mánudagur

ég er eins og frankenstein. ég er góð og mig langar til að vera góð en ég get þeð ekki af því að allir halda að ég sé vond...

gestabók & afmælisóskalisti
1. bleikur mini i - pod
2. flugmiði til kaupmannahafnar
3. brjóstahaldarar
4. heimsfriður
5. emily strange veski
6. síðan frottenáttslopp með hettu

það er með eindæmum furðulegt hvaða álit fólk hefur á mér. það er nær undantekningarlaust tilvikið að ef ég er að segja fólki frá einhverjum vandræðum í einkalífi mínu gerir það alltaf fastlega ráð fyrir því að það sé bara af því að ég sé svo erfið. bara af því að manneskja er skapstór og segir skoðanir sínar þýðir það að sjálfsögðu að það sé ómögulegt fyrir hana að eiga eðlileg samskipti við aðrar mannverur á þessari jörð. djöfuls kjaftæði!
en hvað um það... ég hafði ekki nægilega mikinn kjark til að vera allsber í gær. ég ætla að gera aðra tilraun í kvöld.
faðir vor, þú sem ert ekki til, hjálpaðu mér að lifa þennan mánuð af ÁN peninga. ég fékk útborgað áðan og ég er að segja ykkur það, það verður ekkert eftir þegar ég er búin að borga reikningana. EKKERT! og ég sem ætlaði að reyna að halda upp á afmælið án þess að hafa bara vatn til að bjóða upp á.
fréttir herma að nú sé búið að þróa þunglyndisnefúða. það er dáldið spennandi. en nú er ég farin að hringja í gigtar - hjálparlínuna.
see ya!

gestabók & afmælisóskalisti
1. bleikur mini i - pod
2. flugmiði til kaupmannahafnar
3. brjóstahaldarar
4. heimsfriður
5. emily strange veski
6. síður frottenáttsloppur með hettu

sunnudagur

jæja! ég horfði loksins á the way we were... óskaplega falleg og dramatísk mynd. en furðulega klippt samt. það gerir líklega tíminn. ég var samt ekki alveg að skilja það að robert redford gæti ekki feðrað barnið sitt bara af því að hann og barbra streisand gengu ekki upp. en svona er nú það...
see ya!

gestabók & afmælisóskalisti
1. bleikur mini i - pod
2. flugmiði til kaupmannahafnar
3. brjóstahaldarar
4. heimsfriður
5. emily strange veski
6. síðan frottenáttslopp með hettu

ég get verið óttalegt fífl stundum. og ég tala stundum af mér, þó aðallega um sjálfa mig... og stundum hugsa ég aulalega og skrýtna hluti.
það var ágætt í vinnunni, fljótt að líða. komst samt ekki að neinni sérstakri niðurstöðu um trúmál. eyddi eiginlega mestum tíma í að hlaupa undan fortíðinni. ansans fortíð!
mikið er mazzy star góð hljómsveit...
skrýtið að lesa blogg hjá fólki sem einu sinni var vinir mínir. ennþá skrýtnara að lesa blogg hjá fólki sem ég þekki ekki neitt.
geðlæknirinn minn mælti með því að ég færi að ganga meira um nakin til að sigrast á nektarfóbíunni minni. örvæntið samt ekki, ég sit hér fullklædd að rita þessi orð... en núna er ég samt að mana mig upp í þetta. ótrúlegt að það þurfi. að mana mig til að vera á fæðingarfötunum. en það er samt hreint ekkert skrýtið því að í hvert skipti sem ég sé nakinn líkama minn, fyllist ég viðbjóði og fæ vélindabakflæði af æluþörf. eins og seinasta sumar. þá tókst mér, eftir nokkrar vikur að mana mig upp í að fara í sund með móu minni. ég var með kvíðahnút alla leiðina í sundið og fékk mér lokaðan klefa til að klæða mig úr fötunum. svo hljóp ég í sturtuna eins og ég ætti von á að verða lógað á leiðinni útaf viðbjóðinum sem ég væri að valda öllum. í sturtunni var allt morandi í berum rössum og konum sem mér fannst sérlega erfitt en ég kom mér þó í bolinn og út í laug. en þar við sat. ég færði mig ekki spönn frá rassi allan tímann heldur sat sem fastast þrátt fyrir ægilegan kulda og bláar varir. ég hef aldrei verið fegnari en þegar við ákváðum að fara uppúr. hvað er að mér eiginlega?

