mánudagur

ég er þjökuð af undarlega miklum lífsleiða þessa dagana. stundum þegar ég vakna óska ég þess að þetta verði dagurinn sem að loftsteinn lendi á hausnum á mér... þetta hljómar náttúrulega mjög illa og ber vott um mikið vanþakklæti því þegar fljótt er á litið líta hlutirnir ekkert svo illa út hjá mér... ég á t.d. besta mann og kærasta í heimi sem elskar mig meira en allt og m.a.s. meira en baunir, það væri hvergi á þessari gluðsvoluðu plánetu hægt að finna yndislegri manneskju. þó víða væri leitað... a.m.k. annar kötturinn minn elskar mig og við búum í yndislegri, krúttilegri og ákaflega kósý íbúð (leigan er náttúrulega fáránlega há en hvað um það...). reyndar eru peningamálin mín öll í lamasessi en ef í hart fer get ég alltaf hringt í mömmu þó mér sé meinilla við það en það er þó gott að vita af því að maður er ekki gersamlega á flæðiskeri staddur þegar aurarnir klárast... í kringum 10. hvers mánaðar. ég er að hætta í vinnunni minni og er að leita mér að nýrri sem er bara gott því mér veitir ekki af breytingunni og svo er ég að skreyta umslagið fyrir plötuna sem skuggaprinsarnir mínir í shadow parade eru að fara að gefa út og ég hef unun og yndi af því að vera þáttur í því "prodjekti"... en mig langar bara samt ekkert til að lifa þessa dagana. mig langar bara til að hjartað í mér hætti að slá í smá stund og ég hverfi einhvert þar sem enginn er.

2 ummæli:

dora wonder sagði...

langar þig að koma með mér á kvikmyndahátíð? kannski við getum leitað uppi einhverjar feel good myndir þar sem vekja hjá manni einhverja lífslöngun. veit reyndar ekkert hvað passinn kostar en ég get lánað þér fyrir því ef þig langar með, hvur veit nema það reynist hressandi.

Tinna Kirsuber sagði...

veiiii! já! er einmitt búin að vera að hugsa um þetta og ætlaði að kaupa mér miða eða passa þó svo að ég þyrfti að sleppa því að nærast í september sökum kostnaðar.