mánudagur

já já...
helgin var góð, ég er ánægð. kærastinn fór til noregs á laugardagsmorgni og í stað þess að vera lasin eða illa haldin af þunglyndi sem leiddi til þess að undanfarnar helgar hef ég hangið í flónelnáttfötunum heima alla helgina uns ég hef þurft að mæta til vinnu næsta mánudag, klippti ég hár mitt og litaði, hringdi í uppáhalds gullann minn og skellti mér í kolaportið. það var fínt þó að ég hafi enn ákveðnar skoðanir á kolaportinu. ég velti því stundum fyrir mér hvort að fyrrum elskhugar lesi þetta blogg og strjúki sér andvarpandi um ennið af feginleik yfir því að ekki hafi orðið meira úr okkar ástum þar sem að ég er augljóslega meingölluð kona...

gestabók

Engin ummæli: