þriðjudagur

ég held ég eigi afmæli eftir 15 daga... já, ég er nokkuð viss. mikið óskaplega hlakka til. já! ég er enn sjálfskipaður talsmaður þess að það sé í lagi að finnast æði að eiga afmæli og hlakka til þess mörgum mánuðum áður. ég er komin með plan fyrir afmælisdaginn... það er svona: vakna eftir að ég hef sofið út, þetta er á miðvikudegi sem þýðir að ég eigi að vinna en ég ætla samt að sofa út. þá reka þau mig bara. ég ætla jafnvel að fara í afmælissturtu og þegar ég stíg úr henni, glóðvolg og ilmandi verður kærastinn minn einmitt búinn að leggja á borðið glóðvolgt og ilmandi bakkelsi úr bakaríinu. en þar sem að ég hef ekki matarlyst fyrr en seinni part dags mun ég bara kyssa hann á nebbann og lofa honum að borða allt bakkelsið á meðan ég les hið fría fréttablað, drekk kaffi og reyki sígarettu. eftir að hafa gert mig undurfagra með glimmeri og allt fer ég í vinnuna í mínu fínasta pússi með súkkulaðiköku handa samstarfskonunum. á leiðinni í vinnuna vona ég að allir viti að ég eigi afmæli í dag. allan daginn í vinnunni segi ég öllum sem ég afgreiði að ég eigi afmæli og kannski eins og í fyrra kemur maður sem ég þekki ekki neitt með fullan poka af sælgæti handa mér. eftir vinnu fer ég á kaffihús með einhverjum sem mér þykir vænt um. og um kvöldið hef ég hugsað mér að fara út að borða á shanghæ með manninum mínum. ég ákvað á seinasta ári að þegar ég yrði 26 ára myndi ég fagna því á shanghæ. það fer þó allt eftir fjárhagnum eins og venjulega og allt annað. eftir matinn förum við svo kannski og fáum okkur bjór á einhverjum bar, kannski hitti ég vini mína þar. eða kannski tökum við bara vídjó og förum í sleik, hver veit... daginn eftir vakna ég blúsuð og byrja að hlakka til jólanna. helgina eftir held ég svo afmælispartý fyrir vini mína...
see ya!
ég er með kenningu um að fólk sem hefur unnið sem barnaskólakennarar í tugi ára, kannski 30 ár, fái einskonar "hörkusigg" á sálina.

gestabók

Engin ummæli: