fimmtudagur

ég er að borða kringlu og drekka jógúrt með ferskjum og múslí. ég á afmæli eftir 13 daga og er nú þegar búin að fá eina afmælisgjöf sem situr í þessum skrifuðu orðum á nefinu á mér. nei, það er ekki páfagaukur eða sniðug eðla. það eru gleraugu sem elskuleg móðir mín gaf mér því ég var hætt að þekkja fólk úti á götu. besta ráðið við því fannst mér, var að þykjast vera ofboðslega hugsi þegar ég var á gangi eftir götum bæjarins. þannig leit það betur út þegar ég gekk fram hjá einhverjum sem ég þekkti... en ekki eins og blindur vitfirringur sem ég er. en nú er allt skýrt og skítugra en það hefur verið seinustu árin.
ég er að fara á barinn í kveld með móu... ef maður bætir við það ð og r kemur út móður en það er einmitt það sem móa er þessa dagana og jafnframt næstu árin. en ég ætla þó ekki að missa af geðsýkinni á skjá einum, the swan. ef eitthvað er firring í þessari veröld fyrir utan mig og veruleikann, þá er það þessi þáttur, the swan. ég er samt ekkert sérstaklega hress í dag, ekki beint þunglynd en heldur ekkert mjög hress. kannski er ég búin að borða of mikið af súkkulaði... kannski er það af því að besta vinkona mín verður úti í útlöndum næstu 4 árin og hún er eina manneskjan sem skilur mig. kannski er það af því að ég hef ekki nennt að vaska upp í 2 vikur og það er eitthvert torkennilegt klístur á gólfinu hjá mér sem ég hef ekki eyrð í mér til að þrífa upp. kannski er það af því að ég er þreytt. kannski er það af því að ég er með nektar - og snertifóbíu. kannski er það af því að ég á aldrei peninga. kannski er það bara...

gestabók

Engin ummæli: