laugardagur

ég er bara samblanda af einhverjum efnum en samt svo stórmerkileg... hmmm... það er laugrdagur og skyndilega næ ég internetinu heima hjá mér. hér sit ég í flónelnáttfötunum með kirsuberjamunstrinu og skítugt hár. ég nenni fáu enda hef ég allt hérna sem ég þarf: bibbert, seríós, internetið og sjónvarpið... og m.a.s. einn bjór í ísskápnum. ég ætla að taka fullkomna slökun í dag því í gær fékk ég svo kjarna hristandi og óttalegar fréttir að ég er enn að jafna mig. ég held ég megi ekki ræða þær og þær tengjast mér í raun ekki neitt. ég tók þetta bara óskaplega nærri mér, einum of kannski...
en nú á ég afmæli eftir 11 daga og ég hlakka ennþá óstjórnlega til. ég hlakka líka óstjórnlega til alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar sem byrjar 7. apríl. ég get tæplega beðið og þetta eru myndirnar sem ég ætla pottþétt á en svo eru líka mikið fleiri sem mig langar til að sjá og það mun ég gera ef buddan leyfir. en þessar hafa núna yfirhöndina fjárhagslega séð:

Beyond the Sea
Don´t Move
Door in the Floor
Downfall
Garden State
I Heart Huckabees
Kinsey
Mean Creek
The Woodsman
Vanity Fair
Vera Drake

díses hvað ég hlakka til! farin í bað, see ya!

gestabók

Engin ummæli: