mánudagur

það er með eindæmum furðulegt hvaða álit fólk hefur á mér. það er nær undantekningarlaust tilvikið að ef ég er að segja fólki frá einhverjum vandræðum í einkalífi mínu gerir það alltaf fastlega ráð fyrir því að það sé bara af því að ég sé svo erfið. bara af því að manneskja er skapstór og segir skoðanir sínar þýðir það að sjálfsögðu að það sé ómögulegt fyrir hana að eiga eðlileg samskipti við aðrar mannverur á þessari jörð. djöfuls kjaftæði!
en hvað um það... ég hafði ekki nægilega mikinn kjark til að vera allsber í gær. ég ætla að gera aðra tilraun í kvöld.
faðir vor, þú sem ert ekki til, hjálpaðu mér að lifa þennan mánuð af ÁN peninga. ég fékk útborgað áðan og ég er að segja ykkur það, það verður ekkert eftir þegar ég er búin að borga reikningana. EKKERT! og ég sem ætlaði að reyna að halda upp á afmælið án þess að hafa bara vatn til að bjóða upp á.
fréttir herma að nú sé búið að þróa þunglyndisnefúða. það er dáldið spennandi. en nú er ég farin að hringja í gigtar - hjálparlínuna.
see ya!

gestabók & afmælisóskalisti
1. bleikur mini i - pod
2. flugmiði til kaupmannahafnar
3. brjóstahaldarar
4. heimsfriður
5. emily strange veski
6. síður frottenáttsloppur með hettu

Engin ummæli: