fimmtudagur

nöldurblogg:
ég skil ekki alveg hverjum datt í hug að hafa þessi sænsku gler-strætóskýli í landi voru... jú, líklega einhverjum jeppa-plebbum sem aldrei hafa tekið strætisvagn á sinni heiðgulu silfurskeiða-ævi. fyrir það fyrsta þá er ekkert, ég endurtek EKKERT skjól inní þeim og þegar frosthörkurnar herja á, eins og núna breytast þau í einhverskonar djöfullega frystiklefa. það er eins og frostið einangrist inní skýlunum og það er ekki fyrir nokkurn lifandi mann að standa í þeim. undarlegt alveg hreint...
mér finnst óþolandi fólk sem tekur börnin sín með sér í skólann. geymdu þig eða barnið heima. veldu! ætli þetta fólk líti á það sem stöðutákn að eiga börn og þurfi þ.a.l. að taka þau með sér í skólann til að undirstrika frjósemi sína?
í árnagarði í háskólanum er alltaf svona leikfimishúsa-lykt. það er þessi lykt sem allir þekkja, blanda af svita, gúmmíboltum og köðlum. viðbjóður!
það er varla hægt að labba hljómskálagarðinn í hálku eins og þessari sem nú þekur göturnar og þegar bætt er við rassgats-roki er það ógjörningur. ég fýk þarna fram og til baka með illt í eyrunum og velti því fyrir mér afhverju það sé ekki hægt að bæta hljómskálagarðinum í sand-á-göturnar rútínuna hjá borgarstarfsmönnum.

1 ummæli:

Þórdís Gísladóttir sagði...

Ég er alveg sammála. Þetta er ógeðslega sætt krúsínöldur hjá þér.