gestabók & afmælisóskalisti
1. bleikur mini i - pod
2. flugmiði til kaupmannahafnar
3. brjóstahaldarar
4. heimsfriður
5. emily strange veski

jæja tinna, hvernig fannst þér constantine?
mér fannst hún frábær og ég hélt augunum opnum allan tímann. mikið afrek fyrir mig. ég hef hug á að eignast hana þegar hún kemur út á dvd. svo góð fannst mér hún. ég nenni ekki að fara út í einhverja heimspekilega réttlætingu á þessari mynd eða af hverju mér finnst hún góð. mér bara finnst það! því ef ég tryði á eitthvað væri það eins og heimurinn er settur upp í constantine. fyrir utan sjáanlega djöflana. bara eins og í lord of the rings. svona held ég að þetta sé og hafi í raun og veru verið. og talandi um að trúa þá las ég ákaflega góða færslu hjá henni betu minni hérna í morgunsárið yfir rjúkandi morgunkaffinu og morgunrettunni. ég er að fara að vinna á eftir og þá ætla ég að brjóta heilann um trúmál og svo kannski skrifa þær niðurstöður í kvöld sem ég kemst að í dag. ef einhverjar þær verða. ég hef aldrei skilið trú. núna er það það eina sem ég veit. ég reyndi margoft að pína mig til að trúa á guð sem barn en komst mjög snemma að því að það hafði ekkert upp á sig. ég bað meira að segja við rúmgaflinn eins og einlægt barn guðs. en það bara er enginn guð. það er ekkert. það er enginn sem lætur sér annt um okkar velferð. við erum í skítnum sem við skitum sjálf og sama hvað við fáum mörg brunasár á hnén af teppunum sem við krjúpum á þegar við öskrum á guð að biðja hann um að sýna okkur réttu leiðina eða hjálpa okkur. hann er ekki að hlusta af því að hann er ekki til.
blex.

gestabók & afmælisóskalisti:
1. bleikur mini i - pod
2. flugmiði til kaupmannahafnar
3. brjóstahaldarar
4. heimsfriður
5. emily strange veski

laugardagur

jess!!! ég er að fara á constantine í bíói í kvöld! ég veit hún fær ekki góða dóma en fokk it! ég elska svona djöfla/hryllingsmyndir... ég veit samt að það er ávísun á hræðsluköst fyrir svefninn og upplýstar nætur. og nú verður bíóferðin enn áhrifameiri þar sem að ég mun sjá skýrt á tjaldið í fyrsta skipti í langan tíma með elsku brillunum mínum. úúúú... farin að horfa á star trek. see ya!

gestabók & afmælisóskalisti:
1. bleikur mini i - pod
2. flugmiði til danmerkur
3. brjóstahaldarar
4. heimsfriður
5. emily strange veski

ég er bara samblanda af einhverjum efnum en samt svo stórmerkileg... hmmm... það er laugrdagur og skyndilega næ ég internetinu heima hjá mér. hér sit ég í flónelnáttfötunum með kirsuberjamunstrinu og skítugt hár. ég nenni fáu enda hef ég allt hérna sem ég þarf: bibbert, seríós, internetið og sjónvarpið... og m.a.s. einn bjór í ísskápnum. ég ætla að taka fullkomna slökun í dag því í gær fékk ég svo kjarna hristandi og óttalegar fréttir að ég er enn að jafna mig. ég held ég megi ekki ræða þær og þær tengjast mér í raun ekki neitt. ég tók þetta bara óskaplega nærri mér, einum of kannski...
en nú á ég afmæli eftir 11 daga og ég hlakka ennþá óstjórnlega til. ég hlakka líka óstjórnlega til alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar sem byrjar 7. apríl. ég get tæplega beðið og þetta eru myndirnar sem ég ætla pottþétt á en svo eru líka mikið fleiri sem mig langar til að sjá og það mun ég gera ef buddan leyfir. en þessar hafa núna yfirhöndina fjárhagslega séð:

Beyond the Sea
Don´t Move
Door in the Floor
Downfall
Garden State
I Heart Huckabees
Kinsey
Mean Creek
The Woodsman
Vanity Fair
Vera Drake

díses hvað ég hlakka til! farin í bað, see ya!

gestabók

föstudagur

hæ!
toblerone er hinn besti hádegismatur ef ekki á maður pening. yfirboðari minn var að koma frá útlöndum og þá er regla að koma með fríhafnarsælgæti handa vinnumaurunum. nammi namm. ég er samt orðin einhvern veginn dáldið æst af þessu súkkulaði, já!
í gær kíkti ég á barinn með mó(ð)u(r) og fleiri stúlkum. ég fékk mér einn á barnum og reykti talsvert með. það var indælt nema að ég varð tipsy. auðvitað. og svo barst talið að hegðun eiginmanna í verslunarleiðöngrum. það ku vera eðlilegt lögmál að mönnum leiðist óskaplega mikið þegar konur þeirra fara að versla, t.d. föt. ég er á móti þessu. ég er á móti því að fólk geti ekki farið saman að versla. aftur á móti gerði ég svo grein fyrir því einhverntímann í nótt, þó með seimingi, að þetta væri líklega rétt. það sem mér finnst bara svo leitt, hvað sem öllum staðreyndum líður, er að það sé alltaf að búa til þetta bil á milli karla og kvenna. eins og ég hef áður minnst á. "okkur stelpunum finnst bara svo gaman að skoða föt, og á meðan geta strákarnir farið og skoðað græjur..." jukk jukk jukkedí jukk!!!! konur vita ekkert um rafmagnstæki og karlar láta konurnar sínar kaupa fötin á sig. ojjbarasta! æjj æjj. mig vantar að þekkja fleiri sem hafa sömu skoðanir og ég. ég virðist alltaf vera á skjön við alla. ég hélt m.a.s. að þessar stelpur sem ég var að tala við um þetta í gær væru á sama máli og ég. svo að ég var fyrir talsverðu áfalli þegar ég komst að öðru. gott að það er föstudagur.
egill helgason virðist ekki hafa talið mig alvitskerta eins og ég hélt þegar ég ræddi um limlestingar á valdísi gunnarsdóttur fyrir að troða þessum ansans valentínusardegi upp á okkur við hann þarna um daginn. því hann nefndi þetta víst á heimasíðunni sinni. blessunarlega var ég ekki nefnd á nafn en hann minntist á þetta eins og að hann væri sammála mér. og það fyndna er að þeir sem þekkja mig hérna í vinnunni vissu strax að þetta hefði verið ég. hahahahahaha... orðljóta helíum krílið.
blex!

gestabók

fimmtudagur

ég er að borða kringlu og drekka jógúrt með ferskjum og múslí. ég á afmæli eftir 13 daga og er nú þegar búin að fá eina afmælisgjöf sem situr í þessum skrifuðu orðum á nefinu á mér. nei, það er ekki páfagaukur eða sniðug eðla. það eru gleraugu sem elskuleg móðir mín gaf mér því ég var hætt að þekkja fólk úti á götu. besta ráðið við því fannst mér, var að þykjast vera ofboðslega hugsi þegar ég var á gangi eftir götum bæjarins. þannig leit það betur út þegar ég gekk fram hjá einhverjum sem ég þekkti... en ekki eins og blindur vitfirringur sem ég er. en nú er allt skýrt og skítugra en það hefur verið seinustu árin.
ég er að fara á barinn í kveld með móu... ef maður bætir við það ð og r kemur út móður en það er einmitt það sem móa er þessa dagana og jafnframt næstu árin. en ég ætla þó ekki að missa af geðsýkinni á skjá einum, the swan. ef eitthvað er firring í þessari veröld fyrir utan mig og veruleikann, þá er það þessi þáttur, the swan. ég er samt ekkert sérstaklega hress í dag, ekki beint þunglynd en heldur ekkert mjög hress. kannski er ég búin að borða of mikið af súkkulaði... kannski er það af því að besta vinkona mín verður úti í útlöndum næstu 4 árin og hún er eina manneskjan sem skilur mig. kannski er það af því að ég hef ekki nennt að vaska upp í 2 vikur og það er eitthvert torkennilegt klístur á gólfinu hjá mér sem ég hef ekki eyrð í mér til að þrífa upp. kannski er það af því að ég er þreytt. kannski er það af því að ég er með nektar - og snertifóbíu. kannski er það af því að ég á aldrei peninga. kannski er það bara...

