miðvikudagur

æji ég er bara eitthvað að dóla mér hérna, ekki á leiðinni í háttinn... hmmm... tók myndina af mér og úlfi í burtu, skammaðist mín allt í einu fyrir að vera með mynd af mér og barni á síðunni, vil ómögulega að fólk fari að halda að ég sé á þeim buxunum þ.e. barneignabuxunum. hjálpi mér allir heilagir jeremíasar! ég á ferlega (afhverju er ég að nota þetta orð? ég segi aldrei "ferlega" í daglegu tali...) erfitt með að fela hvað ég er að hugsa hverju sinni, það er eiginlega óþolandi. ég ætti kannski að fara á leiklistanámskeið, læra að leika yfir mínar réttu tilfinningar. við ætlum að fara að horfa á hryllingsmyndir eitthvað fram eftir nóttu, það ætti að halda fyrir mér vöku... hvað á ég að segja ykkur? jú, það er eitt sem ég átti eftir að tilkynna að ég held... ég hef sumsé tekið ákvörðun um að fara í kvikmyndafræðina eftir áramót. ég er asskoti sátt við þá ákvörðun og hlakka mjög til. sé fyrir mér að þar muni ég blómstra fyrir utan að áhugi minn á bókmenntafræðinni jókst sérlega mikið þegar ég var að skrifa ritgerðina frægu, drög að strúktúralískri greiningu á leigjandanum eftir svövu jakobsdóttur. jamm, ég sé svo bara til. en nú er ég farin til amsterdam... eða svona hérumbil. blex.

3 ummæli:

dora wonder sagði...

góða ferð tinna mín. hélt ég myndi kannski hafa upp á ykkur á msninu nú klukkan 3.34 en þið hafið kannski haldið ykkur við hryllingsmyndirnar

Móa sagði...

en hvað mér líst vel á þetta, fannst þú voða sæt á myndinni með Úlfi litla. Sjáumst eftir ekki svo langa stund

Svetly sagði...

..góða ferð "litla" og njóttu, njóttu, njóttu... ;)