miðvikudagur

djúp er sú sorg er sálina myrkvar.
aftur ég geng í, herra, þitt hús.

þreytast mér fætur, för mín stóð lengi,
tæmd eru skrínin, skelfing ein full.

þornandi tungu þyrstir í vínið.
högg féllu í bræði, hönd mín er stjörf.

unn þú nú skjögurskrefunum næðis,
hungruðum gómi brjóttu þitt brauð.

ákallar drauminn önd veikum rómi,
hendurnar auðar, hiti á vör.

ljáðu mér kul, slökk logana rauðu,
vonir burt særðu, sendu mér ljós!

glóðir í hjarta gapa enn ærðar,
innst þar með tárum enn vakir hróp.

deyddu mér löngun, lokaðu sárum!
tak frá mér ást, og fær mér þinn frið!


s. george

2 ummæli:

Ösp sagði...

fallegt!
hlakka til að sjá þig ljúfa!

Tinna Kirsuber sagði...

sömuleiðis dúlla.