sunnudagur

ég get verið óttalegt fífl stundum. og ég tala stundum af mér, þó aðallega um sjálfa mig... og stundum hugsa ég aulalega og skrýtna hluti.
það var ágætt í vinnunni, fljótt að líða. komst samt ekki að neinni sérstakri niðurstöðu um trúmál. eyddi eiginlega mestum tíma í að hlaupa undan fortíðinni. ansans fortíð!
mikið er mazzy star góð hljómsveit...
skrýtið að lesa blogg hjá fólki sem einu sinni var vinir mínir. ennþá skrýtnara að lesa blogg hjá fólki sem ég þekki ekki neitt.
geðlæknirinn minn mælti með því að ég færi að ganga meira um nakin til að sigrast á nektarfóbíunni minni. örvæntið samt ekki, ég sit hér fullklædd að rita þessi orð... en núna er ég samt að mana mig upp í þetta. ótrúlegt að það þurfi. að mana mig til að vera á fæðingarfötunum. en það er samt hreint ekkert skrýtið því að í hvert skipti sem ég sé nakinn líkama minn, fyllist ég viðbjóði og fæ vélindabakflæði af æluþörf. eins og seinasta sumar. þá tókst mér, eftir nokkrar vikur að mana mig upp í að fara í sund með móu minni. ég var með kvíðahnút alla leiðina í sundið og fékk mér lokaðan klefa til að klæða mig úr fötunum. svo hljóp ég í sturtuna eins og ég ætti von á að verða lógað á leiðinni útaf viðbjóðinum sem ég væri að valda öllum. í sturtunni var allt morandi í berum rössum og konum sem mér fannst sérlega erfitt en ég kom mér þó í bolinn og út í laug. en þar við sat. ég færði mig ekki spönn frá rassi allan tímann heldur sat sem fastast þrátt fyrir ægilegan kulda og bláar varir. ég hef aldrei verið fegnari en þegar við ákváðum að fara uppúr. hvað er að mér eiginlega?

gestabók & afmælisóskalisti
1. bleikur mini i - pod
2. flugmiði til kaupmannahafnar
3. brjóstahaldarar
4. heimsfriður
5. emily strange veski

Engin ummæli: