föstudagur

jæja, hér er ég!
ég hef ekki verið með sjálfri mér undanfarið. mér finnst ég ganga um í leiðslu. mjög skrýtið að lundarlyftan geri manni þetta. það er eins og ég sé á mjög sterkum lyfjum útaf krabbameini sem geri mig bara veikari en hitt. ég á t.d. í afskaplega miklum erfiðleikum með að halda mér vakandi þegar ég kem heim úr vinnunni á daginn og get með engu móti vaknað á morgnana. ég ætla bara rétt að vona að eftir að hafa greitt þetta háa gjald verði ég alveg hoppandi hress og lífsglöð þegar djöfuls pillurnar byrja að virka og ég hætti að vera svona sybbin alltaf hreint. það ætti að koma með vorinu eins og allt annað.
mér er hreint ekkert um það gefið að setja upp einhverjar formúlur að konum og körlum. í mínum huga erum við eins að undanskildum líkams - uppsetningunni. okkar innri maður tengist því ekki hvort við séum karl - eða kvenkyns heldur hvernig uppeldi við fengum og hvaða mann við höfum að geyma. og hvað sterkju varðar eru konur allveg fullfærar um að lyfta þungum hlutum. jafnvel og karlar. ef við getum komið heilli manneskju út úr líkama okkar án þess að springa í því maraþoni, fætt þessa sömu manneskju á vítamínríkustu mjólk sem sögur fara af úr brjóstunum á okkur í hálft ár og jafnvel lengur svo að litla veran dafni nú sem best hljótum við að geta lyft nokkrum kössum. mér nefnilega gramdist alltaf óskaplega þegar að það var hér í pennanum ungur piltur að vinna í nokkra mánuði og í hvert skipti sem þurfti að lyfta nokkrum bókum, kassa eða snattast eitthvað annað smávægilegt var alltaf hóað í piltinn atarna. djöfulli varð ég alltaf reið og hljóp til hrópandi; ,,nei!!! ég skal gera það!". það jók bara á þá skoðun sem samstarfsmenn mínir hafa á mér er ég viss um, hver sem hún er.
see ya!

gestabók

Engin ummæli: