýrt í huganum í dag, því er væntanlega að þakka góðum tíma hjá geðlækninum í morgun. það er gott þegar einhver segir mér að ég þurfi ekki að hafa áhyggjur af því sem ég hef áhyggjur af. it´s as easy as that! á leiðinni úr mosfellsbænum í strætó fór ég að hugsa um það hvað mér finnst ég ekki passa inn í þessa veröld, ekki á "morbit" hátt heldur bara svona almennt útúr kú tilfelli. eina við því að gera er að spila þetta bara eftir eyranu og vona að ég deyi hamingjusöm 87 ára gömul (samkvæmt einhverju prófi sem ég tók í lifandi vísindi er það víst minn dómur, að verða 87 ára).
ég er í femínískum bókmenntarannsóknum í skólanum eins og ég held ég hafi áður tilkynnt ykkur og þar lesum við fjöldann allan af greinum eftir virginiu wolf. fram að þessu hausti hafði ég lítið sem ekkert lesið eftir hana og þó... ég las orlando og svo eina aðra bók sem ég man ekki einu sinni hvað heitir, báðar eftir virginiu wolf. skrif hennar hafa óttalega mikil áhrif á mig og ég hugsa oft um þau í tengslum við mitt líf sem kannski er glatað og únglíngalegt en ég held samt að allir yrðu snortnir á einn eða annan hátt af skrifum hennar. eins og t.d. áðan... ég kom við í hagkaup í skeifunni af því að mig langaði allt í einu svo mikið í ný náttföt, náttfatakaup eru ein af mínum ástríðum. en í þetta skiptið ákvað ég að kaupa ekki eins og venjulega einhver hólk-víð flónel náttföt sem breytast svo strax eftir fyrsta þvott heldur langaði mig í satín náttföt með svörtum blúndum. það er ekkert erótískt við þau, þetta eru bara svona kvart-buxur og hlýrabolur. ég ákvað að fara inn í mátunarklefa og máta til að enda ekki með alltof lítil náttföt eins og oft vill gerast þegar ég tel mig vera minni en ég er og er að drífa mig. mátunarklefinn var eitthvað svo stór, aldrei þessu vant og ég afklæddi mig í rólegheitum með bakið í spegilinn af því að oftast nær hef ég óbeit á líkamanum mínum. en þegar ég snéri mér við og horfði í spegilinn þá var það ekkert ég sem ég sá heldur einhver lítil og mjórri hrædd stelpa með svart hár allt út í loftið. þetta varði í augnablik. ég skil þetta ekki alveg.

miðvikudagur

54 dagar til jóla. ó hve tíminn líður ofur hratt....
hvar var ég annars? nennti ekki að læra í morgun eins og ég geri að öllu jöfnu á morgnana en las þess í stað bresk slúðurblöð og hlustaði á íslensku tónlistarflóruna á rás2 plús nokkra erlenda trúbadora sem að syngja bara um reiðhjól í pekíng og þar fram eftir götunum. það fer að vanta eitthvað "breathtaking" í tónlist hérna á íslandi hvað og hverju eða þangað til að shadow parade koma með diskinn sinn sem ég bíð eftir í ofvæni. það verður eitthvað merkilegt er ég sannfærð um...
nú eru átta dagar þangað til að við förum út og eftirfarandi tilmælum er beint til begga sem er að skipuleggja ferðina eins og við værum gamlingjar á leið í skemmtiferð til flórída (kaldhæðið grín)... tinna vill gera þetta:
fara í dýragarðinn (í góðu ástandi)
fara á burger king (í góðu ástandi)
sýna erni og þeim sem áhuga hafa hvar ég átti heima. þar rétt hjá eru svo andskoti fín gítarbúð og skemmtilegur markaður sem ég fór á á hverjum einasta degi þegar ég bjó úti, man ekki hvað hann heitir.
labba þessa risastóru og sérlega fullnægjandi verslunargötu sem í amsterdam er og kaupa mér efni í aðra ferðatösku af fötum í h&m
bulldog (tíhíhí)
... og síðast en ekki síst, fara á söfn.
ó men, ó men... ég get ekki beðið, ég get í alvöru engan veginn lagt nógu mikla áherslu á hvað ég hlakka mikið til að fara til amsterdam. og sofa í báti, með erninum... ahhhh...
ég er eitthvað stelpuleg í dag held ég... annars litaði ég hárið á mér í gær. fór offörum og dekkti ekki bara á mér hárið heldur líka eyrun, ennið og aftan á hálsinum (hvað heitir sá staður á líkamanum? varla þó bara "aftan á hálsinum"...). það er alltaf þannig. svo lét ég framan í fésið á mér örlítið brúnkukrem svo að ég líti síður út eins og nár líðandi eftir götum bæjarins, ekkert að því að hressa aðeins upp á útlitið, það gerir nefnilega heilmikið fyrir hitt líka (sálina).
það á að horfa á vídjó í dag í tíma. ég skal segja ykkur hvað það er... jú, ávísun á að sofna fram á borðið og svo annaðhvort rjúka upp með andfælum og ópum eða öll útí slefi. grín.

þriðjudagur

halló.
þetta er sumsé mynd sem ég málaði fyrir illgresissýninguna sem haldin var í desember á seinasta ári. þetta er ég og páka, elsku kisan mín sem þoldi illa flutningana í sumar og hvarf á braut. það er ástæðan fyrir því að ég held að mér sé ekki ætlað að eiga fleiri en einn kött. það er alveg hellingur á bakvið þessa mynd, að sjálfsögðu mjög dramantísk saga eins og mér einni er lagið. nenni bara ómögulega að fara út í þá sálma núna...