föstudagur

mamma mín gaf mér kíló af safaríkum og þeim allra stærstu kirsuberjum sem ég hef á ævinni séð í dag. stundum geta mömmur verið góðar...

ég nenni ekki að skrifa ferðasöguna frá amsterdam aftur, er afhuga bloggiðkun þessa dagana. ég get samt gefið ykkur toppinn á ísjakanum, svona er hann:

-þriðja stigs sólbruni á nefinu útaf þrjósku og afneitun yfir því að ég brenni.
-óvelkomnar köngulær í hjólhýsinu okkar. mikið af þeim...
-bit útum allan líkama sem okkur klæjaði agalega í og gerir stundum enn. við sáum ALDREI þá sem voru ábyrgir fyrir bitunum.
-fundur á 1000 evrum eða meira sem ég gat skilað í réttar hendur. NIÐURSTAÐA: ég er heiðarleg.
-fötuðum okkur bæði upp fyrir tæpar 30.000 kr. það er ekki hægt á íslandi en við eigum heldur enga peninga núna svo það kemur eiginlega allt útá það sama. nema núna eigum við fullt af flottum og nýjum fötum.
-bruninn hefur jafnað sig og hef ég nú fengið fallega bronsaða bringu og brá og örninn minn líka.
-lucky lake hostelið er dásamlegt og við ætlum svo sannarlega þangað aftur. þið ættuð að prófa að fara þangað...
-eftir mikinn kvíða og áhyggjur (óþarfar) komst ég að því að ég þurfti ekki að baða mig með öðru nöktu fólki. það voru sturtuklefar. í lokuðum eins manns herbergjum. ég held ég sé eins fjarri því að vera hippi og hugsast getur... because i´m a lady!
-keypti dásamlegan 50´s kjól með kirsuberjamunstri á útimarkaði.

nenni ekki meir...

4 ummæli:

tobba sagði...

Hlakka til að sjá kjólinn!

Nú er Ösp að koma í bæinn þannig að við eigum örugglega eftir að hittast oftar, jeii!!! :)

Tinna Kirsuber sagði...

Já, algjörlega! Þú verður með í matarklúbbnum Vellingi og vemmilega vídjóklúbbnum :D

Ösp sagði...

my name is Emily, Emily Howard and i'm a lady! and 'cause i'm a lady i like to do lady like things, like attend the opera...
cracks me up:)
5 dagar beibí, fimm dagar!!

Tinna Kirsuber sagði...

Hahahaha! Eins og mælt úr mínu hjarta :D Og já, bara 5 dagar... I can hardly wait...