fimmtudagur

jæja... nú rennur í hlað uppáhalds árstíðin mín, elsku haustið... ég elska að labba í vinnuna á morgnana og finna smávegis kulda bíta mig í kinnarnar þó þetta sé að sjálfsögðu aðeins brota brot af því sem koma skal með íslenska vetrinum. og nú get ég farið að hlakka til jólanna! víhíííííí!!!

ég og ösp byrjum í jóga í næstu viku... get ekki rætt það neitt frekar enda er umrædd ösp litla komin í heimsókn.
sumarið er að verða búið... það er 1. september á morgun. mikið líður tíminn undarlega hratt, aldrei fyrr hefur hann verið mér svona hliðhollur. og það taka m.a.s. allir eftir því... tíminn er farinn að líða hraðar en hann gerði.

miðvikudagur

myndir sem ég ætla að sjá á kvikmyndahátíð:

1. a cock and a bull story (uk)
2. jasmine women (kín)
3. paris, je taime (þýs/fra)
4. renaissance (fra/uk/luxemborg)
5. strandvaskeren (sví)
6. volver (spánn)
7. leonard cohen: i´m your man (usa)
8. factotum (fra/þýs/sví/usa/nor)
9. down in the walley (usa)
10. winter passing (usa)

... svona! hver er með?
ég fór í vinnuna í morgun af því að þegar ég vaknaði sveið mig ekki vitund nema ögn þegar ég pissaði þannig að ég gerði ráð fyrir að þessi djöfullegu sýklalyf sem ég fékk í gær væru svona mikil kraftaverkalyf og þrautum mínum neðan beltis væri svo gott sem lokið. ég hafði rangt fyrir mér. ég fór eitthvað að hamast í vinnunni og þá kom þetta allt aftur eins og ekkert væri eðlilegra og svo er þetta bara búið að ágerast í allan morgun og nú er ég komin heim, enn á ný og ligg hér í keng uppí sófa með sveitta efri vör sem og endranær sökum sársauka. hví gluð, hví?

ef það er einhvern tímann réttur tími til að óska sér sínum eigins dauða þá er það í dag.
tíu mynda passi á kvikmyndahátíðina kostar "bara" 5000. ég fer þó ég þurfi að selja líkamann minn til þess... vill einhver kaupa líkama með risa brjóstum og þvagfærasýkingu á 5000 kall?

þriðjudagur

djöfull og dauði! vaknaði með þvagfærasýkingu og er núna sveitt á efri vörinni sökum sársauka og sit hérna í keng. gluð og forsjónin hata mig augljóslega ákaflega heitt...

mánudagur

ég er þjökuð af undarlega miklum lífsleiða þessa dagana. stundum þegar ég vakna óska ég þess að þetta verði dagurinn sem að loftsteinn lendi á hausnum á mér... þetta hljómar náttúrulega mjög illa og ber vott um mikið vanþakklæti því þegar fljótt er á litið líta hlutirnir ekkert svo illa út hjá mér... ég á t.d. besta mann og kærasta í heimi sem elskar mig meira en allt og m.a.s. meira en baunir, það væri hvergi á þessari gluðsvoluðu plánetu hægt að finna yndislegri manneskju. þó víða væri leitað... a.m.k. annar kötturinn minn elskar mig og við búum í yndislegri, krúttilegri og ákaflega kósý íbúð (leigan er náttúrulega fáránlega há en hvað um það...). reyndar eru peningamálin mín öll í lamasessi en ef í hart fer get ég alltaf hringt í mömmu þó mér sé meinilla við það en það er þó gott að vita af því að maður er ekki gersamlega á flæðiskeri staddur þegar aurarnir klárast... í kringum 10. hvers mánaðar. ég er að hætta í vinnunni minni og er að leita mér að nýrri sem er bara gott því mér veitir ekki af breytingunni og svo er ég að skreyta umslagið fyrir plötuna sem skuggaprinsarnir mínir í shadow parade eru að fara að gefa út og ég hef unun og yndi af því að vera þáttur í því "prodjekti"... en mig langar bara samt ekkert til að lifa þessa dagana. mig langar bara til að hjartað í mér hætti að slá í smá stund og ég hverfi einhvert þar sem enginn er.

miðvikudagur

djúp er sú sorg er sálina myrkvar.
aftur ég geng í, herra, þitt hús.

þreytast mér fætur, för mín stóð lengi,
tæmd eru skrínin, skelfing ein full.

þornandi tungu þyrstir í vínið.
högg féllu í bræði, hönd mín er stjörf.

unn þú nú skjögurskrefunum næðis,
hungruðum gómi brjóttu þitt brauð.

ákallar drauminn önd veikum rómi,
hendurnar auðar, hiti á vör.

ljáðu mér kul, slökk logana rauðu,
vonir burt særðu, sendu mér ljós!

glóðir í hjarta gapa enn ærðar,
innst þar með tárum enn vakir hróp.

deyddu mér löngun, lokaðu sárum!
tak frá mér ást, og fær mér þinn frið!


s. george

föstudagur

mamma mín gaf mér kíló af safaríkum og þeim allra stærstu kirsuberjum sem ég hef á ævinni séð í dag. stundum geta mömmur verið góðar...

ég nenni ekki að skrifa ferðasöguna frá amsterdam aftur, er afhuga bloggiðkun þessa dagana. ég get samt gefið ykkur toppinn á ísjakanum, svona er hann:

-þriðja stigs sólbruni á nefinu útaf þrjósku og afneitun yfir því að ég brenni.
-óvelkomnar köngulær í hjólhýsinu okkar. mikið af þeim...
-bit útum allan líkama sem okkur klæjaði agalega í og gerir stundum enn. við sáum ALDREI þá sem voru ábyrgir fyrir bitunum.
-fundur á 1000 evrum eða meira sem ég gat skilað í réttar hendur. NIÐURSTAÐA: ég er heiðarleg.
-fötuðum okkur bæði upp fyrir tæpar 30.000 kr. það er ekki hægt á íslandi en við eigum heldur enga peninga núna svo það kemur eiginlega allt útá það sama. nema núna eigum við fullt af flottum og nýjum fötum.
-bruninn hefur jafnað sig og hef ég nú fengið fallega bronsaða bringu og brá og örninn minn líka.
-lucky lake hostelið er dásamlegt og við ætlum svo sannarlega þangað aftur. þið ættuð að prófa að fara þangað...
-eftir mikinn kvíða og áhyggjur (óþarfar) komst ég að því að ég þurfti ekki að baða mig með öðru nöktu fólki. það voru sturtuklefar. í lokuðum eins manns herbergjum. ég held ég sé eins fjarri því að vera hippi og hugsast getur... because i´m a lady!
-keypti dásamlegan 50´s kjól með kirsuberjamunstri á útimarkaði.

nenni ekki meir...

þriðjudagur


ég var búin að skrifa ótrúlega langa, skemmtilega og ítarlega ferða-blogg-sögu um amsterdam en fjárans bloggerinn klúðraði því fyrir mér að birta hana og nú er hún horfin útí tómið blessuð færslan... þannig að þið fáið bara mynd af erninum mínum og öspinni minni að spila og syngja á fiskidaginn mikla með blúsbandi hölla vals í staðinn. ekki verra það...

laugardagur

halló!!! bara ad kasta á ykkur kvedju hédan frá amsterdam... dásamlega borg, dásamlega land og ef thid bara gaetud séd hostelid. thetta er yndislegt frí og thetta blogg er í stadinn fyrir póstkort... hvorugt okkar er gott í svoleidis standi. ástakvedjur frá amsterdam!