gestabók

miðvikudagur

yeap, that´s life... i guess it´s okay but it can be great with good music!

gestabók

góðan dag!
mikið skelfilega finnst mér barnaland.is viðbjóðslegt. ég er ekki að grínast með þetta, mér finnst það VIÐBJÓÐUR. hættir fólk virkilega að vera það sjálft af því að það eignast börn? byrjar það að búa til eitthvert gervi - sjálf sem það lætur "tala" á barnaland.is. svo ég tali nú ekki líka um dyraland.is. þar er sama ruglið í gangi. aulahrollur... BIG TIME! guð forði mér frá þessum örlögum ef ég eignast einhvern tímann erfingja. ég skoðaði síðan þessu margrómuðu síðu í gær, katrin.is. frá því að ég man eftir mér liggur við, eða allavega svona seinustu 4 eða 5 árin hef ég heyrt þessa bloggsíðu lofsungna til hægri og vinstri en aldrei skoðað hana sjálf af einhverjum ástæðum þangað til í gær. ég hef m.a.s. heyrt fólk kalla þessa katrínu "bloggdrottningu íslands". en enn og aftur ákalla ég guð í dag og ekki er ég trúuð, því GUÐ HJÁLPI MÉR! er þessi katrín fullorðin? allavega, who am i to judge? mér finnst bara að ég hafi lesið þúsund sinnum betri blogg og þroskaðaðri en hjá þessari katrínu og þess vegna skil ég ekki allveg að hún sé kölluð "bloggdrottning".
blex!

gestabók

þriðjudagur

síðan ég byrjaði á nýju lundarlyftunni hef ég verið svo logandi hrædd um að breytast í spikferlíki útaf þessum sömu lyfjum að ég er búin að þróa með með mér einskonar anorexíu. ég geri mér fulla grein fyrir þessu enda fullorðin kona en ég bara má ómögulega til þess hugsa að ég lendi í því eins og einu sinni þegar ég var á annari lundarlyftu og kílóin bættust á mig hvert af öðru sem gerði ekkert annað en að þyngja líka lund mína. úff sjitt, það eru bara 10 mínútur eftir af pásunni... ég er farin að skokka!

gestabók

ég held ég eigi afmæli eftir 15 daga... já, ég er nokkuð viss. mikið óskaplega hlakka til. já! ég er enn sjálfskipaður talsmaður þess að það sé í lagi að finnast æði að eiga afmæli og hlakka til þess mörgum mánuðum áður. ég er komin með plan fyrir afmælisdaginn... það er svona: vakna eftir að ég hef sofið út, þetta er á miðvikudegi sem þýðir að ég eigi að vinna en ég ætla samt að sofa út. þá reka þau mig bara. ég ætla jafnvel að fara í afmælissturtu og þegar ég stíg úr henni, glóðvolg og ilmandi verður kærastinn minn einmitt búinn að leggja á borðið glóðvolgt og ilmandi bakkelsi úr bakaríinu. en þar sem að ég hef ekki matarlyst fyrr en seinni part dags mun ég bara kyssa hann á nebbann og lofa honum að borða allt bakkelsið á meðan ég les hið fría fréttablað, drekk kaffi og reyki sígarettu. eftir að hafa gert mig undurfagra með glimmeri og allt fer ég í vinnuna í mínu fínasta pússi með súkkulaðiköku handa samstarfskonunum. á leiðinni í vinnuna vona ég að allir viti að ég eigi afmæli í dag. allan daginn í vinnunni segi ég öllum sem ég afgreiði að ég eigi afmæli og kannski eins og í fyrra kemur maður sem ég þekki ekki neitt með fullan poka af sælgæti handa mér. eftir vinnu fer ég á kaffihús með einhverjum sem mér þykir vænt um. og um kvöldið hef ég hugsað mér að fara út að borða á shanghæ með manninum mínum. ég ákvað á seinasta ári að þegar ég yrði 26 ára myndi ég fagna því á shanghæ. það fer þó allt eftir fjárhagnum eins og venjulega og allt annað. eftir matinn förum við svo kannski og fáum okkur bjór á einhverjum bar, kannski hitti ég vini mína þar. eða kannski tökum við bara vídjó og förum í sleik, hver veit... daginn eftir vakna ég blúsuð og byrja að hlakka til jólanna. helgina eftir held ég svo afmælispartý fyrir vini mína...
see ya!
ég er með kenningu um að fólk sem hefur unnið sem barnaskólakennarar í tugi ára, kannski 30 ár, fái einskonar "hörkusigg" á sálina.

gestabók

mánudagur

hæj!
nú er kvöld og ég er heima hjá bibberti. brátt mun þetta verða mitt heimili líka. jibbíííí! ég hlakka svo til. þá mun ég á hverjum degi geta lallað laugaveginn heim úr vinnu og svo skóla með haustinu. ég elska laugaveginn minn. en í þessum skrifuðu orðum er ég að dunda mér við að búa til væmna mix - diska fyrir hann gulla minn, gulli er besti minn... ætli hann sé í kertabaði þessa stundina? og ísold litlu líka. það er aldrei of snemmt að búa til mix - diska handa fólki. ég hafði þó hugsað mér að fara heim og horfa á survivor sem er að byrja í kvöld og klappa henni elsku páku minni. litla krílið, ég er að hugsa um að fá handa henni félaga. já..........
nýju gleraugun, sem verða til á morgun eru guðdómleg. ég fann þau á internetinu, www.girlprops.com. var ég búin að segja frá því? þau eru svört, svona 50´s kisugleraugu með semelíusteinum. ég hlakka bara mest til að sjá skýrt. ætli börnin okkar
bibberts muni ekki líka þurfa gleraugu...
tell me why i don´t like mondays...

gestabók

æj æj...
ég er full iðrunar og aulahrolls eftir þessa helgi, þá er ég helst að meina föstudagskvöldið. ég skammast mín svo fyrir drykkjulæti mín að ég mun ekki bragða á áfengi fyrr en í næsta mánuði. auk þess eru hné mín og læri gersanmlega undirlögð af marblettum og sárum eftir skrílslætin í mér og dansæðið sem á mig rann þarna á föstudagskvöldið. æ mig auma... ég kenni lundarlyftunni nýju um þennan óskunda! þú djöfuls seról! rotnaðu í herlvíti áður en þú mengar heila minn! úff, og það er ekki mönnum sæmandi hversu mikla kynferðislega tilburði ég sýni undir áhrifum áfengis.
svo fór ég til augnlæknis áðan. eftir u.þ.b. 2 daga mun ég sjá á ný sem heil kona. en ég er blessunarlega ekki með gláku eins og mig var farið að gruna.
see ya!

gestabók

þriðjudagur

hér er ástarljóð til kvenna af því að ég hef kysst þær fimm, sofið hjá þremur, elskað tvær og verið skotin í þeim öllum...


hún er fullkomin!
ávalar línurnar sem ég unni svo að strjúka
lítil brjóstin pössuðu fullkomlega í lófann á mér
ilmurinn af henni engum öðrum líkur
svo sætur og kitlandi
ég beit saman tönnunum svo ég biti ekki hana
alltaf dauft mintubragð af tungu hennar
og hljómþýð og falleg röddin söng í eyra mér
þó hún sé ekki hér núna
standi ekki fyrir framan mig
hugsa ég um hana oft á dag
ímynda mér að ég stingi tungunni í nafla hennar
ímynda mér að hún hugsi um mig


gestabók

mánudagur

já já...
helgin var góð, ég er ánægð. kærastinn fór til noregs á laugardagsmorgni og í stað þess að vera lasin eða illa haldin af þunglyndi sem leiddi til þess að undanfarnar helgar hef ég hangið í flónelnáttfötunum heima alla helgina uns ég hef þurft að mæta til vinnu næsta mánudag, klippti ég hár mitt og litaði, hringdi í uppáhalds gullann minn og skellti mér í kolaportið. það var fínt þó að ég hafi enn ákveðnar skoðanir á kolaportinu. ég velti því stundum fyrir mér hvort að fyrrum elskhugar lesi þetta blogg og strjúki sér andvarpandi um ennið af feginleik yfir því að ekki hafi orðið meira úr okkar ástum þar sem að ég er augljóslega meingölluð kona...

gestabók

föstudagur

jæja, hér er ég!
ég hef ekki verið með sjálfri mér undanfarið. mér finnst ég ganga um í leiðslu. mjög skrýtið að lundarlyftan geri manni þetta. það er eins og ég sé á mjög sterkum lyfjum útaf krabbameini sem geri mig bara veikari en hitt. ég á t.d. í afskaplega miklum erfiðleikum með að halda mér vakandi þegar ég kem heim úr vinnunni á daginn og get með engu móti vaknað á morgnana. ég ætla bara rétt að vona að eftir að hafa greitt þetta háa gjald verði ég alveg hoppandi hress og lífsglöð þegar djöfuls pillurnar byrja að virka og ég hætti að vera svona sybbin alltaf hreint. það ætti að koma með vorinu eins og allt annað.
mér er hreint ekkert um það gefið að setja upp einhverjar formúlur að konum og körlum. í mínum huga erum við eins að undanskildum líkams - uppsetningunni. okkar innri maður tengist því ekki hvort við séum karl - eða kvenkyns heldur hvernig uppeldi við fengum og hvaða mann við höfum að geyma. og hvað sterkju varðar eru konur allveg fullfærar um að lyfta þungum hlutum. jafnvel og karlar. ef við getum komið heilli manneskju út úr líkama okkar án þess að springa í því maraþoni, fætt þessa sömu manneskju á vítamínríkustu mjólk sem sögur fara af úr brjóstunum á okkur í hálft ár og jafnvel lengur svo að litla veran dafni nú sem best hljótum við að geta lyft nokkrum kössum. mér nefnilega gramdist alltaf óskaplega þegar að það var hér í pennanum ungur piltur að vinna í nokkra mánuði og í hvert skipti sem þurfti að lyfta nokkrum bókum, kassa eða snattast eitthvað annað smávægilegt var alltaf hóað í piltinn atarna. djöfulli varð ég alltaf reið og hljóp til hrópandi; ,,nei!!! ég skal gera það!". það jók bara á þá skoðun sem samstarfsmenn mínir hafa á mér er ég viss um, hver sem hún er.
see ya!

gestabók

þriðjudagur

happy birthday baby! dagurinn í dag er tileinkaður bibba sem á afmæli og er kærastinn minn.
ég segi líka til hamingju við mugison og rúnu með mugibaby sem kom í heiminn á laugardaginn... allt er svo gaman í dag, sérstaklega þegar ég þarf að skreyta búðina mína í tilefni af valentínusardegi. aaaarrrggggh! VALDÍS!!!! ég finn þig í fjöru!
see ya!
p.s. condoleezza rice talar vel um kristján jóhannsson á heimasíðu, sinni eða einhvers annars. líkur sækir líkan heim segi ég nú bara. viðbjóðslega og herskáa skuggabjalla og sveitalubbinn geta riðið hvort öðru!
takk og ble!

gestabók