miðvikudagur

ágúst "kitlaði" mig svo það er best að ansa því eftir bestu getu...

7 hlutir sem ég ætla að gera áður en ég dey:

1. verða rithöfundur og bókmennta- og kvikmyndarýnir
2. eignast börn, 1-3 stykki
3. gifta mig
4. byggja draumahúsið okkar í svarfaðardalnum
5. skrifa ævisöguna mína eða í það minnsta fá hana útgefna þó að einhver annar skrifi hana
6. búa í útlöndum með erninum, helst í hollandi
7. elska sjálfa mig
(ekki endilega í þessari röð)

7 hlutir sem ég get gert:

1. hugsað og látið mig dreyma ENDALAUST
2. hlustað
3. búið til rosa góðar kjötbollur
4. elskað aðra
5. farið afturábak í brú
6. gengið án þess að þreytast
7. lyft 140 kílóum í bekkpressu... grííííín
8. tengt hluti, s.s. vídjó, DVD spilara, sjónvörp, græjur, perustæði o.s.frv.

7 hlutir sem ég get EKKI gert:

1. leitt hjá mér slæmt umtal
2. borðað ananas
3. átt pening
4. snýtt mér
5. handleikið köngulær
6. verið vond við einhvern af ásettu ráði
7. talað við pabba minn

7 hlutir sem heilla mig við hitt kynið:

1. ÖRN
2. gáfur (gáfur eru ekki það sama og þekking, ég er að tala um visku)
3. samkennd
4. húmor
5. samtöl um lífið og tilveruna (ég verandi hinn viðmælandinn)
6. óttaleysi hvað varðar að láta sig dreyma saman um sameiginlega framtíð
7. hendur, handleggir, bak, axlir, bringa, augu, bros, hlátur og læri

7 frægir karlmenn sem heilla mig:

1. ÖRN
2. nick cave
3. tom waits
4. viggo mortensen
5. eiríkur hauksson
6. trent reznor
7. ewan mcgregor (bara útaf brosinu)

7 orð sem ég segi oft:

1. "totally"
2. "what???"
3. tipsí
4. hellað (ekki eins og götuhella heldur helvíti)
5. ómægod
6. ruglaður
7. ástin-mín

7 manneskjur sem ég kitla:

1. gulli
2. halldóra
3. hjörtur
4. beta
5. móa
6. kata
7. urður

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Eiríkur Hauksson? Humm?

Nafnlaus sagði...

Ég kunni heldur ekki að snýta mér fyrr en að Mirek kenndi mér það. Ég hélt að allir aðrir en ég hefðu lært það í frumbernsku.

Ég sá búð um helgina í Köben sem var eins og þú hefðir keypt inn allt dótið í hana. Emily Strange og Betty Boop dót, peysur með kirsuberjatölum o.s.frv. Hún heitir Planeten Köbenhavn og er rétt hjá Strikinu ef þú átt leið þangað einhvern tíman.

Gunnhildur

Tinna Kirsuber sagði...

Ég og besta vinkona mín dýrkum Eika af því að hann er "the coolest" og bara með eitt eista. Fólk er misjafnt... Og þú ættir að segja til nafns, annað er ókurteisi.

Tinna Kirsuber sagði...

Ég veit! Ég hef heyrt af þessari búð áður... Er alltaf á leiðinni þangað :D

Nafnlaus sagði...

Er hann bara með eitt eista?
Æ, ég gleymdi að segja til nafns. SOrry
Thelmið

Tinna Kirsuber sagði...

Júbb! Nefnilega :D